Lögberg - 21.04.1921, Blaðsíða 1
SPEIRS-PARNELL BAKINGCO.
ábyrgjast yður
fulla vigt, beztu vörur fyr-
ir lœgsta verð sem verið
getur. R E Y N IÐ Þ AÐ!
TALSlMI: Garry 2346 - WINNIPEG
Það er til myndasmiður
í borginni
W. W. ROBSON
490 Maiit St. - Garry 1320
34. ARGANGUR
Helztu Viðburðir
Síðustu Viku
Canada.
Hinn nýlátni Hon. Sidney Fis-
her, fyrrum landbúnaðar náðgjafi
í stjórn Sir Wilfrid Laurier’s
kvað hafa í erfðaskrá sinni á-
nafnað Broome kjördæminu $100,-
000 til eflingar búnaði í því bygð-
arlagi. AlLs er sagt að eignir
ráðgjafans muni nema um hálfri
miljón dala.
Látinn er að þeimili sínu í
St. Boneface, Rev. Domase Dand-
urand, líklegast sá af prestum
kaþólsku kirkjunnar, er náð hefir
hæztum aldri á síðari öldum. Hann
varð 102 ára og 22 dögum betur.
Rev. Dandurand, var iborinn í
þenna heim í Lanprairie, Quebec,
þann 23. dag marzmánaðar árið
1819, en tók presitvígslu 1841.
Tveir bændur í Brandon héraði
byrjuðu sáningu um miðja fyrri
viku.
Samkvæmt yfirlýsingu fjármála-
ráðherra Manitoba fylkis Hon Ed-
ward Brown; þarf fýlkið til við-
halds stofnunum sínum á árinu
1921, að viðbættum noikkrum
nýjum fyrirtækjum, $5,870,000. Af
þessari fúlgu, er stærsta upphæð-
in $1,500,000 ætluð til simakerf-
isins. Samikvæmt fjárlhagsá-
ætluninni skal útgjöldum jafnáð
þannig niður: Maniito'ba ritsíma
og taílsímakerfi $1,500,000; Elec-
trical Power' Transmission, $750,-
000; lán til húsabygginga, $500,-
000; geðveikrahælið í Brandon,
750,000; geðveikrahælið í Selkirk,
$750,00; Háskólinn í Manitaba,
$500,000 (trl bygginga); pinghúsið
oýja, $200,000; heyrnarleysingja
SKÓlinn i Manitoba, $400,000;
Brandon Winter Fair, $200,000 lán-
veiting; reksturskostnaður við
stjórnanbyggingar í fýlikinu, $100,-
000; Lignite Utilization Board,
$80,000; Children’s Aid Bldg.
(River Ave); $55,000; Manitoba
, Goverments Elevators, $33,000;
Heimilið fyrir ólæknandi í Portage
lá Prairie, $25,000, Ninette
berklaveikrahæilið, $25,000, til auk-
inna bygginga; ítil þráðlausra
símasambanda í Norður Manitöba,
$5.000.
Fylkisféhirðirinn, Hon E. Brown
hefir lýst yfir því í þinginu, að
fylkisistjórnin eigi nú kost á að
fá peningalán hjá bönkum í Can-
ada fyrir 5y2 af hundraði.
Lógum bændafélaganna í Foam
Loan Act, hefir nú verið breytt
þannig í þinginu, að fýlkisbúar
geta keypt veðskuldaibréf félags-
ins, Obonds) í hvaða formi sem er
og hvaða upphæð, sem hverjuní
þóknast. Undir þessu nýja fyr-
ir komuilagi geta menn fengið
keypt veðskulldabréf á skrifstofu
sparibanka fylkisins, eða fylkis-
féhirðis. Mr. Brown gerir ráð fyr.
ir að 'meira en $100,000 virði af
veðskuldalbréfum bændalánfélag-
anna, muni seljast til jafnaðar á
mánuði. (
Fylkisstjórinn hefir ákveðið að
5. mi næstkomandi verði almenn-
ur hvíldardagur, skólum og öllum
opinberum byggingum skuli lokað.
penna dag Arbor Day, skal fólk
nota til skóggræðslu og plöntu-
ræktunar, smkvæmt innflutnings
og akuryrkjulögunum.
