Lögberg - 07.10.1920, Síða 2

Lögberg - 07.10.1920, Síða 2
LÖGBERG FIMTUADGíHN 7. OKTÓBER, 1920. Hún virtist ólæknandi EN pó KOMU ‘FRUIT-A-TIVES’ HENNI TIL HEILSU 29. St. Rose St., Montreál. “Eg skrifa þessar línur til að láta yður vita, að eg á “Fruit-a- tives” líf mitt að launa. petta eðal læknaði mig, er eg hafði gef- ið upp alla von. — Árum saman þjáðist eg af Dyspepsia og ekkert meðal virtist duga. Eftir að hafa lesið um Fruit-a-tives reyndi eg það og læknaðist að fullu af völd- um þessa ágæta meðals, sem unn- ið er úr jurtasafa.’ Madame Rosina Foisiz. 50 cent hylkið, sex fyrir $2.50, reynsluskerfur 25c. Fæst hjá öll- um lyfsölum eða beint frá Fruit- a-tives, Limited, Ottawa. Brot úr gamalli ferða- sögu. Fyrir löngu síðan stóð til að leggja síma frá Alaska til síberíu, og í þann leiðangur sendir menn af Bandaríkjastjórn, undir for- stöðu rssnesks foringja, er ferð- uðust til Kamtschacka til þorps, er heitir Petro-Paulovsk, en það- an hófu þeir sína för. pó nokkuð sé langt um liðið, síðan þetta var skrifað, má vænta að það geti orðið til gamans; ferðabók þessi þótti læsileg, og er enn til henn- ar vitnað í ferðabókm. Höfund urinn heitir G. Kennan, hinn rit- færasti maður. í bænum Petro-Paulovsk áttu heima um 3,000 sálir, þar með taldir fáeinir þýzkir og amerískir verzlarar; hann hefir aldrei náð fullorðinsaldri eða gengur í barn- dómi, því að ekki sjást þar neinar framfarir né lífsmörk, að dómi þessa amerísska manns. “Eigi varð eg þess vísari, hvers vegna hann var skírður Petro-Paulovsk, eftir postulunum, þó eg reyndi kost- gæfilega að grafast eftir því. Hin- ar heilögu bækur ritningarinnar hafa ekkert bréf inni að halda stílað til Kamchatkabúa, þó marg- faldlega hefðu þeir þurft þess við, og heldur ekki finnast rök til þess, að þeir frábæru dýrlingar hafi nokkru sinni komið á þann stað, sem þorpið stendur á. Fyrir því hljótum vér að líta svo á, að íbúar staðarins, — alt annað en skör- ungar til heilagra siða — hafi fundið til þess, að þeir þurftu í- hlutunar með af hendi öflugra dýrlinga; því nefndu þeir staðinn þessu nafni, í þeirri von, að post- ular þessir mundu láta sér ant um hann sem eign sína og afla honum sáluhjálpar, án þess að mikill reki væri gerður að verðleikunum. Ekki kann eg með vissu að segja hvort þeir hafi litið svo á, sem í upphafi reistu þar bygð, en ráðið er dámlíkt því innræti, sem fyrir finst víða í bygðarlögum Srberíu, þar er trúin megn en verkin fá að tölunni til og í vafasömu skyni framin.” Hvar sem aðkomumenn fóru um þorpið, stóðu menn við, tóku af sér húfurnar og héldu á þeim, meðan þeir útlendu fóru fram hjá, í gluggunum sá í mörg andlit, á gægjum eftir gestunum, og jafn- vel hundarnir kyrjuðu upp með gelti og góli, er þá bar að. Einn þeirra félaga kvaðst ekki muna til þess tímabils í sögu sinni, er svo mikið hafi þótt til hans koma og honum verið slík eftirtekt og virðing veitt sem nú, og þakkaði það alt greind og gáfum heldra fólksins í Kamchatka. Viðtökur höfðu þeir ágætar af allra hálfu, veizlur og heimboð og meðal annars voru þeim léðir hest- ar í “útreiðartúr”, og þótti þeim mestri furðu gegna, hve jurta- gróður var mikill og skrúðugur