Lögberg - 26.05.1921, Page 1

Lögberg - 26.05.1921, Page 1
SPEIRS-PARNELL BAKINGCO. ábyrgjast yður fulla vigt, beztu vörur fyr- \ ir lœgsta verð sem verið getur. R E Y NIÐ Þ AÐ! TALSlMI: N6617 - WINNIPEG Það er til myndasmiður í borginni W. W. RORSON 490 Afatn St. - Tals A7921 34 ARGANGUR WINNIPE*G, MANITOBA, FIMTUDAGINN 26. MAl 1921 NUMER 21 Helztu Viðburðir Síðustu Viku Canada. Umræðunum um fjárlögin í Can- ada þinginu hefir haldið áfram og hefir þar verið sókn og vörn all- hörð. . Brevtingartillaga sú, sem getiö var um í síðasta Lögbergi aö Hon. Fielding hef'öi boriö fram í sambandi viö fjárlögin, var feld með um tuttugu atkvæðum; var flokkaskifting við þá atkvæða- greiöslu skýr, það er að segja á móti henni greiddu atkvæði allir afturhalds þingmennirnir eða Meig- hen sinnar, en með framsóknar- þingmenn, bæði frjálslvnda flokks- ins og bændaflokksins. Breytíng á innjflutningalGgum Kínverja flytur Hon. J. A. Calder innflutningamála ráðgjafi. Breyt- ingin er í fyrsta lagi í því innifalin að afnema þaö ákvæði innflutninga- laganna, aö kinverskir kaupmenn, sem hafa með höndum leiðarbréf, sem gefið er út af stjórninni í Kína og undirritað af vísikonsúl Canada, fái landgöngu í Canada gjaldfrítt. En í stað þess verða kínverskir kaupmenn að sanna fyrir yfir innflutningaumboðs- manni Canada, að þeir séu kaup- menn í raun og veru og eigi því rétt á landgöngu án þess að borga nefskatt samkvæmt ákvæði lag- anna. Er þvi haldið fram að und- ir þessu fyrirkomulagi verði inn- flutningalögunum siður misboðið en áður. Þegar að innflutningalögin voru brotin á þennan hátt, lá rannsókn og dómsúrskurður undir dómstóla nkisins. Akveðið er að breyta ]æim með þessum nýju lagabreyt- ingum og láta nefnd hafa fult úr- skui ðarvald í þeim máium. Tekið er fram i þessu laga frumvarpi, að sömu skorður séu settar við inn- flutningi vissra stétta Kínverja og annara landa; enn fremur er tek- ið fram í þessu lagafrumvarpi, að ]>eir Kinverjar, sem á löglegan hátt hafa flútt inn í Canada, en hafa fyrir einhverja ástæðu verið sendir heim til sín aftur, megi inn- an tveggja ára aftur flytja til Can- ada. Áður var sá timi að eins eitt ár. En fullnaðar úrslit í öllum þeim málum hefir innflutningaráð- herrann sjálfur. í sambandi við útgjöld til her- mála, lýsti hermálaráðherra Can- ada, Hon. Hiugh Guthrie, yfir því, að útgjöld sem ætluð væru til her- mála í Canada væru lægri heldur en hjá nokkurri annari þjóð. “Ef að vér göngum út frá því, að fólks- talan i Canada sé átta miljónir,” sagði Hon. Guthrie, “þá nema út- gjöldin til hermálanna að eins $1.89 á hvern mann, og eru þar í talin útgjöld til sjóliðs, landhers og flug- deildar”. Frumvarp til laga um að gjöra ti. nóvember ár hvert að helgi- <legi í Canada, hefir verið samþykt i Ottawaþinginu, til minningar um lok stríðsins mikla ('armistice dayj og er talið víst að efri málstofan muni samþykkja það móstöðulaust. Ákveðið er og, að þakkarhátíð landsins skuli bera upp á sama dag. Jarnbrautamála nefnd Canada liefir þóknast að skipa svo fyrir, að flutningsgjald á kolum frá námum í Alberta og Saskatchewan skuli verða fært niður innan sléttufylkj- anna frá i. júní til 31. ágúst um 10 af htindraði. Námaeigendur höfðu farið fram á 20 prct. niður- frslu, en