Lögberg - 30.09.1920, Blaðsíða 7

Lögberg - 30.09.1920, Blaðsíða 7
V LOGBERG FIMTUADGINN 30. SEPTEMBER 1920. BU. 1 Frá Gimli. “pað er satt, að sannarleg para- dís er til á þessari jörð, að mega sigl'a með þér í þessu ljómandi veðri á svona dæmalaust góðum bát. Líttu á, eru ekki seglin hvít og falleg, vindurinn sýnist að vera ástfanginn í þeim, — hann vill ekki steppa þeim. Eg vil, góði minn, a5 við giftum okkur hér úti á vatninu, fyrst að við höfum trú- lofast þar.” petta sagði Aðalheiður við Har- ald unnusta sinn um leið og bát- urinn þeirra rendi inn á skipa- kvíarnar á 'Gimli við Winnipeg- vaitn árið 1965. Um sama leyti skreið með nokkrum hraða inn á hina steinhlöðnu skipakvi raf- magns-snekkja, og upp úr henni steig karlmaður og kvenmaður. Hann hét Jón Guðmundsson, var í þjónustu atjórnarinnar, og í þetta sinn var hann sendur af stjórn fylkisins til að yfirlíta ýmislegt, er stjórnin hafði hönd í bagga með, þar í borginni, Gimli. Kona hans var systir Aðalheiðar, var fyrir skömmu komin heiman frá íslandi og hafði aldrei komið til Gimli fyr. — pað var fagnaðar- fundur með þeim systrum og svillum, og bað Jón Guðmundsson ungfrú Aðalheiði að tjaka konu sína, Ólöfu, heim til hennar og sýna henni borgina Gimli, þó hún væri eigi eins stör og miljónar- borgin Winnipeg. Ogbeiddu þær systurnar hann að bera engar á- hyggjur út af jþeim. — Daginn eftir ðku þær systurnar í bifreið víSa um bæinn. ólöf spurði, em Aðalheiður svaraði pannig höfðu þær komið sér sam- an um að hafa það. ólöf: <fpetta er alt íslenzkur bær, og hösin þykja mér mjög smekkleg og snotur, og raflýsing in þykir*mér mjög falleg.” Aðalheiður: “Já loksins þegar hún kom, <en það stóð nú nokkuð lengi á þvi hjá þeim, blessuðum; en svo kemur það alt með tíman- um, eins og gamla ísland eða ís- lenzka þjððin nú hefir sýnt, að hún er enginn eftirbátur orðin annara þjóða framförum.” Ó.—“Hvaða hús er þetta stóra hús með garðinum I kring, þar sem hornleikarar eru að spila?” A.—“petta er gamalmennaheim- ilið íslpnkza, “Betel”, sem stofn- sett var fyrir 50 árum síðan eða árið 1915, árið eftir að ‘stríðið mikla” byrjaði. En nú verður ald- rei stríð aftur, svo langt er þó loksins komið.” Ó,—“Eigum við ekki að koma heim á gamalmenna heimilið? Eg hefi svo oft heyrt talað um þá stofnun og marga blessa hana. Núna er maðurinn minn sendur af stjórninni til þess að úthluta stofnuninni tillaginu, sem nú er orðið að venju að veita öllum slík- um stofnunum, eftir stærð þeirra og verðugleikum. Nú hafa ís- lendingar, segir maðurinn minn, fengið sérstakt lof og hrós fyrir dugnað sinn og baráttu gegn um örðugleika, að stofna og halda við þessu heimili, —og því fá þeir nú tiltölulega ríflegan styrk á við aðra. petta veit eg alt eins vel þú, þó eg sé nýkomin að heim- an, góða mín. — Já, eigum við ekki að koma heim á Betel?’ A.