Lögberg - 15.07.1920, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 15. JÚLÍ 1920.
Bte. 5
Komið til 5^4 King Street
og skoðið
ElectricWashing Machine
Það borgar sig að leita upplýsinga
City Light & Power
54 King Street
Til bænda er selja rjóma!
Vér getum nú boðið allra hæzta verð út í hönd fyrir rjóma
og greiðum allan kostnað, er af flutningnum leiðir. Vér leggj-
um oss í framkróka með að gera viðskiítavini vora ánægða;
eigum líka í vissum skilningi hægra með það, þar sem vér fá-
umst einungis við smjörgerð, og þrjátíu ára reynsla vor í þeirri
grein ætti að gefa bændum hvöt til þess að senda rjóma sinn
beint til
THE MANITOBA CREAMERY COMPANY, LIMITED
846 Sherbrooke Street
WINNIPEG - - - MANITOBA
A. McKay, framkvæmdarStjóri Meðmaeli Bank of Toronto
Að spara
Smáar upphæðir lagðar inn í banka reglulega
geta gert stærri upphæð en stór innlög, sem lögð
eru inn óreglulega. Sá sem gerir sér að vana að
leggja inn peninga, hann fær löngun til að sjá upp-
hæðina stækka. Rentur gefnar að upphæð 3% á
ári, lagt tvisvar við höfuðstólinn.
Byrjið að legg.ia inn í ssparisjóð hjá,
THE DOMINION BANK
NOTRE DAME BRANCH,
SELKIRK BRANCH,
W. H. HAMILTON, Manager.
W. E. GORDON, Manager.
/Efiminning
Friðriks sál. Jónssonar Jósephson
frá Baldur, Man.
pað hefir dregist lengur en vera skyldi, að geta fráfalls
þess góða pilts, enn ástæður fyrir bæöi mér og öðrum sem þektu
hann vel, 'hafa eflaust verið þær sömu hjá öllum, að búast við
að aðrir gjörðu það. pannig er því vanalega farið með þau verk,
sem gjörast eiga, bæði einn og annar vill koma verkinu á þann
næsta.
Friðrik var fæddur 24. október 1895 á Mýrarlóni i Lögmanns-
hlíðar sókn í Glæsibæjarhreppi í Eyjafjarðarsýslu á íslandi
Foreldrar hans voru þau heiðurshjónin Jón bóndi Jósefsson
frá Neðri Dálkstöðum á Svalbarðsströnd í S. pingeyjarsýslu, og
kona hans Guðrún Isleifsdóttir Svanlaugssonar frá Neðri Glerá í
Lögmannshliðar sókn, nú búsett í Baldur, Man. pegar Friðrik var
rúmra tveggja ára gamall drukknaði faðip hans af báti. pað
slys vildi til i svonefndri Krossanesbót á Eyjafirði þann 4. nóv.
1898. Foreldrar Friðriks voru til heimilis að Glerá er þetta
slys vildi til, en næsta vor á eftir, 1889, fór móðir Friðriks í hús-
mensku að Rangárvöllum í sömu sveit, með tvö börn þeirra
hjóna: Friðrik, þá rúmra þriggja ára, og systur hans, Ólínu Að.
álheiðí, eins árs. Vann móðir þeirra þar fyrir þeim báðum í
rúm þrjú ár, eða þar till í júlí 1902 að hún fluttist til Canada,
með bæði börn sín með sér, og settist þá fyrst ^ð í Winnipeg Man.
