Lögberg - 30.09.1920, Blaðsíða 6
Bl». 6
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 30. SEPTEMBER 1920.
Launcelot of the Lake.
, Framh.
Eftir að Sir Lancelot skildi við einsetumann-
inn, reið hann í marg'a daga í gegn um þjkkan
skóg, en engin æfintýri komu fyrir hann á þeirri
leið lík þeim, er fyrir hann höfðu komið áður.
Svn var það kveld eitt, að hann kom að vatni
einu miklu, og sökum þss að hann var orðinn ferð-
lúinn, sté hann af hesti sínmu og lagðist til hvíld-
ar á vatnsbakkanum og sofnaði, og í svefninum
heyrði liann rödd, sem sagði: “Lancelot, stattu á
fætur, tak herklæði þín og hhltu leiðar þinnarninz
fyrir þér verður skip, sem þú skalt fara út í.”
Sir Lancelot hrökk upp af svefni við rödd
þessa, tók hest sinn og vopn, sté á bak og reið með
fram vatninu þar til að fyrir honum varð skip, er
stóð nppi í fjörunni. Hann sté út í skipið eins og
fyrir hann var lagt, og undir eins og hann var
kominn um borð var skipinu hrint á flot, á hvern
hátt, um það hafði Sir Lancelot enga hugmynd.
Eftir að skipið var komið á flot, rann á góður byr,
og sigldi ihann fyrir honum marga daga. Enga
lifandi veru sá Lancelot á skipinu auk sín, en samt
voru öll nauðsynleg verk afgreidd á skipinu og
allar nauðsynjar fram reiddar.
Afj síðustu nam skipið sta^ar fram undan
kastala einum miklum, um miðja nótt. Sir Lance-
lot beið ekki morguns á skipinu, heldur sté hann á
land með sverð í hendi tafarlaust.
Þegar á land kom, sá hann gagnvart sér hlið
eitt mikið og var það opið. Engir menn héldu þar
vörð, en tvö Ijón stóðu á verði við hliðið, og bjóst
Iancelot tafarflaust til þess að vega að þeim með
sverði sínu. En áður en hann náði til þeirra, var
sverðið slegið úr hendi hans, og hann heyrði rödd
er sagði: “Ávalt treystir þú betur mátt þínum
og megin en skapara.”
Með sárri blygðun tók Lancelot upp sverðið
og stakk því í skeiðin, gekk svo að hliðinu og inn
um það, því ljónin véku úr vegi fyrir honum. —
Þegar Sir Lancelot kom í kastalann, furðaði hann
sig á, að allar hurðir stóðu opnar, nema ein, er
var harð lokuð, og gat Sir Lancelot með engu móti
opnað hana, hvernig sem hann reyndi.
Efjár dálitla stund barst til eyma Sir Lance-
lots hljómþíður liátíðarsöngur úr herberginu
læsta, og hann fann í hjarta sínu að hann hafði að
lokum fundið bikarinn heilaga, svo hann kraup á
kné í auðmjúkri bæn um, að sér mætti veitast náð
til að sjá helgidóm þann, er hann hafði verið að
leita að.
Samstundis lukust dyrnar að herberginu
læsta upp og út um þær streymdi ljósbirta svo
mikil og dýrðleg, að Sir Lanoelot hafði aldíei séð
annað eins áður. Sir Lancelot bjóst til að ganga
inn í herbergið, en áður en hann fékk ráðrúm til
þess, heyrði hann rödd sem sagði: “Stiltu þig,
Sir Lancelot,” og hætti hann þá hryggur við það
áform sitt. Og þaðan sem hann kraup, all-langt
frá dyrum hins undursamlega herbergis, sá hann
borð úr silfri, og á því stóð bikarinn helgi, og var
rauð silkislæða yfir hcmum.
