Lögberg - 30.09.1920, Blaðsíða 8
«18. 8
LÖGBERG FIMTUADGINN 30. SEPTEMBER 1920.
BROKIÐ
JROYAK
CRowK
SsfniS umbúðunum og Coupons fyrir Premíur
Úr borginni
Mrs. J. Einarsson frá Hnausa
P.O. Man., og Mrs. Th. Kristjáns-
son frá Víðir P.O., Man., komu til
bæjarins í síðustu viku til þess að
heilsa upp á vini og kunningja.
pær héldu báðar heimleifiis aftur
á föstudaginn var.
Mr. og Mrs. Jón Sigvaldason
frá Riverton, Man., komu til bæj-
arins snögga ferð fyrir helgina.
pau voru að vitja um dóttur sína
Valdínu, sem var við skóiakenslu
úti í Álftavatnsbygð, en veiktist
og var flutt á sjúkrahús hér í
bænum. Sem betur fer, er ástæSa
til þess að halda, að Miss Sigvalda-
*on sé ekki hættulega veik .
pann 16. þjm. lézt að heimili
tengdasonar síns og dóttur, Mr.
og Mrs. W. H. Paulson, Leslie-
Sask., ölóungurinn Nikulás Jóns-
fstm, ára og tvegigja mánaða
•gamaTI. Nikulás heit. var jarð-
settur í grafréit Kristnessafnaðar
aunnudaginn 19. þ.m., af presti
Leslie íiafnaðar, sðra HaTildóri
Johnson, en séra Haraldur Sigmar
frá Wynyard flutti húskveðju. —
Væntanlega verður þess látna nán-
ar getið hér í blaðinu bráðlega.
Fimtudaginn 23. þ.m. lézt að
heimili séra Rúnólfs Marteinsson-
ar að 493 Lipton St., Winnipeg,
óldungurinn Manteinn Jónsson,
faðir séra Rúnólfs, 88 ára gamall.
Marteinn heitinn var búinn að
liggia rúmfastur í 10 ár. Líkið
var flutt norður til Breiðuvíkur í
Hnausabygð, þar sem kona Mar-
teins heit. hvílir, og var jarðsett
á laugardaginn af séra Jóhanni
Bjarnasyni. Húskveðja var flutt
að heimilinu, þar sem hann lézt,
af s.éra Steingrími porlákssyni.
Laugardagskveldið 18. þ. m,
söfnuðust nokkrir kunningjar Jó-
hanns Bjarnasonar saman á heim-
ili Mr. og Mrs. G. M. Bjarnason,
309 Simcoe St., í tilefni af því, að
Mr. Bjárnason, sem er bróðir G.
M. Bjarnasonar málara og var þar
staddur í húsinu það kvöld, er að
flytja alfarinn heim til íslands, og
tóku þessir kunningjar tækifærið
til iþess að kveðja hann. Menn
skemtu sér vel fram undir mið-
nætti við söng og ræðuhöld og
fluittu þessir ræður: Sigfús And-
erson, S. Pálsson, G. M. Bjarna-
son og Jón J. Bildfell. Að skiln-
aði var Mr. Bjarnasyni afhent
vandað vasaúr og úrfesti, og var
grafið á úrið: “Frá nokkrum vin-
um í Winnipeg, 1920.” Jóhannes
Bjarnason þakkaði gjöfina og vel-
vild þá, er þessi heimsókn bæri
með sér, og kvaðst hann mundi
geyma minninguna um þessa
stund og margar ánægjustundir,
er hann hefði notið hér vestra, í
fersku minni meðan hann lifði.
Mr. Bjarnason fer heim til Is-
lands með Lagarfossi, er siglir
væntanlega í þessari viku frá
Montreal.
| Mr. Kristján Pétursson, fyrrum
í bóndi að Hayland, Man., en sem
nú á heima hér í bænum, skrapp
suður til Cavalier, N.D., á þriðju-
daginn í kynnisför til fólks síns,
er þar á heima.
