Lögberg - 16.12.1920, Blaðsíða 6

Lögberg - 16.12.1920, Blaðsíða 6
BU. 8 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 16. DESEMBER mm I-----------1-- | Æska er æti skðU, j Alt, sem lærlst >S.. Smásögur Eftir Shaksp.eare. • GanjTnede og Alliena urðu ekki lítið undr- andi yfir að sjá nafnið Rósalind, skorið í börk- inn svo að seg'ja á öðru hvoru tré um allan skóg- inn og brennandi ástarsöngvar til hennar tengda við greinarnar. En meðan systkinin voru að brjóta heilan um hvemig öllu þessu væri varið, bar Orlando að, liann var auSkendur af hálskeðj- unni, er Rósalind hafði gefið honum. Orlando kom það vitanlega ekki til hVigar, að Ganymede væri liin fagra prinsessa Rósalind, er með Iiuggöfgi sinni hafði unniS hjarta hans fyrir skömmu og fengið það vald yfir honum, að hann ósjálfrátt skar nafn hennar í börk trjánna og kvað urn hana ástþrungnar sonnettur. Hon- um fóll fi’amkoma liins unga hjarðsveins undir eins vel í geð og fanst hann hólfvegis bera ein- hvern svip af sinni etekuSu Rósalind. ])ótt lima- burðurinn jafnaðist að vísu hvergi nærra á við yndisþokka hennar. Enda hafSi Ganymede beinlínis tekið á sig snið hálf-hreykins piltunga, sem er svona rétt um það að vera mitt á milli drengs og fullorðins manns. Hann talaði við Orlando með miklum myndugleika um vissn unn- usta seni slangraði um sikóginn og gerði hinum ungu trjám tjón, með því aS skera na'fnið Rósa- lind í ibörk þeirra, að því viðbættu aS íþyngja veikbygðum nýgræðinslaufum meS því að tensja við þau langar ástardrápur um þessa sömu mey. Kvaðst Ganvmede fljótt mundu lækna elskanda þenna af slíkum grillum, ef fundum þeira bæri saman. Orlando játaði sig vera manninn, sem um var að i*æSa og kvaðst feginn þiggja vilja ráð af Ganymede. f^ekninga aðferðin, sem Gany- mede bauð Orlando að fylgja, fólst í því að hann skyldi koma á hverjum degi til hirðingja býlis- ins, þar sem 'þau systkinin ættu heima. “En þegar þangað kemur,” mælti Ganvmede, “ætla eg aS látast vera Rósalind og skaltu veita mér hin sömu ásitaratlot og þú myndir auðsýna henni, mun eg svo stæla hegðun og Iháttsemi ungrar meyjar gagnvart elskhugum sínum, þar til augu þín opnast og þú fyrirverður þigfyrir ást þfna; með þessari aðferS hyggst eg að lækna þig ungi maður.” Þótt Orlando hefði að vísu ekki mikla trú á þessari la-kningu, |>á afréð hann sarat að heim- sækja Ganvmcde daglega og leika elskhuga. í sérhvert sinn og Orlando heimsótti systkinin, kallaði hann hirðingjann Ganymede Rósalind, við- hafði ávalt. þau fegurstu ástarorð, er hann kunni og elskhugum eru tömust. Samt sem áður sýndist lækninga tilraun Ganymede ekki bera mikinn árangur, því ást Orlandos á Rósalind, mun fremur hafa styrkst en hitt. Þótt Orlando auðvitað skoðaði þetta eins og hvern annan leik (óafvitandi meS öllu að Gany- mede var hans elskaða Rósalind), þá varS honum æfintýriS til hins mest hugarléttis, því við það veittist honum kostur á að láta í ljósi meS orðurn ástaireld þann, er hann bar í brjósti; auS- vitað var nautnin Ganymede enn þá fullkomnari, með því að honum var fullkunnugt um að ástar- atlot Orlandos’ og blíSmæli hittu fyrir réttan hlutaðeigenda. Þannig liðu margir lokkandi, ljúfir dagar, 11 in lundblíða Aliena vildi ekki undir nokknim kringumstæðum trufla hamingjudraum Gany- mede og sló því þess vegna á frest að minna hann á það, aS hin göfugborna Rósalind hafði enn eigi leitað viðtals við föður sinn, hertogann útlæga, sem Orlando hafði skýrt þeim frá hvar hefðist við í skóginum. — Fám dögum síðar fór Ganymede á fund her- togans, sem fagnaði honum vel og spurði