Lögberg - 07.10.1920, Page 4
BU 4
LötíBMG, FIMTUDAGINN 7. OKTÓBER, 1920.
pjbetg
Gefið út hvern Fimtudag af The Col-
umbia Press, Ltd.,\Cor. William Ave. &
Sherbrook Str., Winnipeg, Man.
TAJjSIMI: GARRI 416 og 417
Jón J. Bíldfell, Editor
(Jtan&skrift til blaðsins:
THE C01UMBIA PRESS, Ltd., Box 3172, Winnipeg, Han.
Utanáskrift ritstjórans:
EDITOR 10CBERC, Bcx 3172 Winnipeg, IVJan.
VERÐ BLAÐSINS: $2.00 um árið.
-4g0*-27
BP^mmiiii!aB'iipæffiii!i^.rHritir!eniiriB;ii«t!ir»i<ii:imiiHHiiKiii^'iimipwv’iiniiiiiiinmuii!Ui:'iM!iiiiimiinij!uii!:iinMiiii?i3
Félög verkafólks.
Þau hafa risið upp nú síðustu árin nálega
óteljandi víðsvegar í heiminum.
Konur jafnt sem karlar hafa bundist sam-
tökum í þessum félögum til þess að bæta kjör
sín, og er það sízt lastandi, því í mörgum tilfell-
iim, og máske í öllum tilfellum var þess tilfinn-
anlega þörf, svo var kosti verkamannastéttar-
innar oft þröngvað.
Breytingin í þessum efnum er afar mikil,
'því ekki þarf maður að líta langt aftur í tímann
hér í Winnipeg til þess að finna hér að eins eitt-
verkamanna félag—íslenzka verkamanna félag-
ið, og eiga því íslendingar heiðurinn af því að
hefjast fyrstir handa í verkamannafélagshreyf-
ingunni í þessum bæ.
Nú er öldin önnur — nú er hér fult af slík-
um félögum, samtök svo almenn, að ekki mun
unt að finna nokkra atvinnugrein, sem nokkuð
kveður að, þar sem þeir, er við liana vinna,
ekki hafa bundist félagslegum samtökum —
myndað verkamanna félög.
Vér höfum verið að leita í huga vorum að
flokki manná eða kvenna, sem væri vinnandi
fólk og enn hefði ekki myndað sér verkamanna
félag til að halda keyrinu yfir einhverjum, sem
því fyndist að það þyrfti að ná sér niðri á, og
höfum ekki getað fundið neina, nema giftar
konur. Þær hafa enn sem komið er ekki hafist
handa í þá átt.
En ef frétt sú, er nú berst frá Lundúna-
borg, er sönn, þá er friður húsfeðranna þegar
á flótta, því sagt er, að í austurhluta borgar-
innar sé í myndun félag giftra kvenna.
Fyrirkomulag þess félags á að verða demó-
kratiskt í mesta máta, svo vítt, að í það geti
gengið konur af öllum stéttum og af öllum þjóð-
um, og er ekki ólíklegt, að þar sé á ferðinni
stórveldi stórveldanna.
\ _ - ... - TT'*
Aðal ástæðan fyrir þessari hreyfingu er
sú, að konum finst karlar sínir leggja slælega
til heimilis þarfa, segjast ekki fá meiri peninga
nú til beimilishalds, en þær fengu fyrir stríðið,
og hafa því sett á stefnuskrá sína, að þær krefj-
ist tveggja þriðju parta af kaupi manna sinna
til heimilisþarfa.
Þær búast við, að ef til vill verði erfitt að
venja suma af þessum harðsvíruðu körlum sín-
um á hinn nýja sið, en þær eru ekki ráðalausar,
því í öllum þeim tilfellum hafa þær ásett sér að
láta alt ógert í húsum sínum, hreyfa hvorki legg
né lið unz karlar þeirra semji sig að hinum
nýja sið.