J. V. Lloyd frá Vancouver,
skrapp austur til Montreal nýlega
og keypti áfengi fyrir tuttugu og
fimm þúsund dali handa þyrstu
fólki í British Co'lumbia.
Mælt er að G. H. Murray, yfir-
t'áðgjafi í Nova Scotia, muni velja
' innan skamms einhvern ráðgjafa
'inna til að halda uppi svörum
f-Vrir stjórnina í þinginu, með því
heilsa hans leyfi honum ekki
lengur Iöng og ströng ræðuhöld.
Pó er álitið að Hon Murray muni
enn gegna emibætti um hríð. Hann
íhefir gegnt yfirráðgjafa embætt-
inu síðan árið 1896, er fyrirrenn-
ari Ihams Hon Fielding tók að gefa
sig við sambands pólitík.
'’pblaðið Farmers Sun. , —
þeirrar skoðunar, að þeir þing-
mennirnir af flokki bænda, sem
írreiddu atkvæði á móti uppástungu
Hon W. I MacKenzie King í
isambandi við aukakosningarnar
og reikninga Canadian National
járhbrautarfélagsins, muni eiga
erfitt með að þvo hendur sinar
frammi fyrir kjósendum í hlutað-
eigandi kjördæmum, þegar þang-
að komi.
“Eina ráðið til þess að logast
við sofandi kirkjugesti, er að
haétta að flytja daufar prédikan-
sagði Dr. C. W. Gordon nýlega í
ræðu, er hann flutti i prestafé-
laginu í Winnipeg. “Vér höfum
engann rétt á því,” bætti hann
við, “að hvetja fólk til kirkjuferða
og láta það svo 'hlusta á óaðlað-
andi ræður, vitandi vel að því
hlyti að líða betur heima.”
Hon. Arthur Meighen, yfirráð-
gjafi í Canada, flutti nýlega ræðu
í Toronto, fyrir flokksbræðrum
sínum allmörgum, er þar eiga
•heima. í ræðu sinni kom hann
’fram með þá nýstárlegu kenningu,
að járnbrautirnar í Vesturland-
inu hefðu verið lagðar 30 árum of
snemma. “það er flest fagurt á
honum Pétri mínum”, sagði kerl-
ingiri. Eftir að Hon Meighen,
átrúnaðargoð afturhaldsins og
kyrstöðunnar ,sér engan veg út úr
óstjórnarfeni járnlbrautarmálanna,
sköllir hann skuldinni á land-
nemana er fyrstir lögðu hönd á
plóginn og tegndu bygð við bygð
með stálteinum.
Jóhn S. Ewart lögmaður 1 Tor-
onto, flutti á dögunum ræðu í
kvennfélagi þar í horginni, er
nefnist “Daughters of Canada.”
Ræðan snérist öll um hið fyrir-
hugaða yfirráðgjáfamót frá öllum
lendum hins brezka veldis, er
ráðgert er að haldið verði í ,Lund-
únum á öndverðu sumri. Ræðu-
manni leizt ekki sem bezt á blik-
una, og taldi nauðsyn mikla til
þess bera að Canada þjóðin stæði
rækilega á verði um isjálfstæði
sitt og gætti þess vandlega, að
engar samþyktir yrði þar gerðar
af hálfu Canaida stjórnar er skuld-
bindi þjóðina til hlutöku í öllum
stníðum, er England* kynni að
leggja út í.
pær fregnir berast fná Ottawa
um þessar mundir, að Meighen
yfirráðgjafi, ætli sér að útnefna
Sir Joseph Flavelle til fram-
kvæmdarstjóra fyrir þjóðeigna-
brautirnar, Canadian National
Railways, hvað svo sem kunni að
taka við Mr. Hanna, núverandi
framkvæmdarstjóra. Nafn Mr.
