Lögberg - 19.01.1922, Blaðsíða 4

Lögberg - 19.01.1922, Blaðsíða 4
Bls. 4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 19. JANÚAR 1922 Joqbíig Gefið út hvem Fimtudag af The Col- umbia Press, Ltd.,Cor. William Ave. & Sherbrook Str.. Winnipeg, Man. Talnimari N-6327 ofi N-0328 Jón J. Bíldfeil, Editor (Jtanáskrift til blaðnins: T((£ COLUIHBIA PRESS, Ltd., Box 3)72, Winnlpsg, M«n- Utanáskrift ritstjórans: EOITOB LOCBERC, Box 3172 Winnipeg, The ‘'Lögberg’’ ls printed and published by The Columbia Press, Limited, in the Columbta Block, 863 to 857 Sherbrooke Street, Winnipeg, Manltoba. Yfirlit ársins 1921. VI. Italía. Þetta síðatliðna ár var að ýmsu leyti merkilegt ár í sögu Italíu. Eins og aðrar þjóð- ir hefir Italía átt við mibla erfiðleika að etja síðan stríðinu lauk eg er náttúrlega ekki búin að ráða fram úr þeim öllum enn. En þjóðin er á góðum vegi og lengra komin í 'áttina til jafn- vægis en sumar aðrar þjóðir. Byrjun ársins 1921 var ekki glaesileg fyrir ltali. Ógurlegar byltingar áttu sér stað í lífi þjóðarinnar, því þar eins og víðar virtust öll bönd, sem jafnvæginu héldu, bresta. Þó hefir borið meira á því á Italnu en víðast annars- staðar, því Italir eru örari í lund og ákafa- menn. Óeirðir og uppþot voru daglegir viðburðir framan af árinu, og var það mest í sambandi við iðnaðarmálin. Þrír flokkar Jétu mest á sér bera: Commun, istar eða Bolsheviki flokkurinn, sem friðlaus vildi innleiða sama stjórnar fyrirkomulag og Lenine og Trotzky höfðu á Rússlandi, og héldu um tíma völdum og yfirráðum í Turin yfir um 70,000 verkamönnum. Annar flokkurinn voru Sésíallistarnir, sem sóttu í sömu áttina og Oommunistarnir, en vildu ekki ganga alveg eins langt, og sem hjálp- uðu til þess að brjóta veldi Communistanna í Turin, þegar þeim ofbauð og þeir sáu að vand- ræði ein hlytu að stafa af framferði Commun- istanna. Þriðji flokkurinn, og sá sterkasti, nefnir sig “Pasciste.” Var hann og er mótsnúinn stefnu Oommunistanna og Sósíalistanna, þeg- ar ákafi hins síðarnefnda flokks vildi ganga úr hófi fram. A milli þessara þriggja flokka voru ein- tómar erjur, eins og sagt hefir verið, og neydd- ist forsætisráðherra Itala, sem þá var Gioletti, til þess að búa til lög, sem gáfu verkamönnum rétt til þátttöku í stjórn iðnaðarstofnana lands- ins, til þess að reyna að blíðka verka- menn á þann hátt. En ekki virtist það liafa nein betrandi áhrif á ástandið, og víða urðu blóðugir bardagar, þar á meðal í Florence, og varð Gioletti vStjórnin að segja af sér í maímán- uði, og mátti þá segja, að útlitið á ítalíu væri hið ískyggilegasta. Var þá þingið rofið og efnt til nýrra kosninga 15. maí, og eru þær kosningar stórmerkilegar ekki að eins fyrir It- alíu, heldur náðu áhrif þeirra langt út fyrir llandamæri hins sólríka lands. Því þar var gengið á hólm við sömu ófroskjuna og hefir spilt friði og framkvæmdum á meðal fjölda þjóða — tryltar og æðisgengnar tilfinningar óupplýstrar og ósjálfstæðrar alþýðu. Var sókn og vörn í þessum kosningum á ltalíu hin grimmasta, en svo lauk, að Oommun- istar og Sósiíalistar biðu ákveðinn ósigur, og 'stjómin nýja, sem mynduð var undir forystu Signor Bonomi, tók í taumana með festu og alvöru, og hefir verkamanna óeirðum farið sí- minkandi síðan. Vert er og að geta þess, að páfinn hefir beitt öllum áhrifum sínum stjórninni til aðstoð- ar til þess að hún gæti haldið friði og reglu í landinu. 