Lögberg - 17.06.1920, Side 6

Lögberg - 17.06.1920, Side 6
Bls. 6 LÖGBERG FIMTUADGtlNN 17. JÚNÍ 1920 VerCl vors aS gelslum Ve»1 ltfsina ft. P. P. P Æska er æfl skáU, Alt, sem lærist þá. Sögur Búdda. Það var einu sinni konungur í Persiu, sem las um það í bók að á fjalli í liéraði einu í India yxi tré eitt sem gæfi af sér meðal með þeirri uátt- líru, að hver sem neytti þess kendi sér einkis meins, og eins þurfti ekki annað en drevpa því ti þá sem dánir voru, til þess þeir vöknuðu aftur til lífs. Konungurinn sendi lielzta hirðlæknir sinn til India til þess að ná í dálítið af þessu meðali. Þegar læknirinn kom til India, hitti hann vitring einn, og siagði honum frá erindi sínu, vitringur- inn svaraði: “Konungur þinu hefir misskilið það sem í bókinni stendur, því þar sem talað er um fjallið í India þar er átt við vitrustu og lærðustu menn þjóðarinnar? Lífsins tré er mannvit það sem framleitt er í heila þeirra, rit þeirra er læknislyf sem vekur þá dauðu til lífsins.” Áður en Iæknirinn og vitringurinn skildu, gaf vitringurinn læknirnum bók, þar sem í voru skrifaðar fjölda margar sögur, og hafa þær síðan verið þýddar á mörg tungumál. Sumar af sögum þessum eru eftir Budda, en aðrar færðar í letur af lærisveinum lians, og er hér sýnishorn. Það sem sterkast er. Egyfskur töframaður var kvöld eitt á gangi á bökkum Gangesfljótsins, þegar að hann sá nátt- uglu koma fljúgandi með mús í nefinu. Þegar uglan sá töframanniun, varð hún hi’ædd og lét músina lausa, en hún var lömuð og sár. Töframaðurinn sem var brjóstgóður, kendi í brjósti um Iitla dýrið, isvo hann tók það heim með -sér, græddi það og hjúkraði, og breytti því svo í gerfi fagurrar stúlku. Og þegar að stúlkan óx upp til gjafvaxtar ára, kom fóstri hennar að máli við hana einu sinni og mælti: “Þú ert nú komin á giftingaraldur og eg verð að fá handa þér eiginmann sem þú ert ánægð ineð, og fullboðinn er lianda þér. Vald mitt er mikið, og þekking mín á töfralist svo að segja ótakmörkuð, svo mér veitist létt að framkvæma furðulega hluti, og mun mér því veitast létt að fullnægja óskum þínum.” Uppeldisdóttir töframannsins virtist \>erða mjög ánægð út af þessu loforði. “Eg vildi giftast þeim sem voldugastur er í öllum heimi.” “Það er engirm eins voldugur (sólin er karl- kend í ensku máli) í heiminum eins og sóliu” mælti töframaðuirnn. “Þá giftist ég sólunni,” svaraði stúlkan. Svo töframaðurinn beiddi sólina að giftast fósturdóttir sinni. “Eg er ekki það sem er voldugast í heimin- um,” 'svaraði sólin, “sjáðu skýin þá þau byrgja geisla mína, Jrau ertr rniklu aflmeiri og máttugri en eg er.” “Þú verður þá að giftast fósturdóttur minni’’ sagði töframaðurinn við skýið. “Það er annar sem er voldugri en eg,” svar- aði skýið, “sjáðu hvernig vindurinn þeytir mér til og frá eins og leikfangi, og tætir mig sundur eftir vild.” Svo töframaðurinn fór til vindsins, og krafð- ist þess að liatrn giftist fósturdóttur sinni, en vindurirrn benti honum á fjallið sem teigði tind sinn mörg þúsund fet upp í loftið, og sem hann sagðist ekki geta við ráðið, heldur yrði að brotna á. Þegar töframaðurinn bar upp áhugamál sitt fyrir fjallinu, þá fór á sömu leið, fjallið benti hon- um á að það væri rnargt til í heiminum sem það gæti ekkert ráðið við, til dæmis sagði það, að mús ein græfi sig inn í brjóst sín, þvert á móti vilja sínum, og gæti það ekkert við það ráðið. Töframanninum þótti fyrir hve þunglega horfðist á með ráðahag dóttur sinnar, því hann bjóst aldeilis ekki við að hún mundi vilja taka sér mús fyrir eiginmann. En þegar töframaðurinn sagði fósturdóttir