Lögberg - 04.11.1920, Blaðsíða 4

Lögberg - 04.11.1920, Blaðsíða 4
Bí« 4 LOOBERG, FIMTUDAGINN 4. NOVEMBER 1920 JogbeiQ | Gefíð út hvem Fimtudag af The Col- g umbia Press, Ltd.^Cor. William Ave. & j Sherbrook Str., Winnipeg, Man. TALSIMI: GARRV 418 og 417 Jón J. Bíldfell, Editor Lítanáskrift til blaðsins: THE C01UMBIA PRESS, Ltd., Box 3172, Winnipog. Man- Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LOCBERC, Box 3172 Wlnnipeg, Man. VERÐ BLAÐSINS: $2.00 rnn Arið. ir^R«MlilWrBaiyCTffBiil5ii^ll|||lli||i|IH!IIH!l|IIIIUI|IPIt!l|l|lllll10llll!l|illllllHllliiií!!lli;iíMliliiKilllli:i:i^ Anatole France. Þessi bókmentajöfur Frakka hefir nýlega átt tal við fréttaritara blaðsins London Observe um ástandið í Evrópu, og er sumt í því samtali svo þnrngið af viti og umhyggju fyrir velferð þjóðanna, að vér birtum kafla úr því í lauslegri þýðingu. Það sem bann álítur meinabót Ev- rópu, er: Fyrirkomulag, sem gruúdvalla'st á sameig- inlegum hagsmunum Evrópu og alls heimsins. Það sem þjóðirnar gjörðu á stríðstfmumim til ]<ess að byggja, verða þær allar að gjöra nú til þess að verjast hinum sameiginlega óvini— Sundurlyndinu. Til þess að geta sem bezt notið krafta sinna á stríðstímabilinu, lagði hver þeirra fram alla sína krafta og öll sín efni, og í orði kveðnu að miusta kosti voru þær einhuga og ákveðnar sem einn maður. Þetta fyrirkomulag, þessi samheldni og einbeitta alvara á meðal þjóðanna, sýnist vera eina viðreisnarvonin fyrir Evrópu. Að sameina efni sín til hags fvrir alla jafnt sem einn, og einn sem alla, mundi ekki einasta bjarga efnabags ástandinu í Evrópu við, held- ur líka hinu andlega ástandi þjóðanna, eins og Wilson forseti vonaðist eftir. En andi sá, er gjörði einhuga samtök þjóð- anna möguleg, er hinn mesti óvinur þjóðanna að því er einingu og samtök sertir, þegar hann snýst á móti þeim. Þjóðarmetnaður á stríðs- tírtium meinar, að ]>ú verður að hata mótstöðu- menn þína eins mikið og þú elskar þína eigin þjóð. í þessum neik\ræða skilningi hefir þjóðar- metnaður Frakka vaxið mjög síðan að friður var saminn, því það er ekki eir.asta, að Frakkar hati nú Þjóðverja, heldur hafa Rússar bæzt við í þann reikning. Til Englendinga og ítala, aðal samherja sinna í stríðinu, bera Frakkar alt annað en hlýjan hug. Jafnvel innan landamæra þjóðainnar sjálfr- ar hefir stéttarígur og stétta hatur blossað upp Úr o.g fer vaxandi. í staðinn fyrir að lýðveldis- andi ríki vor á meðal, þá heimtar einn flokkur- inn í landi voru að forráðin komist í hendurn- ar á vinnulýðnum; annar, að vér snúum oss aftur að konungsstjórn, og eru merkin degin- um Ijósari, að sú tilfinning er að ná fastara haldi á þjóðinni með hverjum líðanda degi.” En Anatole France er ekki á þeirri skoðun, að Evrópa sfé á^ þdm vegi, enn sem komið er, að maður megi vonast eftir að hún frelsist frú ógæfu þeirri og eyðileggingu, sem honum finst vofa yfiúhenni. Svo heldur hann áfram: ‘‘Út úr öllu þessn róti og lausung, finst mér að ein þjóð muni ná sér—Rússar. Það er eitthvað nýtt, sem vér getum átt von á frá þeim. Þær kvalir, hörmungar og ofraunir, er sú þjóð hefir