Lögberg - 23.09.1920, Blaðsíða 3

Lögberg - 23.09.1920, Blaðsíða 3
P 04 H LOGMAC. riUTUDAGINN 23. SEPTBM8BR' 1920 0»-4íiiJ< »>•. t Nelly frá Shorne Mills. Eftir Charles Garvice. “Eg hélt nú, að þér væruð ekki reiður við hann,” sagði hún, “því allir segja, að þér og hann hafið verið svo góðir vinir og að yður þætti svo vænt um hann, en eg hélt að yður líkaði illa við hana.” Drake liló beiskjulega. “Nei alls ekki,” sagði hgnn. “Auðvitað hefði eg heldur viljað að frændi minn hefði ekki gift sig, en eg er ekki nógu heimskur til að reiðast stúlku fyrir það, að hún giftist honum. Hann er mjög alúðlegur og aÖlaðandi maður, og hún hefir naumst getað neitað honum. ’ “Það var einmitt það, sem hún ekki gat,” svaraði hvin tilgerðarlaust. “Hafið þér heim- sótt frænda yðar, síðan þér komuð heim?” “Nei, enn þá ekki,” svaraði Dráke. “Eg kom til London fyrír fáum stundum síðan. En á morgun ætla eg að fara og finna liann.” “Eg vissi að þér munduð gera það,” sagði hún, “af því það var svo fallegt bréf, sem þér skrifuðuð honum, og svo fögur gjöf, sem þér senduð lafði Angleford.” Meðan hún talaði tók hún blævænginn í vinstri hendi og lyfti þeirri hægri upp, og Drake sá um úlnlið hennar armbandið, sem hann hafði sent lafði Angleford í brúðargjöf. Hann roðnaði og hnyklaði brýrnar dálítið, svo hló hann, þegar hann mætti skelkaða og biðjandi augnatillitinu hexmar. “Var þetta nú heiðarlegur leikur lafði Angleford?” spurði hann brosandi. “Eg veit ekki,” sagði hún hikandi, fyrst sýndist mér það — en nú er eg ekki viss um að hann sé það. Eg skal segja yÖur, að mig lang- aði til að sjá og tala við yÖur, áður en þér þektuð mig, svo eg gæti ikomist eftir áliti yðar a mer. ’ ’ Drake gekk til hennar, settist við hlið henn- ar og lagði handlegginn á bak stólsins hennar. “En hvers vegna?” spurði hann. “Það skal eg segja yÖur — eg var dálítið hrædd við yður. Þegar lávarður Angleford bað mig að verða konu sína, vissi eg ekki rétt um ásigkomulag ykkar. Eg vissi elíki fyr en eg kom til Englands, að eg að vissu leyti háfði troðið mér á rrtfli yÖar og frænda yðar. Eg varð svo leið yfir því, af því allir sögðu mér að þér væruð svo góður — svo — ” “Munið þér eftir því, að eg er Englend- ingur; eg verð ímyndunargjarn og þóttafullur, lafði Angleford,” sagði Drake brosandi. , “Þetta sögðu allar manneskjur, og eg varð þess Vör, að öllum þótti vænt um yður. Eg varð hrygg yfir því, að eg skyldi verða orsök til óánægju milli yðar og lávarðar Anglefords. Mér sveið það sárt.” “Þér skuluð ekki hryggjast yfir því lengi, lafði Angleford,” sagði liann. “Þ.þÖ hefir ekki verið og þarf ekki að vera neitt ósamþykki á. milli mín og frænda míns.” “Ó, hvað það gleður mig,” sagði hún og snéri sér að honum roðnandi, sem gerði hana enn þá fegurri en áður. “Mér hefir liðið illa í hvert skifti, sem eg hefi hugsað um yður eða heyrt nafn yðar nefnt. Það var talað um yÖ- ur með þeirri meðaumkun/ sem kom mér til að roðna. Eg vissi ekki hvað-eg gerði, vissi ekki að eg rændi yður arfi yðar,” hún stundi svo raunalega, að Drake varð að brosa. “Það er ;svo ervitt fyrir