Lögberg - 05.08.1920, Blaðsíða 7
LÖGBERG FIMTUADGINN 5 ÁGÚST 1920
BfU. 1
HJALPAÐI HENNI FRA
ÞVÍ HÚN NOTAÐIÞAÐ
Mrs. McMichael hafði ekki traust
á Tanlac, en segir að fyrsta flask-
an hafi vakið hjá sér óbifandi
trú á lækniskraft þess.
“Tanlac hefir ekki einungis
læknað mig af magaveiki og gigt,
sem eg hefi þjáðst af í mörg ár,
heldur einnig styrkt svo heilsu^
mína yfirleitt, að eg hefi aldrei'
verið jafn hraust á æfi minni,”
sagði Mrs. Helen McMichael,
Gimli, Manitoba.
“Fyrir hér um bil tíu árum var
eg skorin upp á sjúkrahúsi og lá
þar sjö vikur; ásamt því sem eg
varð óæfær til vinnu að minsta
kosti jafnmargar viku-r eftir að eg
ko-m út. Eftir það þjáðist eg mjög
af kveljandi meltingarleysi og
fékk það mér ávalt mestu kvala,
eftir að eg hafði neytt ofurlítils
matar. pjáningarnar þjökuðu
mér svo að segja- alla daga og
héldu vöku fyrir mér um nætur.
Fyrir tveim árum fór eg enn frem-\
ur að kenna bakverkjar og þreytu-
í öllum liðamótum, sem ágerðist
svo mjög, að eg fékk mig Mtt
hreyft. Eg eyddi mörg hundruð
dollurum til þess að losna við gigt-
ina, ef þess væri nokkur kostur,
en alt varð árangurslaust.
“Eiginmaður minn átti einu
sinni tal við kunningja sinn í sam-
bandi við ástand mitt, og ráð-
iagði hann Tanlac. Eg tók það
reyndar fremur til þess að geðj-
ast honum, -en af því að eg hefði
-mikla trú á lækniskrafti þess. En
batans var ekki lengi að bíða.
Áður en eg íhafði lokið úr fyrstu
flösk-unni fór mér undir eins að
létta. Síðan -hefi eg haldið á-
fram að nota meða-1 þetta, og er
nú heilbrigðari en nokkru sinni
áður. Kenni eg nú hvorki gigtar
né magaveiki, og get unnið alla
mína vinnu frá morgni til kvelds.
Eg þori óhikað að mæla með Tan-
lac við hvern sem er, eftir að það
hefir gert annað eins kraftaverk
á mér”
Tanlac er selt í flöskum og fæst
í Liggett’s Drug Store, Winnipeg
og hjá lyfsölum út um land. pað
fæst einnig hjá The Vopni-Sig-
urdson, Limited, Rivérton, Man.
Konur og stjórnmál.
(Svo er látið, sem mjög mikið
sé undir skoðunum kvenna komið
nú, er þær hafa eignast atkvæðis-
rétt, og því er birt hér til sýnis
hvað Miss Agnes Laut hefir lagt
til málanna, sem fróð er talin og
aflað hefir sér fjár og frama með
ritum um fjármál og þjóðmegun-
arfræði.)
“Hvað hafast konur að í Can-
ada í því efni, að vísa á rétta leið
þeim sem atkvæði greiða? Hvað
er þeirra starf í því efni, að
stemma eða stilla þá sem valda
sundrung og stjórnarspelli í
Canada, og mjög láta til sín taka
nú á dögum? Hvað er gert til
* þess að innræta aðkomnum borg-
ara efnum hug og bægja stétta-
ofsa er stafar frá fortölum skjal-
ara og skrumara meðal þeirra sem
hér hafa ysezt að ? Er það ekki
skelfileg hugsun, að vér missum
það aftur, sem vér börðumst til,
meðan stríðið stóð? Konur hafa
það vandaverk að stilla mann-
fólkið og þær eiga mikið verk
fyrir hö-ndum. Skilst þeim hversu
stórkostlegt það er? hversu hart
það kallar að? og hver háski er
búinn — ékki eingöngu fornuni
siðum heldur sjálfri menning-
unni.”
