Lögberg - 12.08.1920, Blaðsíða 1

Lögberg - 12.08.1920, Blaðsíða 1
SPEIRS-PARNELL BAKING CO. ábyrgjast yður fulla vigt, beztu vörur fyr- ir lœgsta verð sem verið getur. REYNIÐ ÞAÐ! . TALSÍMI: Garry 2346 - WINNIPEG Það er til myndasmiður í borginni W. W. ROBSON 490 Main St. - Garry 1320 33. ARCANGUR WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN 12. ÁGÚST 1920 NUMER 3$-^ Helztu Viðburðir Síðustu Viku Canada. Til mark-s um það, með hverj- um hug hinir ibrezku blaðamenn komu hér, þeir sem nú eru á fund um og ferðálagi um Canada, er þessara orða gétið úr rseðu Burn. þams lávarðar, sem í förinni er, í gildi er þeim félögum var hald-1 ið áður þeir lögðu upp: “Ekki förum vér ferð þessa í því skyni að segja hvað gera skuli. Vér erum allir á sama bandi góövilja, alúðar og trú- mensku í störfum.” Eftir öðr- um þeirra félaga er þetta haft: “Hví skyldi þrefa um stjórnar- skrá fyrir hið brejka veldi, það | er saman er bundið af samúð ogj náinni kynningu?” pví Láta hér- lend blöð viðbætt, að þetta sé sannað, með því að Canada hafi ekki skorist í stríðið af lögbundn- um fyrirmælum, heldur ósýnileg- um samúðar tengslum. Grain Growers höfðu fund í Regina nýlega með fulltrúum frá því fylki, og var þar ráðið, að fé- lagið skifti sér ekki af stjórnmál- um fylkisins að svo stöddu. Skattar af skemtunum í Mont- real námu nálega hálfri miljón árið sem leið. Til þess að sækja skemtanir þessar borgaði fólkið meir en 19 miljónir dala á einu éri. Toronto borg ætlar að taka að sér strætisvagna þegar tími fé- lagsins er útrunninn að ári. Til þess að virða iþær stóreignir er kosinn Sir Adam Beck. í verði, ef ekki séu keypt drjúgum nú þegar. Fregnir herma að úr einu stór- skipi sem nýlega kom til Mont- real, hafi verið bornar á land yf- ir tuttugu þúsund kistur með fullum flöskum af sterkasta brennivíni. pví er bætt við, líklega í gletni, að þessi forði hafi veriö ætlaður Ontario fylki, sem vínbanni hefir lengi rösklega fylgt. Laglegan skilding fengu hesta- hændur í Saskatchewan er nýlega seldu gegnum kaupfélag sitt í Mo</se Jaw, 1562 hross fyrir 100,000 dali. Sagt er að búnað- ar félög þessa sama fylkis muni verja alt að hálfri miljón dála til kynbóta og framfara í búnaði. Maður og kona í Montreal, sem urðu hjón fyrir tveim árum, hafk r.ú fengið leyfi til að skilja, af sjálfum páfanum, að sögn frétta- blaða, sem fátítt er, ef satt er. í einum bæ í Ontario var mað- ur staðinn að því, að flytja þang- að fimtán kvartil af Whiskey, hvorki meira né minna, og slapp með því að vera dæmdur í tvö þúsund dala útlát. í borginni Hamiíton lögðu mörg hundruð manns niður vinnu, þeir sem að húsaibyggingum störfuðu, og heimtuðu 65 centa borgun um klukkutímann. ISnaðarráð bauð þeim að kröfur þeirra kæmu til gerðardóms og við það tóku þeir upp vinnu aftur. Menn voru að 'húsasmíði þar sem heitir Jordan, Ont., og tóku vatn til drykkjar úr brunni; þeir urðu allir veikir, mjög bráðlega, er einn dáinn en hinir á lífi, þá seinast fréttist. i borginni Windsor í Ont. fylki er sagt sukksamt af óleyfilegri meðferð víns. Tveir lögreglu- menn komu einu gisthúsi í opna skjöldu í þeirri borg, og