ameriskar persónur að skilja þetta,” bætti hún við. “Menn halda að við kunnum alla aðalsmannaskrána utan að, en hana kunnum við ekki. Það er alt saman leyndardómur og ringl fyrir okkur — jafnvel fyrir þá hyggnustu af okkur. En eg forðast að gera of mörg asnastrik. Og nú vil eg fegin heyra yÖur segja, að við séum vinir. .Erum við það ekki?” Hún rétti litlu, beru hendina sína að Drake með blending af hræðslu og vinsemd, sem hreif hann. “Það vona eg, lafði Ajngloford,” svaraði hann. \ “Þér getið líklega ekki kallað mig föður- systur?” y Drake hló glaðlega. “Nei, það held eg ekki,” sagði hann. “Þér eruð of ungar til þess.” “Það er leiðinlegt”, sagði liún. “Mér þætti svo vænt um að þér kölluöuö mig frænku; en það gerir ekkert, eg verð að vera ánægð með það að við erum vinir, og að þér hatið mig ekki. Nú er líklega bezt að eg fari heim. Á- form mitt hefir heppnast — er það ekki?” *‘ Jú, algerlega,” sagði Dráke, “og eg óska yður hamingj^ með það.” “Segið þér ekki lávarði A$ngleford frá þessu,” bað hún. ‘^Hann mundi &gja: “En hvað þetta er ameriskt,” og þati vil eg síður heyra. ’ ’ Drake lofaði að segja frænda sínum ekki frá þessum gamanleik; hann sótti yfirhöfn hennar og fór með henni út og að Anglefords vagninum. Þegar hann hjálpaði henni inn í vagninn og lokaði dyrunum, rétti hún honum hendi sína og brosti til hans, að liálfu leyti sigri hrósandi og að liinu leyti biðjandi. “Við erum þá vinir?” spurði hún. “Hinir beztu vinir, lafði Angleford, ” svar- aði hann. “Góða nótt.” Hann fór aftur inn til að kveðja lafði Northgate. “Var þetta rétt breytni við mig?” sagÖi hann við hana. “Hvað átti eg að gera, góði Drake minn?” sagði hún. “Vesalings litla konan var svo áköf eftir að ná vináttu yðar. Hún hefir ekki skilið skaðann, sem hún hefir ollað yður. Og hvað ætlið,þér nú að gera? Hún er ósegjan- lega rík — faðir hennar var ameriskur mil- jónari.” Drake varð hörkulegur á svip. Það var að minsta kosti eitt, sem hann ekki vildi gera :* hann vildi ekki þiggja peninga af lafði Angle- ford. Lafði Northgate skildi svip hans. “Deyðið mig nú ekki fyrir augunum á öll- um þessum manneskjum, Drake!” sagði hún. “ þetta var heimskulegt af mér, en eg gat ekki yarist því, að hugsa um vellíðan yÖar. Eg er iiú svo heimsk, að mér þykir vænt um yður. Svona — farið þér nú ofan og drekkið Whisky með Harry. Fyrst þér viljið ekki láta vini yðar lijálpa yður — hvað ætlið þér þá að gera?” “Það veit eg ekki — en við skulum tala um eitthvað annað. Kvíðið þér ekki fyrir mér, kæra Lucy — eg héld eg bjargist út úr þessu.” 11. Kapítuli. Við morgunverð daginn eftir fékk hann lítinn seÖil frá lafíi Angleford, þar sem hún bauÖ honum til dagverðar. Drake svaraði að sér skyldi vera ánægja að því að koma og kl. 8 kom hann til húss frænda síns í Park Lane. Eins og Northgate átti lá- varður A)ngleford annríkt við opinber störf. Hann var mjög Konservativ í hægrimanna- flokknum svo nefnda, og þó hann væri roskinn, var hann furðu unglegur og leit vel út. Hárið var hvítt, en augun skær og kinnavnar rjóðar, og þegar hann var ekki gigtveikur, var hann æstur — það eru allir gigtveikir menn — en hann var að sínu leyti eins aðlaðhndi og lafði Angleford og vel þokkaður af öllum. Ilann hefði máske ekki gifst litlu, fallegu, amerisku stúlkunni, ef hann hefði ekki lent í ósamlyndi við Drake, en það lagði þunga lóÖið í vogrskálina, og þó hann hefði gert þetta í reiði sinni, iðraðist hann ekki eftir það, því lionum þótti vænt um konu sína og var hreyk- inn yfir henni. En honum þótti líka mjög vænt um Drake og var montinn yfir honum, og hann varð glaður þegar kona hans sagði honum, að hún hefði fundiÖ Drake óg vildi bjóða honum til dagverðar. “Það er rétt,” sagÖi hann. “Mig langar til að sjá hann, þó hann sé sérlyndur maður. Eg lield þú kunnir vel við hann.” “Eg kann vel við hann,” hafði hún svarað. “Hann er svo laglegur — hann líkist þér svo rnikið — og hann er alls ekki montinn eða í- myndunargjarn, eins og flestir landar þínir.” “Ó, já — Drake er ekki svo afleitur,” sagði lávarðurinn, ‘ ‘ en hann er of mikið hneigð- ur til að fra eftir sínum vilja.” Lafdi Angleford hafði brosað — því hún þekti annan mann af ættinni, sem líka fylgdi sínum eigin skoðunum og vildi fá vilja sinn framkvæmdan í öllu. Hún beið eftir Drake í dagstöfunni, og rétti honum báðar hendur sínar svo alúðlega, að það hreif unga manninn. “Mér þykir vænt um að þér eruð kom- inn, ’ ’ sagði hún. ‘ ‘ Og frændi yðar er líka glað- ur yfir því. Þið ætlið líklega ekki að þræta — ætlið þið? Þið Englendingar eruð svo gefnir fyrir þrætur. Og eg held að hann hafi gigt núna, þó hann vilji ekki kannast við það — hann var svo afar gramur í morgun, þögar eg mintist á það.” Drake vonaðist eftir að frændi sinn hefði nú ekki gigtarkast. 1 sama bili kom lávarður- inn inn í stofuna, rétti Drake hendi sína og sagði eins glaðlega og hann hefði skilið við Drake kvöldið áður: “Nú, góðan daginn, Drake, hvernig líður þér? Mér þykir vænt um að sjá þig.. Þú hefir nú þegar kynst lafði Angleford. Er ekki kominri dagverðartími?” Drake leiddi lafði Angleford að borðinu. Þar voru ekki fleiri gestir, og máltíðin var mjög viðfeldin. Lafði Angleford talaÖi fjör- lega með mikilli sálargöfgi, eins og hún hefði séð heiininn frá öllum hliðum, og Drake fanst að hann hefði þekt hana í mörg ár. Það lá vel á greifanum, liann hlustaði með eftirtekt á sam- ræður þeirra, brosti til konu sinnar og talaði við Drake, eins og ekkert ósamkomulag hefði átt sér stað á milli þeirra. Það var alveg eins og áður fyr, og þegar Drake opnaði dymar fyrir lafðina, þegar hún gekk inn í dagstofuna, brosti liann niður til hennar kinkaði kolli, þegar hún leit spyrjandi á hann. Svo gekk liann aftur til sætis síns og kjall- aravörðurinn helti portvíninu frá Anglefords vínkjallara í glösin. , ' “Eg ætti nú ekki að smakka það,” sagði greifinn, “því eg hefi fundið til gigtarverkja í dag, en við þetta tækifæri—” Hann fylti aftur glasið sitt ogzýtti svo flösk- unni til Drake — kjallaravörðurinn var nú far- inn út. “Þú hefir þá fundið lafði Angleford í gær- kvöldi?” “Já, frændi, og eg vil nota tækifærið til að óf'ka 'þér hamingju; lafði Angleford er eins elskuleg og