Lögberg - 04.11.1920, Blaðsíða 6

Lögberg - 04.11.1920, Blaðsíða 6
BLi. 8 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 4. NOVEMBER 1920 I taa»ea5aiaga38ga55saiass5sas5sens-.gsasiiaiy.?-gs~- Launcelot of the Lake. Framh. Ðanði Arthurs konungs. Dannig- lá Sir Gawain, bíðandi eftir 'því að fcárin gréru, þa)i cr hann hafði hlotið af völdum Sir Lancelots; vopnahlé var komið á inilli beggja hersveita, er hraðboði kom frá Bretlandi með bréf til Arthurs 'konungs og flutti það hin verstu tíð- indi, sem sé þau, að Sir Mordred hefði hrifsað undir sig völd og ríki frænda síns. Hafði hann fyrst komið þeim orðrómi á loft, að Arthur konugur hefði fallið í orustu fyrir Sir íjáaroelot, og með því að fjöldinn er ávalt trúgjarn, hafði það kostað Sir Mordred tiltölulega litla fyr- írhöfn að kalla lávarðana til þings og láta þá samþykkja ríkistöku sína og sverja sér holl- ustu. En drotningin fékst með engu móti til að trúa því að konungur væri faliinn, og flýði hún undan ofsóknum Sir Mordred og leitaði hælis í Lund- únaturninum míkta, þaðan gat enginn fengið hana til að fara, því hún hafði óbeit á Mordred og vissi aldrei hvaða óhæfu hann kynni að hafa í frammi. Letta' voni þá fregnirnar, sem Arthur kon- ungi bárust til lierbúða sinna skammt frá Beni- vick kastala, Sir Lancelots. Bað hann riddara sína að búast til farar í skyndi, og eftir að hafa náð til strandar, steig konungur á skipsfjöl á- samt föruneyti sínu, lét vinda upp segl og sigldi alt hvað hann mátti í áttina til Bretlands. Sir Mordred og félagar hans höfðu frétt af heimsiglingu Arthurs konungs ogdregið að sér óvígann her. Það var sannarlegt hrygðarefni að 8já, hve Mordred hafði getað vilt mörgum hraustum riddara sjónar, þeirra er hlotið höfðu jnannvirðingar hjá Artiiuri konungi, fólkið var, nú ekki sjáifu sér trúrra en það! ' Og þegar Arthur konungur nálgaðist Dovrer, hitti hann Mordred þar fyrir með mikinn her reiðubúinn til að varna honum landgöngu. Sló þegar í mannskæða ejóorustu, lið Mord- reds reyndi að komast á smábátum út að konungs- gkipinu, en menn Agthurg konungs rejmdu af kappi miklu að ná til lands. Arthur konungur og riddarar hans sýndu svo írækilega framgöngu, að innan skamms tíma höfðu þeir rekið óvinina af höndum sér, komið sínu eigin liði á land og stökt Mordred á flótta. Bauð Arthur konungur þá mönnum sínum, að grafa hina föllnu, og hjúkra þeim er særðir væru. Gengu konungsþjónar aftur til skipa og könnuðu valinn, komu þeir loks auga á Sir Gawain, þar sem hann lá niður við kjöl, þrekaður mjög og kominn að dajiða, báru þeir hann í tjaid og fékk sýn sú Arthuri konungi mikillar hrygðar. öll mín jarðneska ánægja er nú feti,” mælti konungur, •“engum mönnum hefi eg unnað heitar en jrður og Sir Lanoelot. Eg hefi tapað Sir Lancelot, en þér hvílið hér á dán- arbeði.” “Konungur minn og herra,” sagði Sir Gawain. “Sár það er Sir Lancelot veitti mér, er nú banvænt orðið og dauðastund mín nærri. Sjálfum mér má eg um kenna, hroki minn orsakaði þetta ægilega átríð. Bið eg yður nú að reisa mig upp að brjósti jrðar, konungur, svo eg megi rita Sir Lancelot nokkur orð áður en eg gef upp andann.” Orðin sem Sir Gawain reit voru þessi: “Til Sir Lancelots, sem göfgastur er allra riddara. Eg, Gawain, sendi yður síðustu kveðj- una. Sár það, er þér veittuð mér við Benwick kastalann á Frakklandi, er nú banvænt orðið og dregur mig senn til dauða. Bið eg "hlla menn að vera vitni að því, að eg er sjálfur orsök í dauða mínum, en þér alsaklaus af víginu. Sök- um vorrar fornu vináttu, bið eg jiJur að hverfa aftur til Bretlands og biðja fyrir Gawain frá Orkneyjum í hvert sinn og þér gangið fram hjá leiði hans. í Guðs friði!” Að þessu loknu andaðist Sir Gawain og var jarðaður í Doven*Kapellunni. 