Lögberg - 19.01.1922, Blaðsíða 8

Lögberg - 19.01.1922, Blaðsíða 8
BIs. 8 1 1 'GBERG, PIMTITDAGTNN 19. JANÚAR 1922 *t++'H'+++i''H'+'H4'M++tW ++X + «+ | Or Bænum. + t * ++-H.+t'H.Ý|.t+++++++'H.++++* Mrs. Magnús ólafsson frá Gröf í Grímsnesi á íslandi, á bréf á skrifstofu Lögbergs. Dr. Cbr. Backman fná Ericks- dale, Man., er staddur í iborginni um }>es?ar mundir ásamt konu sinni. pau hjón ætla að bregða sér til Vancouver innan skamms. Hafið þér eignir yðar í elds- ábyrgð ? pað kostar !í flestum tilfellum ekki meira en frá einu til tvö eent á dag fyrir þúsund dollara ábyrgð. J. J. Swanson and 'Oo., 808 Paris Building, Winnipeg, eru aðal umlboðsmenn fyrir áfeyggileg eldsábyrgðarfé- iög, sem borga að fullu ef brenn- ur. peir hafa nýlega útnefnt | Mr. Arna Eggertsson, Wynyard, j Sask., umboðsmann sinn fyrir Vatnabygðir. J. B. Helgason frá Hayiand P.O., Man. kom til bæjarins í vikunni. Sagði hann að fiskast hefði i meðallagi í Manitobavatni í vetur. Verð hefði verið lítið á irosnum fiski, en dálítið betra á ófrosnum. pjóðræknisfélags deildin Frón heldur fund á vanalegum stað og tíma á mánudagskveldið kemur, 23. þ.m. Mjög áríðandi verkefni liggja fyrir fundi. En að fund- arstörfum loknum flytur Jón J. Bildfell erindi um “The Melting Pot’’, eða 1 deigluimr. Nýlátinn er í Milwaukee, Wis,. Jón Ólafur Vopni, tvítugur að aldri, sonur Ólajfs heit. Vopna, er tengi var búsettur í Winni- sem lézt í Wynyard, pe en Sask., árið 1919. Lfkið verður flutt til Winnipeg og jarðað Iþar. Fimtudagskvöldið hinn 12. þ.m. komu til bæjarins frá fslandi: Einar Eyvindsson, Langruth, Man., sem dvalið hefir heima hálft annað ár. ásamt konu sinnni; Trausti Friðriksson, af Sauðárkróki, með konu og þrjú börn; Hannes Jakobsson, ættað- ur af Akureyri; Jóhann Einars- son af Siglufirði; Valdimar Jóns- son úr Reykjavtík; Finnbogi Jóns- son ættaður af Vestfjörðum, og Ingiríður Gunnlaugsdóttir, ættuð úr Dalasýslu. . Gjafir til Jóns Bjarnasonar skóla. Frá Baldur: S. A. Sveinsson, ...... Sigurjón Johnson, ..... Sig Antoniusson, ......... Jóhann Sveinson, Reed Deer, Alta........... Mrs A. Lingholt, Langruth, Með innilegu þakklæti, S. W .Melsted. gjaldkeri skólans. $ 1,00 ,25 8,75 15,00 1,00 í síðasta blaði gátum vér þess í sambandi við myndina af kon- ungskomunni til íslands, að hún væri tá vegum Mr. Árna Eggerts- sonar, það var rangt. Myndina a og kom með að heiman Jón Sig- urðsison, sem fór heim til íslands í kynnisför fyrir nokkru síðan, en er fyrir skömmu kominn henni hingað vestur aftur. ur “Borgir” á sænsku. “Borgir”, skáldsaga Jóns Trausta, er nýkomin út í vandaðri útgáfu, með mynd höf. framan við. Rolf Nordenstreng , sem á Islandi er áður kunnur og hefir skrifað ým- islegt um íslenzk mál og íslenzk- ar bókmentir. Hann dvaldi hér í Reykjavík einn vetur fyrir ná- nál. 20 árum og er vel að sér í ís.lenzku. Mun þýðingin vera í bezta lagi, og framan við bókina er ritgerð eftir þýðandann um rit- störf höf. pýðandinn þakkar Finni Jónssyni prófessor í Khöfn fyrir að hafa litið yfir þýðinguna og gefið góðar leiðbeiningar. Einnig fylgir þarna frá þýðand- Miss Kristjana Bjarnason frá Gardar, N. Dak., kom til borgar- —....