Lögberg - 23.09.1920, Blaðsíða 4

Lögberg - 23.09.1920, Blaðsíða 4
Bl« 4 Enn um fargjalda- og flutnings hœkkun. Hækkun sú hin gífurlega, er járnbrautar- rá5ið í Ottawa úrskurðaði, vitanlega að undir- lagi Meighen-stjórnarinnar, á farþegja og flutn- ingsgjöldum í Canada, er í eðli sínu svo alvar- leg, að brá^nauðsynlegt er fyrir almenning að afla sér eins glöggra upplýsinga á málinu og fiekast má verða. Mótmælin, sem þegar hafa komið fram gegn þessu örþrifaráði járnbrautar- “meistaranna”, eru ekki gripin úr lausu lofti. Þau hafa stuðst og styðjast enn við þann ó- mótmælanlega sannleika, að C. P. R. félagið, stórgróðafélag, sem ekki þurfti neinnar bjarg- ar við, ber hæstan hlut frá borði, um leið og Þjóðeignabrautirnar, Canadian National Rail- ways, sem alt af hafa veyið á kúpunni í hvaða árferði sem um var að ræða, munu verða svo að segja jafn . ósjálfbjarga eftir sem áður. Stjórn þeirra brauta hefir nú ekki verið betri en það hingað til. Mótmælaraddiniar eru þegar orðnar bæði margar og háværár, þótt mest vitanlega að þeim kveði í Vesturlandinu, þar sem misréttið kemur áhveðnast í ljós. Flest blöð Vesturlandsins, sem nokkuð láta til sín taka, hafa mótmælt nið- urstöðu járnbrautarráðsiins hlífðarlaust. f síðasta tölublaJði Lögbergs birtum vér þýdda grein um mál þetta úr dagblaðinu Mani- toba Free Press, og til þess að gefa lesendum vorum enn skýrara yfirlit yfir afstöðu fleiri hinna stærri blaða, birtum vér hér greinar- stúf, er fjallar um sama efni og birtist fyrir skömmu í öðru Winnipeg blaði, The Winnipeg Evening Tribune: “Það er sízt að undra, þótt rignt hafi niður mótmælum til Ottawa stjórnarinnar út af niður- stöðu járnbrautarráðsins í sambandi við hækk- un farþegja og flutningsgjalda i Canada, er bætt hefir einni byrðinni enn á bogið bak alþýðu manna. — Þegar vér minnumst þessara auknu byrða, höfum vér ekki einungis í 'huga hinar beinu álögur, er hækkuninni fylgja, heldur og jafnframt þau óbeinu útgjöld, sem kaupmenn og aðrir verzlunarmiðlar væntanlega leggja á almenning í skjóli hækkunarinnar á flutnings- gjöldum, og búast má við að komi tilfinnan- lega fram í margfaldri hækkun á lífsnauðsynj- um fólks. — Þótt gert sé ráð fyrir að byrði þessi muni eigi nema meiru en eitt hundrað og fimm- tíu til tvö hundruð miljónum, mun mega gera sér vísa von um, að áður en öll kurl koma til grafar, verði hún orðin hér um bil tvöfalt það. “Er Canada þjóðin, undir núverandi kring- umstæðum, með öll þau feikna útgjöld, er þegar á henni hvíla, fær um að bera þessa viðbót? “Er það nokkuð undarlegt, þótt fólkinu hrjósi hugur við þessu fáránlega tiltæki járn-^ brautarráðsins og mótmælaraddirnar verði næsta háværar? “Það kom almenningi sjálfsagt ekki á ó- vörum, að farið yrði fram á einhverja hækkun á farþega og flutningsgjöldum um þessar mund- ir, en að gengið yrði svona langt, mun enginn hafa látið sér koma í hug. Hækkunin hefir, sem og eðlilegt var, vakið átakanlegastan óhug í Vesturlandinu og tekur heldur engan smáræðis skatt af uppskeru yfirstandandi árs. i'“Traust almennings á jámbrautarráðinu mim ávalt hafa verið næsta takmarkað, en auk- ist hefir það ekki við þetta síðasta afrek. — Spádómur Tribune er sá, að þessi síðasta á- kvörðun járnbrautarráðsins muni áður en h;ngt um líður valda