vildi þá svo til að kvennmaður sat þar í sal og sötraði í náðum drykk á- fengan, er fyrrum var vinsæll, ef vel var hlandaður. Kvennmaður-1 inn var leidd fyrir dómara ásamt húsráðanda og hans vikasveini, og voru öll sektuð, 'hún um þúsund dali, húsráðandi um tvö þúsund en vinnumaður um tvennar tylftir dala. Úr fangelsí er leystur eftir missiris varðhald John Farnell, verkamaður, er til níu mánaða þar- vistar var dæmdur, fyrir frekleg orðatiltæki meðan alsiherjar verk- fallið stóð, en vitja verður hann iögreglustjóra annað veifið, unz hin dæmda fangeilsisvist er út- runpin. í borgum vestanlands er sögð húsekla mikil, vegna þess, hve fá hús hafa reist verið að undan- f förnu, og yfirvöldin í þessum bæj- nm sýnast önnum kafin að spá hrakspám um, hve mikil verði vandræðin í haust og vetur af húsnæðisleysi, er fólkið hverfi til / bæjanna aftur af ferða- Jögum og ýmsum umsýslun- um I sveitum. Ekki geta fregn- ir um, hverjar orsakir liggi til þessara y vandræða, né aðgerða, v>æntanlegra eða framkvæmdra, til að bæta úr þeim. Um eldivið hafa talsverðar umræður verið í blöðunum, að skortur mundi á þeirri nauðsynjavöru, þegar á þyrfti að halda, en kunnugir ráða- menn hafa látið í ljósi opinber- lega, að nægileg kol mundu fást, 'svo framarlega að fólk keypti í tíma,. en dragi ekki kaupin til vetrar, eins ,og venja þess hafi verið að undanförnu. • En ekki mundi það bregðast, að þau kæm- ust í’ hátt verð, hvernig sem alt annað veltist. Svo er sagt, að um 100,000 smálestir af kolum flytj- ist mánaðarlega út úr landinu um þetta leyti, en fyrir þá eyðslu tak- ist, er ísa leggi á vötn. peir sem að þessu máli standa af hálfu hins lopinibera, virðast telja sér ómögu- legt að vinna á um verðið, og af þeirra hálfu eru ekki fram komin önnur ráð né íhlutun, en sú sem heyrist af kolakaupmönnum á hverju hausti: að birgja sig upp að sumrinu, svo forðast megi osina í vetrar byrjun, er öllum ætti að vera innabhandar, sem eldiviðar þurfa að afla sér, á annað borð, enða eru hótanir tíð- ar, að enn hærra skuli þau stíga HJarrison Doak hét maður, lengi viðriðinn stjórn fiskimála í B. C., af hendi samíbandsstjórnar, er réð sér bana með hengingu í N. Westminsteer nýlega, áhyggjum útaf afkomu í dýrtíðinni er kent um. Til þeirra, sem biðu tjón í þrumuveðrinu í Alameda, Sask., hefir fylkisstjórn veitt 20 þús., og Rauði Krossinn annað eins, til brýnustu þarfa þeirra sem skaða biðu. i í Coquitlan, sem er bær 17 mílur austur áf Vancouver, varð eldur laus, brunnu margar búðir, gistihús og vörugeymsluhús járn- brautarstöðvar. Skaði er met- inn 200 þúsundir dala. pann 6. þessa mánaðar drukn- aði velkendur maður héðan úr borginni, Dr. H. J. McDermid, forstöðumaður daufdumbra skól- ans, maður á bezta aldri og í miklu áliti fyrir það, hve vel honum fórst. úr hendi að stjórna stofnun (ressari, enda því starfi nákunn- ugur frá barnæsku, með því að faðir hans hafði haft stjórn stofn- unarinnar á hendi frá upphafi. Slys þetta vildi til eystra, þar sem heitir Fox Lake, en þangað hafði hann farið tiJ hressingar sér í nokkurn tíma. Um 800 þúsund dala tekjur hef- ur Ontario fylki haft í ár af sölu