það sá nefndin sér ekki fært að veita. Thom Moore, yfirmaður “Inter- natiónal" verkamanna félagsins í Canada, kom til Winnipeg í síð- ustu viku; átti hann að halda ræðu í samkomusal iðnaðarmanna skál- ans hér í bæ, en þegar á samkomu- staðinn kom, höfðu æsingamenú á meðal verkamanna safnast þar saman og gerðu svo mikil ærsl að hann fékk ekki að fyltja erindi sitt. Degi síðar flutti hann snjalt erindi í Canadian klúbbnum á Royal Al- exandra hótelinu. Nýlega kom skipið Empress of Russia með 200 tonn af silki frá liongkong og Yokohama til Van- 'couver, sem var $4,000,000 virði. Bandaríkin Verndartolla frumvarp það hið margumrædda, sem kent er við Fordney senator, hlaut loks sam- þykki þjóðþingsins hinn 23. þ.m., með 245 atkvæðum gegn 97. Búist við að það verði staðfest af Hard- ing forseta einhvern hinna næstu daga. Marcell Cyrikrzit, dyravörður við stórhýsi eitt í New York, starf- rækti leynilega ölkeldu mikla í kjall- ara hússins. Árla morguns vökn- uðu íbúar húss þessa við vondan draum og þutu upp úr rúmum sín- um út á stræti. Mjöðurinn hafði gerst geróttur og hlaust þar af sprenging mikil, er þó ekki getið um, að manntjón hafi orðið. Eig- andi keldunnar játaði brot sitt og fr vntanlega sína vöru selda. Nýlátinn er eftir uppskurð í Rochester, Minn., Franídin K. Lane, fyrrum innaríkisritari í ráða- neyti Wilson’s forseta. Hann var canadiskur að ætt, fæddur nálægt Oharlottetown á Prince Ed. Island árið 1864, en fluttist á ungum aldri til Oandaríkjanna. Mjög merkur maður og mikilhæfur. Mr. Lane lauk laganámi í California árið 1886. Svo stundaði hann blaða- mensku um hríð og átti sjálfur blaðið Tacoma WasK, Daily News, Árið .1897 tók haun að gefa sig viö málafærslu og þótti skara mjög fram úr á því sviði. Alla æfi var hann eldheitur stuðningsmaður demókrataflokksins og tók við inn- anríkisritara embættinu í stjórn Wilsons árið 1913. Það var oft mælt, a$ hefði Lane eigi fæddur verið utan Bandaríkjanna, mundi hann fyrir margra hluta sakir hafa staðið injög nærri útnefningu til forsetatignar. Franklin K. Lane kvæntist árið 1893 og gekk að eiga Miss Anne Wintermute frá Ta- coma; eru börn þeirra tvö á lífi, ]>au Mrs. Nancy Lane Kauffman, Washington og Franklin K. Lane, lietitenant, er heinta á í Los Ange- los í California. Bretland iKoIaverkfallið á Englandi helzt enn óbreytt, iþó sumir leiðtogar náanamanna, eins og MeGurk um- boðsmaður þeirra , Lancashire, séu farnir að benda verkafélögunum á að ef þau haldi áfram að krefjast þess að námaeigendur leggji all- an ágóða í sérstakan sjóð, til inn- tekta fyrir báða málsaðilja, þá geti fátækt fólk átt víst að verk- fallið haldist til næstu áramóta, áður en eigendurnir eða stjórnin gæfi slíkt eftir. Út af umtali á meðal járnbraut- anþjóna, að neita að meðhöndla koi, sem flutt væru inn lí landið og leggja niður vinnu heldur en að gjöra það, hefir Frank Hodges, ritari félaga þeirra er járnbraut- armenn og járnibrautaþjónar til- heyra, lýst yfir því opinberlega, að hann télji ekkert unnið við það fyrir jánnibrautarmennina sjálfa eða félög þeirra að verkallið yrði gjört, og hefir sú yfirlýsing tekið vindinn úr seglunum fyrir þeim sem æstastir voru. Dálítið Ihef- ir borið á óeyrðum í Skotlandi á meðal manna þeirra sem vikið hef- ir verið úr stöðum sínum, fyrir það að þeir neituðu að vinni við flutn- inga á innfluttum kolum. 