og dvaldi iþar og í Argyle, Man., ti'l 1908, er hún giftist í annað
sinn núlifandi manni sínum Sigvalda B. Gunnlaugsyni frá
Baldur Man., og þar búa þau nú. pegar að Cþiðrún giftist
seinni manni sínum, og flutti til Baldur, þá tóku þau með sér
Friðrik son Guðrúnar frá fyrra hjónabandi, og ólu hann upp til
fullorðins ára, en systir Friðriks var hjá Mr. og Mrs. Jóhanni
Hall til fermingaraldurs, er hún fór til móður sinnar og stjúpa,
og dvelur þar enn sem í foreldrahúsum. Og gekk hinn góði
stjúpfaðir þeirra þeim i föður stað, og bar einstaka umhyggju
fyrir velferð þeirra, rétt sem sínum eigin börnum. Og oft
heyði eg Friðrik sál. segja það að ’leitun væri áreiðanlega að föð-
ur sem gæti verið Jðörnum sínum betri, en Sigval<ji hefði verið
þeim systkinum stjúpfaðir. Enda elskaði og virti Friðrik stjúp-
föður sinn sem sinn eiginn og bezta föður. Og eftir að Frið-
rik komst af unglingsárunum vann hann hjá móður sinni og
stjúpföður á bújörð þeirra, sem réttur og góður sonur vinnur
fyrir foreldra sína. Móður sína elskaði og virti Friðrik mjög
mikið og gerði alt sitt toezta til að létta undir með henni bæði í
einu sem öðru fyr og síðar. Systur sína Aðalheiði, sem var tveim
árum yngri en Friðrik, elskaði hann mjög heitt, og var það þeim
báðum til gleði og ánægju hversu samrýmd þau voru i flestu
eða öllu til hinstu skilnaðarstundar. Svo var og með alla sem
Friðrik sál. þektu, bæði sem barn, ungling og fulltíða mann, að
þeir allir báru sérstaka elsku og virðing fyrir honum, fyrir hans
lipru og góðu hversdags framkomu, og háttsemi.
Pegar hið mikla Evrópustríð skall á 1914, fékk Friðrik strax
sérstaka láungun til þess að leggja sína krafta fram til hjálpar,
toæði fyrir fósturland sitt (Canada) og alla sem ofbeldi og þján-
ingum átti að beita. En sökum lasleika fósturföður síns var
hann samt heima kyr, þar til um áramótin 1915-—16, þá gat hann
ekki setið lengur hjá aðgjörðalaus; og innritaðist þá í 222. her-
deild Canada hersins og fór með henni austur um haf 1. nóv.
1916 og í febr. 1917 alla leið í skotgrafirnar á Frakklandi.
í skotgröfunum reyndist hann ötull mjög, og æfinlega boð-
in og búinn til þess að leggja krafta sína og líf, fram til alls
sem gjöra þurfti og hug og dug þurfti til.
11. augúst 1917 særðist Friðrik miklum sárum í orustunni
við Vimy hæðir, og var hann þá fluttur fyrst á sjúkrahús á Frakk-
landi, og síðar á Englandi. En þegar að hann var gróinn sára
sinna að mestu fór hann til Frakklans i annað sinn, í byrjun
ársins 1918. Var hann eftir það með herdeild sinni (46) í öllum
þeim stóru og smáu orustum sumarið 1918, þar til að hann féll
3. sept. það sama ár í hinum mikla og skæða toardaga sem Can-
ada menn háðu við pjóðverja suður og vestur af toorginni Arras
á Frakklandi. pegar herdeild hans kom út úr þeim bardaga
var Friðriks saknað, og vissu engir félagar hans hvað af honum
hefði orðið. Síðast er sást til hans hafði íhann verið með þeim
fremstu í fylkingu, og stóð þar stöðugur á móti öllum þeim toan.
vænu sendingum mótstöðumanna, og lét ekkert á sig fá. pað
er það seinasta er nokkur veit um hinn hrausta og hugprúða
dreng.
Lengi var hans leitað af félögum hans, því öllum var vel við
•hann og iþótti leitt að geta ekki vitað með neinni vissu hvað fyrir
hann 'hafði komið. En öll leit og eftirgrenslanir hafa orðið að
árangunslausu. En að öllum líkindum hvílir hann nú í friði í
ókunnu landi, fjarri skyldfólki og vinum. En þær beztu endur-
minningar skildi hann eftir hjá öillum, sem Ihann iþektu, bæði fyr
og síðar, og ekki sízt hjá þeim félögum hans í herbúðum og skot-
gröfum sem kynni höfðu af honum, og með honum voru, því
Friðrik var léttur i lund og skemtinn í orðum og laðaði að sér
alla sem tal höfðu af honum einu sinni. Blessun drottins hvíli
yfir líkama ihanis og sál, hvar sem hann kann að hvíla í kaldri
niold. Blessuð veri minning hins fallna og týnda, frækna og
góða unglings Friðriks Josephsonar frá Baldur.
Vinur úr herbúðunum.
Friðrik Josephson fallinn á Frakklandi.
Ort fyrir hönd móður hans.
