Lögberg - 08.12.1921, Blaðsíða 4

Lögberg - 08.12.1921, Blaðsíða 4
Ble. 4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 8. DESEMBER 1921 J'dgberQ Gefið út hvem Fimtudag af The Col- umbia Press, Ltd.^Cor. William Ave. & Sherbrook Str., Winnipeg, Man. Talaimart N-6327 oý N-6328 Jón J. Bíldfell. Editor btan&skrift til blaðaina: THE GOLUNlBliV PRESS, Ltd., Box 3172, Winnipeg, M&n- Utan&akrift ritstjórana: EDITOR LOCBERC, Box 3172 Winnipeg, Man- The “Lögberg’’ ls printed and published by The Columbla Prese, Limiited, in the Columbla Block, 863 to 867 Sherbrooke Street, Winnipeg, Manitoba. Sönglist. Það er sagt að sönglistin, sé list listanna, það er, að í þeirri list sé að finna afl það sem steiikast er til áhrifa, og viðkvæmast á sama tíma. Þegar eyra manns er lokað fryir öllum mannlegum áhrifum, þá er það opið fyrir töframagni sönglistarinnar. Pó h.jörtu manna séu steinhörð, þá vikna þau, er menn heyra einfaldan, en hjartnæman sálmalagið sem hún mamma söng, og vér lærð- inn við hné hennar. eða lagið við ættjarðar- Ijóðið fagra, sem gagntók sái unglingsins í a’siku. Það eru ná'ttúrlega mörg fleiri öfl, sem áhriifamiikil eru í lífi einstaklinga og þjóða, en það er ekkert annað afl, sem hefir sömu áhrif á líf manna eins og sönglistin — sem dregur til sín með jafn ómótstæðilegu afli dýfstu og ‘dýrustu tilfinningar manna, vekur þær til sjál'fsmeðvitundar og reisir þær í hærra veldi, sem ekki er heklur at> húast við, því til engra cfniviða er eins vel vandað. Hafið þér notkkurntíma hugisað um það, að sönglög þjóðanna er endurhljómur af þjóð- arsálinni, að í þeim berst til eyrna heyrend- ans gleði og grátur, von og vonbrigði, raun og reynsla, sigur og ósigur þjóðarinnar eða þjóð- anna, sem vér erum partur af. — Og í þeim talar lrka til hevrendans náttúra lands þess sem ól hann, og þjóðar þeirrar sem hann er partur af, stormar og stórviðri, fjöll og fyrn- indi, brimgnauð og blíðalogn. Þetta er annar partur þessa máttuga afls. Hinn er Ijóðið, sem fæðist í sálum skáldanna í einveru og einrúmi, þegar þau eru guði næst — þegar sál þeirra er á valdi gyðj- unnar, sein að ein.s ann fegurð og göfgi. — Þetta tvent, — þetta samstemt, — þetta sungið af list, með tign og valdi, er sterkasta vakningar og menningar aflið, sem til er í mann-heiminum — er eina aflið sem getur tendrað líf úr hörðum stein, eins og skáldið kemst að orði. Vér Islendingar erum ekki ríkir af alís- lenzkum lögum — lögum “ sem læsa sig í gegn- um líf og sál, eins og ljósið í gegnum myrkur” þó eru nokkur lög til, svo sem “Guð vors lands” eftir Svpinbjörnsson, sem skáldið Bayard Tailor, sagði um: “Orðin skildi eg ekki ; en töframagn lagsins, smaug sem raf- straumur í gegn um sálu mína.” En vér eigum mikið af ýmsum lögum sem eru andlega skvld oss — sem eru við íslenzka texta og sem vér höf- um lært að þekkja og láta oss þykja vænt um og sem ekki að eins eru töframjúk, heldur hafa þann mikla kost að þau læsa sig gegnum líf og sál sem Ijósið í gegnum myrkur,” þegar þau eru sett við íslenzka texta. Vér ætlum hér ekki að fara að rita langt mál um hvaða menningar áhrif íslenzk söng- lög, eða lög, sem