Lögberg - 12.08.1920, Blaðsíða 6

Lögberg - 12.08.1920, Blaðsíða 6
UU. ð LÖGBERG, FIMTUDAGINN 12. ÁGÚST 1920 ÚR“THE IDYLS OF THE KING” Svik drotningarinnar le Fay Innan stundar kom ungur maður, fríður sýn- um og vel vaxinn, gekk fyrir konunginn, hneigði sig og stóð þegjandi frammi fyrir honum. “Sir Qntzlake,” tók konungur til máls. “Eg hefi sent eftir þér til þess að fá að heyra um við- skifti þín við Sir Accolon og eins af ósamkomulagi þv'í, sem á sér stað á milli þín og bróður þíns.” “Konungur minn, Arthur,” svaraði piltur- inn, “eg bið þig að fyrirgQfa mér það, að eg skuli hafa orðið þér til mæðu og skaða, því það hefi eg orðið á móti vilja mínum. “Eg hafði skorað bróður minn á hólm, en þegar fréttin barst mér um að hann hefði fengið mann til hólmgöngunnar, lá eg svo veikur, að eg mátti livergi hrærast, af sári eftir ör, sem skotið var á mig úr leyni, er eg reið um skóginn hér ná- lægt kastalanum. “Og þegar eg í öngum mínum var að hugsa um þessar ófarir mínar, kom sendiboði til mín frá Morgan le Fay drotningu með þau skilaboð, að eg skyldi hvrorki æðrast né uppgefast, því hún hefði sent mér riddara að nafni Sir Accolon, sem ætlaði að berjast fyrir mig. “Þessum skilaboðum drotningarinnar fylgdu engin ákvæði önnur en þau, að eg rnætti ekki spyrja Sir Aceolon neinna spurninga. “Sir Aocolon var gestur minn þá nótt, og gekk til einvígis fyrir mig daginn eftir. “Eg þykist nú vrera sannfærður um, að eitt- hvað er leyndardómsfult við þetta. Samt get eg ekki ásakað drotninguna Morgan le Fay að á- ista'ðulausu, svo ef um hegning er að ræða í þessu sambandi, þá látið hana kom fram á mér.” Konunginum gazt vel að svari piltsins fyrir hugrekkið, sem það bar með sér og trygðina til annara, sem í því fólst. “Ungi sveinn,” svaraði konungurinn, “þú skalt fara með mér trl Oameiot, og ef að þú sýnir hreysti og réttlæti í allri framkomu þinni, skalt þú vrerða einn af Round Table riddurum mínum.” En við Sir Damas sagði konungur í byrstum rómi: “Þú ert illa innrættur og illa hugsandi ó- þokki og ert ekki þess verður að bera riddara- nafn, og það er úrskurður minn, að þú afhendir bróður þínum helming af landareign föður ykkar og að bróðir þinn, Sir Ontzlake, borgi þér fyrir það með því að leggja þér til árlega kvenhest, því kvenhestar hæfa þér betur en þeir, sem riddarar ríða á til víga. ‘ ,0g festa skaltu það í huga, að ef þú vilt lífi halda, þá skaitu láta af að sitja á svikráðum við þá riddara, er fara erinda sinna um lendur þínar og bæta skaltu ráð þitt við alla menn og búa í sátt og friði við bróður þinn til æfiloka.” Eftir þetta hélt óttinn við Arthur konung Sir Damas frá ofbeldisverkum, en alla sína daga var hann huglevsingi og illmenni þar sem hann gat því við komið, og óverðugur var hann til æfiloka að bera riddara nafn. En Sir Ontzlake reyndlst ágæti-s riddari, sem bar lotningu fyrir guði og konungi sínum, en hneddist engan mann. Þegar drotning Morgan le Fay vissi, að ráða- gerð sín væri faHin um koll og svik sín væru orð- in uppvís, þorði hún ekki að bíða eftir því, að Arthur konungur kæmi heim til Camelot, svo hún fór til drotningar hans, Guenevere og sagði: “I>rotning, veit mér fararleyfi.” “Nei,” svraraði drotning Guenevere, “Það væri óviðeigandi, því eg hefi frognir um að herra minn, konungurinn, komi bráðlega til Camelot. Viltu ekki bíða unz hann kemur, svo þú getir kvatt frænda þinn?” “Því er ver, drotning, að það getur ekki orð- ið,” svaraði Morgan le Fay. “Eg hefi fengið slæmar fréttir, sem gera mér óhjákvæmilegt, að hverfa heim tafarlaust.” “Far þá í friði, nær þér þóknaist,” svaraði Guenevere drotning. Morguninn eftir fyrir dögurð, fór