Lögberg - 31.03.1921, Síða 3

Lögberg - 31.03.1921, Síða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 81. MARZ 1921 BIb.3 p Hann kny’klaði brýrnar óþolinmóður. “Nei, nei!” sagði ihann. “Það er Nelly •— ungfrú Lorton. ’ ’» Hún stóð upp undrandi. “Ungfrú Lorton — í dyravarðarhúsinu?” “Já,” sagði hann. “Við urðum trúlof- uð fyrir tveimur árum síðan. Svo varð mis- skilningur á milli ókkar, en nú er alt lagað aftur. Óskaðu mér til hamingju.” “Já, það geri eg, Drake. Blíða, fallega stúlkan. Eg er sannarlega glöð! En — en —” “En hvað?” spurði hann óþolinmóður. “Við héldum öll — að,” stamaði hún. “En ylökur hefir öllum skjátlað,” sagði hann. “Það er ungfrú Lorton. Farðu til hennar og —” Undrandi yfirgaf lafði Anleford her- bergið. Drake gekk að skrifborðinu. Hann tók penna og skrifaði eitthvað á blað, en reif það strax í sundur aftur. Hann skrifaði á fleiri /blöð, en eyðilagði þau aftur; lóbs gat hann skrifað fáein orð, sem ihann var ánægður með. Þá mundi hann eftir því, að hann þekti ekki áritun Luces, og sökum þess, sendi hann bréfið, sem tilkynti trúlöfun hans og ungfrú Lortons, til lávarðar Turfleyis gildisskála í London. 37. Kapituli. Þessa nótt lá Nelly vakandi og spurði sig aftur og aftur, hvort það væri áreiðanlegt, að Drake væri nú sinn. 011 gæfa í þessum heimi, sem er svo þrung- in af sorgum, vekur alt af efa um varanleik. Morguninn eftir kom greifainnan af Ang- leford til þess að óska henni til hamingju með trúlofanina. Nelly sat við borðið og neytti matar, en stóð strax upp þegar greifainnan kom inn, sem tók hana í fang sitt og kysti hana innilega. “Kæra Nelly mín — eg má líklega kalla þig þannig og þúa þig — eg er komin til að segja þér, hve glöð eg og allir í höllinni eru yfir gæfu þinni. Draike sagði mér alla sögu ykkar; hún er rSmantisk, en endar vel, sem flestar rómantiskar sögur gera. Lafði Wolfér vildi fá að koma með mér, en eg neitaði henni um það; eg vildi hafa þig út af fyrir mig; en það verður naumast lengi, því Drake kemur bráðum.” Nelly »varð rauðari og rauðari, hún var svo hrifin'' yfir vinsemd þessarar tignu konu. “Hvers vegna eruð þið öll svo glöð?” spurði hún undrandi. “Það er mikill munur á ofckur, eg er fátæk stúlka af borgaraættum, og Drake niðurægir sig til að giftast mér, það hljótið þið' öll að sjá.” ‘ ‘ Kæra Nelly,” sagði greifainnan bros- andi, “það er ekki niðurlæging fyrir neinn mann að^ giftast góðri og saklausri stúlku, þvert á móti. En, Nelly, við erum svo glöð yfir því, að þú hefir gert Drake svo ánægðan, sem áður var svo óánægður og ömurlegur. Nú er han» miklu unglegri og rödd hans hefir fengið sinn gamla glaða hreim, og það ert þú, sem gert hefir þetta kraftaverk.” “Og samt sem áður hefði hann átt að gift- ast stúlku af sinni eigin stöðu. Eg vissi ekki hver hann var, þegar eg trúlofaðist honum í Shorne Mills.”