Lögberg - 21.10.1920, Síða 6
BU. fl
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 21. OKTÓBER 1920
Kærleiksmyndin.
ii.
Altaristaflan og “Spanska dansmærin” voru
báðar. búnar um svipacS leyti. Pepíta kom í síð-
asta sinni á málarastofuna. Hún borfði á hina
aðdáaiflegu líkingu sjálfrar sín, án þess að verða
nokkuð um en frammi fyrir altaristöflunni stóð
hún sem þrumulostin.
“Svona nú,” sagði málarinn. “Hér eru pen-
ingar þínir og gullpeningur fram yfir samninga,
því þii hefir reynst mér happadráttur. “Dans-
mærin” er seld, svo eg vild\gjarna fá þig aftur
til að sitja fyrir; en ekki má það vera strax, því
það er hægt að ofbjóða markaðinum, jafnvel með
þínu fagra andliti ”
Stúlkan sneri sér seinlega við. “Þökk herra.”
Augu hennar voru full viðkvæmri alvöru. “Þér
hljótið að elska hann ákaflega mikið, herra, fyrst
hann gerði alt þetta fyrir yður. Er það ekki?”
Málarann setti dreyrrauðan, svo mjög blygð-
aðist hann sín. — Stúlkan á rifna, upplitaða
kjólnum hvarf út úr stofunni, en orð hennar berg-
ináluðu í sál hans Ilann reyndi árangurslaust að
gleyma þeim. —Altaristöfluna sendi hann til á-
kveðins staðar, en samt gat hann ekki gleymt
orðunum “alt þett fyrir þig.”
Um síðir kom svo, að hann mátti lítt þola þá
kvöl, sem sál hans leið. Hann hugðist að ganga
á hólm við sjálfan sig og sigra þessar hugsanir.
Hann gekk því til skripta. Séra Huga spurði
Stenburg spjörunum úr, en hann trúði öllu, sem
kirkjan krafðisit. Prestur lét hann hafa synda-
kvittun og hughreysti hann með því, að “alt væri
í bezta lagi.” Málarinn sló miklu af réttmætu
verði my'hdarinnar. Svo um tíma hafði hann
frið. En aftur kom spurnigin: “þú hlýtur að
elska hann ákaflega mikið, fyrst hann gerði alt
þetta fyrir þig. Gerirðu ekki?”. Spurningunni
var ósvarað enn. Hann varð eirðarlaus og gat
ekki unað starfi sínu. Þegar hann gekk um, varð
hann ýmiss var, er eigi hafði áður vakið athygli
hans. Svo einn dag sá hann fólk flykkjast að úr
ýmsum áttum og fara inn í fátæklegt kofahróf.
Hann spurði hvað um væri að vera, en fékk ekki
ákveðið svar. Honum lék því meir hugur á að
vita þetta, og nokkrum dögu& síðar frétti hann
að einn af þessum “reformeruðu” ætti heima þar,
maður, sem leitaði sér athvarfs og uppfræðslu í
Guðs orði. Það var hvorki í samræmi við mann-
virðingar heiðarlegra manna sem Stenburgs, né
heldur allskostar óhult, að vera í kynni við slíka
menn. Samt gat nú skeð, að einmitt þarna fyndi
hann það, sem hann leitaði að. Hver veit nema
þarna væri að finna leyndarmál friðarins.
Stenburg fór því inn í húsið. Auðvitað ætl-
aði hann bara að skoða sig um og hlusta, máske
spyrja. Eltkert fjær honum en að ganga í félags-
skap þessara manna. En eigi er hægt að vera við
eld og hitna gkki. Þessi endurfæddi maður talaði
og leit út eins og sá, er gengur með Kristi; einn
af þeim, hverju að Ilann var alt. Stenburg fann
hér, það sem hann hafði leitað að — lifandi trú.