orðið að ganga í gegn um, gefur mönnum ástæðu til þess að hnlda, að eitthvað stórvægilegt sé þar í fæð- ingu. Ekkert nema það, sem hefir í sér mikið lífsafl, getur komið á stað slíku ölduróti út um allan lieim. Ekkert neina nýjar og stórkost- legar lireyfingar hdfði getað komið því til leiðar, sem rauðu hersveitirnar á Rússlandi, fótsárar og hungraðar hafa getað gert gegn aragrúa af óvinum. A'ð sjálfsögðu er margt að, margt ömur- legt og óskaplegt, en það er eðli mikilvægra viðburða. Rússland er eina landið í heiminum, sem hefir alþýðlegt hervald. Veröldin öll stendur á öndinni út af því, sem er að gerast á Póllandi.... Eg meina, að sósíalista kenningarnar eru í fyrsta sinni að \erða að veruleika í staðinn fyrir að eins hug- rcyndir eða kenningar, sem haldið hefir verið frarn. Sósíalismann í einhverri mynd getur heimurmn ekki umflúið, og hann er líka eina von Evrópu. Sigur sambandsmanna er eins lamandi fyr- ; r þá, eins og ósigur Þjóðverja er þeim. 1 mörg- um tilfellum eru vandræði fólksins eins mikil nú, eins og er þau voru ískýggilegust á stríðs- tímunum. Evrópa er nú dauðsjúk. Friðurinn hefir ekki grætt sárin og vonleysið er öllu rneira fyrir það,” mælti Anatole France, “að Wilson forseti tók nokkurn þátt í Evrópu mál- um. Hann kom hingað sem boðberi friðarins, <v hafði nýjan boðskap að flytja, fullur vonar og eldlegs áhuga. Hann hafði einlæga trú á þeim hoðskap sínum, og að hann væri sá eini rétti. Eg er viss um að honum hefir fundist hann vera boðberi guðs. Einlægni hans var ekki að eins hrein og auðsæ, heldur kveikti hún vonaljós í hjörtum fólksins í Evrópu, sem orðið var dauðþrytt á stríði. Honum fanst, og fólkinu með honum, að ■ fyrir þvvbrennandi sartnfæringarafl og góðvild til allra manna hlvtu myrkraöflin að víkja. Það er erfitt fyrir Ameríkumenn að átta sig á því, hvað koma Wilsons þýddi fyrir vonir og hjartans þrá alþýðunnar í Evrópu. Til þess að skilja það, ]>arf maður þó ekki annað en hugsa um hvaða áhrif för hans til Evrópu hafði á hann sjálfan. Þegar hann kom. var hann fremstur allra í heimi. 1 dag er hann niður brotinh, ekki að eins að áliti og heilsu, og ekki að eins í augum Evrópumanna, heldur líka hjá sinni eigin þjóð. Völd myrkranna biðu eftir honym hér — og f eftir viðureignina, sem í myrkrinu var háð, kom boðskapur lífs óg ljóss fram fyrir sjónir manna yfirunninn og eyðilagður af samningsbralli.” Glögt auga hefir Aanatole France fyrir því, sem er að gjörast í Bandaríkjunum; hann benti á að þau lönd, sem efnalega hefðu grætt á stríðinu, væru Bandaríkin og Japan, þau lönd hefðu auðgast á meðan að Evrópa hefði orðið gjaldþrota, og hættuna mestu álítur Ana- tole France fyrir Bandaríkin vera “material- ismann”, sem aftur fæddi af sér herbúnað- ÍDn. “Það ástand er all-liættuleg-t, ” mælti Ana- tole Franee. “Bandaríkin mlnnaonig á ungan, framgjarnan og sterkan mann, sem er að byrja að æfa sig í hnefaleik. Hans köllun er önnur en berjast. Hið andlega atgerfi hans er næstum yfirnáttúrlegt og Jiráir starf—óheflað 'starf. IJann freistast stundum til þess að vera frekur. Hjarta hans er heilbrigt