Lögberg - 04.11.1920, Blaðsíða 3

Lögberg - 04.11.1920, Blaðsíða 3
COtiHERU FIMTUDAGINN 4. NOVEMBER 1920 Itlm. 3 Nelly frá Shorne Mills. • V Eftir Charles Garvice. “En það ^lón er, að skeyta nokkuð um ósamlyndi elskenda. Það fylgir ánægjunni, þannig er það alt af, annars yrði þa5 of ein- manalegt. Gaman að vitg hvort unga stúlkan verður til staðar við hádegisverðinn í dag? [>að eru þó líklega til ungar stúlkur, sem maður aldrei þarf að þræta við, þó maður elski hana og hún hann. Vesalings Drake! En eg er v'iss um að eg finn þau daðrandi saman þegar eg kem heim aftur.” Diek brosti háðslega, um leið og hann lagði af stað til The Grange. ------o-------• 18. Kapítuli. Samkvæmt loforði reið Drake til The Grange til þess að neyta morgunverðar. Hann var glaður yfir því, að geta riðið svona árla dags, glaður yfir því að geta ótruflaðut hugs- að um viðburðinn kvöldið áður og að losna við töfrana, sem orð og framboma lafði Luoe hafði framleitt. Ekki eitt augnablik gleymdi hann trygðinni við Nelly, ekki eitt augnablik skygði fegurð Lucé, hennar blíða, aðlaðandi rödd og ástar- atlot hennar, á hið hreina, saklausa eðli og framkomu Nelly. Ef það var mögulegt, þá elskaði hann Nelly enn þá heitara og innilegar en áður, og þráði hana enn þá meira nú eftir samfund sinn og Luce. A leiðinni til The Grange, hugsaði hann um hvað hann ætti að segja við Nelly, þegar hann kæmi heim til hennar. Hann ætlaði að segja henni alt, biðja hana að fyrirgefa tál- drægnina með tilliti til nafns hans og stöðu, og liann ætlaði líka að segja henni, að hann hefði einu sinni álitið sig elska lafði Luce, en nú — nú elskaði hann að eins eina stíilku í heiminum, og hún var Nelly. Hann fann Sir William í reiðfötunum og umbringdan hundum af mismunandi stærð og mismunandi kyni. Hann var jafn rjóður í andliti og bjarteygður eins og kvöldið áður, og hann kinkaði ánægjulega til Drake, þegar haim kom rfðandi til hans. “Góðan morgun hr. Vernon, nú man eg loksins nafn yðar. Nú, — þér liafið vel t — Það er ljómandi fellegur hestur, sem þér hafið. Ffafið þér sjálfur alið hann upp? Það er á- valt. hentugast; það verða beztu skepnurnar.” Hann benti hestasveininum að gæta hests- ins, en bað Drake að koma inn og neyta morg- unverðar. “Þér finnið ongan annan en mig; við verð- um alveg út af fyrir okkur. Það er það íak- asta við kvennfólkið, að þegar þær eru einni stundu lengur á ferli en vanalega, eða ef þær verða fyrir geðshræringu, þá liggja þær á bak- inu næsta morgun. Nú, við verðum að hjálpa okkur sjálfir.*( Neytið þér nú matartegund- anna með dugnaði. Eg byrja alt af með væn- an steikarbita; það er góð undirstaða — eg hefi gert það eins lengi og eg man. ’ ’ Drake neytti morgunverðarins og hlust- aði á skraf gamla mannsins með lítilli eftirtekt, því hann hugsaði um Nelly Þegar barúninn hafði etið steikina sína, fóru þeir út til að skoða bústaðinn, allir hund- arnir eltu þá, meira eða minna óþolinmóðir eft- ir biðina, og geltu og góluðu með þeim hávaða sem eflaust heyrðist í hálfrar mílu fjarlægð. Byggingarnar voru áftætar, og Drake veitti nautgripunum nákvæmt athygli, sem Sir tVilli- am sýndi honum allhreykinn. Tíminn leið, og þó Drake af og til liti alvarlega á úrið sitt, vildi Sir William ekki sleppa honum, og að