þar sem þeir fóru, og grasið svo hávaxið, að vel gátu þeir lesið blóm á hestbaki, og þurftu ekki að beygja sig til þess. pað undr- uðust þeir, hve veðrið var blítt, því líkast sem á ítalíu, og útsýnið fagurt, skrúðgræn daladrög.skógi vaxnar hlíðar og gnæfandi fjalla- tindar, sumir með jökulhettum, í fjarska. peir höfðu átt von á að finna fyrir kaldar auðnir, en sízt aðra eins blíðu og fegurð lofts og láðs. voru á svipinn, þó hvert sæti í sínu lagi. Brúðguminn var ungur Kósakki um tvítugt, klæddur í svarta lafamussu, lagða skarlats- rauðum bryddingum; hún var þröng fyrir ofan mitti, eins og kvenbúningur; sá sem sneið þá flík, mun ekki hafa verið útlærð- ur í byggingu mannlegs líkama, því mittið á spjörinni var skamt fyrir neðan handvegina á eigand- anum. Um hálsinn hafði hann stinnan hólk af líni, er náði upp á eyru, en piilli stígvéla og buxna- skálma var spannarlangt bil; þar skein í brúðgumann beran. Brúð- urin var roskin ekkja, vafalaust helmingi eldri en brúðguminn; búningur hennar var úr þeim dúk, sem stundum er hafður í húsgagna setur, með engum bryddingum né annari prýði, á höfðinu rauðan silkiklút, festan að framan með gyltum hnapp. pegar guðsþjón- ustan var afstaðin, var altarið fært fram í miðja kirkju, og kvaddi klerkur brúðhjóna efnin að koma þangað; hann færði sig í svartan silkislopp, er stakk mjög í stúf við fótabúnað hans úr kú- skinni, er hvorki var stágvél né skinnsokkar, heldur mitt á milli. Hann afhenti hjónaefnunum þrjú logandi kerti, bundin í knippi með bláum borða og tók svo að þylja giftingar formálann, að eg hélt, með snjallri raust; hann þuldi í belg og byðu, greip andann á lofti í miðjum setningum og tafsaði síðan enn hraðara en áður. Allir þögðu við nema djákni, hann stóð út við glugga og horfði út, og svaraði prestinum öðru hvoru, með löngum og döprum seim. pegar þessum lestri var lokið, krossuðu sig allir margsinnis, prestur spurði hjónaefnin vana legum spurningum og afhenti síðan hvoru fyrir sig hring úr silfri. pví næst tók hann til að lesa á ný, og að því loknu gaf hann brúðhjónunum teskeið af víni úr bolla. Enn kom löng lota með lestur og tón, brúðhjónin krossuðu sig og lögðust niður án afláts, en djákni tafsaði audsvörin með ótrú legum hraða, þar á meðal helzt þetta: “gaspodi pomilui" (drott- inn miskuni oss). pegar því var Iokið, íór hann til og sótti tvær itórar kórónur gyltar, blés af þeim ryk er safnast hafði á þær frá næstu hjónavígslu á undan, og setti þær upp á brúðhjónin. Sú, sem brúðguma hlotnaðist, var langt of rúm, hún hólkaðist of- an fyrir augu á honum og sat á eyrunum. Hárið á brúðurinni var þann veg hnýtt, og bundið, að kki var unt að láta höfuðdjásnið tolla á henni og var því fengin persóna úr brúðfylgdinni til að styðja hana á höfði hennar. Prest- ur lét því næst brúðhjónin taka höndum saman, tók sjálfur í hönd brúðguma og nú hófst hringferð umhverfis altarið, — prestur I broddi og dró á eftir sér Kósakk- ann; hann sá illa, vegna kórón- unnar, og steig því oft á hæla prests; brúðurin kom næst og hafði sig alla við, að gæta þess að greyin innbyrðis í bátinn, barði þá í höfuðið með árablöðum til að vitka þá, ýtti bátnum