TRADE MARK, RECISTERED
BIFKEIÐAR “TIRES”
'loodyoar og Domlnion Tirea ntif
4 relðum höndurn: Uetum rtt-
vegaB hvaöa tegund lem
þér þarfniat.
Aðterðum og V ulcanizinK’’ sér-
atakur gaumur gefinu.
Battery aBgerClr og bifrelBar tll-
búnar til reynelu, geymðar
og þvegnar.
AUTO TIRE VDDCANIZING CO.
S09 Cumberland A?e
l'alfi. Gar»y 2707. OplB ðag og nött.
IJÓS
ÁBYGGILEG
—og-------AFLGJAFI
i W
Vér ábyrgjumst yður varanlega og óslitna
ÞJCNUSTU
Vér æskjum virðingarfylst viðskifta jaint fyrri VERK-
SMIÐJUR sem HEIMILI. Tals. Main 9580. C0NTRACT
DEPT. Umboðsmaður vor er reiðubúnn að finna yður að
máliog gefa yður kostnaðaráællun.
Winnipeg ElectricRailway Co.
ONOERLAN
THEATRE
D
GENERAL MANAGER
j Miðvikudag og Fimtudag
\¥anda Hawley
| “MISS HOBBS”
4 Meddlesome Man Hater
og
David Belasco
“A Star Over Night”
ágætir leikir.
Föstudag og Laugardag
Bessie Barriscale
“TWO GUN BETTIE”
Mánudag og priðjudag
NAZiMDVA
L
Mrs. Guðrún Búason, sem dval-
ið hefir austur í Toronto um nokk-
urn undanfarinn tíma, er væntan-
leg hingað bráðlega. Hún hefirj
fengið svo góðan- bata vanheilsu I
sinnar, að læknir hennar álítur'
hana úr allri hættu og batavæn-j
lega. Hinir mörgu vinir Mrs
Búason eru fegnir þessum frétt-
um.
Meðtekið í Minningarrits sjóð
Jóns Sigurðssonar félagsins, frá
Icelandic Ladies Aid, Glenboro,
$25, Mrs. Vilborg Thorsteinsson,
505 Beverley St., $5. — Með þakk-
læti, Mrs. Pálsson, féhirðir, 666
Lipton St.
Jóns Sigurðssonar félagið er að
undirbúa samkomu til arðs fyrir
minningarritið. Lesið auglýsingu
þvi viðvíkjandi í næsta blaði.
Gefin saman í hjónaband þann
23. sept. s-l., voru þau Sigurður
Gíslason og Mrs. Guðrún Einars-
son, bæði til heimilis S Árnesbygð
í Nýja íslandi. Séra Jóhann
Bjarnason gifti og fór hjónavígsl-
an fram á heimili hans í Ártíorg.
Sigurður Gíslason er ættaður af
Vesturlandi og er í móðurætt ná-
skyldur Birni sál. Jónssyni ritstj.
ísafoldar og ráðherra Islands.
Brúðurin er ættuð úr Húnavatns-
sýslu, dóttir Stefáns sál. Stefáns-
sonar og Elinborgar konu hans,
er lengi bjuggu í Enniskoti í Víði-
dal. Guðrún var áður gxft Jón-
asi sál. Einarssyni frá Mælifellsá
í Skagafirði, bróður frú Bjargar,
síðari konu séra Hjörleifs sál. Ein-
arssonar á Undirfelli í Vatnsdal.
Jónas lézt sumarið 1914. — Fram-
tíðarheimili þeirra Mr. og Mrs.
Gíslason verður á Vatnsnesi í Ár-
nesbygð, þar sem Guðrún hefir
búið með sonum sínum að undan-
förnu.
