Lögberg - 02.02.1922, Side 2
í>]6. 2
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 2. FEBRÍJAR 1922
Heilsu-kveðja
til heimsbúa.
TAKIÐ “FRUIT-A-TIVES” OG
VERIÐ HEILBRIGÐ.
"Fruit-a-tives” hið óviðjafnan-
lega meðal, sem ibyggir upp, er á-
reiðanlega bezta meðalið, sem
fólk hefir fengið.
Alveg eins og oranges, epli,
víkjur og sveskjur eru náttúr-
unnar meðul, eins er “Fruit-a-
tives” búið til úr þessum aldin-
um, en bætt að miklum mun. Er
alveg sérstakt við allri maga-
veiki, og lifrarveiki, og nýrna-
sjúkdómum; einnig gott við höf-
uðverk og harðlífi, meltingar-
leysi og taugasjúkdómum.
Ef þér á að líða vel, þá taktu
“Fruit-a-tives”. Askjan á 50c.,
6 fyrir $2.50, reynsluskerfur 25c.
Fæst hjá llum lyfslum eða póst-
frítt frá Fruit-a-tives, Limited,
Ottawa.
Grafara-söngur.
“Enn tekur djöfullinn hann með
sér upp á ofurhátt fjall og sýnir |
honum öll ríki Iheimsins og dýrð|
þeirra og sagði við hann: Alt
þetta mun eg gefa þér, ef þú fell-
ur fram og tilbiður mig.—pá seg-
ir Jesús við hann: Vík burt, Sat-I
an, því að ritað er: Drottin,
Guð þinn, áttu að tilbiðja og
þjóna honum einum” (Matt. 4.:
8., 9., 10.).
“Gröfumi og gröfum, glamra'
rekur á brotnum kistum og bleik-
um köglum, gægjast Ihálffúnar j
höfuðskeljar moldar fram úr
myrku djúpi” sagði eitt af þeim
ljóðskáldum, er sungið hafa sig
dýpst að hjarta íslenzkrar alþýðu.
Petta var skáldanda lýsing hans j
af gröfinni, þar sem alt ihold verð- j
ur a dufti eða — steini, og “graf-!
ara” gleðinni.
Af öllum þeim óteljandi gæð-j
um sem guð hefir veitt mönnun-j
um, fögnum vér einu mest. Já, vérj
fögnum því meir 'en því sem mest
er, kærleikanum sjálfum. Börn-j
in þegar þau byrja að skynja, J
byrja að hreyfasig, byrja að
ganga, velja þetta atriði langt
fram yfir ástaratlot kærleiks-
ríkra forelda, Maðurinn í gegnum
alla æfina þráir það, sækist eft-
ir því á einhvern hátt, þjóðirnar
láta sér blæða holundir fjrrir það
og alt 'í náttúrinni fagnar því, frá
einu eða öðru miði. pað er
frelsið.
En ekki er síður vert að gæta
fengins fjárs en afla þess”, segir
meistari Jón, af öllu því góða
en jafnframt ihóflega, sem lagt
hefir verið í mannsins hendur, er
frelsið hættulegast.
Hugmyndir mannanna um full-
komið frelsi, eru ærið misjafnar.
Lötum og lítt hugsandi manni
finst það ihámark frelsisins að fá
að liggja og sofa eftir vild,
drykkjumanninum að drekka, át-
vaglinu að eta, geðvarginum að
rífast, rógberanum að slúðra, tor-
trygninni að sá illgresisfræinu í
annara sálir, gáleysinu að leika
sér og metnaðinum að hrokast
upp takmarkalaust. í einu orði
það er hámark frelsisins, í hug-
um sumra manna, að þurfa engin
höft að leggja á eðlishvatir sínar,
hve illar sem þær eru. Til er
saga af konu er bjó í forargryfju,
þegar hún hafði öðlast það sem
heilbrigð framsóknarþrá hennar
íkrafðist, góð ihíbýli og sæmileg
efni, var hún eigi ánægð, heldur
krafðist hverrar tignarstöðunnar
á fætur annari, með gnægtum
auðs og bégóma, er alt laut því
eina marki að dýrka bana sjálfa.
Að lokum var hún orðin æðsta yf-
irvald, komin upp á það fjaH, hvar
öll veröldin blasti við henni. pá
kom úrslita valið. iSólaruppkohian
vakti .sérstaklega .athygli ihennar,
einn fagrna morgun, verður hún
þá æf yfir iþví að geta ekki sjálf
látið sólina koma upp og ganga
undir eftir vild, svo hún heimtar
tafarlaust að verða eins og guð
almáttugur, svo hún geti ráðið
gangi íhimintunglanna, “Farðu
heim, konan þín er í forargryfj-
unni sinni”, sagði Marbendill við
bónda konunnar, er hann ætlaði
að sækja þenna möguleika til
hans, sem hina, og þar sat hún.
