Lögberg - 02.12.1920, Blaðsíða 6
BU 8
LÖGBERG, FIMTUDAGINN
2.DESEMBER 1920.
Smásögur
Eftir
Slmlcspeare.
III.
Áðnr en þær lögðu af stað hafði Celia komist
að þeirri niðurstöðu, að óviturlegt mundi vera að
ferðast í skrautlegum klæðum. Þess vegna
stakk hún upp á því að þær klæddust búningi
sveitastúlkna. Rósalind kvað þó enn öruggara
verða mundu ef önnur þeirra færi í karlmanns-
föt- Félzt Celia þegar á uppústunguna, en með
þvd að Itósahnd var nokkuð hærri vexti, varð það
að ráði að hún skyldi á sig taka búning sveita-
pilts; og skyldi þær segja öllum að þær væru
systkini. Rósalind tók sér nafnið Ganymede, en
Gelia nefndist Aliena.
1 dularklæðum þessum, með alt sitt skotsilf-
ur og gimsteina að farareyri, lögðu prinsessurnar
fögru upp í leiðangurinn mikla til Arden skógar-
ins, sem lá langt fyrir utan lendur hertogans.
Rósalind (eða Ganymede eins og hún nú
nefndist), í ikarlmannsbúningnum einkennilega,
sýndis liafa öðlast reglulegt karlmanns hug-
rékki. Hin trygga vinátta, er Celia hafði sýnt,
með því að yfirgiefa hirð föður síns og fylgja
stallsystur sinni út á óvissu eyðimerkurinnar,
'kveykti í brjósti hins nýja bróður, Ganymede, enn
sterkari löngun til að hughreysta og verja Alienu,
sveitastúlkuna lundblíðu og ljúfu.
Og þegar þær að lokum komu til Arden
skógarins, mættu þær ekki lengur gestrisninni, er
þeim hafði verið auðsýnd annarstaðar á hinni
löngu för.
Þær voru aðfram komnar af hungri og vissu
heldur ekki hvar þær áttu höfði sínu að að halla.
Ganymede, sem talað hafði kjark í systur sína
að undanförnu með ljúfum og lífgandi orðum,
varð nú að viðurkenna fyrir Celiu að hann væri
orðin örmagna af þreytu, og gæti eigi annað, þótt
það ef til vill kastaði skugga á hreysti-einkenni
karlmanns-húningsins, en grátið eins og kona!
Aliena kvað orku sína þrotna með öllu, en Gany-
mede reyndi að telja sér trú um að það væri þó
ávalt skylda mannsins, að hughreysta og verja
hinn veikari og vanmáttugri, þess vegna safnaði
hana saman kröftunum og lézt vera hvergi hræddur
“Systir mín,” sagði hann. “Berðu þig eins vel og
þu getur. För okkar er isenn á enda, við erum
komin í Ai-den skóginn og náum til áfangastað-
arins innan skamms.”
En uppgerðar manndómur gat ekki bjargað >
þeirn til lengdar, því þó þær væru að vísu komnar
til Arden skógarins var fjarri því að þær hefðu
tninstu hugmynd um hvar hertogann útlæga væri
að finna. Þarna hefðu þær að líkindum soltið í
hel, ef óvæntur atburður heíði eigi orðið þeim til
bjargar. Meðan þær sátu í grasinu, úrvinda af
þreytu, og vonlausar um hjálp, hittist svo á að
hirðingi einn átti ferð um og gekk beint til þeirra.
Ganymede reyndi að stæla karlmannsróm og
niælti: “Hirðir, ef unt er að fá aðhlynning í
eyðiskógi þessum fyrir ást og gull, þá vísaðu okk-
ur í öhum hamingjubænum á einhvern þann stað,
er við getum notið fæðu og hvíldar, systir mín er
dauðþreytt og aðfram komin af hungri.”