búin; eru að ná hefð við ís- lenzka texta, hafa á fólk alment. Það væri að bera í bakkafullan lækinn, því svo oft hefir það verið gjört. Og svo er það alment viðurkent, að enginn maður með heilbrigðu ráði lætur sér detta í hug að bera á móti því, En það er annað, sem oss langar til að benda á, og sem snertir oss Vestur-lslendinga mjög tilfinnanilega, og það er, hve lítið er gjört til þess að halda við söng íslenzkra ljóða hér á meðal vor. Sá, sem þessar línur ritar, er búinn að dvelja á meðal Vestur-lslendinga í meira en þrjátíu ár, og mest af þeim tíma í Winnipeg. Og þegar vér Htum yfir þá liðnu æfi, þá dvel- ur hugurinn við margar inndælar endurminn- ingar einmitt úr heimi sönglistarinnar á þess- um stöðvum. Því það var sú tíð, að íslenzk sönglist og íslenzkum sönglögum, eða sönglög- um við íslenzka texta, var sómi sýndur, til ynd- is og uppbyggingar jafnt ungum sem gömlum. En þeir, sem voru lífið og isálin í því starfi, eru nú Hestir annað hvort dánir, eða hættir að láta til sín taka. 1 þessu sambandi minnumst vér á Fní Láru Bjarnason, sem vér hyggjum að mest allra Vest- ur-íslendinga hafi unnið að útbreiðslu sönglist- arinnar meðal vor, frá því sjónarmiði sem hér um ræðir. Þá er að minnast á Þorstein heit. Oddson, sem átti ekíki lítinn þátt í að glæða smekk fólks vors og ást þess tii íslenzkra sönglaga og ís- lenzkra söngvra. (rísli Goodmíin átti líka sinn þátt í að efla virðing Winnipeg íslendinga fyrir íslenzum söngvum og tengja þá við þann þátt íslenzks þjóðernis. Tvö þau fvrnefndu eru nú dáin, en Gísli hættur allri viðleitni í þessa átt, og með þeim cru að deyja íslenzkir song\rar og íslenzk söng- list hjá oss hér í Winnipeg. Að vísu em hér til söngelskir menn og konur, sem vilja syngja íslenzk Ijóð fremur öllu öðru, en þeim er að fækka svo tilfinnanlega, að manni finst eins og almennings álitið sé búið að kveða upp dauðadóm yfir íslenzkum söngvum á með- al Winnipeg fslendinga. tTti í sveitum á meðal Vestur-lslendinga, hefir þessu máli verið nokkur sómi sýndur að undanfömu, og má sérstaklega þakka það þeim herrum Brynjólfi Þorlákssyni, Jóni Frið- finnssyni og Björgvin Guðmundssyni, sem allir hafa lagt allmikla stund á að vekja fólk í þessum efnum, og hefir orðið allmikið ágengt. Það má heita fremur rart í Winnipeg, þó á al íslenzkum samíkomum sé, að finna eitt ein- asta íslenzkt lag á skemtiskránum, þrátt fyrir það, þótt þeir sem fyrir þessum samkoum standa, viti, að meiri hluti samkcwnugestanna þrá að heyra sungið á íslenzku, og viti það líka, að íslenzku söngvarnir hafa miklu meiri menningar áhrif í flestum tilfellum þar sem Islendingar eru saman komnir, heldur en nokkrir aðrir söngvar, sem hægt er að bjóða. Vér heyrum sagt, að það sé miklu auð- veldara að syngja ensku lögin og ensliu text- ana. Getur vel verið að svo sé; um það skulum vér ebki deila. En hitt er marg-sannað og öll- um ljóst, að það, sem auðveldast er og þægileg- ast fvrir mann, er ebki alt af hollast. Vér álítum, að það væri óbætanlegur hnebkir fyrir fólk vort hér í þessum bœ og um alt þetta land, ef íslenzku söngvarnir væru látnir deyja — ef menn héldu þeim ekki