4. Eftir orustuna \rið Dover, rak Arthur konung- ur og menn hans lið Mordreds á flótta alla leið til Barham Down, og þaðan flýði Mordred til Canterburj'. Smátt og smátt fóru nú ýmsir þeirra fyrri riddara Arthurs konungs, er gengið höíðu Mordred á hönd, að sjá, að þeir höfðu verið dregnir á tálar. Þegar Mordred komst að því, að menn hans voru í óðaönn að snúa við honum baki, hélt hann vestur á bóginn í þeirri von, að þar mætti sér frekar auðnast að ginna einhverja til fylgis; maðurinn var samvizkulaus roeð öllu, og kallaði til fylgis við sig heiðingja, sem Arthur konupgur hafði rekið úr landi á þeim góðu ár- um, þegSr Lancelot var einn í Round Table fé- laginu. Arthur konungur var sárreiður j'fir falsinu, sem beitt hafði verið gagnvart honum sjálfum og ríkinu. Elti hann Mordred, þar til liann gat ekki flúið lengra, en Vestur-hafið tók við. Þetta var á þrenningarhátíð. A þeirri nóttu birtist Sir Gawain Arthur konungi í draumi, alveg eins og í lifanda lífi, að því er honum fanst og mælti: “Konungur minn og herra! Guð hefir af mildi sinni leyft mér að vara yður við því, að leggja til oiustu á morgun. Ef þér gangið til bar- daga munuð þér særast til ólífis, en meginþorri hersins á báðar hliðar týua lífi; gerið þess vegna vopnahlé í mánuð og að þeim tíma liðnum, mun Sir Lancelot koma yður til stuðnings ásamt öll- um sínum fræknu riddurum, og hjálpa yður til að steypa landráðamanninum af stóli,” Svo hvarf Sir Gawain á brott. Konungur vaknaði sarostundis og lét kalla fyrir sig vitrustu riddara sína, þá Sir Lucan og , Sir Bedivere og sagði þeim drauminn. Þeir féll- ust á að rétt mundi vera að bjóða vopnahlé, sam- kv:emt orðum Sir Gawains beim, er liann hafði mælt við Arthur konung í drauminum, og í býtið voru erindismenn sendir á fund Sir Mord- reds og honum boðið til friðarstefnu. Svo var ákveðið að fundurinn skyldi háður á bersvæði miðja vegu á milli herbúða þeirra Arthurs kon- ungs og Mordrcds og átti hvoi um sig að hafa 14 riddara til fylgdar. Traustið á hvora hlið var ekki meira en það, að báðir skipuðu mönnum sín- um að leggja tafarlaust til orustu, ef nokkurstað- ar sæist sverð úr sliðrum dregið. — Skömrnu eftir að samtal þeirra hófst, bar svo við að naðra skaust út úr nærliggjandi runna og læit riddara einn í fótinn; brá sá sverði sínu um leið, án þess að muna eftir fyrirmælum foringja síns í svápinn. En um leið og blikaði á hjörinn. gullu við lúðrar og fylkingunum sló saman í trylt- um bardaga. Aldrei hafði grimmari orrahríð verið háð, því þarna sótti bróðir að bróður og vinur gegn vini, ruddist Arthur konungur í gegn- um fylkingar og leitaði svikarans Mordred. Bar- ist var uppihaldslaust þann dag allan á kvöld fram. Svo hart hafði konungur sótt að óvinun- um að hann virtist hafa gleymt sér og sínum eig- in riddurum í langa hríð, en er vitund hægðist um, sá hann að allir riddararnir voru fallnir nema þeir tveir, Sir Lucian og Sir Bedivere, vorn þeir þó sárir mjög; en álengdar stóð Sir Mordred, sá er valdur var að öllum hermdarverkunum, og horfði ögrandi augum yfir valinn. Iljarta Art- hurs konungs fyltist saknaðar og sorgar yfir falli hinna hraustu riddara og hann hrópaði hárri röddu: “Landráðamaður! nú eru dagar þínir taldir!” Tvíhenti ‘hann þá atgeirinn og lagði Sir Mordred í gegn. Um leið og Mordred kendi lags- ins, \rissi liann að það var banvænt, hleypti hann þá í sig einhveju undraafli, og hjó með sverði sínu í höfuð konungi, klauf hjálminn í tvent svo að kaldbiturt stálið fann greiðsóttan veg og veitti Arthur konung mikinn ávetka. Svo féll Sir Mordred aftur