1 sumum tilfellum búast þær við að þurfa
að gera verkfall, og verða þá allar konur að
leggja niður verk sín, og snerta ekki við neinu,
hvorki innan húss né utan, þar til þeir, sem á
móti standa, eru yfirbugaðir.
Verkföll í iðnaðarmálum ætlar þetta giftra
kvenna félag ekki að líða, nema með samþykki
leiðtoga félaga sinna, því þær segja það marg-
reynt, að slík verkföll séu aldrei nema til hel-
bers skaða fyriir heimili og heimilismæður.
Verzlunarmenn, sem selja vörur sínar með
óhæfilega háu verði, eiga ekki sjö dagana sæla,
eftir að félag þetta er komið á laggirnar, því
engin félagskona verzlar við þá. Löggjafar,
sem með áhrifum sínum styðja að verðhækkun
á vörum, verða að mæta slíku félagi, þegar til
kosninga kemur, og yrðiþá tækifæri þeirra ekki
upp á marga fiska.
Trygðrof karla við heitmeyjar sínar verða
þá ekki þekt, því þeir góðu hálsar verða annað
hvort að standa við orð sín, eða þeim vorður
ekki vært í mannlegu félagi; og hjónaskilnaðr
armál verða þá ekki lengur til, því konan, sem
komast vill upp á milii hjóna, verður neydd til
þess að bera virðingu fyrir hjónabandshelginni,
fyrst með góðu, en ef það dugir ekki, þá með
maklegri hegningu.
Slíkar eru firamfarir tuttugustu aldar-
innar!
o
Ágrip af ræðu W. H. Taft.
Eins og mörgum lesendum vorum mun
kunnugt, þá kom til Winnipegborgar um síðustu
mánaðamót, einn af helztu borgurum Banda-
ríkjanna, William Howard Taft. fyrrum for-
seti þeirrar þjóðar. y *
Á meðan hann dvaldi hér í bænum flutti
'hann ræðu á Canadian Club, og fer hér á eftir
útdráttur úr henni.
Umtalsefni Tafts var: “Grundvallarlög og
einstaklingsréttur”, og hélt hann því fram, að
grundvallarlög eða stjómarskrá, sem trygði
hverjum einstakling þjóðfélagsins jafnrétti til
lífs og þroska, til frjálsræðis, eigna og lífsá-
nægju, væru margreynd, og eins ábyggileg og
óhaggandi eins og þyngdarlögmálið, því þau
væm bygð á þrá og eðlisávísun mannkynsins.
Hann bar saman stjórnarsbrá Bandaríkj-
anna, sem hvíldi á þeirri frumreglu, sem hér að
framan er nefnd, við lög og reglur Soviet-
stjórnarinnar á Rússlandi, þar sem hver maður,
sem eigandi er að fasteign eða ræður til sín
þjóna, er sviftur atkvæðisrétti og almennings-
áliti.
Ástæðan fyrir því, að neyða varð fólk á
Rússlandi til að vinna og stjórnin varð að hafa
sveitir hinna rauðu hermanna sér til varnar,
var sii, að möguleikarnir fyrir persónulegum
hagnaði af vinnunni voru teknir í burtu og með
þeim áhuginn til framsóknar.
Mr. Taft hélt því fram, að hver sú stjórn-
arskrá, sem ætti að geta verið varanleg, yrði að
veita mönnum rétt til þess að njóta sanngjarnra
þæginda í lífinu og sanngjarnra launa fyrir
heiðarlega og vel af hendi leysta vinnu.
Ef að mennirnir ynnu án vonar, þræluðu
dag frá degi til þess að draga fram Íífið, eins
og frumbyggjarnir, sem í hellum og jarðhúsum
bjuggu, þá væri vonlaust um framför mannkyns-
ins og einstaklingarnir lifðu og dæju án þess
að ná því þroskastigi, sem þeir annars gætu
náð.
Bygt á frumreglum Breta.
“Vér Bandaríkjamenn aðhyllumst lýð-
stjórnar fyrirkomulag. Það ákvæði laga vorra
er skýrt tekið fram í sjálfstæðis yfirlýsing
vorri (Declaration of Independence) og í
stjórnarskrá þjóðarinnar.
