Lögberg - 22.09.1921, Qupperneq 6
Bls. 6
IjöGiBERGt .FIMTUDAGINN, 22. SEPTEMBER 1921.
PERCY
og
HARRIET
Eftir frú Georgia Sheldon.
30. Kapítuli.
Lögmaður Harriets og Nelson, fóru strax
að biðja dómarann að fresta yfirheyrslunni,
þangað til sá maður, sem hún sagði að gæti
sannað sa’kleysi hennar, bæri fram vitnisburð
sinn.
Þeir vildu ekki segja hver þessi maður var
þó að málsækjandinn krefðist þess, en þegar
þeir neituðu honum um það, sagði hann, að
þetta væri að eins gert til að lengja tímann.
Dómarinn varð nú samt við ósk þeirra,
og yfireyrslunni varð frestað um þrjár vikur.
Harriet hélt áfram að vera gestur hertoga-
innunnar, sem nú sýndi henni traust og virð-
ingu, og þótti vænna um hana með hverjum
degi.
Frú Stewart og Helen voru reiðar yfir
franikomu lafðinnar og forðuðust hana. Bellu
var bannað að koma í hennar hús, á meðan
Harriet var þar.
Það var alls ekki þægilegt fyrir frú Ste-
wart, að sjá hertogainnuna og Nelson veita
'henni svo mikla hugulsemi, að sjá hana aka
daglega í þeirra vagni, því þeim hafði hepnast
að fá hana til að vera með þeim á akferðum
þeirra — að heimsækja athugaverða staði og
í öllu tilliti breytt við hana sem heiðvirðan
gest.
Það var líka auðséð, að Nelson gaf henni
sína mestu hylli — að allar aðrar ungar stúlk-
ur voru honum lítils virði þegar hún var til
staðar. Hann kom heldur aldrei til Stewart
nú, nema þegar hann fylgdi ömmu sinni, sem
ekki vildi að öllu leyti hætta að umgangast
vini sína. þó að henni líkaði illa breytni þeirra
við Harriet.
Harriet Skrifaði Percy undir eins, og sagði
honum frá þessu vonda ásigkomulagi, sem hún
nú var stödd í — og að það væri nauðsynlegt'
að hann kæmi heim sem allra fyrst, til að sanna
sakleysi hennar. Hún nefndi líka daginn,
þegar yfirheyrslan átti að fara fram.
En af einhverri ástæðu fékk hann bréfið
seinna en vera átti, og gat því ekki komið fyr
en daginn næsta á undan yfirheyrslunni.
Harriet var í lestrarstofunni þegar hann
Icom. Nelson sem mætti honum fyrir utan
dvrnar, sendi hann beina leið inn til hennar.
Harriet stóð snögglega upp með gleðiópi.
Hann tók hana í faðm sinn og kysti hana
innilega.
“Þú hefir verið í voðalega vondum kring-
umstæðum, góða! ’ ’ sagði hann með ástúðlegri
hluttekningu. “Hvers vegna símritaðir þú
ekki strax til mín?” sagði hann ásakandi. “Eg
hefði þá getað strax komið þessu í lag, svo það
hefði ekki þurft að koma í hendur lögregl-
unnar.”
Harriet losaði sig úr faðmi hans, en honum
mislíkaði að hún skvldi strax forðast faðm sinn,
og fjarlægðist hana, ímvndandi sér að henni
mislíTcaði frmkoma hans.
Yngri og ekki jafn hræðslugjam tilbiðj-
andi, mundi hafa s'kilið roða hennar og feimni
á réttari hátt.
‘ ‘ A.'f því mér var nauðugt að þú skvldir á
nokkum hátt verða viðriðinn þetta mál,” svar-
aði hún. “Eg hafði að vissu leyti bundið
hendur mínar með því að dylja öllum að við
þektumst frá berasku. Eg hikaði iíka við að
taka þig burtu frá starfi þínu í París, á meðan
eg hafði von um, að þetta mál gæti jafnast á
betri hátt, án þess að ómaka þig,” svaraði hún.
“Mér virðist að þú hafir verið allfús að
ómaka ókunnugt fólk, Harriet, meðan þú hindr-
ar mig frá að gera þér hinn allra minsta greiða,’
svaraði Percy dálítið gmnsamur.