25. aprí! 1921 tóku Oommunistar öll völd- in í Flume í sínar hendur. En stutt var þeirra stjórnartíð, því eftir fjóra daga voru þeir aft- ur völdum sviftir. Fiume er nú lýðveldi, og hefir Profesor Riecardo ^enella verið kosinn forseti. 31. ágúst síðastliðinn gjörðu Italir bráða- byrgða verzlunarsamning við Þjóðverja; er samningur sá gjörður til níu mánaða í senn, en verður þó í gildi þar til annar hvort málsaðila segir honum upp með mánaðar fyrirvara. Nær sá samningur aðallega til lífsnauðsynja manna. Þann sama dag gjörðu ítalir samslags verziunarsamning við Rússa og Englendingar höfðu gjört, sem getur ekki kallast annað en yfirlýsing þeirra þjóða um ásetning að komast að niðurstöðu um verzlunar viðskifti. Sagt er að það taki þrjár biljónir líra til þes að bæta tjón það, er varð í Asiago og Tren- tino hénuðunum, og til þess að hjálpa stjórn- inni að Jcoma þessu í lag, hafa sex hund- ruð samvinnufélög af öllum stéttum og öllum flokkum tekið srg saman, og er talið víst, að þetta fríða lið verði búið að koma öllu í samt lag miklu fyr en stjórnin hefði getað gjört það. 14. október skrifuðu Italir og Jugo-Slavar undir samning viðvíkjandi fiskiveiðum með- fram Dalmatíu ströndinni, og hafði það efni verið ásteytingar steinn á milli ]>eirra þjóða áður. ítalir hafa fullan rétt til fiskiveiða þar, en taka verða þeir fiskinn heim til sín og selja hann þar. Það er ekki hægt að binda enda á þetta mál í sambandi við Italíu, án þess að minnast á hin svonefndu “hvítu kol” ItaMu, sem svo mikið hefir verið talað um á árinu. Að vísu eru þetta ekki kol, en það er kola xgildi, og það er cinmitt það sem Italía þurfti mest með af öllu. Rafurmagns framleiðslu á Norður Italíu hefir fieygt fram á árinu. Italir hafa bygt rafmagnsstöð við vatnið Santa Croce, sem geymir 120,000,000 fermetra af vatni og sem framleiðir 250,000 hestaöfl af rafmagni. Enn fremur hafa þeir beizlað Piava ána og leiða rafmagn þaðan til borga og bæja, cg segja skýrslur þeirra, að þeir muni með því spara sér eina miljón tonna af kolum á árinu. Leynisamningur á milli Itala og Tyrkja varð uppvís á árinu, þar sem Italir lofa að varna Grikkjum frá að ná takmarki sínu, þó þeir vinni sigur á Tvrkjum. • ' VII. Kína. Raunasögur margra þjóða eru átakanlegar á þessari tíð, en ef til vill tekur raunasaga Kína þeim öllum fram. Að vísu á Kína ekki um eins sárt að binda út af stríðinu eins og sumar aðr- ur þjóðir — og þó, því þeir eins og aðrir héldu, að þetta væri stríð til þess að brjóta ófrelsis- fjötra af einstaklingum og þjóðum. En stríð- ið varð einmitt til þess að þrengja kosti Kína meira og átakanlegar en áður var. Blóma-ríkið, eins og Kína er stundum kallað, er fólksflesta land í 'heirni telur fjögur hundruð miljónir íbúa, og á slíkur fjöldi yfir ógurlegu afli að ráða, ef hann kynni að beita því. En þjóðin er öll í molum, eða í flo.kkum, sem eru hv*er öðrum sundurþykkir og stefna sinn í