af sandrif- um, stjakaði honum og reri móti straum, stökk fyrir borð, þegar mest við lá, öskraði, blótaði og dugði alla vega sem bezt. Við lögðum að landi þar sem þurt var, er á daginn leið, og slógum litlu tjaldi þar sem grasið tók í höku. Vinshin bjó kveldverð á stuttri stund, eftir það skröfuðum við reykjandi um hríð og sofnuðum svo við það, að andir kvökuðu milli svefns og vöku í sefinu við ár- bakkann. Dagur var að renna í austri þeg- ar eg vaknaði. Engin þoka var til fjalla, og það fyrsta sem eg sá út um tjaldskörina, var hvítur fjalls- tindur, er glitti eins og tröllsleg vofa í ljósaskiftunum. pegar roð- jnn óx í austri, virtist náttúran öll bregða blund, andir og gæsir kvök- uðu kappsamlega úr hverjum sef- runna; máfavæl heyrðist frá sjó, og úr heiðu hálofti dunaði álfta kvak, er þær teygðu hálsana og knúðu flug til fjalla. Rétt bak við tjaldið okkar blasti við keilisfjall- ið Koratskoi, meir en tíu þúsund fet á hæðí mjallar hjúpi, gnípa þess roðaði fyrir sól, en jafnframt blikaði morgunstjarnan fölnandi við þess purpurarauðu, kuldalegu fjallið Avacha, geysilega hátt; skál var í topp 'þess, en ekki gnipa, og stóð þaðan reykjarmökkur eins og logagylt veifa; og enn annað eidfjall blasti við, það er nefnt Rasélskoi, og spúði dökkum eimi Úr þrem gígum. f fjarska gnæfði fjallið Villuchinski, á þess hrika- tindi brunnu vitar morgunsársins og enn fjær blánuðu strandafjöll, dökk og skörðótt. pokuslæður læddust hér og hvar upp eftir fjallahlíðunum og liðu í hvarf líkt og andar næturdaggar, er holdg- ast við jörð og hverfa upp í himin- loftið. Sólarroðið þokaði smám- saman hlýjum rósalit ofan mjall- hvítar fjallahlíðarnar, unz dagur skyndilega ljómaði um dalinn, og sló skærum roðablæ á litla, hvíta tjaldið okkar. Á sömu stund varð hver daggardropi að tindrandi gimsteini, en í árvatnið, djúpt og lygnt, glitti og. skein, svo sem titrandi silfurflóð. Aldrei hefi eg litið svo ósnortna, einmanalega og hrikalega náttúru eins og í þessum fagra, frjósama dal, er var horf- inn rjúkandi eldfjöllum og snævi- þöktum tindum, þakinn af fugla- hópum og vafinn í hávöxnum gróðri, var þó óbygður og virtist engum kunnur. Lýsing á hverfi og lifnaðarháttum íbúanna. Við giftingu. Sögumaður kunni lítið eða ekk- ert I rússnesku, og var því ráðinn túlkur í förina, Ameríkumaður að r.afni Dodd, er þar var fyrir í loð- skinna kaupum, kátur og góður fé- Jagsmaður; með honum fór höf. til kirkju einn morgun á rúmhelg- um degi, til þess að vera við gift- ingu, er þeim var nýnæmi að sjá, og segist honum þannig frá þeirri athöfn: “pegar við komum inn, var prestur að ljúka morguntíðum. Eg þekti strax brúðhjónin frá| þöfuðdjásnið sliti ekki niður á henni hárið, aukagetan rak lest- ina, sem studdi höfuðdjásnið brúðurinni, og steig alt af öðru hvoru á pilsfald hennar. pessi athöfn var öll svo skringi- Ieg, að eg gat með engu móti var- ist hlátri og varðist því með naum- indum að hneyksla söfnuðinn. Að aflokinni hringferðinni, sem var margtekin, tóku brúðhjónin ofan gyltu djásnin og kystu þau, leidd ust meðfram öllum veggjum kirkj- unnar og krossuðu sig með hneig- igum fyrir hverri dýrlingsmynd, er fanst innan