Frelsisvonirnar, allar gyltu von-
irnar, sem freistarinn Ihvislaði í
eyra henni, urðu ekkert annað en
grafarsöngur um brotnar kistur,
bleika köggla og og fúnar fram-
fcíðar vonir, af því hún kaus að
falla fram fyrir því lægsta og
hugðrfæmasta í eðli hennar, en
ekki fram fyrir honum, sem
sendi henni sólina og náðina. Eg
er ekki í minsta vafa um það, að
konan hefir ekki verið kristin í
anda og sannleika. pannig er
flestum af oss ljúfast að velja,
er vér horfum á heiminn en ekki
blóðugan kross frel'sarans.
Mannsandinn er alla tíð í fram-
sókn.. pað er ein af gáfum guðs;
alla tið í fjallferðum, þar sem
hann sér ýmist ríki guðs eða ríki
iheimsins. pað var því eðlilegt
að frelsari vor léti leiða sig í þá
freistingu sem upphaf greinar-
innar njinnist á; því annars hefð-
um vér aldrei getað skilið það,
eða orðið alveg viss um það, að
hann, sem flekklaus var af allri
synd, skildi og fyndi hve örðugar
freistingarnar eru manninum1.
Mcse heyrði um guðsríkið á Sinaí
og færði heiminum fregnir um það
þaðan. Mennirnir sáu þá strax,
þrátt fyrir þokuna sem Ihvíldi yf-
ir þeirra sálarsjón, að sliíkt ríki
myndi óendanlega mikið fegurra
og farsælla, en það er þeir höfðu
áður eygt. Hegningin við að ó-
hreinka það vajr miskunarlaus.
Samt fylktu þeir sér ekki með
með þeim er bentu þeim þangað.
peir sjálfir, vilji þeirra og girnd-
in voru í vegi. pessu þurftu þeir
að fórna. peir gátu það ekki.
peir þrjóskuðust, síðan ofsóttu
þeir og drápu, þá sem sendir voru
til þeirra, til þess að skipa þeim
að láta af löstum sínum og boða
þeim hegningu fyrir þá. peir
áttu von á Messíasi, til þess að
leiða þáj allan sannleika og stofna
guðsríki á jörðunni. Hann kom
og fullkomnaði fyrirheitin, en
þeir deyddu hann líka. Én hann
leis upp frá dauðum og stofnsetti
formlega guðs ríki á jörðinni,
ríkið sem hann hafði sýnt mönn-
unum inn í og keypt frá valdi ó-
vinarins með hjartablóði sínu.
prátt fyrir það þó fjöldinn væri
svo blindaður, að meta girndir
sínar meira en rétjlætið; voru
það nokkrir er völdu það rétta. í
þeirra augum var og verður guðs-
ríkið dýrðlegast, hvort sem um er
að ræða þessa heims eða annars.
í þeirra augum verður syndin
svörtust, eymdin þyngst. Á þeirra
herðar féll sá þungi vandi að bera
gleðiboðskap guðsríkis heiminum,
af nærveru þeirra við frelsarann
og líka þessum ástæðum, fundu
þeir strax og skildu hversu mann-
legur máttur er í alla 'staði ónóg-
ur eingöngu, til þess að gera það,
líka hve ómögulegt þar er af eig-
inverðleik að verða meðlimur slíks
ríkis. peir fundu að veruleik-
inn var að eins 'hjá guði sjálfum
og þeim er hann sendi til endur-
lausnar mönnunum og sem hafði
nú með svo dýrum kosti lagt
grundvöllinn. Á þessum grund-
velli var kristin kirkja bygð og
á honum hefir hún verið útbreidd.