'Af- ferming kolaskipa heldur áfram ó- hindruð í Glasgow undir umsjón lögreglunnar. Nóg af sjálfboð- um til þeirra og annara starfa sm verkfíllsmenn hafa gengið frá. Sagt er verkfall þetta hafi gjört götu Bandarlíkjaman-na greiða inn í Suður-Evrópu, með kolaverzl- un sína og hafi, náð svo föstum tökm þar 0g í hafnbæjum við Miðjarðarhafið, að Bretar ef til vill nái þar aldrei fö-stum fæti aft- ur, að því er kolaverzlun snertir. Pað sem hjálpað hefir Evrópulönd- unum í þessu samfbandi, er aið þau höfðu flest kolaforða mikinn þegar verkfállið á Bretlandi skall á, en sá forði er nú þrotinn og geta þjóðirnar þá ekkert leitað fyrir ,sér með kolaforöa, nema til Ameríku, því Bretland er í þeim sökum ver farið en þau, 0g þó verkfallinu létti Ihjá þeim nú þegar, þá tæki langan tíma fyrir þá að koma námum sínum í lag aftur, svo að framleiðslan komist í þol- anlegt lag og sumar námur þeirra eru með öll-u eyðilagaðar, hafa verið fyltar með vatni og á annam hátt eyðilagðar. Menn hafa vaðið í villu og svíma um af hvaða ástæðum að skipið Hampshire, er Kitchener lávarður æ-tlaði með til Rússlands 1916 fórst og með ihvaða hætti upplýs- ingar Ihaia nú komið frá sjóliðsfor- ingjan-um Kurt Beltgen, sem segir að 29. maí 1916 hafi neðansjávar -bátur U-75 lagt 34 sprengidufl í (hafi suðvestur af Okneyjum, og á þau segir hann að Hampshire hafi hlotið að rekast, því enginn neðan- sjávar bátur hafi verið á þeim stöðvum 5. júnií þegar Hampshire 'lagði á stað í þessa ferð isíina. Raunatölur Rögn- valdar. Það mætti teljast hluttekningar- leyíi af mér, ef eg ekki með fá- einum línum mintist á raunasögti Rögnvaldar Péturssonar út af Tjaldbúðartapinu. Grein sú birt- ist í H-eimskringlu í vikunni sem leið. Þótt bláþræðir séu margir og langir á söguþræðinum, sem auðveldlega mætti slíta, skal ekki farið út i þá sálma hér, einkum þar sem R. P. er á förum til íslands í “íoflegum" erindagjörðum að sögn, og það hefti kannske för hans, ef hann þyrfti að spinna lop- ann aftur. Tvent er það í þessari sögu höf. er eg vildi þakka bonum fyrir. Fyrst það, að bafa samið og birt þessa skýru bláþráða-sögu sína, sem svo greinilega ber með sér á- stæðuna fyrir hvalablæstri þeirra Rögnvaldar út af Tjaldbúðar- missinum. l>að er ávalt mikils- vert, þegar menn auglýsa sinn innra mann, hvort sem iþað er gert með vilja eða af vangá. Hvort beiskja R. P. út af því, að lútersk- ir menn náðu kaupum á Tjaldbúð- inni, en Únitarar ekki, er sprottin af einskærri vandlætingu vegna “meirihlutarts,” er hann svo nefnir, eða af einhverjum “hlutrænni” or- sökurn, getur liver skýr lesari dæmt um með því að athuga Hkr.-grein- ina áminstu. • Aðal tilgangur R. P. með þessu sex-dálka máli sínu, er auðsjáanlega sá, að hnekkja þeim staðhæfingum að Fyrsti lút. söfnuður hafi ekki staðið á bak við málaferli Tjald- búðar-safnaðar, og til mótmæla þvi, að rógi hafi verið haldið uppi gegn fyrnefndum söfnuði af ýms- um í því skyni að fjarlægja Tjald- búðarfólkið samvinnu við kirkju- félagið lúterska. Þetta hvoru- tveggja hefir misheTnast ihörmu- lega, eins og við var að búast. Hann hefir sem sé ruglað saman málaferlunum út af Tjaldbúðar- eigninni,— sem eg segi að Fyrsti lút. söfn. ,og einstaklingar safn. fyrir hans hönd hafi engan þátt átt í—i, og tilraun nokkurra kristin- dómsvina úr Tjaldbúðar og Fyrsta >ut. söfn. að koma á samkomulagi milli þeirra er líkt hugsuðu trúar- lega. Þetta tvent eru þó óskyld mál. Hvað gat verið eðlilegra en það, að slikur samdráttur ætti sér stað, og móti hverjum var synd drýgð, þótt menn úr báðum söfn- uðunum töluðu sig saman um mál- ið, án þess að blása um .