Lögberg - 22.09.1921, Side 4

Lögberg - 22.09.1921, Side 4
B]b. 4 LÖGBERG, FJMTUDAGINN, 22. SEPTEMBER 1921. Eögberg Gefið út hvem Fimtudag af The Col- umbia Prest, Ltd.^Cor. William Ave. & Sherbrook Str.. Winnipeg, Man. Tal«iniar< ?í-6327"oí N-6328 Jón J. Bíldfell, Editor Utan&akríft til blaðríns: THE COIUHBIH PRESS, Ltd., Box 3171, Wnnlpog. H«n. Utanáskrift rítstjórans: EDITOR LOCBERC, Box 3172 Winnlpeg, ^an. The ••LöBberg” is printed and published by The Columbia Press, Limtted. in the Columbia Block, 853 to 857 Sherbrooke Street, Winnipeg, Manitoba. Kosningarnar Er það áreiðanlegt að Dominion kosningar eigi að fara fram í haust? Þessi spurning hefir verið á vörum fjölda margra manna og kvenna undanfarandi daga, síðan að hljóðbært varð, að Canada þingið ætti að leysast upp og almennar kosningar fram að fara áður en frýs og fennir í haust. Og það er ekki undarlegt, þó menn spyrji, því satt að segja þá er það eitthvað í meira lagi undarlegt, að kosningunum skuli vera dembt á einmitt núna. Stjórnin, sem setið hefir að völdum, var kosin, eins og menn muna, í desember 1917, í því sérstaka augnamiði og með því sérstaka verk- cfni, að sjá um að Canada léti ekkert ógjört, sem í þess valdi stæði, til þess að vinna stríðið. Þegar því sérstaka verki var lokið, héldu margir, að stjórnin mundi leita til þjóðarinnar og vita, hvort hún vildi að hún héldi ráðsmensk- unni áfram lengur, eða léti öðrum hana eftir, sem þjóðin fengi hana í hendur. En eins og kunnugt er, datt stjóminni ekk- ert slíkt í hug, heldur sat sem fastast í trássi við þjóðarviljann og lýsti hátíðlega yfir því, að hún ætlaði að halda verndarhendi yfir velferð lands'búa, reitum þeirra og ráðum, þangað til að lögin levfðu það okki lengur, eða að minsta kosti unz manntali' því, sem í sumar hefir ver- ið tekið um alt land, væri lokið og þingmönn- um fjölgað í þeim fylkjum, sem rétt hefðu til þess samkvæmt fó'lksfjölguninni. Þetta hafa spámennimir, stórir og smáir, prédikað um þvert og endilangt landið og þetta hefir sjálfur for^ætis ráðherrann stað- fest með ummælum sínum hér í Winnipegborg, í flestum öðrum stórborgum landsins og á lög- gjafarþingi þjoðarnnar, með hátíðlegu loforði um það, að kosningar færu alls ekki fram fyr en manntalinu væri lokið, þing kallað saman og réttur þeirra fylkja, sem sökum fólksfjölg- unar áttu heimtingu á fleiri þingmönnum, trygður. En svo breytist þetta alt á svipstundu. Loforð forsætisráðherrans, Hon. Arthur Meig- hens, eru gleymd. Réttur fyíkjanna, sem til- kall áttu til fjölgunar á þingsætum, fótum troðinn og um ekkert hugsað nema um hag pólit- iska flokksins, sem við völdin situr. 1 þágu fylgjenda Meighens forsætis ráð- herra, er rétti Yesturfylkjanna um fjölgun á þingsætum traðkað. Fimtán menn, sem frá þeim hluta landsins áttu að bætast við þing- mannatöluna, sviftir rétt sínum, og fólkið, sem þeir áttu að vera talsmenn á þingi fyrir, líka, ekki að eins í svip, heldur í fimm ár, því í stjórnarskrá Canada, þar sem talað er um nið- urröðun þingsæta í sambandi við manntal það sem tekið er tíunda hvert ár, stendur: “slík niðurjöfnun skal ekki fara fram, unz stjóm sú, sem er við völdin þegar slík niðurröðun fer fram, hefir útent tímabil sitt.” Með öðrum orðum, til þess að geta dembt á kosningum nú, áður en þing kemur saman og þóknast hús- bændum sínum, þá vinnur Hon. Arthur Meig- hen það til að svíkja Vesturfylkin fjögur um fjölgun á þingmönnum, sem þeim ber