“Vér trúum því, að valdið eigi að vera í
höndum meiri hlutans. En vér höldum því líka
fram, að meirihluta vald þurfi stundum að tak-
marka. Því harðstjóm og yfirgangur af meiri-
hluta valdi yfir minni hluta, er engu betri en
yfirgangur og harðstjórn eins manns, eða
minniluta yfir meiri hlutanum.
“Vér höfum því tekið upp í stjórnarskrá
vora frumreglur, er reynslan hefir sannað
haldgóðar, einkum reglmr sem Bretar hafa bygt
á í stríði sínu áfram og upp á við á braut fram-
fara og frelsis, og undir þw stjómarfyrirkomu-
lagi, sem er í voru landi, þá er þeim reglum
fram fylgt af dómstólum landsins, hvar og hve-
nær sem einstaklingar þjóðarinnar þurfa á að
halda.
Þessi lög eru samin í anda frumrita þeirra,
sem geyma hinar fyrstu frelsishreyfingar
Breta.
“Þessar ósegjanlega dýrmætu og víðtæku
framreglur, er að finna bæði í stjórnarskrám
hinna ýmsu ríkja og eins alríkisins, og eru gild-
andi í báðum tilfellunum, og þær ákveða, að eng-
inn maður skuli vera sviftur lífi sínu, frjáls-
ræði né eignum á ólöglegan hátt.
“1 sjálfstæðis yfirlýsing þjóðarinnar (De-
claration of Independence) er það tekið fram,
að hver einasti borgari hennar eigi heimting á
•sínu eigin lífi, frelsi, eignum og frjálsræði, til
þéss að ráða yfir og njóta gæða lífsins á hóf-
legan hátt, og þetta ákvæði í sjálfstæðis yfirlýs-
ingunni, er tekið upp í grundvallarlög vor, og
í viðaukagrein númer 14 er skýrt tekið fram, að
ekkert fylki innan Bandaríkjanna skuli hafa
leyfi til þess, að varna nokkrum manni frá að
ná rétti sínum.
“Vér erum nú komnir að því takmarki, þar
sem menn eru farnir að kvarta undan strang-
‘lc-ika þessara ákvæða í grundvallarlögunum.
Stjórnmáia prófessorar við suma háskóla þjóð-
ar vorrar, sem þó eru ekki of auðugir af stjórn
málareynslu, halda því fram, að þessi ákvæði
séu á eftir tímanum og úrelt, að þau taki óhæfi-
lega mikið tillit til einsakingseðlis manna, og
beri á sér eyrnamörk átjándu aldarinnar.
“Vér stöndum á tímamótum, segja þessir
prófessorar, þar sem að hugsjónir fjöldans—
mannfélagsins—, eru orðnar einstaklings hug-
sjónunum svo óendanlega miklu æðri, að af-
sláttur af ákvæðum þessum í grundvallarlögum
vorum er nauðsynlegur.
“Með allri virðingu fyrir þessum prófess-
orum leyfi eg mér að segja, að þeir hafi ekki
kynt sér sjórnarskrá vora nógu ræklega, eða
lesið nógu vel áhrif hennar eins og þau koma
fram í reyndinni.
“1 meðferð mála er 'það sanni fjær, að
þessi ákvæði, sem tekin eru fram í sjálfstæðis-
yfirlýsingunni, séu höftá frelsi. Þau breytast
eftir staðháttum og kringumstæðum. Til dæm-
is maður, sem býr í tíu mílna fjarlægð frá næsta
nágranna sínum, hefir frjálsræði til þess að
hirða eins lítið um hreinlæti og heilbrigðisregl-
ur og honum sjálfum sýnist.
“Og hví? Sökum þess, að engum öðrum er
hætta búin af Jifnaðarháttum hans. En ef
hann flytur inn í bæ eða bærinn vex út til hans,
þá breystist þetta. Réttur hans í því sambandi,
sem á er vikið, takmarkast.
