Lögberg - 02.03.1922, Page 2
Ui 2
LOGBERG, FIMTUDAGINN 2. MARZ 1922.
Loksins laus við nýrna
sjúkdóminn.
624 Champlain St., Montreal.
f
1 þrjú ár þjáðist eg stöðut af
nýrna og lifrar sjúkdómi. Eg
var alveg að missa heil&una og
engin meðul sýndust geta bjargað
tók eg að nota Frit-a-tives og
áhrifin voru óviðjafnanieg. Höf-
uðverkurinn, stíflan, nýrna og lifr-
arþrautirnar, hurfu á svipstundu.
Allir sem þjáðst af slíkum sjúk-
dómum ættu að nota “Fruit-a-
tives.’
50 cent hylkið, 6 fyrir $2,50
reynsluskerfur 25 cent. Fæst hjá
öllum lyfsölum, eða burðargjalds-
frítt frá Fruit-a-tives Limited,
Ottawa.
Enska þjóðin og Spánar
samningarnir.
Einar H. Kvaran rithöfundur
segir frá ferð sinni til
Englands.
pað var ekki fyr en snemma í
júlímánuði síðastliðnum, að al-
menningur á íslandi fékk að vita
að Spánverjar ætluðu að gera til
raun til að kúga okkur íslendinga
til að afnema aðflutningsbannlög-
in. Bjuggust sumir við því í
fyrstu að landstjórnin mundi telja
það skyldu sína að gera alt sem
unt væri til (þess að forða því, að
sjálfskvörðunarrétti landsins yrði
þannig traðkað. En þær vonir
brugðust gjörsamlega. Framkoma
Iandstjórnarinnar verður skýrust
þegar þess er minst, að sá maður,
sem hún hefir útnefnt sem full-
trúa sinn á Spáni, er hr. Gunnar
Egilsen, fyrverandi ritstjóri and-
banningablaðsins “Ingólfur.”
Bannmennimir islenzku urðu
því að taka málið í sínar hendur,
þegar stjórn landsins brást svo
gersamlega skyldu sinni. Verð-
ur hér ekki frá öllu sagt, sem
reynt hefir verið að vinna. En
hið sjálfsagðasta var talið það,
að senda erindreka til Englands,
til þess að leita trausts og álits
álits þeirra manna þar í Iandi,
sem áhuga hafa fyrir útrýming
vínbölsins í heiminum. Til
þeirrar farar var Einar H. Kvar-
an rithöfundur sjálfsagður, fyrir
allra hluta sakir. En fram eft-
ir sumrinu var hann annarstaðar
á ferð, eins og frá hefir verið
skýrt hér 4 íblaðinu — á fundum
bindindis og bannmanna í Kaup-
mannahöfn og Lausanne i Sviss.
En þegar Einar Kvaran kom
heim úr þeirri för, var það skjót-
lega ráðið að hann færi til Eng-
lands af háifu Stórstúku Islands.
Og hinn 6. okt síðastliðinn lagði
hann af stað. Hann kom heim
aftur í þessari viku. Hefir rit-
stjóri þessa blaðs fundið hann að
máli og hefir eftir honum þær
fréttir sem hér fara á eftir:
Hjá bindindismönnunum ensku.
Hinn 11. október kom Einar H.
Kvaran til Lundúna og fór þá
þegar á fund forseta alheims-
bandalags bannmanna, sem þar
býr og heitir Mr. Hayler. Er það
skemst af viðfcökunum að segja,
að þær voru hinar allra alúðleg-
usitu og allan tímann sem Einar
Kvaran dvaldist á Englandi var
Mr. Hayler jafnan boðinn og bú-
inn til að vinna alt sem unt var
til að erindislok yrðu sem mest
og bezt.
Hittist svo vel á að fáum dögum
síðar átti að halda ársjþing tveggja
hinna mestu félagssambanda
enskra bindindisfélaga. Var
annar fundurinn háður í Manc-
hester, en hinn 4 Glasgow. Mr.
Hayler kom Einari Kvaran þegar
í samíband við forgöngumenn
funda þessara. Annað félagið
hefir aðalskrifstofu sína við hlið-
ina á Wesminster Abbey, rétt hjá
parlamentshöllinni.