því, að skift verði að miinsta kosti um monn, eða það verði að öðrum kosti lagt niÖur með öillu.” “Þeir sem fylgt hafa með samgöngumálun- um í Canada að undanförnu, munu þegar sann- færðir vera um, að það kemur ekki undir verk- svið járnbrautarráðsins að ákveða með hverj- um hætti tekjuhalla Canadian National braut- anna skuli mætt. Fram úr því getur enginn aðilji annar^réttilega ráðið, en sambandsþingið sjálft. “Það hefir ávalt verið eins víst og að nótt- in fylgir deginum, að tekjuhalli eigi all-lítill rnundi verða á þjóðeignabrautum þessum, sem eru til saman tuttugu og fjófar þúsundir mílna á lengd, víða án nokkurs samræmis, og hefði á eigi svo fáum stöðum betur verið ólagðar. Það mætti æra óstöðugan að fara að rekja sögu brauta þessara hér, hefir enda oft verið ræki- lega rakin áður. Fólkið alt í heild sinni verður í.ð bera ábyrgðina, sem af rekstri þeirra leiðir, LOOBS.RG, rLMTUDAGENN 23. SEPTEMÍ5ER 1920 — ekki að eins sá hluti þess, er flutningana mest notar, eins og sumir hafa haldið fram. “Ef til farþegja og flutningsihækkunai' kom, var C. P. R. félagið mælisnúran, sem miða átti við. Þarfnaðist félag það slíkrar feyki- hækkunar til að geta starfrækt brautir sínar og haldið öllu í góðu la^í ? Ef það þarfnaðist þess eigi, verður ákvörðun járnbrautarráðsins enn athugunarverðari. — Ástæður þær, sem C. P. R. færði fram í Ottawa hækkuninni til varnar, voru sannarlega ekki upp á marga fiska og munu hafa sannfært fáa um nauðsvn hennar. “Fáum mun nokurn tíma hafa það til hug- ar komið, að járnbrautarráðið væri því vaxið, að ráða viturlega fram úr máli þessu. Þegar menn bera saman nákvæmnina og fyrirhyggj- una, sem járnbrautarráð Bandaríkjanna jafnan befir sýnt í slíkum málum sem þessum, við ger- ræðisfálm þessarar eanadisku nefndar, þá finst manni ósjálfrátt Ottawa bruggið, vægast talað, nálgast skrípaleik. “Hafi það einu sinni að eins verið sam- bandsþingið eitt, er vald hafði til að úrskurða um á hvem hátt mætt skyldi tekjuhalla Þjóð- eignabrautanna—Canadian National Railways, sem vér teljum óhikað einu réttu skoðunjpa, þá hlýtur svo að vera enn. “Það verður því að sjálfsögðu þingsins verk, að bæta fyrir ranglætið, sem járnbrautar- ráðið hefir beitt þjóðina með þessari nýjustu og verstu ákvörðun sinni.” ---------o-------- Wilson forseti. Fyrir tveim árum var Wilson Bandaríkja- forseti hetjan, er mannúðar-augu samfélagsins litu upp til og tilbáðu sem mesta og líklegasta manninn til að ráða fram úr vandræðum þeim, er mannkynið horfði fram á í lok heimsófriðar- ins mikla. Afstaða Wilsons var skýr og ákveð- in og frumskilyrðin fjórtán, er hann setti fram í sambandi við alþjóðapólitíkina, sættu lítilli mótspymu og vöktu miklu fremur almennan fögnuð, með því að sál fólksins var þá enn eigi eins æst og raun hefir á orðið síðan. Hví hefir Wilson tapað þessu áliti? Hví hefir hið mikla verk, er hann tókst á hendur að vinna, eigi verið fullkomnað? Hví hefir heim- urinn og heimaþjóð forsetans snúið baki við þessum mikla manni og látið hann yfirgefinn? Svarið er ofur einfalt. Orsökin nákvæm- lega hin sama og sú, er kom Gyðingum til að hrópa fyrir meira en nítján hundruð árum: “krossfestu, krossfestu hann!” A leiðinni inn í Jerúsalem hyltu sálir hins frjálsa og ótrufl- aða fjölda Jesúm Krist sem frelsara óg konung, en fám dögum síðar var hann krossfestur sam- kvæmt yfirlýstum vilja sama fólksins.