Horfin, orð það enn þá hljómar
Innst í sálu mér,
Og svo sáran hrygðin hljóða
fljartastrengi sker.
pegar láð er Ihúmi hulið,
Hrynja tár af kinn
Er í kyrð, með harm í hjarta
Eg hugsa um drenginn minn.
pú ert hniginn frelsi fyrir
Frakklands ströndum á,
pangað fer eg oft í anda
Yfir djúpan sjá.
Fögur er í minning máluð
Myndin kær af þér,
Sem eg gleymi aldrei, aldrei
Ár þó breyti sér.
> .
pú sem barn við brjóst mér hvíldir,
Bros þín man eg þá X ' fc
Er svo hlýtt um háls mér vafðist
Hönd þín mjúk og smá,
Og þitt toros, var bros mitt líka
Bölið þitt mín tár,
pví svo blítt eg toer í huga
Bros þín öll og tár.
En um æsku ljúfar leiðir
Ljóssins geisli skín,
Laung þó saga ei sé yfir
æfisporin þín—,
Pú svo hægur, hjartagóður,
Hylli vanst og ást.
Stöðuglyndi og trú þín tengdi
Trygð er aldrei brást.
Heróp kom og hraustir drengir
Héldu burt af storð,
Sorg er hjartans lá í leynum
Lýst ei geta orð.
pér eg sonur þrýsti að hjarta,
pögn og bitur tár.
Sýndu toezt hvað bjó í huga
Og burtför þín var sár.
pig ei tjáði að tefja sonur
Trú þín hvatti þig,
“Grát ei móðir, gegna hlýt eg s
Guð því kallar mig.”
Orðin þessi þín. eg geymdi,
pau mér gáfu styrk,
pá, mér virtist vonar sólin,
' Vera köld og myrk.
Oft um dimmar drunga nætur,
Draumar færðu mér,
Fjarlægð úr með furðu myndum,
Fregnir kæri af þér.
Með þér margar fór eg ferðir,
Fylgdi á hættu leið,
Og í gegnum þungar þrautir
Polinmóð eg beið.
i ' Nú í brjósti er brostinn strengur,
Barnið mitt er nár,
Guð einn veit það mál er mælir,
Móðursorg og tár.
Hann einn ræður lífsins lögum,
Ljósið hans æ skín, —
Og mér finst hann blítt mér bendi,
Og blessi yfir sárin mín.
Stjúpinn góði sáran syrgir,
Og systkin yngri þín.
Fegurst þeirra er fölnuð vonin
Að fá þig heim til sín.
Harmaél þó hylji gleði
\ Huggun trúin lér,
Okkur drottinn aftur veiti
Endurfund með þér.
' Yfir hafið hugur toer mig
Hljóð eg krýp á storð,
Og með hrygð við leiðið lága
y Les eg bænarorð.
Lít eg friðarboga bjartan
Breiða ljósið skært,
Yfir beðinn er þú blundar
Undir rótt og vært.
par í anda blóm eg breiði
Á beðinn kalda þinn
Og eg þröst bið sætt að syngja
Söng fyrir drenginn minn.
Hljóm þann finn eg bugann friða
Hjartans mýkjast sár
Er á gröf í hljóði hníga
Höfug móður tár.
B.
Ort fyrir hönd systur hans.
Mér finst nú svo tómlegt og autt hér alt,
Og ömurlegt veðrið og nístingskalt
pó bjart sé um heiðloftin háu.
Og laufin mér sýnast svo döpur og dul,
pau drúpa við svo lítið andarkul,
Og grúfast að greinunum smáu.
Og rósirnar fögru ekki brosa eins blítt
Né breiða sitt angan, sem þeim var titt
Um lautir þar lékum við bróðir.
Já, nú er á öllu svo breyttur blær,
pví bróðir minn kæri þú liðinn ert fjær,
Eg ein reika um æskunnar slóðir.
Og gleðin er horfin og hljómur úr söng
Er hlustuðum við á um kvöldin löng,
Til fugla, á grænkuðum greinum.
Og hvar sem um skógarins götur eg geng,
Minn grátur þar ómar frá saknaðar streng,
í hjarta míns helgustu leynum.
Með golunni þýðu sem líður um lönd,
Eg leita í anda að fjarlægri strönd,
par varðist þú siðasta sinni.
Eg guð finn þá nær mér í húmi — og hljótt,
Hann huggar og styrkir um þögula nótt,
Er græt eg á gröfinni þinni.
