Lögberg - 22.07.1920, Blaðsíða 6

Lögberg - 22.07.1920, Blaðsíða 6
Bk 6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 22. JÚLf 1920. Æska er æff skölV Alt, sem lærist t>íi. Veröl vor» aB (felslUIT! Vesrl lífsins 4. P. P- P. TJR“THE IDYLS OF THE KING” Arthur konungur. Fundið Sverðið Excalibur Eftir að Arthur var orðin konungur, varð honum ungra riddara dæmi, er fara óvarlega og leita mannrauna til þess eins að reyna sig; oft reið hann frá mönnum sínum, og fór einn eftir fáförnum skógargötum til þess að leita óvæntra atburða. Hann gætti þess alls ekki, hvern skaða ríki hans mundi líða, ef eitthvað yrði að honum og ráðgjafar hans hinir góðu hörmuðu það, að hann skyldi stofna sér þannig í hættu, þó ekki gætu þeir annaö en elskað hann fyrir hvað djarfur hann var og karlmannlegur í skapi- Það var einn dag, að hann reið um Forset Perilous; í þeim skógi átti heima máttug og fjöl- kunnug kona, er Annoure hét; hún notaði fjöl- kyngi sína til þess eins sem hana langaði til. Hún sat við glugga í turni sínum og sá hvar Airt- hur konungur reið í skógarrjóður; sól stafaði geislum á hann svo að ljóma lagði af herklæðum hans og glóbjörtu hári. En þegar Annoure leit konunginn, hitnaði henni um hjartarætur, unz hún staðfesti í huga sér, að hún skyldi ná ástum hans og eiga hann, og leggja þar við allt kapp, láta hann búa með sér og gera vilja sinn í öllum efnum. Hún lét þegar vinda niður sýkisbrií og slá opnum kastalahliðum, gekk út af kastalanum með meyjum sínum, kvaddi konung virðulega og bað hann hvíla sig í höllinni þann dag, með því að hún þyrfti að biðja hann bónar. Arthur kon- ungur varaðist ekki, efaðist ekki um drengskap hennar og lét leiðast inn. Þá var slegið upp dýrðlegri veizlu; Annoure leiddi konung til sætis á hægri hlið við sig, en riddarar og knapar þjónuðu honum með lotn- ingu- En er veizlunni lauk, snéri konungur a® kastalafrúnni og mælti hæversklega: “Þér þóttust þurfa að 'biðja mig bænar, frú. Ef eg get nokkuð gert yður til eftirlætis, þá bið eg yður að segja mér til þess; og eg mun leggja stund á það svo riddaralega sem mér er fært.” “Að vísu” svaraði frúin, “vildi eg fegin mega biðja yður að gera nokkuð fyrir mig, göf- ugi riddari; leyfa munuð þér fyrst að eg sýni yður um kastala minn og bújörð, eftir það mun eg bera upp bón við yður, og knýja á yðar riddara lund.” Síðan leiddi hin fjölkunnuga frú konung- inn Arthur úr einu herberginu í annað, en hvert var öðru fegurra og prýðilegra. 1 sumum voru vegleg veggjatjöld, á veggjum annara glóðji dýr- ir gimsteinar, og konnngurinn undraðist hvers sú kynni að biðja, er svo miklum auði réði. Að síðustu leiddi Annoure konung út á virkisvegg; þá sá hann að breyting var á orðin, þrennir varn- argarðar voru komnir utan um þann sem hann fyrst hafði séð, og fyrir þeim sást hvergi til skóg- ar. Þá leit hann við Annoure og mælti stilli- lega: “Mikið undrar mig hvað óbreyttur riddari kann að gera fyrir þann, sem ræður fyrir svo furðulegum kastala sem þeim, er þér hafið nú sýnt mér; eigi að síður, ef eg get veitt yður ridd- aralega þjónustu í nokkru, þá vildi eg fúslega fá þaS að heyra nú, því eg hlýt að halda fram minni ferð, og skunda til þeirra e| eg hefi svarið að veita riddara þjónustu.” “Hvemig látið þér, Arthur konungur,” svaraði frúin með gletni, “hugsið ekki til að villa mér sýn; eg veit vel hver þér erað, og að allt Bretíand lýtur yðar hoði.” “Nauðsyn að meiri, að eg haldi fram ferð- inni til að rétta rangindi og liðsinna þeim sem hollir eru sínum