Lögberg - 23.09.1920, Page 6

Lögberg - 23.09.1920, Page 6
bu a LÖGBERG, FIMTUDAGINN 23^ SEPTEMBER 1920 íay<, Svefn Endymions. Kvöld eitt harla fagurt, er sólin var að hníga í vestrirtu, reikaði Selene um bakka Mæander ár- innar, og fanst henni hún aldrei áður á æfi sinni hafa litið fegurri sýn, en kyrlátan, skrúðgan dalinn, þar sem áin liðaðist eins og silfurband og, eyrarrósirnar spegluðust í úðadögginni. Hægra megin blasti við brött hlíð, þakin blómum og trjám. Vínviðurinn klifraði forvitn- islega upp eftir elmtrénu, en á milli dökku lauf- anna gægðusf fram myrkrauðar þrúgurnar. Selena spurði fólk er fram hjá gekk um nafn hæðarinnar og fékk að vita að hún var kölluð Latmos. Hún hélt áfram göngu sinni viðstöðulaust um skógarþyknið, er stundum luktist yfir höfði henn- ar, þar til hún að lokum komst alla leið upp á hæðina og gat litið þaðan yfir dalinn laugaðan í bjarma kvöldsólarinnar. Selena stóð höggdofa um hríð, undrandi yfir öllu því, er fyrir auga bar; slíka fegurð liafði hana ekki einu sinni dreymt um áður. Henni hafði aldrei til liugar komið, að nokkuð gæti fegurra verið en Mæander dalurinn, en nú sá hún þó af þessari nýju sjónarhæð nátt- úrudýrð, sem langt skaraði fram úr hinum marg- víslegu bugðum árinnar og klettaborgunum ein- keipiilegu, er henni oft hafði orðið svo starsýnt á. Það var dálítill nýr dalur, er blasti við í þetta sinn, og í miðjum botninum speglaðist krystalls- tært stöðuvatn, silfrað og gylt til skiftis í litbrigð- um hinnar hnígafídi sólar. Bakkarnir voru at- líðandi á alla vegu, skrýddir angandi skóglimi, og 'slúttu greínarnar langt fram á vatn. Það var eins og algleymisró hvíldi yfir öllu, ekkert blakt- andi lauf, enginn fugl á flugi! Að eins stór, græn drekafluga sveimaði makindalega um vatn- ið, meðan svaninn dreymdi í sefinu. 1 fegursta afkyma dalsins stóð veglegt marmaramusteri með hvítar stólparaðÍT, líkar gárum nýfallinnar mjall- ar. Frá musterinu lá gangstétt ger af marmara niður að vatninu og yfir henni fléttuðust saman pálmar, er mynduðu skrúðgræna hvelfingu. Beggja vegna við gangveg þenna mátti líta feg- urstu blómbeð, umlukt smára og fléttijurtum, en innan um alt þetta fjölgresi blönduðust mjúk- rauðar rósir, liljur\ og gæsablóm. Eitt var þar þó fegurra miklu en alt blóma og blaðaskrautið til samans; það var sofandi maður á gangþrepi marmaramusterisins og hét sá Endymion, er heima átti í dalnum dularfulla, þar sem aldrei varð storma vart og fjöllin réttu höfuð sín mót heiðum himni allan ársins hring. Þar sást aldrei regnþrungið ský, en heiðríkjan sjálf réði lofum og lögum.------Og þarna lá hann sofandi í kveld- kyrðinni. Selenu flaug fyrst í hug, að tæpast gæti hgr verið um lifandi mann að ræða, henni sýndist hann vera sjálfur líkur marmarasvæfl- inum, eða jafnvel helzt af marmara ger. Hún hélt niðri í sér andanum við sýnina og labbaði í hægðum sínum niður dalinn, þar sem Endymion svaf. 1 sömu svifum hneig sólin að baki fjall- anna, en kvældroðaglóðin varp purpurablæju um hlíðina og silfrað vatnið. Endymion vaknaði og sá Selenu standa skamt frá. Eftir stundarþögn tók Selena til