sinni frá því, að músin væri það voldugasta sem hann hefði fundið, varð hún næsta glöð, og töfra- maðurinn breytti stúlkunni aftpr í mús, og þau giftust og bjuggu lengi saman í friði og samlyndi. Þó útlit manna breytist, þá brðytist eðli þeirra samt ekki. \ Vitrir oy heimskir álfar. # Þegar álfarnir sem hafa bústaði sína í trján- um, kusu þau sér til heimilis, þá voru sumir vitrir en sumir heimskir í vali sínu. Þeir vitru sneiddu hjá trjám þeim sem stóðu fáliðuð, eða ein sér út á víðavangi, en lieldur inn í skóginum, þar sem hann var stærstur, og settust þar að. En þeir heimsku sögðu: “Því ættum við að troða okkur inn í skóginn þar sem hann er þétt- astur! látum okkur setjast að í trjánum sem næst eru bæjunum, þar er rneiri von um að fólk færi oss gjafir heldur en ef við værum inn í skóginum.” Svo var það kvöld eitt að ofsa veður kom, sem reif einstöku trén upp með rótum, og álfarn- ir lieimsku sem þar höfðu tekið sér bólfestu urðu lieimilis lausir. En þegar veðrið kom að skóginum þar sem hann vai; þéttastur, og vitru álfarnir bjuggu,4>á megnaði það ekki að granda trjánum, því mót- Stöðuafl skógarins var svo mikið. Að veðrinu loknu sögðu vitru álfarnir við þá lieimsku: “ Fólkið ætti að standa saman eins og skógur- inn, það eru bara stöku tré sem standa upp á sléttunni, eða upp á ‘hólnum sem að stormurinn náði að granda.” Sanieinaðir, stöndum vér. Tranan og Krabbinn. Trana ein sem var orðin gömul og sein á sér, og of löt til þess að krækja sér í fisk úr vatni sem var örskamt frá, þaðan sem tranan hafði hreiður sitt, svo hún ásetti sér að vinna nú með kænsku það sem hún hafði áður unnið af orku. I vatninu var krabbi einn sem þótti vera vitr- ari en aðrir krabbar, þenna krabba ávarpaði tran- an .á þessa leið: “Kæri vinur minn, mér þykir fyrir að þurfa að segja þér að innan skamms koma menn og ræsa fram vatnið sem þú átt heima í svo þar verð- ur ekki deigur dropi. Hvað heldur þú, að verði þá um þig og alla fiskana? þið verðið allir teknir og etnir.” Þegar fiskarnir heyrðu þessar sorgarfréttir, héldu þeir þing, til þess að reyna að finna eitt- hvert ráð við þessari vfirvofandi hættu.. “Mér hefir dottið ráð í hug” tók tranan til máls, “þið vitið að eg liefi kyækt mér í fisk úr vatninu ykkar stöku sinnum, en það mundi verða mér harmur mikill ef þið vrðuð allir að deyja sökum vætuleysis, það mundi sannarlega ekki gjöra mér neitt gott. Hérna skamt í burtu er allstórt vatn sem þið getið lialdið áfram að lifa í og skal eg bera ykkur yfir þangað einn og einn í senn.” Fiskarir fengu einn aldraðann og reyndann fisk til þess að fara og skoða sig um á þessum nýju stöðvum. Tranan tók hann najög gætilega milli vatn- anna og -slefti honum ofan í vatnið sem hún var að segja fiskunum frá. Það var fallegt vatn, langt, djúpt, og mikið var um alslags fiska fæðu í því, og leist fiskinum ágætlega á sig þar. Þegar hann var búin að litas-t um tók tranan hann aftur, og flaug með hann í nefinu til vatns- ins sem félagar hans voru í, og slepti honum þar. Þegar fiskarir höfðu heyrt fréttirnar, kom þeim öllum saman um að hafa vistaskifti, og á- vörpuðu trönuna og sögðu: “Við höfum nú athugað málið, og samþykt að taka boði þínu.” / Tranan varð glöð við þetta, því hún ætlaði sér að taka fiskana einn og einn í éinu í nefinu og fljúga með þá upp á þurt land að rótum trés eins sem þar stóð og eta þá þar. En til allrar ólukku var það vitri krabbinn sem fvrstur átti að fara. “Flýttu þér qg komdu,” sagði tranan við krabbann. “Eg þori ekki vel að treysta þér svaraði krabbinn, þú máske missir mig niður, ef þú