Maðurinn kvaðst að eins vera í þjónustu
hjarðeigenda, að heimili húsbónda síns væri
nm það leyti að verða selt, og þaðan því lítillar
aðldynningar að vænta, en guðvelkomið væri þeim
a3 fylgjast þangað með sér og njóta þess, sem í
boði væri, ef þau vildu vera svo lítillát. Lögðu
þau svo af stað með hinum ókunna hjarðgeymslu
manni, en vissan um svona skjóta hjálp, fylti sálir
þeirra nýju hugrekki- Keyptu þau svo bæði hús-
ið og hjörðina af hjarðeiganda, en tóku hinn ó-
kunna lífgjafa sinn í þjónustu sína. Húsið var
einkar fallegt, þótt lítið væri að vísu, en gnægt
góðra vista. Akváðu systkinin því að dvelja þar,
unz fengið gætu vitneskju um í hverjum parti
skógarins hertoginn útlægi hefðist við.
Eftir að hafa notið góðrar hvíldar tóku ung-
meyjamar dularkla>ddu að venjast svo vel hinum
nýju lifnaðarháttum, að þeim fanst í raun og
vern þær vera orðnar að hjarðsveini og hjarð-
raey. Samt vaknaði sú hugsun hjá Ganyme, að
einu sinni hefði hann þó verið sú hin sama Rósa-
lind, er felt ihafði brennandi ástarhug til Or-
laudo’s glímukappans unga, sem var sonur eins
hine allra kærasta vinar föður hennar. Auðvit-
að hugði Ganymede Orlando vera margar, marg-
ar mílur í burtu, en honum óafvitandi með öllu,
var hann nú einnig í Arden skóginum engu að
síður.
. Orlando var ýngsti sonur Sir Rowlands de
Bois og hafði faðir hans rétt áður en hann dó,
beðið elsta son sinn Oliver, að taka drenginn til
fosturs og annast um uppeldi hans, samkvæmt
venjum og göfgi ættarinnar. Oliver reyndist ó-
verðugur þess trausts, sem faðirinn hafði borið
íil hans, lét piltinn þræla heima, án þess að veita
honum hið minsta tækifæri til skólamentunar.
En hinir meðfæddu hæfileikar, sem Orlando hafði
fengið í erfðir frá föður sínum, gerðu það að
verkum, að þótt hann hefði farið á mis við ment-
un og hlunnindi þau, sem henni eru samfara, bá
bar framkoma hans vott um sanna göfugmensku
og var eigi annað hægt að sjá, en hann hefði feng-
íð hið ákjósanlegasta uppeldi. Oliver öfundaði
bróður sinn svo mjög af kurteisi hans og snyrti-
mensku, að hann að lokum afréð að koma honum
fyrir kattarnöf.
Til þess að hrrnda hermdai’verkinu í fram-
kvæmd, kom hann því til leiðar að fólkið skoraði á
ungmennið að glíma við heljarmenni það, er áður
var um getið og lagt hafði margan gildan kappa
að velli.
Það var vegna hins illgjama bróður, að Or-
lando hafði sagt við stúlkurnar áður, að hann
óskaði sér dauða.
En þegar vonir eldra bróðursins fuku út í
veður og vind og Orlando gekk sigrandi af hólmi,
varð fólska hans takmarkalaus með öllu og sór
hann þess dýran eið að bera eld að kofanum, sem
Orlando bjó í og brenna hann inni eins og mel-
rakka í greni. Gamall maður sem verið hafði
aldavinur Sir Rowlands og unni Orlando fyrir þá
sök hve hann líktist föður sínum, hlýddi á ókvæð-
isorð Olivers. Hinn aildni maður gekk í veg fyr-
ir Orlando á heimleið hans frá hertogasetrinu og
hrópaði til hans í ákafri geshræringu þessum orð-
um: “Þú göfugi herra, minn ljúfi húsbóndi. Þú
lifandi eftirmynd Sir Rowlands!
Hví ert þú dygðugur, sterkur, hugprúður og
hverja ánægju gazt þú haft af að yfirvinna hinn
þjóðkunna glímukappa? Frægð þín hefir borist
of snemma heim á undan þér.”