máls: “Eg er á leiðangri um jörðina og má því líklegast ekki tefja/lengi. Komdu með mér, og skal eg þá sýna þér stærri vötn og margfalt fegurri dali.” En Endy- mion svaraði: “Frú! Boði þíhu get eg ekki tekið. Það geta vafalaust verið tiil stærri vötn og fegurri dalir en þessi; þó elska eg þenna kyr- láta stað þar sem aldrei dregur ský fyrir sól, öllu öðru fremur. Þú mátt ekki ætlast til þess að eg snúi baki við forsælulundum þessara dreymandi ti jáa, myrtusblómunum, rósunum, vatninli-vöggu hinna syngjandi svana, þar sem drekaflugan þen- ur vængina gullna og græna mót rísandi og hníg- andi sól —“ Selena þrábað hann um að koma með sér, en Endymion færðist undan og kvað sér eigi unt vera að hverfa frá jafn ijugþekku heimiili. Mælti Selena þá að lokum á þessa leið: “Nú verð eg að leggja af stað, og viljir þú eigi með mér koma legg eg það á þig, að þú skulir sofa á þessari sömu marmarastétt um alla eilífð.” Svo hvarf hún á braut, en jafnskjótt seig þungur höfgi á Endymion, hendurnar hnigu máttvana niður með hliðunum og innan fárra augnablika lá hann steinsofandi á stéttinni, en kveldgolan nývöknuð hjalaði við skóglimið á ómþýðu huldumáli og sveigði iilju- höfuðin blíðlega fram af vatnsbakkanum. — Þar svaf hann draumlausum svefni ajla þessa Ijúfu nótt á enda. Og þegar næsti dagur spenti fyrir kerru sólar, svaf hann enn. Það var óumræðileg töfrafegurð yfir dalnum í þetta sinn; andvarinn hlýrri en nokkru sinni áð- ur og vatnið enn þá spegiJskygndara. Drekaflugan græna flÖgraði kyrlátlega um- hverfis Endvmion, en hann opnaði aldrei augun. Svanurinn teygði úr hálsinum og skygndist upp yfir vatnsbakkann tLl þess að vita hvort enginn væri þar á ferli, hvort ekki væri von á fæðu eins og vant hafði verið. En Endymion svaf, og af þeim draumlausa svefni varð hann ekki vakinn. Og þarna lá hann dag eftir dag, vikur, mánuði, ár og aldir. En um sólarlagsbil á hverju kveldi, var Selena stödd á Latiman hæðinni og starði þaðan á Endymion, steinsofandi á marmarastétt- inni, þar sem krónur pálmanna hlúðu að á allá vegu. Þá var hún vön að segja: “Eg hefi refsað honum sökum þess, að hann vildi eigi snúa baki við heimili sínu, — Þess vegna sefur Endy- mion um alla eilífð í Latimalandi. ” Daphne. 1 Tempe dalnum , þar sem Peneios flótið liðast um rætur Olympiuhæðanna í áttina til sjávar, eyddi Daphne hin fagra hamingjuríkum bernskudögum. Frjáls eins og morgunsárið kleif hún bergsnasirnar til þess að heilsa fyrstu geislum hinnar rísandi sólar. . Hún fylgdi með augum sínum fákunum eld- legu, er Dagur keyrði sporum um himininn, og starði á eftir kerrunni gullroðnu, er hvarf að baki vesturfjallanna, þegar að kveldi leið — Daphne hoppaði um hæðir og dali líkt og léttfætt hind, frjáls og svifmjúk eins og vorgolan. Allar ungmeyjar í nágrenninu dáðu ástríki hennar og yndisþokka. En Daphne vildi sem minst mök hafa við mannlegar verur; höfðu þó margir prúðir sveinar kropið á kné fyrir henni og beðið hana um hÖnd og hjarta. Morgun einn harla fagran, er sólin helti steypi- baði glóandi geisla um foldina, stóð Daphne frá sér numin í hlíðum Ossafallsins og sá fyrir framan sig guðdómlega fagra mynd.