berð mig í nefinu og þá meiði eg mig. Við krabbarnir getum haldið okkur vel, lofðu mér að halda mér um háls þér, þá skal eg tafar- laust koma.” Trönunni datt ekki í hug að herini gæti stafað nein hætta af krabbanum, og varð fúslega við þessari bón hans, og þegar krabbinn hafði komið sér fyrir á liálsi hennar og tekið þar góðum tök- um, hóf tranan sig á loft og flaug á stað með krabbann, en í staðinn fyrir að stefna til vatn- sins stefndi hún á land upp og set.tist við rætur trésins. “Hvar er vatnið spurði krabbinn?” “Vatnið” endurtók tranan, lreldur þú virki- lega að eg ætli mér að hafa alla Jiessa fyrirhöfn fvrir ekki neitt. Þetta er alt sam-pi lcænskg úr mér, til þess að ná þér og fiskunurn á mitt vald, til þess að geta etið ykkur.” “Þaðvarnú sem mér datt í hug,” s\raraði krabbinn og læsti klærnar utan um hálsinn á trön- unni og kyrkti haná. Menn sem eru undirförulir og hrekkjóttir falla ávalt á sjálfs síns bragði. Kisa. Kisa launar fyrir sig. Á sveitabæ einum á Englandi var gráflekk- óttur köttur. Kisa var makráð og sérlunduð, eins og hún át-ti kyn til, en ekki er þess getið, að hún væri í neinu fremri að íþróttum eða atgerfi en kettir eru vanir að vera. Þar var á bænum vika- drengur, sem Jón hét. Piltur þessi var fremur vel látinn af heimilismönnum, og hefði þó betur verið um vinfengi hans, ef honum hefði ekki fylgt sá skaplöstur, að vera nokkuð ertinn. Á þessum skapbresti hans máttu allir kenna nokkuð, en mest kom hann þó niður á kisu, og ómaklegast, því hún líktist öðrum frændkonum sínum í því, að henni þótti góður friðurinn Oig sneiddi því lijá Jóni hversdagslega svo sem liún gat við komið, og hliðraði sér hjá öllum skærum. Oft hljóp lmn í felur, þegar hún sá Jón, og kom ekki fram fyr en hann var á burtu. Fór svo fram langa hríð. Það bar við einu sinni sem oftar, að f jölgaði hjá kisu og var henni leyft í það sinn að halda ein- um kettlingnum; hann var hvítur að lit og hinn líklegasti til þroska. Þegar hann var tveggja mánaða gamall, fylgdi hann' móður sinni út og inn um bæinn, og þótti þar margt nýstárlegt að sjá. En brátt kom þar, að lionum þótti sig hvorki skorta aldur né þroska til að kanna heiminn nokk- uð gjör. Kisu var lítið um slíkar glæfraferðir og hirti hann oft röggsamlega fvrir tiltektir lians, og mörgum öðrum en honum hefði orðið minnisstæð sú ráðning, sem hann fékk, þegar liann brölti fram af stéttarbrúninni í f.yrsta sinn, og stóð þar svo skrækjandi og ráðalaus mitt í forinni, því í það sinn varð lionum nokkuð ómjúk móðurhirtingin, þegar hún var búin að drasla honum upp á stétt- ina og inn í bæjardyrnar rennvotum og svörtum af for. Hann fór að vísu ekki fleiri ferðir þann dag, en næstu daga var glaða sólskin og skrauf- þurt um allár stéttir svo vel mátti velta sér hvar sem stóð. Þetta var um hásumar og því æði dauf- legt að vera inni. Hann hélt því af stað á nýjan leik, þegar hann sá sér færi, eins og aldrei hefði neitt í skorist, og skálmaði nú fyrst með endi- langri húsaröðinni; hann nam þar loks staðar við garðshliðið og horfði út milli spalanna á grind- inni sem í hliðinu var. Þar þraut stéttin, og tók þá við endalaus geimur af hvanngrænum ökrum og engjum, svo langt sem auga nam, og það sá hann í vizku sinni, að slíkt ginnungagap var ekk- ert ketlinga meðfæri. Hann beygði því af íeiðinni og hélt fram á lilaðið. Þar var ákemmra til heims- enda, því afarmikill skíðgarður lukti þar um lönd öll, og nam við himinn. Hann komst þó ekki alla leið í það sinn, því á miðju hlaði kom kisa honum í opna skjöldu, og var þá lokið landaleitum þann dag. ' Þegar