herra.” “F’ávíslega mælt,” sagði sú fjölkunnuga, “hví skyldi sá hlýða kalli hvers þræls og þegns í sínu ríki, er yfir öðrum hefir að bjóða? Nei, hvíl þig hér hjá mér, þá skal eg veita þér vald yf- ír því landi, sem ríkara er en Bretland og svala hverri ósk og ílöngun, sem þér kann að koma í hug. ’ ’ Konungur mælti byrstur: “Kona eg vil heyra bæn þína nú þegar, og halda svo lei/5ar minnar.” Annoure svaraði: “Sussu,” mælti hún, “ger þig ekki byrstan, slíks er ekki þörf. Eg bauð þér góða kosti. Heit mér hollri þjónustu, þá skaltu eignast allt, sem þú kant að giraast. Þú skalt eignast þenna fríða kastala og ráða þeim máttugu orkulindum er mínu valdi lúta. Hví skyldirðu eyða æskudögum þínum í þrautum og í þjónustu slíkra er lítilla launa er af að vænta?” Þá snéri konungur frá og til turastiga dyra, er hann hafði komlð upp um, en fann þær þá hvergi Þá tók hin fjölkunnuga til orða, og mælti með glettni: “Fríði herra, hveraig hugsið þér til að kom- ast burt, nema fyrir minn góðvilja? Sjáið þér ekki garðana sem gæta kastala míns? Og mun yður ei líklegt þykja, að eg hafi næga starfamenn að gera það sem eg vil?” Hún sló saman lóf- unum og í sama bili spratt fram sveinahópur; þeir tóku konunginn, að boði hennar, báru hann til fangaklefa og lokuðu hann inni- Þar var konungur þá nótt, fangi hinnar illu seiðkonu, við litla von að næsti dagur, þegar upp rynni, yrði honum blíðari. Ekki þvarr honum kjarkur, heldur vakti hann alla nóttina yfir því, að háski kæmi ekki að honum óvörum. Þegar lýsti af degi, kom Annoure að vitja hans. Hún virtist tígulegri á að sjá en daginn áður, hærri og ógurlegri; og allur klæðnaður hennar ljómaði af glitrandi gimsteinum, svo að varla mátti í móti sjá. Hún ávarpaði konunginn svo sem drotning sinn undirmann með því líku stórlæti sem væri hann af lágum stigum, og spurði hann hvernig honum hefði liðið um nóttina. Og konungurinn svaraði: “Eg hefi vakað sem riddara hæfir, þeim er veit sig í háska, og ber sig sómasamlega í hverri hættu sem að hönd- um kann að bera.” Frúin Annoure dá^ist að hugprýði hans og girntist nú meir en áður að koma vilja sínum fram við hann, og hún tók þannig til orða: “Sir Arthur, eg veit gjörla að þér eruð hug- aður maður og frægur riddari, og sárlega girn- ist eg aS halda yður hjá mér. Verið kyr hjá mér þá skal eg lofa yður því, að þér skuluð ráða yfir stærra ríki, heldur en þér hafið nokkru sinni heyrt getið um, og þá skal eg, eg sjálf er yfir því ræð, hlýða yðar boðum. Og hvers farið þér á mis ef þér þýðist það sem eg býð? Ekki stórmikils, ætla eg, því að þú skalt ekki gjöra þér í hug, að’ þú munir nokkurntíma frelsa veröldina frá því sem ilt er og vinna mannfólkið til trúmensku og sannsögli.” Þá svaraði konungur og var reiður: “Fullvel þykist eg sjá, að þú ert meini bland- in og vilt ekki annað vinna, en snúa mér afleiðis. Eg býð þér byrgin, fúla fordæða. Gerðu hvað ilt þú getur, þú skalt aldrei beygja mig til þess sem þú vilt vera láta, fyr skal eg lífið láta,” og að svo mæltu brá konungur upp fyrir henni sverði sínu með krosshjöltunum. Þá félst frúnni hug- ur, við þá sjón. Hjarta hennar fyltist heiftar, en hún stilti sig og mælti: “Far þú leiðar þinnar, stórláti kóngur í kot- ríki. Stjórnaðu vel vesölum lýð dauðlegra þegna þinna, fyrst þér er það hugþekkara en ráða yfir loftsins kröftum. Eg held þér ekki móti vilja þínum.” Með það gekk hún burt; konungur heyrði hana skipa sveinum sínum að hleypa honum út og lofa honum að halda fram ferð sinni- Og með þessum