„ innar á mánudaginn vestan frá anum stutt greinargerð fyrir ís- Mozart, Sask, þar sem hún hefir lenzkum framburi. Titill sænsku unnið á pósthúsinu síðan snemma ; útgáfunnar er: Guðmundur Magn- vetrar. Miss^ Bjarnason lagði af ússon: Borgar. Gamansaga frá s.að suður á miðvikudagsmorg-; Grundfjord. — Lögr. uninn. A. G. Eggertsson lögfræðingur í Wynyard, hefir tekið áð sér um- •boð fyrir eitt af bezt þektu lánfé-' lögum Canada og ættu landar vorir þar vestra í Vatnabygðunum að leita^ til hans þegar þeir þurfa að fá lán út á lönd sín og getum vér fullvissað þá um, að Mr. Egg- ertsson muni afgreiða þá fljótt og vel. Enn fremur hefir hann tekið að sér umboð fyrir trygg eldsábyrgðarfélög og getur því vátrygt hús og muni manna, um 'eið og menn fá sér skildingana hjá honum. Peir, sem kynnu að vita um heimilisfang Eihíks VigTússonar fra Tungu í Valþjófsdal í önund- arfirði á íslandi, sem fór vestur um haf til Ameríku fyrir hér um bil 8 árum og var til heimilis í H innipeg 1919, eru vinsamlega beðnir að láta ritstjóra Lögbergs vita um það sem fyrst. Mánudaginn 16. þ. m. voru gefin saman í hjónaband af dr. Birni B. Jónssyni, Mr. H. H Rosenquist Allen og María Lily Deilddal. Thórdur Ólafsson frá Árborg og Sigurlaug P. Magnússon frá Framnes voru gefin saman í hjónaband að 774 Victor Str. 31 óes. af dr. Birni B. Jónssyni. Mr. J. S. Gillies, bóndi frá Brown P.O., Man., var staddur í borginni undanfarna daga. Hann var emn af fulltrúum á ársþingi Sameinuðu bændafélaganna Manitoba. Mr. Th. E. Thorsteinsson, bankastjóri við útíbú Royal Bank of Canada, cor. William og Sher- brooke lagði af stað á sunnudag- inn var suður til Saronac Lake, New York, þar sem hann ætlar að dvelja um hríð sér til heilsu- bótar. Mr. Thorsteinsson er vin- margur hér í þessari borg og oska þess allir, að hann megi fem fyrst koma heim endur- hrestur að fullu. TIL SÖLU fjórar ekrur af landi með húsum a, rétt fyrir vestan Gimli-bæ. Peir sem vilja kaupa, snúi sér til eigandans, Víglundar Johnson, Box 342, Gimli, Man. vanbar fyri> Mary Hill skola Nr. 987 sem hafi 2. eða <«. flokks ^ kennaraleyfi. Skólinn standi frá 1. marz til 21. júlí og frá 14. ágúst til nóvemberloka. Lmsækjandi tilgreini æfingu sem kennan, mentastig og kaup, og sendi tilboð fyrir 1. ferbrúar til S. Sigurdson, sec.-treas. Mary Hill P.O., Man. Nýtízku kirkja. (Eftirfarandi grein hefir verið þýdd úr eplendu blaði og send blaðinu. Hún gefur hugmynd um á hve einfaldan hátt nútíma- mennirnir haga guðsdýrkun sinni). í miðri Nýju Jórvík gnæfir ný- tízkulegasta guðshús sem heim- urinn á, Tabernacle (Tjaldbúðin) heitir það. Húsið er sex loft- hæðir og er þar að finna öll heil- brigðis og þæginda skilyrði bygg- ingarlistar nútímans. peir hin- ir heyrnardaufu hafa þar hljóð- auka (höreaör) þg blindir menn geta lesið stórar bænabækur með upphleyptu letri. í sumarhitum er leiddur svali um kirkjuna með rafmagnsvél, gegnum þar til gerð vindaugu eða smugur, og heitt og kalt vatn er fáanlegt í hverju her- bergi hússins. Fjöldi lyftivéla ber fólkið af neðsta gólfi, hinni eiginlegu kirkju, upp