“Frá stríðslokum höfum vér
enga fortíð og fátt eitt til eft-
irdæmis. , Hin fornu landamerki
milli Republicana og Democrata,
(milli Liiberala og Conservativa,
eru með öllu horfiri og hin póli-
tiska hvirfing, ekki síður en önn-
ur samtök í ríki hverju, hefur
sópast inn á víðara svið. Stríðs-
skuldir verða að greiðast, þó gíf-
urlegar séu, áður en vér komumst
á fætur og fram. Sa-mtök til átaka
átök í sameiningu er eini kraft-
urinn sem veldur því afarmikla
verki. Vér verðrim að láta hend-
ur standa úr ermum fram, og
jafnvel stjórnmálamenn verða að
vinna einhverja gagnsvinnu.
Dregur til óstjórnar.
“petta er eins alstaðar í heim-
inum, en hvergi iber meira á því
en á Canada. pví ríkisskuld
þess er fjarska stór fyrir svo
fámenna -þjóð. Ef vér víkjum
afleiðis, til þess að skifta oss upp
milli (til dæmis) verkalýðs og
auðs, katólskra og mótm^elenda,
liberala og demókrata, þá ka-nn
vera að vér verðum að bráð ein-
hverri uppreisnar öidu (in-
surgent influences) sem reis hátt
meðan á stríðinu stóð. Sumt fólk
kallar slíkar: Bolshevikistefn-
ur, sumt Sosialisma, og sumt jafrí-
vel ruglar þeim saman við verka-
manna flokka þá, er hlutast til
um landstjórn og vel eru kendir
af því. En það sem eg á við er
losið, stefnan er horfin til stjórn-
leysu og ægir borgaralegri ver-
öld. Eg skal nefna eitt tij dæm-
is um samvinnu og um það hvern-
ig vissir verkamanna hópar stefna
til sjálfsförgunar, taka stefnu sem
leiðir í vísan voðá og stjórnleysu,
ef fylgt er til langframa.
“í Canada er pappírsgerðar-
iðjan enn á æskuskeiði, þó héðan
sé flutt 80 miljón dala virði af
prentpappír árlega til Banda-
ríkjanna. þar eykst eftirspurn
yfrið ört og Canada á hægt með
að auka útflutning á þessari vöru
margfaldlega, ef —. pað “ef” er
meinið.
‘í Canada er meðalkaup fyrir
verk er kunnáttu þarf til afar-
hátt, og fyrir önnur slíkt 'hið
sama. Meðalkaup kunnáttulauss
manns fulltíða er 84c. og $1.37 um
kl.tímann fyrir þann, er kunnáttu
hefir, við Jjá iðju að búa til papp-
ír. Yfirmaðmr fær 5000 dali á
ári, yfirtilsjónarmenn 10,000 dali
pegar stríðið stóð, fylgdi enginn
ábati þessari iðju, svo varla varð
henni haldið við. Nú er henni mik-
ill ábati samfara, þó ekki ábatist
þeir sem fyrir iðjunni standa.
peir fá ef til vilil hundrað dali
fyrir tonnið, en millimenn selja
selja fyrir $220 til $385 hvert
tonn. En hvað segir nú verka-
mannáhópurinn við þá sem papp-
irsiðjuna reka? peir segja svo:
“Við ætlum að standa á móti
miklum hlutagróða. Við viljum
ekki vinna fyrir útlendan mark-
að.” Nú er mikil spurn, hver
kemur harðast niður, ef þessu er
fram haldið svo búnu? Verkamenn
í Canada gætu sagt með sanni,
að “fyrir fjögur þúsund miljónir
gætum við nú selt af varningi
þessum. Vindum bug að því.
Grípum ábatafæri og vinnum í
félagi við auðkýfinga að þessu.
En verkamenn láta annað uppi
verða, þeir segja: “Vér skulum
ekki vinna til hluta gróða (divi-
jdends).
Vandi Mexicomanna.
“Hverju skiftir, að auði hlotn-
ast hlutagróði? Auður (Capital)
er ekki guðs náðargjöf, né gull-
moli tekinn úr vasa einhvers, né
heldur sjálfkrafa verðhækkun.