við og kendu þá og syngju sem oftast og sem bezt. Hér í Winnipeg þurfum við að fá upp sterkan og stóran íslenzikan söngflokk, sem vekur að nýju áhuga ungra og gamalla fyrir yndi og ágæti íslenzkra söngva. Vér trúum því, að það sé ha;gt og vér trúum því að hvert einasta íslenzkt mannsbarn hefði gott af því. Hver vill taka að sér þetta mikla vanda- mál í fullri alvöru? Bækur sendar Lögbergi. “Öldur”, sjö smásögur eftir Benedi'kt Þ. Gröndal, Beykjavík 1920. tJtgefandi Guðmundur Gamalíelsson. Bók þessi er snotur á að líta, í 16 blaða broti, 240 blaðsíður; kápan sjáleg, pappír góð- ur og prentun vel af hendi leyst. Sögurnar eru íslenzkar að anda og efni, flestar, allar nema ein, sú fyrsta, sem höfund- urinn nefnir: “Feldur harðstjóri.” Segir hann þar frá dreng, sem ásamt öðrum gengur í varphólma, sér örn, sem æðarfuglinn og aðr- ir fuglar eru hræddir við og eru í sífeldri hættu fyrir. Húsbóndi drengsins finnur hreiður arnarhjónanna, fær skyttu til að drepa karl- örninn, hann $ærir móðurina svo hún er ó- sjálfbjarga, svo er amarungunum steypt ofan fyrir bergið í sjóinn. Þetta er í sjálfu sér ekkert athugavert og tíðkast líklega þar sem ránfuglar leggjast á varp. En þegar maður kemur að niðurlagi sögunnar, þá sér maður að þetta arnar fargan er að eins dæmi til þess að skýra hvað þeim, sem skrifar, býr í brjóst. Þar segir hann: “Og þá þegar varð mér það ljóst, að það verð- ur að steypa harðstjórunum af stóli, ef smæl- ingjar eiga a|5 geta um frjálst höfuð strokið.” — Getur mönnum ekki skilist, að stéttahatur er allra þjóða bölvun, og því skaðlegra, sem þjóðirnar eru fámennari? Skyldi Islending- um ©kki vera meiri þörf á einhverju öðru frem- ur, eins og nú standa sakir, en helköldum an- arkista kenningum? Næsta saga heitir “Gullkistan”. Er um bernskubrek drengja og leiki þeirra, svo sem burtreiðar, þar sem þeir sækjast á og hafa tvo af félögum sínum fyrir hesta, er þeir nefna Surt og Sóta, og æddu hestar þessir fram grenjandi! Hver lifandi maður hefir nokk- urn tíma heyrt hesta grenja? Þessi saga er hroðvirknisleg og klaufaleg frá upphafi til enda. “Mesta lífshættan” er frá voru sjónar- miði bezta sagan í bókinni. Það er lýsing á hugarfari manns, sem skyldan kallar út í sjó- ferð, sem frá manna sjónarmiði virðist vera alveg ófær. Einn á smábát fer hann úr eyju einni til lands, til að fá læknir handa konu sinni er í barnsnauð er stödd. Er maiminum, Þrándi, og skyldu-meðvitund hans vel lýst, og eins viður- eign hans við ægir , þegar hann einn á smábát í íslenzku skammdegi, í ofsaveðri og í brim- róti stýrir í gegn um brim og boða, nær til lands, finnur læknirinn og kemst heim í tæka tíð til þess að frelsa líf konu sinnar. Saga þessi er sögð af talsverðri list ög sýnir að sá, scm segir, á yfir allmiklu afli að ráða, ef hann vill beita því rétt. “Ljósið” og “Stakkurinn” eru stuttar sögur, báðar fremur tilkomulitlar. í fyrra til- fellinu frelsar kona bónda sinn og þá, sem með honum voru á sjó í myrkri ,og hvössu veðri n>eð því að kveikja Ijós og setja í þffnn glugga hússins, sem vissi að sjónum. — 1 þeirri síðari er maður að stríða við að ná heim til sín í