Lögberg - 02.02.1922, Blaðsíða 6

Lögberg - 02.02.1922, Blaðsíða 6
Bis. e LÖGBERG, FTMTUDAGLNN 2. FEBRÚAR 1922 Stolna leyndarmálið. Alt í einu heyrðist henni að verið væri að opna franska gluggann og varð sem steini lostin. Sór cíl undrunar sá hún dyrnar opnast og Mæjurnar víkja til hliðar. Samkvæmt eðlisleiðslu slökti hún ljósið og flýtti sér bak við dyratjöldin, sem skildu sund- ur þessi tvö herbergi. Hún efaðist ekki um að þessi óhoðni gestur væri innbrotsþjófur, og sennilega væri fleiri úti. Hin minsta hreyfing hennar myndi opin- bera hana. Hún hugsaði sem svo, að það væri skylda sín að koma upp um bófana, svo þeir gætu ekki stolið eignum greifans. Hún heyrði einhvern koma inn, og að sú persóna gekk framhjá henni. Þar næst heyrði hún eldspýtu strokið og ljós kveikt. Nú var aftur gengið fram hjá henni, eins og stefnt væri að glugganum. Vitandi að hann sneri baki að felustað hennar, dró hún tjaldið til hliðar og leit út. Innbrotsþjófurinn var — greifinn sjálfur. Fyrst hélt hún að sig dreymdi. En það var engum efa bundið, að þetta var greifinn sjálfur í skósíðri kápu, sem hann fór úr, og var í sama skrautfatnaðinum undir henni, og hún sá hann í fáum stundum áður. Hvers vegna læddist greifinn inn í sitt eig- ið hús eins og þ,jófur um næturtímann? Hann gekk að glugganum og opnaði hann. “Komdu inn,” sagði hann við einhvern fyrir utan. ■Strax kom annar maður inn, tötrum klædd- ur og fátæklegur að útliti. “Maðurinn, sem inn kom, var enginn ann- ar en sá, sem hún sá í kofanum á heiðinni, og greifinn fékk brennivínið frá. Andli't Ihans var fölt og horað. “Eg er of votur herra,” sagði hann og leit í kringuim sig. “Eg vil heldur vera úti, þar sem eg var. Auk ]>e?ss —” ■“Vertu kyr”, sagði greifinn. “Dragðu blæjurnar fyrir gluggann oK ha'ltu þeim sam- an, svo Ijósið skíni ekki út, og hreifðu þig ekki minstu vitund.” Constanee vi'ldi helzt flýja, en maðurinn stóð rétt hjá felustað hennar, og hefði heyrt hina mfnstu hreyfingu. Það liðu nokkrar mínútur, sem greifinn var fjarverandi, en þegar hann kom aftur, hélt (hann á einhverju í hendinni og horfði rannsak- andi aiígum á manninn. “Lít þú á þetta,” sagði greifinn, og rétti honum það, sem hann hólt á. “Tak þú við þessu, það er meira en eg lofaði þér.” “!]?: bað ekki um neitt, herra!” stamaði gesturinn. “Það veit eg,” sagði greifinn, “en eg gef þór það samt. Og hvers vegna heldur þú! ” Hinn leit snöggvast upp, en leit svo niður aftur. “Ekki af Iþví að e<g hræðist þig,” sagði greifinn og hló. * “Eg veit þú hugsar ekki þannig, þxi Iþekkir mig of vel til að ímynda þér slíkt.” “Já, já,” tautaði maðurinn. “Eg hefi aldrei sagt og aldrei hugsað----En þér sögð- uð mér sjálfur að koma hingað.” “Eg sagði þér að koma hingað, af því eg vissi að þú hafðir Mtið til að lifa af —” “Eg var að því kominn að deyja af 'hunfirri,” sagði maðurinn. “Og eg vil ekki að þú líðir neyð. Eng- inn ska'l með sanni segja um mig, að eg snúi baki að þeim, sem gert hafa mér greiða.” “Það veit eg vel, hr.” sagði vesalings maðurinn. “Og eg ihefi enn þá eina ástæðu,” sagði greifinn. “Eg gef þér þessa peninga, til þess að forða þér frá frestingum. Þey! Tal- aðu eins lítið og þú getur og hlustaðu á mig.” Maðurinn ætlaði nefnilega að segja eitt- hvað. “Með aðstoð þessara peninga, getur þú byrjað á nýju og betra lífi. Far þú að mínu ráði, þa ðer meira virði en peningarnir. Eg krefst þess ekki, að þú farir til útlanda, mér er sama hvort þú gerir það, eða ert hér í