Morgan le Fay drotning á fætur, tók hest sinn og lagði á ein- saman frá Camelot. Þann dag ailan og næstu nótt reið hún eins hart og hestur hennar gat farið; en um nónbil hins annars dags kom hún að nunnuklaustri, þar sem hún vissi að Arthur konungur lá veikur. Nunnurnar tóku vel á móti henni, eftir að hún hafði sagt þeim hver hún var, 'settu fyrir hana mat og drykk og buðu hana þar velkomna. Eftir að Morgan le Fay drotning hafði mat- ast og hvílt sig, spurði hún nunnumar að, hvort nokkur hefði verið þar gestkomandi þann dag annar en hún. Þær sögðu henni, að Arthur konungur væri þar kominn og hvildist í svefnherbergi þar í kast- alanum, því hann hefði hvorki neytt svefns né matar í þrjú dægur. “ó, minn kæri herra,” sagði hin fláráða töfra- kona; fegin vildi eg mega tala eitt orð við hann, en eg vil ekki að þið vekið hami, og hér má eg ekki stanza lengi. Leyfið inér því að eins að líta á hann þar sem hann sefur og svo held eg leiðar minnar.” Og nunnumar, sem ekki áttu von neinna hrekkja, sýndu Morgan le Fay drotningu her- bergið, sem Arthur konungur var í, og hún fór inn til haas einsömul. (Framli.) --------o-------- Stúlkan, sem Karðast lagði að sér við námið. HELEN KELLER. A fögrum og heiðskírum degi í marzmánuði árið 1887 var mikið um að vera í Tuscumbia, Aía- bama. Helen heyrði það á skóhljóðinu, eða um- ferðarþruskinu frá því snemma um morguninn. Hún óskaði þess með sjálfri sér heitt og innilega, að geta fengið fulla vitneskju um hvað til stóð, en hún gat með engu móti komist að nokkurri niðurstöðu. Heimilið hét Ivy Green og Helen vissi, að hú&- ið var Ijómandi fallegt, sökum vafningsviðarins, er hún fann að fléttaðist upp um veggina og girð- ingarnar traustu, sem húsið luktu á alla vegu. Hún veitti eftirtekt hinum fyrstu fjólum og liljum vorsins, vegna gróðuranganinnar, er af þeim lagði, og rósiraar hafði hún snert með hvítu fingrunum, þar sem þær hengdu döggvotar krón- urnar niður með hliðinu. Svo áköf var Helen, að hún átti mjög örðugt með að bíða eftir nokkurri glöggri upplýsingu um ástandið í Ivy Green húsinu, þó reyndi hún af öll- um mætti að vera Iþolinmóð. Hún hjálpaði til að brjóta saman þvottinn, þegar hann kom úr þvotta- húsinu, og leitaði að hreiðrum innan um trjábusk- ana, þar sem Guinea-hænurnar voru helzt vanar að verpa. Nokkurn kafla úr hverjum degi hafðist hún vrið í eldhúsinu með Mörtu Washington, lítilli svertingjastúlku. Með aðstoð Mörtu hnoðaði Helen deig og bjó til úr því dálitla snúða, auk þess sem hún malaði kaffi og gaf hænsnunum. En alt af var Helen í geðshræringu. Hún gekk út að hliðinu og stóð lengi á stéttinni teigandi ilm- inn af vorgróðrinum, með höfuðið mót sól og sum- arblæ. Alt í einu heyrði Helen, að einhver var að koma. Hún rétti fram hendumar fagnandi og hélt að það væri móðir sín. Einhver tók í hendur hennar og faðmaði hana að sér. Dagurinn sá hafði lífstíðar áhrif á Helen Keller. Hún var þá næstum sjö ára gömul, blind og heyrnarlaus og mátti eigi mæla. Hún varð að læra alt með fmgrunum, og einmitt þarna kom kennarinn, ungfrú Sullivan, til þess að opna fyrir henni hulduheima mentunarinnar, sem flest önn- ur börn höfðu átt greiðan aðgang að. Morguninn eftir kom ungfrú Sullivan snemma, leiddi Helen inn í rúmgott herbergi og gaf henni brúðu. — Blindu börnin á Perkins stofnuninni höfðu sent Helen brúðuna og búið sjálfar til á hana fötin. Eftir að Helen litla hafði leikið sér stundarkörn að brúðunni, greip ungfrú Sullivan um hendi hennar og stafaði í lófann orðið d-o-1-1. En hvað þessi fingraleikur gat verið dæma- laust yndislegur. Blinda stúlkan réði sér ekki fyrir kæti og innan fárra mínútna gat hún