Flavelle’s er víðkunnugt, þó ekki
væri nema fyrir ,samband þess við
okur Yróða Davis niðursuðuhúss-
ins, frá haustinu 1917.
Bandaríkin
Breski sendiherrann i Washing-
ton lýisií- yfir því, að stjórn sín
'hafi áikveðið að leggja engin höft
á félagsskap þann í Bandaríkjun-
um, er fyrir eamskotum gengst
til liknar bágstöddu fólki á ír-
landi, svo fremi, að ekki sé hlut-
drægni ibeitt, né félagsskapurinn
hafður að yfirskini til aesinga
gagnvart hinni brezku stjórn.
Otto Prager, frá San Antonio,
Texas, hefir sagt af sér aðstoðar
póstmálaráðgjafa stöðunni, sam-
kvæmt fregnum frá Waslhington.
Hundrað og sjötíu fulltrúar, með
umboð frá 5,034 prentsmiðjum,
héldu nýlega mót í Cincinnati og
stofnuðu með sér félagsskap er
nefnist Fortý-Eight Hour League
of America. Prentsmiðjueig-
endur voru það aðallega er mótið
sóttu og ákváðu ‘þeir að taka í
þjónustu sina jöfnum höndum
preritara, er utan stæðu hinna
viðurkendu verkamannafélaga sem
innan.
M. B. Jewell forseti járnbrauta.
þjóðasambands Bandaríkjanna,
sklorar á Harding fonseta að kveðja
til fundar við sig fulltrýa frá
vinnuveitendum og vinnuþiggj-
endum, að því er járnbrautamálum
við kemur, til þess að reyna að
jafna öll miskliðamál í bróðerni.
Reni Viviani, fyrrum yfirráð-
gjafi Frakka, sem dvalið hefir ^
Bandaríkjunum um hríð, átti fyrir
skömmu ítarjegt tal við senator
Lodge í samibandi við skul'dheimtu
frönsku stjórnarinnar & hendur
pjóðverjum. Opiniberar fregnir
WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN 21. APRIL 1921
---------- i .........
af stefnu þessari eru enn eigi
fyrir hendi, en ýms Bandaríkja-
blöð segja að Viviani hafi að eins
farið fram á siðferðislegt liðsinni
Bandaríkjanna, en einkis herstyrks
leitað, að þvi er skuldaheimtumál-
unum við kemur.
Járnbrautaþjónar, er við Pen-
sylvaniubrautina vinna, hafa þver-
neitað að ganga að sikilmálum
brautareigendanna um 16 til 25
af hundraði launalækkun.
Andstöðu flokkar Non-Partizan
stjórnarinnar í Norður Dakota,
héldu fyrir skömmu allfjölment
þing 'í bænum Devils Lake og á-
kváðu að knýja fram, endurkalls,
(recall) kosningu á komanda
hausti og sópa úr emibættum þeim
L. J. Frazier, ríkisstjóra, William
Lemke, dómsmálaráðgjafa og Joihn
N. Hogan umboðsmanni akuryrkju
og verkamáladeidarinnar.
Col. George Harvey, hefir verið
skipaður sendiherra Bandaríkj-
anna á Bretlandi hinu mikla.
Yfir tíu þúsundir verkamanna,
er byggingavinnu stunda í ýmsum
borgum Massachusetts rákis, hafa
gert verkfall sökum þess að vinnu-
veitendur kröfðust þess að kaup-
ið yrði lækkað um 20 af hundraði.
Vísindamaðurinn nafnkunni,
próf. Alhert Einstein, er kominn
til Bandariíkjanna í þeim tilgangi
að safna fé meðal Gyðinga, er þar
eiga ‘hima, til stuðnings endur-
flutningi þess þjóðflokks til Pál-
estínu.
pjóðskuld Bandarikjanna lækk-
aði um $71,580,330 í/ marzmánuði
síðahtliðnum og nemur skuldin nú
$23,80,104,397.
Viðskiftaskrifstofa Bandaríkja
þjóðarinnar sýnir, að kaup járn-
braut^riþjóna á árinu 19201, hefir
hlauþið upp á $3.733,816,186 doll-
ara.