hverja áttina. Svo hefir það verið i lengri tíð, ag sv'o var það við byrjun ársins 1921. Menn munu spyrja hvernig á því standi, og er svarið auðfundið. Kína er auðugt land, og þjóðin kann ekki emf sem komið er að nota sér ,þé auðlegð. Þjóðimar, svo sem Frakkar, Þjóðverjar, Bretar, Rússar, Bandaríkjamenn og Japanar, sjá tækifærin sem þar hafa verið og eru í iðn- aði, verzlun, námum og nálega á öllum svæð- um auðs framleiðslunnar, og þær hafa viljað nota sér þau. En það er erfitt að sækja í greipar á einhuga þjóð, því hafa þær áíitið nauðsynlegt að tv.ístra henni, og á þessi skift- ing kínversku þjóðarinnar rót sína að rekja að mestu eða að nokkm leyti til utan að kom- andi áhrifa, og efumst vér ekki neitt um, að það hafi verið ásetningur sumra þessara þjóða, að húta Kínaveldi upp á milli aín og hagnýta sér auð þann hinn mikla, sem þar er um að ræða. En þrátt fyrir ofurefli ag ýmsa örðug- leika, þá hefir þjóðrækniseldurinn brunnið > glatt hjá hinum yngri mönnum í Kína á árinu liðna, og virðist svo sem óréttur sá er Kína hefir orðið að Hða, hafi vakið þá til þjóðemis- legs lífs og samheldni. Japanítar hafa verið sérstaklega áleitnir með að koma ár sinni fyrir borð í Kína. Eftir að þeir höfðu slegið eign sinni á þýzka-kín- verska Shantung samninginn, fóru þeir að flytja inn i Shantung hémðin svo nú era þrjá- tíu og fimm þúsund Japanar búsettir þar. Kínverjar v<oru reknir úr öllum emhættum í sambandi við Shantung járnbrautina, sem var eign Þjóðverja, og ekki var heldur látið við það sitja, heldur var þeim bolað frá allri vinnu j á ,því svæði. Eins og kunnugt er, sendi stjórn- in í Japan kröfuskjal til stjórnarinnar í Kína skömmu eftir að þeir voru búnir að hrifsa til sín ummðin í Shantung, og kröfðust: Að Kínastjórn samþykti yfirráð þeirra í Shantung, Framlengdu eða endumýjuðu rétt þann, er Japanar höfðu haft í Suður Manchuriu og iNustur Mongoliu. læigi engum útlendingum eyjar eða hafn- ir, við strendur landsins, nema Japanítum; gefi Japönum sérstök réttindi í sambandi við jára- brautirnar í Yangtse dalnum. Veiti Japanitum forrétfindi í Fukien fylk- inu og þátttöku í utan og innanríkismálum Kína. f stuttu rnali að gjörast Japanitum undirgefnir . Þegar þessar kröfur vora bornar fram fylgdi það skilyrði, að þeim væri haldið leyndum, og átti Kína ]>á ekki á öðru kost en að ganga að þeim. Síðastliðið sumar sendu Japanar annað skjal til undirskriftar og samþykkis til Kína- stjórnar, voru þar í níu uppástungur eða kröfur sem allar fóru fram á að Kínverjar seldu rétt- índi, sem þeir enn eiga í ýmsum fylkjum, úr Iiöndum sér og í hendur Japamítum. Þetta þverneituðu Kínverjar að gjöra. Enda voru þeirþá búnir að ráða við sig að leggja öll þessi vandræðamál sín fram fyrir þingið í Washing- ton. Óskaplega hefir verið farið illa með Kína í sambandi við peningalán, sem þeir hafa orðið að fá á árinu Iiðna og undanförnum árum, t d fengu 'þeir $15,000,000 lán hjá Japanitum og gáfu rikistryggingu, borguðu uppsetta vexti og á ofanálag heimtaði Japan trygging í skög- Iöndum öllum í Keilung Kiang og Kirin fylkjum, sem bæði era auðug að skógi og á stærð við öll’ fylkji Bandaríkjanna, sem