hverjir foreldrar hans væri. Ganymede lcvað foreldra sína engu ógöfgari en hertogans, kom það hin- um síÖarnefnda til að brosa, með því að honum var þá með 'öllu ókunnugt um ættgöfgi hirðingj- ans. Er Ganymede sá í hve góðu skapi hertoginn var og ánægður með hlutskifti sitt, ákvað hann að dylja fyrir honum ætterni sitt og erindi til Ajrden skógsins í nokkra daga. Framh. --------o-------- • * 'Edgar Allan Poe. Islenzka skáldið Sigurður Brfeiðfjörð segir: “Oft eru skáldin auðnu sljó, af því ganga sögur. Ganuan er að geta þó gert ferskeyttar bögur.” Þessi vísa datt oss í hug, þegar vér fórum að hugsa um manninn Edgar Allan Poe, sem vér vildum nú minnast á með nokkrum orðum. Óiílcari menn en þeir Whittier sem vér mint- umst á í síðasta Sólskini og Edgar Allan Poe eru naumast til, áð því er lyndiseinkunnir snertir. Ann ar þeirra, Whittier, með sumar í sál hvernig sem alt gekk í lífinu sem vermdi alla er hann umgeng- ust, og sem en leggur frá Ijóðum hans og ritum inn í huga hvers manns sem les. • En Edgar Allan Poe þessi duli, kaldi, og ein- kennilegi ma^|^’, sem ef til vill hefir náS hæstum tónum úr hönm Braga af öllum skáldum Banda- ríkja þjóSarinnar, fer nálega varliluta af sólskini lífsins og hlýleik. Edgar Allan Poe, var fæddur í Boston Massa- chusetts 19. jan. 1809. Foreldrar hans vnoru leikarar, og misti hann þau l>æSi á meðan hann var barn að aldri. Vér vitum ekki IfTe ant foreldrar Edgars hefSu látið sér um liann hefðu þau lifað, né held- ur hvort þeim liefði lánast að beina liinum óvana- lega miklu hæfileikum þessa sveins inn á braut gleði og gæfu, en víst mó telja að það hafi verið Edgars mesta mein að missa þau svo ungur. Svo fátah voru foreldrar Edgars, að dreng- urinn stóS uppi alllaus við fráfall þeirra, og var tekinn til fósturs af hjónum sem meira höfðu af peningum en reynslu, eða þekkingu á uppfræðslu- mólum. Þeim þótti vænt um drenginn, og vildu sjálf- sag't gjöra úr honum mikinn mann og farsælann En það virðist að fyrir þeirn hafi farið eins og of mörgum af þeim sem nú lifa, og allsnægtir hafa þau báru drenginn á liöndum sér, gátu ekki látið neitt á móti lionuim, létu eftir öllum hans keipum og gáfu honum þannig alC eftir vild. Svo þegar í byrjun lífsins vandist Edgar á margt, sem síðar varð til þes's að auka honum angur og mæðu. Þegar Edgar var fjögra óra gamall fóru fóstur foreldrar hans í ferð til Evropu og fór hann með þeim, skildu þau hann eftir hjá vina- fólki í Lundúnum á meðan þau voru á ferð sinni. Arið 1820 komu þau til baka o£ settu Edgar til menta heima, fyrst á barnaskólum og síðar við iháskóla Virginiu ríkisins, en á meðan hann var við nám lenti liann út í að spila upp á pen- inga og komst í allmiklar skuldir. Út af því tók fósturfaSir ihans sem Allan liét, hann af skólanum og lét liann fara að vinna á ’skrifstofu sinni. ÞaS starf lét honum illa og undi ekki við það nema eiitt ár, og fór þá frá fósturforeldrum sín- um og til Roston og gaf út nokkuð af ljóðum eftir sjálfan sig. En salan á þeim gekk illa, svo til þess að hafa ofan af fyrir sér innritaðist hann í lierinn 1827 undir nafninu Edgar A. Perry, og sagðist þá vera 22 ára gamall. Ilann var í her- þjónusfu í bvö ár, og var þá búinn að nó undir- foringjastöðu, en þá sættiét hann aftur við fóst- urforeldra sína, og útveguSu þau honum pláss við West Point herskólann, þar stóð hann sig vel um tíma, en fór svo að leiðast þaufið og lét reka sig úr skólanum. ÞaS atvik varð til þess, að fósturfaðir hans rak hann meS öllu í burt frá sér, og vildi aldrei neitt með bann hafa tíðar. Þegar svo var