ís- lenzkum byl yfir fjallveg, hrapar í höirp'um og frelsar líf itt með því að breiða út nýfum olíu- stakk, sem hann er í og láta svo fallast fram af hamrinum margar mannhæðír ofan í lausa fönn; en út breiddi stakkurinn ýar honum fall- hlíf á fluginu. “Milli góðbúanna”. Aðal persónumar eru þrjár í þessari sögu: Brandur í Lóni, fátækur fjölslkyldumaður vel gefinn; Jóhannes, prest- ur, sem líka er oddviti sveitarinnar, ágjam ó- þofcki, og Asgeir kaupmaður, sem ekki var ó- ærlegur, en vildi hafa sitt. jPessi saga, sem mátt hefði vera góð, því efnið er mikið, missir gildi við það, að lesarinn kemst ósjálfrátt að þeirri niðurstöðu, að höfundurinn beri í sér kala til prestastéttarinnar, sem hann sé að ná sér niðri á. Vér trúum ekki, að í tíð höfundar þessarar bókar hafi verið til, né sé heldur til eins mikið varmenni í prestastétt Islands eins og þessi prestur er látinn vera. Brandur, mat- arlaus handa fólki sínu og fóðurlaus handa fénaði sínum, leitar til hans upp á lán. Prest- ur er að taka saman ræðu, þegár Brand ber að garði. Hann leggur út af kraftaverki Jesú, þegar hann mettaði fimm þúsundir manna. Þegar hann heyrir, hvert erindi Brands er, segir prestur: “Eg er alveg forviða------skil okkert í þessu! Ha!—allslaus í góuloík, ha!— Hvað eru börnin mörg?” — “Sjö”. — “Ha, sjö börn! Já-------allslaus í góulok,—já, sjö böra, ha — í góu lok------nei, á sveitina í einu! — — það er voðalegt! — Hvernig í ósíköpuunm stendur á þessu, maður! Eg skil efckert í þessu 'ha! — Er ekki Lónið bezta jörð?” Að þetta sé eðlileg framlkoma eða eðlilegt tal mentaðs manns, eða að þetta geti kallast skáldskapur, það þarf enginn maður að segja oss. Prestur þessi neitar að lána Brandi úr sveitarsjóði, sem gat verið eðlilegt, en býður honum lán frá sjálfum sér með því móti að hann selji bæinn sinn, kindurnar sínar og bát- inn sinn upp í þessa peninga upphæð, sem hann þurfi að fá, og svo láni prestur honum það sem upp á vantar til þess að hann geti fram- fieytt fjölskvldu sinni til vors upp á það, að Brandur ráðist sem formaðu r til prests í fimm ár og láti tvo dauða hluti af hendi við hann í a'llan þann tíma, þá sé skuld- in borguð. Þessum afar (kostum hafnar Brandur, leitar til Asgeirs kaupmanns, neyð- ist til að taka skipstjórastöðu á gömlu og illa sjófæru fiskiskipi gegn lán þessu, og ferst með allri skipshöfninni. Síðasta sagan, “Nábúaglettur”, er svip- uð, að öðru leyti en því, að í henni er kaup- maður, en ekki prestur, óþokikinn. Er sú saga að mun lengri og yfirgripsmeiri en 'hinar sög- urnar. — Víða er vel að orði komist í sögum þessum, lýsingar góðar og mál lipurt. En við lestur þeirra finst manni að höfundurinn hefði getað gjört betur. En takmrak allra höfunda, efcki sízt ungra, ætti að vera að ná sem næst há- niarki litarinnar, án nokkurs tillits til afkasta. Öldur eru til sölu hjá bóksala Finn John- son, 698 Sargent ave., Winnipeg. Vornótt í Álftafirði. Voldugu fjöllin, vættir og hólar vornætur hvíla á feldi. Draumblíðir geislar sígandi sólar seilast í skugganna veldi. Blæþíður andvari, blásala-kliður blundar í fjarðanna djúpi. Ómblíður guðsríkis eilífi friður íklæðist