liggja að Atlants- liafinu. / Einnig hafa þeir þurft að veðsetja jára- brautir sínar, gull, bola og járnnámur og jafn- vel pnentsmiðjur stjórnarinnar í Peking, til þess að fá fé Jánað hjá öðrum þjóðum. Síðastliðið snmar kom flóð mikið í Kína; gjörði það $80,000,000 eignatjón og misti fjöldi fólks lífið bæði í flóðinu sjálfu og vandræðum sem af því stöfuðu. En þó árið 1921, og undanfarin ár hafi ver- ið þung og alvarleg ár fyrir Kínverja, þá er samt bjartara yfir þeirri þjóð við þessi áramót en verið hefir í langa tíð, því þegar ættjarðar- | ástin er farin að brenna í hjörtum upprenn- 1 andi kynslóðarinnar, þá er sú þjóð á framfara- vegi VIII. Japan. Japan eða Nipon eins og það stundum er kallað og meinar uppruna sólarinnar, er ein- kennilegra en flest önnur ríki veraldarinnar. Paradís fegurðarinnar; liggur þetta ríki í Kyrrahafinu, einn eyjaklasi, 549 að tölu, og cru 173,786,75 fermílur að stærð. Eins og kunnugt er, er Japan ákaflega fjölbygt land og þar af leiðandi eru þrengslin heima fyrir að verða, og hafa verið á undan- förnum órum eitt aðal vandræðaspursmál þjóðárinnai. Að þetta sé meira en umtal eitt, sést á því að í Japan búa 330 manns á einni fermílu af landi eða einni section af landi, eins og vér mundum 'kalla það. Fyrir löngu sáu leiðtogar japanisku þjóð- arinnar þessi vandræði fyrir og eins langt til baka og 1873, sá stjórain í Japan fram á að ann- að hvort yrðu þeir að færa út kvíarnar með iandnámi eða Mða undir lok sem þjóð að öðrum kosti, og hefir einmitt þetta verið starf þjóð- arinnar i meira en hálfa öld. Hún hefir breytt um iðnaðaraðferð heima hjá sér, á þann hátt að bygðar hafa verið iðnaðar stofnanir í landinu, og um þær hafa risið þorp og borgir, svo fólk af landsbygðinni hefir þyrpst í þús- undatali af landinu og í þessa bæi, en þó þetta hjálpi, þá er eins og xýmkist lítið á landsbygð- inni, því viðkoman er all-mikil. I sambandi við tþessa nýju hreyfingu í Jap- an, er vert að geta þess, að landið sjálft er mjög snautt af óunnum ofnum, svo sem járni, kolum og svo framvegis, þess vegna bætist sú þörf of- an á þrengslin að nema lönd, eða ná í þau þar sem nóg er af hráefnum til að vinna úr, og líka væru byggileg fyrir iþjóðina, og það hefir hún svikalaust gert, með því að slá eign sinni á eyj- arnar Formosa, Loochcoos, Kui-iles, Shagalien og Pesoores. Einnig hefir Japan lagt Kóreu undir sig, og nú á síðasta ári ná föstum í Lico- tung, Shantung, í Manuohuriu og Austui*- Síberíu. Þessu hafa Japanitar afkastað öllu á fimtíu og tveiinur árum, þó mestu af því, síðan 1910. En á Washington þinginu voru þeir neyddir til þess, að lofa að sleppa hendi sinni af Shantung fylkinu, með því móti Samt, að Kínvei-jar borguðu þeim vissa peninga upphæð, sem þeir þóttust hafa lagt í íyrirtæki og máske hafa gjört. Merkis viðburð má það kalla, að á síðast- liðnu ári, lofuðust Japanitar ásamt Bandaríkj- mium, Bretum og Frökkum, til þess að fækka herskipum sínum og minka herútlmnaðinn að mun og byggja engin ný herskip í næstkomandi 10 ár. Ríkiserfinginn japaniski Ilirohito Shenuo. fór í kynnisför til Bvrópu síðastliðið sumar, ]>ar sem á móti honum var tekið veð virktum og viðhöfn, og er það í fyrsta skifti að japan- iskur ríkiserfingi hefir tekið sér slíika ferð á hendur. 