Lögberg - 26.05.1921, Blaðsíða 4

Lögberg - 26.05.1921, Blaðsíða 4
4 LÖGBEBG, FiMTUDAGINN, 26. MAÍ 1921 1‘ögbcrg Gefið út hvem Fimtudag af The Col- umbia Press, Ltd.^Cor. William Ave. & Sherbrook Str., Winnipeg, Man. Talsimars >'.6327;oé JN-6328 Jón J. Bíldfell, Editor Utanáskrift til blaðsins: THE COLUMBIA PRESS, Ltd., Box 3172. Winnipeg, N|bo- *• Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LOCBERC, Box 3172 Winnipeg, N|an. The ‘‘Lögberg” is printed and published by The Columbia Press, Limlted, in the Columbla Block, 853 to 857 Sherbrooke Street, Wlnnipeg, Manitoba. Að hreinsa til. Nú, eins og ávalt í byrjun sumars, er hreingernimga- og hreinleiks hugsun í huga allra. Frá yfirvöldum borga og bæja, frá stjómum fylkja og ríkja, koma áminningarorðin um hrein- læti til heilsutryggingar ungmm og gömlum og til fegurðar og þrifa. Grasfletimir í kring um húsin eru hreinsað- ir, húsin sjálf bæði að innan og utan máluð og fáguð, svo hvergi er skúm í skoti. • Fólkið, ungt og gamalt, tekur á móti sumr- inu með J>ví að leggja til síðu fornar flíkur og íklæðast nýjum, sem móður og menning hafa flutt inn til fullnægingar hinum ytri fegurðar- smekk manna og kvenna, og til þess að hið ytra útlit vort geti verið í samræmi við hreinlætis- smekk og fegurðarkröfur afla þeirra, sem vér lút um og skapa hið ytra uimhverfi vort dag frá degi, ár frá ári á vegferð vorri í gegn um lífið. Vér minnumst ekki á þennan góða sið eða þessar fögru reglur til þess að gera lítið úr þeim. J?ær em eins og einn stafur eða dráttur í alveld- is lögmáli því, sem skrýðir alla náttúruna fegurð og unaði á tíð sumarsins. Hreinlæti og ytri lífs- fágun eru perlur, sem fólk getur ekki án verið og mundi ekki vilja selja fyrir nokkurn hlut, og mætti það heldur ekki. En' vér höfum stundum verið að hugsa sem svo, þegar? vér höfum gengið fram hjá ný- hreinsuðum lóðarblettum manna og nýmáluðum húsum þeirra: “Ef að þetta hreinlætis-lögmál — þessi hreinlætis tilfihning og fegurðar smekkur gæti náð eins miklu haldi á sálarlífi og hugum manna, eins og hann hefir náð á hinu ytra í lífi þeirra, þá væri félagslíf og samlíf vort mannanna dáðríkara og fegurra, en það er. Er það ekki ömurlegt, að koma inn í hús, sem búið er að prýða að utan og innan og alt í kring— koma inn í það, segjum vér, úr sumarsólinni, sem alt vill verma, og finna ískaldan næðingsgust leggja að sér frá sálum mannanna, sem í þeim búa? Er nokkur hlutur til á bygðu bóli, sem er eins sárgrætilegt að þekkja, eins og prúðbúinn mann eða konu, sem ekki mega opna á sér munn- inn án þess að halla.réttu máli eða út úr honum komi illmæli um einhvern eða eitthvað, og sem ekki geta sent svo út frá sér eina einustu hugs- un, að lífið verði ekki ljótara fyrir hana? Vér vitum ekki hve margir eða margar eru til, sem þannig er ástatt fyrir og líklega verður ekki hægt um það að segja, fyr en farið verður að mynda hugsanir manna og andlegu óhreinindin fá ekki skýlt sér undir neinni útvortis fegurð eða blæju. Vér vitum ekki heldur hvííð margir mundu hafa gaman af að horfa á þær myndir, ef þær væru sýndar á hreyfimyndahúsi, né heldur tölu hinna, sem ekki hefðu þrek til þess að horfa á sínar