-----Morgungeisl- arnir vörpuðu töfrljóma á andlitið, — hún vissi, að þetta var Phoebus Appollo. — Hann hljop léttilega í áttina til hennar og mælti: “Nú hefi eg þá fundið þig, barn morgunsins! — Mörgum öðr- um hefir þú vísað á bug, en frá mér skaltu aldrei að eilífu sleppa. Eg hefi leitað þín lengi, og nú skaltu verða brúður mín.” En sál Daphne var þrungin af þreki og einurð; hún stokkroðnði í framan og eldur brann úr augunum. “Eg þekki hvorki ást né þrældóm,” sagði hún. “Frjáls hefi eg eytt æsku minni milli fjalla og fljóta, og frelsi mitt sel eg engum í hendur, — nei, engum.” Þá vapð Appollo sótsvartur í framan af reiði og reyndi að hrifsa til meyjarinnar, en hún flýði sem á vindavængjum.—Um dali og hóla, hyrnur og og fljót, sveif Daphne, létt eins og lauf í haustblæ. En Phoepus Appollo færðist einatt nær og nær og að lokum tók mærin að þreytast. Þá fórnaði hún höndum og hét á gyðjuna Demeter til lið- veizlu, en gyðjan daufheyrðist við bænum hennar. Daphne kendi svima og titraði af þreytu, er hún nálægðist fljótið mikla, sem skreytti Thessalíu- slétturnar; — og itá var Phoebus kominn svo ná- lægt, að hún jafnvel fann á sig leggja ylinn af andardætti hans. Þá kallaði hún hárri röddu: “Faðir Peneios, tak móti barni þínu!” Svo steypti hún sér fram af fljótsbakkanum, en krist- allsöldumar lukust þíðlega saman yfir höfði hennar.---- Hún var horfin, — og Appollo iðraðist ávalt upp frá því eltingaleiksins við hina frjálsborau mey.. Sagði hann þá við sjálfan sig: “Með heimsku minni hefi eg refsað mér; — dagurinn hefir sviftur verið ljósi morgunsins. Héðan í frá hlýt eg að velkjast einn míns liðs til æfiloka.” — Eigi hafði hann fyr orðinu slept, en lárviður tók að spretta upp úr bakkanum, sem Daphne hafði steypt sér fram af í fljótið; en runnurinn sígræni með þétta laufklasann, geymir nafn hennar um ár og aldir. . --------o--------- Englavörðurinn. Á eynni Súmatra í Asíu bjuggu tómir heið- ingjar fvrir rúmum hundrað árum. Þá var kristni- boði frá Þýzkalandi sendur þangað, Asselt að nafni. Enginn kristinn maður hafði komið þang- að fyr í þeim erindum. Hann segir svo frá: “Það er ekki árennilegt að 'koma einn síns liðs til viltra og grimmra heiðingja. Maður skil- ur nú fyrst og fremst ekki eitt orð af því, sem þeir segja og á auðvitað hvergi höfði sínu að að halla. Af því þeir geta ekkert fengið að vita, hveraig stendur á ferðum manns og þeir sjá af litarhættin- um og öðru, að maður er langt að kominn, þá má lesa tortrygni út úr svip þeirra. Þeir ætla manni alt hið versta. Eg var nú þaraa meðal þeirra tvö fyrstu árin einn míns liðs, en þá kom blessuð kon- an mín til mín. Eg get ekki lýst því, hve mér og okkHr leið illa þessi fyrstu tvö árin; það fer alt af hrollur um mig, þegar eg hugsa til þeirra. Við vorum sí og æ umsetin af mönnum, sem höfðu illan hug á okkur og sátu, um líf okkar, og við vorum líka umsetin af ósýnilegum illum öndum, því þeg- ar minst varði kom að okkur svo mikil angist og 'kvíði um miðjar nætur, að við urðum að fara á fæt ur og krjúpa til bænar eða lesa orð Guðs, til