Lögberg - 18.11.1920, Page 6

Lögberg - 18.11.1920, Page 6
Bíj. ð LöGBERG, FIMTUDAGINN 18. NOVEMBER 1920 Ralph Valdo Emerson. Vér höfum áður minst á nokkra af merkustu rithöfunduxn og skáldum Bandari'kja þjóðarinn- ar. 1 þetta sinn viljurn véj minnast á einn af þeim einkennilegustu, og líka einn af þeim fremstu af andans mönnum þjóðarinnar Ralph Valdo Emerson. <> Emerson var fíeddur í Boston Mass. 25. maí 1803, sonur Williams prests Emerson og konu hans, sem var ein af þessum ágætiskonum sem vekja traust og virðingu allra er þær kvnnast. Þegar Ralph var sex ára misti liann föður sinn, og varð rnóðirin þá að taka að sér fyrirsjá alla með barnahópnum, og átti hún svo ervitt uppdráttaT, að sagt er að eldri bræðurnir Edward og Ralph hafi orðið að nota sömu yfirhöfnina eftir að þeir komust á skóla. Eihnig urðu bræð- urnir að hjálpa móðir sinni með heimilsverkin, svo auðsætt er að þeir hafa ekki haft inikinn tíma til að leika sér,^ því báðir drengirnir voru bók- hneigðir og ant um að komast áfram á námebraut- inni. Þegar alþýðu skólanáminu lauk hefðu- þeir báðir orðið að hætta við skólanám, ef vinir fjöl- skyldupnar hefðu ekki hlaupið undir bagga og stutt þá til náms við Harward háskólann og þar vaTÖ Ralph að bera mat á borð til þess að vinna að nokkru leyti fvrir mat sínum. Ekki er getið um að Emerson hafi sýnt neina framúrskarandi námshæfileika, en iðinn var hann og ástundunarsamur. Eftir að hann lauk námi við Harward lagði hann fyrir sig skólakenslu um tíma, en tók að lesa guðfræði 1824. Eftir fjögra ára guðfræðisnám gjörðist hann aðstoðar prestur við kirkju eina í Boston, og eftir þriggja ára þjónustu þar, flutti hann eitt sinn ra'ðu og lagði út af kvöldrnáltíðinni, og hélt þar fram skoðunum sem voru ógeðfeldar söfnuði hans, og varð að láta af prestskap; á því tímabili hafði hann og gifst, og misti konu sína. Árið 1833 fór Emerson til Europu, og kynt- ist þar mörgum ágætismönnum, þar á meðal Thom- as Carlyle, og urðu þeir miklir mátar og hélzt sá vinskapur í fjörutíu ár. Árið 1834 kom Emerson aftwr til Banda- ríkjanna og settist þá að í Ooncord Mass. Eins og nærri má geta, var fé Emersons far- að að ganga til þurðar og mátti hann því ekki sitja auðum höndum, liann tók því það til bragðs að rlytja fyrirlestra og rita um ýms efni. Eyrstv fvrirlesturinn sem.hann flutti var um “vatnið,” þá samband mann^lns við heiminn, þar næst færif hann sig upp á skaftið og talar um: Michael Ange- lo, Milton, Lúther, George Fox og Edmund Burke. Fyrsta bókin eftir Emerson kom út 1836, og hét Náttúran. Fáir urðu til að lesa þessa bók, en þeir fáu sem það gerðu fundu gullið — hugs- anirnar hreinu, vitið djiípsæja og málið meistara- lega, og lotning þeirra fyrir EmeTson fór stórum vaxandi. Næst birtust tvær ræður “ameriski mentamaðurinn,” og ræða flutt í Phi Beta kappa- félaginu við Harward, þessi verk hans bera á sér blæ skáldsins, heimspekingsins og siðfræðis- kennarans. Sonur Emerson, Dr. Edward Emerson sem safnaði saman ritum föður síns eftir hans dag og gaf þau út í 11 bindum, segir um föður sinn: ‘Fað- ir minn hélt dagbók alla æfi, í þessa bók sem hann nefndi sparibankann sinn skrifaði hann niður hugsanir sínar eins og þær komu honum í hug, síðar raðaði hann þeim niður eftir stafrofsröð, og er margar þeirra að finna í ræðum hans og ritum..” p]f vér værum spurðir hvað Emerson hefði kent með fyrirlestrum sínum, með ritum srnum, með lífi sínu, þá mundum vér svara að grunntónn kenningar hans var að snúa bakinu við því einkis- verða