Þegar Sir Lancelot sá bikarinn, sem hann svo
lengi leitaði að, varð gleði hans svo rnikil að hann
gætti ekki aðvörunarinnar er hann hafði fengið,
heldur gekk inn í herbergið og nálgaðist borðið,
sem bikarinn stóð á.. En þá laust niður á milli
hans og borðsins ljósglampa svo björtum, að
Laneelot féll flatur til jarðar. Þar lá hann og
mátti sig hvergi hreyfa, og ekki gat hann heldur
gefið neitt hljóð frá sér. Hann var sér þess eins
meðvitandi, að honum var lyft upp og að hann var
borinn ut úr lierberginu. /
í tuttugu og fjóra daga lá Sir Lancelot í
dvala, og þegar hann raknaði við, sá hann menn
þá er höfðu hjúkrað honum standa yfir sér. Þeir
veittu honuin hressingu, færðu honum ný og hrein
föt, og færðu hann til konungs eins gamals, er
Pellas hét og sem réði fyrir kastala þeim, er þetta
fór fram í og sem Sir Lancelot hafði legið í.
Konungur þessi tók forkunnar vel á móti Sir
Lancelot, því að orstír hans hafði borist konung-
inum til eyrna. Konungur talaði við hann um
leit hans og annara riddara að bikarnum helga,
því Pellas konungur var fróður um margt o^ bar
gott skyn á menn.
Eftir fjögurra dagá dvöl hjá Pellas konungi,
kom hann að máli við Sir Laneelot, og bað hann
að halda til hirðar Arthurs konungs, “þvf leit þín
er enduð, og alt er þú fær® að sjá af bikarnum
helga, hefi£ þú nú séð,” sagði Pellas konungur.
Svo Sir Lancelot hélt heimleiðis hryggur í
huga yfir synd þeirri, er stóð honum í vegi fyrir
að fá að sjá bikarinn helga skýrar en raun varð
á. En þakklátur var hann í hjarta sínu til guðs
fyrir það, sem hann hafði fengið að sjá. Og eftir
nokkurn tíma kom Sir Lancelot til Camelot og
sagði Arthur konungi frá því, sem fyrir sig hefði
borið.
Nú víkur sögunni aftur til Sir Galahad, að
hann fór vfða og lenti í ýmsum æfintýrum. Svo
var þa^ kveld eitt, að hann kom til einsetumanns
nokkurs Og beiddist gistingar, sem honum var
greiðlega veitt. En um kveldið, þegar einsetu-
maðurinn og Sir (íalahad sátu og töluðust við, var
barið á dyrnar. Var þar komin mær ein, er vildi
ná tali af Sir Galahad. Sir Galahad stóð upp
og gekk til dyra, en þegar hann kom út, ávarpaði
mærin hann á þessa leið: “Sir Galahad, her-
týgjast þú, tak hest þinn og fylg mér.”
Sir Galahad gjörði eins^ og fyrir hann var
lagt og reið með mejmni, unz þau komu að sjó
fram þar sem fagurt skip lá við akkeri. Mærin
benti Sir Galahad á skipið og sagði honum, að
hann yrði að fara út í það. Að svo mæltu kvaddi
hún hann og hélt leiðar sinnar.
Þegar Sir Galaliad kom út í skipið, mætti
hann þar riddurunum Sir Bo<rs og Sir Percivale,
og varð þar fagnaðarfundur.
Eftir að Sir Galahad var kominn um borð v
skipið, leið það á stað fyrir hægum byr, og nam
ekki staðar fyr en við kastalann, sem Pellas kon-
ungur réð fyrir; þar stansaði skipiö og fóru ridd-
ararnir á land og á fund konungs, er tók vel á
móti þeim, og um kveldið, er þeir Pellas konungur
sátu til kveldverðar í kastalanum, fyltist herberg-
ið, sem þeir voru f, með yfirnáttúrlegri birtu, og í
þeirri birtu sáu þeir bikarinn helga. Þó ekki með
berum augum, því hann var hulinn hvítum silki-
slæðum.
Við sýn þessa urðu mennirnir næsta glaðir,
en í gleði sinni hevrðu þeir rödd sem sagði: * ‘ Þið,
riddarar mínir, er eg hefi kosið, þið liafið nú séð
bikarinn heilaga í þoku. Haldið áfram ferð ykk-
ar til Sarras borgar, og þar mun hann birtast ykk-
ur skýrar.”