Þessi nýi vinur hans lánaði honum fágæta út-
gáfu af nýja testamentinu; en sökum þess að hann
var ofsóttur og varð að flýja Dusseldorf. þá varð
hann að taka bókina eftir fáar vikur. En áhrif
hennar voru eftir í sálu Stenburgs.
Nú þurfti hann ekki lengur að spyrja um sál-
arfriðinn, því eldur kærleikans logaði í sál hans.
“Gerði alt þetta fvrir mig. Hvernig get eg nokk-
urn tíma sagt öðrum af þessum ótakmarkaða kær-
leika, sem lýst getur upp líf þeirra, eins og það
lýsir mitt? Það er skeð fyrir þá, eins og fyrir
migýen þeir sjá það ekki frekar en eg sá það.
Hvernig get eg prédikað? Eg er ekki mælskur
maður, síður en svo. Mælsku skortur minn yrði
í vegi fyrir því að eg hrifi nokkurn mann. Kær-
leiki Krists brennur í hjarta mínu, en eg get ekki
komið.honum út til annara. ”
1 þessum þönkum dró listamaðurinn þyrni-
krýnt höfuð með kolamola, sem hann hélt á. Hann
viknaði við þá sjón. Alt í einu loiftraði hugsun í
sál hans: “Eg get málað!”
“Burstinn minn getur sagt það. Ó, að hugsa
sér, að á þessari altaristöflu, sem eg málaði, var
að eins kvöl máluð í hverjum drætti. Það var ekki
sannleikurinn. Kærleikurinn óútmálanlegi, með-
líðun takmarkalaus og sjálfsfórnar löngun áttu
að vera þar.”
Málarinn knéféll og beiddi um náð til þess
að mega mála þessa mynd með sönnnm dráttum.
Svo málaði hann. Eldur kærleikans hafði nú
kveikt í gáfum hans, svo Ijós listarinnar og sann-
leikans brann alt að því út fyrir takmörk hans
eigin afls. Mjmdin af krossfestingunni varð nær
þ^rguðdómlegt tákn. (
Stenburg vildi ekki selja hana, en gaf hana
heimabæ sínum. Þar var hún sett upp í opinber-
um m3rndasal. Bæjarbúar þyrptust þangað til að
skoða hana. Raddir þeirra lækkuðu og hjörtun
mýktust, þegar þeir litu hana. Fjöldi sneri heim
með djúpum skilningi á kærleika Guðs, er þeir
endurtóku orðin, sem skrifuð vou neðan undir:
“Al þetta gerði eg fyrir þig.
Hvð hefir þú gert fyrir migt”
Stenburg fór oft sjálfur, sat úti í horni og
horfði á fólkið hópast utan um myndina. Hann
beiddi Guð að blessa-sína máluðu prédikun.
Einn dag, þegar aðrir voru gengnir á burt. þá
sér hann fátældega búna stúlku standa fyrir fram-
an myndina og gráta sáran.
Málarinn gekk til hennar. “Hvað gengur að
þér, barn?” spurði hann.
Stúlkan sneri sér við. Það var Pepita.
“ó, herra, ef Ilann hefði bara elskað mig
svona,” og hún benti á ndlit kærleikans uppi yfir
þeim. “Eg er bara vesalings flakkari. Fyrir
yður er þessi ást, en ekki fyrir mína líka,” og ör-
væntingartár smælingjans hrundu óðum.
“Pepita, það var einnig fyrir þig,” og lista- /
maðurinn sagði henni ljóslega söguna mestu, um
hið dásamlega líf og dauða, krýnandi dýð uppris-
unnar og sameininguna, sem hin friðþægjndi kær-
leikur afrekaði.
Málarinn þrejdtist nú ekki á að fræða Pep-
itu, því ekkert umtalsefni hugnaðist honum nú
betur. Hún hlýddi með athygli á alt það, er
hann hafði að segja og trúði orðunum:
“ Aílt þetta gerði eg fyrir þig ”
Tvö á eru liðin frá því samningar voru gerð-
ir fyrir áðurnefndri altaristöflu. Veturinn er
kominn á ný. Kuldinn er nístandi, vindurinn emj-
ar ömurleg í þröngu strætuuum í Dusseldorf og
skekur alt sem lát er á.
