Lögberg


Lögberg - 23.06.1921, Qupperneq 4

Lögberg - 23.06.1921, Qupperneq 4
Bls. 4 LÖGBERQ jPÍMTUDAGINN, 23 JÚNÍ 1921 PERCY Og HARRIET Eftir frú Georgia Súeldon. Harriet gladdist næstum því eins og bam yfir þessari nýju fegurÖ. Sjórinn var eins og heimili fyrir liana. Það var eins og bernsku- dagar hennar væra komnir aftur, þegar hún réri út á sjóinn í léþta og laglega bátnum henn- ar Bellu. Það var Harriet sem réri með mikl- um dugnaði, meðan Bella sat í skutnum og lærði að stýra. En þar eð þær voru ókunnugar á sjónum, urðu þær einn daginn fyrir litlu óhappi. þær höfðu nefnilega komist eftir því, að það var lít- il eyja. skamt frá landi. Og báðum kom þeim saman um að fara þangað og skoða eyjuna. Einn morguninn, vel út búnar með nesti 0g tvær ibækur, fóru þær aJf stað í þessum til- gangi. Þær stefndu beina leið til eyjarinnar og voru næstum komnar þangað, þegar þeim varð bilt við marrandi hljóð undir bátnum, og vissu jafnframt að báturinn var á skeri. Á, næsta augnalbliki lyfti stór bylgja Ibátnum yfir skerið, en að eins til að senda hann inn á milli tveggja annara skerja, þar sem hann sat alveg fastur. Árangurslaust reyndu þær að stjaka hon- um á flot með árunum, en hann hreyfðist ekki. “flvað eigum við að gera?” spurði Bella alihrædd. “Erum við í hættu?” Harriet hló glaðlega. ‘‘Nei, ekki hin minsta hætta, góða Bella,” svaraði hún. “Við erum að eins illa staddar. Og nú er eg hrædd um að við verðum að sitja hér þaugað til flóð er komið.” “Hvað er langt þangað til?” spurði Bella. “Það verður löng bið. Fleiri stundir er eg hrædd um.” Hamngjan góða!” hrópaði Bella. En mamma, hvað ætli að hún hugsi?” ‘ ‘ Já, það er nú la'kast. í'rú Stewart verð- iu hrædd um okkur,” svaraði Harriet alvarleg. “Nú jæja, mér þykir samt vænt um að við höfum nóg nesti,” sagði Bella. Augu þeirra mættust snöggvast með kvíð- andi svip, en fóru svo báðar að hlæja. Þær vora svo glaðar. Veðrið var svo indælt, svo það gerði ekki mikið þó þær sæti fastar á skeri. Eyjan blasti við iþeim með beinvaxin furu- tré, fallegum vínvið 0g yndislegan burkna. Hláturinn þeirra var naumast þagnaður, þegar þær heyrðu karlmanns hlátur rétt hjá sér. Hann var svo innilegur og gaf í skyn að maður- inn skemti sér mikið yfir ástandi þena. 1 Báðar ungu stúlkumar snéru sér við, þegar þær heyrðu þenna káta hlátur, og sáu mann, sem réri léttilega í kringum eyjuna, sem var næst þeim. Það var ungur maður með kráftalega lík- amsbyggingu, jarpt hár og laglegt andlit með tveimur bláum, glaðlegum augum, sem nú voru afar glettuleg. Hann réri beint til þeirra. “Áifsakð stúl'kur mínar,” sagði þann 0g tók ofan stráhattinn. “En eg gat ekki var- ist þess að hlægja að ykkur, þar eð ekki er lengra síðan en í gær, að eg var í sömu kröggunum. Og þar eð minn hátur er miklu stærri 0g þyngri en ykkar, var eg neyddur til að vera hér kyr í fullar sex stundir og bíða eftir flóðinu.” Er það mögulegt? 