og hugsanir hans hreinar. Hjá honum eru margar veglyndar þrár, eins og hjá ölium ungum mönnum. En hann er ekki frá- leitur istríði. Eg trúi ekki á forlög. Hjá þessu ungmenni geta veglyndar hugsanir og við- kvæmni þróast, og hann getur orðið máttugur stuðningsmaður á svæði andans. En hann getur líka þroskast í aðra átt — getur oðið grimmur yfirgangsseggur; það er alt undir því komið, hvaða áhrif iðnaðar áfergj- an hefir á hann. Ef heimshyggjan gerir Ameríkuþjóðina grimma og yfirgangssama, forherðir hana, þá líður allur heimurinn. En ef Bandaríkjaþjóðin gjörir iðnaðinn mamiúðlegan og alþýðlegan, þá verður það ósegjanleg blessun^illum heimi.” ----------------------o-------- Glaðlyndi og góðlyndi. Dag hvem, eftir hvíld næturinnar, flutti skáldið Robert Louis Stevenson svo hljóðandi bæn: “Dagurinn er runninn upp með sínum smá óþægindum, áhvggjum og skyldum. Hjálpa þú oss til þess að inna þær af hendi, eins og góð- um mönnum sæmir; hjálpa þú oss til að leysa þær af hendi með bros á vörum og ánægju á andlitum voruió. “Lát iðnað og vinnu auka lífsgleðina. Gfef að vér getum með Ijúfum hugR og léttu hjarta gegnt skylduverkum vorum í dag og leið o'ss að loknu dagswrki til hvílu vorrar þreytta, á- nægða og hreina, og veit oss að síðustu væran svefn.” Mörg .eru gæði lífsins, ef að eins mennirnir vildu gefa sér tíma til þess að koma auga á þau og færa sér þau í nyt. En oss virðist vafa'samt, hvort nokkur þeirra hafi eins mikla þýðingu fyrir líf einstak- linga og heildar, ein's og þau er Robert Louis Stevenson leggur svo mikla áherzlu á í þessari hæn sinni: G-laðlyndi og góðlyndi. Vér þorurn ekki að segja, að allir erfiðleik- ar lífs vors séu sprotnir af þunglyndi og illyndi; ' cn ef vér vildum athuga vel, þá mundum vér komast að raun um, að það er ekki Mtið af ill- gresi mannlífsins, sem grær og þroskast í þeim jarðvegi. Þessar tvær ljmdis einkunnir mannanna, glaðlyndi og góðlyndi,' svara til sólskins og sumarblíðu í ríki náttúrufmar; en þunglyndið og illyndið sólarleysinu og járnköldum élja- drögum. Enginn maður, sem um þetta tvent í nátt- úrunnni má velja, lætur sér til hugar koma ann- að en velja sér sólskin og sumarblíðu, ef hann á nokkurn kost á henni — sólarleysið og hin járnköldu éljadrög, sem eru sönn ímynd illra orða á tungu mannanna, eru lamandi fyrir Mfs- kraftana og ræna sálina þeim friði, er hún þráir og þarf að njóta. Að sjálfsögðu er ekki sá maður eða sú kona til, sem ekki finst að hann eða hún hafi við ein- hverja erfiðleika að stríða, og þeir eru oft veru- legir, þeir erfiðleikar. En hann og hún verða að gæta að því, að það eru ekki þau ein, sem hafa við erfiðleika nð sitríða og erfiðleika að sigra; þess vegna er það ekki að eins lítilfjörlegt, heldur blátt áfram rangt, að vera sí-óánægður—BÍ-kvartahdi, sí- nöldrandi um eifthvað, sem manni finst á móti blása. Sá, sem þú talar við, hefir sama óá- nægjuefnið og þú sjálfur, og á oftast fult í fangi með að hera það, þó þú þyngir ekiki á honum með þínum raunum. Þessar óendanlegu raunatölur manna, eða bölsýnistal, er eitt af hinum stóru meinum vor