nánd við mig. Eg má treysta þér” — hann hló aftur. Og hláturinn hafði meiri áhrif á manninn, en hótanir hefðu haft — ‘og treysti þér í einu og Öllu. En mundu eftir }>ví sem eg nú ætta að segja þér — eg veit að þú munir ekki gleyma því — að þú, hvar sem þú ert, nefnir aldrei Tiafn mitt. Ef við hittumst — sem ekki er ómögulegt — verður þú að ganga frá mér, án þes með orðum eða augna tilliti að láta í Ijós, að þú þekkir mig. Ef þú hlýðir þessu, getur þú gert hvað sem þú vilt. ” Nú var ðþögn, og á meðan stakk maðurinn bankaseðlunum í vasa sinn. “Eg he'Id að nú sé ekki meira að segja,” sagði greifinn. “Gættu peninganna þinna vel, þú færð ekki fleiri hjá mér. Farðu nú, og mundu hvað eg hefi sagt þér.” “Þér hafið verið mér mjög góður, hr.,” sagði hinn. “ Ef eg gleymi þessu nokkru sinni, getið þér hengt mér eins og þér viljið. En þér megið treysta mér.” ‘Viljið þér ekki þrýsta hendi veslings aum- ingja, áður en við skiljum?” “Eg skil,” sagði greifinn brosandi. “Það er þá skylda — ioforð. Jæja þá.” Ilann rétti honum hendi sína. Maðurinn tók hendi hans og þrýsti hana, opnaði Iá?a gluggann og skreið út. Fáein augnablik stóð greifinn kyr. Dró svo blæjurnar niður og bjó sig til að fara út úr salnum. Um leið og hann snéri sér við, sá Constance andlit hans við ljósbirtuna. Henni varð bilt við og fyltist meðaumkunar, því nú har andlit hans svo Ijósan vott um sálarkvöl, í stað sjálf- stjórnarinnar, sem þar var áður. Hann settist á stól, byrgði andlitið með höndunum og sat grafkyr og hugsandi. Constance hallaði sér að stoðinni hulin af blæjunni. Það var nógu leiðinlegt að vera óviljandi vitni að þessu samtali, en það var óþolandi að horfa á þessa sálarkvöl. Hún ætlaði að fara til hans, hver sem afleiðingin yrði, ]>egar hann með þungri stunu stóð upp, slökti ljósið og gekk hægt út úr henberginu. Constance var kyr — í margar mínútur, að henni fanst. — Svo fór hún úr felustað sín- um og þreifaði sig áfram í gegnum herbergið í myrkrinu. En meðan hún var að þreifa sig áfram, kom hann aftur. Hún mundi nú að hann hafði fleygt kápunni á gólfdúkinn, og sennilega kom hann nú að sækja hana. Nú kveikti hann ekki Ijós. Constance kraup niður bak við stól. Hann gekk inn í innra herbergið, en kom brátt aftur og varð hennar var, um leið og hann ætlaði út. Hún fann hann grípa fast um handlegg sirm. “Hver er þetta?” spurði hann. Constance reyndi að svara en gat það ekki. Hann kveikti á eldspýtu. “Hamingjan góða!” sagði hann. “Er- uð það þér Constance? Hvað eruð þér að gera hér?” “Eg kom hingað —” staimaði hún. “Hve lengi hafið þér verið hér?” spurði hann. “Eg vet það ekki,” svaraði hún, meðan hún reyndi að lialda ráðdeild sinni óskertri. ; “Vitð þér það ekki? Segið mér: sáuð þér — voruð þér hér, þegar eg kom inn?” Hann leit fjótlega til gluggans. “Já,” svaraði hún og horfði beint í augu hans. Hann leit ekki undan. “Vhruð þér?” sagði hann. “0g hvar voruð þér þá?” “Þarna, bak við þessi tyratjöld.” svaraði hún. “Þér sáuð manninn, sem hér var? Og heyrðuð hvert orð, sem við sögðum?” spurði hann. “Jiá, lávarður,” sagði hún. “Og þér hlustuðuð?” “Já, eg h'lustaði,” sagði hún að hálfu leyti ntan við sig. “Eg — eg hélt að það væri þjófur, sem kom inn um gluggann, og faldi mig þess vegna bak við dyratjöldin. Þegar eg sá að }>að voruð þér, varð eg hrædd. — Eg hélt að þér munduð máske Kanga í gegnum herbergið, og að eg — eg— þér merjið næstum handlegg minn, lávarður! ’ ’ greip hún fram í fyrir sér með kvartandi