En í borginni Sarras átti Jósef.frá Arimatea
lengi heima og kendi þar kristna trú, áður en hann
flutti til Bretlands.
Svo Sir Galahad og Jélagar hans héldu ferð
sinni áfram, og eftir langan tíma komu þeir til
hinnar tilteknu borgar, Sarras.
Fyrir borg þeirri réð konungur einn heiðinn,
er Estorause hét, og lét hann taka þá fasta og
kasta í myrkvastofu, þar sem þeir sátu í tólf mán-
uði; en að þeim liðnum dó konungur þessi, sem var
hinn grimmasti harðstjóri.
Eftir dauða Estorause konungs komu máls- ■
metandi mennirnir úr þeim parti landsins, sem
hann hafði ráðið yfir, saman á fund til þess að
velja nýjan konung yfir fólkið, og meðan þeir sátu
á ráðstefnu, heyrðu þeir rödd, sem bauð þeim að
taka sér til konungs yngsta manninn af riddurun-
um, er Estorause konungur hefði látið kasta í
myrkvastofu.
Landsmenn fóru undir eins til fangelsisins og
létu riddarana þrjá lausa og tóku Sir Galahad sér
til konungs, eins og röddin hafði boðið þeim.
Þannig var aðdragandinn að þ\ú, að Sir Gala-
had var gerður konungur í hinni frægu Sarras-
borg í hinni fjarlægu Babylon.
Eitt ár hafði hann setið að völdum, þegar
hann og félagar hans, Sir Bors og Sir Percivale,
gengu til tíða á drottins degi einum í kirkju eina ^
litla þar í borginni og sérstaklega var bænahús
konungsins, Sir Galahad.
Þegar þeir komu inn í kirkjuna, sjá þeir mann
einn í biskupsskrúða á bæn við altari kirkjunnar
og alt í kring um hann voru hvítklæddir englar.
Biddararnir krupu sjálfir niður, þar sem þeir
stóðu, með lotningu og ótta.
En þeir höfðu ekki fyr gjört það, en maður-
inn í biskupsskrúðanum sneri sér að þeim og
mælti: “Eg er Jósef frá Arímatea, og eg er kom-
inn til þess að gjöra ykkur mögulegt að sjá bikar-
inn helga með berum augum.”
Og undir eins og hann hafði slept orðinu, Ijóm-
aði birtg undursamleg í kirkjunni og í þeirri birtu
sáu þeir bikafinn helga skýrt og greinilega.
Þeir Sir Bors og Sir Parcivale urðu utan við
sig. Þegar þeir þeir náðu sér aftur risu þeir á
fætur, en þá var hinn heilagi Jósef og bikarinn
undursamlegi horfinn sjónum þeirra Þeir litu f
kring um sig og sáu að Galahad konungur var
ekki staðinn á fætur. Þeir gengu til hans og var
hann örendur, þvú þegar hann sá bikarinn, hafði
hann beðið Guð að taka sál sína, því þrá sfn í líf-
inu hefði verið upjifylt, og var sú bæn hans veitt af
alföðumum.
Galahad konungur var elskaður og virtur af
öllum og því varð sorg mikil við fráfall lians.
Eftir að lík hans hafði verið lagt til hvíldar
í hinni Jjarlægu borg, kastaði Sir Percivale vopn-
um. sínum og herbúnaði og gjörðist ^iunkur og
lifði heilögu lífi þar til tveim árum síðar að hann
dó líka og var jarðaðjur við hlið Galahads kon-
ungs.
Eftir það undi Sir Bors sér ekki í borginni,
heldur tók hann vopn sín og herklæði og sté á skip
og tók Bretland eftir langa sjóferð. Á Bretlandi
fékk hann sér hesta, og létti ekki ferð sinni fyr en
hann kom til Camelot, þar sem Arthur konungur
og riddarar lians tóku á móti honum með opnum
örmum, og þóttust liann úr helju heimt hafa.
Sir Bors sagði frá því, sem fyrir sig og fé-
laga sína hefði borið á ferðalaginu, og þótti öll-
um sem á hlýddu mikils um vert.