En gegnum þau tár sem mér glóa á kinn,
Mun glitra á sóllbjarta vongeislann minn,
Er lýsa skal lífstíðarvegi;
Að hinu megin við húmsins rönd,
Við ihittumst bróðir við ljóssins strönd,
Á indædum eilifðar degi. —
B.
ús Pétursson. Yfirlæknir heilsu
hælisins á Vifilstöðum, Sig. Magn
ússon, var einnig sjálfkjörinn til
fararinnar, en hætti við á síðustu
studu, þar sem svo mikið var að
starfa á hælinu, að hann vildi
ekki yfirgefa það eða fá í hendur
ókunnum mönnum.
Tíðin er nú góð hér sunnan-
lamds. En norðanlands og austan
er enn jarðlaust allvíða.
Vestur-íslendingar um 25 að tölu
ætla að koma hingað í skemtiferð í
sumar.
Guðmundur Einarsson frá Mið-
dal sá sem gert hefir standmyndir
nar í húsi Nathan og Olsen, hefir
nýlega staðist inntökupróf við lista
héskólann danska. Gengu undir
það 21 ungir myndlhöggvarar og
stóðust að eins tveir, Guðmundur
og danskui; maður Jörgensen að
nafni.
Sigurður ó. Lárustson, cand theol
er nýkosinn prestur í Stykkishólmi
—■ Helgafellsprestakalli — með 180
atkv.Magn. Guðmunds'son h'laut 153
atkv. Hr. S. Ó. L. verður vígður 27.
þ. m. Hann hefir annars undan-
arið dvalið í Englandi, pýzkalandi
og Danmörku, til að kynnast þar
kirkju og trúarlífi landanna, áður
en hann gerðist kennimaður hér
jieima.
Or ýmsum áttum.
f Evrópu fara fáar sögur af
bardögum nú orðið nema miili
Rússa og Pólverja. Hinir síðar-
nefndu gerðu út mikinn her í
þrennu lagi og sóttu djarflega inn
á Rússland, en hafa ekki orðið
sigursælir, eftir fréttum að dæma
hafa hörfað aftur á bak, ”til að
draga samacn fylkingar og skipa
liði sínu í nýjar stöður.” peir
pólsku munu hafa færst fullmik-
ið í fang, því að margir fornir
bardagamenn rússneskir gengu
undir merki, er þeir sáu stóra
heri vaða inn á Rússland, þó hlut-
lausa létu með öllu styrjöld þá
hina miklu er yfir geysaði innan-
Iands, þar á meðal er talinn
Brússiloff, er sigursæll var um
eitt skeið, og vel þótti kunna liði
að stýra.
Pólverjar leituðu hófanna um
friðargerð við Soviet stjórn, þann
9. júní, en svarið var að hinir
rússnesku réðust á þá daginn eft-
ir, og sóttu hart að þeim.
Æzta ráð sambandsþjóða þótti
súrt í broti, er það vildi setjast
á ráðstefnu við nefnd af pjóð-
verja hálfu, um skaðabótagjöld,
og hin síðarnefnda tjáði því, að
tillögur þýzkra ihér að lútandi
væru sendar stjórnum hlutaðeig-
andi ríkja til íhugunar og af-
greiðslu. pótti sem þýzkir vildu
fara þá krókaleið til að komast
hjá að standa við gerða samninga,
einkum er það varð bert, að þýzk-
ir kröfðust að gjaldþol þeirra
skuli níiðast við efnahag þeirra
eins og nú stendur, en ekki fara
eftir því, sem ^einna kunni að
verða. Getið er þess til að þýzk-
ir hafi gert líklegt í erindi þessu,
að hvergi mættu þeir standast
fégjöld þau hin geysimiklu er
þeim voru á 'hendur gjörð í stríðs-
lok. Seinni fréttir herma þær
kröfur af þýskra hendi, að þeir
megi hafa 200,000 undir vopnum,
að þeim sé þegar skilað aftur þeim
löndum er samjþandslþjóðir hafi
að hernámi, og að skaði þýzkra
af námi því sé dreginn frá fé-
gjöldum þeim. Skuldir þeirra
mótmæla því að stórveldin Bret-
land, Frakkland, ítalía og Japan
skipi hvert tvö sæti í nefnd þeirri
en þeir ekkert.
Grikkir ganga nú mjög á þá
sneið, er stórveldin skildu eftir af
riki Tyrkja. Evrópu megin eru
þeir komnir í "skotfæri við Mikla
garð” en Asiumegin eiga þeir eft-
ir nokkrar dagleiðir norður að
sundum.
