Lögberg - 25.11.1920, Blaðsíða 6
ftli. fl
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 25. NóVEMBER 1920.
Smásögur
Eftir
Sliaikspeare.
II.
Svo byrjaði kappglíman. Celia óskaði þess
í lijarta. sínu að ungi maðurinn ^kunni slyppi ó-
skaddaður úr eldrauninni, en þó var Rósalind
augsýniiega ennþá annara um hann. Það að
hann sagði'st vera vinlaus einstæðingur, er helzt
kysi að hreppa skjótan dauðdaga, vakti þá hugs-
un hjá Rósalind að ógæfan mundi hafa ásótt
haiíu eitthvað á svipaðan hátt og sig. Hún kendi
svo innilega í brjóst um-hann og fylgdi hættunni,
sem-hann var staddur í með svo heitri hluttekn-
ingu að engu líkara sýndist en hún þegar hefði
felt ibrennandi ástarhug til hins unga manns.
Samúðin sem þessar ungu og göf-
ugu meyjar sýndu hinum ókunna manni jók á hug-
hreyslti hans og mátt Fóru þannig leikar að hann
sigraðist á keppinaut sínum og gekk frá honum
svo mjög örkumluðum, að sá mátti eigi mæla um
langa hríð.
Frederiek hertoga fanst mikið til um fimi og
frækleik hins unga, ókunna manns og vildi þegar
fá að vita hverrar ættar hann væri; bersýnilega
í þeim tilgangi að taka diann í þjónustu sína, ef
engir agnúar væru á ætterninu.
Ókunni 'maðurinn kvaðst heita Orlando og
vera yngsti sonur Sir Rowland de Bois.
Sir Rowland de Bois, faðir Orlando, var dá-
in fyrir allmörgum árum, en hafði verið í lifanda
lífi trúr þegn og trygðavinur hertogans útlæga.
Þegar þessvegna Frederiek vissi að hann var
eonur eins af nánustu vinum bróður síns, breytti
hann óðara um framkomu gagnvart hinu hug-
prúða ungmenni og hvarf á brott í illu skapi.
Hann gat ekki heyrt nefndan á nafn nokkurn af
vinum síns útlæga bróður; þó gat hann ekki í aðra
röndina annað en dáðst að Orlando og frækleik
hans og óskaði með sjálfum sér að pilturinn hefði
verið sonur einhvers annarst manns.
Rósalind varð fegnari en frá megi segja, er
hún komst að því að kappinn ókunni var sonur
eins allra kærasta vinar föður hennar og sagði
við Celiu: “Faðir minn unni Sir Rowland de
Bois heitast allra þegna sinna, og hefði eg vitað í
fyrstu að þessi ungi maður væri sonur hans,
rnundi eg hafa grátbænt liann um að stofna eigi
lífi sínu í voða. ”
Meyjarnar göfugu gengu nú til hins unga
sveins er stóð eins o-g þrurnu lostinn út af von-
brigðunum, sem framkoma hertogans hafði valdið
honum, og töluðu við hann með hlýjum hluttekn-
ingar orðum.
Eftir að þær höfðu kvatt, snéri Rósalind við
aftur og gekk til sveinsins, tók keðju af hálsi sér,
fékk honum og mælti:
“Hugprúða ungmenni, þigg þessa litlu gjöf.
— Hefði hagur minn verið betri, mundi eg hafa
valið þér aðra verðmætari.”
Þegar þær stallsystur voru orðnar einar út
af fy'rir sig, og Rósalind hélt enn áfram að tala /
um Orlando, þóttist Celia þess vís að frænka henn-
ar hefði fest ást á glímukappanum og sagði.
“Rósalind! Er 'það hugsanlegt að þú hafir
felt brennandi ástarhug til hins unga sveins, svona
alveg á augnal}Jikinu?”
Rósalind svaraði.
“Hinn útlægi faðir minn, unni föður hans
heitara en nokífrum öðrum manni.”