TIL SÖLU
“Dray Busines” og húseign á
tveimur stórum lóðum, í Árborg,
Man. Einnig fylgja 10 ekrur af
landi skamt frá, inngirtar.
lA Section af timburlandi, um
50,000 fet af spruce og 50,000 fet
af popla timbri, 4% mílu frá Ár-
borg, $1,200 útborgað eða $1.500
á tíma. Verð $2,000.
345 ekrur af hey- og kordviðar-
Iandi, 35 ekr. brotnar, 5% mílu
frá brautarstöð, 1% m. frá skóla.
Byggingar eru 5,000 dala virði,
telefónn að leggjast þar um. Verð
$18.00 ekran.
G. S. Guðmundsson,
Framnes, Man.
Phone: Garry 2616
JenkinsShoeCo.
639 Notre Dame
Avenue
Undirskrifuð tekur stúlkur til
kenslu í hannyrðum. 512 Toronto
St. Phone Sherbr. 5695.
Mrs. J. K. Johnson.
ATHUGIЗÁrsfjórðungs fund-
ur Skjaldborgar safnaðar verður
haldinn í Skjaldborg föstudaginn
þann fyrsta október næstkomandi
ki. 8 að kvöldinu. pað er sérstak-
lega áríðandi að safnaðarlimir
fjölmenni á þennan fund, þar eð
mjög mikils varðandi málefni
liggja ti'l umræðu. Allir eru vin-
samlega beðnir að mæta á tiltekn-
um tíma á ofannefndum fundi.—
Safnaðarnefndin.
Mr. Jón Sigurjónsson, sem um
fimm mánaða tíma hefir unnið að
bændaverki vestur við Kandahar,
kom til bæjarins á mánudaginn.
Hann stundar nám við verkfræði-
deild Manitoba háskólans.
Good Templara stúkan Hekla
hefir ákveðið að hafa tombólu og|
dans mánudaginn 11. október til
ágóða fyrir sjúkrasjóðinn. Von-J
ast er eftir því, að almenningurj
sjái sér fært aS gefa ríflega til
þessa fyrirtækis, því féð sem inn-i
kemur er að eins notað til styrkt-
ar fátæku fólki, þegar veikindi
, bera að höndum. Takið, eftir aug-
lýsingu í næsta blaði.
Nýútkomið er Stafrófskver j
sérstaklega ætlað börnum í Vest-;
urheimi, samið af séra Adam por-
grímssyni, en Ólafur S. Thor-
p-eirsson hefir kostað útgáfuna.
Kverið sýnist að vera einkar vel
úr garði gert hvað viðkemur efn-J
ir.vali, lestraræfingar fallegar og
kvæði einnig. Séra Adam er
manna bezt að sér í íslenzkri
tungu og því mörgum betur fall-
inn til að semja bók sem þessa.
trtgáfan hin snyrtilegasta, og er
þess að vænta, að almenningur
taki kveri þessu vel og kaupi það
handa börnum sínum. pað fæst
til kaups hjá útgefanda.
Jóns Sigurðssonar félagið held-
ur næsta fund sinn þriðjudagskv.
5. okt. í húsi Mrs. Th. Johnson,
324 Maryland St. Félagskonur
beðnar að fjölmenna.
Hér með bið eg Lögberg að láta
þess getið, að utanáskrift mín
verður fyrst um sinn að
Lundar, Man.
Jón Runólfsson.
VIGSLÓÐI
Opinber Tilkynning
í sambandi við dánarbú Jóns Stefánssonar fyr meir í
Township Twenty-Two (22) og Range Two (2) East of
Principal Meridian í Manitoba fylki.
Allar kröfur gegn eignum téðs dánarbús verða að vera
komnar í hendur undirritaðra á skrifstofu þeirra í The Can-
adian Bank of Commerce Chambers, Winnipeg, Manitoba,
annaðhvort fyrir eða þann 3. dag Nóvember mónaðar, árið
1920.
Dagsett í Winnipeg 22. dag September mánaðar, árið
1920.