komið fór Edgar til Baltmore og dvaldi þar við ritstörf en litlar eftirtekjur unz liann kyntist manni að nafni John P. Kenne- dy, sem lijargaði honum þá frá að verSa hungur- morSa. Allan fósturfaðir Edgars dó í maí 1884 og er sagt þegar Edgar heyrði að hann hann lægi sjúkur, þá hafi hann fariS ó fund hans, en að ekki hafi neitt orÖið af sættum á milli þeirra. Árið 1835, fór Edgar til Richmond og gjörð- ist meðritstjóri að The Southern Literary Mess- enger, og l<om margt af hans ljóðum og ritgerðum út í þvL ' ÁriS 1836, giftist Edgar frænku sinni Vir- giniu Clemms indælli og geðprúSri konu sem hann án efa unni hugástum o gvar hún sólskinið í lífi hans, ef þangað náði annars nokkurt sólskin. En lífið var þungt, o£ fátæktin oft all-tilfinn- anleg og helst fvrir það að Edgar Allan Poe gat aldrei notiÖ liinna ágætu andlegu hæfileika sinna og varð honum éíðast óbærilegt, því hann tók inn banvæn meðul og dó af þeim völdum í Balitmore 7. öktóber 1849, þá 40 ára gamall. Margt af ritum í bundnu og óbundnu máli liggur eftir Edgar Allan Poe — og segja þeir menn sem á bókmentum hafa vit, aÖ margt af því sé það snjallasta sem eftir nokkurt skáld,, eða rithöfund Bandaríkja þjóðarinnar liggi. Eitt hans merkilegasta ljóð iheitir “The Raven (hrafn- inn),” og birtum vér það hér í íslenzkri þýðingu eftir Einar Benidiktsson. H rafninn.0 Eftir Edgar Allan Poe. Yfir mold sig miðnótt breiddi, mæddur, krankur huga, eg leiddi fyrri manna forn og kynleg fræði ýms er iræktu þeir. Höfgi mér á hvarma þægt sé; heyrist mér þá líkt og væKt sé drepið högg á dymar — hægt sé drepiÖ léttum fingri. “Heyr. Það er gestur,” þuldi’ eg lágt, “við þrepskjöld dyr að knýja, heyr; aðkomandi, ekki meir.” Þetta vair á llisóttu, aldrei gleymi eg þeirri nóttn; skaust um gólfið skuggi hljótt og skalf í glæðum arinfeyr. Birtu þráði, eg; bætur réði bók mín engin döpru gcði. Leónóru, lífs míns' gleði, lík til grafar báru þeir. Hún með englum ljósum lifir ljúfa nafnið geyma þeir, nafn, sem menn ei nefna meir. Skrjáfaði í skarlatstjöldum, skulfu kögur huldum völdum, (hrolli ollu, engu sinni áður kunnum, gnýir þeir. Hjartslótt setti að mér illan, og eg margtók til að stilla’ hann: “Þetta er gestur. Gjörla vill hann, gengið sé til dyra, heyr. •Seint á ferli er þar einhver úti fyrir dvrum, lieyr. Aðeins það og ekki meir’.” Óx mér þor, svo eg að bragði opnum dyrum sló o» sagði: ‘ ‘ Eg bið, maður eða kona, afsakanir mínar heyr. Sannlega þva svo cr varið sofna va'r eg, þá var barið, og um hurðu fingrum farið, furðu létítir voru þeir; naumast urðu liögg á hurðu heyrð svo léttir voru þeir.” — Auðn og myrkur, ekkert meir’! Undrandi með ógn í hjarta út eg starði í húmiS’ svarta; draum þann fyr ei dreyma þorði dauðlegan neinn jarðarleir. Ríkti j)ögn í rökkurtómi, rofin engum minsta hljómi. Heiti eitt, í hálfum rómi, hennar, sem í moldum þreyr, nefndi’ eg milli næmra veggja, nafnið aftur kváðu þeir, þetta eina orð, ei meir’. Eg var sestur aftur inni, eldur brann í sálu minni, er þá barið öðru sinni enn, o? nokkuð gleggra. “Heyr, glugginn er það öllu heldur, að eg hygg, sem þessu veldur; af því hann er illa feldur, ónáða mig brestir þeir. Sláðu, hjarta, hægt á meSan 'hygg eg að, hvort smellir þei'r eru vindþot eða meir’.” Gpnum þá eg lilera hrindi, hopjiar inn úr næturvindi aldinn hrafn, en blakkir, breiðir íberja loftið vængir tveir. Þessi hnæfugl herralegi húsráðanda kvaddi eigi, né eift spor liann vék úr vegi, en vatt sér upp á mynd úr leir, sem eg átti yfir dyrum — o’ná Pallasmynd úr leir, settist upj) og- ekki meir’. Eg var hryggur í