mannanna. Robert Louis Stevenson segir, að velgengni vor í Mfinu sé undir því komin, að vér hættum því, og í sama -streng tekur Hannes Hafstein, þar ‘sem hann segir: “Vér, Islands börn, vér erum vart of kát, og eigum meir en nóg af hörmnm sárum, þótt lífdögg blóma sé ei sögð af grát né sævarbrimið gjört af beiskum tárum.” Ef að vér gætum, nei, ef vér vildum láta glaðlyndið og góðlyndið koma hjá oss í staðinn fyrir þunglvndið óg illyndið, live óendanlega væri ]>á ekki fcgurri útsýn yfir Mf mannanna, en nú er, ög hve óendanlega miklu sælli vér væyum sjálfir. En það er ekki að eins sæla og sálarró ein- staklinganna og fjöldans, som bezt grær og þró- ast í heimkynni glaðlyndis og góðlyndis, heldur eru þau vermireitur hinna verklegu fram- kvæmda vorra. Saga er sögð al' efnilegum, ungum manni; hann var vel af guði gefinn og með góðri ment- un lagði hann út á lífshrautina. Heimanmund liafði haiin álitlegan í gulli og silfri, og með honum fvlgdi hölsýni, ,sem liann hafði annað hvort tekið að erfðum eða verið vaninn á. Þessi maður gjörðist káuinnaður, reisti sér fallegustu húðina í bænnm og keypti meiri vöru- forða og eins góðan, ef ekki betri en aðrir, og tók að verzla. Fyrst í stað gekk verzlunin allvel; það komu margii inn og keyptu. En svo fór aðsókn- in að smá minka, þangað til þessi skrautlega búð stóð svo að segja tóm. Eigandinn .varð hryggur og nærri utan við ,sig, því hann hafði lagt aleigu sína í pétta. fyritæki; hann vissi ekk- ert hvað hann átti til bragðs að taka. Svo var það eitt kveld, að vinur hans kom beim til hans, og fór þá kaupmaður að segja honum rannasögu sína. Vinur hans hlustaði á það lamandi raunatal dálitla stund, og mælti: “Þettá er það, sem er að eyðileggja verzlun þína.” “Við hvað áttu?” mælti kaupmaður. “Eg meina, að þú fælir viðskiftafólk þitt burtu frá þér með þessu vonleysis kuklatali. Þegar þú opnar munninn til þess að segja eitt- hvað, þá ertu hárviss með að segja það, sem gerir mönnum þungt í skapi; en fólk kemur eklíi í búðir til þess að kaupa slíka vöru.” Út af þessum ummælum fór kaupmaður að liugsa um það, hvort hann væri vissulega vald- ur að sjálfs sín höli, og hann ásetti* sér að snúa við blaðinu hvað sem hað kostaði, og hann gerði það og sannfærðist um, að glaðlyndið og góðlyndið gaf af sér hærri vexti, en nokkur vörutegund í húð hans. --------o--------- íslenzka leikfélagið í Winnipeg. Á síðastliðnum vetri, hafði Þjóðræknisfé- lagsdeildin Frón, leikfélagsmálið til meðferð- ar og fékk það í hendur nefnd manna til frek- ari framgangs. Starfi deildarinnar í þessa átt, mun því að nokkru leyti mega þakka sýning hins ágæta leiks, “ Kinnarhvolssystra ”, er lcikinn hefir verið fjórum sinnum í Winnipog fyrir troðfullu húsi, þó einkum hin síðari kveld- in, er fólk varð frá að hverfa sökum þrengsla. / f Tómt eða hálf-tómt hús undir þessum kring-umstæðum, hefði óneitanlega borið vott um andlega úrkynjun, og sumir, jafnvel hreint ekki sv,o fáir, voru vondaufir um aðsóknina. En sem betur fór, varð raunin önnur á. % Nafn leikkonunnar listfengu, frú Stefaníu Guðmundsrlóttur, hefir vafalaust