leyfisbréfa til að halda veðreiðar. Tillögur eru fram komnar um að verja þeirri fúlgu til að sjá um framkvæmd á vínbannslögunum innan fylkisins, að ekki verði þau tómur bó'kstafur. Til þings var stofnað hér í borginni meðal verkamanna er nefnast “International” og “One Big Union,” höfðu hvortveggja kosið hina orðfærustu framsögu- menn síns málstaðar, en hljóð gafst miður gott, og að lokum varð uppþot ekki stórvægilegt, með aðsúg að öðrum fórmælenda málstaðar hins fyrnefnda flokks. pykir reynt, að svo æstir séu flokkarnir, að varla muni þeir geta samið misklíð sína með kapp- ræðum. Milli Canada og Vest-India eru samningar gerðir um niðurfærslu á tollum og tíðari skipaferðir en að undanförnu, .- er til meiri við skifta horfa. Blaðamanna hópnum brezka er vel fagnað eystra. í Ottawa hélt sjálfur landstjóri ræðu til þeirra, svo og þeir herrar Hon Meighen, forsætisráðherra og Hon Mc- Kenzie King, formaður Liberala flokksins á þingi. Svo er á sum- um ræðunum að sjá, sem enn stndi rá fyrir dyrum og mjög á- ríðandi úrslit séu undir blaða- mönnum komin, lagi þeirra og lipurð, að halda óvinunum utan gátta. Sumum þeirra veitti hinn nafnfrægi McGill háskóli heið- urstitla, gerði þá að doktorum í lagavizku með mikilli viðhöfn, sem talinn er hæsti heiður, en ýms félög halda þeim veizlur. Dominion Shipbulding Co., er skipasmíðastöðvar hefir í Toronto, hefir neyðst til að hætta störfum, er mjög kostnaðarsöm voru af verkföllum og háu verkakaupi, þó að eins um stundarsakir, þay til félag'ið hefir náð fjármagni syðra, til áframhalds. Fregrfir segja, að smíðastöðvum landsins, þar sem hergögn voru smíðuð, sé nú lokað, eftir skipun frá Ottawa. Sá sem fyrir réði segist verða að leggja af æfða menn svo hundruðum skiftir, svo þar af sýnist ekki hafa verið hætt við framleiðslu hernaðargagna hér í landi, þá stríðinu lauk. * Eldur kom upp fyrir norðan Balmoral hér fyrir norðan borg- ina, brunnu skógar og engjalönd og heystakkar, áður slökt yrði. Með fram Pelly fljóti í Yukon geysaði el«4ur á báðum bökkum í bezta skógi, svo mörgum mílum skifti; hafa þar gengið miklir þurkar að undanförnu, svo að jafnvel áin varð minni en dæmi munast til. Vestur í Alberta er verið að eltast við ránsmenn nokkra, er skildinga gripu á járnbrautarlest þar vestra; þeir tjást vera rúss- neskir og verjast svo harðvítug- lega, að ervitt gengur að ná 'þeim. Tveir hafa fallið fyrir þeim, að sögn, af leitarmönnum, einn ráns- manna tekinn, en tveir eru ó- fundnir. Maður fór héðan fyrir nokkru til Saskatchewan, í erindagjörðum fyrir þá grein verkamanna félags skapar, sem kallast “One Big ,Union”. pegar sá útsendari hóf sitt erindi að reka í bænum Este- van, urðu þau umskifti, að hann var fluttur, ekki að eins burt úr bænum, heldur suður yfir landa- mærin, með ileynd nokkurri, óg var svo um hríð, að fáir vissu, hvar hann var niður kominn. Petta klöguðu hans kunningjar fyrir stjórninni í Sask. með þeim árangri, að þeir hafa teknir verið, sem sendimanninn fluttu af sér, og bíða málrannsóknar og dóms, en lausir ganga þe'ir gegn 10 þús. áala veði. > Sagt er að mjög fari í vöxt að láuma áfengum drykkjum yfir