- “Eg veit það, hann sagði mér það alt. En það sannar hve óeigingjörn ást þín til hans er. Og að því er stöðuna snertir, þá hefir hann leyfi til að giftast hverri sem hann vill, og hann er svo ríkur, að ekkert tillit þarf að taka til peninganna. “Það er konungur Coíembua og betlara- stúlkan”, tautaði Nelly. “Þú getur sagt þetta, en þú líkist alls ekki betlarastúlku,” svaraði greifainnan og leit al- úðlega til Nelly; “nei, Nelly, það er ekkert rangt við þetta; og nú langar mig til að biðja þig að koma með mér til hallarinnar. ” En Nelly hristi höfuðið. “Það get eg ekki, greifainna,” sagði hún. “Eg get eklki yfirgefið hr. Falconer. Honum líður botur í dag en áður. Hjúkrunarstúlkan segir, að hann hafi sofið í alla nótt í fyrsta skifti, en enn þá þarfnast hann mín, og eg skulda honum svo mikið.” “Eg skil það. Drake sagði, að mér mundi finnast torveldara að fá þig til að breyta skoðun, heldur en útlit þitt benti á. Og eg held nð þú hafir rétt fyrir þér. Þegar þú flytur í höllina, verður það sem húsmóðir. En góða stúlka mín; eg held að trúlofun ykkar veki svo mikla eftirtekt, að við verðum neydd til að halda stóra dagverðarsamkomu. ” Nelly varð slkelkuð. “O!” sagði hún. “Er það alveg nauð- synlegt? Getum við ckki látið eins og ekkert bafi borið við?” Greifainnan hló. “Þetta eru sömu orðin og Drake sagði, [»egar eg talaði um þetta við hann í gærkveldi. Það er ágætt að þið hafið sömu skoðanir. En eg er hrædd xim, að það dugi ekki. Fólk lang- ar til að sjá þig, og ef við högum okkur sam- kvæmt venjunni við slík tækifæri, þá verður minna skrafað og minni forvitni. Já, þú verð- ur að ganga gegn um hreinsunareld, en þú þarft ekki að hræðast afleiðingarnar.” “Jæja þá,” stundi Nelly. “Þér -vitið þetta bezf, og eg vil gera alt sem þér og Drake óskið.’ “Það er rétt,” sagði greifainnan. “O.'j þó þú flytjir ekki enn þá í liöllina, þá vona eg þú komir þangað eins oft og þú getur — til há- degisverðar og tedrykkju—” “Eins oft og hr. Falconer getur án mín verið,” sagði Nelly róleg. “Já, auðvitað. Og að því er mig snertir, góða, þá töluðum við um hann í gærkveldi og framtíð hans. Drake ætlar að sjá uní hann, því hann skuldar honum líka afar mikið, að ha hann segir. Hr. Falconer er afburða lista- maður, og það verðúr heimurinn að fá að vita sem fyrst. Og bróðir þinn, Nell, þú tekur hann rneð þér til hallarinnar.” Nelly hló lágt. “Þér liugsið um alt,” sagði liún, “líka um Dick. Ó-já, hann mun efalaust koma, hann er ekki hið allra minsta feiminn; en eins og nú stendur, hugsar hann meira um rafmagnsvél- arnar en nokkuð annað í heminum.” “Eg veit það,” sagði greifainnan hlæj- andi. “En við 'verðum að reyna að ná hugs- unum hans frá þeim, við og við. Eg er viss iim, að okkur mun þykja vænt um hann, þar eð hann er svo líkur þér. En svo er það dagverð- ar samkoman, eigum við að halda hana að viku liðinni?” “Svo fljótt?” sagði Nelly. “Já, það má ðkki dragast lengur — því síðarmeir kemur þetta leiðinlega mál fyrir réttinn, og Darke verður að mæta sem vitni. Kæra Nell mín — nú þykir mér vænt um, að þeir gátu ebki »áð demöntunum. Þú hefir ekki