“Látum svo vera,” mælti Oelia. “Þarftu
endilega að elska son hans fyrir það? Sé álykt-
un þín rökrétt, ætti eg að hata hinn unga svein,
sökum þess að faðir minn hataði föður hans; en
samt er svo langa langt í frá að eg hati Orlando,
ein-s og þú þegar veizt.” —
Hugur Frederieks fyltist hatri og gremju
við að sjá són Sir Rowlands de Bois, er minti hann
einu sinni en á hina mörgu vini, sem hertoginn
xitlægi átti meðal hinna göfugustu ætta. Kuldinn
við Rósalind haf'ði farið vaxandi í huga hans dag
frá degi; hann gat ekki þolað það lengur hve vin-
sg:l hún var hjá almenningi og hve innilega hlut-
tekning fóll/ið sýndist taka í kjörum hennar,
sökum hins útlæga föður. Brauzt reiði hans
gegn bróðurdóttir siryii því út, takmarkalaus með
öliu.
Þegar þær stallsystur voru að tala um Or-
lando í herbergum sínum, réðst Frederiek inn
og skipaði Rósalind að hypja sig á brott hið
bráðasta og fylgja föður sínum í
útlegðina. Celia reyndi á allar lundir að blíðka
föður sirm, en^hann sinti þrábeiðni hennar engu
og kvaðst þvert á móti vilja sínum hafa tekið
Rósalind til fósturs í fyrstu, með það fyrir aug-
um, að hafa hana dóttur sinni* til skemtunar.
“Þig bað eg aldrei að taka hana í fóstur,”
sagði Celia, “þá var eg of ung og kunni eigi að
metn kostina rnörgu og dýrmætu, sem Rósalind
hafði til að bera; en nú, eftir að hafa þekt dygðir
hennar, og að við höfum sofið saman, farið á fæt-
ur saman, leikið sömu leikina og notið saman
fæðunnar í öll þessi ár, get eg ekki skilið við hana
undir nokkrum kringumstæðum.”
Frederick svaraði:
“Rósaind er slægari en svo, að þú getir
notið nokkurs góðs af samveru með henni; fólkið
kennir í brjóst urn hana og sýnir henni lotningu
fyrir uppgerðarvið'kvæmnina og þolinmæðina
sem hún virðist sýna öllum. Það er flónska af
þér að leggja henni liðsyrði, þegar hún er farin
ber meira á þfnum eigin hæfileikum; þess vegna
skaltu eigi framar dirfast að taka málstað henn-
ar í nokkru, því sá dómur, er eg nú hefi kveðið
upp, verður aldrei aftur tekinn.”
Þegar Celia fann að hún fékk engu umþokað
og faðirinn virti bænir hennar að vettugi, ákvað
liún frjálsmannlega að fylgja Rósalind sinni í
útlegðina. Og þegar sama kveldið, yfirgaf hún
höll föður síns og lagðriaf stað með stallsystur
■sinni á fund hertogans útlæga í Arden skóginum.
Framh.
--------o--------
Barnavinurii^n Nathaniel
Hawthorne
Þegar um merka rithöfunda Bandarfkja
þjóðarinnar er að ræða, þá má síst gleyma Nat-
haniel Hawthorne, því hann er ekki einsta einn sá
allra merkasti rithöfundur sem Bandaríkin hafa
átt, heldur einn af þeim merkustu og bezt þektu
barnabóka höfundum sem heimurinn á.
‘Nathaniel Hawthorne var fæddur í bænum
Salem fimtán mílur frá Boston í Massachusetts,
árið 1804. Faðir hans, sem liét Naithaniel Dani
elsson Hathorhe, Hathome er ættarnafn og
breytti Nathaniel sá er vér tölum um, stafsetn-
ingunni á því, og skrifaði það ávalt með “w”.