veggja. pegar það var um garð gengið, hópaðist fólk- ið að þeim, óskaði þeim til ham- ingju með kossi eða handabandi og fyrirbænum. Eg fylgdi þeim sið og tók í hönd brúðarinnar; eg kunni ekki annað í rússnesku en “já” og “nei” og “sæli nú”, og því beitti eg fyrir mig I þetta sinn, en hún svaraði skörulega með langrl setningu. Að því búnu fórum við okkar leið og bældum niður í okk- ur hláturinn. Höfuðsmaðurinn rússneski sagði mér seinna, að hjónavígslu athöfn grísku kirkj- unnar væri hátíðleg og tilkomu- mikil, þegar framin væri svo sem vera ber, en hana mun eg aldrei sjá svo, að mig reki ekki minni til vesalings Kósakkans, þegar hann fór hrasandi á eftir prestinum kring um altarið, með kórónuna á höíðinu, sem klárlega gleypti hann. Ferðarbyrjun. Lest og lausir hestar voru send- ir Iandveg fyrir fjarðarbotn, eina dagleið, en við þrir ásamt ferða- stjóra af Kósakka kyni, er hét Viushin, fórum á stórum bát yfir voginn, og síðan eftir á nokkurri, þar til við mættum hestunum. prír Ameríkumenn fylgdu okkur á Jeið, og voru þá druknar hesta- skálar í drýgra lagi. Fylgdar- mennirnir hinir innlendu, fengu heldur ríflegan skerf, sungu þeir hástöfum, blessuðu yfir Ameríku- menn og féllu útbyrðis á víxl, varð því ferðalagið skrykkjótt og hefði gengið enn ver, ef Viushin hefði öðrum, af því hve hátíðleg þau ekki skakkað leikinn, hann dró Daginn eftir var ýmist stjakað eða róið upp ána, þar til við kom- um að þorpi því, þar sem hestar og fylgdarmenn biðu okkar, en löngu áður en við lentum þar, vissum við af ákafri hundgá, að það var í nánd. Hverfin standa venjulega bala við árbakka, sunnan und- ir hamri eða múla, sem skjól er af fyrir norðanvindi, en espi- og birkitré standa*á dreif hringinn i kring. Húsin standa til og frá um bakkann, mjög lág, úr trjá- bolum, endarnir greiptir saman, en mosa troðið á milli. pökin eru mönuð stör eða stórgerðu grasi, eða lögð næfrum, er slúta langt fram yfir þakskeggin. Gler er í gluggum sumstaðar, en víðasthvar úr sundmögum, sem hripaðir eru saman með hreindýraseimi, dyr eru mjög lágar, en reykháfar eru úr löngum renglum, sem lagðar eru saman í hring og makaðar þykkri leirskán. Til og frá standa skrítnar byggingar á fjórum stoð- um, uppmjóar, áþekkar stóreflis móstryllum í lögun; í þeim er fiskætið geymt, en á stólpum er það haft, til þess að hundarnir komist ekki að því. Hjá hverju húsi standa háar trönur með mörgum rám; það eru þurkhjall- ar og hanga þar svo þúsundum skiftir af laxi, þegar á líður sum- arið; því vill verða þefsterk og þræsin lykt umhverfis þorpin. Nokkrir eintrjáningar liggja á hvarfi við vatnsbakkann og þar á net, vel upp gerð; tveir eða þrír langir og mjóir hundasleðar standa upp við hvert hús, og yfir hundrað rakkar, hvasseygðir, úlf- um líkir, mása í sólinni og glepsa eftir flugum; þeir eru tjóðraðir á langa og digra drumba, svo dreift að þeir nái ekki saman. í þorpinu miðju stendur kirkja, í allri sinni dýrð; hún snýr í vestur, veggirnir rauðir, úr vel feldum 'bjálkum,' jökin hágræn og tveir turnar á, líkir lauk eða næpu í lögun, úr tini, himinbláir, settir gyltum stjörnum og krossmark upp af, logagylt. pessar kirkjur, steindar skærum