á hinar lofthæðir hússins, þar sem eru samræðusalir, lestrarsalir, bað- klefar, nuddherbergi og dýrustu matsöluherbergi, alt saman handa hinu guðhrædda messufólki. Kvenfólkinu er ætlað skrautlegt herbergi, þar sem það getur lag að sig til og prýtt, áður en það gengur fram fyrir auglit hins al- sjáanda með bænir sínar, og senda hinum hæsta hjartansmál sín, og eru æfðar og vel kunnar í J þjónustumeyjar alstaðar við hend- ina, til að rétta þeim hjálparhönd við þá athöfn. Lögfræðingur er þar einnig búsettur og við hend- ina þeim til leiðbeiningar í því lagalega, sem kynnu að þurfa hans aðstoðar í peningalegu tilliti sem brúðhjónaefni, áður en þau skreppa fram fyrir prestinn til að láta hann gefa sig saman í hjóna<- band. Aðallega er kirkja þessi ætluð til messugerðar fyrir þá sem annríkt eiga og stendur messan — með söng og öllu saman — yf- ir í 15 mínútur. Hún er og mikið notuð af þeim, sem lftinn tíma hafa en næga peninga eiga til að kaupa fyrir öll þessi guðs- þjónustu þægindi. —Dagur. Allir eru á fleygiferð • með farangur og krakka mergC. Pri er bezt að fóna Fúsa ef flytja þarftu milli húsa, honum er f flestu fært þvf fáir hafa betur lært. Siofús Panlxnn. 488 Toronto Str., Tals. Sh. 2958. Frá íslandi. Benedikt Árnason söngmaður hefir tekið sér ættarnafnið Elfar. Hann kom hingað að norðan með Gullfossi og er á leið til útlanda til söngnáms. Kristján Arnbjarnarson lækn- ir verður aðstoðarlæknir héraðs- læknisins á Blönduósi fram að nvári. Eftir nýár ætlar hann að gegna störfum fyrir Jónas Krist- jánsson héraðslæknir á Sauðár- króki, sem til Ameríku fer í kynn- isför á næsta ári. •Tón Hj. Sigurðsson héraðslækn- ir kom heim úr utanför sinni í siðustu viku. Hefir hann dvalið í Danmörku, pýzkalandi og Nor- egi. Lengst dvaldi hann í Bay- ern, og var staddur í Munchen, þegar deilurnar milli Bayern- stjórnarinnar og ríkisstjórnar- iriar í Berlín stóðu sem hæst. — Lætur læknirinn vel yfir ástand- inu í pýzkalandi, eins og það kem- ur mönnum fyrir sjónir, fólkið á- r.ægt og ber ekki nein merki þess að það líði skort. Héraðslæknir- inn heimsótti sjúkrahús allvíða, en lengst háskólaspítalann í Mun- ehen. Lætur hann hið bezta yfir ferðinni. Hann og prófessor Har- aidur Níelsson höfðu styrk af Sáttmálasjóðnum til utanfarar á þessu ári. íslenzk-þýzka verzlunarfálagið, sem áður hefir verið frá sagt í blöðunum að í ráði væri að stofna er að beita sér fyrir hlutafjár- söfnun í Reykjavík. Rúður voru brotnar með grjót- kasti á tveim stöðum á Lauga- vegi í fyrrinótt. Lögreglan er að svipast eftir sökudólgunum. Málverkasýningu opnar Guð- mundur Thorsteinsson í verzlun- arhúsi Egils Jacobsens bráðlega. Sýnir hann þá 'bæði málverk og teikningar. Guðmundur ætlar að dvelja í Rvík í vetur og kennir meðal annars teikningar. Hinn 28. okt. andaðist í Bolung- arvík Össur Kristjánsson, bróðir Guðmundar Kristjánssonar skipa miðlara og Kristjáns verkstjóra hér í bæ. össur heitinn stund- aði lengst af jarðabótavinnu og lúnagirðingar. Hann varð einna fyrstur til þess að vinna að út- rýmingu bráðadauða á sauðfé með bólusetningu, í fsafjarðar- sýslum. Lánaðist honum