og lága, en breiða faðminn út á móti sólunni og isannleikanum, og mál hans er hrífandi, hugs- anir hans skýrar og djúpar, og laða mann að sér, eins og sagt er að persóna mannsins hafi gjört í lifanda lífi. Síðaiý hluta æfinnar tapaði Emerson minni allmjög, t. d. er frá því sagt mánuði áður en hann dó, sem var 27. apríl 1882, þá nærri 79 ára gamall, var hann við jarðarför eins vinar síns skáldsins Tjongfellow, og að jarðarförinni lokinni sagði hann við einn af kunningjum sínum: “Maður- inn sem við höfum lokið við að grafa átti fagra og viðkvæma sál, en eg er búinn að gleyma hvað hann hét.” --------o-------- Smásögur Eftir ShaJcspare. I. Eins og yður þóknast. Á þeim tímum, er Frakklandi var skift í fylki (hertogadæmi voru þau samt oftast köilluð), réð fyrir einu þeirra ójafnaðarfulluT okrari, sem hrifsað hafði undir sig vðld og flæmt í útlegð bróður sinn — hinn löglega hertoga. Hertoginn, sem flæmdur var þannig frá óð- ölum sínum, 'flyði inn í Arden skóginn ásamt nokki-um fylgismönnum drottinliollum er hans vegna yfirgáfu einnig lönd sín, til að gera lionum lífið léttara í útlegðinni, um sama leyti og ójafn- aðar seggurinn eða svikahertoginn auðgaðist á þeirra kostnað. — Smátt og smátt vöndust þeir hinum nýju lifnaðarháttum og kunnu þeim betur, en óhóf- inu og aðgerðarfeysinu, sem einkendi lífið við hirðina. Þannig eyddu þeir æfinni eins og hinn gamli Robirr Iíood á Englandi, og til skógarins leitaði rnargur prúður sveinn frá hirðinni og naut þar sömu algleymis ánægjunnar, er þeim einum hafði til þess tíma hlotnast, sem uppi voru á gullöld- inui. Á sumrum hvíldu þeir ýmist í forsælu- lundum myrkviðarins, eða léku við hin viltu dýr —- Svo vænt þótti þeim orðið um þessar blessuðu skepnur — frumbyggja skógarbeltanna, að það fékk þeim óumræðilegrar hrygðar að neyðast til að skjóta eina og eina þeirra ,sér til lífsbjargar.— Þegar vetrarnæðingarnir þeystu í garð og mintu hertogann á hin breyttu lífskjör, tók hann öllu með þoílinmæði og sagði: “Þessir svölu vindar, er næða nú urn líkama minn, eru trygg- ustu ráðgjafar mínir. Þeir lilaða eigi á mig hóli, heldur bregða upp skýrri mynd af mínu eigin ástandi. Þótt tennur þeirra séu egghvass- ar þá eru þær hvergi nærri eins beittar og tennur mannúðarskortsins og vanþakklætisins. Eg hefi af eigin reynslu sannfærst um, þótt margir kvarti undan mótlætinu, að ynikið má á því græða af sannri hamingju, alveg eins og finna má stund- um dýrmæta lífsteina í hauskúpum viðbjóðsleg- ustu skriðkvikinda.,, Á þenna hátt lærði hinn þolinmóði hertogi eitthvað nytsamt af öllu því, er fyrir augu og eyru bar. Plugskifti þessi gjörðu það að verkum, að á þessum afskekta stað, fjarri iðandi samkvæm- islífinu, fann hann yndi og ánægju í hverjum krók og kvma — tungur í trjánum, bækur í niði lækjar- ins, prédikanir í steinum, og eitthvað gott í öllum hlutum. tJtlegðar-hertoginn átti eina dóttur og nefnd- ist sú Rósalind; hafði svikaliertoginn tekið hana á vist við hirð sína, er hann liratt föðnr hennar af stóli, og ákveðið að liafa hana Celiu dóttur sinni til skemtunar. Vinfengi hið bezta var á með þeim bræðradætrunum og komust misklíðarefni feðr- anna þar hvergi að. Celia reyndi á allar lundir að bæta Rósalind rangindin, sem hún hafði orðið að sæta, er föður hennar var hrundið úr valda- sessi og sýndi henni í hvívetna ástríka umhyggju- semi og blíðu. 