átt hvað drýgstan þáttinn í að draga fólk að leiknum fyrsta kveldið, — leikritið sjálft var þá flestum ókunnugt. En síðari kveldin þrjú, var það ekki afspurnar-hróður frú Stefaníu, sem orsakaði húsfylli fagnandi fólks, heldur hún sjálf, lif- andi og líðandi í persónugerfi æsku og elli, þar sem benni lét hvorttveggja jafn vel. — Mynd- irnar, sem skáldið bregður upp í leikritinu, eiga brýnt erindi við almenning hér á meðal vor. Þær koma ekki fram í neinum spéspegli, heldur sýna sannleikann, eins og hann er. — Þeim, sem ant er í alvöru um viðhald þjóðernis vors hér vestra, hlýtur einnig að vera ant um leikfélagið nýja og framtíð þess, — það hefir meir en rétt- lætt tilveru sína með sýningu “Kinnarhvols- systra.”— Leikfélagið hefir í hyggju að ferðast um bygðir Vestur-lslendinga í vetur og sýna þar leikrit þau, sem það þegar hefir æft og kann að æfa síðar. — Kostnaðurinn við slík ferðalög hlýtur að verða mikill. Það er því sýnt, að svo framarlega að ferðirnar eigi að geta borið sig, verður að selja innganginn mun hæra, en tiðkast hefir í sambandi við íslenzkar samkom- ur að undanförnu. — Leikfélagið þyrfti að geta lieimsótt( sem allra flestar nýlendur vorar hér í álfu, áður en frú Stefanía hverfur heim . Það er á valdi almennings, hver örlög leikfélagsins verða. Vilji menn eitthvað á síg leggja því til stuðnings, getur það þroskast og komið að til- ætluðum notum — annars ekki. E. P. J. --------o--------- Auður er bygður á sparsemi Ef þú þarft að vinna hart fyiir peningum þín- um, þá láttu peningana vinna hart fyrir þig. Sparisjóður vor borgar 3 prct. árlega og ervöxt- unum baett við höfuðstólinn tvisvar á ári. THE DOMINION BANK NOTRE DAME BRANCH, - P. B. TTJCKER, Mauagoi- SELKIRK RRANCH, . . - W. E. GORDON, Manager. pakkarávarp. Jón ísfeld Goodman var fæddur 7. nóv. 1899. Dáinn 5. sept. 1920. Fyrir þremur árum mistum við Ingvar Franklín. Hann var^ fæddur 7. nóv. 1902. Við dauða sona okkar hefir fólkið í bygðinni Point Roberts i sýnt okkur mjög hlýja og við-1 kvæma þátttöku í sorginni. Eg vil minnast á það að séra Sig. Ólafsison thélt guðslþjónustu hér, nokkru eftir að fregnin barst ofckur um slysið og mintist hann mjög hlýlega á sorg okkar, og var huggun í því að hlusta á hann, ásamt því að sjá hve mik- inn og innilegan þátt safnaðar- I Jón ísfeld Goodman. fólkið tók í því. Fyrir þetta er- um við innilega þakklát, bæði séra Sigurði og sam'bygðarmönnum okkar. Enginn getur skilið sorg- ina til fulls, fyr en hann reynir hana sjálfur. En samhygð og þátttaka, góðra manna við það mótlæti er eins. og vermandi geislar á köldum og dimmum vetrardegi. En þeirra hlýju geisla höfum við notið, í ríkug- legum mæli frá samlöndum okkar á Point Roberts. Ingvar Goodman. Anna Goodman. P. S. Samkvæmt skeyti til for- eldranna, frá Rex F. Svarts lækni í Katalla, Alaska, drukn- aði Jón Goodman þann 5. sept. s. 1. í Béringsfljóti, hafði verið á veiðiför með nefndum lækni. Hann var útlærður í vélfræði fyrir skömmu, og hafði 1 sumar á hendi vélastjórn á skipi sem St. Martin ihét. Jón heit. var at- gerfismaður hinn mesti til sálar