Og Arthur konungur lét kalla til sín ritfær-
ustu mennina í ríki sínu og lét þá skrifa upp í
eina stóra bók æfintýri þeirra riddara, sem fóru
að leita að bikarnum lielga, s\ro þau gleymdust
ekki, heldur lifðu sem ódauðlegur vottur um hug-
arfar og hugrekki riddara hans um allar aldir.
-----------------------o--------
Leto og Appollo.
Leto hin fagra hraktist sorgbitin land úr
landi, þv5 ekkert ríki vildi veita henni heimili, þar
sem hún gæti lifað í friði og ró. — Frá Crete til
Aþenu, frá Ægina til Pelion og Atlios hæðanna,
um allar eyjar Ægea-hafs, Skyros, Imbros. Lem-
nos og Ohios hröklaðist þessi göfuga kona án þess
að eiga nokkurs staðar höfði sínu að að halla.
Arangurslaust bað hún hvert landið á eftir öðru
að vreita sér viðtöku, þar til hún að lokum kom
þreytt og mædd til eyjarinnar Delos. Kvaðst hún
skyldi hefja eyland þetta til ódauðlegs vegs, ef
hún mætti eyða þar æfi sinni í friði. Hún brýndi
róminn og sagði: “Hlustaðu á mál mitt, þú eyja
hins myrka hafsP Viljir þú veita mér friðsælt
heimili, munu allar þjóðir flykkjast til þín og
gull streyma að þér úr öllum áttum, því hér skal
fæðast Phoebus Apollo, hinn mikli lávarður ljóss
og Kfs; mun hingað sækja fólk úr öllum álfum til
þess að læra að þekkja meistarann óg vinna hylli
hans. Delog svaraði: “Fögur eru fyrirheit þín
og ganga þau mér til hjarta, en það er á orði haft,
að svo mikill muni verða máttur Apollos, að ekk-
ert jarðneskt fái staðist hann. Eyjan mín er
hrjóstug og grýtt og liefir fátt það til síns ágætis,
er jafnvel gæti dregið að sér athygli velkomnustu
gistivina þeirra, ör mig heimsækja.
“Þess vegna óttast eg, að Apollo muni fyr-
irlífa þenna hrjóstuga hólma minn og leita til
meiri landa og fegurri, þar sem hann geti reist
veglegri musteri og leitt þá hina mörgu, er þang-
að koma til að veita honum lotningu út með stór-
mannlegri gjöfum.” En Leós sór við hið Myrka
vatn Stvxfljótsins, við himininn heiðan og hina
breiðu jörð, að á Delos skvldi standa skrín hins
volduga Phoebusar og á altari hans mundu
brenna dýrar fórnir allan ársins hring. —
Þannig fékk þá Letos heimili á þessari fögru
Delosey, og þar fæddist Phoebus Apollo. — Fögn-
uðurinn meðal hinna ódauðlegu guða, er á Olymp-
us dvelja, varð óumræðilega mikill og jörðin hló
mót sófbrosandi himni.
Þá var ApoIIo reist veglegt musteri á Delos,
og þangað streymdi mikill fjöldi fólks að sýna lá-
varði Ijóss og lífs lotningu, og bera fram dýrlegar
brennifórnir á altari hans.—•
-------—o--------
. Phaetinn:
I hinu gullna húsi, sem Hephæstos hafði
málað og skreytt með snilli sinni, starði Helios á
Phaethon hinn undurfríða son sinn; sagði hann
þá við móðurina Clymene, að aldrei hefði neitt
dauðlegt barn jafnast á við svein þenna að fegurð.