dýrðlegum hjúpi. Uppsprettulækir í algrænum hlíðum umfaðma leiti og bala. Húmskýin döpur í dragkyrtlum síðum dáleiða hafblæinn svala. Æðurinn sundtökin ungunum kennir álftir á firðinum kvaka. Trygglynda heiðlóan tæplega nennir að tifa um börðin og vaka. Lágnættið blundar og ljósvakinn prúði listmálar hauður og græði. Tærustu blómsveigar, bládaggarúði blikar, sem glitofið klæði. Fjallkonan brosir mót ókomnum öldum alfaðir skaut hennar gerði. Dísiraar sofa í sefgrænum tjöldum, sólguðinn stendur á verði. H. M. Þ. KVÆÐI ort fyrir Skaftfellingamót. (Lag: “ó fögur er vor fósturjörð”). Nú sitjum heil við sagnafjöld og söng og öl og kæti, því Skaftfellingar skulu í kvöld, hér skipa gestasæti; en hugur flýgur heim í sveit, að hollu feðra inni, þar gróa enn í góðum reit Vor gömlu vinaminni. Þið fjöllin okkar fagurblá, sem faldið snæfi köldum og baðið fögur brjóstin há, í björtum sólaröldum; hvort mun ei fífill f jólu við, um fegurð ykkar tala og liljan hlusta á lækjarnið við ljósálfana hjala? Við munum fjallabrekkur blár, hve blítt var þig að kyssa, en óðul vor og æsku þrár við einatt hljótum missa; við elskum fjölbreytt, fögur söfn, í faðmi dala þinna þar ótal gömul gælunöfn; á glaða daga minna. Við munum einnig ís og glóð og aldin grannaskalla* og stórgrýtt elda stirnuð flóð livar straumar rísa og falla og fögur svipskýr sumarkvöld, er singdi máni bleikur, já, margt er skráð á minnisspjöld, sem milt við hugann leikur. Nú treystum gömul trygðabönd, er tignu sæma geði og leggjum vinahönd í hönd, með hjartanlegri gleði; cn hugur flýgur heim í sveit, að hollu feðra inni þar gróa enn í góðum reit vor gömlu vinaminni. Ilelga María Þorvarðsdóttir. Mrs. Ingibjörg Goodman, hefir góðfúslega gefið Lögbergi þessi kvæði til birtingar. Ritstj. JÓLAGJÖF 1 Sparibanka bók, ásamt litlu innleggi, er ágætis jólagjöf fyrir bömin yðar. * Ráðsmaður vor mun með áncegja leiðbeina yður THE ROYAL BANK OF GANADA Borsraður höfuðstóll og viðlagasj..... $40,000,000 Allar eigmr ....... *............ $500,000,000 Grœnlandsmálið. Einmitt um sama leyti sem það fréttist, að Norðmenn mótmæla eignarnámi Dana á Grænlandi (sbr. New York Evening Post 26. nóv., o. fl.), birtist grein í Lög- bergi 24. nóv. frá hr. Halldóri Her- mannssyni, þar sem hann vill sýna fram á, að eg hafi á röngu að standa um tilkall íslands til Grænlands. Af því að hr. H. H. er bókfróður maður og ágætlega istaddur að vígi með allar upplýsingar um þetta mál, varð eg satt að segja forviða þegar eg las grein hans, og vil eg drepa á einstöku atriði í þessu skrifi hans, til skýringar. Hann segir fyrst, að þetta mál sé að “vísu ekki alveg nýtt,” — sérstaklega hafi verið um það rit- að af “einum manni”, en því hafi harla lítil athygli verið veitt á íslandi.” — Menn múnu víst verða mér samdóma um það, að þetta kemur lítið við þeirri spurning hvort eg hefi farið með rétt eða rangt mál. En hitt er jafnvíst, að hr. H. H. sjálfur hermir rangt frá, ef'hann vill gefa í skyn með þessu, að öðrum sé um upptök þessa deilumáls að kenna í íslenzkum blöðum heldur en mér. Hann hlýtur að vita vel, að grein mín um “réttarstöðu Grænlands” í