Lögberg - 02.02.1922, Blaðsíða 4

Lögberg - 02.02.1922, Blaðsíða 4
Bls. 4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 2. FEBROAR 1922 Gefið út hvern Fimtudag af The Col- umbia Pre*$, Ltd.,iCor. William Ave. & Sherbrook Str., Winnipeg, Man. Talsimart N-632T N-6328 Jón J. Bíldfell, Editor UtanAskrift til blaðsins: THI eOtUHBIá PRESS, Ltd., Box 3172. Winnipsg, Utanáskrift ritstjórans: EDIT0R L0CBERC, Box 3172 Winnlpeg, ^an. The “Lögberg” is printed and published by The Columbia Press, Limited. ín the Columbia Block, 853 to 867 Sherbrooke Street. Winnipeg, Manitoba. Yfirlit ársins 1921. IX. Svíþjóð. Svíar urðu fyrir sárum vonbrigðum á ár- inu í sambandi við Álands-eyjarnar. Eins 02 meun muna, þá lögðust eyjar þær undir Rúss- land með Finnlandi árið 1808, en áður heyrði hvorutveggja S\dum til. Ilér um bii fjórum mánuðum áður en Finnar sögðu sig úr lögum við Rússa 1917, sam- þyktu Álandseyja búar, að þeir kysu að heyra Svíum til, og er í þeirri yfirlýsingu tekið fram, «ð þeir kjósi sér það helzt málsins vegna, því um náutíu og sex af hundraði af eyjaskeggjum tala sænsku. Finnar vildu fá eyjarnar og var málinu skotið til nefndar alþjóðaþingsins til úrskurð- ar; var sá úrskurður gefinn 10. maí 1921, og fer hann þvert ofan í vilja eyjaskeggja. Dómendur málsins komust að þeirri niðurstöðu, að milli eyjanna og meginlandsins á Finnlandi, sé ó- síitinn skerjagarður og því sé ómögulegt að á- kveða um landamerkjalínu á milli Finnlands og Alandseyjanna, og skuli þær Iþví tilheyra P’innlandi, með þeim skilyrðnm, að eyja- ? keggjar séu frjálsir að þroska sína eigin menn- ing, kenna, vernda og tala sitt eigið mál, eigi sjálfir kauprétt að eignum, sem útlendingar halda á eyjunum o.s.frv. Oegar þessi lirskurður var gefinn út, neit- uðu Svíar að taka hann til greina, og sum helztu blöð í Svíþjóð lýstu yfir því, að ef hann vrði látinn tanda, þá mundi liann gera út af \ið tiltrú S\na til sanngimis meðvitundar al- þjóðasa.ntbandsins. Síðar breyttist afstaða Svía ti'l málsins. í byrjun og framan af árinu 1921 gerðu Bolshevikimenn fiá Rússlandi með aðstoð hinna a'stari Sósíalista í Svíþjóð, all ýtarlegar til- naunir til þess að koma ár sinni fvrir borð í Svíþjóð. En þó nokkur óþægindi hafi stafað af ]>eim athöfnum Bolshevikimanna, þá tókst stjórnarvöldum að stíga á hálsinn á þeirri hreyfingu, og voru leiðtogar hennar dregnir fyrir lög og dóm í Stokkhólmi. Engan beinan þátt tók Sovietstjórnin á Rússlandi í þeim mál- nm, svo menn viti, nema ef hún hefir lagt fram fé til varnar talsmönnujm sínum. En á meðan þau málaferli stóðu yfir í Stokkhólmi, fóru um- boðsmenn hennar um landið og keyptu upp alt korn, sem þeir gátu náð í, og er ekki ósennilegt að þeir hafi gjört það eins mikið til þess að hafa áhrif á almenningsálitið sér í vil, eins og til þess að ná haldi á kornvörunni, og ekki sízt þegar sænska stjórnin var búin að lýsa yfir því, að hún ætlaði sér að taka í taumana á þeirri hrevfingu með því að banna útflutning koms. í verzlunarmálum sínum hefir Svíþjóð verið sérstaklega heppin á árinu, og þó þjóðin hafi ekki alveg komst hjá verzlunardeyfð þeirri, sem þrengt hefir ,svo tilfinnanlega að flestum þjóðum síðan stríðinu lauk, þá virðist að sú eld- iaun hafi nálega farið fram hjá Svíum. Iðn- aður