hér er komið sögunni, var það einn dag, að Jón kom heim frá hrossum um hádegisbil- ið. Þegar hann kom að garðshliðinu sá hann hvar kisa stóð alein á miðju hlaði og mjálmaði sáran og mjög aumkunarlega. Jóni þótti kynlegt að sjá liana þarna án ketlingsins og gat þess til, að liann hefði smokrað sér út um einhverja hol- una á garðinum og hún því mist sjónar á honum. Þó Jón væri gáskafullur stundum, þá var hann þó hjartagóður og tók sárt til kisu þegar hún átti bágt. Hann skimaði því í kring utpn garðs, en gat ekki fundið kettlinginn og enga liolu sá hann lieldur, sem kettlingurinn hefði getað koniist út um. En þegar hann var að skima gegn um rif- urnar, sá hann að kisa var aftur komin á sama stað á hlaðinu, því hún hafði hlaupið í bnrtu að vanda, þegar hún sá Jón koma. Hann gekk þá til kisu og talaði vingjarnlega til hennar, en liún vildi ekkert eiga undir Jóni og þaut burt.. Þegar hann gætti að, sá hann að kisa liafði staðið á hlemipi, sem lagður hafði verið yfir gamlan brunn og löngu var hætt að, sækja vatn í. llonum kom til hugar, að kettlingurinn mundi kannske hafa farið þar niður um holu. Mold og sandur var á hlemmn- um og sumstaðar gróinn arfi og enga holu að sjá; loks fann hann ofurlitla glufu undir rönd lilemms- ins á einum stað, þótti þó ekki óhugsandi að kett- lingurinn hefði getað smogið þar inn. Jón vildi fyrir hvern mun hjálpa kisu og reyndi til að lyfta hlemmpum, en gat ekki þokað lionum. Honum þótti sárt, ef kettlingurinn skyldi vera lifandi og svelta þar til dauða, fór hann því inn í bæ, og fékk sér tvær vinnukonur og dóttur liónda, fó/ru þan svo öll að bisa við lilemminn. Þegar kisa sá livað þau höfðust að, kom hún til þeirra og settist þar hjá þeim og fór að niala. Eftir langa mæðu tókst þeim að reisa hlemminn upp með vogum. Þau sáu þá kettlinginn niðri í brunninum og kölluðu, en ekkert hreyfðist. Ivisa kom líka og mjálmaði, hún þekti strax kettling sinn og ætlaði þegar að steypa sér niður, en ein stúlkan tók hana og hélt henni. Jón ldjóp þá eftir reipum og seig svo nið- ur í brunninn, þótt það væri mesta hættuspil, því brunnurinn var þrjár mannhæðir á dýpt, vatn, steinar og mold á botninum, og steinar víða hrap- aðir úr börmunum og öll hleðslan laus, svo hún gat komið yfir hann þegar minst varði. Þegar kisa sá Jón fara niður, spektist hún og beið þar malandi á barminum. Hann tók kettlinginn og komst upp með hann heill á hófi. Ekki sást að kettlinginn sakaði neitt, því hann hafði auðsjáan- lega koinið niður í vatn; en svo dasaður var hann af öllu þessa, að hann hengdi höfuðið og gat ekki 'Staðið. Þau heltu ofan í liann volgri mjólk Qg lögðu hann í ull og fengu hann svo kisu til umönn- unar. Hún sleikti hann hátt og lágt og fór ekki frá honum daginn og nóttina.. Þegar menn vökn- uðu næsta morgun, var kettlingurinn að brölta um gólfið í baðstofunni, en kisa fanin út til veiöa. Hún kom þó litlu síðar inn með dauða mús handa onum í morgunverð, og hafði hann |>á fengið góða Ivst. Þegar hann var búinn að éta, fór kisa af stað í annað sinn, og kom von bráðar aftur með aðra mús, en í stað þess að fara til kettlingsins, liljóp þún rakleiðis upp í rúmið til Jóns og lagði þar niður músina hjá kodda lians. Jóni varð dálítið bilt við, en kisa stóð þar svo vingjarnleg, með róf- una upp í loftið, að engum seip sáu, gat blandast hugur um, að þetta voru laun hennar til Jóns fvr- ir brunnferðina. Hann fleygði nú músinni á gólf- ið, en kisa greip liana óðara og bar hana aftur up]> í rúmið. Jón lét hana þá liggja þar og strauk kisu vingjarnlega; en loks varð hann að fleygja músinni burt, því ekki fékst af kisu að éta liana. En upp frá þessu voru þau Jón og kisa jafnan mestu mátar. Frá þessari sögu hefir sagt húsbóndi Jóns, skil- vís rnaður, sem enn er á lífi (1893).