eigin hugsanir eða að kannast við þær. pó byggjum vér, að þeir síðari mundu fleiri en þeir fyrri. Ein hvað sem um það er, þá er eitt víst, að það er þörf á hreinsun í hug og hjarta mann- anna ekki síður en það er ,þörf á henni hið ytra hjá þeim, og í kring um þá. ---------o-------- Landf ramleiðsla. Svo heitir bók, nýkomin út eftir Knut Ham- sun, sem hefir vakið afar mikla eftirtekt og mönnum þykir mikið til koma. pessi síðasta bók hans er frábrugðin flestu eða öllu, sem sá höfundur hefir ritað. Hann reynir ekki að halda sig utan þess algenga og almenna, heldur tekur hann meinsemdina stærstu og aimennustu til meðferðar, hættu þá, sem þjóðunum stendur af ofvexti bæja og tregðu fólks til þess að neyta kraftanna við framleiðslu jarðarinnar, úti í ljós- inu og lífinu. “'Ein sú allra bezta bók, sem eg hefi lesið,” segir H. G. Wells, “og boðskapur sá sem húr> flytur, er: “Úr bæjunum út á landið.” Sagan fer fram í Noregi og í gegn um sex hundruð blaðsíður fylgjum véir söguhetjunni, sem er bóndi, er flutt hefir út í óbygðir; í gegn um stríð hans við erfiðleikana, hvernig hann fer að byggja sér heimili, vinnur sigur yfir erfið- leikunum unz hann er orðinn sjálfstæður, fjár- hagslega og andlega. Söguhetjan eða aðal persóna sögunnar, heitir fsak, stór og sterkur, sí-vinnandi og vana- Jegast að fást við einhver Grettistök. Konuna sína missir ísak á þann hátt, að hún fyrirfer af- kvæmi sínu, sem hefir tekið að erfðum líkams- lýti frá móður sinni, er sett í fangelsi, en fellur þar í spilling borgarlífsins. “það eru ekki peningar, sem þjóðimar þarfnast helzit,” segir ein persóna sögunnar við son fsaks. “Við höfum meira en nóg af þeim. pað eru menn eins og hann faðir þinn, sem ekki er nóg af.” “Að nota tækifærin til þess að ná takmark- inu og miklast af iþví.” “peir eru viti sínu fjær —sjúkir, þedr vinna ekki, og þeir þekkja ekki plóginn; þeir þekkja að eins teninga.” petta má kalla þungamiðj'u sögunnar. Fjár- glæfra fyrirtækin, sem jreynasit (fánýtt jannars- vegar, en hins vegar algjörður sigur þess, sem trúlega hefir haldið sig að land framleiðslunni. Kosningar í Saskatchewan-fylki pingið í Saskatchewan hefir verið leyst upp og eiga kosningar að fara fram þar 9. júní næst- komandi. f flestum löndum eða fylkjum, þar '&em al- mennar kosningar fara fram nú á tímum, eru þær stór sögulegur viðburður. Viðburður, sem betur lýsir hugsunaihætti fólks þess, er þær fara fram hjá og félagslegu og menningarlegu á- standi þess, en flest annað. Nú síðan stríðinu lauk, hafa nálega allar stéttir innan mannfélagsins, þar sem kosningar hafa farið fram, fundið sig knúðar til iþess að leggja til orustu á kosningasvæðunum og berjast þar til sigurs, ef þær geta fyrir sérskoðunum sínum og sínum sérstöku hlunnindum. Stjórnmálasvæði þjóðanna hefir orðið síðan stríðinu lauk að orustuvelli nærri því eins ægi- legum og þeim, sem barist var á um yfirráðin í Evrópu fyrir tiltölulega fáum mánuðum síðan, þar sem hver 'hugsunin er annari gagnstæð og hver höndin er upp á móti annari. ' Er það þá ekki dálítið undarlegt, þegar þann- ig er ástatt um allan heim, að í Saskatchewan- fylki skuli kosningar vera fyrir dyrum án þess að á