rödd. Hann slepti handlegg hennar undir eins og sagði í iðrandi róm: “Fyrirgefð mér. Eg var svo hugsandi um það, sem eg hevrð núna, að eg vissi ekki hvað eg ?erði. En heyrðuð þér alt — alt?” “ Já, alt,” svaraði hún hrjrgg. Ilann horfði á hana með einkennilegu augnaráði um leið og hann sagði: “Hvað hafið þér þá heyrt? Og að hvaða niðurstöðu hafið 'þér komist um það? Því þér hafið auð- vitað hugsað vður einhverja. Segið mér hver hnn er, og þá skal eg segja vður hvort hún er rétt.” Hún hristi höfuðið. “Segið mér,” sagði hann — “hvers vegna eg vildi leyfa slíkum manni að koma í kastalann og það á þessum tíma — og það með leynd, og gefa honum peninga, því þér sáuð mig gera það.” Hún laut höfði samþykkjandi. “Ogihvrað svo?” spurði hann. “Eg veit það ekki. Eg þekki ekki ástæð- una fyrir því.” Hann þagnaði og hugsaði og sagði svo: Til hvers komuð þér hingað á þesisum tíma næt- ur ? ” ‘Eg kom lxingað til að leita að myndanist- inu mínu.” svmraði hún. “Eg — eg hefi mist það.” “Þér virðið það þá svo mikils, að þér farið hingað ofan í myrkrinu til að leita að því ’ ’ ? “Já,” svaraði hún. “Það er mér kær- ara en alt annað, sem eg á.” Hann stakk hendinni í vasann, tók upp myndanistið og spotta af keðjunni, sem því fylgdi. “Er það þetta?” spurði hann. Hún kinkaði kolli og greip það með ákafa. “Eg fann það við hliðina á stólnum, sem ]»ér sátuð á. En eg hefi ekki opnað það.” Hún róðnaði og rétti ihionum nistið þegj- andi. “Nei, eg vil ekki forvitnast «m leyndar- mál yðar. Þér hafið í nótt fengið grun um eitt af mínum. A eg að segja yður ]>að í heild sinni?” Hún hopaði á hæl og svaraði: “Nei. nei.” “Það verðið þér að láta mig ákveða um,” sagði hann. “Verið þér kyrrar litla stund enn þá.” Hann benti henni að setjast á stól við hlið sína, en Constance færði sig frá honum og hristi höfuðið. Hann nálgaðist hana 02 leit sorgbitnum augum í hennar augu með harðlokuðum vörum. “Nei, eg get það ekki,” sagði hann. “Eg er ekki fær um það. En eg skal segja yður, að það er vður að kenna að eg var heigull ]>essa nótt. ’ ’ Constance starði undrandi á hann með gal- cpin augun. “ Já, þér,” endurtók hann. “Ef þér hefð- uð ekki verið, heifði eg þverskallast við þenna mann og látið hann gera hið versta sem hann gat. Eg hefði enn fremur yfirgefið þetta hús og aldrei komið Ungað aftur. En eg gat ekki fengið mig til þess. Hvað hafið þér gert við mig Oonstanre? Hafið þér töfrað mig? Eg get ekki losnað við að hug'sa um yður, hvorki nótt né dag. Er ástæðan sú, að eg elska yður?” Sársaukinn í rödd hans kom henni til að skjálfa, þótt hún fjarlægðist hann ósjálfrátt fáein fet. Er þannig ástatt með mig?” sagði hanr. ‘Þá heífði verið betra, að eg hefði aldrei séð yður.” Hann þagnaði, en sagði svo: “Já„ það er tilfellið, Constance, eg elska yður, þér eruð sú eina stúlka í helminum, sem eg vil, gera að konu minni. Eg elska yður af öllú hjarta. Og þér------?” Hann dró hana að sér og laut niður að henni með bænarsvip í augum sínum. Hana næsbum því samdlaði og hún hljóð- aði lágt. “Þey! Fyrirgefið mér!” sagði hann. “Þér þurfið ekkert svar að gefa núna, eg skal bíða til morguns. Og, þó, Oonstance — hann laut aftur niður að henni — “ef þetta er til- fellið, ef þér elskið mig — segið mér þá, hvort þér viljið voga öllu — meiru en yður grunar, fyrir þann mann, sem þér elskið? Viijið þér — nei, eg vil ekki1 spyrja yður um það núna, en á morgun. Farið þér Conftanoe og látið mig- einan með þeim illu öndum, sem halda mér