Stenburg hafði lokið dagsverki sínu, og sat
og las í uppáhalds útgáfu sinni af nýja testament-
inu. Það logaði glatt í furubútunum á arninum.
Þð var barið að dyrum og maður kom inn.
Hann var í gamalli gæruskinns úlpu, klembraðri
utan af snjó. Hann var svarthærður og hárið
hékk í fylksum um andlit hans. Á meðan hann
talaði við Stenburg hafði hann 'ekki augun af
kjötinu og brauðinu á borðinu. “Vildi herramað-
urinn koma með honum? Það var áríðandi.”
“Hvert óskið þér eftir að eg komi?”
“Eg get eigi sagt yður það. Deyjandi mann-
eskja óskar eftir að sjá yður.”
“Etið þá,” mælti málarinn. “Svm skal eg
koma með yður.”
Komumaður þakkaði og neytti matarins
græðgislega.”
“Þú ert svangur?” sagði Stenburg.
“Herra, við erum öll að deyja úr hungri.”
Stenburg kom með fullan matarpoka. “Getið
þér borið þetta?”
“Já, herra! Með ánægju. En komið nú, því
við megum engan tíma missa.”
Listamaðurinn fylgdi honum eftir. Komu-
maður fór hröðum skrefum gegn um Dusseldorf-
strætin, út úr bænum og út á landsbygðina fyrir
utan. Trén voru þéttvaxin, og greinarnar snævi
lagðar, engin gata, svo ilt sýndist að rata. Samt
hélt förunautur Stenburgs viðstöðulaust áfram,
þar til um síðir að þeir komu í rjóður umk'ringt
skógi. Þar voru nokkur tjöld.
“Farið hér inn,” mælti ókunni maðurinn og
benti á eitt tjaldið, síðan sneri hann sér að hópi
af fullorðnu fólki og börum, talaði við það á er- .
lendri tungu og bar ört á, um leið og hann sýndi
því matarpokann. Stenburg fór inn í tjaldið.
Tunglið lýsti fátæklega hreysið. Á hrúgu af visn-
uðum blöðum lá kvenmður.
“Pepíta, eruð það þér?” varð Stenburg að
orði. Pepita opnaði augun, þegar hún heyrði
rödd málarans. Þau voru undur fögur enn þá.
Hún brosti veiklulega og reis upp við olnbog.
“Já,” svaraði hún. Hann er kominn eftir
mér. Hann réttir mér hendur sínar. Það blæðir
úr þeim. “Fyrir þig. Alt þetta gerði eg fyrir
þig.” Svo kvaddi hún.
Mögum árum eftir að málarinn og flökku-
stúlkan höfðu mæzt á ókunna landinu, ók ungur
og glaðvær aðalsmaður með fríðu föruneyti inn í
Dusseldorf. Á meðan hestar hans voru hvíldir,
fór hann að skoða sig um og kom í myndasalinn
fræga. Hann var ríkur, gáfaður og mikils met-
inn. Ileimurinn brosti við honum með öllum
sínum gæðum.
Þessi maður staðnæmdíst frammi fyrir mál-
verki Stenburgs. Hann las aftur og aftur orðin,
sem letruð voru á umgjörðina. Hann gat ekki
slitið sig burtu; orðin greiptust í hjarta hans og
kærleiki Krists lagði afl sitt yfir sál hans.
Klukkustundir liðu og dagsljósið dvínaði; prest-
urinn kom og lagði hönd á öxl hinum grátandi að-
alsmanni og sagði honum að tími væri til kominn *
að loka salnum. Það var komið kvöld, eða öllu
heklur dagrenning eilífs lífs fyrir þessum unga
manni, sem var Zinsendorf greifi frá Þýzkalandi.