landsins hefir haldið sér mjÖg vel, þótt verksmiðju framleiðslan hafi farið nokkuð þverrandi á síðast ári, þá hafa samt aldrei á árinu verið fleiri en 70,000—80,000 iðjulausra manna í Svfþjóð. Erfiðustu keppinautar Sváa á árinu liðna voru Þjóðverjar. Deir framleiddu og buðu alls- konar vömr á sænska markaðinum fyrir lægra verð en Svíar sjálfir gátu framleitt þær. En ]»á hefir verzlunar ástandi Svía og verzlunar- samböndum þeirra á síðasta ársfjórðungi far- ið svo fram, að útlitið er betra nú í þeim efnum, en það hefir verið síðastliðin þrjú ár. St,jórnarskifti urðu í Svíþjóð á árinu. Sydowstjórnin sagði af sér í október, og í kosn- ingunuim sem þar fóm fram unnu SósíaJ-Demó- kratar mikinn sigur. Var Iljálmar Branting kjörinn til þess að mynda nýja stjóra, og gjörði 'hann það. Þííssí snögga breyting frá íhaldssemi á meðan þjóðinni stóð hætta af Communista stefn unni, til Sósiíalista stefnu, undir eins og búið var að taka fyrir þá hættu, hefir slegið nokkr- um óhug á þá, sem íhaldsstefnunni fylgja, og hefir sá ólmgur gert nokkuð vart við sig í verzl- unarmálum þjóðarinnar. Til dæmis má benda á. að sænskir skipaeigendur hafa síðan leigt Þjóðverjum verzlunarskip, sem til samans em 55,(MK1 smálestir, og bíða eftir leyfi frá Brant- ing stjórninni að bæta við þann leigu skipa- stól 20,000 smálestum, því nú sé svo þröngvað kosti þeirra, að sjálfir geti þeir ekki látið skipin borga sig. AU-ýtarlegar tilraunir hafa Rússar gjört til þess að ná verzlunarsamningum við Svía á árinu, en slíkum samningi hefir fylgt sú krafa frá Rússa hálfu, að Svíar viðurkenni stjómar- íyrirkomulag Rússa. En að þeim kostum hafa Svíar ekki viljað ganga, með því að Rússar hafa ekkert til útflutnings nema gull, en af því hafa Svíar nóg. X. Noreg'ur. Noregur hefir ekki farið varhluta af erf- iðleikum þeim, sem iþjóðimar yfirleitt hafa orðið að mæta á árinu liðna, þó erfiðleikarnir hjá öllum þjóðum ihafi ekki verið 'þeir sömu, þá hafa þeir í flestum tilfellum verið nokkuð skyldir. Tveir erfiðleikar eru það sérstaklega, sem norska þjóðin hefir átt við að stríða á árinu liðna. Það er stjóraleyis eða Bolsheviki ald- an, sem valt inn á Noreg í byrjun ársins og hreif með s^r ákveðinn meiri hluta af verka- lýð landsins. Þar svo sem annars staðar kom sókn þessarar hugarstefnu fram í verkföllum, tilraun gjörð til þess að taka fyrir allan flutn- ing með jámbrautum landsins. En eins og menn vita eru jámbrautirnar lífæðar land- anna. I Noregi eru þær önnur aðal lífæð þjóð- arinnar, því Norðmenn, eða réttara sagt Nor- egur er svo settur, að hann getur notið flutn- inga á sjó mörgum öðrnm löndum fremur. Sjálfsagt hefði iþessi tilraun rússnesku Com- munistanna hepnast að meiru eða minna leyti, ef 'borgaramir, sem heilbrigðir voru að hugs- un, (hefðu ekki tekið sig saman og bjargað mál- unum með því mynda borgaralið, og taka upp verkin, sem hinir lögðu niður, og þannig bjarga við iðnaði og samgöngum þjóðarinnar. Hitt \ andræðamálið, sem Norðmenn höfðu við að stríða, var vínbannsmálið. A stríðsáranum vora leidd í gildi í Noregi lög, sem bönnuðu innflutning á vínföngum. sem hefðú meira en 12 gr. af vínanda. En fyrir skömmu síðan urðu Norðmenn að ganga inn á að færa það upp í 14 gr. til þess að geta kom- ist að verzlunarsamningum við