og sterkum litum, stinga mjög í stúf við bjálkahreysin, er umhverfis standa, ómáluð og lúpu- leg, þær bera skörulega af þeirri lágreistu útilegumanna bygð og er fögur sjón að sjá þær bera við bláa hamra og græna mörk. pær eru ekki allar eins að stærð og út- liti, ep þorpin eru alt af hvert öðru lík, grá bjálkahús, strítu- skemmur á fjórum stólpum, tjóðr- aðir hundar, líkastir úlfum, sleðar, nökkvar og slorlykt, — þetta hafa þau öll til að bera. Frumbyggjar þessa lands, er búa sunnan til, eru svartir á brún pg brá, lægri á vöxt en aðrir íbú- ar Síberíu og mjög ólíkir þeim, sem ekki hafa fastan samastað og halda sig norðar. Karlmenn eru vart meira en 63 þuml. á hæð, breiðleitir og kinnbeinamiklir, smáeygðir og inneygðir, skegg- lausir, hárið sítt, svart og strítt, hendur smáar og fætur, mjög út- limagrannir og kviðmiklir. peir eru sennilega ættaðir úr miðbiki Asáu, en hafa áreiðanlega ekki haft samgang við aðrar kynkvislir Síberíu, sem á reiki lifa og eg þekki, svo sem Tjúksji, Kóraka, Jakúta og Túngúsa. Með þvi að þeir höfðu fastan samastað, varð Rússum auðveldara að vinna þá en hina, er .á flakki lifðu, og kenna þeim trú sína, tungu og siðu. Um þessa Kamchatka-búa má segja, að þeir eru hvorki ágjarnir né ó- ráðvandir, né sjálfstæðir, né harð- ir af sér, né tortryggir, og eg verð að segja eins og er, að eg veit ekki til að þeir eigi sina líka að greið- vikni og gestrisni, eins gæfa og góðlynda menn hefi eg aldrei þekt. peir eru nú smámsaman að deyja út, af farsóttum og hallæri, sem öðru hvoru ber að, ef fiskigöngur bregðast. peir hafa felt niður forna siði og flesta hjátrú og ekki verða ferðamenn varir við þeirra svo ber við að þeir blóta hundi til að blíðka illvættir, ef þeir verða í háska staddir eða hungur eða sótt ber að. Á veturna lifa þess- ir menn og hundar þeirra nær ein- göngu á laxi, en á sumrin er betra í búi hjá þeim af garða- og akra- rækt og einkum dýraveiði. Hrein- dýr og bjarndýr finnast hvarvetna í óbygðum, villifé og villigeitur halda sig á fjöllum, en á hverri tjörn og um allar mýrar er krökt af fugli, gæsum, öndum, álftum, svo miljónum skiftir. pegar fugl- jnn er á sárum, er hann rekinn eftir á eða læk, af 50 til hundrað manns á bátum, þangað sem girt er fyrir hann með netum, og þar er hann rotaður með bareflum, síðan reittur og skorinn upp og saltaður til vetrarins. Te og pykur hafa þeir lært að brúka og að gera brauð úr rúgi, en áður fyrri gerðu þeir brauð úr rótum þeirrar lilju-tegudar, sem í Kam- ehatka vex. Ber vaxa þar mikið, pvo sem bláber og mjög mörg önn- ur, sem tind eru á haustin og geymd til vetrarins. Nautgripir eru næstum í hverju hverfi og nóg af mjólk og könnuábrestur voru css oft bornar með sætum rjóma og möluðum kanelberki út á, en sá réttur á það skilið, að vera bor- jnn á borð í siðuðum löndum. Af þessu er auðséð, að viðurlífi þeirra í Kamchatka er alt annað en bágt, ef þeir bera sig karlmannlega eft- ir björginni. Fyrstu áfangarnir. Nú er þar til að taka, er vér komum þangað sem fylgdarmenn biðu með lest og reiðskjóta. Vér átum dagverð hjá einum hverfis- búa, rúgbrauð og mjólk og bfáber, stigum á bak, miður fimlega, sumir hverjir, og