síðustu sagði hann. “Ilvers vegna þurfið þér að flýta yður Vernon? Viljið þér ekki verða mér samferða til Hhallop? Þér getið skoðað bæinn meðan eg er í réttarsalnum. Þér getið líka komið þang- að inn með mér, og hlustað á hvernig við fram- kvæmum réttlætið — ha, ha! það eru að eins ó- merkileg mál, sem í dag er um að fjalla — of- drykkja, óregla á götum og því um líkt. En þér getið í öllu falli orðið mér samferða til bæj- arins, svo neytum við lítils hádegisverðar á Krúnu hótelinu. Þér megið ekki neita þessu, mig langar til að tala við yður.” Drake áleit það væri hentugast að sam- þykkja, þá gæti hann riðið til Shallop, og það- an á ská yf ir bersvæðið til Shorne Mills. Hann lét því að bón hanns; það var komið með hest- ana, og þegar Sir William hafði tæmt stór vín- glas með öli í, fóru þeir af stað. Það var markaðsdagur í Shallop og göt- urriar fullar af svinum, kindum og nautgrip- um, ásamt gæzlumönnum þeirra. Sir William nam staðar hér og hvar, talaði fáein orð við einn og annan, en loks komu þeir til lögreglu- stöðvarinnar, og Drake ætlaði að segja, að nú ætlaði hann að ríða til baka, þegar hann sá Sir William verða dreyrrauðan í andliti, meðan hann þreifaði eins og í blindni eftir hálsbandi sínxí. Drake skildi ekki hvað var í aðsigi, og starði undrandi á gamla manninn; en alt í einu reikaði Sir William fram og aftur í hnakknum og datt svo áfram yfir Ööfuð hestsins niður á jörðina. / Á sama augnabliki stökk Drakc ofan úr hnakknum og lyfti upp höfði gamla mánnsins. Fjöldi manna umkringdi þá undir eins, og þeir hrópuðu og orguðu: “ó, það er Sir William — hann er veikur — sækið lækni —” o. s. frv. Litlu síðar tróð læknir sér í gegnum mann- fjöldahn oghnéféll við lilið Drake. “Heilablóðfall!” sagði liann og hristi höf- uðið. “Eg hefi búist við því. Við skulum fara með hann til hótelsins.” Þeir báru veika manninn til Krúnu liótels- ins, þar sem Sir William ætlaði að neyta há- degisverðar þenna dag, og komu lionum þar fyrir í gott rúm. “Eg he.fi oft aðvarað hann,” sagði lækn- irinn og yfti öxlum. “En hvað gagnar það! þó maður segi manni, að tóbak, vínandi, steik og gamalt öl til morgunverðar muni deyða hann, þá heldur hann samt áfram með það, unz hann liggur þannig. Manneskjurnar eru undarlegar skepnur.” “Haldið þér að hann muni deyja?” spurði Drake hryggur, því hann kunni vel við gamla manninn. “Nei — eg held ekki. Ekki í.þetta skifti; við verðum að láta haann hafa næði. Lafði Maltby verður að fá að vita um þetta — hún verður að koma hingað; en við megum ekki gera liana hrædda. Er yður á móti skapi að ríða til The Grange og fylgja henni hingað? 'Hún þarfnast manns, sem er með öllu ráði cg getur huggað hana, og það held eg þér getið hr. minn.” “Gott.” sagði Drake. “Auðvitað skal eg fara til lafði Maltby og hjálpa henni, ef eg get.” » Þannig atvikaðist það, að í stað þess að ríða til Shorne ~Mills til að tala við Nfdlv og segja henni allan sannleikann, sem hefði hrevtt sorg hennar í gleði, reið hann á harða sprettPtil The Grange. Þetta var ekki í fyrsta skifti sem liann flutti sorgarfregnir — liann hafði oft verið til staðar þegar menn slösuðust, annaðhvort á veiðum eða við veðhlaup, og orðið að flytja sorgarfregnina til f jölskyldu þeirra — og hanh framkvæmdi líka að þessu