—“Nei, ekki núna, en við skulum koma þangað á þriðju- dagskv-öldið kemur, því þú verður ekki farin þá. pá dansar líklega gamla fólkið alt, sem í fætur get- ur stigið. pað dansar einlægt einu sinni í viku, það er ein af þess mestu skemtunum; þá er það komið inn í æskuna aftur, eða til baka I gamla tímann, því þá Var dansinn þess mesta unun. En í gamla daga, hefi eg heyrt, um það bil >sem heimilið var stófnað, var það ekki þannig. pá hafði gamla fólkið mesta unun af því: konurnar að spinna, prjóna og sauma, en karlarnir að saga við, og höggva hann, og svo að tæa, kemba og þæfa. Svo kemur horn- leikaraflokkur frá Winnipeg eitt kvöld í viku til að leika á horn, ýmist þarna úti í garðinum eða uppi á svölunum.” ó.—“ó, herra trúr! það verð- ur, góða systir mín, gaman að sjá það dansa. Eg má ómögulega fara fyr en á mivikudagsmorgun. Eg lofa karlinum mínum að fara á undan, ef hann vill ekki bíða.” A.—“Ó, blessuð vertu, heldurðu að hann vilji ekki bíða, til þess að sjá kerlingarnar dansa,—og þú til að sjá karlana.” Ó.—“Ó, eg hlakka til.” A.—“Nú þurfum við að fara fljótt yfir sögu; cg er búin að vera ögn lengur en eg lofaði Har- aldi að vera í burtu með bifreið- ina. pað sem eftir verður af því merkilegasta, skal eg sýna þér á morgun, þegar við ökum út. — Líttu á húsið þarna, sem stendur dálátið sérstakt, með þrístrendum turni; það er sálarfræðis rann- sóknarhúsið, sem í gamla daga var kalláð andatrúarkirkja. Nú er þessi stóra bygging svo að segja aldrei mannlaus, hvorki nótt né dag, svo að ekki séu þar einhverjir að tala við framliðna, og sýnist það fólk var mjög hamingjusamt, og talar um það að deyja alveg kvíðalaust og hversdagslega, eins og það eigi að ganga inn í annað kunnugt herbergi.” Ó.—“En kæra Aðalaheiður mín, eg á ekki vera að tefja þig lengur ur núna. Hver er þessi snotra bygging þarna, með grænu girð- ingunni í kring?” A.—“Já, það var einmitt það sem eg ætlaði að fara að segja þér. petta er hugarsambands stofnun- in, eða hugskeytastöðin, og þar er Haraldur unnusti minn kennari og forstöðumaður. par gengur maður inn, sezt niður á einhvern stól, sem til þess er búinn, leggur aftur augun og hugsar af kappi um vin sinn—eða þann, sem hann vill tala við, — og er sama hvort um mikla eða litla vegalengd er að ræða. Hugsuninni eða jafnvel orðunum nær sá, er hugsað er til, og svarar ^ sama hátt. En til að geta þetta vel, þarf bæði nokkurn lærdóm og æfingu.’ Ó.—“Já, góða mín, þú kemur nú ekki að tómum kofunum. Svona hugskeytastöð er einnig komin á heima á fslandi, og líklega ekki lakari en þessi, þð þinn elskulegur Haraldur sé þar ekki forstjórL’’ A.—“pú ert líðileg, ólöf. Har aldur er beztur og mestur af öll- um mönnum.-” Ó.—“Já, að undanteknum Jöni Guðmundssyni, manninum mínum. En I»var er nú bænamusterið, er Jón minn sagði mér að væri buið að byggja hér, éins og viða ann- arsstaðar í borgum nú?” A.