þann tíma „ og þó lá mér viS aÖ kíma, er eg krumma kæki leit, svo kringilegir voru þeir. “Þótt ei hamur þinn sé fagur, þú ert” sagði eg “ekki ragur. Þaðan forn og furSu magur, fugl þú komst, sem IjósiS deyr. Greindu mér þitt hefðarheiti heima þar, sem Ijósið deyr”. Innir hrafninn : “Aldrei meir.” Gól mér krákur orS í eyra, undrum sætir slíkt að heyra, þó að lítil þýðing væri í þessu svari: Aldrei meir. Því menn játa, vil eg vona, að varla maður eða kona nokkur hafi séSan svona sitja fugl á hvítum leir, yfir dyrum sitja svona svartan fugl á lwítum leir er sig nefndi: Aldrei meir.” Heyrði eg orð úr1 hægurn sessi 'hann ei mæla fleiri’ en þessi, eins 'Og hefði hinsta andvarp hrafnsins verið: “Aldrei meir.” HljóÖur sat hann, hreifðist varla — í hljóði mælti eg þá, að kalla, “sá eg víkja vini alla; vonir svíkja eins og þeir; þessi fugl hann fer á morgun fró mér burtu, eins og þeir.” Enn kvað hrafninn: “Aldrei meir”. Forviða eg á fusrlinn horfði, féll það svar svo vel í orði; “eflaust,” sagði’ eg, orða forða á ei meiri hræfageir. Þetta er mæðumanns af tungu móltak lært, 1 böli þungu, sem þau orS í eyiuin sungu, eltu líkt og skuggar tveir; klukkuhljómar sárra sorga, sviknra vona skuggar tveir, raunaorðin: Aldrei meir.” Þótt mig harmur bitur bíti ibrosandi eg stólnum ýt.i út að dyrum; upp lít eg eira fugl á hvítum leir. Læt mi? svo í sæti detta, sa'man grun við grun eg flétta: “Til hvers mundi þylja þetta þrómólugur vængjafreyr, hvað helzt meina mun só forni, myrki, leiði vængjafrey'r, meS þeim orðum: Aldrei meir?” Leita eg að sönnum svörum, sit og mæli ’ ei orð af vörnm; hvarmasteinar hvassir brenna hrafns mér inst í brjósti tveir. Mér að silkisvæfli’ eg halla 'sinni þungu gátur fjalla; geislar ljóss um flosið falla — fró mér liðna báru þeir hana, sem þar hvíldist fyrrum. Ilún úr kaldri dauSans eir hverfur aftur — aldrei mei'r. Finnst mér þá sem ilmker andi angan þungri og loftið blandi, Segi’ eg hátt: “Þar svifu’ um gólfið serafim, með brugðinn gei'r. Englum með þinn herra liefur 'hingað sent þig, krummanefur. Fi’ó og líkn, sem frið mér gefur, fró og líkn sem bera þeir. Teiga huggun harm's og gleymdu Ihenni, sem í moldum þreyr.” Innir hrafninn: Aldrei meir. “Sjiáfugl”, sagði’ es, “fúli fjandi, fugls í líki, vondi andi, hvort þér Satan hratt til strandar hingað, eða næturþéyr, kominn ertu að auðu landi, ógnum fyltu, í töfrabandi; greiS þú andsvör óhikandi einni spurning minni: “Heyr, er í GileaS ennþá balsam? Eg bið spurning þessa heyr.” Innir hrafninn: “Aldrei meir.” -“Spáfugl,” sagSi’ eg, “fúli fjandi, fugls í líki, vondi andi, sœri eg þig við himinliátign hans, sem djúpt við lútum tveir. Segðu mér hvort sorgum slegin sólin þessi, hinum megin, muni fá að faðma mey, er fullsæl nú með englum þreyr?” faðma undurfríða mey, er fullsæl nú meS englum þreyr?” Innir hrafninn: “Aldrei meir”. “Herm þau orð í liinsta sinni”, hrópa’ eg þá í bræði minni; “snúðu heim, þars eilíf ílir eyðinótt í veikum reir. Enga fjöður eg vil finna, enga minning lyga þinna; burtu! lát mig einan inni, ólánsblakki hræfageir. Tak þinn svip úr sálu minni og svarta mynd af hvítum leir.” Innir hrafninn: “Aldrei meir.” — Hrafninn situr, hrafninn situsr, hljóður, kyr og aldrei flytur, fyrir mínum augum er hann, yfir hurð á bleikum leir, Kkur allri ógn o£ firnum, iHri vætt, með köldum glyrnum; geislar á hann glitra og stima, á gólfið mynd hans bregða þeir. En mín sál við svarta skuggann. sem á gólfið bregða þeir, skilur aldrei — aldrei meir! --------o---------

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.