þessum gauragangi beri til muna, enn sem komið er, og alls engin líkindi til þess, að á honum muni bera við kosningarnar þar í fylkinu svo nokkru nemi? Ástæðurnar fyrir þessu eru tvennar: Fyrst sú, að tilfinningar manna eru nú fam- ar ofur lítið að sefast. Menn eru nú faroir að átta sig á því, að hagsmunir einstakra stétta mega ekki og geta ekki til lengdar setið í fyrirrúmi fyr- ir velferð heildarinnar, og því, að það sem óþarf- ast er nú allra hluta, eru sundraðir kraftar fólks- ins, hvort heldur í iðnaðarstofnunum, við land- búnaðar framleiðslu, í félagsmálum eða á lög- gjafarþingum. Hin ástæðan er sú, að iMartin-stjórnin i Sas- katchewan hefir ekki að eins lýst yfir því, heldur sannað með framkvæmdum sínum og áformum, að þau einu pólitisku bönd, sem hún viðurkennir, það eina pólitiska lögmál, sem hún lýtur, er vel- gengni og velferð fólksins í Saskatchewan. Mar- tin-stjórnin í Saskatchewan hefir verið og er í orðsins beztu merkingu, fólksins stjóm. En þótt lygnara sé á stjórnmálahafinu í Sas- katchewan en víða annarsstaðar, þá er samt ekki hægt að segja, að þar sé með öllu logn. pví fylk- ið liggur eins og menn vita samhliða ríkinu North Dakota fyrir sunnan oss, þar sem Townley hefir setið að völdum í fimm ár, og Townleyisminn náði svo miklu haldi og magnaðist svo mjög, að hann lagði svo að segja alt undir sig. J?essi Townley- ismi eða Non Partisan League stefnan, hefir ein- hvern veginn hröklast norður fyrir línuuna og virðist vera að reka upp höfuðið hér og þar í Sas- katohewan og beiðast gistingar, og af því sá gest- ur er ef til vill ekki eins vel þektur og skyldi, vilj- um vér gera vogestinn kunnugan með því að gjöra óvilhallan samanburð á framkvæmdum og afkomu Non Partisan League fyrirkomulagsins í North Dakota, eins og það hefir reynst á síðast liðnum fimm árum, við samvinnu fyrirkomulag Martin- stjórnarinnar í Saskatdhewan. Hin upphaflega stefnuskrá Non Partisan League var sem fylgir: Að ríkið ætti, og starfrækti kornhlöður og hveitimylnur, sölumarkaði á búpeningi (stock yardsj niðursuðuhús og frystihús. Að ríkið sjálft vátrygði gegn skemdum af hagli innan sinna vébanda. Að landbætur allar skyldu verða skattfríar; Að ríkið hefði yfirskoðun á hveiti og ákvæði gæði þess og eins afföll. Að setja á stofn banka, sem lánuðu bændum fé fyrir svo lága véxti, að þeir að eins stæðu straum af starfrækslu bankanna. Stefnuskrá Saskatchewam stjórnarinnar var bróðurleg og hagkvæm samvinna við allar stéttir manna í fylkinu að þarflegustu og þýðingar- mestu þroska og framfara spursmálum þeirra. Svo er samanburðurinn eða árangurinn af fimm ára starfsemi beggja. Ríkistrygging gegn skaða af hagli. Saskatcliewan. pegar fjárkreppan yar sem mest 1920, baufi fylk- 18 út $3.000,000 virSi af skuldabréfum, sem biru 6 prct. vexti. og seldi tafar- laust, og tekju af&angur fylkisins áriS 1920 var um $l,á00,000, og st68 fjár- hagur |>ess þá svo vel. aB aukatekju skatturinn var afnuminn. FjármáJ. N'orður Dakota. f febrúar 1919 bau8 Non Partisan League skuldabréf til kaups upp á $17,000,000, af þeirri uppæð er búi8 a8 selja $144,000. Rlkisbank- inn getur ekki mætt skyldu- gjöldum sínum, meir en 1.300 