<(Og hví? Sökum þess, að hann hefir
skyldur við nágranna, sína og grundvallar at-
riði stjórnarskrár vorrar, er jafnrétti.
“Erelsi þjóðarinnar >er eining, þar sem
hver einstaklingur á jafnan hlut í.
“Takmörkun á ýmsum svæðum þjóðfélags-
ins í sambandi við heilbrigðisástand, þó að
stundum sé ákveðið og jafnvel þvingandi, er í
samræmi við anda stjórnarskrárinnar.
Stofnfjár spursmálið.
“Þannig er það með eignarréttinn, sem er
eitt af atriðum þeim, er stjórnarskrá vor á-
kveður nauðsynlegan til persónulegs frelsis.
“Ef að maður á einn dollar, þúsund, tíu
þúsund, eða hvaða fjárupphæð sem hann kann
að eiga, þá á hann rétt á að nota það til hvaða
lögmætrar starfrækslu í mannfélginu, sem hon-
um sýnist, eða að ganga í félag við aðra við þá
starfrækslu.
“Samtök manna í iðnaði, það er, þegar
tveiir eða fleiri hafa lagt saman fé sitt unz f jár-
nppæðin var orðin nægilega mikil til þess að
lirinda á stað þessu eða hinu fyrirtækinu, hefir
fleygt heiminum áfram að velmegun og fram-
föram.
Verkamenn hafa sama rétt til samtaka og
eignamenn — verða að hafa það, til þess að
njóta þess jafnréttist við vinnuveitendur, sem
lögin ákveða þeim.
“En slík samtök, hvort heldur er að ræða
um samtök verkamanna eða vinnuveitenda,
geta oirðið afar áhrifamikil, og þegar því valdi
er misboðið, þá á þjóðin rétt á því að takmarka
vald þess, og hefir þeim í Bandaríkjunum verið
reistar skorður, til dæmis með “The Anti-
Trust Laws.”
“Eingarrétturinn er hornsteinn undir öll-
um stóriðnaði.
“Sumir halda, að þegar sagt er um mann-
félag vort, að í því séu stóreignamenn, að þar
með sé því fyrirkomulagi greitt rothögg, og að
öll meðmæli með því séu þýðingarlaus..
“Herrar mínir! Hví ekki að gangast við
sannleikanum ? Hví ekki að athuga þetta spurs-
mál eins og það liggur fyrir og í raun og sann-
leika er, og viðurkenna, að eina skilyrðið fyrir
þroska og velmegun mannanna, eins og nú
standa sakir í heiminum, er séreigna fyrirkomu-
lagið?
“Þegar frambyggjar landanna, sem í jarð-
úsum og hellum bjuggu, komust að þeirri nið-
urstöðu, að viturlegra væri að geyma nokkuð af
björg sinni til næsta máls, en gleypa hana ekki
alla í einu, þá fóru þeir að temja sér frumreglu
þá, er sóreigna fyrirkomulagið grandvallast á.
Framför í iðnaði.
“Hvernig hefir framföram í iðnaði í heim-
' inum þokað áfram? Verklegar framkvæmdir
hefir iðnaðurinn knúð áfram, það er, vinnan,
sparsemin, uppfyndingar og hagkvæm samtök,
e.ru aðal öflin, sem aukið hafa framleiðsluöflin
miljónafalt við það sem áður var.
“Undirstaða framfaranna, er eigin hags-
vonin eins og hún snýr við mönnunum eða eðÞ
isupplagi þeirra eins og það er nú.
“Þér getið nefnt það sérgæði, ef þér viljið,
samt er það hin eina varanlega hvöt, sem knúð
hefir menn áfram í fcxrtíð og nútíð. — Eina afl-
ið, sem knýr mennina áfram og upp á við, er
eiginhagsvonin. Þér segið að það gjöri menn-
ina sérgóða. Það er misskilningur. Þroskun-
arskilyrði þess era ekki slík.