MACHRAY, SHARPE, LOCKE, PARKER & CRAWLEY
Solicitors for the Administrators,
Junius Jansson
Mr. Jón Collin, frá Winnipeg-
osis, Man., kom til bæjarins um
miðja vikuna með son sinn Jón
tiJ'lækninga.
Mr. Nikulás Snædal frá Reykja-
vík P.O., Man., kom til bæjarins
snögga ferð í fyrri viku. Sagði alt
bærilegt úr bygðarlagi sínu; þó
fremur lítið um heyfeng sökum
ofþurka, en nýting í bezta lagi.
Bjart og stórt framherbergi til
leigu að 563 Maryland St.
Mr. Jón Sigfússon frá Lund-
ar, Man., kom til bæjarins á mánu-
dagsmorguninn snögga ferð.
Jón bóndi Freysteinsson frá
Churchbridge kom til bæjarins
um helgina. Sagði hann, að upp-
skera hefði verið fremur góð í
sínu bygðarlagi. /
Miss Runa Johannson, Gardar,
N. D„ er dvalið hefir mánaðar-
tíma hér í borginni á heimili Mr.
og Mrs. E. P. Jónsson, 920 Lipton
St„ lagði af stað heimleiðis á
þriðjudagsmorguninn.
Mr. Jón Kjernested skáld og
lögregludómari frá Wpg. Beach
kom til bæjarins snögga ferð á
þriðjudaginn.
ný ljóðabók eftir Stephan G.
Stephansson. Útgefin í Reykja-
vík undir umsjón Dr. Guðm. Finn-
bogasonar. Verð ób. $1.00, í
gyltu bandi $1.75.
Finnur Johnson,
698 Sargent Ave„ Winnipeg.
Finnbogi Finnbogason, Hnausa,
P. 0„ Man„ hefir tekið að sér að
innheimta fyrir Lögberg í Arnes
og Hnausa umdæmi frá 1. október
1920.
itrmiímiiíiimtHiiinKiinnuimuaHfliiiwiiiiiiHiiiiiaiiiiiiuiinmninmniiHiiiiiHiiniiiniiiimmiHmiiiinimiimiHinmmiiniflMiwHiiiiiuiuiínmimiHniinmnimiiHiHini
iniiuMiiiiRiiiiiiiiniiHniHiniiiiinmiiiiaifliiiiiiHiifiiniiiiniiiitiiiiiitiiiiiiiiiiiifiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiHfiiiiiiiiiiiiiiniinHiniiiiiKiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniinmiiiiiiiiiiiiim'
Stórkostleg sýning á fyrirtaks fallegum
Kvennaog Stúlkna Haust
ogVetrar Yfirhöfnum
Verðið: $35.80, $45.00, $49.50, $55.00, $69.50
Það er hyggilegt fyrir yður að festa kaup á vetraryfir-
höfninni nú strax. Borgið oss ögn niður, og vér geymum
fatið þar til þér þarfnist þess.
Fyrir $35.00 getið þér fengið ágæta Silvertone yfirhöfn.
Fyrir $45.00 höfum vér þykk alullar Silvertone, Velour
og Polo Cloth yfirhafnir.
Fyrir $49.50 getið þér fengið góða Velour yfirhöfn, með
loðkraga úr ekta Oppossuin, lituðu Oppossum eða
French Seal.
Fyrir $55.00 sýnum vér góðar og þykkar Velour ýfir-
hafnir, með stórum sjal-kraga úr lituðu Oppossum eða
French Seal, fóðruð og tvífóðrnð að mitti.
Fyrir $69.50 munuð þér reka yður á yfirhafnir úr Silv-
ertone eða Velour með stórum loðkraga, og mörg þeirra
alfóðruð og millifóður að mitti niður.
Vér bjóðum yður hjartanlega velkomin til að skoða vör-
ur vorar og verðið, gæðin, snið og úrvalið áður en þér kaup-
ið annarsstaðar.
n
HOLLINSWORTH&CO,
LIMITED
WINNIFE Gr
LADIES AND CHILDRENS READY-TO-WEAR AND FURS
.....................................................