Hann hélt til gistihúss síns og þaðan heimleiðis
aftur með París að baki sér. Frá þeim tíma lagði
hann líf sitt, auðæfi og frægð ^ð fótum Hans, sem
livíslað hafði í sál hans orðunum:
“Alt þetta gjörði eg fyrir þig.
Hvað gerir þú fyrir mig?”
Þannig svaraði Zinsendorf greifi þessari spurn-
ingu.
Málverk Stenburgs hangir ekkf lengur í
myndasalnum í Dusseldorf, þvj húsið eyðilagðist
í eldi fyrir nokkrum árum og myndin með En
Drottinn notaði hana til að prédika kærleika sinn
til mannanna, minna þá á Golgata, ef ske kynni,
að enn þá fleiri gætu tekið undir með postulanum
Páli og sagt:
“Hann elskaði mig og gaf sig sjálfan út fyrir
mig.”
Getið þér, l^ari líka sagt: “og fyrir mig?”
R. K. G. Sigbjörnsson þýddi.
--------o--------
Launcelot of the Lake.
Framh.
Arthur konungur fer með her á hendur
Sir Lancelot.
Það barst til eyrna páfanum í Róm, að Arthur
konungur hefði sezt um Gleðigarðs kastala, þar
sem Lanpelot, riddarar hans og Guenevere drotn-
ing voru, og hann hrygðist mjög yfir því, að slík-
ir menn sem Arthur konungur og Laneelot voru,
er ágætastir þóttu allra manna í kristnum sið,
skyldu vera ósáttir.
Hann bauð því biskupnum frá Rochester á fund
sinn og fól lionum að flytja friðarorð á milli þeirra
og fara þess á leit við Arthur konung, að hann
tæki drotningu sína Guenevere í sátt.
Þegar' þessi orðsending kom til Lancelot,
krafðist hann þess loforðs frá Arthur konungi,
að Guenevere drotning fengi að njóta frelsis og
fullrar virðingar, og að hann, Sir Lancelot, og
riddarar hans fengu að koma óáreittir á konungs
fund og fara þaðan í friði, svo þeir gæti fylgt
drotningunni til Carlisle með tilhlýðilegri virð-
ingu. Þá kröfu veitti Arthur konungur og lagði
við drengskap sinn.
Næsta dag lagði Sir Lancelot og GueneVere
drotning á stað til Carlisle og voru hundrað ridd-
arar í fylgd með þeim. Þeir báru allir græn
klæði. Reiðtýgi þeirra voru eins á lit, sett dýrum,
steinuin, og var ferð þessi því hin skrautlegasta.
Þegar komið var til Carlisle riðu riddararnir
ásamt drotningunni eftir fjölmennustu götu borg-
arinnar þar sem sem flestir ga^tu séð 'þau, og
fólkið í Carlisle gladdist mjög við að hugsa til þess
að bæði drotningin og Sir Lancelot skyldu aftur
vera komin heim, því þau voru mjög vinsæl —
gfaddist alt, nema nokkrir áhangendur Sir Ga-
wain, sem sýndi á sér iþóttasvip. Þau gengu öll
inn í höllina, þar sem Artliur konungur sat, Sir
Gawain og mikill fjöldi af hátt standandi mönnum
öðrum, og leiddi Sir Lancelot Guenevere drotn-
ingft fram fyrir konunginn, þar sem hann sat í
hásæti sínu, og krupu þau bæði niður við hásætið.
Þegar þau höfðu kropið þar nokkra stund, stóðu
þau.á fætur og ávarpaði Sir Lancelot konunginn
djarfleg og skýrt svo allir viðstaddir heyrðu, á
þessa leið:
“Herra minn og konungur, Sir Arthur, eg
færi þér hér drotningu þína, og aldrei hefir trúrri
né göfugri kona lifað; og eg, Sir Lancelot of the
Lakes, stend hér albúinn þess, að berjast við
hvern þann, er á móti mælir.” Og undir eins og
hann hafði slept orðinu, sneri hann sér við og leit
yfir raðir riddara og hérramanna, sem í höllinni
sátu, en enginn þeirra dirfðist að mæla á móti
því, sem hann hafði sagt,'ekki einu sinni Sir
Gawain, enda háfði hann aldrei efast' um trúfesti
drotningarinnar.