Við Harward háskólann hefir
verið stofnaður félagsskapur, er
nefnist the Intercollegiate Liberal
League, og það markmið hefir, að
yekja hjá námsfólki meiri áhuga
á almennum málum, en við hefir
gengist að undanförnu.
Mrs. Oharles Monson Raymond,
nafnkunn söngkona, er nýlátin að
heimili sínu í Norwalk, Connecti-
cut, 79 ára að aldri. Hún var talin
að vera ein sú allra merkasta
contralto söngkona, sem Banda-
ríkja þjóðin nokkru sinni hefir
eignast.
Harding forseti, hefir tilkynt
Samúel Gompers verkamanna
sambandsforingjanum nafnkunna,
að uppgjöf saka, fyrir menn þá,
er fyrir pólitisk afbrot voru hneft-
ir í fangelsi fari fram í röð eftir
því hvað ihvert afbrot hafi verið
mikilvægt, þeim fyrst .slept, er
minst voru brotlegir.
Verndartollafrumvarpið, svo að
segja í sama formi og Fordney
senator bar það fram, hefir nú
verið afgreitt frá neðri málstofu
Bandaríkja þingsins með miklum
meiri hluta atkvæða. Nokkrir dem-
ókratar, sem áður voru á móti
frumvarpinu, greiddu því nú at-
kvæði og að eins 9 republicanar
greiddu atkvæði gegn því.
Samuel Gompers, forseti verka-
mann^ sambandsins ameriska er
rétt í þann veginn að kvongast í
annað sinn. Hann er nú 71 árs
að aldri, en konuefnið Mrs. Ger-
trude Glenaves Neusohler, frá
Ohio, kvað vera 38 ára gömul.
Ríkisritaradeild Bandariíkjanna
fer iþess á leit við þingið, að al.
gert bann sé sett gegn útflutningi
vopna til ríkja eða ríkishluta, þar
sem nokkrar líkur séu á að þau
verði notuð til stjórnaribyltinga
eða uppreiistar.
--------o--------
Bretland
Kolaverkfallið á Bretlandi
stendur enn yfir, og lítur illa út
með að það lagist bráðlega. pó
hafa breytingar orðið á í því máli
síðan síðasta blað kom út. pá leit
út fyrir að járnbrautarþjónar og
þeir sem við flutninga og önnur
flutninga tæki vinna mundu leggja
niður verk sín til hjálpar kola-
námumönnum. En það fórst
fyrir, þegar á átti að herða gátu
þeir ekki orðið á eitt sáttir með
það og tilkyntu því að þeir væru
hættir við samúðar verkfall. pótti
þá vandast málið, því menn héldu
að kolanámumennirnir mundu
aldrei geta staðið einir eins lengi
og þessi þrjú stórfélög hefðu getað
staðið saman, og að þeir myndu því
fúsari til samkomulags. En þetta
hefir ekki reynst svo. Leiðtogar
kolanámumanna sem í Lundúnum
voru til þess þar að tala máli
verkfallsmanna, héldu allir skyndi-
lega heim ti’l sín á sunnudaginn
var, án þess að gefa stjórninni
nokkra aðvörun eða hugmynd um
framtíðar áform sín. Stjórnin
hafði búist við að þeir mundu
dvelja þar unz að fundur sá er hún
hafði 'áformað að koma á með
verkfallsmönnum eða umboðs
mönnum þeirra og námaeigendum,
var um garð genginn, en svo virð-
ist sú von 'hafa dáið þegar um-
boðsmenn verkfallsmanna halda
heim til 'héraða sinna án þess að
sinna stjórnariboði þessu hið allra
minsta.
Kolaástandið á Bretlandi, og <því
isamfara ástand iðnaðar stofnana
víðsvegar um alt land er að verða
afar ískyggilegt. pó þetta verk-
fall hafi ekki staðið en nema lið-
ugar tvær vikur er kolaforði þjóð-
arinnar nálega þrotinn og hún
knúð til þess að afla sér forða
fyrir iðnaðar fyrirtæki þau sem
lífs.spursmál er að halda gang-
andi, frá öðrum þjóðum. Hvað úr
þessu getur orðið, er ómögulegt að
segja, en ihræðilegu tjóni hlytur
það að valda.