það á gatnamótum. Við slíkt getur víst enginn sanngjarn maður séð neitt athugavert, og vissulega er það engin sönnun þess að Fyrsti lút. söfnuður, eða þeir meðlimir hans, sem, án vitundar safnaðarins, töl- uðu um samvinnumál við Tjald- búðarmennina, hafi staðið að baki málaferlanna. Naumast gat Rögn- valdur ætlast til, að honum og liði hans yrði tilkynt um slika sam- talsfundi eða þeim iboðið að leggja þar orð í belg. Ekki mun honum heldur hafa dottið í hug að kalla meðlimi Fyrsta lút. safnaðar til skrafs og ráðagerða, þegar hann var að halda fundina með þeim hluta Tjaldbúðarmanna, sem hon- um voru andlega skyldir, — og munu þó þau fundahöld hafa ver- ið gerð í því skyni að reyna að kömast að samvinnu við þá. Eng- inn úr Fyrsta lút. söfnuði Ihefir séð ástæðu til að rita sex línur — hvað þá sex dálka — hnjóðgrein um Ún- ítarasöfnuðinn fyrir þau funda- höld, eins og ekki var heldur við að búast, því þar stóðu Únítarar á rétti sínum. Þeir hafa víst álitið málefni sínu gróðavænlegt, ef þeir Fjórir Islendingar útskrifast sem læknar og lögmenn Steinn O. Thompson Kristján Jónsson Austmann Edwin Gestur Baldwinson Árni Guðni Eggertsson næði samkomulagi við Tjaldbúðar- mennina áðurnefndu, og hið sama hefir að líkindum vakað fyrir ein- staklingunum lútersku, er uni sam- komulagið fjölluðu með trúbræðr- um sínum úr Tjaldhúðarsöfnuði. j Og sem sagt sanna þessar sam- komulags tilraunir ekki, að aðiljar, hvorki þeir frá Fyrsta lút. söfn. eöa menn Únítarasafnaðarins hafi staðiö að baki málaferlanna, er síð- ar komu upp innan Tjaldbúðarsafn- aðar út af kirkjueigninni. Stað- hæfingin um hlutleysi Fyrsta lút. safnaðar gagnvart málaferlunum stendur því óhrakin. Mótmæli Rögnvaldar gegn staö- hæfingu minni um róginn, eru jafn veigalitil og “sannanir” hans um hitt atriöið. Vit -liku var líka að búast, of mikiö af því goðgæti er allareib'u komiö á prent hæði í bundnu og óbundnu máli, til þess að mótmælt verði með rökum. Það sýndi einskæra fyrirlitning gagnvart lesenditm Hkr., ef reynt væri að telja þeim trú um, að það sem þar stendur svart á hvítu sé eitthvað annað en það sem orðin benda til. Og þó Rögnvaldur kalli það “vol’ og ‘“víl" að minst sé á slíka hardaga-aðferð þeirra frjáls- lyndu," þá blindar það ekki nokk- urn þann lesanda, er opin vill hafa augun. Róg kalla eg það til dæmis, þegar mönnum eru af einhverju “skáld- inu” skapaðar hugrenningar og hvatir, er þeim hafa aklrei í hug eða hjarta komið, og verk manna og athafnir færöar úr öllu lagi með getsökum og útúrsnúningi. Hvort nokkuð af því, sem R. Pétursson liefir látið út úr sér í riti og á ræðustóli, getur talist til áðurnefnds hugtaks, skai ekki fjölyrt um hér, Ýmsar klausur í þeirri sex-dálkuðu nálægjast það þó ef til vill all- hættulega í hugum sumra. * Og