sinni þetta leiðin- lega starf með þeirri utnhyggjusemi og nær- gætni, sem var honurn eðlilcg. Og hin skelkaða vesalihgs lafði Maltby vildi ekki sleppa lionum, hún hélt sér við hann eins og kvennfólk er vant að gera á sorgar- stundunum, að styðjast við þann sem sterk- ari er. Sir William var að fá meðvitundina aftur þegar þau komu til hans, sem var heppilegt fyrir hann sjálfan, en að vissu leyti óheppilegt fyrir Drake, því veiki maðurinn bar jafn mik- ið traust til hans óg lafði Maltby, og vildi alls ekki sleppa honum. Hann sárbændi Drake um að yfirgefa sig ekki, og svo sat Drake við aðra hlið rúmsins og lafðin við hina, þangað til Sir v William að lokum féll í nokkurnveginn rólegan svefn. Klukkan var fjögur þegar Drake lagði af stað til Shorne Mills. Það veitir alt af ánægju að liafa framkvæmt gott starf, og Drake var rólegri og glaðari en hann hafði nokkru sinni verið síðan hann mætti Luce. Kvöldið áður fanst honum löngu liðið og viðburðurinn á hjallanum þýðingarlaus. Dauðinn — eða að vera mintur á dauðann — er svo alvarlegur viðburður, að alt annað fölnar við hlið hans. En hann hikaði aldrei við það áform að segja Nelly frá öllu, og hann reið eins hart yfir óslétta veginn og hesturinn hans gat hlaupið. Á einum stað á leiðinni, sem kallaður er Short Cross, sá' hann flutningsmanninn, sem var á leiðinni frá Shorne Mills til stöðvarinn- ar. En Drake grunaði ekki að Nelly sat undir segldúksþakinu, og að hann hefði getað náð henni á tveim mínútum, ef hann hefði snúið við og elt flutningsvagninn. Hann leit á vagn- inn, hugsaði um þegar hanp sá hann í fyrsta skifti o£ hélt svo áfram til Shome Mills. iSólin var að hverfa niður fyrir sjóndeildar- hringinn, þegar hann reið yfir heiðina, og ' rauðu geislarnir hennar skinu á klettana, þeg- ar liann af hæðinni kom auga á The Oottage, heimili Nellys. Hjarta hans sló afar hart síð- ustu mínúturnar, þangað til hann kom að girð- ingarhliðinu. Hvað skyldi hún segja? Mtm hún verða mjög- hrædd, þegar hún heyrði að liann væri lávarour Selbie? Myndi hún trúa því, að liann hefði aldei af alvöra elskað lafði Luce — að það var hún — Nelly -t- sem hann elskaði af öllu hjarta og vildi að yrði konan sín, að hann hefði elskað hana frá þeim frysta degi að hann sá hana. Þegar Dick heyrði jódyninn, hljóp hann út úr húsinu og að hliðinu. “Halló!” hrópaði hann. “Hvar hefir þú verið?’ ’ Drake fór af baki og skýrði frá ástæðunni til fjarveru sinnar. “Eg neytti morgunverðar í The Grange; eg mun hafa gleymt að geta þess í gærkvöldi, að eg var boðinn þangað. Syo reið eg til Shall- op með Sir William, þar veiktist hann, svo eg varð að snúa við aftur og sækja lafði Maltby. Og þegar vesalings gamli maðurinn náði aftur ineðvitund sinni, vildi liann ekki sleppa mér, svo eg gat ekki losnað frá honum fyr en hann var sofnaður.” “Vesalings gamli Sir William! Eg hefi ekkert heyrt um þetta,“ sagði Dick. “En komdu nú inw. Mömmu mun þykja vænt um að heyi-a nýjungina — já, auðvitað ekki slíkar hörmulegar nýjungar — en þú veizt hvað eg rneina. Slíkt hefir jafn fjörgandi áhrif á hana og kampavínsdrykkur.” “Eg verð að láta hestinn inn hann er . þreyttur,” sagði Drake. Hann hefir orðið að fara fram og aftur um þessa ósléttu vegi.” Meðan hann talaði leit hann, leit hann þrá- andi til dyranna sem voru opnar. Hvers vegna hún, sem fyrst heyrði fótatak hans eða hests- ins. “Eg skal sjá um hestinn. ó, Drake, það var mjög fallega gjört af vður að — þú veizt þetta með Bardsley og Bardsley. Eg veit allí ekki hvernig eg á að þak-ka þér. Nei — það veit eg sannarlega ekki!” “Það gerir heldur ekkert” sagði Drake. 