—“Sérðu stðra húsið þarna I á upphækkaða pallinum, með j grindunum 3 kring? pað er bæna- musterið. pað er bærinn, sem að leggur það til, og bæjarstjórnin sér um það á allan hátt. pað er opið bæði dag og nótt alt árið í kring. par er letrað yfir dyrum: “Einn er Guð skapari og alfaðir. —Einn léiðtogi og einn frélsari.— Ein hjörð og einn hirðir. —- Eitt sauðahus og einar dyr.” — Inn í þetta musteri gengur daglega fólk á öllum aldri. Allar truarbragða- brellur og allur stéttamunur sýn- ist að gleymast þar. Um léið og allir muna eftir hinum algöða al- /öður, eru allir orðnir börn, sem einhvers þurfa með. Margur fer þangað inn hryggur á svip, með þungar áhyggjur, en kemur það- an út aftur með bjart andTit og létta lund. — Jæja, Ólöf mín, þá erum við nú komnar heim aftur, og nú verð eg að hita handa okk- ur öllum verulega gott kaffi. pað þykir Haraldi gott.” Ó.—“Og Jóni einnig. Og svo vona eg að við getum verið með.” Gimli, 15. ept. 1920. Jakob Briem. ---------o------- Skandinavia. plMiWi. WINDSOR OAIRY SALT Saltið gerir mikið að verkum að smjörið sé gott Legið hefir við að stórdeilur og varanlegur fjandskapur yrðí milli Svía og Finnlendinga út af Álands eyjum. Er ilt til þess að vita, þar sem þessar þjóðir hafa verið tengd- ar heitum vináttuböndum í marg- ar aldir. En nú eiga þær andstæðra hagsmuna að gæta. í sundinu milli Svíþjóðar og Finnlands liggja fjölmargar, klettf óttar eyjar, og um þær er nú deilt. íbúarnir eru um 20 þús. því nær alt Svíar. peir vilja einhuga sam- einast Svíum. En Finnar teljast eiga meiri rétt til eyjanna, bæði að fornu fari, fyrir herskipastöð o. s. frv. Finnar halda herlið á eyj- unum, tóku helstu forkólfa eyja- skeggja höndum, og héldu þá um stund I atröngu fangelsi. Stjórn Finnlands er í höndum afturhalds liðsins og er síst fyrir að synja að sá hluti þjóðarinnar hefði verið fús að grípa til vopna út af eyjunum. En til þess hefir ekki komið. Bran- ting situr við stjórnvöldin. Hon- um tókst með framsýni að koma þessu deilumáli fyrir alþjóðadóm- stól. Branting hefir sjálfur verið í París hjá forhvini sínum Mille- rand, sem fyr var jafnaðarmaður. Kemur nú Svíum það í góðar þarfir að Branting var meðan á stríðinu stóð hinn msti mótgangsmaður þýzka flokksins í Svíþjóð. Sá hann hve greinilegur háski öllu frelsi væri búinn, ef pjóðverjar gengju af bandamönnum dauðum. Ep í Svíþjóð var þá við ramman reip að draga, því að konungurinn, drotningin, herinn og margir helstu áhrifamenn í landinu trúðu á vígsgengi pjóðverjanna, og vildu gjarnan berjast með svo miklum hermönnum bæði til fjár og frægð- ar. Drotning fór hverja ferðina 'af annari til pýzkalands meðan á þessu stóð, og varð það síðar til að skapa henni óvinsældir, þegar þjóðin skildi, að hernaðarflokkur- inn hafði verið á fremsta hlunn með að eyðileggja landið, með því að taka þátt í styrjöldinni. Branting og allur jafnaðar- flokkurinn beitti sér fyrir hlut- leysi og móti samdrætti við