0g voruð þér al- einn?” spurði Bella með sinni vanalegu, barns- legu hreinsikilni, meðan hún athugaði hann ná- kvæmlega, og fcomst að þeirri niðurstöðu, að þetta væri fallegasti ungi maðurnin, sem hún hefði nokkru sinni séð. ‘‘Já, eg var aleinn,” svaraði hann og yfti örlum, “og eg skal viðurkenna það, að megn- ið áf stundunum notaði eg til að ásaka sjálfan mig fyrir þetta glappaskot.” ‘ ‘ Látið mig nú sjá hvað eg gert til að hjálpa ykkur. En fyrst verð eg að segja ykkur, að eg er Charles Harwood, kandídat í lögum frá London.” “Já, eg held eg viti hver þér eruð,” sagði Bella blátt áfram. “Þér 'hljótið að vera sonur Sir Henry Harwood, hins mikilsvirta læknis. Eg heyrði hertogainnuna af Jersey segja mömmu nýlega, að hann ætti son, sem væri að nema lög, þó faðir hans vildi heldur að hann hefði numið læknisfræði.” ■‘JÞér segið satt ungfrú,” svaraði ungi mað- urinn. “Eg er sonur Sir Henry Harwoods. Mér þykir það líka leitt, að eg hafði ekki sama smekk 0g löngun eins og faðir minn. Þér þekkið þá hertogaífrúna af Jersey, litla stúlkan mín?” sagði hann undrandi. “Litla stúlkan!” endurtók Bella í huga sín- um og kerti hnakkann við slíkt ávarp frá manni, sem var jafn hár henni og álíka gamall og hún. “Já, það geri eg,” svaraði hún styttings- lega og með móðguðu velsæmi. Harriet gat ekki varist að hlæja glaðlega. Þessi nýi kunning+ji þeirra var svo gletnis- legur, en jafnframt skelkaður, yfir klaufa- stryki sínu, og hinn mikilláti en móðgaði svip- ur Bellu var svo skringilegur. En hún blóð- roðnaði þegar hún mætti hinum aðdáandi aug- um unga mannsins. Hún jafnaði sig samt strax og sagði: “Þér voruð svo lipur að kynna yður sjálfur, hr. Harwood, svo þér verð- ið að leyfa mér að gera það sama af okkar hálfu. Þessi unga, tigna stúlka, er ungfrú Bella Stewart. Og eg er hennar —” “Vinstúlka mín, ungfní Harriet Gay,” sagði Bella fljótlega, sem líka hafði löngun til að kynna, og vildi ekki að Harriet segði honum, að hún væri kennari sinn og félagssystir, sem hún áleit að hún ætlaði að gjöra. Harwood tók ofan hattinn aftur og hneigði sig fyrir báðum stúlkunum, þó að hann horfði lengst é Harriet. “Hún er yndisleg,” hugsaði hann. “Eg verð að reyna að sjá hana oftar á meðan eg dvel hér. “Nú, fyrst við erum búin að íkynna okkur, stúlkur mínar,” sagði hann hátt, ‘‘er réttast að eg fari að hugsa um, hveraig að eg get bezt hjálpað ykkur.” Hann greip nú í liátinn, en gat ekki hreyft hann um þumlungs lengd. “Eg er liræddur um að eg skemmi hann, ef eg beiti valdi til að losa h’ann, en það vil eg ekki gera, hann er of fallegur til þess,” sagði hann. “Það er l>ezt að leggja hann hér við akkeri, þangað til hækkar í sjónum og hann lyftist upp; þá verðum við að koma hingað seinna í dag og taka liann. Eg skal á meðan hjálpa yíkkur yfir í bátinn minn og róa með ykkur á land, ef eg má.” “ó, þá verðum við að hætta við að sjá eyjuna,” sagði Bella og leit til hennar. “Við ætluðum að dvelja þar dálítið, og tókum með okkur nesti í því skyni,” bætti hún við og snéri sér að Harwood. ”Og mér líkar aldrei að bætta við neitt, sem eg hefi ásett mér að gera.” “Fáum manneskjum líkar að verða fyrir vonbrigðum,” svaraði hann, 0g bætti við dá- lítið ákafur. ‘ ‘ Eg skal fara með ykkur þang- að, ef þið viljið, og þá get eg sýnt ykkur bezta lendingarstaðinn, ef þið skylduð fara þangað aftur. Eruð þér þessu samþykkar?” spurði hann Harriet. “Kæra þökk, hr. Harwood! Við