sama er að segja um sumt af inni- haldi “grýlu-kvæðis” — eða sögu, öllu heldur —, sent hattn ruddi úr sér í ræðustóli ekki alls fyrir löngu og nefndi “Stefnurnar tvær” Þá kalla eg það róg, þegar reynt er að ýfa upp gömul sár, með því að benda til löngu-dauðra reiöilestra, sem gleyntdir hafa verið unt tutt- ugu ára skeið. og sem bygðir voru á misskilningi og vonhrigðum þess er flutti, eins og þeir vita, er þá fylgdu með málum. Hvað Rögnvaldur myndi nefna slíkar orða-elfur um félagsmál 'hans og starfsaðferðir, ef þeim væri veitt út um hugartún íslenzks al- mennings gegn um blöðin af and- ntælendum hans, veit eg auðvitað ekki. Mér fyndist þó ekki úr vegi fvrir hann að athuga þá hlið máls- ins í góðu tómi. Og eins hygg eg það myndi spara honum tnarga ergelsisstundina, ef hann léti sér detta i hug, að hvatir þeirra lút- erskra manna, sem Tjaldhúðina keyptu, hafi sprottið af jafn-göf- ugri rót og þeirri, er frá hans spjónarmiði knúði R. P. og hans menn til að sækjast eftir sömu eign, Hvorirtveggju ihafa að likindum talið afstöðu hússins f umhverfi íslendinga vænlega til aukinnar starfrækkslu málefna sinna, og frá því sjónarmiði ekkert ljótt við það, þótt þeir reyndi með ærlegu móti að eignast húsið, þegar það var gengið úr eigu Tjaldhúðarmanna ]>eirra, er frá grundvallarlögum safnaðarins höfðu vikið samkvæmt dómsúrskurði. Fngar ónotagrein- ar hafa birzt í blöðunum til Únít- ara út’af því, að þeir reyndu að klófesta Tjaldbúðina, en allur há- vaðinn út af þeim húskaupum er runninn undan rifjum þeirra, sem of seinir urðu að ná í það þrætu- epli. Þó undarlegt megi virðast, þá skoða Únítarar það óhæfuverk afvöðrum, sem þeir sjálfir reyndu mikið til að framkvæma. Svona lít eg nú á þetta, en breyti auðvitað sMoðun minni hvað af- stöðu Únitaranna snertir, vilji R. P. ekki ganga inn á að hugmynd I tuín um hvatir þeirra — eins og þeirra lúterslcu — til að ná í Tjald- búðina — nefnil. aukin starfs- tæki—, sé á réttum rökum bygð. Þá á samlikingin ekki heldur við, en eg verð að taka ofati og biðja afsök- unar fvrir að hafa bendlað R. P. og vini hans við slvkar hugsanir. Eg get ekki með nokkru móti skilið það, hvernig Únítarar gátu með góðri samvizku notað sér neyðarástandið i 'I'jaldbúðarsöfn- uði, til þess að ná kirkju lians fyr- ir litiðéPJ verð, ef slíkt var í þeirra augum stórsynd af öðrum. Sú “frjálsmannlega" rökfræði fer fyr- ir ofan garð og neðan lijá mér, það skal eg játa. — Hitt er annað mál, hvort hyrggilegt hafi verið af þeim, er ihúsið hreptu, að sækjast eftir haldi á því, eins og hið kirkjttlega andrúmsloft er nú hér í bæ. Það kemur ekki beinlinis umræðuefninu nú við, enda hefi eg áður látið í ljós skoðun mína um það og þarf þvi ekki að fjölyrða um það hér. Að endingu má ekki hjá líða. að þakka R. P. fyrir þann fagra vitnis- 1 burð, er hann gefur kirkjufélagi voru, þar sem hann segir, aö í liöinni tíð hafi kirkjulega starfsem- in verið hygð á trúar-sannfæringu og kirkjulega haráttan sprottin af skoðunum, er áttu hjargfastar ræt- ur í hjörtum manna. Undir þetta, vil eg skrifa með höf. Mér þykir sérstaklega vænt um ]>essi ummæli vegna þess, að þau slá svo greini- lega í höfuðið “uppvakninginn" er dauður hefir legið síðan um alda- mótin, og eins “grýlu-kvæðið’’ hans