1 nóvember s. I. var forsætisráðherra Jap- ana, Hana, myrtur í Tokio. ------o------ Almanak O. S. Thorgeirssonar 28. árgangur, 1922. Vér höfum meðtekið almanak þetta frá höfundinum og þökkum fyrir. — Vér segjum alm-anak — réttara væri að segja þessa bók, þvi kafli 'sá er tilheyrir vanalegum almanökum, dagatalið, er nú orðinn minsti partur þessarar bókar, því hún hefir að flytja allra handía fróð- Ieik. Enn höfum vér ekki komist til að lesa lök þessa alla í gegn. En meiri jxartinn höf- um vér farið yfir oss til ánægju. Sjöll ritgerð um Iliarding Bandaríkja forseta, eftir séra Jónas A. Sigoirðsison, með mynd af forsetanum. Agæt þýðing á lýsing Frank H. Simond á orustunni við Mame, eins og hún er skráð í sögu þeirri er hann hefir rit- að af stríðinu mikla, er ritgerðin á VII köflum, en íslenzkað hefir Páll Bjarnason, og farist prýðilega vel. Þá er áframhald af landnámsögu Þingvalla- nýlendunnar, eftir Helga Ámason í Braden- bury. Minning um Ágúst Jónsson, sem lézt að Reykjavíkur P. O. Man., 20. febr. 1919 með mynd, eftir séra Adam Þorgrímsson. Efnis- skráin er sem fylgir: Almanaksmánuðurnir og fleira. Warren G. Harding, eftir séra J. A. Sig- urðsson. j Orustan við Marne, eftir Frank II. Simond, þýtt af Páli Bjarnasyni. 'Sa‘fn til landnámssögu Isl. í Vesturbeimi, ágrijx af sögu Þingvallaibygðar, eftir Helga Áma'son, (niðurlag). Agúst Jónsson, með mynd, eftir séra Adam Þorgrimsson. Hversvegna eru jólin 25. des.? (þýtt). Thomas Burt, (þýtt). Tilviljanir, eða hversu hugvitsmönnum renna náð í hug. t Til minnis: Ný hveititegund, Þögnin er hvíld. Ekki að vigta börn. — Hversvegna gift- ist fólk? Menn lengjast á nóttunni og stytt- ast á daginn — Hundadagar. — Silki. —- Smá- vegis, Skrítlur. — Helztu viðlxurðir og mannalát á meðal íslendinga í Vesturheimi. — Ártöl nokkurra merkisviðburða . — Til minnis — Til minnis um lsland. Flins og sjá má, er innihaldið fjölbreytt og fróð- legt og marga óþarfari bó’k kaupa menn fyrir dollar. En almanakið kostar að eins 50 cent. Prentun, pappír og frágangur allur, hinn bezti. Almanakið er til söllu hjá útgefandanum >jálfum að 674 Sargent Ave. Winnipeg. I SPARIÐ ÁÐUR EN ÞÉR EYÐIÐ Láttu Bankareikninginn vera þitt fyrsta áhugamál. það mun meira en borga sig þegar árin Mða. Sparisjóðsreikingar við hvert einsata útibú THE ROYAL BANK ____________OF8AHADA____________ Borsraður höfuðstóll og viðlagasj. $40,000.000 Allar eignir . ......... $500,000,000 Indverskar konur Bók ein, eftir Robert Chauva- let er nýkomin út, sem heitir “Hið leyndardómsfulla Indland”. Kennir þar margra grasa. Einn kaflinn er um ástand Brahman- kvenna og er það alt annað en glæsilegt. pó M'r. Chauvalet segi, að kjör þeira hafi að stór- um mun batnað síðan Bretar tóku við stjórn og yfirumsjón málanna þar. Kjör innfæddra Hindúakvenna hafa verið ákvörðuð um margar aldaraðir, með ákvæðum Brahama kenningarinnar, nokkurs konar trúarbragða akvæði eða isiðferð- isreglur, sem nefndar eru Manu- lögin. Er það safn Lmörgum bókum o.g ákveður fimta bókin um siðareglur kvenna, og