En Satan gafst ekki upp, þó Ihann
biði ósigur á fjallinu, við kross-
inn og gröfina. Hann vildi samt
grafa, grafa, lífið og ljósvonirn-
ar sönnu. f gegnum veikleika
mannanna, vantrú og synd, hefir
honum oft tekist að Ihrúga utan
um hina kristnu kirkju, villiljós-
um hégómans og ’heimskunnar. En
fyrir guðs náð og drengilega fram
Beztu Tvíbökur
Tunnum
Pappkössum
Smápökkum
Gengið frá þeim í
50-60 pund
18-20 pund
1 2 únzur
Biðjið Kaupmanninn yðar um þær
SKRIFIÐ EÐA SÍMRITIÐ
Quality Cake Limited
666 Arlington St. - Winnipeg
göngu ágætismanna, hefir alt af
tekist að bægja þessu öllu á bug
og kjarni kristindómsins orðið lýð-
um Ijós.
pá tók Satan upp nýtt ráð, söng
við tóna sem öllu fremur virðast
ætla að gera falskan framsókn-
arsöng kristinna manna. pað er
Únítarismusinn. pessi trúar-
brögð játast í fyrstu trú á guð,
en neita síðan allri ákveðinni trú.
Mennirnir hafa alla tíð þráð guð,
að minsta kosti í öðru veifinu, því
hafa 'heiðingjarnir, “sem ekki hafa
lögmál” bygt hörgum sínum hof.
Ef guðsmyndin ekki skýrari
J en það í sálum þeirra, að þeir á-
líta ekkert varúðarvert að mis-
bjóða lífinu á allan hátt. peir
sækjast eftir hvers annars lífi til
tortýningar, í þeim tilgangi að
neyta holds þess. pegar þeir
ætla að byggja sér traust hús,
grafa þeir í jörð niður fyrir mátt-
arviðunum, en til styrktar þeim
máttarviðum setja þeir lifandi
menn þar niður og finst ekkert til
að moka moldum í andlit þeim
hraustum og fullum af fjöri og
lífi, Ihorfandi angistaraugum upp
í bláan himingeiminn og þráandi
loftið og lífið. Að guðsmynd-
in er enn þá fögur og fullkomin
í sálum þeirra kristinna manna,
sem þó eru nú að snúa baki við
því dýrasta í henni,.er ekki þeim
að þakka, heldur trú og manndómi
undanfarandi knyslóða, þeirra
| sem þeir eru sprotnir af; eins og
í er líka sennilega eitthvað þeim að
■ kenna, um skoðanaleysi afkom-
j endanna.
t- Únítarismusinn neitar guðdómi
j Jesú Krists, neitar því að hann
j hafi friðþægt mennina við guð
j með dauða sínum. Alt sem
| drottinn hefir gert, samkvæmt
þeirra dómi er að senda ágæta
j kennara til jarðar. Kristur er einn
| af þeim.
En þegar hann er orðinn hinna
I jafningi, bindst (ekki mannsálin
j við hann, frekar en aðra ágætis-
j menn, þá þarf heldur ekki að
j binda sig við neina sérstaka trú.
—svona er nú sögunni komið.
íslendingarnir, sem ekki láta
standa á sér, er um stórræði tefl-
ir, hafa nú, fáeinir um nokkura
j áratugi, tekið þátt í þessari starf-
■ semi; með höfuðstöðvar í Winni-
| peg. par leiðir nú aðalforingi
þessa flokks, (af íslendingum
til) Rögnvaldur Pétursson þá er
leiðast vilja láta upp á það fjall,
hvaðan getur að líta “öll ríki ver-
aldarinnar og dýrð þeirra: Frels-
ið ótkmarkaða og ímyndað, með
aðstoð síns æðsta kórdjákna Dr.
M. B. Halldórssonar, dæmt eftir
ræðu þeirri sem Heimskringla
segir að læknirinn hafi flutt 19.
des. 1921, í kirkju Sambands-
safnaðar í Winnipeg, og sem birt-
ist í Heimskringlu, á enskri tungu
21. des. 1921.
Óneitanlega tekst lækninuip
ýmislegt betur í þessari ræðu, en
presti safnaðarins tókst í haust,
! í kirkjuvígsluræðunni, þar sem
j ekki var annað skiljanlegt, en
j kirkjan væri reist mannsandanum
j til vegsemdar. Læknirinn segir
I þó, að kirkjan sé guði reist, til-
! vitnar að alt gott og mikið komi
i frá guði, og síðar í ræðunni segir
j hann kirkjuna Vígða þeirri hug-
| sjón, að leita skuli fyrst guðsrík-
is og hans réttlætis, til þess að
finna sanna hanHngjju. Alt
þetta er gott.