“Þú átt líklega við greiðasemi hertogainn-
unnar og Nelsons, sem þau hafa látið mér í fé,”
svaraði Harriet. “Þau hafa óneitanlega ver-
ið mér mjög góð. En mér hefði aldrei dottið í
hug að biðja þau um hjálp. Það var af til-
viljun að lávarður Nelson varð þess var, hve
illa eg var stödd.”
“Þú hefðir strax átt að senda boð eftir
mér,” endurtó»k Percy svipþungur.
“Já, eg sé það nú. Og eg iðrast þess, að
eg gerði það ekki,” svaraði hún auðmjúk.
“En nú þegar eg er hér, skulum við bráð-
lega komá þessu í lag,” sagði hann vongóður
“Eg held að við getum greitt úr þessu máli, án
þess að lögreglan þurfti að skifta sér af því. Þú
skalt líka fá hálsmenið þitt aftur.”
Litlu síðar fann hann Nelson, og þeir urðu
samferða til Cresent Villa, til þess að semja um ’
þetta við frú Stewart. En Percv reyndist ekki
jafn auðvelt að sannfæra þessa konu um sann-
leikann, eins og hann bjóst við.
Hún hélt enn þá fast við þá skoðun, að þetta
bálsmen væri hennar eign. Það var að minsta
'kosti í hennar varðveizlu nú, og hún sagðist
ekki sleppa því án harðrar baráttu.
Afbrýði hennar og gremja til Harriets,
hafði aukist með hverjum degi, síðan herioga-
innan tók svo vel á móti henni.
Hún lét í Ijósi mikla undrun yfir því, að
Perey Morton var sá maður, sem Harriet benti
á, til að sanna sakleysi sitt, og leit efandi á
hann þegar hann sagði henni, að það hefði ver-
ið afi sinn, aðstoðarmaður hans og hann sjáif-
ur, sem hefði bjargað Harriet, og að Harriet og
hann hefði alist upp saman, þangað til hún var
send í skólann. Hún kvaðst ekki skilja hvers
vegna þau hefðu dulið þetta fyrir öðmm —
hvers vegna Harret hefði ekki sagt þeim alt,
og hvers vegna hann sagði ekki frá þessu, þeg-
ar hann kom til Brighton.
Alt þetta var skýrt fyrir henni á sama hátt
og öðru, en hún áleit þetta grunsama sögu. Hún
sagði, að hún væri máske búin til í því skyni
að frelsa Harriet frá skömminni og útvega henni
þann grip, sem hún ætti ekki.
Hún sagði, að þó þau vildu sleppa kröfu
sinni til mensins, sem Percy bauðst til að gera
í örvilnun sinni, vildi hún ekki hindra, að vf-
irheyrslan færi aftur fram.
Svo kvöddu þeir hana með vonbrigðum, en
vonuðu að vitnisburður Percy, mundi hafa góð
áhrif daginn eftir.
Þrátt fyrir allar tilraunir Nelsons að dylja
þetta mál fyrir almenningi, þá barst það samt
út, og sum af blöðunum lýstu því nokkurnvegiu
nákvæmlega.
Nokkru áður en yfirheyrslan átti að byrja,
var réttaTsalurinn troðfullur af forvitnum á-
heyrendum. Yerjandi Harriets og vinum
hennar til srorgar, vírtist ekki vitnisburður Per-
cys að hafa þau áhrif á lögregluna, sem þeir
höfðu búist við.
Sækjandinn hikaði ekká við að segja, að
þetta væri léleg saga, sem skorti allar sannanir
sér til stuðnings. Að þau hefðu hagað sér sem
alveg ókunnar perSónur hvort gagnvart öðru,
en komi nú fram fyrir réttinum sem systkini,
hjálpaði ekki til að trúa þessari sögu.
Það væri ekki sannað, að hálsmenið eða
peningarnir hefði fundist á Harriet, þogar
henni var bjargað frá skipsbrotinu — ef ann-
ars slíkt skipsbrot hefði átt sér stað — það væri
að eins frásögn Mortons læknis, sem sér fyndist
jafn lítilsverð og ungfrú Gays sjálfrar.
Þau höfðu lfka kannast við, að hvorki
aðstoðarmaður vitavarðarins né ráðsköna hnns
hefðu vitað neitt um þenna verðmæta grip, þar
eð forðast var að láta þau vita um hann. Sækj-
andinn hrakti vitnisburð Percys orð fyrir orð,
eftir beztu getu.