ríkis ávlsanir á hann liggja I höndum manna ð- borgaðar, og skattar á bú- jör8um e8a löndpm manna I ríkinu hafa aukist I stjórn- artlð Non Partisan League manna um 200%. Kornsalan. Saskateliewan. í hinu sameiginlega korn- hlöSufélagi I Sask. eru um 21,000 hluthafar. þeir eiga 322 kornhlöBur, sem rúma 5,300,000 mæla korns; síS- an fari8 var aS starfrækja p& hafa 210,000,000 mælar korns gengið I gegn um þær. NorfSur Dakota. Byrjað var aS byggja hveitl myllu og kornhlöSu 1 Grand Forks áriU 1919; hætt aliri vinnu viS hvorutveggja sök- um peningaleysis I fyrra og þar viS situr. Hveiti mylna litíl keypt 1 Drake I fyrra og starfrækt af Non Partisan League með $21,000 tapi. Sala á búpeningi og búpenings afurðum. Saskateliewan. .meignar markaSir (eSa i yards) hafa veriS ia8ir 1 norSur og suSur i fylkisins; sameiginleg ; til þess aS selja naut- þeirra og fé hafa ver- synduS víðsvegar um 8 og samskonar félög >ss að selja hesta. og er ila jafnt undir umsjðn þúnaSar deildar fylkid- og landbúnaSarfélag- í sameigna smjör- irhúsum fykisbúa vorr. leidd síSastliSiS ár ,000 pund af smjöri og ihúsum hefir verið upp S I öllum aSal bæjum iins á sama hátt. Norður Dakota. Non Partisan League lof- aði aS setja á stofn rlkis- markaði (stock yards), nið- ursuSuhús oy frystihús. En eftir að vera búin aS sitja að völdum I nálega sex ár, með a!t vald I slnum hönd- um,' þá er ekkert af Þessu komiS f framkvæmd og samtaka tilraunum bænda I þessa átt enginn gaumur gefinn af Non Partisan League mönnum. Saskatchewan. HaglsábyrgSarfélag Saskatchewan- fylkis tðk ábyrgS gegn Þessum vo- gesti, haglinu, áriS 1920 á 5’544.237 ekrum af landi upp á $706,236.03; allar kröfur 1 þvl sambandi voru upp- borgaSar 15. septembér 1920 og þá eftir 1 sjðSl $500.000. Nortli Dakota. HaglábyrgSar fyrlrkomulag Sas- katchewanfylkis var tekiS upp I North Dakota af Non Partisan League meS þeim viSauka. aS 3 cents aukagjald var lagt 4 hverja einustu ekru af landi, sem nothæft var til akuryrkju, hvort heldur ÞaS var unniS eSa ekki. Ávísanir fyrir haglskaSa , sem þeir urðu fyrir 1919 var veriS aS gefa út I febrúar 1921 og neitar þá ríkisbank- inn aS borga út á þær, af þvl að fé hans var gengiS til þurðar, og enginn varasjóSur til þess aS mæta áfoll- um I sambandi viS hagltryggingu rlkisins. Bænda lánfélög. Saskatchcwan. Lánfélag Saskatchewan fylkis hef- ir lánam bændum á, 3 % % meira en $7,000,000 meS 6%% vöxtum, sem endurborgist 4 30 árum. Skuidabréf seldi fylkið 1 fyrra vetur, þegar pen- inga kreppan var sém mest. og meira en $60,000 virSi af Þeim skuldabréfum keypti fylkiS sjálft. Norður Dakota. Rlkið bauS út $10,000.000 virði af samskonar skuldabréfum, en þau eru ðseljanleg. Rikisbankinn lánaði $2,- 881,812 af skattfé því, sem inn 1 bank- ann var borgaö á 7%, en er nú svo staddur. aS hann getur ekki lánaS einn einasta dollar til bænda hvaS sem á liggur. Peningum einstakra manna hefir veriS bægt burt úr rlk- inu meS fyrirkomulagi þvl sem átt hefir sér staS og bændum. sem þurfa á peningum aS halda til láns, eru all- ar leiðir lokaSar. Skyldu þeir vera margir í Saskatchewan, sexn í alvöru óska eftir skiftunum? Saskatchewan Department of Agriculture