Af Czecho Slavak stjórn hafa
Bahdaríkijn jikeypt 14 miljónir
pundá af sykri og semja nú um
enn stærri kaup á þessari dýru
nauðsynjavöru.
Ofsa stormur geysaði yfir
3taten Island, New Ýork, reif upp
tré, braut girðingar og glugga og
símastaura.
Reiðarknapi Carusos er tekinn
fastur, grunaður um að vera vald-
ur að hvarfi gimsteina þeirra
hinna dýru, er kona þess fræga
söngvara misti fyrir skömmu.
Suður í Pensylvania rákust
járnbrautarlestir á, þar sem heit-
ir Pittston, slösuöust 35 en 19
biðu bana. Um tuttugu meiddust
í New Ýork um líkt leyti, tveir til
bana, er lestir rákust á. \
í Manchester á Englandi hafa
leiguliðar tekið sig saman og
skipað húsnæðislausum auð hús
og sett vörð við, svo ekki verði
þeim ví^ð út. Húsekla er sögð
þar mikil.
teljast
mörk.
nú 250 þúsund miljón
Til strandvarna við ísland eru á
síðustu fjárlögum Dana áætlaðar
400 þúsund krónur “Beskytteren”
annast þær nú, undir stjórn de
Bang, og handsamaði hann 3 út-
lenda botnvörpunga á ólöglegum
veiðum í landhelgi í fyrstu ferð
sinni. ^
Búnaðarskýrslur fyrir árið 1918,
eru nýkomnar. Voru þá hér í far-
dögum 645 þús. sauðf jár , og er það
7% fleira en árinu áður. Á sama
tíma voru nautgripir 24,311, og
er það heldur meira en árinu áður,
og nemur mestu á kálfum, en' kýr
eru hér um bil jafn margar. Hross
voru 53,218 og hafa þau aldrei ver-
ið J&linn fram jafn mörg. Geitar-
rækt er einnig nokkuð að aukast,
og mætti þó meira. Hefir geit-
fé fjölgað á árinu um 337, er nú
1704.
Eins og oft hefir áður veriíT
talað um, var töðu fengur með
mesta móti þetta ár, eða 385 þús.
hestar, og er það nærri helmingi
meira en árinu áður. Eirnnig hef
ir kartöfluuppskeran minkað dá-
lítið, úr 30 þús. niður í 26 þús.
tunnur. Af mó voru teknir upp
577 þúsund hestar.s
Magnús Jónsson cand. juris et
polit., sá, er var ritari sambands-
nefndarinnar 1918, er skipaður
prófessor innan lagadeildar Há-
skólans í stað hæstaréttardómara
L. H. Bjarnason. Hann tekur þó
ekki við embætti sínu, fyr en eft-
ir eitt ár.
fram farin milli
og Danmerkur
Skifting er
pýzkalands og uanmerkur á
Slésvík, er samkvæmt friðarsamn-
ingum var heimilað að skera úr
því með atkvæðum, hvoru landinu
íbúarnir vildu tilheyra. Norður--
Slésvíkingar samþyktu að hverfa
aftur í ríki Dana, þeir sem sunn-
ar búa kusu að vera kyrrir í hinu
pýzka ríki. Norður-Slésvík er
sá landshluti, er heitið var árið Jim stöðum í Skagafirði.
1865, að þessu skyldi ráða með at-
kvæða greiðslu, að liðnum fáum
árum, þau árin voru lengi að
líða, en liðu þó.
í skjali því er sendinefnd
Tyrkja hefir samið og sent banda
manna ráði útaf friðargerð og
hernaði Grikkja á hendur Tyrkj-
um, segir svo að þeir viðurkenni
hin nýju ríki sum sem upp eru
talin, svo og að Armenia og Ara-
bia verði óháð, að Frakkar hafi
Thunis og Morocco og afsala yf-
irráðum yfir Libysku eyjunum í
Grikklandshafi, enn fremur að
Sýrland, Palestina, Mesopotamía
séu laus undan sínu valdi, svo og
Egyptaland, og viðurkennir rétt
Breta til Suez skurðs(~Sudan og
Kypres eyjar, þar hjá afsalar sín-
um réttindum til eyjanna Imbros,
Tenedos, Lemnos, Samoþrake, My-
tilene, Chios, Samos og Nikaria.