það mætavel og hafði hann það starf á hendi í 25 ár. össur heitinn hefir reist sér minnisvarða á mörgum stöðum fyrir vestan með eftirlátnum verkum sínum. Hann varð 52 ára gamall. Lyftivél, sem notuð er í stað stiga, er nú komin í Eimskipafé- lagshúsið nýja, og mun það vera sú fyrsta, sem sett er í hús hér a landi. í húsi Nathan og Olsen hefir lyftivél verið ráðgerð, en er ekki komin enn. En þau hús tvö eru nú hæst hér í bænum. Gunnar Gunnarsson skáld hef- ir skrifað í danskt blað lýsingu á einum áfanga af ferð sinni hér síðast, er.’hann fór sunnan lands úr Vopnafirði til Reykjavíkur. Lýsir hann gistingu á bæ einum í litlum dal, sem mun vera í Suð- ur-Múlasýslu, og var honum þar sérlega vel tekið, og einkum naut hann þar skyldleika við Sigurð prófast Gunnarsson áður á Hall- ormsstað. Greinin heitir: “Det gyldne Nu.” Málverkasýningu opnaði Eyj- ólfur Jónsson málari í K-F.UÆ. siðastl. sunnudag. Hann sýnir myndir úr Borgarfjarðar héraði, frá pingvöllum, frá Hallormsstað og víðar að, margar vel gerðar. í vor sem leið fór hann suður til pýzkalands og dvaldi þar um tíma, og sýnir hann einnig nokkrar myndir úr þeirri ferð. Reykjavík, 28. nóv. 1921. Togararnir eru að koma inn af veiðum um þessar mundir. Komu þfír í gærmorgun, Leifur repni, Ari og Apríl einn seinna í gær, Maí. Afli var heldur tregur, hafði Apríl 1300 “kitti”, Leifur hepni 11 hundr., Ari 850 og Maí 7 hundr. Sumir þessara tog- ara fóru strax í gær með aflann til Englands. Próf í lyfjafræði hefir tekið Árni Mathiesen í Hafnárfjarðar apóteki. Slys varð í éuðurgötu í fyrra- dag, meðan mannþyrpingin var sem mest þar suður frá. Atvik- aðist það þannig, að bifreið skrik aði íil og rann á þrjú börn, sem stóðu á gangstéttinni—og meidd- ust tvö en hvorugt þeirra hættu- lega. Sverð dr. Jóns Hjaltalíns land- læknis, frá því er hann var her- deildarlæknir í Danmörku, hefir Guðm. Björnsson landlæknir lengi átt, en afhent það nú forstöðu- rnanni þjóðminjasafnsins að gjöf til safnsins. Sverðið er hinn vandaðasti gripur, : handfangSð búið kopar og skelplötu, en skeið- ar úr messing og hvorttveggja með skrautlegu verki. Fimmtíu og fimm krónur komu strax í gær til Morgunblaðsins handa rússneska drengnum. Halldór Kristjánsson læknir er nú orðinn fyrsti aðtsoðarlæknir á einni af lækningadeildum hinnar nýju Ijóslækningastofnunar Niels Finsens, sem opnuð var í síðasta mánuði. Er deild sú, sem Halldór starfar við, einkum fyrir sjúk- linga með útvortis berkla. Kveldúlfsfélagið selur nú kol sín fyrir 60 kr. smálestina. Er það læsta kolaverð, sem fslend- ingar hafa haft af að segja í sjö ár síðastliðin. • Eldur kom upp í fyrrinótt í kiallara hússins við Skálholtsstíg 7, um kl. 2.30. Hafði kviknað þar frá rafhituðu straujárni. Bruna- liðið var kallað til og tókst því að slökkva eldinn undir eins. Skemd- ir urðu ekki til muna. Forsætisráðherra fór áleiðis til Kaupmannahafnar með Botníu um miðjan nóv. og var væntanleg- ur heim aftur fyrir jól. Forkaupsréttur hefir bænum verið boðinn á erfðafestulandinu Meistaravelli ásamt húsum fyrir 12 þús. kr. Fasteignanefnd hef- ir lagt til að forkaupsréttinum væri