tökum tilboði yðar með ánægju, ef það orsakar yður ekki of mikið órnak, ’ ’ svaraði hún. Ungi maðurinn hjálpaði þeion yfir í bátinn sinn ásamt nestiskörfunni; svo tók hann akk- erið sitt og festi það við bát þeirra. Að því búnu réri hann til eyjarinnar. Harriet bauðst til að taka aðra árina, en hann neitaði til'boðinu brosandi. Bella hélt samtalinu við, ^og notaði sér hin barnslegu einkaréttindi sín, að spyrja um það, sem henni datt í hug, þar á meðal um föð- ur hans, sem hún hafði séð þegar hann vitjaði Helenar í Osterly. ‘‘ Þér eruð líklega systip ungu stúlkunnar er var veik, og sem faðir minn hugsaði sVo mikið um?” “Já, það er eg,” svaraði Bella. Helen varð svo undarlega veik, að við héldum að hún mundi deyja.” “Ungfní Holen Stewart,” sagði Ifarwood. “Eg held eg hafi séð hana á samkomu í London fyrir tveim mánuðum síðan.” ‘ ‘ Það er mjög sennilegt. Hún var á mörg- um samkomum meðan við Vorum í London.” “Hún er mjög fögur , ef það er hún, sem eg á við,” sagði ungi maðurinn. “Flestum þykir Helen falleg, en mér finst hún ekki vera það,” sagði Bella ákveðin. “Finst yður það ekki?” spurði ungi mað- urinn, sem hafði gaman af hve blátt áfram og hreinskilin Bella var. “Mér finst að þér ættuð að vera hreyknar yfir fegurð hennar og þeirri hylli, er hún nýt- ur hjá öllum.” “Já, eg veit að hún er álitin að vera fög- ur, og það er hún Mklega. En fyrir minni sjón er hún ekki jaífn fögur og —” hún leit nú á Harriet, “sumar aðrar persónur, sem eg hefi séð,” sagði Bella og leit alvariega til hans, sem hann endurgalt með brosi, sem gaf í skjm að hann ökildi hana og var henni samþykkur, að því er þetta snerti. Báturinn rann inn í litla vík, þar sem auð- velt var að lenda. Þrem mínútum síSar voru iþau stödd á þessari fellegu eyju. 15. Kapítuíi. Þau voru eina stund eða lengur, að líta í kring um sig þar. Að því búnu settust þau í skuggann undir stóru tré, og færðu sér í 'nyt nestið í körfunni, sem hr. Harwood gerði æski- legra með því, að taka úr duldum krók í bátn- um poka með ávöxtum. “Þetta er ein sú bezta máltíð sem eg hefi neytt undir beru Jofti,” sagði Bella, um leið og hún beit í stóra safaríka fíkju. ‘‘Við erum alveg mátulega mörg; mér líka aldrei marg- mennar samkomur. Líkar yður ð vera sam- an með svo mörgum manneskjum?” spurði hún blátt áfram. “Það er nokkuð undir því komið, hvaða manneskjur taka þátt í samkomunum. Eg hefi oft skemt mér eins vel á margmennum samkom- um ogfámennum.” “Nú jæjav— þá þurfið þér að eins að bíða þangað til Helen kemur, þá getið þér fengið eins mikið og þér viljið af þesskonar skemt- unum. Hertogafrúin og fýlgdarlið hennar kemur í næstu viku, 0g mamma hefir stór á- forim. Þekkið þér lávarð Tlartvell Nelson?” “Já, mjög vel. Við vorum háskólabræður” svaraði ungi maðurinn. “Líst yður ekki yfirburða vel á 'hann? Eg hefi aldrei hitt jafn viðfeldinn ungan mann.” “Það mundi gleðja lávarð Nelson, ef hann vissi að hann hefði jafn lipran aðdáanda,” svaraði Ilartwood brosandi. “ílg er að öllu leyti samþykkur yður, ungfrú Bella. Hann er mjög elskuverður og göfugur ungur maður.” ‘‘Auk þess er ungur la>knir í Kingston, sem eg held að sé jaifn aðlaðandi og