En nefndin mótmælir því að
Grikkjum sé fengin prakia, hin
eystri hlutinn, með því að þar búi
nálega eingöngu Tyrkir, og með
því komist Grikkir í skotfæri við
Miklagarð — Grikkir hafi sterk-
an her og öflugan flota, en hvor
tveggja er tekið af Tyrkjum eftir
fyrirmælum alþjóðaráðs í friðar-
samningi. Sömuleiðis mótmæla-
þeir því að Grikkjum sé fengin
Smvrna borg og kveðast munu
hana vígi verja, ella skora á stór
veldin að kveðja þaðan hinn
gríska her. Unn fremur krefj-
ast þeir sætis í nefnd þeirri er
setja skal reglur um umferð
Stólpasundi (Dardanelles), og
Frá lslandi.
Eyjólfur Stefánsson.
Fæddur 14. maí 1847.
Andaðist 8. júni 1920.
Eyólfur "Stefánsson var fæddur
14. maí 1847, Geldingaholtskoti í
Skagafirði.
Tólf ára gamall fluttist hann
að Hrólfstöðum í Blönduhlíð, var
hann þar, þangað til faðir hans
dó, dvajdi hann*cftir það, á ýms-
Páll Isólfsson hefir nýlega hald-
ð hljómleik í Berlín, sem mjög vel
er látið af. Hann kemur heim í
sumar.
Pétur Jónsson söngvari er í
Paris um þessar mundir, og hef-
ir haldið þar söngskemtun við
góðan orðstír. Hann kemur
heim í sumar.
Til útlanda til sumardvalar, eru
nýfarnir m. a. læknarnir G. Björn-
son landlæknir, Magnús Pétursson
og Sig. Magnússon yfirlæknir á
berklalæknafund í Stokkhólmi,
Jón Aðils prófessor og Dr. Jón
porketsson skjalavörður á sagn.
fræðinga fund, Jóhannes Jóhann-
Gíslason ritstj. á sameiningarhá-
tíð Danmerkur og Suður-Jótlands.
Læknaþing verður haldið í
Stokkhólmi í lok þessa mánaðar,
áðallega til þess að ræða um
berklaveiki o^g varnir gegn henni.
En eins og kunnugt er, situr hér
r.ú nefnd á rökstólunum til að
ræða þetta mál, \enda er berkla-
veikismálið orðið hér Sem víða
annarstaðar, hið mesta alvöru
mál og brýn þörf, að gera alt sem
unþ er til að hefta frekari fram-
gang þessa þjóðarmeins. Tveir
ísl. læknar sækja fundinn, þeir
landlæknir G. Björnsson og Magn
Árið 1882, kvæntist hann eftir-
lifandi ekkju sinni Ingibjörgp.
Andrésdóttir, frá Stafni í Svartár
dal.
Stuttu eftir giftinguna fluttu
þau hjón til Amerfku.
pau settust fyrst að i Winni-
peg, og dvöldust þau þar um 7 ára
bil.
Til Seattle Wash. fluttu þau
hjón nálægt 1889, þar bjuggu
þau í rúm þrjú ár. Um nokkur
ár voru þau í Bellingham, Wash.
en síðastliðin 19 ár bjuggu þau í
Blaine Wash.
peim hjónum var 7 sona auðið
dó einn ungur, en einn þeirra er
búsettur á íslandi.
Við jarðarför Eyólfs voru við-
staddir synir hans, ásamt ekkj-
unni móður þeirra.
peir eru: Andrés búsettur í
Blaine.
Ferdinand og Óskar, báðir til
heimilis í Vancúver B. C.
Ólafur úsettur í Blaine og Lou-
is, einnig til heimilis hér.
Fjöldi fólks fylgdi Eyjólfi heitn-
um til grafar, fór jarðarför hans
fram frá íslenzku kirkjunni í
Blaine, fimtudag 10. júní síðastl.
Hvíldin kom sem Eyólfur hafði
)?ráð. Hann hafði um lengri tíma
verið 'la'sinn, síðast rúmfastur um
al-langa hríð.
Eyólfur heitinn var maður
vandaður og sannur og mun ald-
rei hafa legið á liði sínu í bar-
pttu lífsins meðan kraftar og
þrek entust.
Kona hans stóð við hlið hans,
til hins síðasta og veitti honum
alla þá hjálp sem hægt var að
láta 'í té.
Sig. Ólafsson.