pjóð- verja. Telja margir Svíar það Branting að þakka, að Svíþjóð lenti ekki í eldinum mikla. En það gef- ur honum í einu örugga aðstöðu inn á við, -því að þeim manni, sem sliíkt hefir sér til ágætis unnið, má margt færa til betri vegar. Og í annan stað láta Vesturþjóðirnar hann og Svía njóta þess, sem á undan er gengið.,Mörg helztu blöð Frakka taka eindregið í strenginn með Svíum og þykir bæði bera til góður málstaður eyjarskeggja, og drengileg framkoma Brantings meðan á stríðinu stóð, en hinsveg- ar fjandskapur af hendi borgara- flokksins finska í garð Banda- manna, þar sem þýzkur her fór inn í landið með leyfi “hvíta” flokksins. Aftur á móti munu Bretar meir hallast að Finnum í þessu máli og ef þar talið, að komi til hernaðar-hyggja þeirra. Flota- veldinu mikla þykir gott að eyja- klasinn, sem getur verið hið besta vígi, sé í höndum fámennrar þjóð- ar. Reynslan sker úr hversu þessu máli verður til lykta ráðið. En enginn vafi er á því, að Bran- ting hefir rétt að mæla, er hann sagði Frökkum, að eyjarskeggjar myndu aldrei við una, fyr en þeir fengju að sameinast Svíþjóðu. Nýjar kosningar ií Svíþjóð standa nú fyrir dyrum og er viðbúnaður mikill meðal flokkanna. Vinstri- menn héldu stjórnartaumunum síðari hluta stríðsáranna með til- styrk Brantings, eftir að hægri- menn höfðu siglt í strand með dekri sínu við pjóðverja og hern- aðaryfirlæti meir en þörf var á. Á þessum árum kom stjórnin fram umbót á kosningarlögunum, átta stunda vinnudegi í öllum stóriðn- aði og fkari umbótum. pótti aftur- haldsmönnum þetta hvorttveggja hin mestu býsn, en fengu ekki reiat rönd við. par við bættist að Brant ing skipaði í vor fjórar milliþinga- nefndir, sem allar áttu að rann saka hversu stemma mætti stigu við böli auðvaldsins^og miljarða- hringanna. Ein af þessum nefnd- um á að xannsaka hvaða atvinnu- greinar ríkið ætti að geta tekið og rekið, án þess að leiddi til hnignonar á nokkru sviði. Um þetta mál snúast nú kosningarnar. Hægrimenn ráðast með mikilli grimd móti nefndum þessum, og þykir nógu þröngt nú orðið “um frumkvæði einstaklingsins, þótt ekki sé bætt við nýjum hömlum.” Vilja hsegrimenn gera bandalag við bæði vinstrimenn og bænda- flokkinn, til að hindra Branting frá framkvæmdum þessum, en þeim tilmælum er dauflega tekið, þVí að hernaðar- og |styrjaldar- pólitík hægrimanna er almenningi enn í fersku minni. Raunar munu borgara-flokkarnir lítt fúsir til ríkisframleiðslu í stórum stíl. En þeir treysta Branting allra manna best til að gæta hagsmuna lands- ins í Álands-deilunni, og vilja því ógarnan fella hann frá völdum að svo komnu. Sennilegast þykir. að kosningunum muni ljúka svo, að enginn einn flokkur hafi meiri- hluta, og Branting sitji við völd áfram, án þess að geta gert mikið fyrir flokk sinn í innanlandsmál- um. Svo sem kunnugt er hafa Norð- menn bannað innflutning og sölu ‘brennivíns og annara sterkra vína, eftir