Verkamenn vinna ekki fyrir hon-
um öllum. Með samtaka atorku
geta Canadamenn tvöfaldað eða
þrefaldað viðskifti sín við aðrar
þjóðir, gætu því grætt heima fýr-
ir og rifið sig úr skuldum. Með
því að toga hver í sinn’skækil, þá
rekur þá að þeim vegamótum, er
líkast til færir þetta land, eins og
Mexico, til óstjórnar og afbrota.
í því vesala landi brutu nokkrir
forsprakkar upp á því, í góðu
skyni, að gera sem ýtrasta gang-
skör að þyí, að allar þjóðnytjar
yrðu opinber eign og sem flest
annað, en þaðan af fóru allar
fornar reglur í mola, þær sem
héldu saman lögbundnum félags-
skap í ríki og kirkju, og þjóðin
lenti í vanda og voða.
“Mexico er fenið, sem sú leið
liggur til og endar í, er mann-
fólkið hrekst út á, það er lendir í
þjóðernisórum og færist í fang
að taka eignarhald af þeim fáu;
það er hægðarleikur að ráðast á
þær hömlur, sem vaninn hefir um
margar aldir lagt á “siðað” sam-
félag manna, eftir langri lífs-
reynslu, miklu hægra en að setja
aðrar betri í þeirra stað. Eigna-
nám kann að verða gamanleikur
mjög margra, öllum til meins, unz
ekkert er skipulegt aðhald eða
hönduleg stjórn.
“Eg efast ekkert um og hika
mér ekkert við að fullyrða, að Can-
ada stendur nú á vegamótum. Ef
Canada fylgir vissum uppreisnar.
stefnum, sem nú bólar þegar á, þá
lendi þjóðin ekki í hinu fyrir-
heitna landi þeirra , sem dreymir
um jöfnuð og sælu innan þjóðfé-
lagsins, heldur í þrautum og basli
Maxico manna og Rússa. Og nú
er sá tími kominit, sú eldraunar-
stund, er hver karl og kona í Can-
ada, er óskar þjóðinni þeirra miklu
framfara, sem henni eru ætlaðar,
á að berjast móti þeirri ólyfjan
og óholilustu, sem nú er að reyna
að læðast inn í þjóðlífið, hvers
einstaks og hið opinbera.
Leysum úr læðingi með upp-
lýsing.
par er sá víði vettvarigur, sem
kvenfólkinu er haslaður til hild-
arleiks, sem állri þjóðinni er fyr-
ir miklu og kvenþjóðinni afar-
mikils verður. Berum þekking í
mót stjórnleysu, tökum fyrir það
sem til hnignunar sækir og í los,
berum herskjöid móti því með ráð-
um, er stefna að þvi að gera góða
borgara. Gætið þess, að oss verði
ekki Mexicos dæmi, þar sem
Jögum var sundrað, kirkju boðum
og kirkju ibönnum hafnað, og
fornar viðtektir og hefðir að engu
hafðar, unz heilum var óbeit á að
líta, — að hin nýja stefna komist
á sjálfkrafa, en ekki með býsnum.
Mentið! Mentið vel! Mentið sem
bezt! Ef stéttarígur er alinn yðar
á milli — og hvar gerist það ekki
nú? — þá ónýtið þær atgerðir með
því að stunda sem tíðast góðan
þegnskap í þessu landi. En var-
ist fyrir alla muni, að láta deyfð,
afskiftaleysi og gálausar vonir
hamla yður frá að beita öruggum
ráðum gegn þeirri ólyfjan, sem
vitanlega er á ferðum.
“Ef það kvenfólk, sem um tvo
áratugi ihljóðaði ákafast á rétt
sinn til atkvæða, er nú svo ánægt
með ‘réttindi’ sín, að þær gera sér
ekki fulla grein fyrir ábyrgð og
skyldum fullréttis síns, iþá er ekki
von að þær verði ríkinu að miklu
liði. En skyldum fylgja störf og
erviði og því ættum vér öll að
sinna.
“Vér megum ekki stöðva inn-
flutning, heldur menta þá sem til
landsins flytjast. Canada þarfn-
ast verkalýðs og nýbýlismanna.