—Presta- höfðingjarnir og aðrir oddborgarar í Jerúsalem þóttust sjá að verldlegu veldi þeirra mundi hætta búin, ef Kristur lifði; þess vegna tóku þeir að æsa hugi fjöldans gegn honum, og þurfti árangursins ekki lengi að bíða. Hinir pólitisku óvinir Wilsons forseta vissu, að þeir áttu þar sem hann var ægilegan mótstöðumann, er gæti þá og þegar, ef honum væri leyft að hrinda úrlausnartilraunum sínum á stórmálunum í framkvæmd, lokað leið þeirra lil frekari velgengni. Þeir þeyttu upp pólitisku moldviðri út af stefnum þeim, er hann tók í sambandi við stríð- ið, og létu ekkert tækifæri ónotað, er verða mætti hugsjónum hans til ósigurs, eða að minsta kosti gæti tafið fyrir framkvæmdum þeirra í bráðina. Þeim tókst að gereyða markmiði hans í mörgum tilfellum og ófrægja hann í augum samtíðarinnar. Það er ekki einasta, að andstæðingar hans hafi borið á hann ósannar sakargiftir, heldur hafa einnig margir af hans eigin flokksmönnum orðið fyrir áhrifum óhróðursins og kiknað í knjáliðum, að því er við kom fylgi þeirra við foringja sinn. Wilson forseti er hundruðum ára á undan samtíðinni. Sagan mun eitt sinn minnast hans sem eins af sínum allra mestu mönnum. Hann er stjórnspekingur með vakandi mannúðarhug- sjónir, ©g hefði stefna hans um endurskipun beimsins orðið ofan á, mundu stríð í framtíð- inni að öllum líkindum hafa orðið útilokuð. Mesta áhugamál hans var stofnun Þjóðasam- bandsins, “League of Nations”, veröld friðar og bróðurkærleika fyrir allar komandi kyn- slóðir. (Ritstjórnargrein eftir G. J. Oleson, í Glen- boro Gazette. E. P. J. þýddi.) ---------o-------- Vér eigum sumar innra fyrir andann. Það er þegar farið að brydda á einkennum Manitoba vetursins, þó enn sé að vísu milt á daginn. — Kvöldin farin að verða svalari og morgnarnir líka. — Sléttuvindarnir hafa þurk- að lífið úr laufhjartanu, og þau laufin, sem enn loða við stöngulinn, eru visnuð og bleik, — hin fokin út í veður og vind. — Þíðviðrisskýin eru farin að hvítna upp,—taka á sig frumein- kenni vetrar. Áður en nokkurn varir, hefir mjöllin hulið ásjónu jarðar og fólkið valið sér stöðu umhverfis arineld. Margir eru þeir, sem kvíða fyrir vetrinum, og fer það að vönum. Fátæklingamir eru ekki fáir, sem litla útvegi sjá fram undan, til þess að geta borgað tuttugu og tvo dali fyrir smá- lest af kolum eða sextán dali fyrir eitt viðar- hlass. 1 augum þeirra er veturinn því veruleg- ur vogestur. — Veturinn er kaldrifjaður kon- ungur; hann fer ekkí í manngreinarálit, heim- sækir alla og þrýstir sama kalda kossinum á hverja tilver'ueind. — Víða eru áhrif hans brend með hitastraumum frá ofni, en annars staðar finst ekki kolablað, þótt leitað sé með logandi ljósi! Veturinn er hreinlyndur og fer ekki í launkofa með neitt; fólkið gengur því ekki gruflandi að hvað koma hans boðar. Þáð vðit, að hann er ekki mjúkur á manninn, en veit þó einnig á hinn bóginn, að hann hefir ávalt skilað á vorin mörgum grænum og gróðurhæfum teig undan mjallardyngjunni. “Það heldur velli, sem hæfast er”, sýnist vera kjörorð vetrarins. Hitt, sem dæmt er til ólífis, verður vitanlega að deyja. — Undir hug- arfari fólksins er það reyndar í flestum tilfell- um