hún er fögur, og þú verður að leyfa mér að segja, að samkvæmt minni skoðun ert þú gæfuríkur maður.” Greifinn var auðvitað mjög ánægjulegur að útliti. “Þökk fyrir, þetta er fallega sagt af þér, Drake,” sagði hann, “einkum þar eð gifting mín breytir svo miklu fyrir þér.” Drake horfði á vindilinn sinn. “Eg hefi enga ástæðu til að kvarta, frændl, og eg kvarta heldur ekki. Þú hefðir getað gift ]>ig fyrir mörgum árum síÖan, og mig furðar það í rauninni. að þú skyldir-ekki gera ^að.” Greifinn umlaði eitthvað í skeggið. “Eg hefði naumast gift mig, ef þú hefðir ekki verið jafn þrjózkur heimskingi. Þú gerðir mig þrályndan. En þó að eg ekki iörist þess, sem eg hefi gert—nei, alls ekki—, þá máttu ekki arila, að eg sé ánægðnr með útlit framtíðar þinn- ar. Er þetta ekki gott portvín? Það gerir okk- ur að betri manneskjum. Nú hefir þú auðvitað enga von um arfinn—” ^ “Nei, sennilega alls enga,” svaraði Drake. “Þess vegna er sanngjarnt, að eg geri eitt- hvað fyrir þig.” “Þú ert mjög alúðlegur, frændi!” sagði Drake. Greifinn roÖnaÖi dálítið. “Heyrðu nú, Drake—eg verð alt af grun- samur, þegar þú ert svona rólegur. Eg varS mjög glaður, þegar lafði Angleford sagði mér, að þú ætlaðir að koma hingað í dag, og eg ákvað að gleyma því, sem fram hafði farið á milli okk- ar og breyta sanngjarnlega við þig. Eins og eg sagði—eg iðrast þess ekki að neinu leyti, að liafa gift mig—! Þú liefir séð lafði Angleford, svo þú getur skilið það, en eg vil samt ekki sleppa hendinni af þér. Eg vil ekki, að þetta þjái þig meira en nauðsynlegt er. Eg hefi liugs- að mikið um þetta efni, og eg skal segja þér hvað eg ætla að gera. Ó, gefðu mér meira portvín.” Drake fylti glas frænda síns, dreypti á sínu og beið svo eftir því, hvað frændi hans ætlaÖi að segja. “Auðvitað held eg áfram að gefa þér þá upphæð, sem eg hefi liingað til gefið þér, en-eg eé jiað nú, að undir Jiessum kringumstæðum er það of lítið. Mér gæti viljað eitthvað til—” “Eg vona þess innilega, að þér vilji ekkert éhapp til, frændi. sagði Drake. Greifinn umlaði aftur. “Nú, eg er nú ekki eins ungur og eg hefi verið, og eg gæti dottið af hestbaki eða eitthvað af því tagi, og þá yrðir þú í slæmum vandræð- um — því þú ert líklega búinn að eyða megninu af peningum móður þinnar?” “Já, allmiklu af þeim,” sagði Drake. “Eg ímyndaði mér þaÖ. En heyrðu nú, eg skal segja þér hvað eg ætla að gera, Drake. Þú veizt að lafði Angleford er stórrík; faðir henn- ar var miljóneri. Það leyfir mér að gera hvað eg vil við mína eigin peninga. Og ávo ætla eg að gefa þér tíu þúsund pund í árstekjur, Drake, —en með einu skilyrÖi.” Drake furðaði á þessu. Tíu þúsund pund um árið er stór upphfcð, og þó að greifinn væri ' afarríkur, hafði.Drake aldrei haldið að hann væri svo örlátur. Með tíu þúsund punda árs- tekjur getur maÖur lifað sældarlífi — jafnvel á Englandi. Drake hugsaði um skuldir sínar og alt livað liann gæti gert með þessari miklu upp- liæð, og hann varð yfirburða þakklátur. “Þú ert mjög góður, frændi,” sagði liann. “Þú gerir mig alveg hissa. . Hvert er svo skil- yrðið?” Greifinn flutti sig til á