héldum síðan í þalarófu inn i skóginn; við Dodd í broddi fylkingar og sungum há- stöfum vísur, er þá voru nýjastar og mest um hönd hafðar í voru landi. Gatan lá undir þeim ^öll- um, er við oss höfðu blasað um morguninn, en ekki sáum við af þeim nema gnípurnar gegn um skógarlim af birki og askviði. Rétt fyrir sólarlag riðum við í annað hverfi er nefndist svo kæn- lega samsettu nafni, að mér var með engu móti unt að nefna það eða skrifa, þó oft væri það nefnt fyrir mér. Eg skírði það þvi að lokunum Jerúsalem og lét þar við lenda. Eg hefi nefnt það því nafni á landabréfi því er bókinni fylgir, en vara skal alla við að draga þar pf sönnun fyrir því, að hinar týndu kynkvíslir ísraelslýðs hafi flutt sig til Kamchatka Eg býst við að þær hafi alls ekki gert það og eg veit fyrir víst, að þetta vesala bygðarlag hét svo vand- ræðalegu skrípanafni, áður en eg sá aumur á því, að hvorki stafróf hebreskunnar né nokkurrar ann- arar tungu, er til rita var notað að fornu, hefði getað unnið bug á því eða komi stöfum yfir það. Eg hélt löturhæga innreið í Jerú- salem, þreyttur eftir reiðlagið og fleygði taumunum í einn af stað- arins inn'byggjurum; sá var í þlárri skyrtu og skinnhaldi og þneigði sig kurteislega er hann tók við hrossinu. Kósakkinn, sem sendur hafði verið á undan til að boða komu vora, hafði látið mikið yfir því, hve merkilegir og vold- ugir gestirnir væru, og því höfðii þeir í Jerúsalem haft mikinn við- búnað. Kvenþjóðin hafði farið í sparifötin, úr rósóttum stólsetu- dúk og bundið silkiklúta um hár- ið,; krakkar höfðu verið þvegnir í sápuvatni með hampþvögum, alt þorpið hafði lagt saman diska, bolla og spæni til borð- háldsii>s, en góðvild jþeirra og gestrisni sást Ijóslega á því, hve piikið barst að okkur af öndum, hreindýratungum, rjóma og blá- berjum. Stofan, sem við höfð- umst við í, var úr ómáluðum birkiborðum, en svo hvít og (hcift- hrein, að vel mátti borða af gólfinu. Tveir glergluggar voru þar á framstafni, búnir tjöldum og blómum, stór ofn úr leir, rauðmálaður, fyrir öðrum vegg, en borð og stólar meðfram hin- um, alt vel smíðað, líklega að eins með sög, öxi og tálguhníf. Með- al réttanna er á borðum voru það kveld, telur höf blöð af villirós Copenhagen Vér ábyrgj umst þaS a< vera algjörlegi hreint, og það bezta tóbak i heimi. Ljúffengt og endingar gott. af því það ei búið til úr safa miklu en mildu tóbakslaufl MUNNTOBAK r TIL ÞEIRRA ER LEIKHÚS SŒKJAÍ WINNIPEG: Vér bjóðum almennlngl nú upp á þá beztu skemtun, sem enn lieflr þekst síðan að Trans-Canada Theatres I.iinlted var stofnað. Vér trúum að fólk það muni lesa tilkynningu þcssa með athygli, er metur hæst þær skemtanir, sein mest listagiltli hafa, pegar vér tókumst á hendur stjóm VValker icikhvissins, þá létum vér íbúum VVinnipegborgar þvf, að þejr skylilu fá að kynnast því fuil- koinnasta í sjón og söngleika Iistlnni. Nú höftim vér gert samning við F. Ray Comstock og Morris Gest, er búið hafa á leiksvið “Cliu' Chin CIiow” og verður þessl hrifandi söngleikur, er lýsir liinni fomu dýrð Hagdad sýndur á VV’alker leikhúsinu) vlkuna sem hefst mánu- (lagskveldið. 