sjálf stafað orðið d-o-1-1, alveg á sama hátt og kennar- inn. Þessi nýi etöfunarleikur fanst Helen litlu vera alveg óviðjafnanlegur. Hún flýtti sér upp á loft til mömmu sinnar og 'stafaði fyrir hana með fingrunum þetta fyrsta orð, er hún hafði lært. Fáum dögum seinna gat hún stafað orðin bolli, prjónn, hattur, ásamt orðunum að sitja, standa, ganga, er hún lærði með tilsvarandi athöfnum. Eftir nokkrar vikur vissi Heleu, að allir hlutir báru nöfn, og hún einsetti sér að læra öll nöfnin, hvað sem það kostaði. Jafuskjótt og Helen gat stafað nokkur orð, gaf ungfrú Sullivan henni fáein spjöld úr stífum pappír, en á hvert spjald voru fest orð með upp- ldeyptu letri. Helen lærði að stafa þessi orð tneð áþreifingu og komst að þýðingu þeirra með hreif- ingum—með öðrum orðum, útfærði mjmdirnar í leik. Hún fékk einnig ramma, þar sem hún gat komið öllum spjöldunum fyrir í hvaða afstöðu sem við átti og þannig búið til setningar. Innan skamms var Helen farin að geta lesið smásagna- bók um hitt og þetta efni, með upphleyptum stöf- um. Eins og gefur að skilja, var margt annað, sem þTelen þurfti að læra með fingrunum, og nam hún það flest undir berum himni. Hún tíndi í svuntu sína perur og rósrauð aldini og hélt þeim að vit- um sínum meðan ungfrú Sullivan gerði henni skiljanlegt með fingrunum hvernig ávextir þessir greru og undir hvaða skilyrðum. Einnig þreifaði hún á baðmullar hnoðunum og snerti hinar hár- fínu taugar þeirra með stökustu nærgætni. Skild- ist henni brátt eftir það, hvers virði baðmullar- ræktin var og á hve margvíslegan hátt hún gat orðið mönnum að liði. Til þess að geta lært og skilið landafræði, bygði Ilelen vatnsgarða, smáeyjar, ásamt hinum og öðrum landslagsmyndum á árbakkanum skamt frá heimili sínu. Hjálpaði ungfrú Sullivan henni einnig við að búa til nokkurs konar landabréf, ef svo mætti að orði kveða, úr kalkmold; voru á því bæði hólar og dældir, er tákna áttu fjöll og dali, enn fremur langar rákir, liggjandi í ýmsar áttir, er komu í staðinn fyrir ár og fljót. Þá sagði kennarinn Helen einnig frá því á táknmáli, hvernig fjöllin sýndust stundum standa í björtu bá-li, þeyttu frá sér ösku og reyk og legðu í auðn heil héruð. Stundum keyptu þær ungfrú Sullivan og Hel- en fallegt blóm, svo sem lilju, og gróðurteettu í einhverjum glugganum, þar sem sólarinnar naút bezt við. Þegar blessaðir litlu blómknapparnir fóru að springa út, strauk Helen um þá með hend- inni í mestu nákvæmni og lærði að skilja hvernig plöntur lifa og þroskast. Hún þreifaði á hænu- ungum, aldintrjám, hinum og þessum húsdýrum og villijurtum í skóginum — í þeim tilgangi ein- um að fræðast um hina margbreytilegu dýrð nátt- úrunnar. !Svona lagaður mentavegur var auðvit- að ekki auðfarinn, en Helen hafði það fyrir fa'st- an ásetning að læra meira á morgun, en hún hafði lært í gær, og þess vegna tók hún undraverðum framförum um dásemdir tilverunnar. Þegar Helen var ungbam tók hún þunga sótt, lá lengi og misti við það sjón og heyra. Sökum þess, að hún fékk hvorki heyrt né að- greint hinar margvíslegu raddir í kring um hana, gat hún heldur ekki taíað og þó þráði hún það mjög. Húnfann þegar kettir mjálmuðu og hund- ar urruðu og vakti það unun í sálu hennar. Til- finningar hæfileikinn hafði skerpst svo mjög, að engu líkara var en hún heyrði hvert einasta suð ntan hússins, skrjáfið í laufunum og andvarp gol- unnar milli maisstönglanna á akrinum. Dag einn bar nokkuð það \rið, er vakti dýpri fögnuð í sál stúlkunnar blindu og heyrnarlausu, en hún hafði áður þekt. Helen lærði hljóðmismun hinna ýmsu stafa með því að fara höndum um andlit Miss Sullivan og finna afstöðu hreyfingar tungu