á bak steindauður. Sir Lucan og Sir Bedivere komu konungi til hjálpar, þar sem hann lá þjáður af áverkanum. Þeir tóku hann og báru á mllii sín til kap- ellu einnar á sjávarströndinni. En um leið og þeir lögðu hann niður, féll Sir Lucan dauður til jarðar. Og þegar Arthur konungur rankaði við sér aftur, sá hann að Sir Bedivere var hinn eini eftir lifandi allra hinna fræknu riddara. Arthur konungur, særður til ólífis eins og hann var, kveið ekki dauða sínum, heldur harmaði fyrst og síðast fall hinna trúu og ágætu riddara. Um leið og hann leit á lík Sir Lucan andvarpaði hann og mælti: “Hugprúði og trúi riddari þú hefir látið lífið fyrir mig. Ef fyrir mér lægi líf, mundi eg harma þig alla æfi, en nú eru dagat mínir einnig allir taldir.” Leit hann þá til Sir Bedivere, er stóð þar skamt frá hryggur og með tár í augum. “Grát þú eigi mællti konungur blíðlega. “tíminn er stufctur, en ærin störf fyrir hendi. Seinna getur þú grátið að vild. Tak þú nú sverð mitt Excalibur og kasta því í djúp sjáfar- ins og skýrðu mér svo frá hvers þú verður vísari.’ “Konungur minn og herra,” sagði Sir Bedivere, ”fyrirslripun þinni skal framfylgt verða tafar- laust,” tók svo við sverðinu og gekk á brott. Á leið inni nndraðist hann hve sverðið var fagurt og hversu hjöltin glitruðu eins og fegurstu gimstein- ar, flaug honum þá í hug með hve yfirnáttúrleg- um atburðum vopnið hafði komist í eigu konungs. Konungur/ liafði einhverju sinni verið á gangi eftir 8tröndinni hafði hann þá komið auga á hendi úr sjónum og hélt sú á blikandi sigð. Kon- ungur^hafði biugðið við, stokkið í bát og róið út á miðið, náð sverðinu og róið þvínæst jafnharð- an til lands*. En er hann fcók að skoða sverðið, sá hann að letruð voru sitt hvoru megin á blaðið þessi orð: “Sleptu mér, haltu mér.” Hafði liann þá tekið það til spekingsins Merlin, er ráð- lagði honum að halda gripnum og sagði: “Rétti tíminn til að fleygja því er enn ekki kominn.” Hugsaði |)ví Bedivere með sjálfum sér að ekki mundi saka þótt hann brygði út af boði konungs í þetta sinn, og faldi því sverðið við trjástofn einn og flýtti sér um hæl til kapellunnar. “Hvers varstu vísari?” spurði konungur. “JHerra svaraði Bedivere. Eg sá ekkert annað en öldurnar og heyrði að eins gnauðið í vindinum. “Þetta er ósatt”, mælti konungur. “Eg skora á þig, sökum þess að þú ert reyndur riddari, að fara aftur og hlífast eigi við að kasta sverði mínu í djúpið. Sir Bedivefe lagði en af stað, með þeim á- setningi að fullnægja skipun konungs, en er hon- um varð litið á hið fagra sverð, hugsaði hann með sjálfum sér. “Það er synd að senda annan eins dýrgrip á sjáfarbotn,” hann fól sverðið að nýju og flýtti sér á fund konungs. “Hverg varstu áskjmja í þetta sinn,” spurði konungur. “Herra, eg sá að eins öldurnar dansa um bergsnasimar. ” Þá varð konungur afar reiður og hrópaði: “Svikari! þú hefir brugðist mér tvfsvar. Gim- steinaglitið á sverðshjöltunum hefir þú tekið fram yfir mig. Farðu nti í þriðja skiftið hinna sömu erinda og bregðist þú mér einnig þá, skal það kosta þig lífið.” Ekki hafði konungur fjrr slept orðinu, en Sir Bedivere var af stað kominn; tók hann sverð- ið úr fylgsnunum, varaðist að líta á það og henti því af öllu afli í dúpið. Sá hann þá kynlega sýn; því unt leið og sverðið snart vatnið, kom upp hendi úr djúpinu, mundaði meðalkaflann, brá sverðinu þrisvar og hvarf! Sir Bedivere flýtti sér nú alt hvað hann orkaði á fund konungs og skýrði honum frá hinum yfir- náttúrlega atburði. “Það er gott,” sagði kon- ungur; flyt mig nú til flæðarmáls, eg hefi dvalið •hér lengi og kuldi er farinn að koma að sárnn- um.” Tók Sir Bedivere Arthur konung þá á bak sér