“Þér getið ekki numið burtu þessa hvöt, án
þess að kippa fótunum undan öllum framför-
um, og þegar hvötinni er gefin framrás, ríkir
velmegun ; og konum jafnt sem körlum verður
Ijós sá sannleikur, að velferð lífsins er ekki fal-
in eingöngu eða jafnvel að nokkru leyti í því,
að safna auði og lífsávöxtum þeim, sem sérgæð-
in geta af sér, heldur í jafnvægi.
“Tímanleg velferð er nauðsynleg til þess
að geta veitt sér það sem eftirsóknarvert er í
lífinu. Menn verða að njóta hóflegra þæginda
Kfsins til þess að þeir geti þroskað sinn betri
mann.
“Er nokkur möguleiki á því fyrir jarðhús-
búann, sem þrælar fyrir sínu daglega brauði frá
morgni til kvelds dag hvern, að þroska skilning
cg efla ssamband sitt við skapara sinn? Skiln-
ingur þoirra sljófgast, hugmyndir þeirra kafna.
Vér stöndum oss ekki við að sleppa nokkru því
afli, er heldur við og eflir tímanlega velgengni.
“Þegar menn hafa öðlast hana, þá sjá
menn og ski'lja, að það eitt út af fyrir sig að
safna saman fé, á ekkert skylt við lífsánægju
mannanna, nema að því sé samfara andlegur
og fagurfræðilegur þroski eða ánægja, sem
umhyggja og hjálp þeirra sem bágt eiga, veitir,
kærleikur til fjölskyldu og ástvina — til mann-
félags þess er maður býr í— til allra manna og
til guðs.
“Úr þeim verklega nægtabrunni streymir
allur hinn æðri þroski mannanna, og þess vegna
er hin tímanlega velgengni ómissandi til efl-
ingar vorum eigin þroska.
‘10g það er ekki satt, að sökum þess að vér
verðum að beita sameiginlegum kröftum vor-
um til viðhalds þessari tímanlegu velgengni, þá
sé mönnum ekki gefin næg tækifæri til þess að
þroska æðra mann sinn—sál sína og sambandið
við guð sinn.”
o
Látum þekkja ess sem
SPARSAMT FÓLK
Hœttum að eyða peningum í vitleysu og að óþörfu,
byrjum s t r a x að spara reglulega.
ÞAÐ ER SPARISJÓÐSDEILD VIÐ HVERT ÚTIBÚ
THE ROYAL BANK 0F CANADA
HOFUDSTÓLL og VARASJÓDUR .................. $35,000,000
ALLAR EIGNIR .... ........................ $584,000,000
Að spara
Smáar upphæðir lagöar inn í banka reglulega
geta gert stærri upphæð en stór innlög, sem lögð
eru inn óreglulega. Sá sem gerir sér að vana að
leggja inn peninga, hann fær löngun til að sjá upp-
hæðina stækka. Rentur gefnar að upphæð 3(%> á
ári, lagt tvisvar við höfuðstólinn.
Hyrjlð að leggja Inn í sparisjóð hjí.
THE ÐOMINION BANK
NOTRE DAME BRANCH, W. H. HAMILTON, Manager.
SELKIRK BRANCH, . . . W. E. GORDON, Manager.
Nýtt lánsútboð til auk-
innar akuryrkju í
Saskatchewan.
Eftir Hon. C. A. Dunning,
fylkisféhiröir.
Ný samvinnu tilraun, ef til vill
sú lang þýðingarmesta, sem nokkru
sinni hefir reynd verið í Saskatdhe-
wan fylki, fer fram innan fárra
vikna, iþar sem selja á verðskulda-
bréf bændalánfélaganna, Farm
Loans fyrir $3,500,000 dali. Er
ráðgert að sala þessar veðskulda-
bréfa byrji 26. okt. næstkomandi.