Phaethon hlýddi á mál þeirra og hjarta hans»
fyltist ofmetnaðar. Ilann gekk fyrir hásæti föð-
ur síns og sagði: “Ó, þú, faðir minn, sem dvelur
í öllum þessum töfraljóma! Mér er sagt, að eg
sé sonur þinn, en í hverju getur það sýnt sig,
meðan eg hýrist XJiúsi þessu án mannvirðinga og
frægðar? Veit mér eitthvað það virðingarmerki,
er sýna megi alþjóð hverrar ættar eg sé.” —
Helios bað hann mæla og sór að uppfylla
hverja hans ósk. Þá mælti Phaethon: “Eg vil
mega stýra vagni þínum hinum eldlega uln heiðan
himininn. Skipaðu Horæ að hafa fákana til taks
um þær mundir, er Eos tendrar hin fyrstu titrandi
• blys á himinhvelfingunni. ” En hjarta Helios varð
gripið af ótta; hann vildi fá leyfi sveinsins til
jiess að taka orð sín aftur. “Ó, Phatheon, þú
fagra barn Clymene! Hverjum sveini ert þú feg-
urri, en dauðlegur ertu engu að síður, og fákar
Ilelios láta ekki að stjórn nokkurs jarðnesks
meistara.” En Pliaethon lét sem hann.heyrði eigi
orð föður síns, en flýtti sér alt hvað hann orkaðr
til Horæ, er gætti Iiinna eldlegu fáka. “Búðu Heli-
os-vagninn til farar í snatri, því í dag hefi eg á-
kveðið að aka um himininn í stað föður míns. Hin
fagurhára Eos varpaði fyrstu töfrageislunum
um fölvan morgun-himininn, en Lampetie rak
hjarðir Hélis til beitar á Ijósgrænt engið um
leið og Horæ lagði aktygin á fáka sína og spenti
fyrir. Phaethon stökk upp í vagninn, lirifsaði
taumana, en fákamir þutu af stað um hæðir heið-
' blámans með þvílíkum feikna hraða, að lijarta
Phaethons fyltist skelfingar og tagmarnir skulfu
í höndum hans. Hraðinn varð stöðugt meiri og
meiri, fákarair æstari og æstari, þar til að lok-
um þeir steyptust út af veginum, er lá til Hes-
perian lands, og alt af færðust þeir nær og nær
jörðu. — Logarair urðu stöðugt ákafari, trén
hneigðu til moldar visnaðar* krónurnar, grasið
skorpnaði í hlíðunum og árnar þornuðu með öllu
í farvegum sínum, en kolbikaðir gufustrókar brut-
ust fram úr iðrgm jarðar með dynkjum og
gneistaflugi. — J^rðin sýndist eins og bikuð lík-
kista, allsstaðar lágu deyjandi menn á sviðnum
sléttunum. Þeir störðu upp í gulan himininn, í
vori um að koma auga á, þótt ekki væri nema lítið
regnský, en því var ekki að heilsa. Allar ár og
uppsprettur jiornaðar og hvergi deigan dropa að
finna ! Og þarna lágu ungir og gamlir, skelfdir í
hug og hjarta, bíðandi að eins eftir að fá að sofna
svefni liinna dauðu.
Hamslausir með öllu æddu fákar Helios á-
fram um geiminn, en Zeus litaðist um af Thess-
íþíuhæðinni og sá að alt jarðneskt líf mundi ger-
eyðast s\To fremi að Phaethon yrði eigi samstund-
is hrundið úr vagni föður síns. — Þá kváðu við
voðalegar þrumur í logandi himninum, er grét hin
dánu ský, en eldinga-flaugarnar sóttu að Phaethon
á alla vegu og stöktu honum loks af blikandi hæð-
unum, lang^ niður fyrir hið grængolandi úthaf. —
En systurnar hörmuðu mjög dauða hins prúða
Phaethons, og dætur Hesperos reistu honum minn-
isvarða á ströndinni svo að allar kynslóðir skyldu
muna nafn sonar Helios og gætu sagt: “ Phaethon
var hrundið úr vagni föður síns, en hann tapaði
engu af frægð sinni, því hann var stórhuga og
hafði ávalt sett markið hátt.” — ,
--------o--------
8 Ó L 8 K IN.
Gakk út í sólskin og safna þess auð:
Saklausri gleði, fegurð og hreysti.
Hví dvelurðu’ í skugga og grætur sem gauð?
Gakk út í sólskinið, lífs er þar neisti!
G.G. í Gh.—Heimilisbl.
--------o--------
Borgarstjórinn í Bodmin.