hina miklu atkvæðagreiðslu í fyrra. Var það hið fráfarna vinstrimannaráðuneyti Gunnars Knudsens, er með stuðningi jafn- aðarmanna hratt því svo áleiðis. | En hægri menn og blöð þeirra undu hið versta við málalyktir þessar, enda vissu þeir að ef vel gengi með þessa byrjun, yrði skamt j að bíða, þar til tekið yrði fyrir alla j vínnautn í landinu. Settu vínmenn ! í Noregi eins og á íslandL helst! fyrir sig Spánarmarkaðinn með saltfisk. Vona þeir að Frakkar, Spánverjar og Portúgalar, sem allir framleiða vín beiti Norðmenn svo miklu harðræði um fisksöluna að þess vegna verði Norðmenun undan að láta með vínið. Stendur nú fyrir dyrum endurnýjun samn- inganna um fisk við Suðurlönd. Stórþingið hélt fund fyrir lokuð- um dyrum 21. júlí til að ræða um saningsgrundvöllinn. Var ákveð- ið að semja á þeim grundvelli sem núverandi bannlög eru bygð á, þ. e. að sterk vín yrðu ekki flutt til landsins nema til lyfja og iðnaðar. Litlu áður hafði þingið veitt 300 þús kr. til löggæslu móti bann- laga brjótum. Ganga vélbátar fram með ströndinni og hafa auga á smyglurunum auk tollþjónanna. Við þessar umræður í þinginu lýsti einn bannmaður yfir að tollgæsl- unni væri á ýmsum stöðum riijög ábótavant, og kvaðst hafa næg I gögn í höndum að sanna þetta, J enda lagt fram kæru til dómstjórn J arinnar. Er mál þetta undir rann- sokn. | i Málbaráttan er nú annað heit- asta athugamál.Norðmanna. Knud:' sensstjórnin studdist við bændur í þiíiginu, en þeir una illa dönsk- unni eða ríkismálinú sem talað ev í bæjunum og hefir verið kent í ölTum skólum. Lýsa margir sveita menn þvá átakanlega, hversu þeim hafi verið misþyrmt í 'barnaskól- anum, með því að kenna þeim á máli sem þeir ekki skyldu. Varð Knudsensstjórnin til, fyrir atfylgi bænda, að gera ýmsar fyrirskip- anir um kenslumálið, sem mjög hlynna að framgangi bygðamáls- ins. pykir nú mörgum sem kallast heldrimenn Noregi, heldur fara að þrengjast fyrir dyrum, er þeir Business and Professional Cards HVAÐ sem þér kynnuð að kaupa af húsbúnaði, þá er hægt að semja við okkur, hvort heldur fyrir Peninga út í hönd eða að Láni. Vér höfum alt, sem til húsbúnaðar þarf. Komið og skoð- ið munina. OVER-LAND HOUSE FURNISHING Co. Ltd. 380 Main St., hoini Alexander Ave. Kveljist eigi degi lengur af kláða, af Gyllinœð blóðrás eða niðursigi. Engir hold. skurðir. Komið eða leitið skrif- legra upplýsinga hjá AXTELL & THOMAS, Chiropractors og Elec- tro-Therapeutrist, 175 Mayfair Ave., Winnipeg, Man. — Vor nýja sjúkrastofa að 175 Mayfair Ave., er þægileg sjúkrastofnun, hæfi- lega dýr. mega hvorki láta börn sín nema ómengaða dönsku í skólunum eða drekka sjálfir að fornum sið. Ekki er hægt að segja að bygðamálið hafi náð nokkurri festu enn í Nor- egL Bygðirnar tala allar “lands- mál” en hver með sínum blæ, og að nokkru leyti með ólíkum orða- forða. Til að fá sameiginlegt rit- mál, þarf á löngum tíma að bræða