hafnað. ' Sótt hefir verið um leyfi til bæj- arstjórnar til að breyta bygging- arlóð, 522 ferm. bletti úr erfða- festulandinu Efraholtsbletti, gegn því að 20 prct af kaupverði bess, kr. 500, greiðist í bæjarsjóð. Fast- eignanefnd hefir lagt til að þetta verði veitt. Nefnd sú í bæjarstjórninni, er fjallaði um beiðni Skautafélagsins um skautasvellsgerð á Austur- velli, hefir svarað því erindi svo, að hún treysti sér ekki til að mæla með því, að svellið verði gert á Austurvelli vegna vatnsskorts, en mælir aftur á móti með að fé- lagið fái að gera svell á Tjörninni sunnanverðri, og enn fremur ieggur nefndin til, að gert verði almennings skautasvell á Tjörn- inni norðanverðri,- Framvegis er ætlast til, að varð- mennirnir á slökkvistöðinni, sex að tölu, taki að sér opnun og lok- un vatnshananna í bænum, og að vatnsveitan greiði 2,400 kr. upp í laun varðliðsins. Enn fremur er gert ráð fyrir, að sjúkrabif- reiðin greiði 2,000 kr. upp í laun þess. Vatnsmæla er áætlað að kaupa á næsta ári fyrir vatnsveituna og á að setja þá upp á fiskiþvotta stöðvum og annarg staðar, þar sem mikið vatn er notað. 80 þús. kr. er áætlað að vatnsskatturinn nemi næsta ár. Rafljósanefnd Hafnarfjarðar hefir farið fram á það við bæjar- stjórn og rafmagnsstjórn hér, hvort Hafnarfjarðár kaupstaður geti fengið keypt sem svarar 50 hestöflum til ljósa. Rafmagns- stjóra hefir verið falið að gera tillögur um málið. Rafmagnsstjórn hefir samþykt að greiða ekkju Einars Stefáns- sonar, sem lézt við vinnu í þarfir rafveitunnar, slysatryggingar- upphæð þá er hann var trygður fyrir, 6,000 kr. Til þurfamanna innah(sveitar, er áætlað á næstu fjárhagsáætlun kr. 243,800. Er það til eldri og yngri þurfamanna, fátækralækna og greftunarkostnaðar. Lögreglustjóri hefir farið fram á það, að lögregluþjónum verði fjölgað um 7. Fjárhagsnefnd bæjarstjórnar hefir þó ekki gert neinar tillögur um fjölgun þeirra á fjárhagsáætluninni. Ófundinn var 9. nóv. maður, sem horfið hafði þá fyrir skömmu á Akureyri, H. Bebensee klæð- skeri. Talið sennilegast, að hanr, hafi fyrirfarið sérlí geðveikisT kasti. Hafði hann farið til pýzkalands í sumar og verið mjög þunglyndur sáðan. prír stærstu vinnuveitendur á Akureyri, Höepfnersverzlun, Sam- einuðu ísl. verzlanirnar og verzl- un Snorra Jónssonar, hafa ný- lega auglýst að þær borguðu verkamönnum 75 au á klstund og kvenfólki 50 au frá 15. okt. Opið bréf. Herra ritstjóri! Ákveðið hefir verið, að 1. feb- rúar 1922, skuli vera “National Fish Day”. Er tilgangurinn sá, að vekja meiri eftirtekt á hinum víðtæku auðæfum til fæðu, sem vér eigum, þar sem um fiski- veiðarnar er að ræða, og venja fólk á að nota sér betur þenna hagkvæma fæðuforða, fiskinn. Yfirlit yfir fiskiveiðarnar í fylkinu sýnir, að á árinu 1920 öfluðu'st í Manitoba 17,000,000 punda af fiski, og voru 90% seld á markaði í Bandarríkjunum, en tæp 10% á innanlands markaðinn í Canada. Sé gengið út frá því, að 'þessi 10 af hundraði hafi notuð verið í Manitoba, þá nemur meðal neytzl- an lítið meira en þrem pundum á hvert mannsbarn innan fylkisins. pað liggur í augum uppi, að neyzla þessarar fæðutegundar er alt of