Frakka. Nú í sunnar hafa Spánverjar og Portúgalsmenn ris- ið upp og krafist þess, að Norðmenn opnuðu land sitt fyrir vínvöm þeirra, ef þeir eigi að kaupa fiskinn af Norðmönnum, og til þess að sýna, að þeim væri alvara, lögðu Spánverjar 50% auka innflutningstoll á norskan fisk, og Portúgalsmenn færðu upp hafnargjald á skip- um frá þjóðum þeim, sem ekki keyptu vínföng þar í landi og lögðu jafnframt auka toll á allan innfluttan vaming frá þeim þjóðum. Þetta gjörði Norðmönnum ómögulegt að selja fisk sinn til Spánar eða Portúgals, en það var aðal- fiskimarkaður þeirra. Afleiðingaraar heima fyrir urðu þær, að fiskimenn urðu æfir og upp- vægir og hótuðu stjórninni að snúast í lið með C'omimunistum, ef hún ekki lagaði þetta tafar- laust. A hinn bóginn er sterkur vínbannsflokkur, sem heldur máli sínu fast fram og krefst, að stjómin geri alt áfengi útlægt úr landinu, án nokkurs tillits til atvinnuvegs þjóðarinnar. En á meðan þetta þóf stendur yfir, koma menn með hvern skipfarminn á fætur öðrum frá Dan- mörku, Frakklandi og Þýzkalandi og flytja þá óleyfilega inn. Og sökum hinnar löngu og vog- skornu strandar landsins, sem illt er að verja sem skyldi, hefir stjórnin neyðst til þess að færa landhelgis línuna, sem var að eins þrjár mílur undan ströndum landsins, sjö m’ílum lengra út, svo nú er hún í tíu mílna fjarlægð. Og samt hefir stjóminni reýnst ofurefli að etja við þá, sem þessa óleyfilegu vínsölu stunda. Og .svo fast er þessi iðnaður sóttur, að dæmi eru til að í ilt bafi lent á milli varðsnekkja stjómarinnar og skipa þessara, svo að menn hafa særst af skotum og jafnvel beðið bana af. Eitt stórvirki luku Norðmenn víð á árinu. Það er járabraut, sem kallast Dofrabraut. Ligg- ur hún frá Kristjaniíu og til Þrándheims, yfir Jlofrafjöll. Fyrir nokkru síðan var búið að byggja brautina til Þrándheims, en viðbótin irá Þrándheimi til Dombass, er alveg ný, og Iiggur sá partur henmar í gegn um Dofrafjöll- in þar sem þau eru 'stórkostlegust og erfiðust vfirferðar. 1 Dombass er brautin tengd við brautina, sem áður var bygð frá Dombass í gegn um Guðbrandsdalinn og til Kristjaníu. Er iþetta lengsta járnbraut, sem Norðmenii eiga og talið víst að hirin nýi partur hennar, sem í gegn um Dofrafjöllin liggur, muni draga til sín ferðamenn frá öllum löndum. Þegar þessi járnbraut var vígÖ til ofnota 17. sept. síðastl., fór Hákon konungur og Ólaf- ur krónprinz með fyrstu lestinni fil Þránd- heims; tókst sú ferð vel og var komumönnum fagnað í Þrándheimi með mikilli viðhöfn Kon- ungur og Ólafur . sonur hans voru um nótt- ina í Þrándheimi, en lestin fór til íbaka um miðnætti, rann út af sporinu og valt um koll. Sex menn dóu og fleiri imeiddust. Verzlunarsamninga hafa Norðmenn gert við Rússa á árinu Jiðna. Líkjast þeir fremur samningum Rússa og Þjóðverja, en samning- um Englendinga og Rússa. Út úr þeim samn- ingum varð nokkur óánægja í Noregi. Var stjóminni borið á brýn, að hún hefði slept kröf- rnn Norðmanna um 200^000,000 króna skaða- bætur fyrir eignir Norðmanna í Rússlandi, sem fcoviet stjórnin þar hafi lagt undir sig. Undir þessum kringumlstæðum gætu menn búist við slæmu verzlunar ástandi í Norvegi, og í sannleika var það slæmt, rnestan part af árinu 1921. 