En í miðri setningu fyrstu máls-
greinar rekur maður sig á þoku-
múrinn, sem gengur í gegnum
alla ræðuna. Greinin er svona:
“It is needless to say bhat this
building, This -Ohurch is erected
to God and dedicated to the
principles underlying the teach-
ings of Jesus.” Á íslenzku:
“pað er þarflaust að taka það
fram, að þessi kirkja er guði reist
og vígð þeim einkunnum, sem
liggja til grundvallar fyrir kenn-
ingu Jesú.” pegar maður áttar
sig á því, við Ihvað læknirinn á,
skilur maður að kirkjan sé vígð
fögrum hugsjónum. Réttlæti,
kærleika,' fóimfýsi, sannleiksást,
langlundargeði, trúfesti, hógværð,
bindindi o. s. frv. Alt þetta
voru einkenni frelsarans. En
hvers vegna ihugsjónunum en
ekki hoaum, sem einn átti alla
þessa guðdómlegú eiginleika í eðli
sínu og ekker^ annað? Enn þá er
það ekki ljóst af ræðu læknisins,
en svo Iheldur maður áfram að
lesa og í byrjun þriðju málsgrein-
ar kemur rothöggið eða hugð-
næmasta agnið: “This Churcih
is a creedless Church.” Á ís-
lenzku: “pessi kirkja hefir ekki
neina trúarjátningu.” petta skýr-
ir þá málið. Hefði kirkjan ve^ið
vígð meistaranum sjálfum, í staðj
eiginleika hans, þá hefðu,með-|
limir þurft að “beygja holdsins og
hjartans kné,” fyrir honum. pakka
honum fyrir afrekuð kærleiksverk.
Fyrir ihugsjónum þó góðar séu, er
ekki eins erfitt að beygja sig, þær
eru ekki sálu gædd vera; þær eru
ihugtak og ofboð auðvelt að með-
höndla þæV eftir kringumstæð-
um, þó ekki sé nema með því að
vefenga tilveru þeirra — draga
úr þeim, þar til þær eru orðnar
sléttar við jörð, síðast engar eða
illar — öll áminst málsgrein er
svona: “Tihis Churöh is a creed-
less Churoh, in that following
directly in the footsteps of the
Master him self, who never paid
any attention to Creeds, but
insisted on self control And de-
manded self sacrifice.” Á ís-
lezku: “ “pessi kiikja ihefir enga
trúarjátningu og fetar í því tilliti
beint í fótspor frelsarans sjálfs,
sem aldrei gaf gaum að trúarjátn-
ingum, en krafðist sjálfsstjórnar
og heimtar sjálfsafneitun.” Svo
mörg eru nú þessi orð Magnúar
læknis Halldórssonar: “pessi
kirkja er trúarjátningarlaus
kirkja.” Hér er þá lykill ráðgát-
unnar, bér er agnið sem þessi
'herra íbeitir fyrir fólkið, til þess
að fá það til þess að fylgja sér.
pað er gamla loforðið um hnossið
sem. mannlegu eðli þykir ómetan-
legt. pað er endurtekning gamla
formálans, þegar heimurinn blas-
ir við mannssálinni, eða iþað af
honum sem henni þykir girnileg-
ast: “Alt þetta mun eg gefa
þér, ef þú fellur fram og tilbiður
mig.” pað er grafarsöngur í
gyltum umbúðum. pó sezt ekki
ósvífnin í hásætið fyr en áfram-
ihald se'tningarinnar kemur. Áð-
ur var laðað og lokkað, en nú kem-
ur það sem eg tel lækninum mesta
vansæmd, því þó maður vildi af-
saka hann með fávizku þá er
það líklega ekki bægt, en það er
þessi staðhæfing: “og fetum
nú í því tilliti í fótspor frelsar-
ans, sem aldrei gaf gaum að trú-
arjátningum. Hjá Matt. 28, kap.
18.-^-19. 20 versi stendur þetta:
“Og Jesús kom til þeirra, talaði
við þá og sagði: “Alt vald er
mér gefið á himni og jörðu. Far-
ið því og kristnið allar þjóðir,
skírið þær til nafns föðursins, son-
arins og hins heilaga anda, og
kennið þeim að halda alt það, sem
eg ihefi boðið yður. Og sjá eg
er með yður alla daga, alt til
enda veraldarinnar.”
Hvað getur verið ákveðnari
fyrirskipun um ákveðna trúar-
játning en þessi orð: "Skírið
þær til nafns föðursins, sonarins
og hins Iheilaga anda;” og á
þessari trúarjátningu auðvitað
hefir kristin kirkja verið bygð
fram á þenna dag, hverju sem
missýningar, veikleiki og synd
mannanna’ hefir hrúgað utan um
hana og hún getur aldrei orðið
kristin kirkja nema hún sé bygð á
þessu. pað eru þess vegna ó-
ibrotin ósannindi að meistarinn
hafi aldrei ákveðið neitt um trú-
arbrögðin.