hugsað um þetta, kvöldið sem þú bjargaðir lífi Drakes og hindraðir innrotsþjófinn frá að sleppa burtu, að þú varst að herjast fyrir þína eigin gimsteina.” “Mína?” sagði Nelly. Greifainnan hló. “Já, auðvitað, góða Nelly mín. Eru það ekki Anglefordsku ættardemantarnir, sem bráð- lega verða þínir?” Nelly roðnaði og leit undrandi út. <lEg get ekki skilið alt þetta enn þá,” sagði hún. “Ó, eg vildi að Drake væri að eins — Drake Vernon. Eg verð svo rædd, þegar cg hugsa um—” Greifainnan brosti og hristi höfuðið. “Þú þarft ekki að vera hrædd, kæra Nell” sagði hún. ‘ ‘ Þú munt með miikilli aðdáun bora Anglefordssku krúnuna, það er eg viss um. Þama kemur Drake; það var vel gert af hon- um að lofa mér að vera svona lengi alein hjá þér. Gef þú mér koss, áður en hann kemur, annars öfundar hanu mig yfir honum. Ó, þú gæfuríka stúlka.” Drake kom akandi í eineykisvagni. “Eg get ekki yfirgefið vagninn, hesturinn vill ekki vera kyr—” hann hafði af sérstökum ásta^Sum engan ökumann. “Gerið svo vel að ibiðja Nell að fara í vfirhöfn, og koma eins fljótt og 'hún getur” sagði hann við greifainn- una, þegar hún kom út. Nelly var dálítið efandi. “Eg verð fyrst að líta eftir Falconer,” sagði hún En Falconer svaf, og þegar hún kom of- an, var hún í vfirhöfn. \ “Þú ekur líklega ekki of langt?” spurði hún og leit dálítið feimnislega á hann. Eftir hinn langa aðskilnað, fanst henni hann næst- um ókunnur. i “Eins langt og þú vilt,” svaraði hann, sem skildi ástæðuna til spurningarinnar og leit upp í glugga Falconers. “Dick segir, að Falconer líði betur í dag, og það þykir mér mjög vænt um, góða mín. Nell,” hvíslaði hann, þegar þau óku iít um hliðið og eftir þjóðbrautinni, “ert það í raun, og veru þú, sem situr við hlið mína, eða er mig að drevma?” Nelly snerti liandlegg hans alúðlega. ‘ ‘ Þetta sáma hefi eg hugsað um í alla nótt, Dralke,” sagði hún lágt. “Þetta er eins og draumur. Eigum við að aka gegn um þorpið ? ’ ’ spurði hún hikandi. “Já, það skulum við gera,” sagði hann. “Eg þrái að sýna gimsteininn minn, öllum góð- um malneskjunum, sem 'hafa þekt mig frá því eg var lítill. Nýungin hefir máske nú þegar borist til þoi'psins, og nú vil eg þær sjái hve glaður eg er. ’ ’ Nýungin var komin til þorpsins, því þeg- ar þau óku í gegn um það, kom fólkið út úr hús- unum og sölubúðunum að horfa á þau. Drake kinkaði til allra og var svo ánægju- legur, að ein konan fann sig verða að hrópa: “Guð blessi yður, lávarður, og veiti yður 'lán og blessun sína.” “Slík kveðja er ánægjuleg, Nely,” sagði hann rólegur, en Nelly gat engu svarað, augu hennar voru full af tárum. ‘ ‘ Fyrir fáum dögum hefði eg brosað að þessari blessunarós'k,” sagði liann alvarlegur. “En sú undran, sú umbreyting, sem hefir átt sér stað með líf mitt, þessar fáu stundir. Engum töfrum verður líkt við ástina, Nell.” Þau sátu þögul um stund, eftir að hafa yfirgefið þorpið, en svo fór Drake að vekja eftirtekt hennar á fegurstu stöðum umhverf- isins. “Eg ætla að aka með