Percy, hertogainnan og Nelson voru næst-
,um örvilnuð. Verjandi Harriets kom nú með
sína síðustu vörn.
Að henni lokinni gaf dómarinn kviðdómend-
unum bendingu um að fara.
Þeir vom ekki lengi í burtu, og hinn alvar-
legi svipur á andlitum þeirra, þegar þeir komu
aftur, varð ekki til þess að hugga vini Harri-
ets.
En á þessu augnabliki heyrðist hreyfing
nálægt dyrunum í fjarlægasta enda salsins.
Kona nokkur kom inn, og hraðaði sér til dómar-
ans.
Flestir furðuðu sig á framikomu hennar svo
skyndilega í salnum.
“Kem egof seint til að leggja fram vitnis-
burð minn í þessu máli, heiðraði herra?” spurði
hún dómarann allæst.
“Þér komið nokkuð seint, frú,” svaraði
dómarinn. “En kviðdómurinn hefir en ekki
opinberað úrskurð sinn, og ef þér hafið eitthvað
mikilsvert að segja, þá skulum við hlusta á það.”
“Er hálsmenið hér, sem málið snýst um?”
sagði konan.
“Já, það er hér. Sækjandinn hefir það
hjá sér.”
“Viljið þér lofa mér að skoða það ná-
kvæmlega ? ’ ’
“Já, velkomið frú”, kvaraði dómarinn, og
sagði manninum að fá henni það.
Nú horfðu allir á hana. Hertogainnan og
fylgdarlið hennar, veittu henni sérlegt athygli.
Stewart fjölskyldan sýndist líka að verða
svo undarlega óróleg við þessa truflun — ein-
kanlega Helen, sem varð ekki minna föl en Har-
ri-t.
Konan tók, hálsmenið með skjálfandi hönd-
um úr hylkinu. Hún skoðaði það nákvæmlega
hringinn um kring, meðan grafarkyrð ríkti í
réttarsalnum. Alt í einu hrökk hún við og varð
glöð á svip, snéri sér svo að dómaranum með
fullvissu um þekkingu sína.
“Hvað hafið þér svo að segja viðvíkjandi
þessu málefni?” spurði hann.
Hún var mjög föl, en hún svaraði með
þeirri rödd, sem heyrðist um allan salinn:
“Þetta hálsmen er hvorki eign frú Stewart
né ungu stúlkunnar, sem ber nafnið Gay, það er
mín eign.”
Nú varð mikil hreyfing í öllum réttarsaln-
um yfir þessari óvæntu kröfu.
Frú Stewart stóð snögglega upp í afar-
vondu skapi, og ætlaði að koma með gremjandi
mótsögn við þessu. En hún hugsaði sig um
og settist þegjandi aftur.
Helen var líka afar hræðsluleg í byrjuninni.
En svo snéri hún sér rfieð brosi, sem benti á
háðslegan efa, að sækjandanum, til þess að fá
að vita skoðun hans á þessari * staðhæfingu.
Andlit hans var óskiljanlegt, en hann leit ekki
af frúnni.
Harriet æpti af undrun, þegar hún heyrði
þessa yfirlýsing, sem var sögð með fullri sann-
færingu. Hún leit svo á Percy, sem var ó-
rólegur útlits.
“Percy! Percy!” hvíslaði hún. “Er það
sennilegt að hún segi satt?”
■“Það getur ekki verið mögulegt,” tautaði
hann, “nema því að eins að maðurinn sem kast-
aði þér yfir í bátinn okkar, hafi stolið því frá
einhverjum þar, því eg tók það sjálfur af þér.”
“Nei, nei, þetta er ekki sennileg ráðning á
gátunni, Percy,” sagði Harriet í mikilli geðs-
hræringu. Skilur þú ekki hvað þetta þýðir, ef
það er satt? Ef hún á þetta hálsmen, þá —
cr hún móðir mín.
“Hmingýan góða, Hrriet! það datt mér
alls ekki í hug,” svarði hann undrandi. “Eg
hélt að krafa hennar til skrautgripsins, mundi
máske gera þetta enn þá erfiðara fyrir okkur.”