Þegar að Perkin Wartstick, hafði leitt upp-
reisnarher sinn í gegnum Carnival fylki fékk
borgarstjórinn í Bodmin sem er höfuðstaður fylk-
isins, boð frá konunginum að hann skyldi láta
byggja gálga til þess að hengja á mann, sem
hafði verið grunaður um að vera við uppreisn-
ina riðinn.
Borgarstjórinn lét tafarlaust reisa gálgann
þegar það var búið, 'kom umboðsmaður konungs
til þess að yfirlíta.
“Haldið þér að g^Jginn sé nógu sterkur,”
herra borgarstjóri?” spurði sendimaður konungs.
“Já, vissulega er hann það,” s\Taraði borgar-
stjórinn.
“Þá er bezt fyrir yður að stíga upp á hann
herra borgarstjóri, því hann hefir verið búinn til
handa yður,” mælti sendimaðurinn.
--------o--------
SKUGGSJA. ~y
Smásaga jiessi er sögð af prófessor einum við -
háskólann í Halle á Þýzkalandi. Hann hafði
verið því mjög mótfallinn, að konur fengju að
taka þátt í skólanámi þar.
Þegar fyrsti kvenstúdentinn drap á dyr há-
skólans, sagði hann við félaga sína: “Það er eins
víst og tveir og tveir eru fjórir, að þessi kvenstú-
dent kemur hér ekki inn fyrir dyr.”
Hina grunaði hvernig hann ætlaði að fara að
koma í veg fyrir það.
“ Já, þann dag sem hún kemur inn, fer eg út.”
Ari síðar innskrifuðust 6 kvenstúdentar við
háskólann í Halle, þá sagði prófessorinn við félaga
sína: “Þann sama dag sem þessir kvenstúdentar
taka hér embættispróf, fer eg út.”
Nokkr'um árum síðar lauk hinn fyrsti kven-
stúdent námi ineð bezta vitnisburði o£ það ein-
kennilega skeði, að viku síðar barst sú fregn út
um bæinn. að einmitt þessi sami kvenstúdent og
prófessorinn væru búin að opinbera trúlofun sína.
Sjötta hvert ár er Effelturninn málaður. Það
kostar vanalega fimm mannslíf í hvert skifti.
----------------------o--------
SKRITLUR.
Garðyrkjumaður sendi dreng með tvær full-
jiroskaðar perur til jarðeigandans, til að láta
hann smakka á hinum nýja ávexti. Þegar dreng-
urinn kom til jarðeigandans, þá gaf hann drengni
um aðra peruna, en át hina sjálfur. Drengurinn
tók að afliýða sína mjög vandlega. Jarðeigandinn
þenti honutn á að perur þyrfti aldrei að afhýða.—
Jú, drengurinn sagðist vita það, en hann hefði
mist aðra þeirra ofan í fjóshauginn, en vissi ekki
almennilega livor það hefði verið.
Nýi kennarinn var að tala til nemenda sinna
fyrstu dagane á skólanum. Meðal annars sagði
liann þeim, að liann hefði enga trú á að berja með
göngupriki. Þá duiidu við fagnaðaróp barnanna
í skólanum. Kennarinn brosti og kinkaði kolli, en
þegar þau þögnuðu, bætti hann við: “Þykk ól úr
vænu leðri er' miklu betri.”—Heimilsbl.
--------o--------
Pálmategund ein vex á eynni Ceylon, sem
verður 30 m. á hæð, og blöðin eru svo stór, að 20
manns geta hæglega rúmast undir einu blaði.
Ungfrúin í járnbarutarvagns klefanum: Ó,
varið þér yður, maður! Ferðakistan yðar er að
detta ofian á höfuðið á mér!
Ferðamaðurinn: Ó, takið þér yður þetta ekki
svona nærri, ungfrú góð! Ferðakistan mín er
þrælsterk og þolir vel að mæta hnjaski.
Frœnkan: Jájá, börnin mín góð, þekkið þið
mig nú aftur ?
Knútur litli: Já, við þekkjum þig, það ert
einmitt þú, sem aldrei gefur okkur neitt, þegar
þú kemur.
Gesturinn c Ketið er svo seigt og illa soðið, að
hnífurinn gengur ekki í það.
Þjónninn: Yilið þér kannske fá sög?