Ekkert virðist greiðast fram úr
með 'írsku málin, skærur daglegar
á milli enska setuliðsins og Sinn
Fein manna og eru menn særðir
og drepnir á báðar hliðar og eftir
því sem nær dregur degi þeim
sem lögin um stjórnarfyrirkomu-
lagið á írlandi eiga að ganga í
gildi, kemur það æ betur og betur
í ljós, og lítil von er um að þau
leiði til friðar í landinu.
Lundúnablaðið Times tekur
hlífðarlaust f þann streng, þegar
það segir nú í vikunni í grein sem
heitir útvaldi vegurinn, og er þar
talað um daginn sem stjórnin á
Englandi hafi valið til að innleiða
lög þessi um þingin tvö á írlandi,
og bætir við: Og þau sýnast vera
annar mylnusteinn á vegi stjórn-
arinnar, sem sýnir Ihve óhöndug-
lega að henni geti farist í írsku
málunum,” og blaðið bendir á að
stjórnarformaðurinn og ráðuneyti
hans hljóti að vita að þessi lög
geti aldrei fullnægt þrá fólksins
á Suður-írlandi. En segir: “að
það geti verið álitamál hvort nú
sé sá rétti tími til þess að láta
undan síga í þessu máli, en ekki
sé hinn minsti efi á því að fyr
eða síðar þá verði tilslökun óum-
flýjanleg.
í Dublin ihefir sá flokkur Ira,
sem krefjast sanngjarnra réttar-
bóta, að því er heimastjórn írlands
snertir fund með sér, undir um-
sjón Sir Horace Plunkett, og var
þar samþykt að fara fram á að ef
menn úr hópi þeirra manna sem
kosnir yrðu til þinga þeirra sem
bráðum á að fara að kjósa til —
þingsins í Norður-írlandi og þing-
sins í Suður-írlandi eða Ulster-
manna þingsins og Sinn Fein
þingsins, væru látnir semja frum-
varp til laga í sama sniði og ný-
lendulög Breta eru, og þeir hefðu
til þess fult vald, þá væri ekki ó-
hugsandi að vegur mundi finnast
út úr vandræðum þeim sem írsku
málin væru nú komin í.
Kosningarnar undir þessum nýju
lögum eiga að far* fram á írlandi
31. maí n. k., og á þá að kjósa
þingmenn til beggja þinganna í
senn, Norður eða Ulster þingsins
og þingsins í suðurparti landsins
Sinn Fein þingsins og búist er við
að norður þingið taki til starfa 21.
júní og ef þá málum í suðurparti
landsins verður jafn langt komið
þá verða 20 menn kosnir af hvoru
þingi, sem mynda efri málstofu
eða senat — sameiginlega og á að
vera milliliður á milli tveggja
flokkanna og er vonast eftir að á
þann hátt verði hægt að koma sam-
komulagi á, á milli flokkanna
svo í framtíðinni geti þeir komið
sér saman um eitt þing. — pegar
þVí takmarki er náð er áform
bresku stjórnarinnar að veita
þiflginu vist vald í fjár og öðrum
máium sem þeir halda f sínum
höndum á meðan sakir standa eins
og þær nú gera.
---------o--------
Hvaðanœfa.
í orrahríð milli geribyltinga-
manna í Berlín og lögreglunnar,
biðu 100 manns bana nýlega
Mælt er að ýmsir helztu liðs-
foringjar í Hvítaihafs flotanum
rússneska, hafi gert uppreisn
gegn Soviet stjórninni og fengið
allmargt manna til að hallast á
sömu sveif. Enn fremur er það
fuTlyrt að Bolshevikar Ihafi neyðst
til að flýja frá Arclhangel. -
Stjórn Japana kvað hafa boðið
Mayor-General Leonard Wood á
sinn fund, er hann Ihafði lokið
rannsóknum sínum í sambandi við
sjálfstæðiskröfur Philippine eyj-
anna.