1 ‘ Eg vona að það verði þér til gagns og ánægju, Dick; ef ekki. þá verðum við að finna eitthvað annaðy En þú getur nú revnt það.” “Já, það mun ganga vel, það getur þú reitt þig á. Þetta er einmitt það, sem eg vildi helzt. Eins og eg sagði við Nell—” “En hvar er Nell!” spurði Drake óþolin- móður. Dick varð alt í einu hikandi. “—Ó— já— sjáðu— heyrðu, hvers konar rugl er með þig og Nelly?” sagði hann með titrandi róm. “Við hvað áttu” spurði Drake undrandi. “Eg veit alls ekki hvað það er,” sagði liann hikandi, “eg vcit ekki annað en það, sem liún sagði við mig. Hún var í mikilli geðs- hræringu í morgun, hún liafði rauð augu og hvítar varir, og það sem eg gat skilið, var, að það væri úti um alt milli þín og liennar.” Hann reyndi að brosa, en það mishepnaðist. “Eg veit mjög vel, að þetta er að eins hið vanalega ósamlyrrdi milli trúlofaðra, og að það jafnast aftur með sátt og kossum.” Iíann þagnaði skyndilega l>egar liann sá svipinn á andliti Drakes. “Hvað hefir komið fyrir”? spurði hann al- varlegur. Er nokkuð rangt á seyði milli vkkar?” “Eg veit alls ekki um hvað þú talar,” svrar- aði Drake, serti talaði með þeim róm eins og hann ætti von á dauða sínum. “Eg veit það ekki sjálfur,” svaraði Diek alveg ringlaður. “ó, það er satt — eg hefi bréf til þín — það levsir máske þessa gátu. En hvmð hefi eg gert af því? Ó nú veit eg það — bíð þú augnablik!” Hann hljóp inn í húsið, og Drake beið og klappaði ósjálfrátt hálsi hestsns! Dick kom aftur og rétti honum bréfið. “Hún fékk mér þetta handa þér.” Drake opnaði bréfið og las: “Kíéri Drake! Leyf þú mér að kálla þig þetta í síðasta sinni. Eg skrifa þér til þess að segja þér, að trúlofun okkar er rofin. Eg hefi orðið þess vör að eg — að okkur hefir báðum skjátlastA Þú sem hefir svo skarpan skilning sérð strax, að eg hefi uppgötvað alt það, sem þú hefir dul- ið fyrir mér, og þar eð eg veit það nú alt sam- an, þá er það ómögulegt, alveg ómögulegt fyrir mig að —”. hér var strikuð út ein lína. “Mér er kærast að þú álítir ekki ap eg ásaki þig hið minsta, það er ómögulegt fyrir mig að elska þig nú, eða að verða kona þín. Mér þykir leitt mjög leitt, að við skyldum mætast. Ef eg hefði alt það, sem eg veit nú, vildi eg heldur hafa verið dauð, en leyfa þér að tala eitt einasta orð um ást við mig. Gerðu mér ekki lífið þvngra með þvf, að skrifa mér eða reyna að fá að tala við mig — en eg veit að þér hefir þótt vænt um mig, og þykir máske ennþá of vænt um mig til þess, að vilja gera það. Ekkert getur knúð mig til þess að endurnýja trúlofun okkar, en eg vil á- valt hugsa vingjarnlega um þig, og óska þér, alls góðs. Eg sendi þér aftur hringinn sem þú gafst láér. Blýantinn má eg líklega hafa til endurminningar um þann mann, sem eg á- valt skoða sem vin minn, en aidrei neitt meira Ellinor Lorton. Manneskjumar taka böggum forlaganna á ýmsan hátt. Drake reyndi að vera eins róleg- ur og honum var mögulegt. Hann var