Hawthome, varð fyrir því mótlæti að tapa mestu
af eigum sínum, og yarð að vinna fyrir fjölskyldu
sinni, og sökum þess að ættmenn hans höfðu flest-
ir verið sjógarpar miklir, valdi hann sér sjó-
manns stöðuna.
Þegar að sonur hans Nathaniel var fjögra
ára gamall fór faðir hans sem var alvörumaður
mikill og nokkuð þunglyndur, í einia af sínum sjó-
ferðum, og kom hann aldrei til baka úr henni.
Móðir Nathaniels, sem var framúrskarandi
góð kona og guðhrædd, varð því að sjá fyrir syni
sínum, og tveimur litlum stúlkum, sem hún átti
líka, hún var ósköp fátæk en hún vann alt sem
hún gat, og hugsaði ekkert um 'hnnað en sjá fyrir
litlu bömunum sínum. *
Nathaniel litla þóttí undur vænt um móður
sína, og hann var upp með sér af ættfeðmm sínum
sem höfðu búið í Salem, frá því að William lang-
afi hans kom frá Wiltshire á Englnndi árið 1630
og settist þar að.
I æsku var Nathaniel líkur öðram drengjum
með það að honum þótti gaman að leika sér, og tók
þátt í allskonar leikjufn, en svo var það einu sinni
þegar hann var níu ára gamall, að hann meiddist
í boltaleik, svo að hann gat ekki tekið þátþ í nein-
um leikjum í fjögur ár, þá varð hann að sitja
heima þegar jafnaldrar hans léku sér.
En hann var ekki aðgerðarlaus, heldur fór
hann þá að lesa, og las og las, allar beztu bækurn-
-ar sem hann náði í, og upp frá þeim tíma, gjörðist
hann mjög bókhneigður. ,
Þegar hann var f jórtán * ára, flutti móðir
hans til Reymond, Me., og settist að út á landi,
sem alt var skógi vaxið, og nokkuð langt frá
mannabygð, og fór hann með henni, og þar held-
ur Nathaniel, að hann hafi vanist á að elska kyrð-
ina, og einveruna, sem svo mikið fear á hjá honum
á síðari árum, þó líklegt sé að hann hafi tekið þá
tilhne/ing í aff frá föður sínum.
í Reymond, byrjaði Nathaniel að skrifa niður
viðburði, sem fyrir hann báru, og hugsanir sem
honum duttu í hug, oþ honum þótti einhvers virði,
og hélt þeim sið æ síðan.
Skólanám Nathaniels var viðburðalítið, hon-
um gekk lærdómurinn greitt, og komu þar fram
skýr merki þess hve mikið hann hafði lesið og
hve vel hann hafði gjört það, og eins rithöfundar
hæfileikar. Hann útskrifaðist frá Bowdoin há-
skólanum árið 1825 ásamt skáldinu Longfellow.
Fyrstu skáldsögu sína, Fanshawe byrjaði !
hann að rita í skóla, og gaf hana út undir dular-
nafni 1828. En ástandið í Bandaríkjunum, var
alt annað en glæsilegt um þær mundir fyrir rithöf-
unda að riðja sér braut, og að hafa nokkum hag
af bókaútgáfum sínum. Svo fór með þessa bók
Nathaniels að ' ún varð honum hvörki til inntekta
eða ánægju.
Þegar Nathaniel hafði lokið námi sínu fór
hann aftur til Salem, og svo að segja, lokaði sig
þar inni í tólf ár, og ritaði sögur og kvæði, en fátt
eitt-af kvæðum hans hefir lifað fram á þenna dag.