Orlando vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið
og spurði gamla manninn vingjamlega hvað all-
ur slíkur orðastraumur táknaði. Sagði hið aldna
góðmenni honum þá hvernig í öllu lægi, hve bróðir
hans væri hamslaus af öfund eftir hann frétti
um glímuúrslitin og viðtökumar, sem hann hafði
fengið hjá hertoganum, og hefði fólska hans
magnast við það svo mjög, að hann hefði ákveðið
að brenna hann inni næstu nótt. Bað gamli mað-
urinn Orlando því að flýja á brott hið bráðasta og
forða lífi sínu. Adam, svo hét gamli maðurinn,
vissi að Orlando átti ekki grænan túskilding til í
eigu sinni og tók því upp sjóð einn allgildan og
sagði: “Hér hefi eg fimm hundmð krónur, sem
eg dró saman af kaupi mínu á þeim áram, er eg
þjónaði þínum ástkæra föður og ætlaði að geyma
til elliáranna, er eg mætti eigi lengur afla mér
daglegs brauðs. Þigg nú sjóð þenna. Sá, sem
fæðir fuglana mun sjá mér borgið. Peningar þessir
eru í skíra gulli, þeir em nú þín eign; leyf mér
að gerast þjónn þinn. Þótt eg sé nú farinn að
gerast gamlaður og hrukkóttur í framan, þykir
mér líklegt að af starfi mínu megir þú eigi minna
gagn hljóta, en þeirra sam yngri eru, þegar mikið
liggur við.”
“Góði gamli maður,” sagði Orlando frá sér
numinn. “Alt það göfugasta í þjónustusemi for-
tíðarinnar, kemur fram- hjá þér. Þú ert enginn
tizkuskuggi yfirstandandi tíma. Við skulum
verða samferðamenn, og áður en spariskilding-
amir frá æskudögum þínum em upp etnir, skal eg
hafa fundið einhverja þá atvinnu, sem nægi okk-
ur báðum til lífsframfærslu.
Framh.
--------o--------
Henry Wadsworth Longfellow.
Var fæddur 27. febrúar 1807, í bœnum Port-
land í ríkinu Maine í Bandaríkjunum.
Foreldrar hans voru efnuð og stór ættuð,
og naut Longfellow því allrar umönnunar sem
ástríkir foreldrar og efni þeirra gátu veitt.
Æsku ár Longfellows, vora sérstaklega un-
aðsrík, hann átti eins og sagt hefir verið ágæta
foreldra, gott heimili og allsnægtir, en þetta átti
að eins sinn þátt í æskugleði hins unga Long-
fellow, það var þó npplag hans sem mest réð í
þeim efnum.
Hann var síglaður í viðmóti þegar í æsku,
aldrei óánægður, og svo blíður í lund að hann
þíddi kuldann úr hjörtum þeirra sem umgengust
hann.
Snemma hneigðist Longfellow til bóka, og var
eirikennilegt að sjá þegar í byrjun mismuninn á
honum að því er bokaval snerti, og Öðmm ungl-
ingum á hans aldri.
Það fyrsta sem Longfellow leitaði að í bóka-
skápnum vora Ijóðabækur, einkum Ijóð ensku
skáldanna, þau las hann, og lærði sumar ensku
Ijóðabækuraar spjaldanna í milli.
Af öðram bókum hélt hann mest upp á Sketch
Book Washington Irvings, með hana gat hann
isetið dag eftir dag, og marglesið án þess að
þreytast.
Þegar Longfellow fór að ganga í skóla komu
(fram lærdómsgáfur hans. Hann var ágætur
námsmaður, og gat sér svo góðan orðstír við há-
skók þann sem hann las við, (Bowdoin háskól-
ann í Branswick Maine) að umsjónarmenn þess
skóla, buðu honum kennarastöðu í tunguimálum
við skólann, ef hann vildi fara til Europu og full-
komna sig í þeim útlendu málum sem um var að
ræða. Þessu boði tók Longfellow, og fór til
jEurou árið 1826. Hann fór fvrst til Frakklands,
síðan til Gpánar og loks til Þýzkalands, og full-
komnaði sig í tungumálum þeira þjóða.
Eftir þriggja ára dvöl í Europu, hélt Long-
fellow aftur heim til sín, og gjörðist tungumála-
kennari við Bowdoin háskólann í Maine, og hélt
þeirri stöðu með miklum orðstír í sjö ár.