“Þey!” sagði Harriet og laut áfram til að
heyra hvað dómarinn segði; þegar hann, eftir
að hafa heimtað þögn í salnum, snéri sér að
konunni, sem stóð fyrir framan hann.
“Þér komið með mjög óvænta staðhæfingu
frú”, sagði hann alvarlegur. “En þér skiljið
eflaust að þér verðið að sanna þetta, og að þér
verðið að sverja eið, áður en þetta verður við-
urkent sem vitnisburður.”
“Eg er fús til að sverja eiðinn, tigni herra’,
svaraði hún róleg.
Hún sór eiðinn og var svo beðin að setjast á
vitnabekkinn, sem hún gerði róleg og svo viss
í sinni sök, að það hafði áhrif á alla áheyrendur.
“0g nú erum við tilbúnir að heyra sannan-
ir yðar fyrir þessari staðhæfing,” sagði dóm-
arinn.
“Fæ eg leyfi til fyrst að gera eina spum-
ingu?” bað hún.
“Já, auðvitað,” svaraði hann.
“Hvernig gat frú Stewart verið viss um,
að hún ætti þetta hálsmen? Var nokkurt
fangamark á því, sem heimilaði henni það?”
Dómárinn snéri sér að sækjanda, og sagði
honum að gefa hina um beðnu upplýsingu.
“Nei,” svaraði hann styttingslega; “það
er ekkert fangamark á því — sem vitnið sjálft
hlýtur að hafa séð, fyrst það skoðaði menið
svo nákvæmlega.”
“Eg hefi aldrei séð Ihálsmen frú Stewart,”
svaraði vitnið rólegt.
“Þér haldið á því, ’’ svaraði sækjandinu,
ákveðinn í því að halda stefnu sinni.
“Yður skjátlar, herra minn,” var hið ró-
lega svar. “Eg fullyrði að þetta hálsmen er
mitt, og að það er merkt á þann hátt sem ekki
verður missíkilið.”
“Þetta er blátt áfram heimska, tigna frú.
Það er ekkert merki á meninu. Það hefir ver-
ið rannsakað nákvæmlega,” sagði sækjandinn
reiður.
“Ijátið þér vitnið sanna það gagnstæða, ef
hún getur,” sagði dómarinn skipandi.
Konan brosti dálítið, fingraði fáein augna-
blik við menið, og rétti'svo dómaranum það.
Þegar hann tók við því, sá hann, að neðri
hluti hlekkjarins var festur við toppinn með
lömum, og varð opnaður með teygjumikilli
fjöður, sem var falinn undir einum steinanna.
A þeirri hliðinni sem var næst toppnum, var of-
urlítil mynd af barnsandliti. Á hinni hlið-
inni var grevft nafn og dagsetning.
Andlit dómarans gaf í skyn, að hann væri
/ sannfærður um að krafa vitnisins til mensins
væri rétt.
Kveljandi þögn ríkti í salnum, og allir
horfðu á dómarann.
Dómarinn stóð upp með menið í endinni.
“Það er merkt,” sagði hann með skýrri
og hárri rödd. “Sönnunin er í alla staði full-
nægjandi, þvi eg les hér nafn og dagsetning —:
Emilia Gerard ,1. júní 1866.”
31. Kapítuli.
Fáein augnablik eftir Iþessa tilkynningu,
varð hin niðurbælda hluttekning og samhygð
áheyrendanna að 'koma í Ijós. Réttarsalurinn
endurómaði hávær samhygðaróp; það lýsti á-
nægju almennings yfir því, að fallega unga
stúlkan var loks sýknuð.
Þessi hávaði varð nú samt bráðlega að
hætta, sökum dómarans skipandi höggum í
borðið.
“Eg get ekki trúað þessu,” sagði frú.Ste-
wart föl og hrygg.
“Hmingjan góða! Það virðist ekki vera
mögulegt!” tautaði Helen magnþrota vfir því
að heyra sannleikann.
Sækjandinn stóð upp undrandi yfir þessari
ráðning gátunnar, gekk til dómarans til að taka
vð meninu, leit á' myndina litlu og nafnið, fékk
svo frú Stewart það til að sannfæra hana um,
að þrátt fvrir allar hennar fullyrðingar um hið
gagnstæða, væri til annað men eins og hennar.
“Er nafn yðar Emilia Gerard?” spurði
dómarinn, um leið og hann snéri sér að frú
Carlsoourt, sem allir könnuðust við.