Hann ritaði líka Lblöð og tímarit, og 1836 gjörð-
ist hann ritstjóri að tímariti einu, er maður að
nafni S. G, Goodrick átti, en sú atvinna var illa
borguð, og tímarit það varð að hætta að koma
út eftir lítinn tíma, en á meðan Nathaniel var í
þjónustu þess manns, ritaði hann “Peter Parle-
ýs Universal History”, verk sem mikið var sótt
eftir og seldist fyrir geysimikla peninga. En
Nathaiiiel fékk ekki að njóta þeirra, því Goodrich
^lóst sjálfur vera höfundur að ve'rki þessu, gaf það
út og tók allan ágóðan,,en borgaði Nathaniel eina
hundrað dollara. •
Nokkrar smásögur hafði Nathaniel Hawt-
horne ritað þegar hér var komið sögunni, en land-
ar hans léðu þeim ekki eyra —enginn virtist taka
eftir þessum manni sem einn sér, var að reyna að
komast áfram, á hinni erviðu braut sem flestir
ungir rithöfundar verða yfir að fara. Það var
ekki fyr en Englendingar, eða réttara sagt, blaðið
Athendum í Lundúnum vakti eftirtekt á þessum
manni, að landar hans fóra að veita honum eftir-
tekt,.
Árið 1837, tók vinur og skólabróðir Nathíjni-
els, H. N. Bridge að sér án/þess að Nathaniel
■^íssi, að kosta útgáfu á bók eftir hann, sem heitir
Twice-Told Tales, og varð sú bók til að vekja eft-
irtekt á höfundinum, og að bæta kjör hans að
nokkru, og er óhætt að segja, að þessi bók hafi
verið upphaf að vegsemd hans, ihjá hinni amer-
ikönsku þjóð.
Skáldið Longfellow, ritaði ágætan dóm um þá
bók, og annar maður, sem manna bezt hafði vit á
skáldskap hjá þjóðinni, um ]»að leyti sagði um
hana:
“Með bók þessari, er nýtt tímabil hafið í
bókmentum Bandaríkjaþjóðarinnar. ’ ’
Langt var samt frá því, að samtíðarmenn
Nathaniels mettu hann eins og vera bar, eða hefðu
opnað augun fyrir hæfileikum hans, og þó hann
ynni baki brotnu með pennanum, gat hann samt
ekki unnið fyrir sér, svo hann varð að taka boði
kunningja síns sagnfræðingsins Banorofts og
gjörast þjónn við tollhúsið í Bostón, og hélt hann
þeirri stöðu í tvö ár.
Arið 1841, gekk hann í félag með nokkram
nafnkunnum mönnum og konum, sem gerðu til-
raun til þses að mynda sameignafélag, og völdu
sér landsvæði nálægt Boston er þeir nefndu Brook
Farm, ætluðu eigendurnir að setjat þar að, og
mynda fyrirmyndar mannfélag á grandvelli Só-
3Í‘lista, og var hinn nafnkunni Dr. George Ripley
formaður þess.
Natilianiel gjörði sér allglæsilegar vonir um
þetta nýja félag, og lagði eitthvað af fé í það.
Hann vonaði/st eftir að það mundi blessast svo, að
hann gæti gifst heitmey sinni, og trygt framtíð
sína, með því að gjörast félagi, en það brást, og
sagði hann skilið við þann félagsskap og tók aft-
ur að rita sögur, sérstaklega unglinga og bama-
sögur.
í júlí 1842, giftist Natlianiel heitmey sinni
Soffiu Ameliu Peabody frá Salern, og varð það
hjónaband eitt það fegursta sem sögur fara af.
Soffia var hin ágætast kona eins og sonur þeirra
hjóna Júlían komst að orði um hana “blessun og
fegurð fylgdi henni hvar sem hún fór, og enginn
var sá er kyntist henni að hann ekki græddi meira
á því, en að hann átti kost á að miðla sjálfur.”