—Dýrav. -----------------------o-<------ Sýn mér trú þína af verkunum. Enskur prófessor aldurhniginn frétti einu sinni af indverskum stúdent, sem lægi veikur á sjúkrahúsi. Hann gekk til hans daglega, og boð- aði honum fagnaðarboðskap Jesii Krists, en hann lét ekki sitja við orðin tóm. Hann sýndi lionum margskonar kærleika í verkum, alveg eins fyrir því, þó að stúdentinn ekki aðhyltist trúboð hans. Nokkru eftir að stúdentinn varð heill heilsu, snerist liann og varð alvarlega trúaður maður. Þegar hann var spurður um orsökina svaraði hann: “Eg liafði alt af tíu orð á móti einu, þegar prófessorinn talaði við mig um trúmálin, en kær- leiksríku verkin hans hlýjuðu mér svo um hjarta, að eg sannfærðist um blessunarrík álirif lifandi kristindóms á mannínn.—HeimiUsblaðið. --------—o-------- Málshcettir. “Lastaðu’ ekki líkan þér”, t ljótt er að hrekkja og svíkja. Að lifa flekklaus læra ber og láta þekking ríkja. i i f “Leita skal, ef liggur á” liðs hjá góðum vinum. Sá er vinur, sem því frá y segir ekki hinum. “Lítið kemur litlu’ í mót,” lærðu strax að spara; en ei má hafa’ að öðrum hót, ef að vel skal fara. “Ráðfátt verður rögum þrátt,” ráðin aldrei bresta; stórmenni, er stefnir hátt, strax hann isér hið bezta. G. G. í Gh.—Heimilisblaðið. ---------o-------— Bæn hins munaðarlausa.—Eftir Moody. Lítið stúlkubarn misti foreldra sína, svo að lienni var komið fyrir á öðru eimili. Fvrsta kveldið, sem hún var þar, spurði hún, hvort hún mætti biðja eins og hún væri vön, og þegar henni var sagt, að það skyldi hún gera—það gerðu öll góðu börnin, kraup hún niður og las bænirnar sem móðir hennar hafði kent henni, en þegar hún var búin að lesa allar bænirnar sínar mjög hægt og al- varlega, bætti hún við stuttri bæn frá eigin brjósti svo liljóðandi: “Kæri drottinn Jesús Ivristur, eg bið ]>ig að þú látir þetta fólk, sem eg er nú komin til, verða eins gott \ ið mig og pabbi og mamma voru.” — Svo nam hún staðar og leit upp, rétt eins og hún biði eftir svari. En svo bætti liún við: “Eg efast ekki um að þú viljir það og gerir það.” Moody svarar spurningu áfengissalans. í bæ einum í Norðurálfu, þar sem mikið var drukkið af áfengi, var inaður nokkur, sem átti hlut í veitingaúsi með áfengissölu. En af því maður þessi var meðlimur kirkjufélags, var ekki trútt um að samvizka hans þegði um áfengissöluna. — Maður þessi kom til mín og spurði mig um, hvað eg héldi um það, hvort inaður gæti ekki með góðri • samvizku veitt áfenga drykki. Eg svaraði: “Alt hvað þér gerið, ber yður að gera guði til dýrðar. Ef þér nú getið gengið niður í yðar kjallara, og gert bæn yðar yfir rommfatinu o.g sagt t. a. m. á þe.ssa leið, þegar sér seljið úr því: Drottinn, láttu ]>etta romm verða til blessunar fyrir viðskifta- menn mína, — já, ])á getið þér gert }>að með góðri samvizku.” ---------o--------- Skýjarof. Eg sé ékkert ský, ]>ví hún skín nú svo hýr hin skrúðbjarta árdegis-sunna. Geislinn er fagur og guðlega hlýr, hann gagntekur blómin og runna. Já, Ijósið og ylur er lífsafla líf, sem læsir sig gegnum alt jarðlífsins kíf. Það læsir sig eins gegnum blágrýtið blátt og hið blíðasta ungmeyjar hjarta, það lyftir up'þ sál vorri hátt,—já svo hátt, að oss hverfur hið kalda og svarta; }>að opnar oss himinsins heilaga ljós: hjarta vors fegursta ódáins rós. G. G. í Gh.—Heimilisblaðið. j

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.