1 hvert sinn og áhyggjur sóttu að Rósa- lind út af því að vera upp á náð þess manns kom- inn, er beitt hafði föður hennar rangindum, reyndi öelia að hughreysta hana eftir mætti. Dag nokkurn er Celia sat á tali við Rósalind, mælti hún til hennar með sama vingjarnlega mál- rómnum á þessa leið: “Rósalind, hjartkæra frænka mín, reyndu í öllum hamingju bænum að létta af þér áhyggjunum og tak aupp gleði þína.” Eigi hafði hún fyr slept orðinu, en sendi- maður kom til þeirra frá hertoganum. Hann kom til að skýra þeim frá, að kappglíma ætti að fara frani innan fáTra mínútna og yrðu þær því að leggja af stað tafarlaust til hirðarinnar, ef þær ættu ekki að missa af íþróttunum. Celia hugsaði með sjálfri sér að Rósalind rnundi hafa ánægju af íþróttunum og ákvað því fvrir beggja hönd að fara til mótsins. Á þeim tímum voru bappglímur í mesta af- haldi við hirðir hertoga og annara stóhöfðingja og sótti þær venjulegast fjöldi mikill liefðar- kvenna. Er til íþróttastöðvanna kom urðu þær Celia og Rósalind þess brátt áskynja að um sorg- arsýn mundi verða að ræða, því annar glímukapp- inn var rumur að vexti og helja'rmenni, er banað hafði mörgum horskum hal og átti að baki sér inargra ára æfingu í aflraunum og fimi Hinn maðurinn var kornungur og óvanur fangbrögðum með öllu; spáðu því flestir að hann mundi týna lífi sínu í viðpreigninni. Þegar hertoginn kom auga á þær Celiu og Rósalind, ávarpaði hann þær og sagði: “Hvern- ig gengur það annars dóttir og bróðurdóttir; haf- ið þið Iaumast hingað til að horfa á kappglím- urnar. Eg held það verði ykkur til lítillar á- nægju, — glímumönnum þessum er þannig farið. Eg kenni í brjóstum unga manninn, mig langaði til að telja honum hughvarf ef þess væri nokkur kostur. Talið við hann stúlkur mínar og vitið hvort þið getið ekki haft hann ofan af fyrirætl- an sinni.” Stúlkurnar urðu fegnari en frá megi segja og Celia reyndi fyrst til að'fá hinn unga mann til að hætta við glímuna. Þar næst tók Rósalind til máls og leitaðist við að gera honum ljósa hættuna, sem hann væri í þann veginn að leggja út í; gerði liún það með svo miklúm alvöruhita og einlægni, að ungi maðurinn, í stað þess að kíta telja sér hug- hvarf og ganga frá kappglímunni, varð þeim mun ákveðnari í að sýna þessari elskulegu stúlku hugprýði sína og heyudóm, og liggja dauður ella. * Hann neitaði því að verða við tilmælum ungu stúlknanna, en gerði það á svo Ijúfmannleg- an hátt, að umhyggju tilfinning þeirra varð marg- falt heitari og sterkari en áður. — Synjun sinni lauk hann með þessum orðum: “Mér fellu'r sárt að þurfa að neita jafn indælum strilkum um nokkuð er eg mætti veita. Látið augun ykkar fögru og óskirnar hlýju fylgja mér út í eldraunina. Það er rnér fyrir mestu! Verði eg yfirunninn, fellur ósigurs- skugginn einungis á þann, sem litlu hafði fyrir að fara, en láti eg lífið í viðureigninni, féll að eins einn, sem var fús á að deyja. Vinum míuum cngum get eg geTt rangt til, því eg á enga þá, er mundu syrgja. Heiminum get eg heldur ekkert tjón gert, í honum á eg ekki neitt; fylli þar að eins eitt sæti, sem betur mundi skipað af öðrum, þegar það losnaði. — Framh. ------o------- Skírnargjöfin. Hann orgaði hræðilega þegar liann kom í kirkju í fyrsta sinn. En þegar presturinn jós hann vatni og nefndi haiyi Þorkel, þá þagði hann eins og steinn. Hún föðuramma hans gamla, sem orðin var bæði heyrnardauf og sjóndöpur og haltraði áfram við stóran staf, stóð á því fastara en fótunum, að hún hetði séð litla veru svífa til hans í þeim svif- um, sem hann var vatni ausinn, og kyssa hann á vott ennið; og hún þóttist heyra veruna segja um leið með svo undur hljómþýðri rödd: “Hér er skírnargjöfin