náfölur og andlit hans titraði, en ekkei’t annað sýndi hina innri geðshræringu hans. f “Hvar er Nell?” spurði hann með svo breyttri rödd, að Dick starði á hann undrandi. “Hefi eg ekki sagt þér það? Hún er farin —” “Farin?” endurtók Drake skjálfandi. “Já, hún er farin til London — til ein- h,verra ættingja okkar — ættingja mömmu, átti eg að segja.” Drake vissi ekki hvert hún var farin, en hann hélt sig skilja hvers vegna að hún væri farin. Hún mundi segja, að það væri óbifan- legt áform sitt að yfirgefa hann. Ast hennar hefði breyst í efa, ef til vill í óvild. Hann snéri sér að hestinum, lierti á hnakk- gjörðinni ósjálfrátt og klappaði hestinum. “Eg skal sjá um hestinn sjálfur,” sagði hann. “Og Dick, það er satt, eg verð að fara til London í kvöld.”4 “Nú, þú líka?” sagði Dick. “Það er liV lega engin alvarleg misklíð milli ykkar? Það er líklega þetta vanalega jag, sem alt af á sér stað milli trúlofaðra — er það ekki?” “Eg er hræddur him að það sé alvar- legra,” saraði Drake eins rólegur eins og hann gat. “En við skulum ekki tala um það. Syst- ir þín hefir rofið trúlofun okkar — það gagnar ekki að tala um það nánar. Hún hefir máske rétt firy rsér — heyrir þú? Hún hefir máske rétt fyrír sér —” endurtók hann allæstur. “AJt í mér segir að hún hafi rétt; eg viðurkenni það. Þetta er mér að kenna alt saman —” J \ “Nú, — hún sagði það sama um sjálfa sig,” sagði hinn ringlaði og skilningslausi Dick. “Það sem hún hefir skrifað það er satt, alt oi satt, ” sagði Drake, “og það er ekki meira um þetta að segja. þegar þú skrifar henni eða talar við hana, seg þú henni þá að eg ætli að hlýða henni, þ^ð er það minsta sem eg get gert — og að eg skuli aldrei ama henni eða ónáða. Orð hennar , óskir hennar eru lög, sem eg skal brevta eftir. Og þú mátt segja, að eg verð- skuldi betta alt saman. Þú mátt líka segja það —” > Hann bosmaði og gekk með hægum bungum skrefum til hestsins síns, eins og sá maður sem ii/* .. i • v* timbur, fialviður af öllum Nyjar vorubirgoir tegundum, geirettur og al.- konar aðrir strikaðir tiglar, hurðir og gluggar. Komið og .jáið vörur vorar. Vér erumætíð glaðir að sýna þó ckkert sé keypt. ~~ The Empire Sash & Door Co. Limlt.d HENRY AVE. EAST WINNIPEG Automobile og Gas Tractor Sérfræðinga ver6ur meiri þörf en nokkru sinni áður í aöfu þemnm land«. Hvi ekki aö foúa sig undir tafarlaust? Vér kennum yður Garsge e; Tractor vinnu. Allar tegundir véla — L head, T head, I head, VaWe in the head 8-6 4-2-1 Cylinder vélar eru notaöar við keneluna, einnig yfir 26 raf- magneaðferðir. Vér böfum einnig Automobile ost Traeter Garage, hvai «er retið fengið að njóta allra mögule.ra seíinga. Skóli vor er *a e\ni, sem býr til Batteries, er fullnstgja kröfum tímans. Vulcan.’sing verksmiðja ver er talin að vera sú lang- fullkomnaista í Canada á allan hátt. Árangurinn af kenslu vorrl hefir oss til mikillar ánegju sann- fsert bæfii sjálfa oss og aðra um að kenslan er sú rétta og sanna. —Skrifið eftir upplýsingum—ailir hjartanlega velkem.ir ttt þese að skoða skóla vorn og áhöld. GARBUTT M0T0R SCH00L, Ltd. City Public Market Building. CALGARY, ALTA. skyndilega og óvænt var orðinn þrcyttur. “Nei, segðu henni ekki annað, en að eg skuli hlýða henni og ekki ama henni. Vertu sæll, Dick.” “Heyrðu