sam- kvæmt manntali því sem tekið var síðastliðið sumar, og gjöra þeim ómögulegt að fá þá rétt- arbót fyr en að næsta stjórn hefir útent tíma- bil sitt, eða ekki fyr en eftir fimm ár. Oss er sagt, að nýtt tímabil sé að renna upp, eða ölfu heldur runnið upp í pólitískri hugsun manna og afstöðu pólitísku flokkanna gömlu hér í Canada, að því leyti, að nú sé póli- tísk velferð flokkanna hverfandi í samanburði við umönnun þeirra og föðurlega umhyggju fyrir réttindum og velferð þjóðarnnar. Ef að nokkur snefill af viti eða sannleika er í þessu tali og skrifi mannanna, sem mest og hæst tala um þau efni, þá hefir Hon. Arth- ur Meighen algjörlega gleymt því, þegar hann ásamt verksimðjueigendum Austurfylkjanna komst að þeirri niðurstöðu, að hann skyldi virða að vettugi loforð sín utan þings og innan og rétt borgara þjóðarinnar, sem hann .hafði tekið að sér að vaka yfir, fyrir hagsmuni og valdavon gamla afturhaldsflokksins í Canada. -----o------ Dómur járnbrautarmála- nefndar Canada Eins og lesendur Lögbergs muna, þá var vöruflutnings gjald með járnbrautum í Canada fært upp í ágústmánuði 1920, svo nam 40 af hundraði í austurfylkjum Canada fram að árs- lokum, en 35 af hundraði eftir 31. des. 1921. Og 35 af hundraði í vesturfylkjunum, fram að árs- lokum 1920, en 30 af hundraði þar eftir. En fargjald með Pulman svefnvögnum og sérstök- um stofu- eða setuvögnum, var hækkað um helming. Eftir að þessi lög voru búin að standa í ár, eða um mánaðamótin júlí og ágúst, lét járn- brautamálanefndin þau boð út ganga, að hún ætlaði að taka þetta flutningsgjalda mál fyrir á ný og bauð járnbrautafélögunum í Canada að senda umboðsmenn sína til móts við sig og sýna fram á ástæðu, ef nokkur væri, fyrir því, að flutningsgjöld skyldu ekki vera lækkuð eins og allar aðrar lífsnauðsynjar manna. Járnbrautafélögin létu ekki á sér standa, heldur komu til mótsins með: verkfræðinga, fjármálafræðinga, lögfræðinga og ráðsmenn, svo hefir málið staðið yfir, þar til nú fyrir nokkrum dögum, að dómurinn var kveðinn upp og hann hljóðaði þann-ig: að flutningsgjöldin skyldu ekkert lœkkuð. Samt var dómur þessi ekki samhijóða, formaður járnbrautamála nefndarinnar F. B. Carvell og annar nefndar- maður með honum, W. B. Nantel að nafni, vildu færa vöruflutninga gjaldið niður um 10 af hundraði og fargjald með Pulman svefnvögnum og hinum sérstöku setuvögnunm um 25 af hundraði. Hinir þrír nefndarmennimir: S. J. McLean, A. C. Boyce og J. G. Rutherford, héldu vernd- arhendi yfir járnbrautarfélögunum, og sérstak- lega yfir Kanada Kyrrahafs-brautarfélaginu og feldu tillögu hinna um lækkunina og stendur því alt í sama stað. í ástæðum þeim, sem formaður nefndar- innar Mr. Carvell, byggir niðurstöðu sína um lækkun á fólks og vöruflutningsgjöldum, tekur hann fram, að kaupgjald verkafólks járnbrauta- félaganna, hafi verið sett niður um tólf og hálft af hundraði; að kostuaður á öllu efni til við- halds brautunum hefði komið niður um 25 af hundraði, að skýrslur Kanada Kyrrahafsbraut- arfélagsins sýndu að félagið gæti vel staðið við að setja niður flutningsgjöldin, og þegar svo væri komið krefðist réttlæsis meðvitund þjóð- arinnar að það væri gjört. Hinir þrír, sem dómnum ráða koma ,ekki fram með eina einustu ærlega ástæðu, fyrir því að þeir neita um niðurfærsluna og eru í stökustu vandræðum með að réttlæta gjörðir sínar, og er það engin furða. Það sem þeir bvggja niðurstöðu sína á, er, að um kaupgjaldið snúist