Sir Lancelot tók aftur til máls og sagði:
“Herra minn, Arthur konungur. Eg finn skyldu
mína, sjálfs mín vegna, að taka fram, að eg hefi
aldrei verið þér ótrúr í hinu minsta atriði; að eg
hafi jrrðið banamaður nokkurra af riddijrum
þínum, það er satt, en á því finst mér eg ekki eiga
sök, lieldur þeir sjálfir, því eg var ekki fyr kominn
til herbergja drotningarinnar, eftir hennar eigin
boði, en þeir tóku að hrópa um mig svívirðileg
brigsl í heyranda hljóði — kalla mig svikara og
glæpa-riddara.”
“Réttilega kölluðu þeir þigþað,” svaraði Sir
Gawain í heiftarfullum rómi.
“Herra minn, Sir Gawain,” svaraði Sir Lan-
celot, “þeir gátu í viðureign sinni við mig sannað
málstað sinn, annars hefði eg ekki sloppið einn
úr höndum fjórtán riddara óskemdur.”
Þá tók Arthur konungur til máls og sagði:
*“Frá því fyrsta, er eg þekti þig, Sir Lancelot,
hef eg elskað þig og virt um fram aðra riddara og
trúað þér takmarkalaust, en þér liefir farist illa
við mig og mína.”
, “Herra minn,” svaraði Sir Lancelot, “eg
harrna*eins lengi og eg lifi, að eg skyldi verða
banamaður Sir Gareth. Eg hefði eins vel viljað
verða bróðursyni mínum, Sir Bors, að bana, eins
og að valda Sir Gareth fjörtjóni viljandi, því það
var sjálfur eg, sem sæmdi hann riddara nafnbót
og unni honum eins heitt og bróðu mínum.”
“Lygari og landráðamaður,” hrópaði Sir
Gawain, “Þú myrtir hann yerju- og vopnalaus-
an.”
“Það er full ljóst, Sir Gawain,” svaraði Sir
Lancelot, “að hylli þinni fæ eg ei framar náð,
samt hefir traust vinátta verið okkar á milli, og
einu sinni tókst mér að bjarga lífi þínu.”
“Það hjálpar þér nú ekkert,” svaraði Sir
Gawain; “þú hefir svikið bæði konunginn og
mig, og vita skaltu, að eins lengi og eg lifi skal eg
ekkert tækifæri láta ónotað til þess að koma fram
hefndum á hendur þér fyrir dauða \)róður míns,
Sir Gareth.”
“Hættu þessum heitingum, frændi góður,”
sagði Ajrthur konungur. “Sir Lancelot hefir
komið á fund vorn samkvæmt mínu eigin loforði
um frið og frelsi. Ef þið þurfið endilega að eig-
ast ilt við, þá skuluð þið gjöra það annars staðar
en hér.”
“Eg liirði eigi um það,” mælti Sir Gawain
byrstur. “Þessi stælti svikari hefir svo mikið á-
lit á sjálfum sér, að hann heldur að engin þori að
mæta sér. En hér býð eg honum birginn og sver,
að eg skuli leggja hann að velli annað hvort í op-
inberum vopnaviðskiftum, eða með launmorði.
Og vittu það, móðurbróðir minn og konungur, að
ef eg fæ ekki að njóta þíns styrks til þess, þá segi
eg og allir mínir áhangendur skilið við þig að
fullu og öllu, og ef á þarf að halda berjast á móti
þér. ’ ’
“Haldið þið frið,” svaraði Arthur konungur
og við Sir Lancelot sagð hann: “Innan fimtán
daga verður þú að vera kominn burt úr ríki
voru.”