Mr. George Wilson heitir maður
sá sem einkum hefir forystu félags
skapar þessa og var Einari tekið
opnum örmum af honum eins og
af öllum öðrum.
En í fyrstu var að heyra að
Mr. Wilson teldi öll tormerki á að
nokkuð væri hægt að gera. Og
það kom skjótt í Ijós hvað því olli..
Vínblöðin ensku höfðu flutt þær
fregnir af fslandi að í raun og veru
væri deilumálum lokið milli Spán-
verja og íslendinga, því að ís-
lenzka þjóðin kærði sig'ekkert unj
að halda í bannlögin. Höfðu
víníblöðin lagt hið mesta kapp á
að sannfæra ensku þjóðina um
þetta, og þeim hafði tekist það
svo vel a jafnvel 'bannmennirnir
héldu að það væri satt.
Fyrsta verkefni Einars Kvar-
ans vár því það að fræða Mr. Wil-
son um hið sanna í þessu efni.
Hann benti Mr. Wilson á: að alla
tíð síðan 1916 hefði löggjöfin ís-
lenzka hnigið í þá áttina að bæta
bannlögin, að yfirlýsingar af
hálfu þeirra manna, í sjálfri
Reykjavík, sem mest gætu um á-
hrif laganna dæmt, t. d. borgar-
stjóra, lögreglustjóra o. fl., sýndu
ljóslega hve mikið gagn þau hefðu
gert, og að t. d. við síðustu kosn-
ingar í Reykjavík, hefðu allir 12
frambjóðendanna skuldbundið sig
til að greiða ekki atkvæði með af-
námi bannlaganna né neinum
breytingum sem spiltu lögunum,
og yfirleitt ekkj verið vafi um
langflesta þeirra að þeir væru
eindregnir bannmenn.
Var það einkum síðastnefnda
ástæðan sem sannfærði Englend-
inginn. Hann skildi það að af
því mátti ljóslega marka hug ís-
lenzkrar alþjóðar. Og þá var
hann reiðubúinn til að gera það
sem unt væri að gera og bauð
Einari Kvaran fyrst og fremst að
koma og tala á hinum mikla fundi
í Manchester.
Á fundinum íí Manchester var
saman kominn mikill fjöldi manna
og margt stórmenna. Yfir 500
fulltrúar voru þar frá ýmsum fé-
lögum hvaðanæfa að af Englandi.
Sá fulltrúafundur greiddi atkvæði
um allar ályktanir. En auk
þess var haldinn oipinn fundur,
sem sóttur var af mörgum þús-
undum manna.
Einar Kvaran flutti þar ræðu
og skýrði frá málstað okkar ís-
lendinga. Var ,henni tekið á-
gætlega af fundarmönnum. Tóku
margir til máls og hnigu ræður
allar á einn veg. Var síðan
samþykt af fundinum eindregin
fundar ályktun íslendingum í vil.
Er sú ályktun stíluð til alþjóða
bandalagsins og hefir áður verið
sagt frá henni hér í blaðinu. Á-
lyktunin var samþykt í einu hljóði
og með miklum fagnaðarlátum og
hvað eftir ananð var vikið að máli
þessu á fundinum.
Fundurinn í Glasgow var háður
fáum dögum síðar, en ekki gat
Einar Kvaran sótt þann fund
sjálfur. Áhugamenn af Manc-
hester fundinum tóku það og að
sér að flytja málið. Árangurinn
varð og hinn bezti. Hinn fjöl-
menni fundur í Glasgow sam-
þykti samskonar áskorun til al-
þjóða'bandalagsins og var hún líka
send til spönsku stjórnarinnar.
Auk þess kaus fundurinn sér-
staka nefnd til þess að fara með
áskprunina á fund Roberts Cecils
lávarðar, sem af Englands hálfu
er einn aðalmaðurinn í ráði al-
þjóðabarfdalagsins.
I parlamentinu enska.
pegar Einar Kvaran kom aftur
til Lundúna af fundinum í Manc->
hester, kom hann að máli við flokk
enskra þingmanna, sem kunnir eru
að því að vera hlyntir bindindis
og bannmálinu.
pótti það tíðindum sœta að hóp-
ur enskra þingmanna skýldi verja
til þess íhálfum degi, því að ann-
ríki var afarmikið í enska þinginu.