stólnum, dálítið óró- legur. “Heyrðri nú, Drake,” sagði hann, “eg hefi aldrei ásakað þig fyrir hegðan þína; eg veit að ungir menn eru oft eyðslusamir og að lífið sjálft verður að kenna þeim alvöru. Það er á þinni á- birgð en ekki minni; en nú finst mér kominn tími til þess að þú verðir reglusamur og stofnir þér þitt eigið heimili. Eg vil gefa þér þessa peninga með því skilyrÖi, að þú farir að búa. Þú ert heitbundinn ungri og fallegri stúlku, giftu þig og fáðu þér heimili, svo skal eg sjá um efnahag ykkar. ” Drake horfði fram undan sér. Hefði liann fengið þetta tilboð fyrir mánuði síðan, þá hefði hann þegið jiað; en nú var alt breyt. Þó liann hefði fengið hundrað þúsund pund í árstekjur, gat hann ekki -gifzt Lucy. “Eg er hræddur um—” byrjaði hann, en þagnaði. Greifinn starði á hann og fylti aftur glasið sitt með portvíni, sem var eitur fyrir hann. “Nú, við hvað áttu? Eg segi, að ef þú vilt stofna heimili og giftast Luce, skal eg gefa þér viðeigandi tekjur. Hvers vegna hikar þú, ertu ekki ánægður með tilboð mitt? Þarf eg að segja þér, að eg er ekki skyldugur til að gefa þér eitt einasta cent?” Lávarðurinn var orðinn rjóður og augun blikuðu — vínið liafði álirif á liann. “Eg veit það„” svaraði Drake svo rólegur, að frændi hans varð enn gramari, “ og eg er þér mjög þakklátur. Eg veit hvað tíu þsund punda árstekjur þýða, en eg held eg geti ekki sam- þykt þetta skilyrði.” “Við hvað áttu?” þrumaði greifinn. Fáeinar sekúndur reykti Drake þegjandi. PJestir menn mundu liafa sagt, að lafÖi Turf- leigh hefði rofið trúlofunina sökum hins breytta ásigkomulags hans; en Drake hafði heiðarjegar hegðanareglur gagnvart kvenfólki, og vildi ekki opinera Svik lafði Lucille. “Eg get því miður ekki gifst Luce,” sagði hann. v“Trúlofun okkar er rofin.” Greifinn þaut á fætur bálreiður. “Þú ættir að skamast þín jTfir sjálfum þér,” sagði hann. “Hún er ein af þeim feg- urstu stúlkum, sem eg þekki, og henni þótti vænna um þig en þúVerÖskuldar. Þú vilt ekki giftast lienni? Þú ert máske farinn að elska aðra?” Drake fór að verða gramur, en hélt fast við skoðan sína. “Eg skal segja þér hvað þetta er, Drake,” sagði greifinn. “Þið ungu mennirnir þessara tíma liafiÖ enga hugmynd um heiður. Ludíe er falle^ og ágæt stúlka í öllu tilliti, henni þótti vænt um þig og svo svíkur þú hana hiklaust; auðvitaÖ sökum einhverrar heimsku. En þetta get eg ekki þolað, skal eg segja þér. Eg held fast við mitt skilyrði. Þú giftist Luce og stofn- ar heimili, og eg gef þér peningan. Ef ekki—” “Mér þvkir þetta leitt, frændi—” byrjaði hann. M•• I • .V* timbur, fialviður af öllum Ny]ar VOrubirgðir tegundum, geirettur Og als- konar aðrir strikaðir tiglar, hurðir og gluggar. Komið og sjáið vörur vorar. Vér erum ætíð glaðir að sýna þó ekkert sé keypt. The Empire Sash & Door Co. -------------------Limltad........