mín.” En livað þessi skímargjöf Þorkels var í raun og veru, í því gat enginn skilið. Óþekkur var hann, og ekkert sagði hann eða gerði, sem vit var í, þegr hann eltist; það sagði iaðir hans að minsta kosti. Hann var eitthvað svo undarleguT. Hann vildi helzt alt af vera að syngja, og talaði ekkert nema í Ijóðum. “Hvað á þessi fíflska annars að þýða?” sagði faðir hans gramur í geði. “Þú ert auma barnið, það segi eg satt.” “Það gengur svo glatt,” svaraði Þórkell. “Og ekkert kunnirðu í námsgreinunum þín- um í gær,” sagði faðir lians þá, enn önugri í skapi, “það er nú reyndar engin nýung, því þú kant þær altaf jafnt.” “Mér er það ei tamt.” en er þó að vona að það takist samt,” svaraði,Þorkell litli þá og söng svarið með nýju laígi. Hann söng æfinlega ný lög, en hvar hann lærði þau, eða hvaðan þau voru, það vissi hann ekkert. Hann vissi það eitt, að indælustu tónar hljómuðu sífelt fyrir eyrunum á honum, og það var eins og ljóðin léku í kringum hann. Þess vegna var honum svo tamt að tala í ljóðum. Faðir hans var vel metinn s'kósmiður, og hann óskaði einkis fremur en að sonur sinn yrði það líka. “Mig langar til að þú verðir sjálfstæður mað- ur, sem dugur er í, en enginn leirbullari, ” sagði hann einu sinni. “.ímyndarðu þér að slíkur og þvílíkur leirburður gefi . . . ?” “Það syngur hver með sínu nefi,” tók Þot- kell þá fram í fyrir honum, en þó með hálfum huga. Faðir hans leit til hans reiðilega og bróðir hans ávítaði hann fyrir bjánaskapinn. En Þorkell muldraði í barm sinn með tárin í augunum: “Og vera má það verði’ eitt sinn, að vængi hljóti söngur minn” En þá fauk nú í föður hans fyrir alvöru. Hann þreif í drenginn, hristi hann og grenjaði: ‘‘ Yiltu bera ]Tig að þegja?’’ “Eg skal ekkert segja,”, svaraði vesalings drengurinn dauðhræddur. “Bíddu við, óþokkinn þinn. Það má mikið vera ef eg get ekki vanið þig af þessari heimsku, ef eg tek mig til!” — Síðan dró hann drenginn inn í dimt skúmaskot og lokaði hann þar inni. * Þar^sat svo litli snáðinn í hnipri út í einu horninu og furðaði sig á því, hvað líf hans var raunalegt og hvers vegna hann var svo ólíkur systkinum sínum og öllum öðrum börnum, er hann þekti. En þegar undrun hans steig sem hæst og tár- in fengu yfirhöndina, þá hljómaði nýtt sönglag fyrir eyrum hans og laginu fylgdu svo fögur orð, að slíkt hafði hann aídrei áður heyrt, og orð- unum fylgdu myndir af því sem þau lýstu. Það var albjart í skotinu. Upp undir rjáfrinu sat ljósálfur á geislabroti, sem lagði inn um smugu á einu horninu, og harm lék á gullhörpu. Rósailm lagði að vitum Þorkels, og hann heyrði fuglakvak og straumnið. Hann sá öldurnar brotna, glitra og falla; óteljandi verur, ungar og gamlar, ljótar og fallegar, svifu fyrir sjónum hans og allar hneigðu þær sig fyrir honum. Þá kallaði faðir hans fyrir utan og var frem- ur ómjúkur í máli: “Nú, nú! Ertu nú búin að fá nóg af skáldskapnum eða hvað? Er ekki nægilega að þér sorfið?” “Æ, nú er alt horfið!” sagði Þorkell og stundi við. “Horfið! Hvað er nú það, sem er horfið? Hefi'r þér liðið svo vel hérna inn í skotinu, að þú þurfir að vera með þetta sólskinsandlit?” spurði karlinn forviða og dró drenginn út úr sktoinu. “Eins og eg er liérna lifandi, þá héld eg að barnið sé ekki með öllurn mjalla.” “Æ, hann gerir engum mein með þessu bögu- raasi sínu, góði minn,” sagði móðir Þorkels og faðmaði hann að sér blíðlega. “En það veit guð að hann er ákaflega undarlegur og ólíkur öllu öðru fólki hér.” “Já, því er nú ver,” samsinti Þorkell rauna- mæddur. Svo liðu