1 einu af nefndarhehbergjun-
um í neðri málstofu enska parla-
mentisinsv veglegum sal og skraut-
legum, flutti Einar Kvaran ræðu
um málið fyrir ensku þingmönn-
unum. Umræður urðu miklar á
eftir og ahugi þingmannanna mik-
ill.
En niðurstaþa þeirra umræða
hefir ekki verið birt á Englandi
og að svo komnu máli verður hún
tkki heldur birt hér á landi.
Hjá ensku kirkjunum.
Volcjugur bindindisfélagsskap-
ur er meðal kirkjudeilda Stóra-
Bretlands. í félagsskap þess-
um eru 14 enskar kirkjudeildir.
Forseti yfirráðs félagsins er erki-
biskupinn í Cantaraiborg.
Einari Kvaran var boðið að
koma á fund hjá yfirráði þessa
félagsskapar. Hann flutti þar
ræðu og svaraði forseti mjög hlý-
lega. Á eftir umræðunum á-
kvað yfirráðið að senda málið til
allra kirkjudeilda félagsskapar-
ins, með hvöt um að þær sendu
áskoranir til spönsku stjómarinn-
ar um málið. Var því von um
að af hálfu þessara kirkjudeilda
kæmu fram 14 áskoranir þessa
efnis. \
Etfir samtal við forstöðukonur
fyrir stærsta kvenbindindisfélagi
Englands voru horfur á að félag-
ið mundi senda drotningunni á
Spáni, sem er ensk prinsessa, til-
mæli um að beita áhrifum sínum
gegn því að Spánverjar hefðu í
frammi þetta atferli við ísland,
sem félagskonum fanst vera ó-
hæfa.
Hversu margar áskoranir muni
koma alls, af hálfu bindindisfé-
laganna, bæði til alþjóðabanda—
lagsins og Spánverja, verður ekki
með vissu sagt, en gert ráð fyrir
að þær mundu verða um 40.
Hjá konsúl Bandarík janna.
Vitanlega átti Einar Kvaran tal
við mesta fjölda einstakra manna
um málið. Og meðal þeirra var
konsúll Bandaríkjanna í Lundún-
um.
Að sjálfsögð’U talaði konsúllinn
mjög varlega um þetta mái og
fullyrti ekkert. en alt tal hans laut
að því, þá er hann hafði rannsakað
þau gögn sem málið snertu, að
vart gæti hjá því farið, væru al-
varlegar tilraunir til þesis gjörð-
ar, að fá mœtti nægan og góðan
markað í Bandaríkjunum fyrir
þann fisk, sem íslendingar flytja
nú til Spánar, ætti að því að reka
að Spánverjar lokuðu markaðinum
með tollmúrum.
Má geta þess að Bandaríkin
flytja ' árlega inn fisk fyrir 47
miljónir sterlingspunda. En
andvirði þess fiskjar, sem við;
flytjum árlega til Spánar, er um
330 þú—s. stenlingspunda.
Aðalmálgagn enskra fiskimanna.
Einar Kvaran átti enn fremur
tal við ritstjóra aðalblaðs enskra
fiskimanna, sem heitir “Fish
Trades Gasette.” Og um það lejdi
sem hann var að hverfa heim kom
út ritstjórnargrein í blaðinu um
niálið.
í greininni er skýrt mjög vin-
samlega frá málinu. Höf. tek-
ur enga afstöðu til bannsins. Seg-
ir að Spánverjar geri kröfru sínar
vegna “principsins”, og hvernig
sem menn annars líti á bannið,
þá sé ekki um hitt að villast, að
fslendingar hafi til þess stofnað
í því skyni að auka siðferðilegan
og efnalegan velfarnað lands síns.
Höf. getur um samþyktirnar sem
gerðar voru í Kaupmannahöfn og
í Louisanne. Hann talar kulda-
lega um Spánverja, þar sem þeir
ráðist á fslendinga, þar sem vit-
anlegt sé að miklu meir muni um
Bandaríkin, en á þau þori Spán-
verjar ekki að ráðast. Höf. tel-
ur ekki ólíklegt að Bandaríkin láti
máilið til sín taka og eigi fslend-
ingar að leita liðs hjá þeim.