Umsjón með sandfoki og þvíumlíku. úr skýrslu Better Farming Commission. Nefnd sú hin sérstaka, er skipuð var til að rannsaka fok og aðra truflun jarðvegarins, sannfærðist fljótt um það, hve afar á- ríðandi væri að bændur yfirleitt kyntu sér sem bezt orsakirnar til foks «g aðferðirnar, er bezt mætti nota við fyrirbygging slíks ófagnaðar. f bók sinni, “Dry Farming in Western Canada” hef- ir prófessor Bracken útlistað efni þetta all ítarlega, og telja nefnd- armenn sér skylt að birta nokkur helztu atriðin, er hann telur mestu máli skifta, og er það gert með fullu samþykki útgefend- anna: The Grain Growers’ Guidei “Fok er nú um þessar mundir ein af allra viðsjárverðustu árásunum, er landbúnaðurinn í Vestur Canada á við að stríða af völdum náttúrunnar. Ber það vott um tvent, — fyrst það, að jarðvegurinn er annað hvort lélegur í eðli sínu, eða þá að ekki hefir verið gætt í tæka tíð þeirra varúðarreglna, sem æskilegt var til þess að fyrirbyggjá upplausn hans. Undanfarin ár hefir kvilli þessi í jarðveginum orðið til þess, að þúsundir ekra hafa reynst óhæfar til uppskeru í hinum ýmsu héruðum, og hefir þegar gert hreint ekki svo lítið vart við sig í Sléttufylkjunum þremur, sem og ýmsum hinna einstöku ríkja sunnan línunnar, svo sem Dakota, Nebraska, Kansas og víðar. Yfir höfuð eru lönd á öll- um þessum svæðum í hættu, séu þau hvorki hvíld né heldur þeim bætist efni í jarðveginn. J?að er ekki einasta, að fok eyðileggi uppskeruna að meira eða minna leyti, heldur skemmist einnig jarðvegurinn stórkost- lega. Frjómagn það, er í jarðskorpunni felst og þarf að felast, sópast stundum á brott, svo að langan tíma tekur aftur að safna gróðurmætti á þeim stöðum og í ýmsum tilfellum nær jarðveg- urinn sér aldrei af sjálfsdáðum, iheldur þarfnast stöðugrar nær- gætni frá manna höndum. par sem jarðvegurinn er fíngerðastur og mest um staðvinda fyrri part sumars, áður en gróðurinn hefir fest rætur, er hættan af foki víðtækust. pegar svo þar við bætist, að ræktunin er ekki í því horfi sem vera ætti og kannske óviðeigandi tegundum sáð, þarf ekki við neinu góðu að búast. Og sé ekki við get í tæka tíð, má eigi með tölum telja hvilíkt framtíðar tjón getur' stafað af foki og uppleysing jarðvegarins. — Aðal orsökimtil foks er sú, eins og þegar hefir verið bent á, að jarðveginn skortir eðlilega festu eða tengsli, og þegar vind- hraðinn er mikjll, verður mótstaðan sama sem engin. Til þess nú að geta vemdað jarðveginn sem bezt að verða má, fyrir ásókn vindhæðar og hraða, þarf (1) að auka með einhverjum ráðum mótstöðuafl jarðvegarins, (2) að hlífa yfirborðinu á einhvera hátt. Aðferðirnar eru því einkum tvær: (1) Að auka mót- stöðuaflið, og (2) að reyna að hlífa jarðveginum gegn ágangi. Á meðal þeirra aðferða, sem venjulegast eru notaðar til að auka mótstöðuaflið gegn storminum, má tela (a) að auka rak- ann í jarðveginum, (b) styrkja jairðveginn með lífrænum efnum, (c) breyta samsetning jarðvegarins. petta er gert með því (a) að rækta verndarjurtir (b) að láta stofna hinnar fyrri uppskeru standa óáreitta þa til komið er fram að hinni nýju sáningu, eða iþá tjltölulega fáum dögum á undan henni. (c) cernda og styrkja jarðýeginn með áburði eða strái, (d) rækta helzt þær einar upp- skerutegundir, sem þolnastar eru og bezt standast áhrif vinda og veðra. Raki í jarðvegi.