sjálfs, er á var minst hér á undan. S. Sigurjónsson.' --------0-------- Athugasemd. í síiðustu Heimskr. stendur löng grein frá séra Rögnvaldi Pét- ursson um Tjaldbúðarmálið svo kallaða. Eg Ihafði Ihugsað að ein- ungis hinir “smærri spámenn” hans létu séi sæma að fara væl- andi, rægjandi, og Ijúgandi um íþað mál. En eftir að Ihafa lesið þetta síðasta innlegg til málsins þá ’komst eg að alt annari niður- stöðu. pví aldrei hefi eg séð meiri ósvífni, ifllgirni og ósannimjf- um hrúgtað saman 5 eina blaða- grein en einmitt þar. * Eg hefi ekki haft fcíma þessa siíðustu viku til þess að athuga þetta fagra rit- smíð sem skyldi, jþví vel hefði á því farið að gefa höfundinum eifcthvað til umhugsunar í sam- bandi við grein hans á hinu fyrir- hugaða ferðalagi hans. En því miður verður það að blíða hentugri I tíma, en að eins vil eg með þessum línum láta hann og aðra Ihliitað- eigendur vita að ekki verður gengið fram hjlá eins ósvífnum á- rásum og iþessi síðasta grein er, hvað feginn sem maður annars vildi. B. J. Brandson. Arni Guðni Eggertsson. Að undangegnu fullnaðarprófi í lögum, war hann á ársloka hátíð Manitoba háskó'lans síðastliðinn föstudag, útskrifaður lögfræðingur með titlinum, “hac'helor of laws.” Hann leysti af hendi gott próf, hlaut aðra einkunn, og skorti að eins örlítið til að ná fyrstu einik- unn. pegar tekið er tillit til þes.s að lögfræðanemendur verða að starfa í skrifstofu, og mikill lestur heimtaður af þeim, má telja þessa útkomu ágæta. Árni er fæddur í Winnipeg 10. jan. 1896, sonur þeirra hjónanna Árna Eggertssonar og Oddnýjar Jónínu Jakobsdóttur (pú dáin). ,Árni ólst upp hjá foreldrum sín- um í Winnipeg, stundaði skóianám í a'llþýðuskólum ibæjarins, fyrst txarnaskóla og svo mi&skóla. Vet- urinn 1914—15, var hann nemandi í Jóns Bjarnasonar skóla og út- skrifaðist þaðan um vorið og hafði þá lokið miðskólanámi. Eru hann hahn og Edwin G. Baldwinson fyrstu nemendur til að ná fullnað- arprófi í lögum. Næstu tvö ár var hann nemandi í mentaskóladeild háslkólans og lauk við annan Ibekk, en með því er mentaskólanám hálfnað. pá um haustið í sept. 1917 innritað- ist 'hann í fJugdeild canadiska hersins. Var hann við nám og æfingar í Ihernum her um bil eifct ár, en fékk þá lausn sökum heilsu- bilunar endá var strfiðið skömmu síðar á enda. Hvarf hann aftur til Winnipeg og 'byrjaði á laga- námi 1. okt. 1918 og innritaðist hjá lögmannafélaginu Rothwell, John- son, og Bergman. Hjá þeim var hann svo starfsmaður um tvö ár, en siðastliðið ár starfaði hann hjá Mullock, Lindsay og McDonald. Framvegis fyrst um sinn, starf ar 'hann fyrir lögmannafélagið Garland and Anderson,. Sfcarfar hann bæði ,hér í bænum og norð- ur í Árborg; opnar hann þar skrif- stofu og verður þar einn dag í viku Ihverri Hann kvæntist 12. okt. síðast- liðið haust og er kona hans Maja Laxdal dlóttir Gníms Laxdal og Sveinbjargar Torfadótttir við Kristnes, Sask. Hann hefir tekið allmikinn þátt í félagsskap unga fólksins íslenzka í Winnipeg, ibæði í söfnuði þeim sem hann til heyrir, Fyrsta lút. feöfnuði, og eins í stúdentafélag- inu. Hann er vel gefinn maður, hefir góða hæfiileika, er ötull til fram- kvæmda og vinsæll meðal sam-' ferðamanna sinna. Vér spáum og óskum honum bjartar fram- ííðar. / Kristján