Færið þá hingað. En mentið þá
jafnframt. Striði tryldar þjóðir
fylgja hrævareldum og hugar-
burði, óreyndum ágizkunum og
uppljóstrum, forðist þeirra dæmi
og gangið ekki í þann háska, að
fyrirláta fyrir þeirra sakir þraut-
reynt lag, er eldci bregðast notin
af, á hverju sem gengur.
a “pað er gagnslaust að hugsa
sem svo, og segja sem svo: “Látið
stjórnina gera þetta eða hitt, bera
þann vanda eða hinn,” nema oss
skiljist, ap vér stjórnum, sem
skattana greiðum, — vér erum
stjórnin. — Mexico hafði fyrmeir
90 togreiðar og reiðu fulla á
brautum, en nú fjórar vondar og
enga reiðu, vegna þess eins, að
þar var alt gert að þjóðar eign
fyrir utan ráð. í þessu landi get-
ur kvenþjóðin orkað afar mikils
hagræðis, með því að beita at-
kvæða magni viturlega og stilla
með orðum og athöfnum hugi og
framkvæmdir þeirra, sem afskifti
'hafa af stjórnmálum, með atkvæð-
um eða annari hlutdeild. pað hef-
ir alla tíð verið kvenna verk að
stilla og sefa félagsskapinn, barn-
anna vegna, fjölskyldu og heimilis
vegna og alls mannkyns. Atkvæð-
in geta létt undir og skulu létta
undir með þéim. Kvenfólk í Can-
ada ætti ekki að láta hóa sér inn
og út úr flokka tröðum eða te.
Irykkju stofum, heldur kunna skil
á háleitari efnum og sjá þá hættu
sem þjóðin er stödd í. pað er min
eiplæg bæn, að þeim gefi sýn til
að líta hversu gífurlegt verkefni
bíður þeirra og að þéim veitist
máttur til að taka á því og ljúka
því farsællega\
Erfiljóð.
Jakob Hanncsson Líndal.
4
J
Ein eg sit og syrgi
og sárt til ama finn
og brennheit tárin byrgi,
bróðir hjartkær minn,
en þú ert sæll burt svifinn
sorgum leystur frá,
til himinsala hrifinn,
ert heilögum guði hjá.
Eg man þá mildu daga,
er mér þú unnir heitt,
eg má ei mögla, klaga,
þó mætti sjá þér breytt,
eg samt þér einum unni,
þótt örðugt reyndist kíf,
frá 'hlýjum hjartans grunni,
þér helgað var mitt líf.
pú stýrðir stóru verki
og stóðst í þungum sjó,
en hátt að heiðursmerki
þinn huga fýsti þó,
á brautu 'barna þinna,
þú beittir öllum dug,
þeim frama og frægð að finna
því fátækt var örðug.
pú trúr með trúrri hendi
þín tólf uppaldir börn,
þér drottinn dýrðar sendi
dugnað hjálp og vörn,
en að þeim hlýtt að hlynna
þú hlaust að vinna hart
þó vébönd vina þinna,
þar vissan tækju part.
pú stýrðir, og stefnu náðir
í stríði þrauta kífs,
en aldrei að því gáðir,
að unna^sjálfs þíns lífs,
. þú hafðir mist það mesta,
þú mundir betri hag,
^ og einnig alt það bezta
nú á var liðið dag.
Að komast heim nú kaustu,
þitt klárt var dagsverkið,
og hinstu ósk þá hlaustu,
þitt heyrðist andvarpið
og friðar engill fríður
þér fyrinheit bar góð,
að hver tilbúinn bíður
ihann blessunar eignist sjóð.
pú aldrei æðrast vildir
og elskaðir sannan frið,
þú sjúkdóm sáran skildir
og sagðir þína við:
serin fer að nálgast náðin
í návist frelsarans,
og duldur draumur ráðinn
hjá drottni sérhvers manns.
pú leiðst með ljúfu geði,
lífs að hinstu stund,
á bana sáru beði
þú bjartan þráðir fund.