möguleikar járn- brautafélaganna, til þess að setja niður flutn- ingsgjöldin og þó félögin hefðu ákveðið að setja niður kaupið, þá væru þeir peningar sem þann- ig spöruðust ekki 'komnir í viðskiftaveltu fé- laganna enn sem komið væri og spursmál hvort þeir færu það noklkurntíma, þar sem verkamenn- irnir höfðu krafist þess að gjörðadómur gerði úti um málið. Að Kanada Kyrrahafs-.brautarfélagið gæti kanske ekki borgað hluthöfum 7% vexti af höf- uðstól sínum ef flutningsgjöldin yrðu sett nið- ur, að formaður járnbrautarnefndarinnar hefði í dómsforsendum sínum, fyrir dóm þeim sem hann kvað upp í málinu, þegar flutningsgjöldin voru hækkuð 1920, sagt, að með þeim flutn- ingsgjöldum, sem þá voru gjörð að lögum, gæti Kanada Kyrrahafs-brautarfélagið vonast eftir sanngjömum hagnaði á árinu 1921, og það álit stæði óhaggað enn. Rða með öðrum orðum, viðurkenna sitt andlega þrotabú, þegar til þess kemur að rétt- læta þetta verk sitt. ------o------ Þjóðmyndunar sýningin í New York 1 þessu blaði Lögbergs birtist bréf frá útbreiðslunefnd Þjóðmyndunarsýningarinnar í New York, ásamt ritgjörð um það mál frá ungfrú Hólmfríði Ámadlóttur í New York, kennara í íslenzku og íslenzkum bókmentum við Columbia háskólann. Fyrir einum þremur mánuðum síðan var þetta mál um þátttöku Vestur-lslendinga í þessari sýningu borið undir ritstjóra Lög- bergs og mintist hann á það mál í blaðinu og skýrði þar frá, að hann hefði lagt það til, að sökum tímaskorts og fleiri ástæðna, sem sum- part eru 'þar teknar fram og sumpart ekki, að Vestur-lslendingar höfnuðu þátttökuboðinu. Nokkm síðar barst oss í hendur bréf frá ungfrú Hólmfríði Ámadóttur, þar sem hún fer þess á leit, að málið væri lagt fyrir fram- Ikvæmdarnefnd Þjóðræknisfélags Vestur-lslend- inga, og svo fyrir hinar ýmsu deildir þess, og var málið rætt á fundi framkvæmdarnefndar- innar og þar komist nákvæmlega að þeirri sömu niðurstöðu sem ritstjóri Lögbergs hafði komist að áður og birt var í þessari umræddu Lögbergsgrein, og fór það mál svo ekki lengra, því framkvæmdlarnefnd Þjóðræknisfélagsins Jiótti ekki líklegt, að deildir félagsins mundu ganga þvert á móti sarríþykt framkvæmdar- nefndarinnar í málinu. Astæðurnar, sem nefndin bygði niður- stöðu sína á, voru fleiri en ein. En sú sem fyrst blasti við henni og blasir við öllum, er auðsæ, hún er það, að í eindaga var komið með allan undirbúning, frá sjónarmiði nefndarinnar óhugsandi að undirbúa slíka sýningu á rúmum þremur mánuðum. En að láta draga sig inn í þáttöku í slíkri sýningu án þess að geta gjört *það myndarlega — án þess að geta gjört j»að svo sæmd væri að fyrir sjálfa oss og þjóð vora, var hvorki nefndinni né heldur neinum öðrum til sæmdarauka. í öðru lagi, ef sýning þessi útti að geta orðið nokkuð annað en kák, þurfti mikið fé til þess að standa straum af henni, en slíkt fé var ekki fyrir hendi hjá Islendingum og tímar ekki hentugir til fjársöfnunar, né heldur var nægilega mikill tími til þess, þó að unt hefði verið að fá Islendinga hér vestra til að sinna málinu. Að kostnaður við slíka sýningu hefði hlot- ið að verða mikill, gefur að skilja, því þar liefði þurft að sýna framþróunarstig Islend- inga í Ameríku frá því að Þorfinnur Karlsefni reisti þar bú árið 1003 og fram á vora daga. Hefði þurft að sýna litlu bygðina íslenzku í Nýja Islandi eins og hún var 1874, eftir að fyrstu íslendingarnir settust þar að, og sýna hvernig að hún er nú.