Það sama ár flutti Nathaniel ásamt konu
sinni til Concord Mass., og naut þar kyrðar og
rólegheita sem hann þráði svo mjög. Nágran'ni
hans þar var Ralph Yaldo Emerson en sáralítið
höfðu þeir saman að sælda. 1 Concord ritaði
hann nokkrar barnasögur. Svo sem Grandfat-
hers chair, Famous old people og Liberty, einnig
bætti hann við safn það sem áður var gefið út,
Twiee-told Tales, og ritaði blaðagreinar sem voru
illa borgaðar, svo tekjur hans hrukku^ekki til að
halda heimilið, þó það væri ekki stórt. Hann
fór því aftur til Salem og gjörðist tollþjónn, til
þess að hafa ofan af fyrir sér, en það átti illa við
hann, og í þau fjögur ár sem hann hafði þann
starfa á hendi ritaði hann lítið, þó lrafði hann
lokið við eina sína beztu bók “Scarlet Letter’”,
sem hann gaf út 1850, og vakti hún afar mikla
eftirtekt en auðgaði hann lítið af peningupa.
Þegar Nathaniel lét af þessum starfa sínum
leigði hann sér ofurlítið hús í Lenox Mass., þar
sem hann tók ahur til að rita, og ritaði 'hann þar
“The seven Gabdes, The Wonder Book” og “The
snow Image” og juku ailar þessar bækur á frægð
hans.
Frá Lenox flutti Nathaniel sig til Concord
Mass., og keypti þa*r lítið en laglegt hús sem hann
kallaði “Við veginn” og hélt þar áfram starfi
sínu. ’ ,
Árið 1853, var hann gerður að konsul Banda-
ríkjanna r Liverpool, og hélt hatm því embætti í
fjögur ár, og leysti vel af hendi. Að þeim tíma
liðnum, tók hann sér ferð á hendur til Rómaborg-
ar og Florence, þar sem hann dvaldi Lhálft annað
ár.
I júní 1860, kom hann heim til Bandaríkjanna
aftur og settisst þá að í Oonord og var þá farið
að bera á heilsuleysi í honum, og háði það honum
nokkuð frá vinnu, og eins hafði þrælastríðið
sem hófst 12. apr. 1861 haft mikil áhrif á hann.
Þó ritaði hann nokkuð en og gaf út “Our old
Ilome” árið 1863. Nathaniel Hawthorne dó í
maí 1864 í Plymonth N. II., þangað sem hann
hafði farið til þess að l'eita sér beilsubótar með
vini sínum Pierce fyrverandi forseta. Hann var
grafinn í Concord Mass 24. maí 1864 og era graf-
ir þeirra Thoreau, Ilawthorne og Emerson ná-
lægt hvðr annari.
--------o---------
Guð rœður.
Eftir Sig. Heiðdal.
Helga gamla opnaði augun rauð og þrútin.
Öðrum megin við rúmið istóð dauðinn, svartur
frá hvirfli til ilja, hinum megin snjóhvítur engill.
Helga kom fyrst auga á dauðann. Hann
þokaðist hægt og hægt nær henni með útrétta
arma.
“Þú ert þá kominn,” sagði Helga. “Vertu
velkominn. Mér er mál að fá að hvílast.”
Dauðinn bærði höfuðið hægt og tignarlega
og þagði.
“Já,” hélt Helga áfram. “Eg verð fegin
lausninni og eg kvíði ekkert burtför minni. Eg
er sátt við áila menn og hefi jafnan reynt. að vera
öðrum til ánægju. Presturinn sagði í dag, þegar
hann var að þjónusta mig, að það mundu fáir
hafa lifað eins grandvöru lífi og eg.”
Og þetta var ekki hræsni. Helga hafði alt-
af verið talin guðhrædd og góð kona.
Ilelga leit við og sá engilinn.
Engillinn mælti:
“Eg er sendur til þín frá drotni himnanna
•og á að bjóða þér eilíft líf. Viltu lifa?”
“Það veit liinn alskygni guð, sem rannsakar
hjörtun, að það hefir jafnan verið mín iheitasta
þrá”, svaraði Helga.
“Komdu þá með mér.”