—par sem nægilegur raki er í jörðu, er minni hætta á að hinar einstöku tengilínur jarðvegarins leysist upp, en í hinum þurrari héruðum. par sem svo er ástatt, að veita megi vatni á jörðina, er jarðargróði bænda í fiestum tilféll- um trygður. Allar aðferðir, er til þess miða, að varðveita rak- ann í jarðveginum, eru því bæði til hagsmuna og blessunar fyrir hvern iþann bónda, er leggur stund á korayrkju. Að auka lífræn efni. — pað er yfirleitt lang-þýðingarmesta atriðið í því sambandi að draga úr hættunni, sem af foki stafar. Hin. lífrænu efni (rætur eða plöntuleifar) má styrkja með því (1) að rækta perennial eða biennial heytegundir; )2) með því að nota áburð, og (3) að plægja meðan grænt er. Aðferðir þessar eiga vitanlega ekki allsstaðar jafnt við; gras- ræktunaraðferðin reynist víst mebt, en sumstaðar er áburðarað- ferðin öruggust; þó má í sumum tilfellum nota allar áðferðirnar jöfnum höndum með góðum árangri. Heyuppskera til styrktar ótinni veiti (1) samfeldari gróð- ur og samfeldara rótarkerfi; (2) framleiðir gott gripafóður, er síðan gefur af sér áburð, sem haft getur ómetanlegt notagildi fyrir festu og traustleik jarðvegarins. par sem perennial grasi er sáð, verður heyuppskeran oftast nær rýr, en notkun slíks heys og beitar, innifelur í sér stundum þá einu vernd fyrir jarðveg- inn, er að haldi kemur. Brome gras, sökum hinna þéttu róta, er ein allra bezta tegundin til slíkra nota. Smári hefir einnig mikið til síns ágætis, ekki einungis sem fóður, heldur einnig til að vernda jarðveginn, með því að hann hefir í sér mikið af köfnunarefni. Aðal gildi áburðar liggur ekki í plötnufæðu þeirri, er hann inniheldur; en lífrænu efnin, er í honum felast, veita jarðveginum betri skilyrði til að geyma í sér rakann og veita þar af leiðandi tortímingarstormunum meiri mótspyrnu. Að sá smára snemma á vorin í hinum þurru héruðum, er oftast nær hagkvæmasta að- ferðin, sem hægt er að beita. Að rækta “green crops” yfir allan uppskerutímann í þeim tilgangi að auka lífrænu efnin í jarðveg- inum, verður líkast til aldrei alment gert í Vesturlandinu, enda mundi það ganga of nærri rakaforða þeim, er allur jarðvegur á yfir að ráða og þar af leiðandi draga mjög úr uppskerunni. í þeim héruðum, þar ,sem jarðvegurinn er fátækur af lífrænum efnum og lítið er um regn, gæti slík aðferð verið harla vafasöm. þar sem hún mundi að sjálfsögðu hafa í för með sér of mikla eyðslu á raka jarðvegarins. HVERSVEGNA ÞÉR ÆTTUÐ AÐ SPARA Tryggið yður sjálf gegn hinni ó- kunnu framtíð. Til' að eiiga í vændum ánægju og þægindi á ellidögunum. Til að ábyrgjast fjölskyldu yðar þæginda ef þér deyið. Byrjið að spara í dag hjá THE BOYAL BANK OFOANADA Borgaður höfuðstóll og viðlagasj........ $40,000,000 Allar eignir................ $544,000,000 Breytingar á jarðlagsmyndun. — Eins og bent hefir verið á, gerir fok mestan uslann á fíngerðu og sendnu landi. óyrkt land líður oftast nær mest, þótt haustplægð lönd séu stundum einnig í nokkurri hættu, og vorplægingunni fylgi stundum líka talsvert fok. pví þurrara og fíngerðara, sem landið er, iþess meiri er hætta sú er af fokinu stafar. pað er því sýnt, að þýðingarmesta viðfangsefnið verður það, að koma í veg fyrir að yfirborð jarð- vegarins verði of þurt eða fíngert. 