— Sama er að segja um íslenzku bygðirnar í Norður Dakota, í Minn- esota, í Argýle í Manitoba og jafnvel fleiri. 1 bréfi því, sem birt er á öðrum stað hér í blaðinu, er talað um að sýna fyrirmyndar kornræktarbú, og er ekkert út á það að setja, þó vér 'vitum ekki af neinu slíku til á meðal "Vestur-lslendinga. En það er ekki til neins að sýna eftirlíkingu af slíku fyrirmyndar komræktarbúi og hlaupa yfir alt tímabilið sem tdkið hefir vestur-íslenzka komræktarbændur að koma búi sínu í slíkt horf. Því það væri að hlaupa yfir frambvggjara tímabilið alt, — það væri að setja undir mæliker einmitt það, sem þessi sýning segist ætla að sýna, þátttöku hinna ýmsu þjóðflokka í því að byggja upp og efla hina amerísku þjóð. Og það er ekki á þessu eina sviði — í þess- ari einu atvinunugrein, sem hefði þurft að sýna framfaraspor þau, sem Vestur-lslending- ar hafa stigið, heldur líka á öllum svæðum at- hafna þeirra, svo framarlega að þátttöku þeirra í myndun þessarar þjóðar, hefði átt að vera nókkur sómi sýndur. Þar sem ungfrú Hólmfríður Árnadóttir gefur í skyn, að útbúnaður við sýninguna muni ek?ki kosta mikið fé, máske um $1,500, þá sann- ar það eitt frá voru sjónarmiði, að þar er um að ræða þátttöku, sem með engu móti getur samrýmst hugsjón, er nafn og auglýst áform þessarar sýningar krefst, enda þótt nokkrir sýningarmunir fáist lánaðir, svo sem eftir- líking af víkingaskipi, af minnisvarða Þor- finns Karlsefnis, myndir og kven skrautbún- igamir íslenzku, sem ungfrú Hólmfríður Arna- dóttir talar um í grein sinni, en sem fremur lítinn þátt hafa átt í framþróun og afkomu Is- lendinga í þessu þjóðfélagi. Spurningin í vorum huga er: Hvernig stendur á því, að fáeinir landar vorir austur í New York ráðast í að sýna á opinberri sýn- ingu þátt þann, sem Vestur-lslendingar hafa átt í myndun þjóðarinnar, eða þjóðanna, sem þeir hafa í flestum tilfellum verið partur af í meir en hálfa öld, án þeirra samvinnu eða samþykkis. Vér efumst ekki um, að þessum löndum vorum gengur gott til — að þeir vilja með þessu auka veg landa sinna hér og heima, en ekki getum vér varist þeirrar hugsunar, að þetta gangi næst því að vera gjörræði, og ekki ^ízt þar sem málið hafði verið borið undir Þjóðræknisfélag Vestur-lslendinga og það ekki séð sér fært að ráða Vestur-lslendingum til að leggja út í þetta erfiða og vandasama fyrirtæki. 1 sannleika talað, datt oss ekki í hug, að þessir landar vorir í New York, mundu hafa áræði til að leggja út í þetta mál, — að þeir mundu hafa áræði til þess að táðast í að halda sýningu þessa í nafni 30,000 Vestur-lslend- inga, eftir að Þjóðræknisfélagið hafði neitað að ráða til þátttökunnar og án þess á nokkum annan hátt að leita samþykkis þeirra í málinu. ------o------ íslenzk sýning íslendingar þeir, sem búa í New York borg og nágrenninu, hafa ákveðið að taka þátt 1 hátíðahöldum og sýningu, sem fram eiga að fara síðustu daga októbermánaðar og fyrri- hluta nóvembermánaðar næstkomandi í New York borg. Tilgangi og fyrirkomulagi sýn- ingarinnar er lýst á öðrum stað í blaði þessu. Hér er um fyrirtæki að ræða, sem fyrst og fremst kemur við öllum Islendingum, sem búa hérna megin Atlantshafsins, þó það snerti alla þá, sem af íslenzku bergi eru brotnir, hvar í heiminum sem þeir em. Aldrei hefir Islendingum og afkomendum þeirra gefist betra tækáfæri til þess að sýna heiminum menningu þjóðar sinnar að fornu og nýju. Aldrei nefir Islendingum og afkomend- um þeirra gefist betra tækifæri til þess að sýna