þig til bóndabýlis, sem um marga mannsaldra hefir verið eign ættar minnar,” sagði hann. “Eg lield að þú munir kunna vel við Styles og konu hans, og það mun ekki særa þig, að þau ®egi meiningu sína blátt afram — góða mín. Eg neytti þar hádegisverðar fyrir fáum dögum og Styles hélt þá ræðu yfir mér um skyldur mínár, ein af þeim mest áríðandi var, að eg skyldi flýta mér að fá kcnuefni, og nú langar mig til að sýna lionum, að eg hefi hagað mér samkvæmt hvatning hans. “Máske hann samþykki okki val þitt,” sagði Nelly. Drake hló. “Þá hikar hann ekki við áð segja það,” svaraði Drake. Þau óku heim að bænum, og Styles kom að hliðinu til að bjóða þau velkomin, og kallaði til fjósamanns að gæta hestsins. “Já, eg vil feginn kom inn litla stund, ef frú Styles vill hafa okkur,” sagði Drake. Frú Styles ikom út í dyrnar, meðan hún þurkaði hendur sínar, því hún hafði verið að þvo, og heilsaði þeim vingjarnlega. “Komið þér inn, lávarður,” sagði 'hún. “Þér vitið, að þér eruð a\t af velkominn.” — Hún leit á Nelly, sem roðnaði við augnatillit h.ennar. “Og enn þá meira velkominn sökum þeirrar, sem með yður er.” “Setjið yður niður, lávarður — setjið vð- ur niður ungfrú — er hún “lafði”?” spurði Styles blátt áfram. “Þetta er ungfrú Lorton, sem hefir verið svo óvarkár að lofa að verða kona mín, hr. Styles,” sagði Drake. “Eg kom til að sýna ykkur hana, og til þess að þið gætuð séð, að eg íiefi farið að ráðum ykkar.” Hjónin litu snöggvast á Nelly, en 'litu af licnni aftur, þegar lxún roðnaði. “Má eg vera svo djarfur að segja yðar há- tign, að hygnara starf hafið þér aldrei gert á æfi yðar,” sagði Styles rólegur, “og ef unga stúlkan er eins góð og liún er fögur — og ef eg skil dálítið útlit manneskja, þá er hún það — svo við getum af einlægni óskað yðar 'hátign langrar æfi og allrar mögulegrar ánægju.” Dra'ke rétti honum hendi sína og hló á- nægjulega. “Þöbk fyrir orðin, Styles,” sagði hani^ “og þið megið reiða ykkur á, að eg er ánægð- ur, vel ánægður.” “Eg hefi heyrt talað um ungfrú Lorton,” sagði frúin, “og aldrei annað en gott,” og hún leit á Nelly, sem hafði tekið eitt af börnunum upp á kné sín, “og fyrir okkur, sem erum leigj- endur yðar, hefir það mikla þýðingu, hverri þér giftist.” Nelly reyndi að sigra feimni sína, en nú hugsaði hún um almúgann í Shorne Mills, og niannaði sig upp. “Eg er ekki tízkustúlka frá London, frú Styles,” sagði hún brosandi. “Eg hefi næst- u malla æfi mína lifað í litlu þorpi, enn þá fjarlægara London, en þið eruð, og þekki sára lítið til London siðanna.” “Er það satt, ungfrú?” sagði frúin með ánægjubrosi. “ Já, ” sagði Nelly og hló. “0g ef þér vild- uð leyfa það, þá gæti eg búið til eplamaukið yðar.” / Frúin starði ú hana undrandi, og Drake hló að undran hennar. “Ó, já, ungfrú Lprton getur stjórnað heimili vel og búið til ágætan mat, frú Styles, svo eg vona, að þér séuð ánægðar.” “Ó, já, lávarður, meira en ánægð,” svar- aði frúin. “En eg er raunar mjög undrandi, 'lávarður, því