lávarður Iíart- well,” sagði Bella. Hertogafrúin kallaði hann til að Kta eftir Helen, þangað til Sir Henry gæti komið, og állir segja, að liann hafi frelsað líf hennar. Hann er mjög fallegur og eflaust líka duglegur læknir.” “Já, föður mínum líkaði hann yfirburða- vel, og var sérlega ánægður með lækningaað- ferð hans við ungfrú Helen,” sagði hann. “Hann heitir Morton, er það ekki?” “Jú, Percy Morton. Percy er mjög snot- urt mannsnafn. Finst þér það eklki líka, Har- riet?” Þetta var í fyrsta skiifti, sem Harriet heyrði að Peroy hetfði hjálpað Helenu. Henni varð svo bilt við þessa spurningu frá Bellu, að hún misti tertuna sem hún hélt á. “Þetta var leiðinlegt, ungfrú Gay,” sagði HarWood, án þess að gefa í skyn að hann hefði séð feimnina. “En til allrar hamingju má bæta úr þessu. Fáið yður aðra.” Hann rétti henni körtfuna. “Er aðdáun yðar að Hartwell Nelson eins mikil og vinkonu yðar?” spurði hann, svo hún slippi við að svara Bellu. ‘‘Eg þekki hann aðeins af heiðarlegu um- tali, eg hefi aldrei verið, honum samvista,” svaraði Iiarriet. “Þér hafið þá aldrei verið í Kingston?” spurði Harwood. “Nei, þar hefi eg ekki verið,” svaraði Harriet. “Og eg hefi heldur ekki séð mikið af félagslífi heldra fólksins,” sagði hún 'og leit hik laust í augu hans, á'kveðin í því að sýna sig ekki í falskri stöðu. “Eg hefi í mörg ár verið í fæðissöluskóla, og tók burtfararprótf þaðan fyrir að eins mánuði síðan. Og sem kenslu- stúlka býst eg heldur ekki við að sjá mikið af því neipa í fjarlægð.” Aúign Harwoods glóðu af aðdáun fyrir Jiessari ’hngu stúlku, sem var nógu hreinskilin til að segja sanleikann. En það var Bella ekki. “En, Harriet, eg skil ekki hvers vegna þú þarft að segja HarWood, að þú sért kenslu- stútka,” sagði hún ásakandi. “En það er sannleikur, góða Bella,” svar- aði Harriet ahíðlega. “Það var auðvitað vel gert af þér að kynnna imig sem vinstúlku þína, og eg veit að þú skoðar mig sem slíka; en jafn- framt álít eg það ekki heiðarlegt, að láta hr. Hartwood ímynda sér, að eg hafi aðra stöðu hér en þessa.” ‘‘Eg verð að segja, að þér eruð mjög sam- izkusamar, ungrú Gay. Virðing mín fyrir kenslukonum verður tífalt stærri eftir Jænna dag,” sagði ungi maðurinn. “Er mér svo leyfi- legt að spyrja, hvar þér hafið stundað nám?” “Á frú Hawkeys hærri skóla fyrir ungar stúlkur í London.” “Eg hefi heyrt, að það sé ágætur skóli. Og það er dugnður af yðar hálfu, að vera búin að taka burtfararpróf nú þegar.” Hann fór að álíta, að unga stúlkan hlyti að vera vel gáfuð, auk þess að vera fögur og göfuglynd. Á þenna hátt snerist samtalið að Percy; og þó Harriet langaði til að vita meira um veiki Helenar, vildi hún þó ekki spyrja um hana. Þegar þau voru búin að neyta matar, sagði Idarriet, að réttast væri fyrir þær að fara aftur til Crescent Villa, svo frú Stewrt þyrfti ekki að hræðast hina löngu fjarveru þeirra; og það því heldur, sem hún gæti séð mannlauáa bátinn í kíkir og þar af leiðandi álitið þær hafa orðið fyrir óhappi. Hálfri stundu síðar voru þær bomnar á land, og IfarWood lofaði að koma með bátinn þeirra strax 0g mögulegt væri. “Segið ]>ér ekki mömmu neitt um þetta,” sagði Bella í bænarrómi þegar