nú, Drake — þetta er svo hræði- legt! Það getur ekki verið að þú kveðjir í síð- asta skifti? Eg skil þetta ekki.” “Eg er hræddur um að þetta verði síðasta kveðjan,” sagði Drake og þvingaði sig til að brosa. “Mér þykir leitt að verða að yfirgefa þig, Dick, við höfum verið góðir vjnir, en þeir beztu vinir verða að skilja. Eg fer í kvöld með kvöldlestinni, sem mér er mögulegt að ná. Far þú svo tii Bardsley og Bardsley.” Hann kinkaði þreytulega, snéri hestinum við og reið ofan brekkuna. , Hann týndi saman {ilögg sín og muni og lét þá í töskuna; fékk eina vagninn sem var notandi til að flytja sig til stöðvarinnar, og kom þangað nógu snemma til að ná í kvöldlest- ina. 1 Salesburg skifti hann um lestir og tók Southamton lestina, og kom þar til faliegu hafn- arinnar næsta morguninn. iSkipstjóri Sjóúlfsins var svo heppinn að vera í skipinu, þegar eigandi þesssa alkunúa skemtiskips var fluttur til þess, og hann hrað- aði sér að hástokknum og bar hendina að húf- unni, þe.gar Drake gekk upp stigann. “Hafið þér símritað lávarður?” spnrði hann. “Eg hefi ekkert símrit fengið.” “Nei eg kem óvænt,” sagð Drake rólegur. “Er skútan ferðbúin?” “Já, hér um bil, lávarðnr. Eg held við getum farið að 5—6 stundum liðnum.” ‘ ‘ Ef alt er eins og á að vera í káetunni minni þá ætla eg að fara ofan o^ hafa fataskifti,” sagði hann. “Við skulum sigfci af stað nnd- ireins og alt er tilbúið.” “Já, lávarður! Ilvort .eigum við að fara?” Spurði Murphy eins kæraleysislega og hann ggt.' Þó hann væri vanur við snögga aðvörun, var þetta alveg óvanalegt. Drake horfði fram undan sér hugsandi. “Ó, til Miðjarðarhafsins held eg,” sagði hann. Eitt augnahlik stóð hann og studdi hendinni á brjóstriðið hjá salsstiganum, og hr. Murphy vogaði að spyrja: “Eg vona að þér séuð heilbrigður, lávarður?” því svipnrinn á föla andlitinu hans, skaut þessum ágæta sjó- manni skelk í bringu. Hann hafði séð hús- bónda sinn í mörgum vandasömum og mismun- andi kringnmstæðum, en -hann hafði aldrei séð’ hann með þessn útliti. “Alveg heilbrigður hr. skipstjóri”, svar- aði Drake. “Viljið þér ekki vindil? Eg held að vindurinn sé góður — er það ekki?” Hér um bil um sama leyti nam vagn NeJly staðar fyrir utan Wolfers House, Egerton Square. Þar stóðu nokkrir aðrir vagnar fyrir utan húsið og vagn Nelly varð að bíða dálítið, þangað til hann komst áfrani; en loksinsi gat hún stigið ofan úr honum, og þjónn fór tneð liana og farangur hennar inn í stóra en fremur ömurlega forstofu. Hann virtist dálítið undr- andi yfir farangri hennar, og leit efandi á liana þegar hún spurði eftir lafði Wolfer. “Lafði Wolfer, já ungfrú hún er inn í borðstofunni; fundurinn er nýbyrjaður, það er máske bezt að þér farið þangað inn.” Jáfn efandi og feiminn og þjónninn, fylgdi Nelly honum að dyrunnm. Þegar hann opnaði lieyrði hún kvennmannferödd, ekki sterka en á- kveðna og dálítið óþýða. Hún sá að herbergið var fult af fólki, flest af því var kvenfólk á ýmsum aldri, en allar með einkennilegu útliti og einkennilega klæddar, sem Nelly furðaði sig á, en þar voru líka fáeinir karlmenn, menn með • feit andlit en magnlítil, menn sem voru litlir og grannir, síðliærðir og skeggjaðir menn, og menn með stutt hár og snoðrakaðir.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.