Undir hluttekningu hvers einstaks
borgara í fylkinu verður það komið
hvernig fyrirtæki þessu reiðir af og
með hvaða kjörum bændur geta
fengið lán út á lönd sín í framtíð-
inni. Ilærri vextir eru greiddir af
veðskuldabréfum þessum en fólk
alment fær með því að leggja fé
sitt inn á venjulega sparisjéiði. Og
stjórnin telur þá aðferð beillavæn-
lega að bændur verji sparifé sinu
til styrktar sínum eigin stofnunum
hvar sem (því verður við komið.
Framkvæmdarnefnd ibændalánsfél-
aganna í Saskatdhewan telur lífs-
nauðsyn fyrir framtíð landbúnað-
ins í fylkinu að fyrirtæki þessu
verði sem allra bezt tekið og efast
heldur ekki um árangurinn þegar
til framkvæmdanna kemur. Sjálfur
er eg þess fullviss að erindi þessu
verði alment vel fagnað. Saskat-
chewan fylki hefir ihaft sæmilega
góða uppskeru í ár og viða beinlínis
góða,' þessvegna tel eg víst að nógir
peningar verði fyrir Ibendi til að
kaupa nefnd veðskuldabréf á
þessum tíma. Vextir af Saskat-
chewan Farm Loans veðskulda-
bréfum eru 5 af hundraði, og borg-
anlegir einu sinni á hverjum sex
mánuðum.
Verðskuldabréf þessi seljast með
svipuðu fyrirkomulagi og þau 1917,
en verða gefin út til þrjátíu ára í
stað tíu er áður viðgekst. Méð öð-
rum orðum, að þeir menn, sem
þannig lána stjórninni peninga geta
endurkrafist þeirra með þriggja
mánaða fyrirvara, eða haldið áfram
að draga af þeim 5 af hundraði
vexti alt þrjátíu ára tímabilið, án
nokkurs tillits til þess hvernig
gangverð peninga kann að breytast,
hvað mikið sem vextir kynnu að
lækka annarstaðar, greiðir fylkið alt
af 5 af hundraði af lánum þessum.
Fljótt á litið sýnast 5 af hundraði
í þessum Saskatchewan Farm Loan
veðskuldabréfum ekki vera sér-
lega 'háir vextir, en þegar þess er
gætt að vextir eru greiddir tvisvar
á ári og veðskuldabréfin ávalt í
nafnverði, 100 cents í hverjum
tlollar, þá verður ekki annað sagt
en að kjörin séu góð.
Þegar byrjað var fyrst að selja
þessi Farm Loan verðskuldabréf,
sætti það nokkurri mótspyrnu, að
hægt væri að kref jast endurgreiðslu
með þriggja mánaða fyrirvara, en
nú er svo komið að þetta atriði er
talinn stórkostur á láninu, og þau
skoðuð miklu aðgengilegri einmitt
fvrir það.
í jafn ungu fylki og Saskatche-
wan, þar sem akuryrkjan er aðal-
atvinnuvegurinn, sem alt annað
hvílir á, er ekki nerna eðlilegt þótt
uppskeran sé misjöfn með köflum,
í sumum héruðum góð, en öðrum
lakari. En nú er landibúnaðurinn
kominn á það fastari fót en áður
var og öryggisregltir í sambandi
við uppskeruna það fullkomnari að
jafnvel mótstæð veðrátta getur al-
drei haft áhrif til hins verra um
alt fylkið í einu. Uppskeru skýrsla
fyrir árin 1917, 1918, 19x9 og 1920
sýna þetta betur en nokkuð annað.
Flest héruð, sem höfðu lélega upp-
skeru síðustu þrjú árin, fengu
meira en meðal uppskeru á þessu
ári—1920. Þótt bóndinn geti vit-
anlega ekki umflúið óhagstæða
verðráttu, þá getur hann samt með
forsjón og góðum samvinnufélags-
skap brynjað sig nokkuð gegn á-
hrifum hennar.
• Það er þvi um að gera fyrir
bóndann að reyna að búa sig þann-
ig undir, að hann eigi ávalt eittíhvað
umfram nauðsynlegasta ársforða,
og það sem ihann kann að spara ætti
ávalt að vera þannig ávaxtað að
hann geti gert sér úr því beina pen-
inga nær sem á þarf að halda.