og líkama og naut almennrar virð- ingar af öllum, sem honum kynt- ust. Er því þungur 'harmur kveðinn að foreldrunum öldruðu, sem og fjölmennum hópi annara ættingja og vina. Samhygðar skeyti út af fráfallinu hárust foreldrunum víðsvegar að, meðal annars frá H. T. Simonds fyrir hömd félagsins, sem Jón vann hjia, og Svartz lækni. Er þar farið lofsamlegum orðum um hæfi- leika og kosti hins látna ung- mennis. PENINGA MEÐ PÓSTI EÐA SIMA Má senda með fullri og áreiðanlegri tryggingu til allra staða í Evrópu fyrir milligöngu þessa banka og hinna mörgu útibúa hans. Starfsmenn bankans vaita upplýs- ingar með glöðu geði. THE ROVAL BflNK 0] CANADA Borgaður höfuðstóll og Vi&lagasjóður 535,000,000 Allar eignir eru yfir Framtíð fluglistarinnar á Islandi. Eftir Frank Frederickson. fluglautinant pegar litið er yfir Iþroskasögu fluglistarinnar frá fyrstu byxjun, hjóta jafnvel þeir sem efagjarn- a&tir qru, að sannfærast um, að fluglistinni fleygji svo mjög á- fram dag frá degi, að ekki sé nein fjarstæða að ímynda sér, að flug- vélar ve.rði orðnar eins almenn samgöngutæki eftir nofckur ár, eins og bifreiðar eru nú. Og það ?em meira er: að þær verða að- al samgöngutækið þar sem alt- er undir hraðanum komið. Nálega u.m allan heim er nú farið að nota flugvélar til flutninga og þau lönd eru mijög fá, sem ekki eru að gera tilraunir með þýðing flug- véla bæði fyrir samgöngur og annað, í smærri eða stærri stíl. iHér á landi eru áamgöngur sein- færar, því engar eru járnbrautirn- ar, og tekur það marga daga að koma fólki og flutningi úr einum stað í annan. par sem svo er á- statt, álít eg að flugvélar hafi hina mestu þýðingu. Og flugið ekki einvörðungu að ná til fólks og pó&tflutninga. pað er fjölda margt annað, sem flytja mætti á flugvélum og flughátum hér á landi, og gæti það gerbrevtt skoð- unum manna á flugferðum. Nú er rétt að athuga dálítið það, sem mælir með flugi hér á landi og síðah gera að umtlsefni, sem mæl- ' ir á móti. Fyrst má nefna það miki'lsverð- asta: póstflutningana á íslandi. Enginn getur mælt á móti því, að hér sé tilfinnanleg vöntun á graið- ari póstgöngum um alt landið en nú'eru. pví hingað til hafa þær verið seinar, ófullnægjandi og oft óvissar. í öðru lagi mé nefna. flutning farþega staða á milli, þannig að það fylgist að, að ferðin I landsýn. Að nálgast þig, mætasta móðir, það mínu er hjartanu fró, nær berst eg um bláölduslóðir yfir brimsaltan, freyðandi sjó. Nú gleymast mér öll þessi árin, nær ungur eg leit þér á bak, nú breytast öll burtfarar tárin í barnalegt el'skunnar kvak. En máske þú munir það ekki, hvað mikill er skyldleiki vor, ellegar enginn mig þekki sem æskunnar rakti mín spor en nafn mitt eg rýk í að rissa, svo rennirðu’ í grun, hver eg er, þinn mögur svo megi þá kyssa mjallhvítu brjóstin á þér. Æ, sýndu mér blómgaða bala og Máfjalla laufskrúðið þitt. Ó, leiddu mig langt upp til dala, á leiksviðið æskunnar mitt, þá fyrst er minn hugurinn heima, því helgust mér bamsgleðin er, þar vil eg dotta og dreyma um dvölina fyrmm hjá þér. Jón Stefánsson.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.