Dr. Halldórsson segir ennfrem-
ui^ að kirkjan sé vígð þeirri hug-
sjón að kæleikurinn sé sterkasta
afltaug tilverunnar. Líklega
eru aðrar kirkjur vígðar því, þar
3em þær eru vígðar honum sem
afrekaði þenna kærleikans sigur.
pað er bara þarna sem annarstað-
ar, að kirkja læknisins kýs það ó-
ákveðnara til að fylgja; hugsjón-
ina, en ekki persónuna sem upp-
fylti hugsjónina. Mikla á-
herslu leggur læknirinn á réttlæti
tilverunnar, þó ekki of mikla sam-
kvæmt mínum skoðunum. páð
er einmitt þetta réttlæti, sem
læknirinn talar um, og sem eg
trúi á í fyllilega eins sterkri mynd
og hann málar það, sem ógnar
þeim mannssálum við skorti á
uppfyllingu, sem ekki eru fullar
af óhemju sjálfsáliti og sem álíta
syndina og eymdina dýpri og vitr-
ari en svo, að þær geti uppfylt
réttlætiskröfuna fyrir hana. Af-
mynduð guðsmynd getur ekki
hafist til guðlegrar vegsemdar
fyrir neitt, nema guð sjálfan. pað
ætti læknirinn líka að geta séð,
að þeim mun hærra sem bann
stemmir strengi réttlætisins, þeim
mun hærra veður hann einnig að
stemma afplánun brotanna.
Réttlætismið læknisins er hara
toluvert einkennilegt. Hann
segir: "The Kingdom of God is
the only state in perfect harmony
wifch the Univer.se. Anything
different is a false note and a
discord and the Universe brooks
no discords.” Á íslenzku: “Guðs-
ríkið er eina ríkið í fullu samræmi
við alheiminn. pað sem er frá-
brugðið því, er falskur tónn og
bjáróma söngur, og albeimurinn
líður ekki neina hjáróma söngva.”
pað virðist viðkunnanlegra að
setja guðsríkið sem bámark það
er alheimur stefnir að, því þó
vitaskuld alheimurinn sé af guði
gerður í fullu hlutfallssamræmi
til framþróunar og viðhalds, þá
er langt frá því, að þar finnist
engin fölsk nóta, sé hann borinn
saman við guðsríki. Náttúran
er partur af þvi sem við köllum
albeim, það eru ósamróma tónar
að dýrin ofsækja hvert annað og
drepa og líða ýmsar ósegjanlega
ir.iklar þjáningar. Að þetta sé
fyrir nauðsyn og sú nauðsyn
beygji sig, jafnvel í dýraríkinu
fyrir guðs alvitra ráði, er annað
mál, en grimd er ósamróma tónn
í guðsríki, svo ósamróma að hann
kemst þar aldrei inn. Líka það
að mennirnir þurfa að ofsækja
þau og drepa. Alt þetta fram-
leiðir angist, og angistin er ósam-
róma tónn í guðsríki, þar sem
engn sorg er til, en hún er líka
sá eini af ósamróma tónum sem
á heilög vé að hjarta drottins í
bvaða ríki alheimsins, sem sá eða
það kann að vera er andvarpar.
Á þessari samlíking læknisins,
þótt ’töluvert andríkur sé, sjást
glögg merki áhrifa Únítarismans.
Hugsjónir hans eru strax teknar
að lækka. Hámarkið er ekki
guðsríkið, beldur alheimur. Líka
það, að þegar andi hans flýgur
um ómælisgeim tilverunnar, heyr-
ir hann ekki stunu hinna veiku og
deyjandi, svo hrifinn er hann af
“full'komnuninni” sigri síns eig-
in anda, svo lítiS bergmál finnur
sorgin í sál þeirri sem Jesús
Kristur, mannkyns frelsarinn á
ekki heima í, það iþó töluvert sé
fáguð að heimsmenningunni.
Hvað munu þeir ófágaðri heyra
með tímanum?
pá kemur nú læknirinn að því
sem er brennipúnktur málsins.
Með hverjum hætti að sáluhjálp
mannsins skeði. Hann segir:
“Finally This Church is dedicated
to the principle that there is but
one mode of salvation, that this,
Iby developement of character.