þú sagðir að vinir vektu
á verði ihandan ál,
sem elskaðir allir þektu
síns aldraða vinar sál.
Hér unna þér allir vinir
sem áður þektu þig,
vandamenn, systkin, synir,
sáran ganga stig
en steini stend eg lostin,
og stari í loftið 'blá
þinn kærJeiks sama ícostinn,
eg kýs að meiga fá.
HVAÐ sem þér kynnuð að kaupa
af húsbúnaði, þá er hægt að
semja við okkur, hvort heldur
fyrir Peninga út í hönd eða að
Láni. Vér höfum alt, sem til
húsbúnaðar þarf. Komið og skoð-
ið munina.
0VER-LAND
HOUSE FURNISHING Co. Ltd.
580 Main St.. hoini Alexandcr Ave.
Gyllinœð
Kveljist
eigi degi
lengur af
kláða, af
blóðrás eða niðursigi. Engir hold-
skurðir. Komið eða leitið skrif-
legra upplýsinga hjá AXTELL &
THOMAS, Chiropraetors og Elec-
tro-Therapeutrist, 175 Mayfair
Ave., Winnipeg, Man. — Vor nýja
sjúkrastofa að 175 Mayfair Ave.,
er þægileg sjúkrastofnun, hæfi-
lega dýr.
Saltið gerir mikið að verkum
að smjörið sé gott
Með biðlund hlýt eg bíða
og beiskan þola harm,
unz blessuð líknin blíða,
breiðir út sinn arm, \
og kærleiks röddin kallar
að komin sé mín stund
því al'lar sálir, já allar,
þar á hans komi fund.
Eg bið í Jesú nafni!
bróðir elsku minn,
að drottins dásemd jafni
dóminn minn og þinn,
og fyrirgefning fáum,
á fundi lausnarans
svo nýju lífi náum
í náðar ríki hans.
•
Kært í Kristi kvaddur
þú kæri bróðir vert,
af sorg og þjáning saddur
þú sæll heimkominn ert
til vina er áður unnnir
og elskaðir trútt og rótt
.þó sárt þín sakna kunni
eg senn kem. Góða nótt.
Kristín Hansson.
-/g : /fSF
4) r r
STJÓRNIN í MANITOBA MUN GREIDA
AF INNLEGGI YDAR
4 % á sparisjóðs innstæðu
Fyrsti Sparisjóður Manitoba stjórnar, er fylkisþing stofnaði með lögum um
Sparisjóði fylkisins 1920, er nú opnaður að
872 MAIN STREET, WINNIPEG
Milli Dufferin og Selkirk
Peningar, sem inn eru lagðir í þennan og aðra sparisjóði stofnsetta af
Manitoba stjórn, eru
AD FULLU TRYGDIR AF MANITOBA FYLEl
Engin ábyrgð er betri til hún er eins góð og skuldabréf útgefið af Bretastjórn.
Peningar, sem heima eru geymdir, geta brunnið eða horfið, en lagðir inn í
< SPARISJÓDI MANITOBA FYLKIS
eru á tryggari stað en þó geymdir séu í heimahúsum, ávaxtast með 4%, er leggj-
ast við á hverju misseri. peir penigar falla aldrei í verði. Með einum dal má
byrja viðskiftin Peningana má taka út á hvaða tíma sem er. Hverjum sem
leggur inn,verður fengin viðskiftaók, með glöggum reikningi um innlagt og
úttekið. Peningar, sem lagðir eru inn í sparisjoðina, verða notaðir til að lið-
sinna þér og þínum líkum (sem hefir tekist með eigin á^tundun að spara pen-
inga til að vinna lönd sín og verða gildir borgarar.
KOMID Á VINNUSTOFU SPARISJÓDSINS, pangað eruð þér alt af velkomnir.
Innlögum utan Winnipeg borgar verður móttaka veitt bréflega í Aðalskrfif-
stofunni, Lindsay Building, 335 Garry St., Winnipeg. pann veg má hefja við-
skifti eins hæglega og tryggilega og með því að koma í sjálfan sparisjóöinn.