komið, hver áhrif vetrarins kunna að verða. Þunglyndu fólki verður veturinn sár hefndar- gjöf. En þeir, sem á mátt ljóssins trúa, hitna því meir innra, þess kaldara sem blæs. Þeir kvíða eigi komu vetrar, heldur taka fagnandi undir með skáldinu: “Vér eigum sumar innra fyrir andann, þótt ytra herði frost og kyngi snjó.” --------o-------- Þjóðasambandið og Pólland. Það er nú orðinn drjúgur tími síðan friðar- samningarnir í Versölum voru undirskrifaðir, en þó sýnist Norðurálfufriður enn þá vera óraleið í burtu. — Ófriðurinn milli Rússa og Pólverja hefir aldrei verið ískyggilegri, og í viðbót við það, berast þær fregnir, að Þjóð- verjar hafi um fimtíu þiisundir vígra manna reiðubúnar til að ráðast inn á Pólland. Firn mikil mætti það kallast, ef nýju óaldarstjórn- inni á Rússlandi yrði leyft átölulust með öllu að ganga á milli bols og höfuðs á jafn ágætri þjóð, sem Pólverjar eru, eftir alda-ranglætið, er þjóðflokkur sá hef-ir orðið að þola hvað ofan í annað. Tókst ekki friðarþingið á hendur að vernda sjálfstæði hins endurfædda Póllands? Er þjóðasambandið aðeins athafnalaus áhorfandi sorgarleiksins og hefst ekki að? Verði þjóðsambandið að eins hagsmuna- samábyrgð fárra ríkja, er hætt við a5 traust þess verði ekki langlíft hjá almenningi.—Heim- urinn bíður með óþreyju eftir afskiftum þess af stríðinu milli Rússa og Pólverja. Sá vonarneisti vakir þó hjá mörgum mönn- um, að Þjóðasambandið láti rækilega til sín taki í þessu efni áður en það er orðið um sein- an. Sú fré'tt berst nú líka, að fyrir milligöngu þess hafi sátt komist á milli Pólverja og Lithu- aníumanna, á þeim grundvelli sem það lagði fyrir J>ær þjóðir til samkomulags. En sem kunnugt er voru deilur upp komnar milli þess- ara þjóða og lá við að til stríðs leiddi milli þeirra, en sú liætta nú sögð um garð gengin fyrir milligöngu þjóðasambandsins. 0 --------0-------- Forsetaskifti á Frakklandi. Eins og getið er um á öðrum stað í blaðinu, hefir Paul JDeschanel, forseti franska lýðveldis- ins sagt atf sér embætti sökum heilsubilunar. Val hans til forsetatignar kom hinum póli- tíska heimi mjög á óvörum, með því að alment var búist við að Clemenceau, er um þær mundir gegndi yfirráðgjafa stöðunni, og ieitt hafði þjóðina til sigurs út úr eldraunum óíriðarins, mundi hreppa hnossið. En úrslitin urðu, sem kunnugt er þau, að Deshanel sigraði í kosn- ingunni, fékk talsvert mikinn meiri hluta at- kvæða í báðúm deildum þings. Hann er ljúf- menni í framgöngu og munu persónulegar vin- sældir fremur hafa ráðið kosningu hans, en stjórnmálahæfileikar. Deschanel er lærdóms- maður mikill og'nýtur góðs álits í heimi vísinda og bókmenta, en sem stjórnmálamanni hefir ekki þótt mikið að honum kveða. Óljóst er enn hver verða muni næsti forseti Frakklands; sjálfsagt ekki fáir er gjarna vildu hnossið hreppa. — Einn þeirra, sem lýst hefir þegar yfir því að hann sé í kjöri, er núverandi vfirráðgjafi Frakka, Alexandre Millerand. Hann er járnkarl mesti og harðsnúinn í hví- vetna, en íhaldssamur hefir hann ávalt þótt og bað svo mjög nú á hinum síðari árum, að fvlgi hans í binginu mun því nær eingöngu skorðað vera við “hinaöldruðu sveit” Það er því engan veginn óhugsandi að Mil- lerand tapi þegar til útnefningarinnar kemur og einþver annar Desjchanel. b. e. s. lítt