eins og fanga, og yfirgefa mig aldrei.” Oonstance byrgði andiitið með höndunum og yfirgaf hann með hægð og ofurlítið reikandi. Hún þreifaði sig áfram til heíbergis síns eins og í draumi. Hún hné niður á rúmið stynjandi, og reyndi að hugsa — að raða þessum viðburðum niður og gera sér grein fyrir hvað skeð hefði. Ilvaða leyndarmál hvíldi yfir liðinni æfi greifans, sem kom honum til að taka á móti þesum manni og múta honum; Iþví múta var það, það játaði hann isjálfur. Var það hugsanleKt að hann hefði gert sig sekan um glæp, og að meðvitundinn um hann, kom honum til að álíta, að hann væri í valdi þessa manns. Þó að Mkurnar bentu 'á þetta, hrinti Oon- stauce þessari hugsun frá sér. Hún var ekki fær um að gagnrýna þetta, því enn þlá ómuðu Ihin ástríku orð greifans fyrir eyrum hennar, sem fundu enduróm í hennar eigin huga, þau, orð, sem söæðu henni frá ást hans. En hver v ar hún, að hún skyldi hlusta á þessa viður- kenningu ? Hún var fátæk oig af láKum ættum. það var ekkert vit í því, að hún skyldi vera elskuð af, og sjálf elska aðalsmann eins og greifann — þenna volduga markgreifa af Brakespeare. Og þó, — og þó.—’ ’ And'lega og líkamlega úttauguð, hné hún aftur á bak á koddann ag sofnaði. Oontance vaknaði við það, að barið var að dyrum. Hún hélt að þetta-------------væri — þernan hennar og stóð upp, en hún sá að þetta var um dagrenningu. Þegar hún hlustaði, heyrði hún enga hreyfingu í húsinu. Nú var aftur barið. Constance gekk að dyrunum og spurði hver þar væri. “Það er eg,” svaraði Ruth. “Gerið svo vel að Ijúka upp. Eg þarf að tala við yður.” * Constance hikaði dálítið, en opnaði svo dyrnar. Ruth gekk inn, lokað dyrunum á eftir sér og horifði fast á Constance. Andlit hennar var fölt og dimmir skuggar undir augunum, sem báru vott um niðurbælda reiði. “Það var gott að þér lukuð upp, annars 2>efði eg brotist inn,” sa.gði hún. “Hvað hafið þér svo að segja?” “Hvað eg hefi að segja?” endurtók Con- stance og horfði á hana. “Já, endurtakið ekki orð mín, tíminn er naumur. Eg er ekki komin hingað til að þræta við yður. Það er niðrun fyrir mig, að eg er neydd til að tala við yður.” “Niðrun endurtók Constance. Við hvað eigið þér?” Ruth benti fyrst á rúmið og svo á morgun- kjólinn hennar. ‘Þér hafið ekki verið í rúminu í nótt og þér eruð í öllum fötunum. Hvers vegna?” Constance ætlaði að tala, en þá datt henni í hug, að eitt vanhugsað orð gæti komið upp um samfundi greifans við manninn, sem hann mút- aði. Hún sagði því ekkert. “Eg skil.” hvæsti Ruth. “Það er hyggi- legast af yður að svara engu, því hin allra læ- vístasta lýgi mundi ekki hjálpa yður, svívirði- lega manneskj a. ’ ’ Það fór hryllingur um Constance. “Já, svívirðileg!” endurtók Ruth með á- híerzlu. ’ “Engin nema hin svívirðilgasta stúlka, mundi haga sér eins og þér haífið gert. Gat yður dottið í hug að samfundur yðar við greifann gæti átt sér stað, án þess það yrði oppvíst. Þér gleymduð því að herbergi mitt. er uppi yfir salnum, þar sem þér mæltuð honum mót. ’ ’ Oonstance hopaði á hæl. Ruth hló og sagði: “Þér eruð ágœt leik- mey, það sá eg strax. Þér eigið nú ekki við elskulegan mann að tala, ungfrxi Graham, heldur við stúlku, sem þekkir vður og hatar Constance stundi. ‘ ‘ Eg efast ekkert xun að ]>ér vildum neia því, að þér hefðuð farið úr herbergi yðar á þessum tíma nætur til að mæta greifanum.” “pa? er ósatt, sagíSi Constance. “Eg trúi yður ekki,” sagði Rutli. “Eg heyrði rödd hans og yðar, og eg sá yður líka koma