There is nothing super natural
or mysterious about it. It is simply
The continuous exercise of ones
own powers to overcome his
shortcomings. Aftér they have
been diligently sought out. It is
the steady development of the
best there is in us, not a cheap
ticket gotten at the expense of
anothers virtue. This is not
belittling the great sacrifice
made by the Master. He died
for the World, but so has every
man who has died for a priniple
Whether on a battlefield, at the
stake or on the cross. What he
did above all others was to demon
strate beyond a shadow of doubt,
that death is not cessation of life,
but a change from a more materi-
al to a more etherial condition
not unlike the transformation in
nature of a cacoon to a butterfly.’
Á íslenzku: “Að síðustu er þessi
kirkja vígð þeirri Ihugsjón að það
er að eins einn vegur til sálu-
hjálpar, og ’hann er þroskun
manngildisins. pað er ekkert yf-
irnáttúrlegt eða leyndardómsfult
við það. pað er ’blátt áirarn sí-
feld æfing mannsins eigin krafta,
til sigurs yfir því, sem miður er
í fari hans, eftir að hann hefir
grandgæfilega leitað og fundið
sitt eigið afl. Hún er stöðugur
þroski þess helzta sem er í oss,
ekki ódýr aðgöngumiði fenginn á
annara kostnað, keyptur fyrir
annara dygðir.
petta er ekki að gera lítið úr
hinni miklu fórn Meistarans.
Hann dó fyrir heiminn, en það
hefr hver sá maður gert, sem
dáið hefir fyrir hugsjón, hvort
hedur á vigvellinum, ibálkestinum
eða krossinum. pað sem hann
gerði framar öllu öðru, var að
sýna, án alls efa, að dauðinn er
ekki endir lífsins, heldur skifti
frá mjög svo efnislegu ásigkomu-
lagi í meira loftkent ásigkomulag,
ekki ólíkt bamskiftum þeim er
fara fram í ríki náttúrunnar er
hylkisormurinn breytist í fiðr-
ildi.”
Hér er þá mergurinn málsins
hjá Úníturum. Friðþægingu
Jesú Krists er afneitað, guðs náð-
ar þarf ekki því á eigin spýtur
verður maðurinn fullkominn.
Hvernig hefir þá þetta gengið?
Líklega neitar því enginn, sem les
með gaumgæfni frásagnir heilagr-
ar ritningar um Davíð konung,
að hann bafi viljað leita þess sem
drottins var og hans réttlætis.
það mundi heldur ekki vera talinn
skynsamur maður sem ekki viður-
kendi að hann átti yfir ómælis
orku andlegri að ráða. Maður-
inn sem hafði fyrirheitið frá guði,
“og eg mun gera nafn þitt, sem
nafn hinna mestu manna, sem á
jörðu eru” (II. Sam. 7.9.). Að
hann fann þessa orku, sýnir bezt
viðureign hans við Goliat á meðan
hann var ekki nærri fullþroska
maður.
En bvernig fór svo? pegar á-
stríðurnar herja á hann sjálfan
lætur hann myrða saklausann
mann til þess að eignast það er
hann girnist. pegar svo drott-
inn hafði látið sýna honum glæp-
inn í réttu ljósi og konungur tók
af hjarta að iðrast gerða sinna.
þá sér maður alla eymdarsögu
mannkynsins og hve óendanlega
langt er á milli þess að líða fyrir
brotin eða bæta þau að fullu.
En réttlæti drottins, réttlætið
sem læknirinn minnist á, það
heimtar ibót fyrir brot, og sú bót
verður að vera í fullgildi við það
°kkert mannlegt kák.
Er til sá vesalingur er efist
um að Pétri postula hafi verið al-
vara er hann sagði: “Eg vil
leggja líf mitt í sölurnar fyrir
HEIMSINS BEZT/.
MUNNTÓBAK
COPENHAGEN
WnhÁGEN.#
“ SNUFF '•
Hefir góðan
keim
Munntóbak sem
endist vel
Hjá öllum tóbakssölum
'i. 13.—‘•io.j En við fyrsta
amib’áttar-tillitið gugnaði hann og
afneitaði meistara sínum, sem
hann elskaði þó svo mjög. Fyrir
miskun drottins veittist Davíð
konungi sálarfriður, ódauðlegt
nafn og ævarandi bús. Fyrir
miskun drottins veittist Pétri fyr-
irgefning, óyggjandi þrelk til að
stríða og ælifandi nafn, en ekki
fyrir eigin rammleik, því framin
verk og töluð orð verða eigi aftur
tekin, en máttur og mildi drott-
ins getur fært alt í lag.