þess að hrinda af okkur þessari ógurlegu angist, svo að við þyrftum ekki að standa á öndinni af ótta. Þegar tvö ár voru liðin, þá höfðum við vista- skifti og fluttum okkur lengra upp á eyna, því að ' þar var fyrir þjóðflokkur, sem ekki var eins viltur og þar fengum við hlýjari viðtökur. Þar bygðum við okkur lítið hús. Það var þrjú herergi, dag- stofa, svefnherbergi og ofurlítið gestaherbergi og þarna leið okkur dável, hjá því sem áður hafði verið. — Þegar við vorum búin að vera þarna fáa mánuði, kom til okkar einn af kunningjum okkar úr þeim bygðarlögum, sem við vorum í. Eg sat á bekk úti fyrir húsinu og hann settist hjá mér og fór að tala við mig um hitt og þetta; en loks segir hann: “Kennari góður! Eg ætla að biðja þig einnar bónar.” “Hvaða bón er það?” — “Mig langar til að sjá verðina þína augliti til auglitis.” — “Hvaða verði áttu við? Eg hefi enga verði. ”—“Eg á rið verðina, sem þú setur um húsið þitt á nóttunni þér til vanar.” — “En eg hefi enga verði,” sagði eg aftur, “eg hefi ekki nema tvo smádrengi, annar gætir nauta minna, en hinn matreiðir fyrir okkur. Þér getið nú sjálfur séð, að það væri lítið lið að að þeim vörðum.” Kunningi minn leit á mig með efablendni, eins og hann ætlaði að segja: “Verið þér nú ekki að þessu bulli, eg veit, að þér hafið aðra verði.” Síðan sagði hann: “Viltu lofa mér að fara um húsið þitt, til þess að leita af mér allan grun?” “Gjörið þér svo vel,” sagði eg hlæjandi, “leit- aðu bara, þú munt enga verði finna. ” Svo gekk hann um í húsinu og leitaði í hverj- um krók og kyma, hann leitaði undir rúminu og rótaði þar öllu til, en hann kom jafnnær til mín aft- ur. En nú fór eg að rannsaka málið og skoraði á hann að segja mér hvemig stæði á þessum vörð- um, sem hann hefði verið að tala um. Þá sagði hann: “Þegar þú komst fyrst til f okkar, kennari, þá var okkur meinilla við komu þína, vildum ekkert hafa saman við þig að sælda; við höfðum megnustu ótrú á þér, og héldum þú værir ekki allur þar sem þú ert séður. Svo tókum við okkur saman og ætluðum að taka ykkur hjónin ' af lífi. Um nótt lögðum við af stað heim að liúsi þínu í þessum tilgangi, en í hvert skifti sem við komum, stóðu tvær raðir af vörðum umhverfis liúsið alt um kring, með leiftrandi sverð í höndum, svo við þorðum ekki að ráðast til inngöngu í húsið. Við fórum þá til flugumanns nokkurs, — því að meðal þessara manna var fjöldínn allur af flugu- mönnum og launmorðingjum, sem létu kaupa sig til að ráðast að mönnum á næturþeli og mvrða þá — og spurðum hann, hvort hann vildi ekki gefa sig til að myrða ykkur. Hann hló að hugleysi okkar og mælti: “Eg óttaM engan djöful; eg skal brjót- ast gegn um varðliðið — það skal eg sýna ykkur”. Og svo lagði hann af stað eitt kvöldið hróðugur mjög og sveiflaði sverðinu yfir höfði sér og með honum fór fjöldi m^nna. En þegar við komum heim undir húsið, namum við hinir staðar, en lét- um flugumanninn fara einan síns liðs; að vörmu spori kom hann aftur á harða spretti og hrópaði: “Nei, ekki þori eg að brjótast inn í gegn um varð- hringinn; þar standa stórir menn, sterkir, þétt og þétt í tveimur röðum