lítil og meira en réttlætir tilraunir fiskiveiða ráðuneytisins í þá átt, að brýna fyrir og kenna almenningi að auka markað fiski- fraimleiðslunnar innanlands. Pað er viðurkent, að góður á- rangur, eða hið gagnstæða, að því er þessa tilraun snertir, sem nær frá hafi til hafs, sé að miklu leyti undir komið aðstoð 'þeirri, er blöð landsins láta :í té, málinu; til skýringar. pess vegna er þess alvarlega vænst, að þér veitið “Fish Day” hreyfingunni; alt það fylgi í blaði yðar, er frek- ast má verða. Fiskiveiða ráðuneytið hefir gefið út bækling, sem nefnist “Fish, and how to cook it”. Er þetta skemtilegt og fræðandi kver, sem borgar sig að hafa við hendina. Bækling þenna má fá ókeypis hjá Inspector of Fisher- ies, Selkirk, eða frá Department of Marine and Fisheries, Ottawa. Selkirk, Manitoba, 9. jan. 1922. J. B. Skaptason, Inspector of Fisheriea. MERKILEGT TILBOÐ Til þess að sýna Winnipegbúum, hve mikið af vinnu og pemngum sparast með því að kaupa Nýjustu Gas Eldavélina Þá bjóðumst vér til að selja hana til ókeypis 30 daga reynslu / og gefa yður sæmilegt verð fyrir hina gömlu. Komið og skoðið THE LORAIN RANGE llún er alveg ný á markaðnum Applyance Department. Winnipeg Electricllailway Go, Notre Dame oú Albert St., Winnipeá Þess fyr sem þú notar það þess meir spararðu KENNARA vantar fyrir Reykja- víkur skóla, Nr. 1489, frá 1. márz 1922 til 30. júní. Lysthafendur tiltaki mentastig og kaup, sem óskað er eftir og snúi sér til und- irritaðs fyrir 15. febrúar . Sveinbjörn Kjartansson, Sec.- Treas., Reykjavík P. O., Man. Biblíulestur fer fram á hverju fimtudags og sunnudagskveldi kl. 7.30 á heimili mínu, Ste 9 Felix Apts., cor Well- ington og Toronto. ALLIR VEL- KOMNIR. P. Sigurðsson. Spurning. Herra ritstjóril Viltu gjöra svo vel að segja mér í blaði þínu, hvað fargjald muni verða frá Reykjavík til Winnipeg, ef farið er með ís- lenzku skipunum og hvort það sé ódýrara, en að fara yfir Bngland. Svar. Fargjald með íslenáku skipun- um frá Reykjavík til New YOrk, er 350 krónur á fyrsta farrými, og 200 krónur á öðru og fæðispen- ingar að auk, sem er 6 krónur á dag á öðru farrými, en 10 krónur á því fyrsta. Ef maður kaupir far fram og til baka, þá kostar það 500 hundruð á þvð fyrsta, en 350 á öðru farrými. Auk þess er fargjald frá New York til staða þeirra á landi sem ferðinini er heitið til. Kunnugir menn segja, að það sé að minsta kosti $150 ódýrara að ferðast með íslenzku skipunum. Reg. Trade-Mark Varist eftirlíkingar. Myndin að ofan er vörumerk vort. A-SUR-SHOT BOT og ORMA- eyðir. púsundir bænda hafa kunnað að meta “A-SUr-Shot” og notkun þess eins fljótt eftir að fer að kólna, er mjög nauðsynleg, þó örðugt sé um þetta leyti að sanna ágæti þessa meðals, af því að “The Bots” eru svo miklu smærri held- ur en þeir eru eftir að hafa lifað og vaxið í mánuði á hinni safa- miklu næringu í maga þessara ó- gæfusömu gistivina. — Hví að iáta skepnurnar kveljast og fóður þeirra verða að engu, þegar “A- Sur-Shot” læknar á svipstundu og steindrepur ormana? Kaupið frá kaupmanni yðar, eða $5.00 og $3.00 stærðirnar ásamt íorskriftum, sent póstfrítt við móttöku