Peninga skyldi senda með banka, póst eða express ávísunum eða tjekkm til út-
borgunar í Sparisjóði Manitoba fylkis.
v Skrifið eftir ókeypis bæklingi
“BANKING BY MAIL”
Hjálpið fylki yðar rg hjálpið sjálfum yður.
X, G. Carter
úrsmiður, selur gullstáss o.s.frv.
og gleraugu við allra hæfi.
prjátíu ára reynsla. Gerir við
úr og klukkur á styttri tíma en
fólk á alment að venjasy
206 Notre Dame Ave.
Sfml M. 4529 - .Ytnnipeg, Man.
Dr. B. J/BRANDSON
701 Lindsay Building
* ~
Tklbphone qarrv 320
OmcB-TíwAR: a—3
Heimili: 77« Victor 8«.
Tki.kph<wb etui 381
Winnipeg, Man,
Dxglaia. St. J. 474. Nieturt- St. J. iM
K&Ul sint & nótt og dftgi.
DK. B. GERZABKK,
M.R.C.S. frá Eaglandi, L.R.C.P. fr*
London, M.R.C.P. og M.R.C.S- fr4
Manitoba. Pyrverandi aCsto<5arleekni/
viS hospltal I Vlnarborg, Prag, og
Berlín og fleiri hospltöl.
Skrlfstofa & eigin hospltall, 415—41?
Pritchard Ave., Winnlpeg, Man.
Skrifstofutimi frá. 9—12 f. h.; *—*
og 7—9 e. h.
Dr. B. Gerzabeks eigit hospital
415—41? Pritchard Ave.
Stundun og iæknlng valdra sjúk-
linga, sem þjást af brjóstveikl, hjan-
veiki, magasjúkdómum, innýflavoikt
kvenajúkdómum, karlmannasjúkdóm-
um.tauga eelklun.
V6r lftggjum sérstaka Aherxlu 4 aC
■elja meSöl eftlr forskrlftum lsekna.
Hin bemtu lyf, sem hsegt er aS ffi,
•ru notuS elngöngu. þegar þér komlS
meS forskrlftlna til vor. meglS þtr
vera vlsa um aS fá rétt þaS sem
lseknlrinn tekur til.
OOIiOIiEDGH * OO.
Notre Daine Ave. og Sherbrooke et
Phonee Garry 2690 og 2691
Glftlngaleyflsbréf seiu.
Dr. O. BJORNSON
701 Lindsay Building
l’EJ.BPHONKiOisu B2t
Office-timar: a—3
H8IMILI:
764 Victor Sti ect
rXLEPUONK, GAKKT T«3
Winnipeg, Man.
TH0S. H. J0HNSQN og
HJaLMAR a. bergman,
fslenzkir lógfræSiagar,
SxRirsTCFA:— Koora 811 McArthur
Building, Portage Avenue
ÁmiTUN: P. o. Box 1050.
Telefónar: 4503 og 4304. Winnipeg
Hannesson, McTavlsh&Freemin
Kgfræðingar
215 Curry Building, Winnipeg
Talsimi: M. 450
hafa tekið að sér logfræðisstarf
B. S. BENSON
heitins í Selkirk. Man.
DR. B. H. OLSON
701 Lindsay Bldg.
Office Phone G. 320
Viðtalatíimi: 11—12 og 4.—5.30
Heimili 932 Ingersol St.
Talsími: Garry 1608
WINNIPEG, MAN.
Dr. J. Stefánsson
401 Beyd Buíldin*
C0R. PORT/^CE AVE. & EDMOjiTOJI «T.
Stundar eingongu augna. eyina. nef
og kverka sjúkdóma. — Er aÖ hitta
fré kI.10-12 f.h. eg 2 — 5 e. h!—
Talsimr: Main 3088. Heimili 105
OlmaSt. Talsimi: Garry 2315.