Fregnir fyá. Constaniopel geta
iss, að miklar gnískar liðsveitir
hafi fallið í hendur Tyrkjum við
Eski-Shéhr.
Alþjóðaráð Hins rauða kross,
hefir kosið til forseta á fundi í
Geneva, Gustave Ador, fyrrum
lýðveldisforseta á Svisslandi.
Umboð«maður Ungversku stjórn-
arinnar i Vínarborg, hefir opimber
ega tilkynt að Oharles, fyrrum
Austurríkis keisari, sé nú kominn
til Svisslands aftur og hafi fult
leyfi stjórnarinnar svissnesku til
að dveija þar, eins lengi og hann
vilji.
pær hörmungafregnir berast
frá Helsingfors á Finnlandi að
Bolshevikar hafi látið taka af
lífi annan ihvorn mann og aðra
hvora konu í borginni Cronstadt,
er í uppreisninni sáðustu tóku ein.
hvern þátt.
. Belgisk stjórnarvöld í hinum
herteknu héruðum á pýskalandi,
hafa tekið fasta 280 menn, er þeir
segja að valdir séu að verkföllum
og allskonar ófögnuði.
Fregnir frá Milan á ítalíu, telja
ástandið þar í landi ískyggilegt
mjög. Sagt er að hátt á þriðja
hundrað þúsund manns gangi þar
atvinnulausir með öllu.
Briand yfirráðgjafi Frakka hef-
ir lýst yfir því í efri málstofu
franska þingsins, að svo fremi að
pjóðverjar ekki greiði með góðu
þann 'hluta skaðaöótakrafanna,
fyrir 1. maí næstkomandi, er þeim
ber að greiða samkvæmt fyrirmæl-
um friðarsamninganna, þá verði
tafarlaust sendur inn á pýzka-
land margfalt meiri her, en .hingað
til hefir gert verið og peningarnir
innheimtir með valdi.
Manntal er nýfarið fram á
Frakklandi, er sýnir að fólki hefir
fækkað um 5,7 af hundraði síðan
árið 1911 við það sem fólkstalan
var þá.
Svo er að sjá sem Tyrkjum veiti
drjúgum betur í sennunni við
Grikki um þessar mundir. Grikk-
ir hafa nýlega tapað Afiun-Kara-
hissar, afar þýðingarmiklum stað
á Bagdad járnbrautinni í hendur
Tyrkja og flúið þaðan í 'hinni
mestu óreiðu.
Úr bœnnm.
Fyrsti lúterski söfnuður í Win-
nipeg hefir keypt Tjaldbúðarkirkju
fyrir $21,500 að sögn.
18. þ.m. kom hr. Bjarni Þórðar-
son frá Leslie, aftnr frá Islandi;
liann fór heim í fyrra. Með hon-
um kom systursonur hans, Bjami
Ólafsson frá Svignaskarði í Borg-
arfirði. Bjartii sagði að tíð hefði
verið allgóð i vetur á Islandi, 'þó
vinda og vætusamt með köflum.
Fáirður var hann um ástandið þar
heima, en fremur virtist honum
það ískvggilegt.
17. apríl lézt Kristbjörg Guð-
laugsdóttir Shaw, á sjúkrahúsinu.
Hún var ættuð úr pistilfirði i
Norður-pineyjasýslu á íslandi og
var 48 ára er hún lézt^
Ferðir Gunnars Björnssonar
Hr. G. B. Björnsson kom til
Winnipeg rétt fyrir 'heígina 0g
fór þágar vestur til Agyle. Var
honum og erindi hans tekið frá-
ibærlega vel 1 Argyle. Er hann
væntanlegur þaðan um miðjs
þessa viku. Fer hann til Selkirk
á föstudaginn og hefir þar sam-
komu um kvöldið. Á laugardag-
inn fer hann til Lundar og verðurl
þar og í Otto um helgina. Eft-j
ir helgina fer hann til^Langruth
og verður í þeim bygðum 26.—28.