og bar hann niður til hinnar einmanalegu strandar, þar sem ölduraar léku við eigenda- lausa hjálma og máninn varp töfrabjarma á á- sjónur hinna föllnu riddara. Tæpast höfðu þeir fyr náð ströndinni, en í ljós kom byrðingur einn á siglingu og á þilfarinu stóðu þrjár hávaxnar konur í svörtum klæðum, en með kórónur á höfð- um. “Flyt mig út á byrðinginn”, sagði konung- ur. Og Sir Bedivere hóf konunginn þíðlega á loft og flufcti hann til skips samkvæmt ósk hans. En drotningarnar allar þrjár, grétu yfir konungi. Ein þeirra tók höfuð hans og lagði í kjölfcu sína og þrýsti höndum hans grátandi. “Bróðir minn,” hrópaði hún í ákafri geðshræringu. “þú hef- i r verið of lengi í burtu; eg er hrædd um að kuldi sé korninn að sárilm þínum”. Svo tók bjrrðing- urinn að þokast hægt og hægt frá landi. Þegar Sir Bedivere sá hvað um var að vera, fórnaði hann höndum og kallaði hárri raustu: “Konungur minn og herra, það er verið að nema þig á brott frá mér.” “Hughreystu sjálfan þig,” mælti Arthur k0nungur, eg get engum orðið til hug- hrej'stingar framar. Eg er nú að fara tii Avalon dalsins og leita lækninga við sárum mínum. Hitt- ir þú mig aldrei framar, skaltu samt muna mig og biðja fyrir mér.” Sir Bedivere fylgdi byrðingnum með augun- um, þar sem hann leið út flóann, unz hann var kominn í hvarf. Reikaði Sir Bedivere þá til skógar, var þar á ferli alla nóttina og kom ekki heim fyr en í afturelding. Eyddi hann því, sem eftir var æfinnar við guðrækilegar iðkanir og bænahöld. ' Til Arthurs konungs hefir ekki spurst síðan. En margir halda því fram að hann sé en á lífi og dvelji hamingjusamur í Avalon dalnum, þar til sá tími komi, er þjóðin þarfnist hans mest. Aðr- ir telja víst að hann sé dáinn og færa það fram til sannindamerkis, að lengst, lengst út í Vestrinu hafi leiði hans fundist og á legsteininum standi þessi orð: “Hér hvílir Arthur fyrverandi og tilvonandi konungur.” ’ --------o-------- Tárvot augu. Leit eg margt svo ljúft og frítt á lífs míns förnu árum; en ekkert þó jafn undur-blítt sem augu vot af tárum. Lífsins dýrstu gæðum gaum gefur lund í sárum. Og mildi, er fraus í glysi og glaum, geislar út frá tárum. Laugast brún, er liggur hæst ' í loftsins svölu bárum. Svo eru verkin andans æðst, ávalt vígð í tárum. Verður margt á manna leið, er meinum veldur sárum. En stærsta þraut og þyngsta neyð, þvæst í burt með tárum. María Jóh/mnsdóttir. --------o-------- Blinda vinan mín. Hún var af mentuðu fólki komin. En svo kom starblindan og tók burtu skímuna, sem hún hafði séð með öðru auganu; á hinu var hún blind, frá því á bernskuárum. Hún gat lesið þangað til fyrir 5 árum. Hún vissi eigi annað betra en að geta lesið orð frá guði, — því biblían er bréf guðlegrar elsku til mann- anna. En svo tók guð hinar síðustu leyfar af sjón- inni. “Svo eg fæ þá aldrei framar að lesa drott- ins dýrðlega orð; aldrei að sjá blómin fögru, skóginn og fjallið eða himininn gullroðinn, þeg- ar sólin er að síga til viðar. Eða heiðstirndan himininn! “Ó, guð, hvernig á eg nú enn sem fyr að finna að þú ert kærleikur? Foreldrar mínir eru dán- ir, eg er einmana, get ekkert starfað, héfi enga peninga, því að eg er búin að selja nærri því alt, sem heyrði til bemskuheimiU mínu. Fátækrasjóðurinn! það var þjmgsta æfiraun mín, þegar eg sá engin önnur ráð en leita þangað styrks. ’ ’ Hún var drambsöm í lund, hún var eins og fædd til að drottna yfir öðrum. Ennið var liátt, nefið bogið og hakan framstandandi og auga- brýrnar fagurskapaðar — alt yfirbragðið var hið göfugmannlegasta. “Eg get ekki lýst sálarbaráttu minni, er eg varð að begja mig undir vilja guðs í þessu efni. Eg sagði við hann, að liann yrði