landamærin, og þau samtök svo sniðug og mögnuð orðin, að mörg- um öðrum varningi en brennivini sé smeygt úr einu ríkinu í annað, íyrir utan tolla. petta er gamla sagan, að farið er kringum höml- urnar, ef þær leggjast á almenn- ing um fram venjur. í borginni Windsor, Ont., hafa tekjur af sektum fyrir óleyfilega meðferð víns, numið meir en 200 þús. dölum í undanfarið misseri. peir sem fyrir sökum voru hafðir, borguðu auk þess rúmlega 40 þús. dali í málskostnað. Sagt er að stjórnin í Quebec ætli að taka að sér verzlun með á- fenga drykki ínnan fylkisins í ná- lægri framtíð. Fornra þiðsmanna félag í þess- ari borg hefir mótmælt því, að hingað séu fluttir útlendingar til samkepni í atvinnú við hérlenda verkamenn. peim hefir svarað formaður C.P.R. félagsins, að hjá þessu geti félagið ekki komist, ef halda skal brautum félagsins í bærilegu horfi. Um alt landið hafa meir en 18 ,þúsund heimkomnir hermenn sezt að í sveit og notið aðstoðar til að eignast ‘bújarðir, þar af 3,667 á á landi innan þess svæðis, sem herstjórn Winnipeg borgar náði yfir. Hinn nafnkendi höfðingi upp- reisnarmanna í Mexico, er Villa nefnist, hefir sæzt við stjórnina sem iþar er nú og fengið handa sér og sínum ,mönnum bújarðir og fullan frið. Fyrstur til að senda frá sér hveiti, uppskorið í ár, varð J. W. Peters frá Rosenfeld, Man., sá sami sem fyrsta hveitivagninum kom frá sér í fyrra. Hveitið vigt- aði 65 pund bushelið, No. 1. Northern. Fyrir járnbrautanefnd leiða saman hesta sína þessa dagana framsögumenn járnbrautarfélaga, er krefjast hækkunar á fargjöld- pm frá 20 til 50 prct., og ýmsra ,samtaka fulltrúa, er í móti þeim ganga. Sá sem málið sækir af hálfu járnbrautanna er Phippen fyrrum dómari hér í borg, ásamt formanni C. P. R. félagsins. Af þeirra hendi er því haldið fram, að verkakaup og prísar á því sem til brautanna þarf, hafi hækkað svo, að tap verði á rekstri þeirra, nema far- og farmgjöld séu hækk- uð. Formaður verksmiðjueigenda s'amtaka tjáist ekki mótfallinn hæfilegri hækkun, svo að rekstur brautanna beri sig. D’Arcy Scott, fyrir hönd stjórnarinnar í Sas- katchewan og sameinaðra mjólk- urbúa félaga, hélt því fram, að ef þessi gjöld yrðu færð upp, mundi von bráðar bóla á kröfum um hækkun kaups, næsta ár mundu svo járnbrautafélögin heimta hækkun fargjalda á ný og svo koll af kolli. pað væri tími til kom- inn að hætta þeirri hringferð, því að varla mundi hún geta haldið á- fram án afláts, hvort sem væri. Hækkun farmgjalda nú væri sama sem að hækka verð á öllum nauð- synjum, er tæplega væri á bæt- andi. Formaður heildsölumanna- félaga sýndi fram á, hvernig hans stéttarbræður mundu knýjast til að bæta hinum aukna flutnings- kostnaði á verð hins flutta varn- irgs, og leggja þannig kostnaðar- aukann á almenning, sem varhing- inn keypti. J. B. Coyne mælti fyrir hönd verzlunarráðs Winni- pegborgar og krafðist þess, að nefndin ferðaðist um landið til að leita hins sanna vilja fólksins í þessu máli, en þeirri kröfu var hafnað af nefndinni, er kvaðst mundu útkljá málið þar sem hún var k'omin, í Ottawa. Úrskurður hennar, sem væntanlegur er inn- an skamms, mun síðar birtur hér