hætti gerðist það, að kon- ungur náði frelsi sínu og undraðist hve auðveld- lega það veittist. En allt um það grunaði hann ekki hvílíkt fláræði bjó í huga frúarinnar Ann- oure, því þegar að hún fann, að hún vann ekki á konunginum, þá kom henni ráð í hug til að færa hann til heljar og gera honum skömm. Og því stilti hún svo til með fjölkyngi sinni, að konung- ur fór þá leið sem lá að lind, en þar sat riddari við tjald, og bannaði öllum umferð, nema þeir reyndu sig vib hann. Sá riddari var Sir Pelli- nore, er þá bar af öllum riddurum að afli og ridd- aralegum íþróttum, svo að enginn fanst hans maki. Þegar konungur kom í námunda, kallaði Sir Pellinore á hann og mælfi: “Stattu við riddari, enginn fær að fara hér hjá, nema hann reyni sig við mig.” “Það er ilt álag” svaraði konungur “það væri betur, að þú legðir niður þann sið.” “Það er minn siður og honum mun eg halda,” svaraði Pellinore. — “ef þér líkar hann ekki, þá bættu um, ef þú getur.” “Eg skal við leita,” segir Arthur, “en eg hefi ekki spjót, svo sem þú mátt sjá.” “Ekki mun eg níðast á þér” svaraði Pelli- nore og bauð fylgdarmanni að fá Arthur spjót. Því næst bjuggust þeir til burtreiðar, höfðu skildi fyrir sér og lögðu stengur til lags, riðust síðan að. Konúngur var móour af andvöku og Pellinore þriggja maki, svo að Arthur lyftist úr söðli í fyrstu atreið. Þá mælti hann: “Eg hefi haft miður á hestbaki, en nú vil eg mæta þér á fæti, með sverði mínu.” “Eg skal fara af baki líka” mælti Pellinore “lítill sómi væri mér að vega af hestbaki, að þér á fæti.” Því næst gengust þeir að og börðust með grimmlegum atgangi, hjuggu hlífar hvor af öðr- um, en jörðin litaðist blóði þeirra. Loksins brotnaði sverð Arthurs undir hjölt- um og stóð hann þá vopnlaus fyrir. “Nú ertu á mínu valdi,” hrópaði Pellinore, “bið þér vægðar, ella skal eg drepa þig.” “Það skal eg aldrei gjöra svaraði konung- ur, “drep mig ef þú getur.” Að svo mæltu, hljóp hann á Pellinore og tók um hann miðjan, feldi hann og féll sjálfur á hann ofan- Þá undraðist Sir Pellinore, því svo djarf- an og röskan hafði hann aldrei átt við fyrri; en nú kendi aflsmunar, er hann tók á aflinu, hann velti sér við og snaraði Arthur undir sig. Þá mundi Arthur lokið hafa þar sínum lífdögum, ef ekki hefði Merlin staðið við hlið hans í sama vet- fangi; hann stöðvaði Pellinore, er hann reiddi sverðið til höggs, og mælti, “Ef þú drepur þenna riddara, þá stofnar þú öllu ríkinu í hættu, því að þessi riddari er Arthur konungur sjálfur.” Þá varð Pellinore skelkaður og mælti:„ “Sá kostur mun vænstur, að stytta honum nú aldur, því hver von er til að hann vægi mér, ef eg læt hann halda lífi, svo illa sem eg hefi leikið hann. ’ ’ En Merlin stakk hann svefnþorai, áður en hann náði að höggva sverðinu, reisti síðan Art- hur upp, batt sár hans og kom honum til sjálfs sín úr öngviti. En er konungur raknaði við, sá hann þann er hann hafði barist við liggja sem dauður væri; þá hrygðist hann og mælti: “Merlin, hvernig hefir þú leikið þenna hrausta riddara? Ef þú hefir banað honum, þá mun eg harma það alla æfi, því að góður riddari er hann og berst drengilega, þó nokkuð skorti liann á riddaralega hæversku. ” * * Hann er ekki svo illa leikinn sem þú, herra konungur, er svo óvarlega ferð með sjálfan þig og stofnar með því ríki þínu í voða; svo er sem þú segir, Pellinore er liraustur riddari og mun hér eftir veita þér örugga fylgd. Vertu óhultur um það, hann skal rakna við eftir þrjár stundir, alveg jafngóður. En það mun mál til komið, að