Og bvað sannar svo nýi tím-
inn um þessa vora sáluhjálplegu
karakter myndun?i
pegar kristindómurinn var ekki
orðinn annað en heimspekisrugl
í hugum háskólalýðsins á pýzka-
landi, þrátt fyrir margbrotið á-
gæti og menningu þjóðarinnar, þá
náði ribbalda andinn og hrokinn
iér svo vel á stryk, í hugum ver-
aldlegu yfirvaldanna, að sú særsta
hernaðar ófreskja sem heimurinn
hefir sél, lagði út úr landinu,
braut lög og loforð á sakleysingj- j
um og 'beitti hramminum yfirleitt
svo miskunnarlaust að miljónir
manna urðu að láta líf og setja
sál í voða til þess að brjóta þessa!
ófreskju á bak aftur.
Og hvað sjáum vér í daglega
lífinu?
Margir þeir, sem mest tala um
friðinn ofsækja æru náunga síns
fyrir fjöðurstaf, verða óðir og
uppvægir við heim allan, ef þeim
finst rétti sínum hallað um nál-
arodds breidd. Svona gengur nú
sálgæzla vor mannanna yfirleitt
og verð eg að segja, að þeir gera
ekki háar kröfur til andlegra
brúðkaupsklæða sinna sem þannig
tilreikna sér að fara inn í ei-
lífðina.
Að eins fyrir hjartablóð Jesú
Krists getum vér öðlast sáluhjálp.
Upp af bans friðþægingu er
sprottin öll sönn menning í líkn
og listum, alt sannarlegt mann-
gildi. petta getur hver fullorð-
inn, meðalgreindur maður séð,
jafnvel þegar hann horfir á mál-
ið frá skynsemi's hliðinni, af spá-
dómum gamla testamentisins:
“Og fjandskap vil eg setja milli
þín og konunnar, milli þíns sæð-
is og hennar sæðis; það skal
merja höfuð þitt og þú skalt 'hæl
þess merja” (1. Mós. 2, 15) og ó-
tal fleiri stöðum. Af hinu sér-
staka ásigkomulagi hingað komu
frelsara vors, af hinu guðdóm-
lega líferni hans og kenningum,
og þar af leiðandi um fram alt
hvað hann sagðist sjálfur vera
og til hvers kominn, hvernig hann
gerði trúna á sig persónulega skil-
yrði fyrir sáluhjálp:
“Hjarta yðar skelfist ekki; trú-
ið á Guð og trúið á mig.” — “Eg
er upprisan og lífið; sá sem trúir
á mig, mun lifa þótt hann deyi”
(Jóh. 11, 25).—“Eg er hinn sanni
vínviður, og faðir minn er vín-
yrkinn” )Jóh. 15, 1)
Við innsetning kvöldmáltíðar-
innar: “petta er sáttmálablóð
mitt, sem úthelt er fyrir marga”
(Mark. 14, 25). “Ætliö ekki, að
eg sé kominn til þess að niðúr-
brjóta lögmálið eða spámennina;
eg er ekki kominn til þess að nið-
unbrjóta, heldur til þess að upp-
fylla” (Matt. ,5, 17). — “Sann-
lega, sannlega segi eg yður, sá sem
trúir, hefir eilíft lif. Eg er brauð
lífsins. Feður yðar átu manna á
eyðimörkinni og dóu. petta er
brauðið, sem kemur niður af
himni til þess að maður neyti af
því og deyi ekki. Eg er hið lif-
anda ibrauð, sem kom niður af
himni; ef nokkur etur af þessu
brauði, mun hann lifa til eilífðar,
og það brauð, sem eg mun gefa,
er hold mitt, iheiminum til lífs”
(Jóh. 6, 47. 48.—51). — “pví að
3VO elskaði Guð heiminn, að bann j
gaf son sinn eingetinn, til þess j
að hver, sem á hann trúr, glat-
ist ekki, heldur hafi eilíft líf”
CJóh. 3, 16). Síðasta setningin
er það, sem Marteinn Lúter kall-
aði litlu biiblíuna, sem bendir á,
að hann fann, að þó alt annað
glataðist, ef mannssálin ætti þetta
frækorn, í sér, þá væri öllu borg-
ið. — Jóhannes skírari sagði um
frelsarann: “Sjá Guðs lambið,
er ber áynd heimsins” (Jóh. 1, 29.
37). Ótal fleiri ritningarstaðir,
bæði í gamla og nýja testament-
inu sýna mannkynsfrelsarann í
skírri mynd. pegar þetta er yf-
irvegað og iborið saman við reynslu
þjóða og einstaklinga lí gegn um
aldirnar, þá virðist svo, sem hver
skynbær maður ætti að geta eygt
sannleika tkristindómsins.