hún er svo ungleg — já, þér verð- ið að afsaka mig—” “ Ó — hún er nógu hyggin á sínum aldri, ’ ’. sagði Drake. “ Já, Styles, eg þigg með ánægju eitt glas af lieima tilbúnu öli.” Frú Styles sótti mjólk og sætábrauð handa Nelly, svo drógu þær sig í hlé og töluðu saman eins og góðar vinur, á meðan Drake og Styles töluðu um þjófnaðinn. En frúin talaði um Drake sem dreng og ungan mann, og þess vegna hugsaði Nelly ekki um að flýta sér; en alt í einu inundi hún eftir Faiconer, stóð upp og gekk til Drakes, sem spratt á fætur þegar hún nálgað- ist hann. “Nú, verið þér sæll, Styles. Eg sagði einu sinni, að þér ættuð að dansa við brúðkaup mitt, og það verðið þér að gera.” “Þökk fyrir, lávarður,” sagði hann. “Eg skal gera alt hvað eg get, en hélt að þetta væri spaug yðar.” “Og guð blessi ykkur bæði,” sagði frý. Styles, þar sem hún stóð bak við þau. Þau óku af stað með hraða, og þegar Drake gat loks fengið hestinn til að fara hægra tók hann utan um mitti Nelly og þrýsti henni að sér.” “Veizt þú hvers egna eg ók með þig í dag, Nell?” Ilún hristi höfuðið. “Eg skal segja þér það. Þessi nýja gæfa mín fanst mér svo ótrúleg, að eg átti bágt með að skilja hana. Eg var ekki ánægður með ham- ingjuóskir greifainnunnar einnar, eg varð að fá fleiri hjá1 fólkinu mínu. SkilUr þú mig góða ?’ ’ Nelly skildi hann og ást hennar margfald- aðist: “1 morgun varst þú 'boðin velkomin á heimili mínu,” sagði hann, “og mér fanst ó- mögulegt, að eg misti þig aftur. Nú mun Stvles ganga til veitingahússins, tala um heimsókn okkar og lýsa þór nákvæmlega, og allir hér á jörðunum mínum munu heyra um mína tilvon- andi eiginkonu — mér finst eins og við séum gift, Nell. — Nú getur ekkert aðskilið okkur.” Hún sagði ekkert, en þrýsU sér fastara að honum. / “Þú ert fráleitt leið yfir því, að eg fór með þig til Styles, góða mín?” “Nei, nei,” svaraði hún. “ Eg vil heldur béimsækja þetta hreinskilna bændafólk, en all- ar þessar lieldri tízkumanneskjur. Mér þykir vænt um að eg er ebki ein af þeim, sem þau voru hrædd við. Drake, þú gleymir því líklega aldrei, að eg er fátæk stúka frá Shorne Mills.” Hann brosti með sjálfum sér, því hann vissi, að þessi lieitmey sín, með fegurð sinni og eðallyndi, var fær um að fýlla þau æðstu pláss í liinum svo nefnda “tízku heimi.” “Vertu róleg, vina mín,” sagði hann. “Þú liefir náð vináttu Styles fjölskyldunnar, og það er ekki lítill sigur. Smátt og smátt kynnist þú leigjendum mínum, og eg vil að þú skiljir, að \T ✓ • .. ■ • v» tknbur, fjalviÖur af öllum Nyjar vorubnrgðir tegundum, geiréttur og al.