kring um húsið og það skín af vopnum þeirra eins og glóandi eldi. ’ ’ ‘<-Við'þetta hurfum við alveg frá því ráði ai svifta yður lífi. En segið.mér nú, kennari, hvar eru verðirnir, hafið þér aldrei séð þá?” “Nei, eg hefi aldrei séð þá.” Og konan yðar ekki heldur?” “Nei,” “ Jæja, en við höfum þó allir séð þá. Hvernig stendur á þessu?” Eg gekk þá inn og sófti biblíuna mína. Eg lauk henni upp, hampaði henni framan í hann og mælti: ‘ ‘ Sko, þessi bók er orð vors volduga Guðs, og þar lofar hann því, að hann skuli vemda oss og varð- veita óg því loforði hans trúum vér staðfastlega: þess vegna þur/um við ekki að sjá verðina, en þér trúið ekki; þess vegna verður hinn máttugi, mikli Guð1 að sýna ykkur verðina, til þess að þér getið líka öðlast trúna.”—Heimilisblaðið. —--------o-------- Kangaroo þulan. Ekki var Kangaroo, karlskepnan, frá upphafi því líkur í sköpulagi, sem nú er hann, heldur alt annar, með fjórum stuttum fótum. Grár var hann og í mörgum reifum og sérlega stór upp á sig; hann dansaði á útbroti í miðri Ástralíu og fór til hins Litla Goðs Nqa. Hann fó.r til Nqa klukkan sex fyrir árbít og sagði.: “Gerðu mig öllum öðrum skepnum ólíkan, um miðaftan í dag.” Upp hljóp Nqa úr seti á sandbala og hrópaði: “Farðu í burtu!” Grár^var hann og í mörgu reifum og sérlega stór upp á sig; dansaði á bergstalla í miðri Ástr- alíu og hann fór til Nquing stundu fyrir dagmál og sagði: “Gerðu mig öllum öðrum dýrum ólík- an, gerðu mig líka dásamlega vinsælan um miðaft- an í dag.” Upp hljóp Nquing úr holu sinni í broddpunt- inum og hrópaði: “Farðu urtu!”. Grár var 'hann, í mörgum reifum og sérlega tór upp á sig, dansaði á sandöldu í Miðri Ástralíu, hélt til Stóra Goðs Nquong og sagði: “Gerðu mig öllum skepnum ólíkan; gerðu mig vinsælan og dæmalaust. eftirsóktan um mið- aftan í dag.” Upp hljóp Nquong úr baði'smu í saltgryfju og hrépaði: “ Já, það skal eg gera.” Nquong kallaði á Dingo — Gula-Rakkann Dingo — síhungraðan, rykugan í sólarbeizkjunni, og sýndi honum Kangaroo. Nquong mæltí: “Dingo! Yaknaðu, Dingo! Sérðu þessa skepnu, dansani á öskuhaugnum? Hún vill verða vinsæl og í sannleika elt og eftirsókt. Dingo, veittu henni' viljann sinn.” Upp hljóp Dingo — Guli-Doggur-Dingo — og sagði: “Hvað, þessi kisuhéri?” Og Dingo tók til fótanna, — Guli-Doggur- Dingo —- síhungraður, glottandi éins og kola- hólkur —• og tók að elta Kangaroo. Og Kangaroo tók til fótanna, fjögra smárra fóta, eins og héri. Hér endar fyrsti þáttur þulunnar, ljúfurinn ljúfi” Kangaroo ólmaðist jTir áuðnir, fór í fleng yfir fjöll, fór í spreng yfir saltgryfjur, rann yfir reyrbeð, böðlaðist yfir blágóma, þaut sem píla yfir puntstrá; rann þar til hann verkjaði í fram- fætur báða. Hann mátti til! Enn þá hljóp Dingo — Guli-Doggur-Dingo — síhungraður, glottandi eins og rottugildar, aldrei komst hann nær, aldrei færðist hann fjær — hljóp á eftir Kangaroo. Hann mátti til! Enn þá hljóp Kangaroo — karlskeppan, Kan- garoo. Trítlaði gegn uin ti-tré, geysaði gegn um mulga, hljóp gegn um hágresi, lyftist yfir lággresi, Iiljóp gegn um hvarfbauga Hafurs 'og Krabba, hljóp þangað til hann verkjaði