Árið 1831 giftist Longfellow stúlku sem Miss
Potter hét, en hann naut ekki samvistar hennar
lengi, því hún dó 1835, og minnist skáldið hennar
í hinu gullfallega kvæði sínu “The Footsteps of
Angles” (spor engilsins), sem hver einasti ung-
lingur ætti að lesa-
Bftir sjö ára dvöl við Bowdoin háskólann,
var Longfellow boðin staða við Harward há-
skóiann, átti liann að kenna þar sömu námsgrein-
amar og hann kendi við Bowdoin, og tók hann
þvx boði.
Longfellow byrjaði að yrkja ljóð á námsárum
sínum, en lítið kom út á prent eftir hann, að eins
nokkur kvæði í United States Litterary Gazette.
Fyrsta ljóðabók hans “The Voiees of the Night”
kom út eftir að hann hafði verið tvö ár kennari
við Harward. Það sama ár gaf hann út skáld-
sögu sem beitir Hyperion.
Árið 1824, gaf hann út annað bindi af Ijóðum
“Ballads and Other Poems”, í því hefti var hið
nafnfræga kvæði hans “The Wreck of the Hes-
peras.”
Árið 1843, giftist Longfellow aftur, Frances
Appleton frá Boston, mjög vel mentaðri og á-
gætri konu, og er sagt að hún sé söguhetjan í
l>ók hans Hyperion. Mjög fór vel á með þeim
hjónum og eignuðust þau fimm böm.
En samfarir þeirra voru heldur ekki langar
að eins 18 ár, og varð Longfellow þá fyrir því
ægilega Hfsböli að missa hana í eldsvoða.
Þetta sára aðkast fékk mikið á Longifellow
°g ýarð honum lífið þungt, bæði sökum missins
og eins var þá heilsan farin að bila, því hann var
aldrei sterkbygður. En hann bar isig mjög vel
og á kveldi æfi sinnar, þegar hár hans var orðið
hvítt sem snjór, hélt hann áfram að vera rólegur
og blíður eins og hann hafði verið, alla sína æfi.
Hann dó í Chambridge Massachusetts 24.
marz 1882.
Lyndiseinkennum Longfellows er bezt lýst í
kvæðum hans, sem undantekningarlaust era við-
kvæm og hljómþýð.
Af stærri kvæðum hans, era “Hiawatha” hið
angurbMða og undur fallega Indíána kvæði og
“Evangeline“ um útlegð Frakka frá Acadia
bezt þekt.
En af hinum styttri, telja margir, “The
Village Blacksmith” með þeim beztu.
Arið 1884, var brjóst standmynd af Long-
fellow reist í reit þeim er beztu skáldum Breta er
lielgaður í Westminster Abbey í Lundúnum til
virðingar og minningar um einn þann ljóðhagasta
mann sem á meðal enskumælandi þjóða hefir lif-
að.
Hér fylgir kvæðið Lífshvöt eftir Longfellow,
í íslenzkri þýðingu eftir séra Matthías Jochums-
son.
--------o-------
Lífshvöt.
The Psalm of Life• Eftir Longfellow.
-----o—------
Syng ei þetta sorgarefni,
seg ei lífið tóman draum,
vek þú dauða sál af svefni,
sjóar-villum gef ei taum.
Líf er vaka, gimsteinn gæða,
guði vígt en eigi mold;
aldrei sagði sjóli hæða:
“sálin verði duft sem hold!”
Hvorki lán né hrygðar-hagur
heitir takmark Mfs um skeið,
heldur það, að hver einn dagur
hrifi’ oss lengra fram á íeið.
Fleyg er tíð, en lengi lærist,
lífæð vor er hermanns spil,
bumbu-slögum ihjartað hrærist,
hringir manni grafar til.
Líf er nauðsyn, lát þig hvetja,
líkst’ ei gauði, berstu djarft,
vert’ ei sauður, heldur hetja,
hníg ei dauður fyr en þarft!
Treyst ei feigur framtíð þinni,
fortíð eiga lát sinn val;
hönd Guðs hneig, og haf í minni:
henda fleyga nútíð skal.
Allir miklir menn oss sýna,
manndóms tign er unt að ná,
og eiga þegar árin dvína
ieftir spor við tímans sjá. —
Spor sem viltum vegfaranda
vísa braut um eyðisand,
og sem frelsa frá að stranda
farmann þann, sem berst, á land.