í blaðinu. ------o------ Bandaríkin í stóru baðhýsi í New York komu ræningjar í þá stofu þar inunir baðgesta yoru geymdir, miðuðu skambyssum á þá er gættu þeirra og skunduðu burt með 8000 dali. Baðgestir vissu ekki "Uf því sem fram fór, fyr en ránið var um garð gengið, og þótti súrt í broti. Frá því er sagt, að maður var á I gangi á tilteknum stað í N. York, seinf um kvöld, er tveir menn spruttu upp, gengu í veginn fyr- ir hann og heimtuðu peninga af honum, heldur hranalega. “Takið þá!” sagði maðurinn, og spretti frá sé treyjunni, en um leið greip hann vindla hylki úr vasa sínum, og miðaöi því á ræningjana. peir tóku til fótanna og sáust ekki meir. Sagt er að nokkrum herskipum þýzkum, sumum allstórum, hafi lagt verið* upp Hudsons fljót hjá ðý York, sem vera munu sá part- ur hins pýzka flota, er Ameriku hlótnaðist, þá sambandsþjóðir binar stærstu skiftu honum milli sín. eftir friðargerð. Suður í Columbus, Ohio, er sá ósvífnasti þjófur, sem þeir þar vita dæmi til. Hann gekk til lögreglustöðvar, og bað þess að aðgætt væri í bókunum, hve oft hann hefði höndlaður verið. En er sá snéri sér frá er 'hann átti orðastað við, greip hann buddu er á borðinu lá og fór sína leið. Lögreglumönnum var í mun, að láta hann ekki ganga undan, og smöluðu svo vandlega, að. honum tókst ekki að eyða fénu áður hann væri tekinn. par sem heitir West Frankfort, námabæ í Missouri ríkinu, varð upphlaúV) mannskætt, er náma- menn veittust að útlendingum, er leituðu fjörs á flótta. Yfirvöldin símuðu eftir herliði, en upphlaups foringjar veittust að iþeim og skipuðu þeim að hafa sig á brott. Upphlaupið virðist hafa stafað frá því, að lögreglan tók fasta menn, er grunaðir voru um lagabrot, en hópur þeirra vina tók þá af lög- gæzlumönnum og hóf óróann. Bretland í höllinni Holyrod í Edinburg, sem eij skozk konungaborg frá fornu fari, var mikið um að vera nýlega, er konungur Breta vitjaði þangað og úthlutaði tignarmerkj- um til mjög margra, fyrir afrek í stríðinu, eða því viðkomandi. Bretar starfa fast að því að út- vega hermönnum litlar bújarðir. í einu fylki á Englandi hafa verið útvegaðar yfir 20 þús. ekrur handa tæpum fjórum hundruðum, en 1640 hermenn höfðu beðið um úrlausn. Á þingi Breta eru lög samin um refsingar og meðferð mála k ír. landi. Sagt er að éinn foringi verkamanna flokksins hafi lagt á móti frumvarpinu og margir með honum, en ekki hafi þéir haft bolmagn til að hnekkja því. Yms- um sögum fer um harðsnúin orða- skifti á þingi, þar með að éinn nafnfrægur maður hafi kvaddur verið til útgöngu af þingfundi, fyrir að kalla lagafrumvarpið “iátalæti og hégóma.” Ófriðlegt er sagt í Mesopotan- iu, er á vald Breta komst í stríðs- lok. Hafa þarlendir slegist til áhlaupa á brezkt setulið, drepið menn og hrakið. Bretar hafa kvatt þangað stórar hersveitir úr Indlandi. Annars eru fregnir af hernaði þeirra ‘næsta ógreinilegar í hérlendum blöðum. sögn. Talað var, að Bretar og Frakkar færu í stríð með þeim, en að svo komnu er þeim ekki méira heitið, en vopnum og fyrirsögn herkænna um hernaðarstjórn. Flota hafa Bretar sent til Eystra- salts. Flutninga til og frá Rúss. landi á að teppa