flytja þig þangað sem sár þín verða fægð.” “Nei,” svaraði konungur, “ekki mun eg koma til hirðar minnar vopnlaus, fyrst mun eg finna ráð til að ná mér í sverð.” “Það er auðgert” svaraði Merlin, “kom þú með mér og eg skal vísa þér þangað sem þú getur fengið þér sverð það, er bezt er í víðri veröld og allir undrast.” Þó að móður væri af sárum, þá fylgdi konung- ur Merlin um marga skógarstigu og rjóður, þang- að til þeir komu að vatni, langt inn í skóginum; og er þeir stóðu og horfðu á það , varð konungur þess var, aö handlegg skaut upp úr vatninu, er hjúpaður var hvítu silki og hélt á fögru sverði, er glitraði í láréttum geislum kvöldsólar. “Þetta er mikil furðusjón,” mælti konungur, “hvað mun hún tákna?” Og Merlin svaraði og sagði: “Djúpt er þetta vatn, svo djúpt, að enginn má kanna, en í því er reist á rótum fjallanna höll Vatnadrósar. Máttug er hún af magni því er jafnan orkar góðs, og hún mun hjálpa þér, þeg- ar þú þarft helzt við. Handa þér hefir hún gert þetta sverð. Far nú til og ták við því.” Þá sá Arthur lítinn bát, falinn til hálfs í sefi er óx me* fram bökkum vtnsins; hann hljóp í bátinn er leið áralaus út á mitt vatnið, þar sem handleggurinn með sveröinu stóð upp úr. Hann teygði sig yfir borðið og tók sverðið; þá hvarf höndin þegar í stað, en bátinn bar aftur sjálfkrafa með honum að landi. Arthur dró hið mikla sverð úr sliðrum og dáðist að því, hve vel það var smíðað; af hjöltum þess stóð álfheima ljómi glitrandi gimsteina — demanta, topaz og emerald og margra annara er ekki þekkjast nöfnin á- En á brandinum sá hann rúnir og baö Merlin lesa þær. “Sir ,” sagði Merlin, “öðru megin er let- rað: “Haltu mér,” hinumegin: “Sleftu mér.” “Hvort á eg þá heldur að gera?” spurði kon- ungur. “Haltu því”, svaraði Merlin, “tíminn er ekki kominn enn til að kasta því frá sér. Þetta er hið góða sverð Exealibur, eða Cut Steel, og muntu vel njóta. En hvernig lízt þér á sliðrin?” “Fögur umgjörð fyrir svo gott sverð,” svar- aði konungur. “Nei, meir en það” sagði Merlin, “Því að meðan þú átt þá umgjörð, mun þér^ldrei blæða til ólífis, hversu stórum sárum sem þú ert særð- ur.” Og þegar konungur heyrði það undraðist hann á ný. Þvínæst fóru þeir aftur til Caerleon, og urðu kapparnir næsta glaðir heimkomu konungs síns. Litlu síðar kom þar Sir Pellinore, bað hann kon- ung afsökunar, en hann gerði gaman úr óförum sjálfs síns. Síðar gerðist Sir Pellinore hand- genginn og gekk í lög með köppunum er bundnir voru heiti, ekki að eins til harðræöa, heldur til mildi og mjúklætis; þeir þjónuðu konungi með hollustu og börðust jafnan til að rétta það sem aflaga fór og bæla niður það sem rangt var gjört. Maðurinn, sem hló með öðru auganu, en grét með hinu. Framh. “Þér mishepnaðist sökum þess, að þú ekki hlýddir ráðum mínum. Eg skal reyna að hjálpa þér til þess að ná gulleplinu, ef þú ferð nákvæmar eftir ráðum mínum en þú geröir. Þetta gullepla tré er í aldingarði einum eins og vínviðartréð var. Þar eru varðmenn eins og í fyrri staðnum, og þegar þú kemur að trénu, þá muntu sjá tvo stafi annan úr við, himr úr gulli, gættu vel að því að nota áxafinn sem úr við er gjörður til þess að ná niður eplunum,” sagði tóan. Heimski drengurinn kom eftir leiðsögn tó- unnar að garðinum sem gulleplatréð stóð í. Hann komst fram hjá varðmönnunum, og að trénu, og stóð þar alt heima. Þar voru stafirnir tveir, annar úr gulli, hinn úr við- Þegar heimski drengurinn kom auga á epl- in, varð hann svo bráðlátur að hann gaf sér ekki tíma til að athuga hvern