saman hinar ólíku mállýskur. En tvent styður mjög að því að svo fari: Einhuga áhugi sveitafólks- ins sem altaf ræður miklu í Nor- egi, og hin sterka þjóðernistilfin- ning Norgmanna, sem særist af því að þjóðin skuli hafa lánað mál frá annari þjóð, og vera móður- málslaus sjálf. Á hinn bóginn þykir mörgum bæjarmönnum mál- streitan hin mesta vansæmd fyrir landið. Sveitamálið lifi aðeins á vörum ómentaðra manna. pað sé ekki “menningar hæft”, getí ekki borið menningu. Siður landsmáls ins sé sigur heimskunnar og rudda skaparins yfir viti og siðfágun. En stóryrðin stoða þar ekki neitt. Landsmálið verður æ því máttugra sem lengur líður. A' G. Cartcr úrsmiður, selur gullstáss o.s.frv. og gleraugu við allra hæfi. prjátíu ára reynsla. Gerir við úr og klukkur á styttri tima en fólk á alment að venjast. 206 Notre Dame Ave. Sfml M. 452» - tVlnnlpce, Man. i)r. B, J.BRANDSON 701 Lindsay Building Tklsphonb sarry 320 OrFicK-TfMAR: 2^-3 HaUnllí: 776 Victor 8«. TíLIPHONS GARRV aai Winuipeg, Man, D&gtaJs. 9t J. 47«. Nwtnrt. Bt J. IM Kalli sint a nött og deci. D II. B. GERZABEK, M.R.C.S. frft Enxlandl, LR.C.P. frt London, M.R.C.P. o* M.R.C.8. tr* Manitoba. Fyrverandi aCatoOarlnknir vi8 hospítal 1 Vinarborg. Praa. Berlfn og íleiri hospttöl. Skrlfatofa ft. eigin hoapltail, 411—41? Pritchard Ave., Wlnnipeg. Man. Skrifatofutlmi frft 9—11 f. h.; S—* og 7—9 e. h. Dr. B. Geraabeka elgiö hospftai 415—417 Pritfhard Ave. Stundun og lækning valdra ajúk- llnga, sem þjást af brjðstvelkl, hjart- veiki, magasjúkdðmum, lnnynavelkl kvensjúkdðmum, kavlmannaajflkdðns- um.tauga veiklun. Vér laggjum aérstaka ftherxlu ft aP ■elja meSðl eftlr forakriftum laeki,a. Hin bestu !yf, sem hægt ar aP fft. aru notuð elngöngu. þegar þér kimlp meS forakrlftlna til vor, meglS pér vera visa um aS fft rétt ba» euin læknirlnn tekur til. OOIÆUjEDGK * oo. V»«re Dante Ave. og Sberbrooke si. Phones Oarry 2490 og 9491 Olftlnm Allar tegundir af Allar tegundir af KOLUM EMPIRE C0AL C0MPANY Ltd. Tals. £í. 6357-6358 Elcctric Railway Bldg. Dr. O. BJORK^ON 701 Lindsay Building rRi.KFHoivraoARRvI?i Office-tíraar: 2—3 HCIMILI: 766 Vlctor St>e«t fRI.KPUONEi QARRV T«3 Winnipevi. Man. THOS. H. J0HNS0N og HJaLMAR A. BERGMAN, fslenzkir lóyfræOiagar, Skrifstofa:— Kooro 811 McArthnr Buildine;. Portage Avenue Aiíitun P. O.'Box 1656. í Telefónar: 4503 og 4504. Winnipeg DR. B. H. OLSON 701 Lindsay Bldg. Office Phone G. 320 Viðtalstími: 11—12 og 4.—5.30 Heimili 932 Ingersol St. Talsími: Garry 1608 WINNIPEG. MAN. Dr- J. Stefánsson 401 Boyd Building C0R. P0RT/\CE AVE. ði EDM0I<T0JÍ ST. Stundar eingongu augna, eyina nef og kverka sjúkdóma. - Er aS hitta frá kl. I0 I2 i. h. ®g 2 5 e. h,— TaUlmi: Main 3G88. Heimili I05 OliviaSt. Tal.