segist höf- undurinn ekki hafa kjark í sér til þess að leggja út í þýða bók þá alla, heldur láta sér nægja að draga fram sérstaka kafla úr henni. pá er fyrst um nafn konunnar. “Nafn konunnar,” segja Manu- Iögin, “að eigi að vera gott til fraæ burðar, aðlaðandi, .hreint og við- feldið. pað á að enda á löngum hljóðstöfum og vera hljómþýtt sem bænarorð.” ípetta er ekki óskáldleg byrjun og sýnist ekki geta verið neinum til ásteytingar. "Mæring unga, meyjan gjaf- vaxta og konan aldraða má aldr- ei, ekki einu sinni á sínu eigin heimili, fara eftir sínum eigin vilja eða sinni eigin dómgreind. Konan má aldrei ráða sér isjálf. í bernsku er hún föður sínum undirgefin, á þroskaárunum, manni sínum, og þegar hún er orðin ekkja, sonum sínum. Lífsreglur konunnar. Manu-lögin ganga mikið lengra en siðferðisreglur þær, er vér höfum. pau skipa fyrir um hegðun konunnar á heimili sínu: “Mér lá viið að segja,” segir Ohauvalet, “að þau skifti sér af hinum sérstöku atriðum heimilis- helginnar og vanalegum verkum í eldhúsi og öðrum búsýslustörf- um.” "Geð prúð má konan til að vera. Hún verður að ptjórna húsi sínu hagkvæmlega, verður að annast búsáhöldin og halda þeim vísum; kunna vel til mat- reiðsiu, vaka yfir velferð manns síns og kunna vel að gæta fjár- muna heimilisins.” Að síðustu eru lög, sem eg get ekki stilt mig um að halda að séu draconisk að uppruna, þrátt fyr- ir það þó eg sé einn lí tölu þes® ófyrirleitna kynflokks. “Ef maðurinn brýtur á móti hinum viðteknu siðferðisreglum, ef hann fellir ástarhug til ann- ara kvenna og jafnvel þó hann sé siðferðilegt þrotaflak, þá verður ikonan >að vera honum trú og til- biðja hann sem guð sinn.” “Vér spyrjum,”, segir Chauva- let, “hvað komi fyrir, ef konan eJkki gegni þessu, eða ef :hún brjóti hin heilögu Manu-lög. “Mér býður við að segja frá því. "Konan er seld til lífstíðar- svívirðingar, ef hún verður upp- vís að hjúskapar ótrygð. Eftir dauðann verður hún til á ný og fæðist af rándýri, eða þá hún verður holds eða tæringarveik.” Næst talar Chauvalet um gift- ingar og segir svo: “Konur giftast mjög ungar á Indlandi, nærri því áður en þær eru teknar af brjóstum mæðra sinna. Eg segi þetta i hinni fylstu alvöru. Börnin eru trúlof- uð á meðan þau eru brjóstmylk- ingar. En það sem unga fólkið í öðrum Iöndum kallar tilhugalíf, fer hér fram áður en hlutaðeig- endur eru orðnir nógu gamlir til þess að skilja hvað það meinar. pessar giftingar barna, sem hvorki þekkja hvað slíkt hugtak meinar, né heldur þekkja hvort til annars, eru mjög tíðar á Indlandi. Heitið verður ekki rofið. Aðal gifting þessara persóna fer fram þegar þær eru fri 12—■ 15 ára. En I millitlðlnni frá því að þær eru gefnar saman sem börn og þangað til þessi aðal- giftingar athöfn fer fram, er ó- mögulegt að rjúfa eiginorðs heiti | það, sem þau voru látin gefa I hvort öðru í æsku. Svo föstum iböndum er þetta bundið, að ef sveinninn skyldi deyja eða þegar sveinbörn, sem þannig hafa verið gift, deyja, þá er stúlkunni fyrirboðið að líta á karlmann ástarauga á meðan hún lifir — verður að vera ógift o>g ein síns liðs í gegn um alt lífið. Manu-lögin taka skýrt fram: “Eftir að kona