Sir Lancelot svaraði og varp öndinni þung-
lega: “Mér er nú ljóst, að hrygð mín út af því,
sem fyrir hefir komið, er árangurslaus.” Svo
gekk hann til dotningarinnar þar sem hún sat, og
mælti: “Drotning, tími sá er nú kominn, að eg
verð að yfirgefa þetta ríki, sem eg hefi elskað.
Eg bið þig hugsa vel til mín, og senda eftir mér,
ef þú þarft nokkurn tíma á aðstoð heiðarlegs ridd-
ara að halda.”
Að svo mæltu sneri Sir Lancelot sér við og
gekk rakleitt út úr höllinni ásamt mönnum sínum,
án þess að kasta kveðju á nokkurn mann. Svo
stigu þeir á bak hestum sínum og riðu til Gleði-
garðs kastalans, sem Sir Lancelot skírði upp og
nefndi Hrygðarheimkynni.
Undir eins og Sir Lancelot var kominn heim
til sín, kallaði hann stuðningsmenn sína á fund
sinn og mælti: “Eg verð nú að hverfa heim í
land mitt.” En þeir kváðust allir vilja fara með
honum, og þakkaði hann þeim fyrir velvilja þeirra
og kvaðst mundi gefa þeim álitlega búgarða og
veita þeim alla virðingu í ríki sínu, því alt Frakk-
land laut þá Sir Lancelot. En tregur var liann
að snúa baki sínu við landinu, þar sem hann
hafði lifað svo mörg og tilkomtrmikil æfintýri, og
verða að skilja við Arthur konung í ósætt.
“0g illa segir mér hugur um Sir Mordred,
því hann er öfundssjúkur ófriðarseggur, og það
/ hryggir mig að geta aldrei framar orðið Arthur
konungi til liðs né ríki hans.”
Sir Lancelot var mjög harmþrunginn og hafð-
ist lítt að, en frændur hans, sem reiðir voru út
af vanvirðu þeirri, sem honum hafði verið sýnd,
flýttu sér sem mest þeir máttu að búast til ferðar
og á fimtánda degi voru þeir allir komnir á skips-
fjöl og léttu akkerum og héldu áleiðis til Frakk-
lands. v
Nú víkur sögunni aftur bil Carlisle, þar sem
Sir Gawain linti aldrei, frá því að drotningin kom
heim, að eggja Arthur konung á að kalla her sinn
saman og fara til Frakklands og herja á Sir Lan-
celot. En Arthur konungur var tregur til þess
að fara með her á hendur Sir Lancelot og sárnaði
Sir Gawain það mjög og sagði: “Mér er orðið
Ijóst, að þú lætur þér liggja í léttu rúmi þó bróð-
ir minn, Sir Gareth, léti lífið við að framkvæma
. boð þitt. Þú mundir láta þér standa á sama, þó
allir riddarar þínir væru drepnir, ef að eins svik-
arinn Sir Lancelot lifði; og þegar þú synjar mér
um liðsinni þitt og vilt ekki heldur hefna svstur-
sonar Iþíns, þáætla eg og þeir, sem mér vilja fylgja
að fara að svikaranum hvar og hvenær sem við
getum.
“Hann treystir á hreysti sína og mikilmensku
og heldur, að enginn geti reist rönd við sér. Við
skulum sjá, hvort ekki er ha*gt að ráða niðurlög-
um hans.”
Þessa eggjan þoldi Arthur konungur ekki,
skar upp herör í ríki sínu og gaf út skipun um, að
sjóflota sínum skyldi safnað á einn stað, því hann
vildi heldur berjast opinberlega við Sir Lanceot,
heldur en að Sir Gawain gerði sig sekan í þeirri
óhæfu, að myrða slíkan riddara á laun. Og þeg-
ar alt var til reiðu, herinn og sjóflotinn, hélt Arth-
ur konungur yfir til Frakklands, en skildi systur-
son sinn, Sir Morjred, eftir til þess að stjórna ríki
sínu, á meðan hann væri í burtu.
(Framh.)
o