þ. m. Getið verður um framhald
ferða hans í næsta blaði.
--------o--------
Hinn góðkunni landi vor Svein-
björn Jobnson lögfræðingur í
Grand Forks, sem undanfarandi
hefir verið í félagi með O’ Connor
lögfræðing iþar í bæ, hefir nú slit-
ið þeim félagsskap, en gengið í
félag við Mclntyre og Burtness
sem einnig eru lögfræðingar og
hafa skrifstofur sínar í Grand
Forks, og er nafn þess féTags nú:,
Mclntyre, Burtness & Johnson.
Frank Frederickson, Hockey-
kappinn þjóðkunni, sem í vetur
lék professional Hockey vestur á
Kyrrahafsströnd, og gat sér þar
mikinn orðstýr fyrir list sína, og
hlaut þá virðingar viðurkenningu
að leikslokum Hockey leikanna i
vetur að vera sá snjallasti af öll-
um þeim sem þátt tóku í Hockey
leikjum þar vestra, er nú kominr
aftur til Winnipeg og dvelur hér
um tíma hjá foreldrum sinum.
Mr. Frederickson, lætur vel af
veru sinni vestur á ströndinni og
hyggur að hverfa þangað aftur
eftir svo sem tveggja mánaða dvöl
hér eystra. Mr. Frederickson,
hefir tekið að sér að selja lífs-
ábyrgð fyrir Monarch Life lífs-
á'byrgðarfélagið og býst við að
vinna að því á meðan hann dvelur
hér og eins eftir að hann kemur
vestur á milli þeas að hann leikur
Hockey.
Hinn 26. f. m. voru gefin saman
i hjónaband af séra Adam por-
grímssyni: hr. Óli W. Ólafsson og
ungfrú Poribjörg K. Erlendsson,
bæði til heimilis að Reykjavík P.
O. Man. Vígslan fór fram að
'heimili ibrúðarinnar að viðstöddu
fjölmenni.
--------0--------
VOR.
Ljóssins hæða hölgi mynd
iheiminn Wæðir blóma
efla, flæði, foss og lind
frelsis kvæði hljóma.
Fljótin bláu falla þétt
fram að sjávar minni.
jörðin gljáir geislum sett
guðis af dásemdinni.
Lífið fagnar veikt og valjt
vorsins þroska degi,
sérihvert fræ er fyr var kalt
fléttar blóma sveigi.
Vor í þinni sigursól
sár og tárin skína,
vegsemd 'þdn á veldisstól
vekur lotning mína.
BTíða vor í vorri sál
vonar morgun roði,
óður þinn er eilíft mál
ódauðleikans boði.
M. Markússon.
Kveðja
til nýlátinnar frændkonu minnar,
Steinunnar Sigurðardóttur (Mrs.
Á. Andérson).
Farðu vel mín vina kær
vinskap þinn sk*l geyma;
andinn þó sé fluttur fjær
farsælli til heima.
pinn varð ekki aldur hár
okkar fjörs á línum,
grætt þó margra gastu sár
góðvilja með þínum.
pín var eðlis þroskuð dygð,
þú varst kvenna sómi;
kærleiksanda yfirskygð
almennings að rómi.
Allir þeir sem eitt sinn þér
áttu völ að kynnast,
ætíð munu — eins og ber —
ástar þinnar minnast.
pú varst ávalt gegn og góð,
glöð og blíð við alla;
hugljúfara heiðursfljóð
hugsast getur varla.
En þótt míriar ðldnu brár
ama hylji móða;
lifðu sæl um eilíf ár
ættsystirin góða.
Heilög lifir ætíð ást
eins þó skilji veginn.
Eflaust vinir allir sjást
aftur hinum megin.
S. J. Jóhannesson.
NUMER 16
Eggert Fjeldsted
Eitt af 'því, sem Lögberg vill
leitast við að gera, er að láta
þeirra manna af þjóðflokki vor-
um getið, sem á einhvern hátt
skara hér fram úr, eða vekja á sér
eftirtekt í þjóðlífi þessa lands.