Fram að starfa! fram til þarfa!
flýjum aldrei skyldu-braut!
Vinnum meira! verkum fleira!
vinnum eins þó löng sé þraut!
---------o--------
Lögregludómari sem er dýravinur.
1 ensku vikublaði er sagt frá því, að æðsti
lögreglustjórinn í N. York hafi ekki alls fyrir
löngu látið festa upp í öllum hesthúsum borg-
arinnar auglýsing með fyrirsögninni “Bæn hests-
ins,” sem hljóðar svo:
“Til þín, herra minn og húsbóndi, kem eg
með bæn mína.
Gefðu mér fóður, og vatnaðu mér, þegar eg
er þyrstur, og láttu mér í té, þegar erviði og striti
dagsins er lokið, húsaskjól í þokkalegu hesthúsi.
Talaðu við mig, því málrómur þinn örfar mig
betur, heldur en taumhald og svipuhögg, og kendu
mer að vinna af fúsum vilja og með sannri á-
nægju.
Sláðu ekki í mig, þegar vegurinn er upp í
móti, og kiptu ekki of fast í taumama.
Þó eg skilji þig ekki þegar í stað, þrífðu þá
ekki óðara svipuna, gáðu heldur að, hvort taum-
amir eru ekki í ólagi, og gaktu úr skugga um,
hvort skeifan meiðir mig ekki, eða nagli liggur
of nærri mér.
Eti eg ekki fóðrið mitt, þá áttu að aðgæta
í mér tennurnar, og stífðu ekki af mér taglið, því
það er eina verjan mín á móti flugunum, sem
kvelja mig svo og þjá.
Gg þegar eg svo einn góðan veðurdag er
orðin gamall og farinn, láttu mig þá ekki drepast
úr hor, en dæmdu mig sjálfur og sláðu mig af,
svo eg deyi þjáningalaust.
Að lokum bið eg þig að fyrirgefa mér, að eg
beini þessari bæn til þín í nafni þess, sem fæddist
í peningshúsi. ”
Það er sagt svo, að þessi bænaskrá hafi á-
orkað meiru, en nokkurt lagaboð hefir hingað til
komið til leiðar: Bæði ökumenn og hestasveinar
hafa síðan sýnt hestum sínum miklu meiri nær-
gætni en áður.
Magnús Steplienseu —Dýravinurinn
-----------------o--------
Grafskriftin•
1 kirkjugarði einum er gröf, er geymir síð-
ustu leyfar ungrar og góðrar stúlku.
1 hvíta steininn, sem stendur á leiðinu, eru
greypt eftirfarandi orð:
—“Hér hvílir ung stúlka.— Leiksystkini
hennar gáfu henni þenna vitnisburð: Yið átt-
um hægra með að vera góð, þegar hún var hjá
okkur.”
Þetta er yndisleg grafskrift, og skiljanlegt
er, að stúlkan hafi notið ástúðar og samfélags
frelsara síns.
Hugsaðu um það, liver áhrif þxí hefir á vini
þína og félaga.
Verða þeir betri og ástúðlegri við það, að
vera með þér?
Eða vekur þú illar tilhneigingar hjá þeim?
Freistar þú þeirra til syndar?
Mörg börn sem góð hafa verið að upplagi, hafa
leiðst út í synd við það, að vera með slæmum
félögum-
Hvemig verður grafskriftin yfir þér?
-------------------o---------
o fðu vina.
(Vöggukvæði til litlu Gerðu H. Narfason fyr-
ir hönd mömmu hennar).
Kúrðu, sofðu kæra vina
— komið sólarlag
þreyttar guði þökkum fyrir
þenna liðna dag.
Sólar bjartir — sendiboðar
sjálfum drotni frá —
geslar mála rauðan roða
rósakinnar á.
Ástar-þíður aftanblærinn
andar þér á brá,
og veldur því, að ljósir lokkar
leika til og frá.
Svefns á vængjum svífðu vina,
æ, sofna fyrir mig,
í ljósum klæðum litlir englar,
líða kringum þig.
Þú ert sofnuð, sé eg glitra
isamt, í auga tár
yfir þinni vöggu veifi
vængjum engill smár.
4. okt 1920. A. E. ísfeld