þær nálguðust húsið. “Hún mundi að eins ímynda sér, að við höfum breitt rangt, og lfa okkur ekiki oftar að fara einsiömlum.” Harriet sneri sér við og horfð rólega í augu Bellu meðan 'hún svaraði: “Eg vona, að þú viljir segja henni það undir eins sjálf, góða Bella. ” “Nei það ætla eg ekki að gera. Revnslan hefir kent mér, að vera hyggin og varkár. Eg hetfi mist af svo mörgum skemtunum fyrir þá sök, að vera um of samvizkusöm,” svaraði Bella með áherzlu. “Þá verð eg að gera það,” sagði Harriet alvarleg. “Nei, gerið það ekki! Við höfum ekki gert neitt rangt. Harwood kemur með bátinn aftur, og enginn þarf að vita, neitt um þetta”, sagði Bella biðjandi. “Á meðan eg verð hér, Bella, vil eg ekki dylja hið minsta, sem þér viðvíkur, fyrir móður þinni. Við höfum ekkert rangt gert. En við höfum kynst þessum ókunna manni, og eg skal segja frú Stewart frá því, ef þú vilt eklki gera það sjálf. Þú veizt 0g skilur efiaust, að þessi framkoma er hin eina rétta, og að þú mundir hætta að virða mig nokkurs, ef eg gerði ,mig seka um eitthvað, sem ekki er heiðarlegt og rétt.” “Um hvað 0g um hvern talið þið?” spurði frú Stewart á þessu augiiabliki. Hún batfði setið á lágum stól bak við eina stðina í súlnaganginum, og heyrði þar meg- inið af samtali þeirra. Bella blóðroðnaði, en á sama augnabliki hljóp hún upp tröppurnar, knéféll fyrir fram- an móður sína, og sagði henni frá öllu, er fram hafði farið. Harriet s-tóð við hlið hennar og brosti við og við að hinni fjörlegu lýsingu hennar, en frú Stewart horfði rannsakandi augum á þær á víxl. 'Þegar dóttir hennar var búin að segja henni frá öllu, spurði hún liana fáeinna spurn- inga, sýndist svo að vera ánægð og sagðf ungu stúlkunum a ðfara um leið og hún sagði, gð J)ær liefðu ekki hagað sér illa, fyrst að ]>ær vissu hver þessi ui?gi maður var. “Mérþykir vænt um, að þíi sagðir mér Jætta, góða barnið mitt,” sagði hún og kysti Bellu. “Þú mátt aldrei dylja neitt fyrir móður þinni. líún leit svo með viðurkennandi brosi á Harriet, og ásakaði sjáífa sig fyrir að hafa látið dóttur sína lifa svo lengi í heiminum, án Jiess að fá henni fastar reglur fyrir samvizku- semi og göfgi — sem hvin nú fékk fyrst tæki- færi til að læra hjá sinni ungu kenslustúlku. Hún vissi nú, að göfugri kennara gat hún naumast fengið, heldur en Harriet Gay. Virð- ing hennar fyrir ungu stúlkunni óx mikið, sök- um samtalsins, sem hún Ireyrði þennan dag. II/* .. 1 • timbur, fialviður af öllum Nyjar vorubirgðir tegundum, geirettur og al*- konar aðrir strikaðir tiglar, hurðir og gluggar. Komið og sjáið vörur vorar. Vér erum ætíð glaðii að sýna þó ekkert sé keypt. The Empire Sash & Door Co. 1—— ---------- Limitad-------------' HENRY AVE. EAST - WINNIPEC Eftirspurn eftir æfðum mönnum. Menn, sem vita. Menn, sem framkvæma. Aldrei áður hefir verið slík eftirspurn eftir sérfræðingum. Aðferðir vorar eru Practical Shop Methods að eins, og spara hinn langa tíma, sem oft gengur ekki í annað en lítilsverðan undirbúning; hjá oss læra menn sv<J,'fljótt, að þeir fá sama sem undir eins gott kaup. Vér kennum yður að eins praktiskar að- ferðir, svo þér getið byrjað fyrir yðar eigin reikning nær sem