—.. HENRY AVE. EAST - WINNIPEG Automobile og Gas Tractor Sérfræðioga verður meiri þörf en nokkru sinni áður í sögu þessa lands. Hvl ekki að búa sig undir tafarlaust? Vér kennum yður Garage og* Traotor vinnu. Allar tegundir véla — L 'head, T head, I head, Valve in the head 8-6-4-2-1 Cylinder vélar eru notaðar við kensluna, einnig Vfir 20 raf- magnsaðferðir. Vér höfum einnig Aufcornobile og Tractor Garage, hvat oer getið fengið að njóta allra mögulegra aefinga. Skóli vor er *a eini, sem býr til Batteries, er fullnsegja kröfum tímans. Vulcanísing verkamiðja vor er talin að vera sú lang- fullkomnasta í Canada á allan hátt. Árangurinn af kenslu vorri hefir oss til mikillar ánægju sann- fært bæði sjálfa oss og aðra um að kenalan er sú rétta og sanna. —Skrifið eftir upplýsingum—ailir hjartanlega velkomnir til þess að skoða skóla vorn og áhöld. GARBUTT MOTOR SGHOOL, Ltd. City Public Market Building. CALGARY, ALTA. Komið til 5^4 King Street og skoðið ElectricWashing Machine Það borgar sig að leita upplýsinga City Light & Power 54 King Street Til bænda er selja rjóma! Vér getum nú boðið allra hæzta verð út í hönd fyrir rjóma og greiðum allan kostnað, er af flutningnum leiðir. Vér leggj- um osb í framkróka með að gera viðskiftavini vora ánægða; eigum líka í vissum skilningi hægra með það, þar sem vér fá- umst einungis við smjörgerð, og þrjátíu ára reynsla vor í þeirri grein ætti að gefa bændum hvöt til þess að senda rjóma sinn beint til THE MANITOBA CREAMERY COMPANY, LIMITED 846 Sherbrooke Street WINNIPEG - - - MANITOBA A. McKay, framkvæmdarstjóri Meðmæli Bank of Toronto “Rugl!” öskraði greifinn æstur. “Viltu eða viltu ekki?” “Eg get það ekki,” svaraði Drake rólegur. Greifinn stóð upp skjálfandi af reiði. “Þá hefi eg ekki meira við þig að segja!” hrópaði hann. “Eg hefi gert þér gjafmilt til- boð og að eins krafist þess, að þú breytir eins og göfugmenni Þér er þá alvara að neita þessu?” Drake var líka staðinn á fætrur. “Eg get ekki annaÖ, frændi,” sagði hann. “Gott’,, sagði greifinn ofsareiður. “Þá iiöfum við ekki meira að tala nm. Þú getur far- ið þína leiÖ og fylgt vilja þínum. En eg verð að segja þér—” “Ó, nei, segðu ekki meira, frændi,” greip Drake fram í næstum hrvggur. “Eg get ekki gert það, sem þú biður mig um. Guð veit, að eg skyldi gera það, ef eg gæti, en það er ómögulegt. En við skulum ekki þræta—” “Þræta! Eg cr eins kaldur og ís!” hróp- aði greifinn blóðrjóður af ilsku. “Eg segi að eins—” nú komu gigtarverkimir honum til að hljóða — “að þetta er svívirðilega brevtt af þér — svívirðilega. — Við skulum nú fara inn til kvenfólksins — eg á við lafði Angleford— ” “Eg held eg megi heldur biðja þig að af- saka'mig,” sagði Drake. “Það er gagnslaust að skaprauna lafði Angleford. Hún bað mig að koma liingað í góðu skyni, og liún verður hrygg, ef bún fær að vita að .okkur hefir ekki samið Eg ætla heldur að fara. Viltu afsaka mig gagn- vart henni?” , “Ef þú vilt,” svaraði greifinn. “En levfðu mér að segja þér, að mér finst þú vera—” “Stórt flón,” greip Drake fram í með raunalegu brosi. “Máske eg sé það; en eg get ekki breytt öðru vísi. Góða nótt, frændi.” Greifinn tautaði eitthvað, sem líktist “góða nótt”, og Drake fór út. Hann hefði átt að kveðja lafðina, en gerði það ekki, þó iiann kynni vel við kana. «

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.