með öllu, en láta framkvæmdir bíða, unz til þrauta eru reyndir samningar. Sagt er, að sambandsþjóðir hafi gefið Grikkjum heimild til að taka á sitt vald Miklagarð, til bráða- birgðar væntanlega og friðstill- ingar í bili. Áður hafa þeir náð Adrianople, að sögn, og enn fleiri stöðum í Tyrkjaveldi. Frá Islandi. Mikill afli er nú sagður á Akra- nesi og hlaða véLbátar þaðan dag éftir dág. íMikjiði veiðist 'þar af heilagfiski, en mest af því er flutt hingað til Reykjavíkur og selt hér. Verðið hefir verið alt að 85 aurar j pundið í útsölu hér. Hyrningarsteinninn verður lagð- ur á sunnudaginn kemur að sjó- mannahæli þvi, sem Hjálpræðisher- inn ætlar að byggja í Hafnarfirði. Ákveðið hefir verið að smala bú- fé úr bæjarlandinu annaðhvort í dag eða á morgmi. Verður alt það fé er finst tekið fast og eigendur látnir sæta þungum sektum fyrir þann trassaskap að hafa eigi komið því burtu. pjóðminjasafnið hefir nýlega hlotið merka gjöf frá herra J. E. Böggil, sendiherra Dana, skák- menn gamla, íslenzka og útskorna úr íslenzku birki. Ohristiane Birgitte, föðurmóðir sendiherrans var íslenzk að ætt, fædd hér 23. des. 1808 (d. 10. apr. 1874) dóttir Theodorus Thorlaciusar, er var sýslumaður í Suður Múlasýslu 1800—1813 og Árnessýslu 1814— 18. Hefir sú sögn jafnan fylgt skákmönnum þessum, að Theodor- us sýslumaður hafi þegið þá að gjöf frá bónda pokkrum í Múla- sýslu, sem hafi skorið þá út. peir eru haganlega skornir; hver mað- ur er sem mannslíkneski lítið og er búningur o. fl. með einkenni- jegri gerð, riddararnir ríðandi 0. s. frv. — Theodorus sýslumaður var fæddur 3. apríl 1774 og dó í Khöfn 12. ágúst 1850Hann var sonur Skúla rektors Thorlacius- ar pórðarsonar; Tlíeodorus var latneskan á nafninu pórður og er því Theodorus sýslumaður oft nefndur pórður hér. pórður afi hans, faðir Skúla rektors, var klausturhaldari í pykkvabæ; var hann sonur Brynjólfs sýslumanns á Hlíðarenda, sem var sonur pórðar biskups í Skálholti por- lákssonar biskups á Hólum, Skúla- sonar. M. p. —Morguntlaðið. Byggingasjóður Jóns Bjarnasonar skóla. Eitt hundrað þúsund pd. sterl- ing veitti brezka þingið til að stofna til sýninga á brezkum varningi, sem senda skal um alt hið brezka veldi til örvunar við- skifta innan ríkisins. Ef meira þarf til, skal það leggjast fram a^ einstökum mönnum. Hvaðanœfa. Á eynni Formosa hafa inn- fæddir ibyrjað uppreisn gegn Japönum, er eignuðust hana eftir stríðið við Kínamenn á öldinni sem leið. í Brussels söfnuðust menn saman, er barist höfðu í stríðinu, gengu til þinghúss, mörg þúsund af þeim, ruddu burt löggæslu- manna fylking er þar stóð fyrir þeim og gengu í þingsalinn. Fyr- ir þingmönnum er þar sátu alveg hissa, báru þeir upp iþá kröfu, að hverjum þeirra væri veitt viss upþhæð til viðurlífis eða upptöku starfa, og veittu þeim þungar á- tölur fyrir meðferð ó'breyttra dáta eftir stríðið. Dyr og glugga brutu þeir til áherzlu erindi sínu cn létu leiðast til friðsamlegrar brottferðar af fortölum borgar- stjórans. Á Englandi er verið að smíða geysilega stór loftfþr til liðsflutn- inga, ekki er þess getið hve marga menn hvert geti flutt, en stærri teljast þau vera