Ingólfi (endurprentuð seinna í sérstöku riti “Stjórnanskr'ármálið og ábyrgð alþingis”) var upphaf þessa máls á fslandi. Eg hafði áður sýnt fram á skoðun mína í "rímu ólafs Grænlendings” og eg ber þannig ábyrgðina af því að hafa fyrst reynt að sýna fram á ofbeldishald Dana á Grænlandi í bága við rétt íslands. pesisi mað- ur, sem hr. H. H. á við, er þar á móti seinna kominn fram og er skoðanabróðir hans sjálfs — í jþví að vilja sækja um leyfi til að flytja íslenzka bændur til Græn- lands. Svo ekki er það nein nýj- ung, sem helzt virist þó vera ætl- un höf. par sem hann síðar í greininni isjálfur varar íslendinga við því, að “veifa neinni réttar- kröfu,” en leita samninga við Dani, ef þeir “þættust þurfa að eignast einhver ítök á Grænlandi”. Menn kunna nú að segja, að þetta ranghermi höf. sé lítils vert; en þegar betur er lesið í skrif hr. H. H., jþá fær það merk- ingu, sem er aðgátsverð: Hann gefur það sem sé fyllilega í skyn í seinni hluta greinar sinnar, að mér muni ekki ganga “eimskær föðurlandsást” til í þessu máli. Menn munu undir eins glöggva sig á því, að erfiðara var að væna mig um hags-munahvatir í deil- unni um Grænland, ef játað væri, að eg var sá sem fyrst vakti máls á þessu efni heima fyrir fjöl- æörgum árum og reyndi að gefa þjóð minni skjalasönnun fyrir því í fáeinum stökum, að mér var þetta hjartfólgið mál. Eg undr- aðiist að sjá þessa ófyrirleitnu að- dróttun sem er endurtekin svo að enginn getur misskilið í seinustu málsgreininni, þar sem höf. talar um “félaga mína” í þessu máli. petta ber ósvikin ættarmerki upp- runans — frá þeim sem hafa gjört hr. H. H. að erindissveini sínum til þess að reyna að vinna á móti fylgi íslendinga fyrir vestan haf með réttlætiskröfu vorri til þess- arar fornu eignar íslands, sem móti guðs og manna lögum hefir verið haldið undir okur-áþán, án alls efa dæmalausri í allri sögu siðaðra þjóða. Ann ars vildi eg mega bæta því við hér, að eg 'hygg hell|st að álmenningi meðal ís- lenzkra lesenda muni fremur bjóða við en geðjast að þessari getsök. Eg vil nú víkja að mergi máls- ins hjá höf. Hann tekur af öll tvímæli á þessa lund: “Sannleik- urinn er sá, að Grænland hefir aidrei verið eign íslands.” Ef þetta er svo, hvað þarf þá meir vitnanna við? Og svo bætir hann við þessari einkennilegu isetningu: “Pótt Græn-land væri numið af fs- lendingum — þá sannar það “eng- an veginn” að það hafi heyrt und- ir ísland eða verið eign þess! Með þessari klausu hefir hr. H. H. kollvarpað öllurn grundvallarrétti um nýlendustöðu gagnvart móð- urlandi: “par sem stjórnlög eða samningar hafa ekki ákveðið greining í gagnstæða átt, nær réttarsvæði þjóðar yfir nýlendur hennar” er meginregla, isem hr. H. H. verður að beygja sig fyrir, þegar hann hefir nú heyrt hafa nefnda. Hann líkir saman sjálf- stæði fslands og Grænlands — en hvað segir saga Grænlands í þá átt, að nýlendumenn þar hafi viljað stofna óháð ríki — og hvað segir þar á móti saga íslands á aðra hlið gagnvart Noregi? Nei, þetta kemst hr. H. H. hvergi upip m^ð. Undir þögn sögunnar um ákvarðaðan vilja Grænlandis forna til þess að vera sjálfstætt ríki er það nýlenda íslands — eins og ótölulegur fjöldi rithöfunda hik- laust og sammála halda fram, og vil eg að öðru leyti leyfa mér að vísa til jþess, sem eg hefi skrifað um þetta í “Heimskringlu” áður. — En það sýnist nú einnig isvo, sem höf. haldi sér miður fært að neita nýlendustöðu- íslendin^a- bygðanna í Grænlandi, því hann segir: “Setjum svo, að Isl. hefðu átt rétt til Grænlands að fornu— en þá hefði sá réttur glatast fyr- ir rás viðburðanna”. — “Danir fundu landið aftur og námu á ný” (“eftir að bygðin lagðist í eyði” og “iandið týndist.”). pessu heldur höf. fram án þetss að minnast á það, að eg hefi sýnt fram á, að Egede kom þangað ekki fyrstur eftir þjóðarhvarfið né nam þar land. p'að er ekki siður mentaðra höfunda í ritdeil- um, að staðhæfa á móti röksemd- um andstæðinga án jþess að færa fram gagnrök. En þetta gjörir höf. óspart gegn um alla grein- ina. pessu næst kemur merkileg- asti kafii greinarinnar, þar sem hr. H. H. skýrir frá skoðun sinni um það hvað danska, einokaða Grænland sé. pað virðist svo sem hann ætli að alt Grænland hafi ekki verið háð siglingabanni og þess vegna hafi Danir með samningum við aðrar þjóðir vilj- að fá tekinn af efa um rétt þeirra til landsins. En tilsk. 18. marz 1776 þverbannar öllum, jafnt þegnum Danakonungs aem öðrum, að lenda nokkurs staðar við Grænland né eyjar þar við land nema með sérstöku leyfi stjórnarinnar — og (þetta for- 'boð hefir verið tekið til greina t. d. af Tyrkjastjórn 1894. Danir hafa ætíð verið lagnir að koma ár sinnd fyrir borð í samningum — og eg hygg að meira þurfi til en það, sem hr. H. H. ber á borð í þessari grein til þess að skygn- ast til botns í alt, >sem hefir búið þeim innanrifja, þegar Vestur- eyjar voru seldaf. Höf. tilkynnir1 með sama úr- skurðandi orðalagi, eins og hann sé fullnaðardómari þessa máls, að “ekkert gagn geti txnist ís- landi” með því að hákda uppi rétt! lands vors í þessu efnl. Eg hefi minst á gildi Grænlands fyrir vernd íslands — og jþví skyldu íslendingar ekki geta gjört sér Grænland arðvænt með einka- leyfum — eins og t. d. Svalbarð hefir orðið að autjsuppsprettu, og er þá ástæða til þess jafnframt að minnast i því s'ambandi á framkomu norskra rithöfunda, þegar stóð á deilunni um það land, — svo veikum grundvelli sem þeir urðu að byggja á. par var ójafnt leikið. Höf. segir, að þetta sé til þess að vekja “úlfúð við Dani.” En það er ekki, á hans tungu, að vekja uifúð við íslendinga, að taka Grænland landnámi í sumar með forboði gegn því, að nokkur íslendingur megi vera viðstaddur þessa há- tíðlegu athöfn. — Og svo klykk- 'ir höf. út með því að segja, að það sé vítaverðast að gjöra til- raun til þess að “fá stórþjóðirn- ar til þess áð vefengja rétt Dana til Grænlands.” — pessi setning hans þolir ekki að brjótast til mergjar. Hver er sá, sem er ætlað að “fá stórþjóðirnar” til ,'þessa, ef almenningsálit Islend- inga rís á móti þessum aðförum Dana? pað er eins og hr. H .H. geti hvergi skilið sjálfan sig rétt, hvað þá heldur aðra. — pað er einungis ísland sjálft, þjóð- arvilji þess, þing og stjórn, sem getur komið þessu máli á fram-

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.