“Það var skírnarnafn mitt,” svaraði hún.
“Og þetta hálsmen var brúðargjöf frá föður
mínum. Eg fór með honum til að velja það,
þar eð hann sagði að eg gæti valið það, sem eg
vildi helzt.”
“Það voru tvö men í verzlaninni, sem voru
alveg eins, að undanteknu því, að í öðru þeirra
var ofurlítil hola undir einum gimsteina hlekkn-
um, en hún var svo vel dulin, að enginn gat
fundið hana né teygjumiklu fjöðrina, sem opn-
aði og lokaði þessari holu, nema honum væri
fyrst sagt frá því.
“Faðir minn keypti þetta men og lét grafa
í það nafn mitt og brúðkaups dagsetnin.guna.
Tveim áram síðar, var myndin af ársgamla
stúlkubarninu mínu Iátin í holuna.”
Þegar frú Carlscourt var komin svona
langt með söp sína, þagnaði hún um stund,
gagntekin af sámm endurminningum. Harriet
leit ekki af henni, og rétti ósjálfrátt fram hand-
leggina eins og til að faðma hana að sér.
Allir þráðu að heyra framhald sögunnar.
“Þremur árum seinna, í maí,” sagði hún,
“var eg neydd til að fara til útlanda með móð-
móður minni veikri. Læknir hennar sagði að
hún yrði strax að fara í annað loftslag, annars
gætí hún ekki lifað í þrjá mánuði enn þá. Og
þareð enginn annar var sem gat fylgt henni, varð
eg að yfirgefa mann minn og barn og fara með
benni. Hún er hér til staðar og getur staðfest •
orð mín, ef þess er þörf,” bætti hún við.
“Henni batnaði eftir lítinn tíma. Tveim
mánuðum síðar, var hún næstum eins frísk og
áður. Við áformuðum því að ferðast til ýmsra
staða í Evrópu og vera eitt ár á ferðum. * Mað-
urinn minn lofaði að mæta mér þar og taka dótt-
ur okkar með sér í nóvember. Við ætluðnm
þá að fara til ítalíu og dvelja þar yfir vetnrhm.
“Þegar eg fór að heiman, hélt eg að eg
r.iundi ekki taka mikinn i|>átt í skemtunum, og
tók því fáa skrautmuni með mér. En þegar
eg hafði breytt áformum mínum, skrifaði eg
V/» .. 1 • v timbur, fjalviður af öllum
Nyjar yorubirgðir tegundum, geirettur og al,-
konar aðrir strikaðir tiglar, hurðir og gluggar.
fComið og sjáið vörur vorar. Vér erumætíð glaðir
að sýna þó ekkert sé keypt.
The Empire Sash & Door Co.
--------------- Limitad--------------
HENRY 4VE. EAST - WINNIPBG
manni mínum og bað hann að taka með sér
hálsmenið mitt og ýmsa aðra muni, þegar hann
kæmi, sem, áður en eg fór, var komið til geymslu
í öryggiskjallara.
“Hann, ásamt barni okkar og barnfóstru,
fór með ógæfusömu skipi, sem menn síðar fréttu
ekkert um. Og frá þeim tíma og þangað til í
gærkvöldi, þegar eg las lýsinguna á þessu rétt-
arhaldi, sem átti að endurtakast í dag, hefi eg
haldið að þetta skipsbrot hefði rænt mig bæði
manni og barni. En nú veit eg að dóttir mín
er lifandi.”
Hún snéri sér að Harriet, þegar hún sagði
( þetta. Yndislegt bros lék um varir hennar,
c-n geðshræringin, sem þessar endurminningar
komu af stað, var henni of vaxin, hún hné nið-
ur. Henni var fenginn stóll, og kalt vatn borið
að vörum hennar.
En eftir að hún hafði sagt að, að Harriet
væri dóttir sín, og eftir að ugu þeirra höfðu
mæst með ósegjanlegum gleðisvip, lagði Harri-
et höfuð sitt á öxl Percy og féll í ómegin.
Morton og Nelson báru hana út úr réttar-
salnum og inn í lítið hliðarlherbergi, og lögðu
hana þar á legubekk.
Hertogainnan sem kendi í brjóst um hana,
gekk á eftir þeim til að veita hjálp sína.