ihefir mist mann sinn, skal hún láta raka af sér hárið og neyta að eins nýrra ávaxta og blóma til ma/tar, svo hún verði holdskörp, og með engu móti skal hún hugsa til giftingar upp frá því né nefna nafn ann- ars karlmanns.” “Ekki eru þetta heldur takmörk harðýðginnar,” segir Chauvalet. “Ekkjur, sem tiíheyra Siva- flokknum, fá að eins eina máltíð á dag, og fá aldrei áð bragða fisk. Rétt er samt,” segir höf., “að geta þess, að flokkur sá, sem Vishun efnist, er eikki alveg eins harður í reglum sínum í þessu sambandi, eins og þeir sem á hef- ir verið minst. “Oft heyrir maður,” segir höf., “Evrópumenn furða sig á, 'hve fátt í kvenfólk sjáist í Indlandi. pað ] sem hér að framan er sagt, er aðal ástæðan fyrir því. Sumt kvenfólk, sérstaklega ] kvenfólk frá 'Norður Indlandi, fer sjaldan úr húsum sínum eða j “Zenans”. pær sjá það sem fram fer á götunum frá veggsvölum húsa sinna í gegn um grindaverk. Aðrar fara út í burðarstólum og hafa þær allar blæjur fyrir and- litunum, en stólana bera hvass- eygðir og illúðlegir hindúar. pað er bara í landi Sikhs-anna — í Penyah nálægt Amritsar— t. d. sem maður sér langar raðir af ungum, beiúiöfðuðum, laglegum .stúlkum, í Gullna musterinu, á tröppum Ódáinsvatnsins og víð- ar. En þær fylgja ekki lengur Brahma kenningunum. pær eru námsmeyjar Guru-Nanak, sem á sextándu öld hóf mótmæli gegn Brahma kenningunum, og á nú fjölda áhangenda, sem slitið hafa af sér ánauðarfjötra annara systra sinna, sem enn eru undir valdi Manu-laganna. Drotningin, eða Drotn- ingin mikla. Eg hefi nú talað um kvenfólkið alment. Eg á nú eftir að tala dálítið um drotninguna, eða um hana, sem á máli Hindusitanmanna er kölluð Raneleva Maharance — það er, Drotninguna eða hina miklu drotningu. Drotningin tekur engan þátt í ríkisstjórn, eða ríkismálum. Hún verður að láta sér lynda að vera afdankuð kona Rajah og móðir og kennari barna þeirra. Samt eru til fáeinar undantekningar í Mið- Indlandi. I Bhopal L d. hefir ríkisstjórn- in verið falin, eða réttara sagt gengið að erfðum til drotningar einnar, sem ættuð er frá lág- iandshéruðum Indlands, og ríkir hún sjálf og ræður imálum án þese að prinzinn, maður hennar, taki nokkurn þátt þar >í. En það er einkennilegt dæmi í landi, sem svo mjög hefir verið andvígt * frelsi kvenna eins og Indland hefir verið. En flestar drotningarnar eyða æfi sinni á bak við kvennabúrin og á milli þess og 'bústaðar þeirra eru þétt dregin gluggatjöld. par hefst hún við með þjónum sínum og þernum, dansmeyjum og hljómlistar mönnum. Sjaldan fer hún burt af heimili sínu, eða úr gullna búrinu, sem henni er feng- ið til íbúðar. En ef ’hún þarf endilega að fara út, þá er hún æfinlega í burðarstóli, sem er svo útbúinn, að sá sem inni er getur séð það sem úti gerist, en inn í hann sést ekki, og er því svo fyr- ir komið til þess að sú, sem inni er, sé óhult fyrir forvitnisaugum þeirra, >sem á götum eru, einkum ef það eru ókunnugir aðkomu- menn. Illa er heimamönnum við, 1 þegar prinsar eða ríkiserfingjar þeirra á meðal taka sér útlendar I stúlkur fyrir konur, enda þótt þeir hafi áður verið giftir inn-

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.