Fundarboð
The United Brotherhood of Fishermen halda fund
föstudaginn 8. Október í West Selkirk. Fundurinn
byrjar kl. 8 e. h. Áríðandi að allir félagsmenn mæti.
H. BENSON., forseti.
SPARID 35%
PLÓGUM YÐAR
Sérstök kjörkaup á þrí og fjór bottom Lacross plógum
Vér vorum svo hepnir að kaupa inn nokkuð af þessum
plógum við sama verði og átti sér stað fyrir stríðið, en síðan
hefir þó $100 verið bætt við verðið á hverjum plógi annars-«
staðar. Vér sendum þá hvert sem vera skal jafnskjótt og
pöntun kemur lí vorar hendur.
$285.00 fyrir fjór-bottom, en $200.00 fyrir þrí.bottom.
Sendið hraðskeyti eða hringið upp N 1387
TRACTIONEERS Ltd.
445 MAIN STREET
WINNIPEG.
Alullar sokkar
85c. 65c. og 50c.
Ágætir við vinnu í köldu veðri.
Góðir Baðmullar sokkar.
á 35c.
í Höfuðata deildinni, úrvals-
Húur á $2.50, $3 til $4.50
Kaupið alt af hjá
White & Manahan,
Limited
500 Main St., Winnipeg
Fowler Op^ical Co.
I.IMITED
(Áður Royal Optical Co.)
Hafa nú flutt sig að 340
Portage Ave. fimm húsum
vestan við Hargrave St.,
næst við Chieago Floral
Co'. Ef eitthvað er að aug-
um ýðar éða gleraugun í ó-
lagi, þá skuluð þér koma
beint til
Fowler Optical Co.
LIMITED
340 PORTAGE AVE.
n Sendið
njÚMANN
til félagsins sem bezt fullnægir
kröfum tímans.
pér viljið fá smjörfituna rétt
mælda, rétta vigt, hæsta verð og
fljót skil. Vér ábyrgjumst yður
aít þetta.
68 ára verzlunarstarfsemi vor
er sönnun þess bve vel almenn-
ingur hefir treyst viðskiftum
vorum.
Sendið eftir Merkiseðlunum. er
sýndir voru í næsta blaði hér á
undan. Vér vitum að yður falla
eins vel viðskifti vor og pokk-
urra annara samskonar félaga,
ef ekki betur.
Canadian PackingCo.
Limited
Eftirmenn
MATTHEWS-
BLACKWELL.
LIMITED
Stofnsett 1852
WINNIPEG. MAN.
MRS. SWAINSON, að 696 Sar-
gent ave. hefir ávalt fyrirliggj-
andi úrvalsbirgðir af nýtízku
kvenhöttum.— Hún er eina ísl.
konan sem slíka verzlun rekur í
Canada. Islendingar látið Mrs.
Swainson njóta viðskifta yðar.
Talsími Sher. 1407.
Guðsþjónustur kring um Lang-
ruth í o'któber mánuði verða: þ.
10. á Big Point, 17. á Amaranth,
24. í Langruth kl. 3 e. h„ 31. á Big
Point.—Sig. S. Christopherson.
TO YOU
WHO ARE CONSIDERING
A BUSINESS TRAINING
Your selection of a College is an important step for you.
The Success Business College of Winnipeg, is a strong
reliaible school, highly recommended by the Public and re-
cognized by employers for its thoroughness and efficiency.
The indvidual attention of our 30 expert instructors places
our graduates in the superior, preferred list. Write for
free prospectus. Enroll at any time, day or evening
classes.
The
SUCCESS
BUSINESS COLLEGE, Ltd.
EDMONTON BLOCK—OPPOSITE BOYD BUILDING
CORNER PORTAGE AND EDMONTON
WINNIPEG, MANITOBA