upp.” Constance huldi andlitið með höndunum. Ruth stappaði fætinum í gólfið. “Eg sávður! Eg siá yður!” fullyrti hún. “Það L* i£* timbur, fjalviður af öllum Rr VOlUbirgOir tegundum, geirettur og als- konar aðrir strikaðir tiglar, hurðir og gluggar. Komið og sjáið vörur vorar. Vér erumaetíð glaðii að sýna þó ekkert sé keypt. The Empire Sash & Door Co. - — ----------Umltod —------------ HENRY AVE. EAST - WINNIREG Phone A-6275 K O L Phone A-6275 Drumheller Lethbrldge Saunders Creek American Hard Vér beiðumst aðeins að þér reynið oss með eina pöntun og erum vér þá vissir um framhald á verzlun yðar. JAMES RESE 3(11 Fnrlprtnn Rld&r. > Phone A-6275 Aðal augnamið vort, fyrst og síðaist og alt af er ánægðir akiftavinir. Phone A-6275 KOLJ KOLT vér seljum allar tegundir af KOLUM Hörðum og linum. Beztu tegund af DRUMHELLER KOLUM sem þakkjast á markaðinum. Pantauir afgreiddar fljótt Thos. Jackson & Sons Skrifstofa 370 Colony St. - Símar: B 62-63 1795 er gagn.slaust að neita staðreyndinni. Og eg er nú komin til að tala við yður um þetta. Ef þér eruð fær um að segja eitt satt orð, segið mér þá um hvað þið töluðuð. ’ ’ Constance lét hendurnar siíga og horfði í augu grömu stúlkunnar með sinum reiðiblik- audi augum. “Eg vil heldur deyja,” svaraði hún. “Þér segið satt,” hvæsti Ruth. „Það var o fmikið að heimta af yður. Þér eruð sjjálfar ekki nógxi blygðunarlausar til að endurtaka það fyrir saklausri stúlku. — En má eg svo spyrja hvað þér ætltö að gera? Hver áfonm yðar cru?” “Hvaða áiform eg hefi?” endurtók Con- stance lágt. “.Tíá, yður hefir gengið vel, alt að þessum degi. Én nú — þegar þér hafið verið svo hepnar, að tæla. ránfeng yðar í gildru, hvað ætlið þér þá að gera? Þér ímyndið yður má- ske, að engar hindranir séu á milli yðar og Brakespeare aðalskórónu. Heimskingi! Ilald- ið þór að greifinn ætli að giftast yður? Þér þekkið hann ekki nógu vel, ungfrú Graham. Hann að giftast yður — yður!” Húu horfði á öonstance með ósegjanlegri fyrirlitningu og sagði svo: “Hve heims*kan sem þér álítið greifann vera, er hann þó ekki nógu heimskur til þe-ss að giftast ungri stú'lku, sem samþykkir að eiga leynifundi með honum í hans eigin húsi um miðja nótt.” Fyrst var Constance mállaus, svo lyfti hún hendinni, benti á dymar og sagði: “Fanð ]>ér út úr mínu herbergi, 'lafði Ruth.” En Rutli stóð kyr og horfði á Ihana. “Eg vissi að þér munduð segja þetta, en þér munuð hrátt Ibreyta um skoðun gagnvart inér. Ef eg hlýddi skipun yðar, vitið þér þá hvað eg mundi gera? Já, eg færi beint til greifainnunnar, og segði henni hvað fyrir hefði komið.” “Farið þér,” sagði Constance skipandi. En þar eð hún sá afleiðingarnar af þessu, varð hún óákveðin. Því, hvað gat hún sagt grexfa- innunni, sem ekki opinberaði leyndarmál greifans? “Eins og þér sjáið, eigið þér enga björg- unarvon,” sagði lnxn. ‘,Og.það var heldur ekki áform mitt, að svo skyldi vera. Þér eruð í mínu valdi, ungfríi Graham, og eg ætla að ráða yfir yður. Takið eftir þvi sem eg segi. Eg vil að þér yfirgefið kastalann áður kiukku- stund er liðin.” Constance hi'ökk við. “Ó, eg skil; þér treystið því að hann varð- veiti yður,” sagði Ruth með háðsfbrosi. “En eg skal segja vður, að hann fór úr húsinu um byrjun dagrenningar, og kemur ekki aftur fyr en seint í kvöld eða nótt. Ef þér gerið eins og eg segi, getið þér farið héðan án þess að vekja hávaða eða hnevksli, en annars----” Lalfði Rutli þagnaði.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.