‘ ‘ Ekki get eg farið s\"ona á mig komin. Fæt-
urnir kaldir og máttvana af bjúgnum, og líkami
minn allur úttærður.”
“Viltu vera eins og þú varst, þegar þú varst
barn ? Ef þú óskar þess, þá verður þér veitt
það”.
Helga hugsaði sig um nokkra stund, svo mælti
hún:
Æ'-nei. Það Var margt leiðinlegt í fari mínu
þá.”
“Viltu vera eins og þú varst, þegar þú varst
í blóma lífsins?” spurði engillinn. ^
Það var rétt komið já fram á varir Helgu, en
svo áttaði hún sig og svaraði:
“Ekki er það æskilegra. Þá átti eg erfið-
ast með að þafa vald á mér, og þá voru freisting-
•arnar áleitnastar. ”
“Þá kemurðu eins og þú ert nú.”
“Eg get það ekki.”
“Viltu að eg geri þér^ líkama rir verkum
þínum á liðinni æfi. ’ ’
“Æ-nei. Ekki þori eg það.”
“En úr orðunum, sem þú hefir talað?”
“Nei, nei. Eg hefi sagt svo margt, sem bet-
ur væri ósagt.”
- “En úr hugsunum þínum?”
“Ekki lieldur. ]\Iiklu síður úr þeim.”
“Viltu þá ekki þiggja eilíft líf?”
“Jú, þáð veit guð.”
“Viltu skilja líkamann eftir? Viltu gleyma
honum ? ” '
VJá.”
‘ ‘ Og orðupi þínum ? ’ ’
“Já.”
“Og liugsunum þínum?”
“Jó.”
“Viltu þá gleyma sjálfri þér?”
“Sjálfri mér? Nei.”
“Hvað viltu munaf”'
“Mig sjálfa.”
Engillinn svaraði ekkiAn bjóst til brottferð-
ar. Helga leit til hans biðjandi augum og mælti:
“Ætlarðu ekki að taka mig með þér?”
“Eg hefi gert eins og þú óskar,” svaraði eng-
illinn. “Enn mátt þú leiðrétta fávizku þína og
vel nú líf eða dauða. ’ ’
“Helga hugsaði 'sig um litla stund. Hún
skildi ekki engilinn.
“Eg held eg vilji hvorugt. Það, er bezt
að guð ráði því hvað um mig verður,” svaraði
Helga og rétti englinum aðra höndina og dauðan-
um hina.
------o------
Kristján litli hafði oft heyrt talað um, að
það væri siður kurteisra karlmanna, að standa
upp úr sætum sínum,þegar kvennmaður kanmi þar
inn sem sæti væru alskipuð fólki, og bjóða henni
að sitja. Einu si’nni sat hann á hné föður 'síns,
þegar ung stúlka heimsótti þá. Óðara er hún
kom inn úr dyrunum, stökk hann úr sæti srnu og
mælti:
“Viljið þér ekki gjöra svo vel og setjast í
sætið mitt?”
Stúlkan þakkarþ fyrir, en þáði ekki boðið.
Tyr**"*
Stúdentinn: “Hvort heldur þú að sé
þyngra, pnnd af blýi eða pund af fiðri?”
Verkakallinn: “Láttu það detta á líkþorn-
ið á þér, þá getur þú fundið það sjálfur!”
Ferðamaður vaknar snemma njorgnns við
það, að vinnukonan togar lakið ofan af honum.
“Hvað er að tarna, hvað viljið þér með lakið
ofan af mér?” “Þér eigið nú að fara á fætur;
það er komin gestur niðri, sem vill fá morgunmat,
ogeg þarf að fá borðdúkinn!”
Söðlasmiður og skóari réru til fis'kjar saman
þá vildi svo til, að skóarinn hrökk útbyrðis.
Söðlasmiðnum varð að orði: “Mikið hefir þú
botnað um dagana, en hér fór þó svo, að þú botn-
aðir ekki!”