í verkinu hvers þeir meta þjóðararfinn íslenzka. Ajdrei hefir Islendingum gefist betra tæki- færi til þess að sýna og sanna, að þeir hafi tiltölulega eftir stærð, lagt sinn skerf til mynd- unar hins mikla þjóðarlíkama Ameríku. Hvað vel okkur tekst að sýna þetta, er komið undir því, hvern skerf þið, hvert einstakt leggið fram. Við höfum þegar hafið fjársöfnun og orðið vel ágengt; en mikið má ef duga skal. Við skorum því hér með á alla, unga og gamla, ríka og fátæka, af íslenzku bergi bergi brotna, að styrkja. fyrirtækið með fjárfram- lögum, eftir efnum og ástæðum. Fénu veita móttöku ritstjórar blaðanna Lög- bergs og Heimskringlu í Winnipeg og formaður íslendinga-félagsins í New Yorlk, herra Gunnar G. Guðmundsson, Battin High Sohool, Eliza- beth, New Jersey. Með þessari áskoran um fjársöfnun, fylgdi brér frá hr. Vilhjálmi Stefánssyni, þar sem hann biður um, að áskorun þessi sé prentuð í Lögbergi, og verðum vér við þeirri bón hans. Ritstj. Meðlimir Grain Exchange, Winnipeg Produce Clearing Asso- ciation, Fort William Grain Exchange, Grain Claims Bureau. LICENSED AND BONDED By the Board of Grain Cömmissioners of Canada. LIMITED Telephone A. 3297 216 Grain Exchange, Winnipeg, Man. íslenzkir bændur! Munið eftir íslenzka kornverzlunarfélaginu í haust, muniS eftir að við getum sýnt yður hagnaðsem nemur frá $100' til ðl50 á hverjum þúsund bushels af hveiti, ef þið fyllið járnbr- vagn og sendið okkur. Margir bændur hafa ekki hugmynd um, hvað mikið þeir tapa í vigt og “dockage” með því að selja í smáskömtum. pað er eins nauðsynlegt að selja kornið vel, eins og að yrkja landið vel. Við gerum það sérstaklega að atvinnu okk- ar að selja hveiti og annað kom fyrir bændur. Við byrjuðum fyrir sjö árum síðan óþektir, en höfum nú mörg þúsund við- skiftavini, sem senda okkur korn sitt árlega. Slíkt kemur til af því, að við lítum persónlega eftir hverju vagnhlassi, sem okkur er sent, sjáum um að “dockage”, vigt og flokkun sé rétt, og að menn fái það hæsta verð er markaðurinn býður í hvert skifti. Ef þið hafið dregið kornið í næstu kornhlöðu og látið senda þaðan vagnhlass, þá aendið oss bushela-miðana og við skulum líta eftir sölunni. petta kostar yður ekkert og þér mun- uð sannfærast um hagnað af að láta okkur selja kornið. Eins, ef þér hafið fylt járnbrautarvagn og viljið selja inni- hald hans áður en hann fer á stað, þá símið okkur númerið á vagninum og munum við selja kornið strax fyrir hæsta verð. Sendið okkur “Shippig Bill” af því og munum við borga út á það ef beiðst er eftir og afganginn þegar vigtarútkoman fæst. peir ís'lendingar, sem vildu selja hveiti sitt nú þegar og kaupa aftur maí-hveiti, ættu að skrifa okkur pað er ihægt fyr- ir bændur ,að græða á því í ár.. Við skulum útvega bændum maíhveiti í Fort William að mun ódýrara en við seljum þeirra hveiti. pannig friast nnenn við að borga geymslu og geta fengið peninga sína strax. Að endingu vildum við biðja íslendinga að kasta ekki hveiti sínu á markaðinn í haust þegar prísar eru sem lægstir. Sendið okkur >að sem þið hafið, við lítum eftir geymslu á því til næsta vors. pað er vort álit, að prísar verði mjög háir næstkomandi maí. Skrifið okkur á ensku eða íslenzku eftir þeim upplýsing- um, sem ykkur vantar. öllum bréfum svarað strax. HANNES. J. LINDAL. PETBR ANDERSON. Ástœðurnar fyrir sparnaði Að tryggja yður sjálf gegn ókom-inni æfitíð Til að eiga vís þægindi og ánægjuá elliárunum Til að sjá fjölskyldu yðar farborðaer þér falið frá Byrjið að spara í dag hjá lÉÉ) THE ROYAL BANK ^ OFCANADA Borgaður höfuðstóll og viðlagasj. $40,000,000 Allar eignir.......