Ritstjórinn endar grein sína
með þeim orðum, að að vísu séu
íslendingar köppinautar brezkra
þegna, en hvað sem því líður, þá
sé 'þó það til sem heitir samvizka
í viðskiftum manna á meðal. Og
brezkir fiskiútflutningsmenn hafi
fylstu samúð með nágrönnum sín-
um norður í hafinu.
Tvö bréf.
Um leið og Einar kvaran var að
kveðja áhugamennina ensku,
spurði Mr. Wilson hvort ekki
væri rétt að hann ritaði
forsætisráðherra fslands um
málið, bæði að því er
snerti erindslok Einar Kvarans
og eins um hitt, hve enskir bind-
indismenn álitu að mikið væri í
húfi, um framgang þessa máls í
heiminum, er fsland nú tæki á-
kvörðunsdna.
Af eðlilegum ástæðum er ekki
nánar sagt frá efni þess bréfs. En
hitt bréfið ritaði forseti alheims-
bandalags bannmannanna, Mr.
Hayler, og fer það hér á eftir í
þýðingu:
Kæri herra Kvaran!
pegar þér mú hafið afráðið að
íara heim til ísíandis, til þess að
skýra frá árangri ferðarinnar, þá
langar mig til að taka það fram,
að eg held að það sé rétt gjört af
yður. Hér er ekkert unt að gera
meira, nema að þér eða einhver
annar maður sé skipaður af stjórn-
inni til þess að tala í hennar
nafni við valdlhafana hér, og ef
unt er gera samninga um nýja
markaði fyrir fiskinn.
pegar eg nú dirfist að skrifa
yður um það, hvers virði að koma
yðar hingað hefir verið, þá lang-
ar mig til að taka það fram, hve
mikil gleði það hefir verið fyrir
mig að bjóða yður velkominn til
þessa lands og að mér hefir veists
sú ánægja að láta yður ná tali af
þingmönnum vorum, ameríska
kons>úlnum og fjölda vina vorra,
sem riðnir eru við helzta bind-
indisfélagsskap vorn.
Eg er sannfærður um það, að
ræðurnar, sem þér hafið haldið,
hafa komið því inn hjá öllum, að
gera alt sem þeiim er unt til þess
að aðstoða þjóð yðar til þess að
halda uppi bannlögunum. Eg
er sannfærður um það, að þér haf-
ið trygt yður siðferðislegt fylgi
mjög mikils mannfjölda rneð þjóð
vorri og sýnilegt merki þess er
sá mikli fjöldi af á'lyktunum, sem
nú er verið að senda pjóðbanda-
laginu og stjórn Spánar. tJrslitar
atriðið er það að finna nýja
markaði fyrir fiskinn, sem nú fer
til Spánar. Og öllurn þeim, sem
við höfum komist í kynni við, ber
saman um það, að sé Island ráðið
í því að standa við löggjöf sína,
þá muni allmargir staðir í Banda-
ríkjunum og á vesturströnd Af-
ríku opnast fyrir fiskinn. Eg
treysti því að stjórn yðar og þeir 1
menn sem eiga stórmikið undir
fiskiframleiðelu íslands, muni að-
hyllast þær bendingar, sem amer-
íski konsúllinn og ýmsir þingmenn
vorir hafa komið með.
’Eg treysti því aið þegar þlérj
komið heim, muni yður takast að!
ieggja málið svo fram fyrir stjórn ;
yðar og þjóð, að tafarlaust verði
gerðar ráðstafanir til þess að
finna nýja markaði, og eg vona
betri markaði en á Spáni. Verið
þess fullviss, að ef Island stendur
fast, iþá mun allur hinn siðaði
heimur standa með íslandi.. Eng-
in þjóð, sem virðir sjálfa sig, get-
ur látið aðra þjóð ógna sér með
þeim hætti, sem Spánn er að
reyna að kúga ísland tfl þess að
gera sinn vilja.
Að endingu skal eg taka það
fram, að alheimsbandalag bann-
manna mun gera alt sem í þess
valdi stendur til þess að aðstoða
ykkur.