Einn þeirra manna er Eggert
Fjeldsted, er nú um nokkur ár
hefir veitt ístærsta gull og silfur-
verkstæði lí Norðvestur Canda for-
sfcöðu. Árið 1900 fór Eggert frá
foreldrum sínum út í heiminn til
þess að leita gæfu sinnar, þá
þrettán ára gamall, og kom hing-
að til Winnipeg — hingað til höf-
uðstaðar Manitöba fylkis, þar sem
ungir menn ii tugum þúsunda
koma saman árlega í sömu erind-
um, í von um að geta hér rutt sér
braut til vegs og velgengni.
Eggert réðst undir eins og ‘hann
kom til íbæjarins sem lærlingur
til Guðjóns Thomas og nam hjá
honum gullsmíði. Hjá Guðjóni
vann hann í sex ár, eða þar til
hann var 19 ára, þá gekk hann í
þjónustu DingwaH félagsins, sem
hér hefir verzlað með gullstáss og
gimsteina í fjörutíu ár Til þeirra
réðist 'hann ein,s og hver annar
réttur og sléttur handverksmað-
ur. Mr. Miller, ritari félagsins,
segir um Mr. Fjeldsted: “Hann
kom til okkar áður en hann var
numa í gullsmíði, og með stað-
festu og álhuga færði hann sig
upp tröppu af tröppu, unz hann
hafði náð því takmarki, að vera
fyrir sakir mannkosta og hæfi-
leika gjörður að yfirmanni í verk-
smiðju vorri, og til þess að kynna
sér verksmiðjustarf yfirleitt, sendi
félagið hann til Birmingham á
Englandi, þar sem Ihann sérstak-
lega kynti sér alt það, er að plat-
ínuyerki lýtur, ásamt Óllu nútíðar
fyrirkomulagi í gull- og silfur-
verksmiðjum. Eftir að hann hafði
verið þar nokkra mánuði, kom
hann til ibaka og tók við forstöðu
á verkstæði voru og hefir sannar-
lega ekki brugðist vonum okkar.”
í verksmiðju Mr. Dingwall eru
framleiddar nál. allar tegundir af
vandaðasta gllsrriíði, sem nútíðin
krefst. par eru þær fullkomnustu
vélar, sem þektar eru, á meðal
þeirra stimpilvél með 600 tonna
þunga, og í verksmiðjunni vinna
frá 30 til 45 manns. Auk þess að'
hafa eftirlit með öllu þessu fólki,
verður Mr. Fjéldsted að segja fyr-
ir með alla uppdrætti og sam-
'þykkja þá áður en mótin eru búin
til, og svo aftur um hvern einasta
hlut, stóran og smáan, frá því að
honum er rent úr deiglunni og
unz hann er búinn að fá sitt fasta
form og tilbúinn til afgreiöslu, og
er það mikið vandaverk, því marg-
ir þeir munir, sem þar eru búnir
til, eru afar verðmœtir.
Eggert Fjeldsted er fæddur 28.
júlí 1887 að Hólmi í Nýja íslandi
í Ameríku. Hann er sonur Stur-
laugs Eggertssonar Fjeldsted og
konu ihans Soffíu Ingilbjargar
Soffóníasdóttur, er fyrst bjuggu
að Hólmi í Nýja íslandi og síðar í
West Selkirk, og eru nú bœði cláin.
Eggert Fjeldsted er giftur Jón-
ínu Guðjónsdóttur Tihomas (gull-
smiðs) og fyrri konu hans Jón-
ínu Jónsdóttur.
DRAUGAVÍSA.
(undir gömlum Ihætti).
Nú er ekki ómaksvert
að ausa dána moldu;
öndunganna ákall sterkt
upp þvtí knýr úr foldu
hvern þeir nefna á nafn.
Út í heimi hefir spurst,
herji draugasafn;
en Kölski upp á kirkjuburst
krunki eins og hrafn.
B. P.