1 júlí hafði norska krónan fallið svo tilfinnanlega, að þegar kaupgildi hennar var borið saman við það sem það var árið 1913, þá hafði vöruverð hækkað um 292.5 af hundr- aði. Undir áramótin fór þetta að lagast svo að útlitið með verzlun Norðmanna er nú betra, en það hefir verið í langa tíð. Akveðið var á fúndi í Noregi 10. des., að veita þeim Hjálmari Branting, forsætisráð- lierra Svía, og Christian L. Lange í Noregi, Nobels friðar verðlaunin fyrir árið 1921. Norðmenn hafa neitað eignarrétti Dana • til Grænlands, segja að Norðmenn hafi ihaft veiðirétt þar í langa tíð, sem enginn hafi rétt til 'þess að taka af þeim, hvorki Danir né aðrir. Bókafregn. XOV. árgangur Skírnis, tímarit Iíins ísl. Bókmentafélags, Ihefir oss borist nýlega. Er það all-stór bók, um þrettán arkir, þó hún sé talsvert mikið minni heldur en hún var í fyrra, og er því engum blöðum um það að fletta, að menn fá minna fyrir peninga sína en þeir áður gerðu, á meðan að ritið kom út þriggja mán- aðarlega. En þó lesmálið sé minna, þá er engan veginn sjálfsagt að það sé verra; því þegar um blöð, tímarit og bækur er að ræða, þá ber ekki að meta gagn þeirra eftir stærð, heldur eftir nytsemi þeirra. S'kárnir hefir verið eitt af beztu ritum íslenzku þjóðarinnar og menn hafa heiíisað því sem góðum gesti; enda er það ekki að furða, því í það hafa ritað oftast rit- færastu menn þjóðarinnar. Þetta hefti er og vel úr garði gjört. Efnið fjölbreytt, þó oss finnist það fremur veiga- llítið sumstaðar og enda ljótt, eins og sagan um rauðu kúna, sem, þótt 'hún væri sönn, gerir (kkert annað en kasta skugga á minning lát- ins manns. Þróttmesta ritgerðin í þessu hefti er að voru áliti sú “Um innlenda menning og út- lenda”, eftir ritstjórann, Árna Pálsson, og birtum vér hana í þessu blaði. Innihald ritsins er sem fyligir: Mattlhías Jochumsson, 11. nóv. 1835—18. nóv. 1920: Erfiljóð eftir Guðmund Friðjóns- son og Siigurð Sigurðsson; ræða eftir Einar H. Kvaran; Tvö bréf frá séra Matthíasi til Jóns Sigurðssonar; skýrt frá fyrstu prentun Úti- legumannanna. Lærðiskólinn, eftir Pál Sveinsson. Ynglingar, eftir Mattías Þórðarson. Rauða kýrin, eftir Theodora Thoroddsen. Vísur. Um hreinlæti, eftir Guðm. Hannesson. Úr fórum Gríms Thomsens. Eiríkur prófessor Briem, eftir Þorl. H. Bjamason. — Búskapar vísur gamlar. Snorri goði, kvæði eftir Jak. Thorarensen. Um innlenda menning og útlenda, eftir Áma Pálson.. Ritfregnir, eftir Áraa Pálsson og Einar Stefánsson. Skýrslur og reikninigar Bókmentafélagsins 1920—í, xxxvi. ------o------ Ársskýrsla Sparibanka Manitoba-fylkis. Skýrsla yfir starfrækslu Sparisjóðs stofn- unar þesarar, sem lögð var ifram á þinginu fyr- ir nokkrum dögum, hlýtur að vekja almenna ánægju meðal fólks víðsvegar um Manitobafylk,i þar sem stofnuninn er almennings eign og kem- ur þessvegna öllum jafnt við. Af jafnaðarreikn- ingnum fyrir fjárhagsárið, sem endaði þann 30. nóvember, 1921 og yfirskoðaður var af Price, Waterhouse & Co., löggiltum yfirskoðunar- mönnuin, má sjá hreinan ágóða, er nemur $8,937.29. Sparisjóðseignir nema $3,207,- 462, en tala viðskiftavina er 8,052. Viðskifta- vinir stofnunarinnar, eru menn og konur af öll- um stéttum, einkum þó það fólk, er vinnur fyr- ir algengum viku eða mánaðarlaunum. Meira en helmingur þess fjár, er fylkisféhirslan lagði fram til þessarar