tímar fram. Þá var það eitt heiðríkt og fagurt sumar- kveld, að æskulýðurinn var saman safnaður við danzleik fyrir utan bæinn. Fölur og grannvax- inn piltur með dreymandi augnaráð, lék á hljóð- færi fyrir dansinn. Það va'r Þorkell. Hljóð- færaleikari gat hann orðið og ðkkert annað. Ókunnur maður, fríður sínum og vel klæddur, stóð þar hjá og horfði á. — Hann var á ferðalagi og stytti sér stundir með því að horfa á skemtanir æskulýðsins meðan hann beið farargreiðslu. “Sýngdu nú fyrir okkur, Þorkell, á meðan við hvílum okkur!” kallaði ung stúlka í hópnum. “ Syngdu einhverja af vísunum þínum.” Unglingurinn kastaði höfðinu aftur á bak, lét aftur augun í svip og byrjaði síðan 'að syngja, veikt og hikandi í fyrstu, en eftir því sem lengra leið, varð söngur hans hreinni og styrkari, og að lokum með svo mikilli tilfinningu að fuglarnir hölluðu undir flatt og hlustuðu á hann. En dökku augun ólcunna mannsins tindruðu þá eins og stjörnnr og ánægjubros lék um varir hans. Faðir Þorkells sat lieima, ^ramur í geði jT- ir því, að eiga slíka landeyðu fyrir son, sem ekk- ert gæti annað en “galað” og gargað á fiðlu. 1 sömu svipan var hurðinni lokið upp og inn kom ókunnur maður prúðbúinn. “Eruð þér Mattías skósmiður,” spurði hann kurteislega. “ Já.” “Faðir Þorkells spilara?” “Já, því miður.” “Því miður, segið þér? Það ættuð þér ekki að segja. Það verður eitthvað mikið úr honum drengnum þeim, er fram líða stundir.” “Eitthvað, :— hvað?” spurði skósmiðurinn forviða. “Já, fiðluleikari, söngvari, tónlistarmaður eða eitthvað þesskonar. Eg ætla að biðja yður lofa mér að taka pilt inn heim til að kenna honum sjálfur, og þegar eg heyrði liann spila og syngja þarna út á vellinum, þá skildist mér það undir eins að hann er gæddur frábærum gáfum, sem ætlaðar eru til þess að göfga oggleðja mannkynið. Vilj- ið þér leyfa mér að taka hann með mér?” “Já með gleði geri eg það. Ef þér getið gert hann að manni, þá mun eg blessa yður eilíf- legia,” sagði Mattías. Og Þorkell fór með ókunna manninum út í heiminn. — Mörgum árum seinna kom mjög verðmætt bréf til skósmiðsins, og það var líka þrungið af kærleika og hjartnæmum sonarorðum. í niðurlagi bréfsins sagði Þorkell: “Nú sjáið þið, ástkæru foreldrar, að eg er orðinn sjálfstæður maðuj> fyrir leirburð minn og lagasmíðar. Eg á stórhýsi, og þið eigið að koma til mín og búa í því með mér.” “Sagði eg ekki þetta alt af?” sagði þá föð- uramma hans, sem enn var á lífi og komin yfiT nírætt. ‘ ‘ Þarna er skímargjöfin! Eg vissi að . hún mundi koma í Ijós á endanum.” Æskan. -------—0-------- Skrítlur. Sykurmolinn. Anna: “Viltu gefa mér annan sykurmola mamma mín? Eg misti hinn niður.” Mamma: “Gerðu svo vel. En reyndu svo að finna hinn molann.” Anna: “Það get eg ekki, því hann datt nið- ur í — niður í — mig.” Skilvís og skuldseigur. Skilvís: “Hefirðu frétt það, að hann frændi minn fótbrotnaði á hálkunni í gær, þegar hann var að finna mann til þess að borga honum skuld?” Skuldseigur: “ Jú, jú. Þarna getur þú séð, bvað af því leiðir að vera of fljótur að borga skuldir sínar.” Kennarinn er að útskýra erfiða reiknihgsað- ferð fyrir börnum og áttu þau öll að taka vel eftir. Þegar hann er búin að því, víkur hann sér að dreng, drepur hendinni laust á enni hans og segir: “Jæja, Viggó litli, er hún nú komin þarna inn ? ’ ’ Viggó (horfir á mús, sem er að skjótast inn í holu úti, og tekuT ekkert eftir skýringum kenn- arans): “Nei, herra kennari; það sést á skott- ið enn þá!”

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.