Dr. M. B. Halldorson
401 Boyd Building
Cor. Portage Ave. og Edmonton
Stundar eérstaklega berklaaykl
og a8ra lungnasjúkdóma. Br aC
finna & skrifstofunni kl. 11_
12 f.m. og kl. 2—4 c.m. Skrlf-
stofu taJs. M 8088. Helmlil: 4«
AUoway Avs. Talsiml: Sher-
brook 3168
W. J. Lindal, b.a.,l.l.b.
Islenkur Lögfræðingur
Hefir heimiid til aí taka a8 sér
mál bæCi I Manitoba og Saskatche-
wan fylkjum. Skrifstofa aS 18*7
IJnlon Trust Rliig., Winnipeg. Ta!-
slmi: M. 6585. — Hr. Llndal hef-
Ir og skrifstofu aB Lundar, Man.,
og er þar ú hverjum miðvikudegl.
Joseph T. Thorson,
Islenzkur Lögfræðingur
Helmili: 16 Alloway Court,,
Aliowaj^ Ave.
MESSRS. PHILI.IPS & SCARTH
Barristers, Etc.
201 Montreal Trust Bldg., Winnlpeg
Phone Main 512
Rrmstrong, ftshley, Palmason 8
Company
Löggildir Yíirskoðunarmenn
H. J. PALMASON
íal. yfirskoðunarmaður.
808 Confederation Life Bfdg.
Phone Main 186 - Winnipeg
J. G. SNÆDAL,
TANNLŒKNIR
614 Somerset Block
Cor. Portage Ave. eg Donald Street
Tals. main 5302.
Verkstofn Tals.:
Garry 2154
Heim. Tals :
Garry 2948
G. L. Stephenson
PLUMBER
Allskonar rafmagnsáböld, svo sem
straujáru víra, allar tegnndir af
glösum og aflvaka (batteris).
VERKSTDFA: 675 HOME STREET
Reiðhjól, Mótor-hjól og *
Bifreiðar.
Aðgerðir afgreiddar fljótt og
vel. Seljum einnig ný Perfect
reiðhjól.
Skautar smíðaðir, skerptir og
Endurbættir.
J. E. C. WILLIAMS
641 Notre Dame Ave.
JOSEPH TAYLOR
LÖGTAKSMAÐUR
Heimllis-Tals.: StBJohn 1844
Skrlf 3tof n-Tals.: Main 7978
Tekur lögtaki hæCi húsaieiguskuldlr,
veCskuldlr, vlxlaskuldlr. AfgrelCir alt
sem aB lögum lýtur.
Skrifstofa. 255 Msdn StreeC
Gísli Goodman
TINSMIÐUR
VERKSTŒÐI:
Horni Toronto og Notre Dame
Phone : UelmSIls
CUrrry 2988 Qarry 898
A. S. Bardal
84S Sherbrooke St.
Selur likkistur og annast um útfarir.
AUur útbúnaður sá bezti. Ennfrem.
ur selur hann alskonar minnisvarða
og legsteina.
Heimílis Tals - Qarry 2151
Skri'fatoru Tal». - Oarry 300, 375
G0FINE & C0.
Tals. M. 3208. — 322-382 KUice Ave.
Hornlnu & Hargrave.
Verzla meí og virBa brúkaBa hús-
munl. eldstór og ofna. — Vér kaup-
um, seljum og sklftum á öllu sem er
nokkurs virBL
JÓN og PORSTEINN
ASGEIRSSYNIR
taka að sér málningu, innan
húss og utan, einnig vegg-
fóðrun (Paperhanging) —
Vönduð vinna ábyrgst
Heimili 382 Toronto stræti
Sími: Sher. 1321
Giftinga og Li,
Jarðarfara- °*om
með litlum fyrirvara
Birch blómsali
616 Portage Ave. Tals. 720
ST JOHN 2 RING 3
J. J. Swanson & Co.
Verzla með fasteignir. Sjá um
leigu á húsum. Annast lán og
eldsáhyrgðir O. fl.
808 Paris Bnihling
Phone Maln 259«—7
Phones: N6225 A7996
Halldór Sigurðsson
General Contractor
808 Great West Permanent Loan
Bldg., 356 Main St.
B. B. Ormiston
blómsali.
Blóm fyrir öll tækifæri.
Bulb, seeds o. s. frv.
Sérfræðingur í að búa til Ú1>
fararkranza.
96 Osborne Sf, Winnipeg
Phoqe: F R 744 Heirr^ili: FR 1980
!