'par sem mikið af föstum leirefnum er í jarðveginum, er um að gera að plægja djúpt, því með því eina móti veður það trygt, að rakinn, sem felst niðri í jörðinni, fái komið upp og haft tilætluð gróðraráhrif á yfirborð- ið. í héruðunum kring um Regina, hefir það reynst mjög vel, að nota mjótentan cultivator rétt fyrir sáningu, því með því móti hefir rakinn getað komist upp á yfirborðið. par sem mikil hætta er af foki, er bezt að hafa Cultivator í stað diskherfis á óyrktu landi. Ekki þarf að herfa nema eihu sinni eftir slíka plægingu, að eins til þess að gera yfirborðið sem léttast, því ef alt er með feldu, verður það til þess, að jarð- vegurinn kemur betur við sjálfsvörn og egfur af sér meiri eftirtekju. Bezt er að eiga sem allra minst við jarðveginn, þegar hann er þur. pað er í alla staði heppilegra, að hann sé rakur, þegar jarðyrkjustörfin eru byrjuð. Betra er en nokkuð annað að nota drill, því slík aðferð gerir það að verkum, að jarðvegurinn stend- ur betur að vígi gagnvart atsókn vinda. Á foklandi er mjög gott að viðhafa Single Disc. par sem um grunnan jarðveg er að ræða, má vitanlega ekki plægja djúpt, ,því búast má við, að öll gróðrarmoldin fjúki nær sem vera skal út í veður og vind. í slíkum jarðvegi er gróðrarmagnið falið að mestu í skorpu yfir- borðsins og aðal mótspyrnunnar gegn foki því þaóan að vænta. Slikt gildir vitanlega ekki, þar sem um djúpan jarðveg er að ræða, og gróðurskilyrðin standa svo djúpt, að á sama stendur hvaða lag moldarlagsins snýr upp. Ræktun verndarjurta. — Mest hætta af foki er venjulegast í maímánuði, áður en gróður vorsáningarinnar hefir náð tökum á jarðveginum; þó getur fok stundum valdið nokkru tjóni á þurkasömum haustum, ef snjófail er lítið. f héruðum, þar sem fok gerir títt vart við sig, er þörfin á því mest, að rækta vernd- arplöntur, einhverja þá uppskeru, er heldur jarðveginum sem allra þéttustum og dregur ,þar með úr fokhættunni. Varandi verndarjurtir. — Beztu vemdarplönturnar, þótt oft gefi að vísu ekki af sér mikinn beinan hagnað, eru hinar var- andi — perennial — tegundir. Meðal þeirra tegunda er grasið bezt, þó alfalfa og smári (tvíærisiurt) verndi jarðveginn álíka vel. Mjög sjaldan kemur það fyrir, að sandfok valdi uppskeru- tjóni á landi, sem hefir torfkent yfirborð. f kring um Saska- toon gaf slíkt land af sér fullkomna meðal uppskeru árið 1919, þar sem uppskera á haust og vorplægðum löndum brást víða með öllu. Vetrarrúgur dregur úr foki.—Ein þeirra tegunda, sem mikið er ræktuð og nokkuð dregur úr hættunni af völdum foks, er vetrarrúgur. Slíkri tegund skal sáð, eins og hinum fyraefndu varandi jurtum, annað hvort í rigningu eða þá sem fyrst eftir að stytt hefir upp, og nái hún að þroskast í maímánuði, útilokar það að miklu leyti fokhættuna. Bændur, sem heima eiga í fok- héruðum, ættu sannarlega að gefa vetrarrúgsræktinni góðan gaum. par sem fok hamlar hveitirækt til muna, getur ræktun vetrarrúgs komið að miklu haldi. Að vísu selst vetrarrúgur að jafnaði fyrir tuttugu og fimm til þrjátíu af hundraði lægra en hveiti, svo þar sem hveitirækt gefst vel, er hún vitanlega þeim mun æskilegri. Síðsánir hafrar til verndunar jarðveginum.