Jónsson Austmann er fæddur að Glenhoro, Mani- toiba, sonur Jóns slkálds ólafsson- ar, sem ættaður var úr SuðurMúla- sýslu á íslandi og póru porvarðs- dóttur Austman, ættaðri úr Borg- arfirði. Kristján ólst upp í Winnipeg, þar til að hann var 9 ára að hann fluttist með móður sinni til ísafoldarbygðar að vesitan verðu við Manitoihavatn. par komst hann í kynni við Magnús Bjarnason skáld, sem hvatti hann til æðri mentunar og sem veitti honum tilsögn í fræðum iþeim sem nauðsynleg eru til inntöku í æðri skóla og innritaðist Kristján í undirbúnings deild Wesley skol- ans árið 1907. Námsmaður var Kristjón ágætur og tók verðlaun fyrir nám sitt við háskólann og útskrifaðist úr honum með fyrstu einkunn árið 1914. pegar stríðið skall á innritaðist Kristján í herinn, en fór ekki til Vígvalla sökum þess að hann þótti ekki nógu hraustur í þann hildar- leik. pegar honum var veitt lausn undan herskyldunni, tók hann að Qesa læknisfræði og út- skrifaðist af læknaskólanum nú í ver með ágætis einkunn. , Kristjá er hár maður vexti, tígu- legur á velli, góðum gáfum gædd- ur og drengur hinn bezti í hví- vetna. Kristján er kvæntur dóttir por- steins Oddsonar fasteignasala í Winnipeg. --------0-------- Edwin G. Baldwinsion Hann er annar ísleningurinn, er út skrifaðist úr lagadeild Manithba háskólans (University), við próf- in sem fram fóru þar fyrri hluta þessa mánaðar. Edwin er fæddur í Reykjavík á íslandi 8 marz 1893. Foreldrar, B. L. Baldwinson, aðstoðar fylkis- ritari Manitoha, og kona hans Helga Sigurðardóttir— dáin 1911. Edwin hefir alist upp í foreldra- húsum í Winnipeghorg aQlan sinn aldur frá fþví hann var þriggja mánaða gamall. Mentun sína hefir hann því fengið hér í borg, fyrst á alþýðus'kólum og síðan á Wesley College og um tíma á Jóns Bjarnasonar Academy. Hann innritaðist í lagadeild Manitoba háskólans árið 1915, sem lögnemi ihjá Hannesson og McTaavish. í desember það ár yfirgaf hann flám- ið til að ganga í alríkis herinn, og með honum starfaði hami á Frakk- landi 0g í Belgiu fram á árið 1919. Hann kom aftur til Canada í júniílok það ár, og síðan hefir hann stundað nám sitt af kappi og nú lokiö iþví ári fyr en alment tíðkast um lagaskólasveina. Steinn 0. Thompson er fæddur í Winnipeg Man. 23. nóvember 1893, sonur Sveins ak- týgja smiðs Thompsonar (Tomas- sonar) horgfirskur að ætt, og konu hans Sigurlaugar Steinsdótt- ur ættaðri úr Eyjafiröi á íslandi, en sem pú eru búsett í Selkirk. Undirbúningsmentun siína hlaut Steinn í Selkirk. Árið 1910 byrjaði hann nám við Wesley College og útskrifaðist hann þaðan 1914 og hafði hann þá tekið verðlaun á h^erju ári fyrir framúrskarandi námshæfileika og þegar hann út- skrifaðist vann hann gullmedalíu háskólans. Aö loknn háskólanámi tók Steinn að lesa læknisfræði, en eftir tveggja ára nám við læknaskólann gekk hann í herinn og var þrjú ár í herþjónustu eða þar til í nóv. 1918, að hann kom heim aftur. Tók Ihann þá til að lesa læknis- fræði á ný og útskrifaðist frá læiknasíkólanum hér í Manito.ba I þessum mlánuði með ágætis eink- unn. Dr. Thompson er einn þeirra manna sem lQdegur er til þess að verða nýtur maður í sinni stöðu og til þess að ryðja sér 'braut hvarx sem hann fer.

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.