og vara, þegar hún talaði. Eftir það fór blinda stúlkan, er aldrei hafði heyrt orð talað, svo hún myndi eftir, að tala sjálf. Helen var tíu ára gömul, þ egar hún byrjaði að læra að tala, og eins og gefur að skilja, \hir það ekkert áhlaupaverk. Hún varð að ganga í gegn um langan og vstrangan reynsluskóla, áður en hún.gat gert sig skiljanlega. Um síðir tókst það þó. Hún talaði við leiícföngin, steina, tré, fugla og mállausar skepnur. — Þér getið hugsað yður, hve óútmálanalega glöð hún varð, er hund- urinn hennar í fyrsta sinni kom, þegar hún kallaði á hann og hesturinn hlýddi fyrirskipunum þeim, er hún gaf honurn. Miss Sullivan tók Helen stundum með sér í smá-ferðalög og voru þau litlu stúlkunni blindu eiris og álfheima æfintýri, svo ólík öllu því, er áð- ur hafði borið við í lífi hennar — hún var vönust því, að vera lokuð innan fjögra veggja. Hún ferð- aðist jafnvel alla hina löngu leið frá Tuseumbia til Boston og tók brúðuna sína með sér. Ungfrú , Sullivan sagði henni á leiðinni frá hinum ýmsu náttúru-undrum fram með veginum, baðmullar- ökrunum, fjöllunum, hálsunum, fljótunum og hin- um risavöxnu skógum. Þegar til Boston kom, heimsótti Helen Perk- ins stofnunina, hæli blindra, og þakkaði börnun- um fyrir brúðuna. Hún ferðaði'st með gufuskipi til Plymouth og stóð á Plymouth klétjinum meðan ungfrú SuIIivan sagði henni ljómandi sögur af pílagrímunum og feðrum þeirra. Á eftir lék Hel- en sér í mjúkum, brenn heitum sandinum;. það hafði hún aldrei áður gert, og fanst henni mikið til koma. Safnaði hún þar fjöruskeljum og flutti þær með sér heim í þeim tilgangi að læra um eðli þeirra og myndun. Smám saman fór Helen að veitast námið auðveldara og þekking hennar á þeim atriðum, er vér lærum að skilja með heyrn og sjón, að verða innihaldsríkari og gleggri. Henni skildist nú, að lífið var fult af fegurð og veröldin vermireitur margvíslegrar hamingju, þar sem einnig hún, Jstúlkan heyrnarlausa og blinda, gat lært flest þau nytsemdarstörf, er öðrum börnum veittist kostur á að læra. Fj'rstu jólin, sem Helen lifði, eftir að ungfrú Sullivan kom, voru henni sönn stórliátíð. Miss Sullivan og liún höfðu einsett sér að gleðja fjöl- skylduna einu sinni rækilega, svertingjastúlk- una, Mörtu Washington, og allan fátæka barna- liópinn í grendinnj. Um kvöldið sátu þær fram við hvítglóandi viðarstóna og tölilðu á fingra- eða áþreifingarmáli um yndi dags þess, er í vændum var. Á aðfangadagskvöldið höfðu skólabörain í Tuscumbia jólatré og buðu auðvitað Helen að njóta með þeim ánægjunnar. Jólatréð stóð á miðju gólfi kenslustofunnar, skrýtt tindrandi kertaljósum og greinarnar hlaðnar jólagjöfum. Helen var sagt frá trénu, hvar það stóð og hve unaðslega fagurt það væri; eun fremur, að í greinum þess væri jólagjöf handa hverju barni. Blindu stúlkunni var boðið að taka jólagjafimar af trénu og útbýta þeim til réttra hlutaðeigenda. Og svo viss var hún í sinni sök, að hvert einasta barn fékk .sinn hlut í réttri röð. Ekki hafði hún verið höfð út undan, því þegar hún gekk til hvílu um k\röldið lagði hún 'splunkumýja sokka á rúm- stokkinn og sofnaði með nýja bráðu og vel stopp- að hvítt bjarndýrsgerfi í fanginu. Á jóladags- morguninn, þegar Helen vaknaði, bauð falleguT Canarífugl lienni gleðileg jól. Ómblíðu raddar- irnar heyrði hún auðvitað ekki á vanalegan hátt, en hún fann tónsveiflurnar lokkandi og angurvær- ar titra hvarvetna í loftinu og óska lienni gleði- lcgrar hátíðar. Helenu fanst hún vera komin inn í nýja ver- öld. Þótt blind væri, skildi hún betur fegurð lífs- ins og helgisýnir náttúrunnar, en margir þeir, er alsjáandi kallast. Og án heyrnar í verulegum skilningi