$544,000,000 Þjóðmyndanarsýning Islenzk nefnd mynduð, til þess að taka þátt í þjóðmyndunar- sýning Bandarkjanna. íslendingar hafa áformað að sýna eftirlíking af víkingaskipi og af minnisvarða porfinns karlsefn- is, ef mögulegt er.— Nafnkunnugt fólk er í nefndinni. Eftir nokkrar vikur, eða réttarrf sagt frá 29. október til 12. nóvem- ber, gefst ís'lendingum í Ameríku kostur á að sýna á 'hinni miklu sýningu, sem fhaldin verður í New York, hvaða þátt þeir hafa átt í framþróun á svæði verklegra framkvæmda, menningar og mentunar hinnar amerísku þjóðar. pessi sýning verður haldin í skála 71. herdeildarinnar, sem er eitt af hinum stærstu fundarhús- um eða samkomustöðum, sem til eru í borginni New York. “íslendingar eru að eins lítill hluti af fólki því, sem til Ameríku hefir komið frá öðrum löndum,” sagði hr. Gunnar G. Guðmundsson, forseti íslenzku nefndarinnar. “En eg er ekkert Ihræddur um, að þeir verði sér til vanvirðu í þeirri Ibróðurlegu samkepni, sem hér á sér stað.” Á meðál nefndarmannanna, sem veita íslenzku deildinni á þessari sýningu forstöðu, eru mjög mætir menn, og er á'hugi þeirra og staða trygging fyrir því, að réttilega verði sýndur sá þáttur, er íslend- ir.gar hafa átt í að byggja þetta land. peir, sem fyrir málum ís- lenzku nefndarinnar standa, eru: Heiðursforseti: Vilhjálmur Stef- ánsson, hinn nafnkunni landkönn- unarmaður; forseti: Gunnar G. Guðmundsson, yfir umsjónarmað- ur verz'lunar Ementamála i Eliza- beth, N. J., skólalhéraðinu, sem hefir 500 kennara undir sinni um- sjón og 15,000' nemendur; ungfrú Hólmfríður Árnadóttir, kepnari í íslenzku og íslenzkum bókmentum við Columbia háskólann í New York; Ólafur Ólafsson bygginga* meistari og A. Jensen, velþektur maður, ,sem hefir á ihendi að skreyta og mála innanhúss, og hefir búð sína í fimtu götu New York borgar. “Við vonumst eftir að sýna,” sagði hr. GuðmundSson, “eftirlík- ing af víkingaskipi, fyrirmyndar kornræktarbúi — fólk vort hefir lagt séhstaka rækt við þá iðnaðar- grein—, og ef unt er eftirlíking á minnisvarða porfinns karlsefn- is, sem var reistur í borginni 'Philadelphia til minningar um manninn, sem fyrstur hvítra manna reisti bú og bygði Ame- ríku á árunum 1003—1006. Mr Joseph Hartigan, hinn nýi aða'l forstöðumaður þessa mikla fyrirtækis, er einlægur íslendinga vinur og er sannfærður um, að þeir muni verða sér ti'l stórsóma með þátttöku sinni í sýningunni. pað er vonandi, að þær þrjátíu þúsundir íslendinga, sem búsettir eru í Ameríku, sjái hið mikla tæki- færi, sem lagt er upp í hendurnar á þeim, með því að veita nefnd- inni,'alla 'þá aðstoð, sem í þeirra valdi stendur að veita. Ofanritað bréf sendir útbreiðslu- deild nefndarinnar og biður um að þa ðsé birt í Lögbergi: ÍSLENZk SÝNING. “America’s Making.” pess hefir áður verið getið í ís- lenzku blöðunum, að sýning og há- tiðahöld ættu fram að fara í New York borg nú í haust. Fyrirtæki þetta hefir hlotið nafnið “Ame- irica’s Making,” sem bendir til hver ti'lgangurinn er, sem sé, að sýna hvað hefir gjört ameríkönsku þjóðina það sem hún er og að finna hvað í framtíðinni muni bezt auka vöxt og viðgang henn- ar. Sýning þessi og bátíðahöld munu ekki einungis vekja eftir- tekt um alla mríku, heldur og einnig út um allan heim.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.