—par sem á- standið er eigi svo ilt, að fleiri en eina uppskeru þurfi tií nokk- urrar verndar fyrir jarðveginn, en þar sem á annað borð ein- hverrar verndunar þarf við, getur verið gott að sá höfrum, eða öðrum líkum tegundum, seint í júlí eða snemma í ágúst og nota lítið eitt til beitar, ef vill. Vitanlega deyja slíkar plöntur .að vetrinum, en rætur þeirra og leifar fela í sér talsverða verad gegn maí-mánaðar vindunum. Gallinn við þessa aðferð er þó sá, að þar sem um biennial illgresistegundir er að ræða, verður þeim eigi þtrýmt, ef þær gera vart við sig eftir júlísáninguna, og geta þær þá einnig komið í ljós í næsta árs uppskeru, með því að engin tæki eru fyrir hendi til að drepa þær að haustinu. Stönglastúfar til verndunar.—par ,senyum fok er að ræða annað hvort að vetri til eða vorinu, á haustplægðu landi, er ekkí um annað að gera en vorplæging, eða “stubbling in”. Sé landið mjög þurt, verður vorplæging miklu hagfeldari en sú að haustinu. “Stubbling in” á einungis við á landi, sem laust er við illgresi og yfirleitt í góðu ásigkomulagi. Maísstönglar draga úr foki. — í hlýjum jarðvegi suðlægari fylkishlutanna, getur maís komið að góðu haldi. par sem fok gerir mikið vart við sig í slíkum bygðarlögum, draga maísstöngl- arair nokkuð úr því. í þungum sviftibyljum má búast við, að maísinn fjúki, en stönlastúfarnir standa í flestum tilfellum ó- skertir og veita jarðveginum góða vemd. par sem maís er sáð í land laust við illgresi, er plæging fyrir næstu uppskeru hvorki nauðsynleg né æskileg. pað gefur góðan árangur að diska maís- stönglana, því þeir veita þó nokkra vernd gegn foki, þar sem þeir liggja á akrinum. — Gildi “windbrakes”, svo áem trjáa og girðinga, verður í beinu hlutfalli við hæð þeirra. Slík aðferð kemur þó aðallega að haldi á hinum smærri löndum eða ökrum, en starfræksla og viðhald mundi taka svo mikið fé, að ekki gæti svarað kostnaði á stórum löndum, ef að nokkru gagni ætti að koma. Hir.ar og þessar uppástungur. — Á ökrum, þar sem fok er að byrja, má mikið draga úr því með því að plægja mjóar ræmur, fjórar til sex furrows, með fimm til tuttugu og fimm rods milli- biH. Með þessu móti má koma mikið í veg fyrir, að nokkurt verulegt tjón hljótist af foki. pað dregur og nokkuð úr foki og fyrirbyggir hættuna, sem' því getur staðið, að sáningarbeðin liggi í þunnum, mjóum ræmum, fremur en breiðum. Sendinn jarðvegur er, eins og gefur að skilja, margfalt vandmeðfarnari í þessu tilliti, en sá, sem leirkendur er og þétt- ur. pess vegna er áburður enn þá nauðsynlegri fyrir þann fyr- nefnda, eða þá ræktun grass og legume. Varfærhi er nauðsynlegt að beita, þegar um það er að ræða, að innleiða perennial grastegundir í héruð, sem skortir raka. Slíkt verður að gerast smátt og smátt, en ekki í einu vetfangi. Reikna verður það vandlega út, hve mikill hagnaður í sambandí við griparæktina, að því er til fóðurs kemur, getur hlotist af

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.