en dæmi eru til og fara 70 mílur á klukkustund. Hið rússneska lýðveldi hefir samið við hérlent félag nokkurt, að sögn, um kaup á varningi fyrir margar miljónir dala, og er haft eftir ráðamönnum þess félags, að jnikið meiri viðskifti séu í vænd- um. Larrago er sá nefndur sem ný- lagt hefir uppi flokk til óróa í Mexico, er fréttir segja vel útbú- inn með það sém til uppreisnar heyrir. Svo er hart gengið eftir, að ekki séu vopn flutt^_ til Egyfta- 'lands, án leyfis yfirvalda, að 5 þúsund dala sektir éru viðlagðar eða tíu ára refsing. Á ítaliu er verkfalli þeirra sem vinna á járnbrautum, lokið með því að meiri hluti verkmanna hef- ur gengið að kostum þeim sem boðnir voru. Á Ungverjalandi var svo slörku- legt, að nærliggjandi lönd tóku fyrir viðskifti við landsmenn með varðhöldum á landamærum, en nú er friður það góður á kominn, að varðhölþ þau eru lögð niður og við- skifti og samgöngur uppteknar á ný. \ Hernaður Rússanna á hendur Pólverjum harðnar enn, svo að | fyrir löngu er til varnar komið af | hálfu þeirra síðastnefndu, um- hverfis höfuðborg þeirra nú, að Ágúst H. Bjarnason er nýfarinn til Englands með botnvörpungi, Ætlar hann að dvelja erlendis fram eftir sumrinu. Guðm. Einarson frá Miðdal, sem Iiér er mörgum kunnur fyrir mvnd- ir sínar í anddyri húss þeirra Nath- ans and Olsen er nýkominn hingað eftir vetrardvöl við undirbúnings- nám í list sinni, í Kaupmannahöfn. iNokkru áður en hann fór þaðan gekk hann undir próf við listahá- skólann og stóðst það vel og stund- ar því nám þar framvegis. Undir þetta próf gengu 21 myndahöggv- araefni en aðeins tveir stóðust það og var Guðmundur annar en hinn ungur maður danskur. * Auglýst er eftir manni í Isafold- arprentsmiðju til 'þess að læra prentmyndagerð. Er það í fyrsta skifti að kostur gefst á að læra þá iðn hér á landi. Eólksstraumur er nú svo mikill héðan og hingað að hvert skip hefir eins marga farþega og framast er unt, og er þó sagt að. færri komist með skipunum héðan heldur en vilja. Er því venjan sú, að hvert farþegarúm en pantað löngu áður en skipin eiga að leggja í ferðina. , A laugardaginn var voru talin atkvæði úr Helgafellsprestakalli. Úrslit kosninganna urðu þau, að cand. Sigurður Ó. Lárusson fékk 180 atkvæði og er löglega kosinn prestur. Magnús Guðmundsson, cand. fékk 153 atk. en hinir tveir umsækjendur sárfá. Fjögur at- kvæði urðu ógild., TaugaVeikin á Vífilsstöðum er nú í rénun og er farið að sótthreinsa þá, er tóku hana. Alls tpk veikin 13 manns og einni stúlku varð hún að bana. Þjóðvinafélagið er i dag 50 ára. Yar það stofnað 8. janúar 1870. Hefði verið 'maklegt að minnast starfsemi þess í þágti íslenzkrar menningar þessa hálfa öld. Hefir það ekki verið lítið sem það hefir lagt af mörkum til bókagerðar landsins. Fyrir skömmu kom Rán inn á ísafjörð með mann, er hafði slasast á skipinu, var fóturinn af um hnéð. Var maðurinn mjög illa haldinn, er síðast fréttist. Ókunnugt er um nafn hans. t gærmorgun fanst lík á floti hér t innri höfninni. Var það svo skaddað, að það var óþekkjanlegt, en eftir fötunum að dæma er það ætlan manna, að það muni vera af Birni nokkrum Oddssyni, sem var skipverji á Hauk, en hvarf í vetur, 5. desember. Haukúr lá þá hér á ytri höfninni fram undan Völundi, og hafði Björirfarið í land, en aðrir skipverjar voru um iborð, niðri i skipinu. Um það leyti sem Bjarn- ar var von, heyrðu þeir hljóð, og er þeir komu upp á þiljur, sáu þeir bát þann, er hann hafði haft, mann- lausan á reki rétt hjá skipinu. Þóttust nienn þá vita, að Björn mundi einhvernveginn hafa hratað útbyrðis úr bátniun og druknað.