18. október. “Chu Cldn Chow” er merkiiegur söngleikur í fjórtán sýningnm, með 18 söngstykkjum, er sungin verða af 300 manns. Ixíikurinn var fyrst sýndur í L/ondon á His Vla.iesty’s Theatre, fyrir fjórum ámm, ttndir umsjóii Oscar Asche í féiagi við Sir Herbert heitinn Tree, og dregur cnn að sér feikna fólksfjölda. Jjeikur þessi var fyrst innleiddur í Ameríku af þeim herrum Comstock og Gest í New York fyrir tveim árum síðan, með feikna tiikostnaði; búningar og tjölil innflutt frá Englandi. “Chii Cliin Chow” var sýndur heilt leiktímabil í New York á Cen-' tury leikliúsinu og þar næst sýnt ineð feikilegri aðsókn í Iioston, 1‘liila- delpliia, Chicago og iiðriim hiniini stærri borga. pessi hrífandl söngleikur er sýndur var enn einu sinni í New York í sl. ágústmánuði, kemur nú beint liingað í nýju skrauti, nýjum tjöldum og búningiim. eftir fáilæma aðiláun á Broailway á endaðu öðm sýn- ingartímabili þar. V’egna þess live eftirspnrn eftir sætum að leik þessum er feykimikil, höfum< við nú opnað “MAIIi ORDER, og geta menn því pantað að- göngumiða með pöstl. Sentlið penlnga fyrir aðgöngumiðana sem fjæst ásanit frímerktu umslagi með eigin árituii og hcimilisfangi. Itnfram alt gicjTnið eigi að taka fram fyrir livora sýningima þér viljið fá senda miða. Verð—Að kveldi:—Sl.OO. $2.00, $2.50, $3.00 á aðalgólfi $3.50. Mið- vikudag. aukasýning:—$1.00, $2.00, og á aðalgólfi $2.50. Iiaugardags aukasýning:—$1.00. $2.00, $2.50 og á aðalgölfi $3.00. Skattur að auki. Vér höfum þá trú að “Chu Chin Chow” vcrði skemtilegasta sýningin, er enn hefir þekst á Ieikhúsi þessu. THANS-CANADA THEATRES, I/imited, E. H. Benson, Itesldent Mgr. VVATiKER THEATRE. raurin saman við hvítasykur, og segir það höfðingjamat. peir félagar höfðu átt von á að lifa við spik, kertatólg og lýsi, en vistin reyndist þeim alt önnur, svo sem nú var sagt frá. Nú verður fljótt yfir sögu að fara, er ferðamenn héldu leiðar ^innar um skóga, háa hálsa og djúpa dali, lágu stundum úti en gtundum í hverfum innfæddra, var hvert eftir öðru, veðurblíða og náttúrufegurð, og amaði ekk- iprt að, nema ógurlegar harð- sperrur fyrstu dagana með til- heyrandi ákomum, svo að fá urðu þeir dúnkodda í hnakkseturnar og mannhjálp til að komast á bak. En er sá reynslutími var yfirstaðinn, þótti höf. svo góð æfin, að aldrei kveðst hann hafa lifað glaðari og frjálsari en þá. (Framh.) iiiiniin 91BI JÁ, ÞAÐ ER HREINN SANNLEIKUR! The Flymauth Ltd. 286 j Portage Ave. ERU AD HŒTTA VERZLUN Hvert einastafdollars virði verður að seljast fyrir 31. Október Aðeins fáeinar tegundir af hinum miklu vörubyrgðum eru hér á eftir taldar upp: Arrow Collars Vanaverð 35c. nú á 20c . W. G. and R. Skyrtur Vanaverð $3.50 nú á $2.45 Axlabönd Vanaverð $1.20 nú á 75c. Ekta Fur-flóka ■“ Hattar Vanaverð $6.50 nú á jjf $4.95 | Lisle Sokkar pykkir Vetrarfrakkar Afbragðs Alfatnaðir Tweed Alfatnaðir Vanaverð 60c. Vanaverð $50.00 \ Vanaverð $65—$75 1 Vanaverð $50 | nú á nú á nú á nú á 39c. $35.00 $49.50 i $38.75 Öllum hjartanlega velkomið að skoða vörubyrgðirnar. Alt selt með stórkostlegum afslœtti. Notið tœkifœrið. T. P. Jackson, selur vörubirgðirnar. TH[ PLYMOUTH LIMITED, - 28G Portage Avenue

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.