andvirðisins frá FAIRVIEW CHEMICAL CO. Ltd. REGINA, SASK. Óekta, nema á því standi hið rétta vörumerki. Ókeypis bæklingur sendur þeim, er þeas æskja. Hagkvœmasta Eldsneytið O O E ÞaÖ hefir verið sannað vísindalega að COKE, sem bú- ið er til í Winnipeg, hefir meira hitunargildi, heldur en innflutt COKE eða KOL $15 tonnið flutt heim J. D. Clark & Co. Verzla með allar tegundrr af Coke og Kolum Aðalskrifttofa: 317 Garry Street. • Phooes: A3341 A6547 MRS. SWAINSON, a5 696 Sar- gent ave. hefir ávalt fyrirliggj-l andi úrvalsbirgðir af nýtízlruj kvenhöttum.— Hún er eina lal.! konan sem slíka verzlun rekur 1 j Canada. Islendingar látið Mra. Swainaon njóta viðskifta yðar. j Talsími Sher. 1407, REGAL KOL HIÐ GALLALAUSA ELDSNEYTI MEÐ NIÐURSETTU VERÐI Til þess að gera mönnum Regal kol sem kunnugust, höfum vér fært þau niður í sama verð og Drumheller. LUMP $13.75 ST0VE $12.00 Engin óhreinindi — Ekkert gjall — mikill hiti — Ekkert gas — enginn reykur. Vér seljum einnig ekta DRUMHELLER og HARD KOL. Vor ágæti útbúnaður gerir það að verkum, að vér getum afgreitt pantanir á sama klukku- tímanum og oss berast þær í hendur. D. D. WOOD & Sons Limited Yard og Office: R0SS og ARLINGTON STREET Tals. IM 7308 Þrjú símasambönd Sigla með fárra daga mlllibili TIL EVROPU Empress of Britain 15,857 smál. Empress of France 18,500 smál. Minnedosa, 14,000 smálestir Corsican, 11,500 smá'lestir Scandinavian 12,100 smáleatir Sicilian, 7,350 smálestir. Victorian, 11,000 smálestir Melita, 14,000 smálestir Metagama, 12,600 smálestir Scotian, 10,500 smálestir Tunisian 10,600 smálestir Pretorian, 7,000 smálestir Empr. of Scotland, 25,000 smál. Upplýsingar veitir H. S. BARDAL 894 Sherbrooke Street W. C. CASEY, General Agent Allan, Killam and McKay Bldg. 364 Main St., Winnipeg Can. Pac, Traffic Agents KOL LEHIGH Valley Anthracite DRUMHELLER LUMP — DEEP SEAM Smælkið tdiið úr hverju tonni. Ilér haldast í hendur vörugæði og lipur afgreiðsla. Mestu þægindi með ministri fyrrhöfn. — Látð vora Black Diamonds fylla heimilin með sumarsólskini. Halliday Bros. Limited 280 Hargrave St. Phones A5337-8 N6885 YOUNG’S SERVTCE On Batteries er langábyggileg- ust—Reynið hana. Umboðsmenn f Manitoba fyrir EXIDE BATT- ERIES og TIRES. Petta er stærsta og fullkomnasta aðgerð- arverkstofa í Vesturlandiu.—A- byrgð vor fylgir öllu sem vér gerum við og seljum. F. C. Young, Liinited 309 Cumberland Ave. Winnipeg Phones: Office: N 6225. Heim.: A7996 Halldór Sigurðsson General Contractor 808 Great W«at Permanent Lun Bldg., 356 M&in St. Inniheldur enga fitu, olíu> litunarefni, ellegar vínanda. Notað að kveldi. Koreen vinnur hægt, en ábyggilega og sigrar ára vanrœkslu.það er ekki venjulegt hármeðal. Það er óbrigðult við kvillum í hársverðinum. Verð $2.00, eða sent meS pósti $2.25. Burðargjald borgað e 5 flöskureru pantaðar í einu. Koreen Sales Co., 2140 Broad St., Regina Einkasalar fyrir Canada Þessa viku Biff! Bing! Bang! Mjög breyttur frá því sem var. Næstu viku verður hinn alkunni Ieikari John E. Kellerd með aðstoð Miss FREDDA BRINDLEY í Shakespear’s leikjum

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.