Á krossinum undir andlát sitt
fyrirgefur Jesús ræningjanum og
heitir honum samvist með sér.
Samt eru þessar vesalings aum-
ingja mannssálir af voga sér að
efast — nei, neita því, að hann
hafi afrekað sáluhjálpina og tala
um pínu hans og dauða sem
“ódýran aðgöngumiða.”
Af allri veraldarinnar vesal-
mensku er þessi neitun og þetta
orðatiltæki hræðilegast. Svo á
að fara að “vaska” sig upp. Ætli
sá þvottur verði ekki eitthvað
svipaður borðþvottinum hjá kon-
unni í “Guðssonar” sögunni hans
Leo Tolstoy. Hún þvoði og þvoði,
en alt af kámaðist ‘borðið meir og
meir, af því rýjan sem 'hún þvoði
með, var óhrein.
pá er upprisutrú læknisins
harla jarðibundin. Hún er drafn-
andi slitur utan af því, sem ein-
hvern tíma hefir verið lifandi
neisti hjá undanfarandi kyn-
slóðum læknisins.
Hvað er yfirnáttúrlegt eða leynd-
ardómsfult veit læknirinn lítið
um, fremur en aðrir. pað sem
sýnist ómögulegt fyrir mönnum,
er náttúrlegt og mögulegt fyrir
guði.
petta trúboð Únítara ér því ekk-
ert nema hræðilegt fálm, gylt lof-
orð og mannadýrkun. — Hver og
einn af fulilorðnum meðlimum
þessa safnaðar ætti að rannsaka
Guðs orð, isjálfan sig, lífsreynslu
þá er hann hefir og hefir séð, ná-
kvæmlega. Og trúi eg þá ekki öðru
en að svo fari með margt af því
fólki, að augu þess ljúkist upp
fyrir sannleikanum og að það
öðlist möguleikann eina, til þess
að geta fylgt dæmi frelsarans á
fjallinu og sagt við þessa leiðtoga
sína: “Vík frá mér Satan”, líka
rótfest í sál sinni æðsta boðorðið,
sem frelsarinn minti þá á sem
oftar: “Drottin, Guð þinn, skalt
þú tilbiðja og honum einum
þjóna.” — En möguleikinn er, að
það ií barnslegri trú leggi hönd
sína í síðusár frelsarans og fing-
ur í naglaför handa hans. Eg er
sannfærð um, að það getur þá af
hjarta tekið undir upprisusöng
Tómasar postula og sagt: “Drott-
inn minn og Guð minn!” í stað
þess að endurtaka hina gullbúnu
grafarsöngva Únítara.
Leslie, Sask., 19. jan. 1922,
Rannveig K. G. Sigbjörnsson.
ER ÓpARFI AÐ KLÆÐA SIG?
Danski læknirinn Hindhede, sem
frægur er orðinn af kenningum
sínum um ódýra lifnaðarháttu,
hefir nú fundið nýtt ráð til að
vekja atbygli á sér. Nýlega hélt
hann fyrirlestur um það, að al-
menningur klæddi sig óþarflega
mikið. Kvað 'hann fólk vel igeta
komist af með einar léreftsbuxur
til að ganga 'í. 1 þorpi einu ná-
lægt Berlín sagðist hann hafa
hitt fyrir lí sumar fjölskyldu eina,
hjón með tvær dætur, sem lifðu
fyrir 1 kr. 75 aura á dag samtals,
og seldu svo mikið af garðávöxt
um, að matjurtagarðurinn gerði
mikið meira en að framfleyta
fjölskyldunni. f þorpi þessu gékk
flest fólk bálf-nakið, sagði hann,
og meðal annars hitti hann tvær
stúlkur, sem voru allsnaktar.
prátt '‘fyrir þetta kvað bann sið-
ferði þessa fólks miklu betra en
í Danmörku, en þar væri fólk ekki
hálfnakið nema á dansleikum.
í lok erindisins krafðist Hind-
hede þess, að um 200 menn, sem
mikið hafa sig frammi í ræðu og
riti í Danmörku, yrðu hengdir,
vegna skoðana sinna.
Skyldi ekki einlhver Ibóndinn á
íslandi vilja taka Hndihede fyrir
gegningamann einn vetur og sjá
bvernig honum þætti að ganga á
Ibeitarhús á léreftsbuxum ?
petta gerði Jóhann foeri og
kvartaði aldrei um kulda.—Morg-
nnfolaðið.