þektur rtjómmálamaður verði næsti lýðveldis forseti Frakka. / •o Auður er bygður á sparsemi Ef þú þarft að vinna hart fyrir peningum þín- um, þá láttu paningana vinna hart fyrir þig. Sparisjóður vor borgar 3 prct. árlega og er vöxt- unum bætt við höfuðstólinn tvisvar á ári. THE DOMINION BANK NOTRE DAME BRANCH, W. H. HAMILTON, Manager. SELKIRK BRANCH, • - • W. E. GORDON, Manager. Stefanía Guðmunds- dóttir leikona, er væntanleg hingað um miánaSamótin. “Frú Stefanía kemur!” pessi setning hefir farið eins og logi um akur um allan bæinn. Allir þeir, sem hafa séð frúna á leiksviðinu, gleðjast yfir fregninni, jafnt og þeir, sem aldrei hafa orðið þeirrar ánægju aðnjótandi að sjá hina miklu list hennar. En þeirrar stundar bíða margir með óþreyju. Sá, sem þetta ritar, hefir séð frú Stefaníu í hennar beztu hlut- verkum, og orðið svo snortinn af hinni aðdáanlegu sálarlýsingu hinna mismunandi persóna, að það geymist með því bezta og full- komnasta úr heimi hinnar helgu ilistar. Síðan hefi eg séð heims- frægar leikkonur og leikara í vandasömum hlutverkum bæði í Evrópu, Bandaríkjunum og hér, og verð eg hreinskilnislega að játa, að engin þeirra hefir enn haft þau áhrif á mig sem frú Stefanía. pað eru einkenni sumra hér, að líta smáum augum á alt, sem að heiman kemur og um leið telja sjálfum sér trú um, að veruleg leiklist sé ekki heima í fámenn- jnu, því lífið sé svo tilbreytinga- lítið og þurlegt þar — samanborið við stórborgarlífið hér o. s. frv. En slíkar hugsanir eru að eins jnisskilningur, sökum þess fyrst og fremst, að helztu listamenn og Jeikarar heimsins hafa einmitt þroskast í smábæjunum og þaðan tfarið í stórborgirnar til þess að ná í ginnandi gullið, sem nafn lista- mannanna dregur að sér. En um leið hverfur alt það bezta og dýpsta úr insta eðli listarinnar — þá er gullkálfurinn dýrkaður— listin látin koma á eftir. Hversu margi eru það ekki í dollaraheim- inum, sem fleyta sér á nafninu einu saman, en fólki talin trú um að séu verulegir listamenn? Nei! — það eru einmitt og oft- ast smábæirnir, sem njóta listar- innar fyrst, á meðan þeir eru að ná viðurkenningu fólksins, kom- ast upp á örðugasta tindinn — ná írægðinni, en svo tekur Mammon við, og setur upp stór augu, — gleraugu, — og í gegn um það gler fáum við að horfa á þessar leikstjörnur, frægðin flýgur svo fjöllunum hærra að þessi og þessi hafi svo og svo mörg hundruð þúsund, eða miljónir dollara á ári hverju. í því er listin fólgin. Frú Stefanía er drotning leik- listarinnar á íslandi. par hefir Mammon ekki náð tökum, því það er ósvikin guðs gáfan, sem hefir skipað hásætið. Launin hafa peningalega verið engin, en heið- urinn og viðurkenning allrar þjóð- arinnar, sem hefir elskað hana og dáð, hefir gert starfið að áfram- haldi og eru nú rúm 25 ár síðan hún fyrst helgaði sig listinni. — pióðin sjálf hefir útvalið hana í ríki leiklistarinnar. Hún hefir verið mesti leikarinn. — Frú Stefanía hefir alt það sem full- Jfomin leikkona þarf að hafa: Tignarlega en látlausa framkomu, djúpan og glöggan skilning á sál- arástandi persónanna, óg málróm svo þýðan og hljómfagran, að hann einn vekur samúð og vinnur hjörtu alira manna. pað er mikið gleðiefni fyrir okk- ur, að fá slíkan gest, og enginn efi er á því, að hennar látlausa og innilega