sparisjóðsstofnunar, hefir nú verið endurgreitt, og hefir bankinn þó ekki verið starfræktur nema rétt um sextán mánuði, en til viðskiftavina liafa greiddar verið $20,000 meira, en þeir annars hefðu fengið, ef bankinn hefði ekki verið til, og liggur slíkt í vöxtunum, sepi eru mun liærri en viðgengst, þegar um aðrar slíkar stofnanir er að ræða. Eins og kunnugt er, var sparibanki þessi stofnaður með það fyrir augum að afla sveita- lánsfélögunum nægilegs starfrækslufjár, og nú á liðnu ári, hefir hann gert meira en fullnægja þeim kröfum, Nú í byrjun yfirstandandi árs, eru sparisjóðs- innlög bankans komin upp í $ 3,550,000, en tala viðskiftavina orðin 9000.— 1 síðastliðnum des- eniber mánuði bættust bánkanum 755 nýjir við- skiftamenn, en þann 3. janúar, eða fyrsta starf- iteksludaginn á yfirstandandi ári, opnuðu 100 uýir viðskiftavinir reikning við stofnun þessa. Tryggari sparistofnun, en Province of Mani- tpba Savings Office, er ekki unt að hugsa sér, eins og gefur að skilja, þar sem fylkið aTt í heild sinni ábyrgist hvem einasta dlollar, sem inn er lagður. Af þessari ástæðu töpuðu viðskiftavin- ir bankans ekki einu einasta centi við innbrotið, sem framið var á útiibúi bankans í Norður Winnipeg fyrir skömmu, sem flestum mun kunnugt. Á yfirstandandi tímum, jafnvel frekar en nokkru sinni fyr, er brýn þörf á að hvetja fólk til sparnaðar. Þessi nýja stofnun, sem er að öllu leyti eign fólksins sjálfs, hefir á sínum stutta starfstíma, átt drjúgan þátt í að styrkja í meðvitutid almennings gildi sparseminnar, sem er ein af höfuðdygðuim mannanna. Þess er vert að geta, að sparil>anki þessi greiðir viðskifatvinum sínum að einum þriðja íliærri vexti af sparisjóðsfé, en alment gerist um slíkar stofnanir. Sparibanka Manitoba-ifylkis hefir verið stjórnað framúrskarandi vel frá byrjun, eins og bezt sézt af hinum árlega jafnaðarreikningi, sem prentaður er á öðrum stað hér í blaðinu. íbúar Manitoba fylkis hafa gilda ástæðu til þess að vera upp með sér yfir þessari stofn- un þeirra sjálfra, seim á jafn skömmum tíma hefir unnið annað eins nytja starf til almenn- ings þrifa. Það er skylda þín að spara. Maðurinn með sparis jóðsreikninginn þarf ekki að sýta út af framtíðinni. Sparnaður, sem einbeittur vilji stendur á bak við, er ánægjulegur vani og heilbrigður. 9 Sparisjóðisdeild í öllum útibúum vorum THE ROYAL BANK OF GANADA Boriraður höfuðstóll og viðlagasj..... $40,000.000 Allar eigmr ..................... $483,000,000 Um innlenda menning og útlenda. Fáeinar athugasemdir. Eftir Árna Pálsson. Hefir ísiland loksins hitt á óskastundina á vorum dögum? Að líkindum verða flestir tregir til að svara þeirri spurningu ját- andi. En þó er víst um það, að á tveim hinum síðustu áratug- um hafa margir vonir þjóðarinn- ar ræst, og margir þeir draumar, sem ihún tæpast reyndi að trúa á, reynst sannspáir. Við höfum komist í símasamband við aðrar þjóðir. Við höfum hrundið öflug- um íslezkum hafskipastól af stokk- unum. íslenzk verzlunarstétt hefir komið undir sig fótunum, og 'i.slenz'kur kaupfélagsskapur hefir eflst og blómgast. Fullveldi landsins hefir verið viðurkent. Hið æðsta dómsvald er nú í hönd- um landsmanna sjálfra. Og við höfum stofnsett íslenzkan háskóla. Svo að því mun ekki verða neitað, að við, sem nú erum