Fé það, sem bændur lána stjórn-
inni til að starfrækja Farm Loan
samtökin, er ávalt til taks í reiðu
peningum eins og áður hefir verið
bent á, með þriggja mánaða fyrir-
vara og er trygt með allri framleiðs-
lu Saskatchewan fylkis—með öllu
sem fylkið á.
Af fyrri lánum sem þessum, 'hafa
tiltölulega fáir bændur notað sér
þriggja mánaða fyrirvarann og
krafist andvirðis veðskuldabréf-
anna, sjálfsagt minna en 25 af
■hundraði Ihafa gert slíkt; flestir tal-
ið hagvænlegt að láta lánin hafa
sinn eðlilega gang og draga aðeins
af þeim vextina.
Alt til þessa tíma hefir lítið verið
gert í því skyni að afla fjár á
þenna ihátt. Haustið 1917 ætlaði
stjórnin sér að gefa út lánstilboð í
þessu skyni, en sló því á frest sam-
kvæmt tilmælum þáverandi fjár-
málaráðgjafa samibandsstjórnarinn-
ar, er hélt það mundi draga úr
æskilegum framgangi sigurlánsins,
er Canadaþjóðin þurfti þá á að
halda.
Kostnaður við þetta Farm Loan
lánsútboð verður eins lítill og frek-
ast má verða. Hefir stjórnin á-
kveðið að vinna í samráði við sveita
stjórnirnar. Vegna þess hve afar
áríðandi það er, að Saskatchewan
fylki geti sýnt að það sé algerlega
fært að leggja fram fé sjálft til
verndar sínum bráðnauðsynlegustu
fyrirtækjum, þá hefi eg farið þess
á leit við hvern sveitaroddvita, að
hann setji á laggirnar nefnd í bygð-
arlagi sínu í samvinnu við stjórnina.
Ennfremur verður séð um að fjár-
málaritari hverrar sveitar hafi veð-
skuldabréf þessi til sölu frá þeim
degi, sem auglýst er að salan byrji.
Það má einnig víst teljast, að hinar
ýmsu deildir kornyrkjufélaganna—
Grain Growers greiði fyrir söl-
unni af fremsta megni. Saskat-
katchewan Press Association, er
grundvöllin lagði að auglýsinga og
fræðslustarfinu í sambandi við lán-
iö 1917, Ibefir tekið að sér sama
starf fyrir þetta næsta lán.
Síðan fyrsta samskonar lán var
tekið 10. sept. 1917, hefi eg látið
af hendi við Farm Loan nefndina
yfir $5,5oo,ocxj sem hún síðan hefir
aftur lánað bændum samkvæmt
fyrirmælum þar að lútandi laga. I
alt hefir selt verið af veðskulda-
bréfum í lánfélögum þessum $2,-
082.000 virði, það hefir því verið
fyrir framúrskarandi hagsýni og
samfærslu ýmisra smærri sjóða, að
tekist hefir að færa út kvíar Farm
Loan félaganna að nokkru, þó hefir
framkvæmdarstjórnirt ekki getað
sint nema 3,000 umsóknum af 8,000
í alt, sem henni hafa borist. Það
er því sýnt að eitthvað nýtt verður
aK taka til bragðs og þá ekkert sig-
urvænlegra en sala veðskuldabréfa.
Sá, sem þetta ritar, er því mót-
fallinn að leikið sé á þjóðræktar-
tilfinningar fólks í sambandi við
þetta mál, þótt það í eðli sínu sé
þjóðræktarlegs eðlis. Alt, sem
mönnum þarf að skiljast er það, að
tilgangurinn er fyrst.og fremst sá,
að útvega bændum í Saskatchewan
ódýrara veltufé. En í viðleitni
þessari felst einnig það, að byggja
upp Saskatdhewan fylki með Sas-
katdhewan fé sem þegar er fyrir
hendi í fylkinu sjálfu, og ná því
takjnarki með samvinnp allra