framkoma vinnur sér mörg þúsund vini hér megin álsins. Að endingu set eg 'hér hið á- gæta fagnaðarkvæði, sem sungið var á 25 ára leikafmæli hennar pftir okkar góðkunna skáld Guðm. Guðmundsson. pað kvæði ætti eins vel við fyrir okkur að syngja nú. Fagnandi heilsa þér hollvinir góðir, hillir og dáir þig Reykjavík öll, vaknandi Ijóðlistar vordís og móðir, viijinn þig flytur í gullstóli’ í höll. Höll, er í sóldraumum hugsjón vor eygir, hvolfþakta, gullroðna, sam- boðna þér, hðll, sem skal reist, þegar fausk- arnir feigir: fulltrúar volæðis, bæra’ ekki’ á sér. \ pröngt er og fábreytt hér sýn- inga-sviðið, samir ei framtíðar-draumanna borg, THE ROYAL BANK OF CANADA mælir með MONE Y ORDERS sem áreiðanlega og ódýra aðferð til að senda peninga alt að 50 dala upphæð Borganlegar án aukagjalds á sérhverjum banka í Can- ada (nema Yukon) og í Newfoundland. $5 og minna......3c. yfir $5, ekki yfir $10 6c. yfir $10, ekki yfir $30 lOc. yfir $30, ekki yfir $50 15c. Borgaður höfuðstóll og Viðlagasjóður 535,000,000 Allar eignir eru yfir $584,000,000 þar sem þú fyrir oss fram hefir liðið fögur sem drotning, í gleði og sorg. Látið oss hlæja og látið oss ' gráta, látið oss finna til breyskleika manns, látið oss sígildi listanna játa* ljósengla birt oss við svifléttan dans. $ pökk fyrir snildina í svipbrigð um, svörum, sumaryl hlýjum um veturkvöld 'byrst, þökk fyrir bláleiftrin, brosin á vörum, brennandi áhuga’ á torgætri list! Hugurinn byggir sér skrautsali skýja, skapraun þótt valdi, hve kongs lund er hálf. Ó, að vér lifðum að leikhúsið nýja listinni’ og þjóðinni vígðir þú s jálf! B. Bjömsson. ---------o--------- Wonderland. Eins og vant er verða myndirn- ar á Wonderland hreinasta af- bragð þessa viku og þá næstu. — Miðviku og fimtudagskvöld: “The Deadlier Sex”, stórhrífandi leik- ur, en á föstu og laugardagskvöld sýnir leikhúsið “The Smouldering Embers”. Að eins úrvals leikend- ur sýna list sína ’í hreyfimyndum þessum. Fær viðurkenningu. Miss Nora Sherwood, nemandi hr. Jónasar Pálssonar, hefir leyst af hendi kennarapróf í pianospili pið Canadian Academy of Music og hlotið hæstu einkunn, sem nokkur nemandi fékk í prófi því á þessu ári, 92 stig af 100, sem er hámarkið. Veitti hljómlistaskóli þessi Miss Sherwood heiðursstyrk til að stunda nám næsta ár við stofnun þessa; er styrkur sá veitt- ur að eins þeim nemanda einum í Canada, er beztan fær vitnisburð við nefnt próf.—Sjái styrkþegi sér einhverra orsaka vegna ekki fært að nota kensluboð þetta, getur hann valið um gullmedalíu. — Mr. Pálsson hefir; fengið bréf frá for- stöðumanni skólans þar sem hann tilkynnir honum þetta heiðursboð til Miss Sherwood. Mr. Jonas Palsson, 460 Viotor St. Winnipeg, Man. Dear Mr. Palsson. We have writtten direct to your pupil, Miss Sherwood, that she has been awarded a Scholarship of one year’s free pianoforte tui- tion in our institution under one of our principal teachers. If, for any reason, it should happen, that Miss Sherwood is un- able to come to Toronto and utilise this Scholarship then a Gold Medal \vill be awarded her. We have asked her to consult with you and let us know her de- cision. \W)th kind regards. ' Yours very truly, ALFRED BRUCE, Managing Director.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.