- konar aðrir strikaðir tiglar, hurðir og gluggar. Komið og .jáið vörur vorar. Vér erumœtíð glaðir að sýna þó ekkert sé keypt. The Empire Sash & Door Co. ---------------Limíf.d--------------— HENRY AVE. EAST - WINNIPEG -- -----------------------------------------------------* ISLENDINGAR—piltar og stúlkur óskast til að læra rakaraiðn á HEMPHILL BARBER COLLEGE. Eftirspurn mikil bæði í Canad'a og Bandaríkjunum. Hátt kaup, frá $25 til $50 um vikuna. Námið tekur aðeins átta vikna tíma. Vér ábyrgjumst hverjum fullnuma stöðuga atvinnu. Rakara vantar nú í mörgum bæjum og borgum. Skrifið eftir ókeypis Catalogue, er sýnir yður hve auðvelt er að læra rakaraiðnina og stofna iðn fyrir eigin reikning með mánaðarborgunum. HEMPHILL BARBER COLLEGE 220 Pacific Avenue Winnipeg, Man. Útibú í Regina, Saskatoon, Edmonton og Calgary. petta er af- bragðs tækifæri fyrir íslenzka pilta og stúlkur. Allar Allar tegundir aí tegundir af KOLUM EMPIRE COAL COMPANY Ltd. Tals. N. 6357-6358 Elcctric Railway Bldg. EF YÐUR VANTAR WJT \ T í DAG— n, MJ PANTIÐ HJÁ D. D. WOOD & SONS, Ltd. Phones: N 7641 — N 7642 — N 7308 Skrifstofa og Yard á horni Ross og Arlington Vér höfum að eins beztu tegundir / SCRANTON HARD COAL —Hin beztu harðkol ....Egg, Stove, Nut og Pea. SAUNDERS CREEK — Stór og smá beztu Canadisk Ivol. DRUMHELLER (Atlas)—Stór og smá, beztu tegundir úr því plássi. STEAM KOAL — að eins þau beztu, — Ef þér eruð í efa þá sjáið oss og sannfærist. þú átt þetta, með mér. Heldur þú, Nell, að þér muni nokkurn tíma þykja eins vænt um þetta pláss og Shome Mills?” “Já,” svaraði hún, “af því þú átt það, Drake.” Hann leit þakklátum augum á hana. “En þú skalt ekki missa Shorne Mills,” sagði hann ákveðinn. “Eg skal kaupa land- lett og byggja hús fyrir neðan brekkuna, og þangað skulnm við fara á hverju sumri og sigla Annie Laurie um sjóinn.” Þannig töluðu þau saman á milli þagn- anna, sem hann notaði til ástaratlota. Og þeg- ar þau komu að húsinu, heyrðu þau fiðlusöng. Nelly stundi og vaknaði til veruleikans. “Ó, eg hafði næstum gleymt,” stundi hún upp. “Þey — hlustaðu!” hvíslaði Drake. Nelly hlustaði. Flconer tók “Gloria in Excelsis” (Heið- ur sé guði himnum á). “Ó, hve gæfurík eg hefi verið!” sagði hún lágt hálf ásakandi sjálfa sig. “Og, hve gæfurík þú munt verða, góða — guð leyfi það,” sagði Drako lágt, um leið og hann siepti hendi hennar og lét hana ganga inn í húsið. --------o--------- I i 38. Kapituli. “Nell, eg held þú sért taugaveik! Ert þú ekki? Það er gott! Vilt þú þá standa upp, og segja, “Mesopotamia” sjö sinnum?” Þetta var dagurinu, sem dagverðar sam- koman átti að eiga sér stað, og Nellv átti, eins og Dick komst að orði, að “vera til sýnis” sem heitmey lávarðar Auglefords. Nelly var ný- komin ofan, skrautklædd og tilbúin að fara af. stað. Dick og Falconer voru líka tilbúnir, því Falconer var nú orðinn svo hress, að hann gat crðið þeim samferða, og bafði boðist til að taka fiðluna með sér. “Þú mátt ekki etríða henni, Dick,” sagði Falconer sem eldri bróðir, “hiín lítur ekki út fyrir að vera taugaveik.” “En eg er það,” sagði Nelly skjálfrödd- uð og hló. “Eg er sannarlega dálítið tauga- veikluð.” “Það er mjóg slæmt,” sagði Falconer, “því nú er eldraun, sem þú verður að mæta. Það er óþægilegt, að vita allra augu hvíla rann- sakandi á sér. En þú hefir ekkert að hræð- ast.”

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.