sjálfur að bera mig til forstöðumanns fátækrasjóðsins. Og hann gjörði það. Ilann gaf mér alt í einu slíkan kr/ift, að eg gat sungið í stiganum, þegar eg gekk af stað.” Nú er hún á gamalmennahælinu, þó hún sé eigi nema hálfsextug. Guð hefir gefið henni dá- samlega djörfung og liugprýði. • “Hann hefir lagt mér nýjan söng á varir. liann hefir fylt sálu mína himneskum fögnuði. Nú get eg sagt það, af því eg veit það: “Svo sem dagar þínir eru skal styrkur þinn vera.” Já, eg varð oft vör við heilaga nærveru hans, mér finst hann brosa svo ástúðlega við mér, dýrð- legur friður fyllir sálu nrina. Þeir eru víst. ekki margir, sem guð hefir verið eins góður við, og við mig. Drottinn er minn liirðir, raig mun ekkert, bresta”. Louise Salveson. Bjarmi. --------o-------- Drengurinn með úlfinn. Herramaður nokkur á Póllandi sendi einu sinni son sinn 14 ára gamlan með bréf langa bæj- arleið. Þegar drengurinn kom heim aftnr, og átti hér um bil 300 skref að húsi föður síns, sér hann eitthvað fraim undan sér, og sýnist það vera hund- ur; en þegar hann hefir gengið fáein fótmál sér hann að það er úlfur. Tunglskin var dapurt um kvöldið, snjór á jörðu og frost mikið. Drengur- inn mundi eftir því, að hann hafði annaðhvort heyrt getið um það, eða lesið það sjálfur, að þegar bjarndýr elti mann, þá væri það óskaráð, að leggj- ast niður á jörðina og látast vera dauður. Hann hugsar sér nú að beita þessu bragði við úlfinn, og leggst niður í snjóinn endilangur. tJlfurinn geng- ur þá að honum ofur hægt, staðnæmist fyrst yfir honum og nasar út í loftið. Drengurinn^hreif- ist ekki vitund. Úlfurinn gengur þá í kringum liann, nemur loks staðar við fætur hans, þefar af honum og raskar við honum með trýninu. Þeg- ar hann finnur alstaðar fötin fyrir sér, smá færir hann sig ofar, þangað til hann kemur upp á háls- inn og kjálkana, þar sem hann finnur hold er fyrir; þá fer hann að sleikja, og rennur út úr honum slefan í hálsklút drengsins. Nú fer úlfurinn að verða heldur nærgöngull, hann stígur öðrum fæti yfir drenginn, svo hann hefir hálsinn a honum rétt á milli framfótanna. Þá sér drengurinn, að ekki er lengur til góðs að gjöra, og hugsar: það er ann- aðhvort líf eða dauði! Hann grípur þá snöggt með báðurn höndum um framfætur úlfsins, stekkur upp með hann á bakinu, eins og örskot, dregur hann fast upp að sér og gengur af stað. Úlfurinn reyndi að bíta, en drengurinn hélt honum svo ríg- fast upp að sér, að hann gat ekki koonið kjaftinum við; lá skolturinn á honum fast við vinstra kinn- bein drengsins, en tungan hékk niður með mnnnvik- unum á honum Úlfurinn stundi eins og væri verið að hengja hann, og reif drenginn með afturklónum tli blóðte á kálfunum í gegnum buxuraar og stíg- vél. Faðirminn! faðir minn! kallar nú dreng- ur ey liann kemur að húsnu. Faðir minn! fyrir guðs skuld, faðir minn! kallar hann í dauðans of- boði, því enginn heyrði. Dyrunum var lokað að innan, en drengur var kominn að niðurfalli. Hann gat ekki barið á hurðina, því hann hafði báðar hendur við axlir fastar; og með fætinum þorði hann ekki að berja, því að hann var hracddur um, að hann kynni þá að missa jafnvigtina. Hann hleypur þá aftur á bak með úlfinli á hurðina, svo úlfurinn kendi til og skrækti. Þá geltu hundarnir inni. Faðir minn kallar drengur nú, í guðs nafni ljúktu upp! Eg er með lifandi úlf á bakinu! Fað- ir hans heyrir þessi orð, þrífur kúlubyssu og kem- itr út í dyrnar. Skjóttu ekki! kallar sonurinn; en ljúktu upp hlöðunni! Þegar búið var að því, kastar hann úlfinum inn. Þar tóku hundamir við honum og gjörðu út af við hann. • --------o-------- ’ ' ' I- ! )

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.