stafinn hann tók, heldur sló til eplisins með gull stafnum, en þegar staf- urinn slóst í gulleplið, söng svo hátt í, að varð- metnnimir vöknuðu, og komu þeir hlaupandi þangað sem einfeldningurinn stóð og tóku hann fastann, og fluttu hann til húsbónda síns. Þegar garöeigandinn /hafði spurt einfeldn- inginn spjörunum úr, og hann hafði sagt honum hvers vegna að hann væri staddur í aldingarðin- um, svaraði garðeigandinn: “Eg skal láta þig lausan, og gefa þér gullna eplið, ef þú færir mér hest, sem getur farið í kringum jörðina á tuttugu og fjórum klukku- tímum.” Einfalda piltinum leist nú ekki meir en svo á þetta, samt fór hann á fund tóunnar, sem ávít- aði hann fyrir óhlýðnina og sagði, að ráð sín mundu koma að litlu haldi ef ekki væri farið eft- ir þeim, að síðustu sagði tóan: — “í skógi einum sem eg skal fylgja þér til, munt þú finna hest, um háls honum eru múlbeizli tvö, og er taumurinn á ööru úr gulli en hinn úr kaðli.Ef þú tekur í kaðaltauminn, muntu kom- ast með hestinn á burtu, en ef þú tekur gulltaum- inn, þá mun hesturinn hneggja svo hátt að eig- andi hans heyrir, og áttu þá hegningu vísa.” Þegar að pilturinn og tóan komu að skógin- um, fór tóan leiðar sinnar, en pilturinn gekk í skóginn og hafði hann ekki farið lengi eftir hon- uin, áður hann sá hest svo fallegan, að honum fanst hann aldrei hafa séð annan eins. Um liáls honum voru múlbeizlin eins og tóan hafði sagt, og þótti heimska drengnnm ótilhlýðilegt að leiða svo fallegan hest við annað en gulltaum, svo hann þreif gulltauminn. En undir eins og hann tók í gulltauimnn, tók hesturinn að hneggja, og komu þá gæslumenn hestsins og tóku einfeldninginn og fóru með hann á fund húsbónda síns, þar sem hann sagði sögu sína, en að henni lokinni svaraði eigandi hestsins: — “Eg þrái meyju sem er fögur eins og gullið og sem hvorki hefir séð sóluna eða tunglið. Færðu mér hana og þú mátt eiga hestinn.” “Ef eg mætti leita að henni á gullna hest- inum, þá gæti skeð mér tækist að finna hana,” svaraði pilturinn. Maðurinn spurði heimska piltinn að, hvaða vissu aö hann liefði fyrir því, að hann skilaði hestinum aftur. En pilturinn sór við höfuð föður síns, að þó hann fyndi stúlkuna aldrei, þá samt skyldi hann koma með hestinn til baka. Svo hann fór og fann tóuna að máli einu sinni enn, ef því hún var sérlega umburðarlynd, þá lét hún til leiðast að hjálpa honum einu sinni enn, og fyrirgaf honum allt hugsunarleysið. Svo fylgdi tóan honum að helli einum, og fyrir utan hellisdymar stóð mær ein se mlýsti af eins og skíru gulli, og svo var hún fögur í and- liti og vel limuð að pilturinn gleymdi sér alveg, og stóð í leiðslu og horfði á haná. Hann rankaði ekki viö sér fyr en hann heyrði rödd tóunnar sem sagði: “Hveraig getur þú fengið af þér að skifta á þessari fögru meyju og hesfi?” Pilturinn svaraði að hann hefði svarið við höfuð föður síns að gjöra það. Tóan sagði að hún héldi að hún sæi veg út úr þeim erviðleikum, og breytti sjálfri sér í meyjarlíki, sem var svo líkt hinni stúlkunni, að þær þektust varla í sund- ur. Heimski pilturinn tók svo þá fögru mey til mannsins sem hestinn átti, og varö sá feginn kaup unum, og- vissi aldrei annað, en að haim hefði fengið mey þá sem hann bað um í fyrstu. Og pilturinn flutti vínviðar tréð heim til föð- ur síns, en tók meyjuna fögru sér fyrir konu. ------o------- Guð verður að reyna trú vora. Hann byggir eigi önnur skip en þau, sem hann hefir til sigl- inga—Heimilisblaðið.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.