—■ Enda þótt slysið bæri að úti á ytri höfn, en likið fyndist hér inni á innri höfninni, er ekki loku fyrir þaö skotið, að það geti verið af Birni og að straumur hafi borið það inn í höfnina. Björn heitinn var ættaður úr Hafnafirði. Á síðasta kirjuþingi var skóia- ráðinu heimilað að byrja að safna í byggingarsjóð. Einn dreng- lyndur maður tók svo vel undir það, að hann bauðst til að gefa 500 dali í byggingarsjóð, með því skilyrði að 9 aðrir menn fengjust til að gefa ýafna upphæð. í fyrstu var loforð þetta bundið við þing- lok, en síðar var tíminn lengdur, svo að tilboð þetta stendur í ;;ildi fram að næstu áramótum. Mað- urinn sem tilboðið gjösði, er hr. Árni A. Johnson, í Mozart, Sask. Hefir hann áður drengilega styrkt hin beztu málefni vor. Hann hef- ir sterkan áhuga fyrir því sem lýtur að sannri velferð kirkju vorrar og þjóðar. í öllum bygðum Vestur-íslend- inga eru góðir drengir.. Eitt- hvað af vel efnuðum mönnum er líka til víðast . Saskatchewan hefir heiðurinn af að hafa byrj- að, og Saak. ein gæti lagt til alla þessa tíu. Eg býst við að Sask., sem svo drengilega hefir byrjað, haldi áfram sér til sóma á sam- keppnisbrautinni að gefa skólan- um heimili. sem hann á sjálfur. En svo eru allar hiraar bygðirnar í borgum o>g sveitum. Kristilegt örlæti á heima víðar en í Sask. Séra Hjörtur Leó bar fram þá spurningu á þjóðhátíð íslendinga í Winnipeg 2. þ.m.: “Hverju gegn- ir að Jóns Bjarnasonar skóli, sem búinn er að starfa í 7 ár, er eini lúterski skólinn í Canada sem ekki á húsþak yfir sig?” Já, hvað veldur? Sjálfur held eg að hér sé aðallega skiln- ingleysi um að kenna. Og það, að menn ekki skilja, kemur til af því, að menn athuga ekki, hvern- ig helgidómar og fjársjóðir vorir verða geymdir fyrir framtíðina. pegar kristið fólk vort athugar þetta, veit eig að það kemur eins og ísraelsmenn í eyðimörkinni, þegar beðið var um gjafir til að reisa Tjaldbúðina. peir komu sjálfviljuglega, hver og einn, með gjafir svo að yfirfljótanlegt ,var. Lang-skemtilegast væri að öll upphæðin, sem þarf til að reisa Jóns Bjarnasonar skóla (heimili, kæmi án þess að einn einasti ein- staklingur væri beðinn, alveg eins cg þetta fyrsta loforð frá Mr. Johnson. Hugsið fram í tímann og látið gjafirnar streyma. Rúnólfur Marteinsson. — Yfirréttar dómur fallinn í Tjaldbúðarmálinu. Dómur í Tjaldbúðarmálinu, sem i áfríað var, frá dómsúrskurði und- j irréttar dómara, og til yfirréttar 1 dómsúrskurðar fylkisins, var kveð inn upp á fimtudaginn í síðustu I viku. Allir dómararnir voru sammála j um, ak undirréttar dómurinn skyldi standa óhaggaður í öll*m j atriðunum. Málskostnaður féll á í áfríendur.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.