er. Merkið X við reitinn framan við iþá iðngreinina, sem þér eruð bezt fallinn fyrir og munum vér þá senda yður skrá vora og lýsingu á skólanum. Vér bjóðum vður að koma og skoða GARBUTT MOTOR SCHOOL, LIMITED Room 3, Calgary — Alberta Motor Medhanics | | Tractor Meohanics Oxy Welding | | Vulcanizing | Battery | | Car Owners | Ignition, Starting and Lighting Regular Course | | Short Course J I----1 Hertogafrúin af Jersey hafði nú lokið undirbúningi sínuan fyrir sumardvölina í Brigihton. E11 áður en hún fór, hafði hún á- kveðið, að hatfa stóra samkomu un<lir bera lofti, úngfrú Helen til heiðurs. Alt sem auður og fegurðarvit gat fram- leitt, var viðhaít til þess að gera samkomuna sem hátíðlegasta. Þetta kvöld var llelen yfihburða fögur. Peroy var boðið að taka Jmtt í þessari skemitisamldomu í því skyni, að þetta gæti orð- ið hentugt tækifæri til að afhenda ungfrú Stewart hringinn 0g glófann, sem hann fyrir nokkru hafði fundið í nánd við gróðrarhúsið, þáði hann heimboðið. Þegar hann kom þangað, var bæði lysti- garðurinn og húsið skreytt ljósum. Ungfrú Stewart stóð við hlið herbogafrú- arinnar, Iþegar hann kom inn í salinn. Hann sagði við sjálfa sig, að hann hefði aldrei séð fegurri né höfðinglegri stúlku. Hann hafði fundið hana tvisvar eða þrisv- ar, eftir að henni var íbötnuð veikin. En hann hafði allrei séð hana í sparifötum. Og nú tfanst honum hún töfrandi fögur. Hún tók mjög ánægulega á móti honum. 0g þegar geng- ið var til danssalsins, leytfði hún honum að leiða sig þangað og dansa fyrsta dansinn við sig. Percy dansaði tvisvar við hana, og þegar siðari dansinn var búinn, spurði hún hann, hvort hann vildi ökki ganga með sér um garð- inn og sjá skrautið. Hann þáði boðið með ánægju og þau gengu um garðinn hlið við hlið. Loks nálgnðust þau blettinn þar sem Helen fanst í yfiriði. Henni varð bilt við, J>egar hún sá var hún var stödd. “Það var liérila, sem ég féll í öngvit,” sagði hún með viðbjóði og leit í kring um sig. “Já, eg veit J>að,” svaraði hann rólegur. Hún hrökk við. “Hatfið þér komið hingað fyr, Morton?” spurði hún og leit til hans rannsakandi aug- um. “Já, eg gekk hingað sama daginn og eg var kallaður til að líta eftir yður — þegar eg var búin að vekja yður til lífs atftur.” “I hvaða tilgangi?” spurði hún. “Til ]>ess að líta á sum blómin í gróðrar- húsinu, sem garðyrkjumaðurinn sagði mér að væri svo fögur og sjaldgæf.” “Ó, til þess!” Raddhreimur þessara orða var svo glað- ríegur, að Percy áleit hann þýðingarmikinn. “Eg held J>að hafi verið hér um bil hérna, sem Iþér duttuð,” sagði hann, um leið og þau stóðu kyr við bugðu á veginum. “Hveraig getið þér vitað það?” spurði Helen undrandi. Hann tfann að hendi hennar, sem lá á handlegg lians, skalf dálítið. “Það era ýms inehki, sem benda á það.” “Hvaða merki?” “ Já, ]>að skal eg segja yður. Grasið hér var 'bælt niður og blómin hrotin og trbðin niður Auk þess—” “Auk ]>ess — hvað?” sagði hún í skipandi rómi, þegar hann Jiagnaði. “Hérna í nándinni, rétt hjá runnanum til hægri handar, fann eg — þetta.” Hann tók nú upp úr vestisvasanum hring- inn, sem hann fann í glófanum.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.