fann hún fegurðaráhrif, jafnvel hinna allra lægstu og veikustu tóna. Helen var alt af að læra; með hverju líðandi ári jók hún þekkingu sína til muna og námshæfi- leika. Þegar þess er gætt, hve mikillar J>ekkingar Helen Keller aflaði sér blind og heyrnarlaus, bverisu óendanlega miklu meira ættu þá ekki börn þau að geta numið af fögrum fræðum, er eiga ó- skerta sjón og heyrn að hjálpaTmeðulum? --------o-------- DRAUMUR BARNSINS. Einu sinni dreymdi litla stúlku, að hún væri orðin drotning. Henni þótti sem hún væri klædd í kjól ofinn úr gullþráðum, með blikandi gim- steina kórónu á höfði. Hún sat í hásæti og þrælar komu og krupu að fótum hennar. Höfðingjar komu úr öllum áttum, lutu henni og gáfu gjafir. Litlu ^túlkunni fanst það dýrðlegt mjög að vera drotning. Hún gat því tæplega tára bundist þegar hún vaknaði og draumsýnin var horfin. Á kjólnum hennar var enginn slóði, eigi vaT heldur kóróna að setja á höfuð henni né hásæti til að sitja í. Engir voru þrælar til að lúta henni og þjóna, né höfðingjar að gefa henni gjafir og auðsýna henni virðingarmerki. Heimilið hennar cg umhverfið var jafn tilbréytinga'rlaust og það hafði alt af verið. Þegar hún hugleiddi þetta alt, féllu henni tár af augum og þau lentu á hönd móður hennar, sem var að klæða hana. Mamma hennar tók hana í fang sér, kysti hana innilega og spurði hví hún gréti. Litla stúlkan sagði sig liefði dreymt hún væri drotning og nú langaði sig til að halda áfram að vera það. Mamma hennar brosti og sagðist ekki vilja að hún væri drotning, þó alt ríki veraldar væri í boði. “Eg gæti ekki faðmað þig og kyst, ef þú værir drotning, barnið mitt. Við sem unnum þér, erum í rauninni þrælar þínir. Hásætið þitt er í hjörtum okkar. Engin kóróna af gulli né gimsteinum gæti verið eins fögur og gullna hárið þitt. Vertu drotn- ing í draumum, en þegar þú vaknar aftur bara litla bamið hennar mömuiu og hans pabba. Hugs- aðu meira um að þóknast guði en mönnum og reyndu að óska ekki eftir því, sem honum þóknast ekki áð gefa þér.” Litla stúlkan lagði hendur um háls mömmu sinni: “Eg vildi ekki vera drotning mamma mín, fyrir neitt, bara litla stúlkan þín, því mér þykir svo ósköp vænt um þig.” R.K.G.S. þijddi. --------o-------- Vertu góða barnið allan daginn og reyndu að gera það sem rétt er, þó allir í kring um þig geri það sem rangt er. --------o-------- Dæmisaga Spyrgeons.—Eftir Moody. Dæmisögu þessa sagði séra Spurgeon: Einhverju sinni var harðstjóri nokkur, er lét kalla einn þegna sinna á fund sinn og skipaði hon- um að smíða fjötur nokkurn. Maðurinn var góð- ur smiður og hlýddi boðinu. Þegar hann hafði lok- ið við smíðið færði hann harðstjóranum fjöturinn. En er hann hafði séð hann skipaði hann smiðnum að fara aftur með hann og lengja liann til helm- inga. Er smiðurinn hafði þetta gert fékk hann aftur sikipun um að gera hann enn hálfu lengri. Smiðurinn gerir þetta og færir harðstjóra fjötur- inn. En er liann hafði skoðað lxann, skipar hann þjónum sínum að handsama smiðinn og leggja fjöturinn á hendur hans og fætur. Veslings mað- urinn hafði smíðað fjöturinn á sjálfan sig. — Og svo var honum varpað í fangelsi. Á þenna hátt, sagði Spurgeon, breytir djöfull- inn við mennina. Hann lætur þá smíða fjötrana á sjálfa sig, bindur þá svo með þeim á höndum og fótum og varpar þeim svo út í hin yztu myrkur. En þetta er nákvæmlega það sama sem guð- níðingar, drykkjurútar, spilagarpar, hórkarlar og aðrir stórsviidarar gera. En þakkir aéu guði, sem oss hefir gefið sinn ston, sem hefir vald til að brjóta alla hlekki og leysa fjötrana af h\^erjum, sem til hans viil koma.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.