ími: Garry 2315. Dr. M. B. Halldorson 401 Boyd Bulldlng Cor. Portage Ave. og Bdmonton Stundar aérstaklega Derklasýki og aSra lungnasjúkdðma. Br aC flnna ft akrlfatofunnl kl. 11— 12 f.m. og kl. 2—4 c.m. Skrif- stofu tals. M 3088. Helmlli: 49 Alloway Ave. Talalml: Shar- brook 8158 Verkslofu Tals.: Garry 2154 J. G. SNÆDAL, TANNLŒKNIR 614 Somerset Block Cor. Portage Ave .g Donald Street | Ta!s. œain 5302. Heim. Tals.: Garry 2849 G. L. Stephenson PLUMBER Mlskonar rafmagnsfthöld. svo seiri straujnrn víra. nllar tegundir nf Klöaum og aflvnka (batteris). VERKSTOFK: B7B HOME STREÍT W. J. LindaT, b.a.,l.l.b. 4 fslcnkur Lögfræðingrur Heílr heimlld tll aB taka aB aér mál bæðl 1 Manttoba og Saskatche- wan fylkjum. Skrlfatofa a8 194IT Dnion Tnrst Bhlg., Wlnnl|teg. Tal- simi: M. 6585. — Hr. Eindal hef- Ir og skrifstofu a8 I.undar. Man„ og er þar á hverjum mlSvikudegl. Joseph T. ‘I horson, Islenzkur Lögfraðingur Heimill: 16 Alloway Court,. Alloway Ave. MESSRS. PIIIDIjIPS & SCARTH ltarrislers, Elc.^ — 201 Montrcal Tmst Bldg., Wlnnlpeg Phone Maln 512 Armstrong, flshley, Palmason & Compary Löggildir Yfirskoðunarmenn H. J. PALMASON tsl. yfirskoðunarmaður. SD8 Confederation Life Btdg. Phone Main 186 - Winnipeg Reiðhjól, Mótor-hjól og Bifreiðar. Aðgerðir afgreiddar fljótt og vel. Seljum einnig ný Perfect reiðhjól. Skautar smíðaðir, skerptir og Endurbættir. J. E. C. WILLIAMS 641 Notre Dame Ave. A. S. Bardal 843 8herbrooke 8t. Selur likkiatur og anna.t um útfarir. Allur útbúnaður sá bezti. Enafrem- ur selur hann alakonar minniavarða og legsteina. Heimitis T»l« • Oarry 2151 Skrifstofu Tals. - Oarry 300, 37B JOSEPH TAYLOR LÖGTAKSMAÐUR Helinilta-Tals.: St. John lS4v Skrifstofu.Tais.: Main 7978 Tekur lögtaki bæðl húsaletguskuldir, veðskuldir, vlxlaskuldir. Afgrelðlr alt ‘fin a? lögum íytur. Skrifstofa. 255 M»hi Stree* Gísli Goodman TINSMIÐUR VERKSTŒÐI: Horni Toronto og Notre Dame Phone —: Helmtlís Qarry 2088 Qarry 800 Giftinga og i i , Jarðarfara- með litlum fyrirvara Birch blómsali 616 Portage Ave. Tals. 720 ST JOHN 2 RING 3 GOFINE & CO. Tais. M. 3208. — 322-332 ElUce Ave. tíorninu & Hargraöe. Verzla með og vlrða brúltaða hú»- mnni, eldstðr og ofna. — Vér kaup- um, seljum og sklftum ft öllu sem er ' nokkurs vlrði. JÓN og PORSTEINN ASGEIRSSYNIR taka að sér málningu, innan húss og. utan, einnig vegg- fóðrun (Paperhanging) — Vönduð vinna ábyrgst Heimili 382 Toronto stræti Sími: Sher. 1321 Phones: N6225 A7996 Halldór Sigurtsson General Contractor 808 Great West Permanent Loan Bldg., 356 Main St. J. J. Swanson & Co. Verzla með tasteignir. Sjá um leigu á Kúsum. Annaat ián og eldsábyrgðir o. fl. 808 Paris BnUdtng Phone Maln 209«—7 B. B. Ormiston blómsali. Blóm fyrir öll tækifæri. Bulb, seeds o. s. frv. Sérfræðingur í að búa til Ú1>- fararkranza. 96 Osborne St , Winnipeg; Phoi\«: F R 744 Heinjili: FR 1980 \ Sími: A4153. Isl. Myndastofa WALTER’S PHOTO STUDIO Kristín Bjamason eigandi Næst við Lyceum leikhúsið 290 íortage Ave. Winnipeg

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.