uppi, höfum lifað mikil og furðuleg tímamót. Og allir höfum við ríka tilhneig- ing til þess að trúa á það, að öll þessi tákn tímanna bendi fram, j en ekki aftur, upp, en ekki niður. En þó er það mála sannast, að í huga margra felst þungur grunur j um, að ísland sé í miklum vanda statt, að þjóðin hafi ef til vill reist sér hurðarás um öxl, og að enn þá sé vanséð, hvort hún hafi burði til þess að komast yfir það torleiði, sem menn óttast, að íramundan sé. Hér verður nokkuð minst á eina af höfuðnýungum þessara síðustu ára, stofnsetning háskólans. Ekki er það þó tilætlunin að ræða um háskólann sjálfan, eða um það, hvernig oss hafi tekist að gera hann úr garði í upphafi, heldur um hitt, hverja stefnu þjóðin hafi markað sér í mentamálum sín- um með því að ráðast í að sjá æskulýðnum fyrir hinni æðstu skólamenningu hér innanlands. pví sú stefna er eitt hið mesta nýmæli þessara síðustu tíma. Rétt er þó að geta þess nú þegar, að hún var að sumu leyti knúin fram af nauðsyn, enda er langt frá að eg sé henni andvígur, ef henni er ekki beint út í öfgar. En til þess að lýsa skoðun minni á þessu máli, tel eg heppilegast að drepa á nokkur höfuðatriði, sem varða afstöðu innlendar og útlendrar menningar bæði fyr og síðar, en en þó sérstaklega á lýðveldistím- anum. ----- í sögu íslands og allra Norður- landa hefir það lengi verið ein torráðnasta gátan, hverju það sætti, að hinar fornu íslenzku 'bókmentir s,pruttu hér upp í þessu l útskeri. í fljótu bragði virðist þó, að -víðast hvar hafi verið frjóvari jarðvegur fyrir 'bókmenta- legan gróður, andrúmsloftið holl- ara fyrir andlega starfsemi, qg yfir höfuð meiri von til þess fyr- ir flestra hluta sakir, að hæfileik- ar manna og andlegt atgerfl gæti þrifist og notið sín. og hverju sætir það þá, að 'bókmentir fs- lendinga hinna fornu bera svo mjög af bókagerð annara Norður- landaþjóð um sömu mundir sem frumskógur I af kjarri. Utan Nprðurlanda eru að vísu um þetta leyti þjóðlegar bókmentir að lifna við sumstaðar, en þó er óvíða um annað að ræða en mjóan vísi til mi’kils gróðurs. En þá voru bækur færðar í letur á fslandi, sem nú teljast einstakir gimstein- ar heimsbókmentanna. Og hversu mátti það verða? Margir fræði- menn hafa fjallað um þetta mál, og eru svör þeirra við þessum spurningum mjög margvísleg og sundurleit. Á hinum síðustu áratugum hafa 'kenningar þeirra Sophus’ og og Alexanders Bugge* haft allmikinn byr meðal sumra útlenda vísindamanna. Héldu þeir feðgar því fram, að hlýir og frjóvir menningar straumar hefðu borist til Noregs og íslands vest- an um haf, og þó einkum frá ír- landi. Reyndu þeir að sýna og sanna, að andleg starfsemi fs- lendinga (og Norðmanna), bæði ljóðagerð þeirra og sagnaritun, ætti þangað rætur að rekja. pess- ar kenningar sínar hafa þeir rök- stutt af miklum lærdómi og laus- beisluðu ímyndunarafli, en síður af skynsamlegu viti. Ályktanir þeirra eru oft af slíku gerræði og handahófi gerðar, að undrun sæt- ir. Enda hafa á síðustu árum margir útlendir fræðimenn tjáð s:g með öllu fráhverfa skoðunum þeirra, og nýlega hefir Finnur prófessor Jónsson gefið út merki- legt rit, sem getið mun verða uip á öðrum stað hér í "Skírni”. Fjall- ar rit þetta um upphaf íslenzkrj (og norskra) bókmenta, og er höf. ærið þunghendur á margvís- legu "víísindalegu” hrófatildri nokkurra útlendra fræðimanna, en þó einkum á hinum keltnesku kenningum þeirra feðga. Má ætla, að þær beri aldrei upprétt höfuð eftir þá meðferð, og er því vonandi að bér eftir dragi talsvert úr þessu írafári. — En þó að mjög hafi verið deilt um orsakirnar til þess mentalífs og til þess mikla bókmentagróðurs, sem spratt upp hér á landi í forn- öld, þá munu þó flestir fræðimenn hafa verið á einu máli um það, að einangran hins íslenzka þjóð- lífs hafi átt drjúgan þátt í and- legu sjálfstæði og þroska hinna fornu bókmenta. par að auki hefir mönnum orðið mjög tíðrætt um skammdegið, — hin löngu vetrarkvöld hafa verið svo vel fallin til bóklegra starfa. Nú kemur mér ekki til hugar að neita því, að þetta tvent hafi sett sitt mark á foókmentastarfsemi voTa bæði að fornu og nýju. En þó verð eg að játa, að eg get ekki trúað á einangrunina og langnættið a sama hátt sem margir fræðimenn hafa gert. Víðar en á íslandi var fásinnið mikið og skammdegið bæði langt og svart. Og hvers vegna urðu þá ekki t. d. Háleygir andlegir forystumenn norrænna þjóða í fornöld? Hitt mun sann- ara, að einangrunin hefir sjaldn- ast reynst lífgjafi eða ljósgjafi, heldur hefir hún þvert á móti sogið þjóðum og einstaklingum merg úr beinum og fóstrað and- lega örbirgð, einræni og skamm- sýni. Svo það er í rauninni ó- trúlegt, að hún hafi reynst hér )slík hpálparhella} og heilsulind sem orð hefir verið á gert. Hér á landi hefir það lengi ver- ið rótgróin þjóðtrú, sem ekki ein- göngu allur almenningur hefir að- hylst, heldur einnig margir skólap gengnir menn, að hin forna ís- lenzka menning hafi hafist af sjálfri sér, án nokkurs stuðnings eða nokkurra áhrifa utan að. pessi skoðun nær vitanlega engri átt. Ekki þarf annað en líta á, hverjir menn það voru, sem land þetta námu í upphafi. pað voru eng- ir heimaalningar, heldur menn sem höfðu slitið af sér átthaga- böndin og steypt sér út í straum- iðu heimslífsins. Margir þeirra komu hingað til lands beint úr hryðjum Víkinga-aldarinnar. peir höfðu lifað ein hin mestu siða- skifti, sem nokkurntíma hafa yfir Norðurlönd gengið. peir höfðu séð gömul ríki hrynja i rúst- ir og önnur ný rísa upp. peir höfðu fengið kynni af margvísleg- um nýjungum í löggjöf og land- stjórn, og ekki allfáir þeirra höfðu algerlega foafnað fornum átrúnaði. Margir meðal land- námsmannanna hafa vafalaust verið einhverir bezt mentuðu menn irnir, sem þá voru uppi á Norður- löndum, — víðsýnustu, reyndustu og þroskamestu mennirnir. Útþráin var þeim í blóðið borin, æfintýralundin var eitt höfuð- einkenni þeirra. Eg gæti trúað að orðið “heimskur” hafi á vík- ingaöldinni fengið þá merkingu, sem það síðan hefir haft i voru máli. Og eftir að þeir höfðu sest að hér á íslandi, bættist það við, að þeim var lífsnauayn að hafa sem örastar samgöngur við aðrar þjóðir, því að landið var hvorki kornland né skógarland. Um utanfarir íslendinga á sögu- öldinni er óþarft að fjölyrða hér, og nægir að geta þess, að næstum því hver einasta íslenzk saga gerð- ist að meiru eða minna leyti í út- löndum. Leiðir íslendinga lágu þá víðsvegar um álfuna, um ölí Norðurlönd, um England, Garða- ríki, alt suður í Miklagarð o. s. frv. Seirina hófust pílagríms-

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.