“Vesalings barnið,” sagði Nelson alúð-
lega og laut niður að enni. “Þetta hefir gagn-
tekið hana og rænt hana kröftunnm. Haldið þér
að þetta yfirlið sé hættulegt? Eg gæti ekki
þolað að henni bærist nú að höndum nokkur al-
varleg ógæfa.”
Percy leit á lávarðinn fölur og skelkaður,
og hið alvarlega og spyrjandi angnatilit hans,
kom Nelson til að istokkroðna, þar eð hann
vissi að hann hafði komið upp nm sig.
“Nei,” svaraði Percy. “Þetta er að eins
afleiðing af æsingunni og kvíðanum, sem hún
hefir orðið að þola frá byrjnn þessa viðbjóðs-
lega viðbnrðar. Hún er nú að rafcna við,”
bætti hann við.
Hann var naumast búinn að tala þessi orð,
þegar Harriet opnaði augun og leit í kringnm
sig.
Hertogainnan laut niður og kysti hana með
tár í augnm, og sagði alúðlega: “Móðir yðar
verður bráðum búin að gefa vitnisburð sinn, og
þá er eg viss um, að hún kemur nndir eins hing-
að inn til yðar.”
“Hve undarlégt mér finst þetta alt saman.
Mér liggur við að halda, að þessi síðasta stund
sé að eins indæll draumur,” sagði hún brosandi.
“Það er líka stórfurðulegt,” sagði gamla
konan. “Og hér eftir hafið þér alt af ástæðu
til að blessa þenna dag, þrátt fyrir alt sem þér
hafið orðið að þola ”
“Þér segið satt,” sagði Percy alvarlegur.
En eg get ekki lýst því hve illa mér féll að þetta
skvldi koma til vitundar almennings. Eg hefði
verið fús til að fórna hægri hendi minni, ef eg
með því hefði getað hlíft Harriet við þessum
óþægindum. Og eg ‘hefi verið reiðui við frú
Stewart, af því að hún gat ekki lagað þetta í
kyrþey. En eg sé nú, að hefði þetta ekki
farið fram á þenna hátt, er efasamt að Harriet
hefði fundið móðnr sína. Ef blöðin hefðu
ekki öpinberað þetta, er efasamt að ætt hennar
hefði uppgötvast.”
“Nei, það er eflaust þannig. Alt verður
þeim til góðs, sem guð elska,” sagði hertoga-
innan kyrlát.
Á meðan var haldið áfram að spyrja frú
Carlcourt í salnum.
Þegar Harriet var borin út, stóð móðir
bennar npp eins og hún vildi fylgja henni. En
sækjandinn sagði huggandi: “Veiklun ungu
stúlknnnar verður að eins um stutta stund, og
Morton læknir mnn hlynna að henni eftir þörf-
nm. Gerið svo vel að vera hér fáeinar mín-
útur enn þá, og þá verðnr yfirheyrslunni lokið.”
Frú Carlscourt settist aftur í stólinn og
leit til dómarans, sem horfði á hana með vin-
gjarnlegri athygli.
“Frú,” sagði hann ibrosandi. “Við
höfum látið yður segja sögu yðar eftir eigin
vild, án sérstakrar réttarvenju. En nú verður
nauðsynlegt fyrir yður að svara fáeinum spurn-
ingum. 1 fyrsta lagi: hvert er nafn yðar ? ’ ’
“Emilia Carlsoourt.”
“Og manns yðar?”
“Adrian Oarlscourt.”
Dómarinn varð undrandi, hann þekti vel
þenna alúðlega, mikilsvirta mann. En hann
hafði aldrei áðnr fundið hina fögru og gáfuðu
konu hans.
‘ ‘ Þér sögðuð áðan, að þér hefðnð gifzt 1866, ’ ’
sagði hann. “Með því hafið þér bent á gift-
ingu, sem fyr hefir átt sér stað. Viljið þér segja
okkur nafnið á þeim manni?”
“Alfred Graham frá Chicago.”
“Og nafn föður vðar og heimil?”
“Gerald Gerard í sama bænum.”
“Hálsmenið, sem þér þektuð, var þá gjöf
frá föður yðai’, þegar þér giftust Alfred Gra-
ham ? ’ ’
“ Já.”
“Hafið þér giftingarvottorð í fórum yðar?”