í framfætur báða. Hann mátti til! Enn hljóp Dingo — Guli-Doggur-Dingo — soltnari og soltnari, glottandi eins og bóga-ok, aldrei komst hann nær, aldrei drógst hann aftur úr, og loks varð fyrir þeim fljótið Wallgong. Nú, nú, engin var brúin, engin var ferjan og Kangaroo vissi ekki hvernig yfir skvldi komast, svo hann stóð í alla fætur og hoppaði. Hann mátti til! Hann hoppaði gegn um gfindur, hann hopp- aði gegn um sindur, hann lioppaði yfir auðnirnar inst inni í Ástralíu. Ilann hoppaði eins og Kangaroo. Fyrst hoppaði liann eina alin, síðan stökk hann þrjár; svo stökk hann fimm álnir, og alt af styrktust fæturnir, alt af lengdust fæturair. Eng- in voru umsvif til hvíldar, eða matar, þó í hvort- tvegga langaði liann stórlega mikið. Enn þá hljóp Dingo — Guli-Doggur-Dingo—, lionum var ekki oi'ðið um sel og soltinn var hann líka og furðaði sig mest á því, livað í veröld eða úr kæmi Kangaroo skepnunni til að lioppa. Því að liann hoppaði eins og Cricket; eins og baun í potti, eða nýr togleðurshnöttur á gólfi þar sem börn leika sér. Hann mátti til! Hann hélt framfótunum að bringunni og hoppaði á afturfótunum og stakk við halanum til að styðja sig, og hann hoppaði niður Darling Downs. Hann mátti til! Enn þá hljóp Dingo—Þreytti-Doggur-Dingo, — soltnari og soltnari og vissi ekki hvaðan á stóð veðrið og hugsaði með sjálfum sér: hvenær í ver- öld eða úr sú skrítna skepna Kangaroo mundi liætta. Þá kom Nquong úr baði í saltgryfju og sagði: “Nú er klukkan fimm.” Niður settist Kangaroo, rétti frá sér róuna, eins og mjólkur stól að baki sér og sagði: “Búið er þetta, og fegin er eg!” Þá sagði Nquong, sem alt af er vel siðaður: “Hví þakkarðu ekki Gula-Rakka-Dingo fyrir það, sem hann hefir gert fyrir þig?” Þá sagði Kangaroo — þreytti, gamli Kanga- roo: “Hann hefir elt mig úr átthögum mínum; hann hefir elt mig, svo að eg misti máltíða; hann hefir breytt mínu sköpulagi svo að eg verð aldrei sjálfum mér líkur, og hánn hefir leikið lappiraar á mér hræðilega.” Þá sagði Nquong: “Kannske mér hafi mis- hevrzt, en baðstu mig ekki að gera þig öðrum skepnum ólíkan, og líka að gera þig trúlega eftir- sóktan? Og nú er kominn miðaftan.” “Já,” sagði Kangaroo. “Eg vildi það væri ósagt. Eg hlt þú mundir gera þqð með yfir- söngvum og fjölkyngi, en þetta er gráleg gletni.” “Gletni!” sagði Nquong, úr baðinu í blágóm- um. ‘ ‘ Segðu það aftur. Þá skal eg kalla á Dingo og láta hann elta þig þangað til af eru framfæt- urnir.” “Nei,” sagði Kangaroo. “Eg verð að biðja afsökunar. Fætur eru fætur og þeim þarftu ekki að breyta mín vegna. Eg vildi ekki annað gera, en útskýra fyrir þínu herradæmi, að eg hefi ekki bragðað mat frá því í morgun, og eg er alveg inn- antómur.” “ Já,” sagði Dingo — Guli-Doggur-Dingo —, “Eg er alveg eins. Eg hefi gert hann öllum öðr- um ólíkan, greyið—, en-hvað fæ eg í kvöldskatt- inn?” Þá sagði Nquong frá baði sínu í saltgryfju: “Komdu og spyrðu mig að því á morgun, því nú ætl eg að fá mér bað. ’ ’ Svona stóðu þeir í miðri Ástralíu, Kangaroo og Guli-Doggur-Dingo, og kendu hvor öðrum um.

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.