Eg er þegar í beinu sambandi
við alla embættismenn alheims-
bandálagsins, og hvern einasta
mann í stjórnarnefnd þess, og eg
hefi ritað nokkur bréf til hinnar
amerísku greinar bandalagsins,
til þess að brýna fyrir mönnum
að taka að sér miálið af mikilli al-
vöru, og eg er sannfærður um
það, að alt, sem unt er að gera,
verði fyrir ykkur gert.
Með vinar kveðju,
yðar einlægur,
Guy Hayler.
Augu hins siðaða heims hvíla á
Islandi.
í ferðalagi þessu talaði Einar
Kvaran við fjölda hinna mætustu
manna hins enska heims og
heyrði marga tala. Hann dregur
það saman í þrjú atriði, sem
þessum mönnum öllum bar saman
um, og sem þeim fanst vera
þungamiðja málsins.
1. Að úrslit hins mikla máls í
heiminum, bindindis og bannmáls-
ins, séu nú að sinni að ákaflega
miklu leyti undir íslandi komin.
Að öllum hinum mörgu andstæð-
ingum vínbölsins, um heim allan,
hl-jó;ti að vera það óumræðilega
mikið áhugamál, að ísland verði
ekki undir í deilunni við Spán-
verja. Að kúgun íslands myndi
valda því, að óhug slægi á þá
menn, sem fyrir þessu mikla máli
berjast.
•2. Framan af voru menn var-
kárir að tala um hina hlið máls-
ins. í slíku máli verði hver þjóð
ráða sér sjálf og ekki sé rétt að
hafa áhrif á það. En því sé ekki
að neita — sem og kemur fram í
bréfi Haylers — að ef ísland
standist þessa raun, þá hljóti því
að aukast stórkostlega samúð og
virðing alls hins mentaða heims.
En ef ísland láti bugast, þá virði
það enginn — menn geti skilið
það, menn geti fyrirgefið það —
en þá fjölgi vinum íslands ekki.
3. pað lá enn fremur á bak við
aít, þótt gætiilega væri það talað,'
að hér lægi meira á bak við en
bannmálið eitt, sem sé það,
hvernig hinn siðaði heimur líti á
tilverurétt smáþjóðar. pví að:
ef reyndin verður sú, að hægt er
a ðkúga sroáþjóðirnar til að gjöra
það, sem er gagnstætt samvizku
þeirra, þá hlýtur sú spurning að
vakna: Eiga þá smáþjóðirnar rétt
til að vera til? pví að: Hvar eru
þá takmörkin fyrir því hvað hægt
er að ganga langt lí því að kúga
þær ?
Loks þetta: Hvar isem Einar
Kvaran kom í þessari ferð, og
sömuleiðis á ferð sinni fyr í sum-
ar, þá voru menn alstaðar á einu
máli um það, undantekningarlaus,t
að hér væri um kúgun að ræða,
og ekkert annað en kúgun við
litla þjóð.—Tíminn.
--------o---------
Newfoundland og
Canada.
Allmikið er um það talað um
þessar mundir, hvort ekki væri
hagkvæmlegra fyrir Newfound-
land, að ganga í bandalag við
Canada, eð réttara sagt, gerast
hlekkur í hinu canadiska fylkja-
sambandi.
Stuðningsmenn slíkrar sam-
steypu balda því fram, að hvort-
tveggja landanna gæti haft af
því töluverðan hagnað, einkum þó
Newfoundland, er hefir við að
stríða feykileg j árnbrautarvand-
ræði, er að einhverju lejrti kynni
að greiðast úr með náinni sam-
vinnu við stjórnarvöldin í Can-
ada. Járnbrautum Newfound-
lands er stjórnað af hinu svo
nefnda Reed Newfoundiland fé-
lagi og lentu þær í slíkum fjár-
hagskröggum meðan á strðinu
stóð, að stjórnin varð að leggja
hálfa aðra miljón dala á ári til
starfrækslu þeirra. pá eru og
ýmsir þeirrar skoðunar, að ef
nokkuð yrði úr þessu umrædda
sambandi, mundu Newfound-
lands brautimar renna saman
vio yjooeigna orautir Canaua —
oauauian iNauonx iuxwys—og við
pao sparast ao minsta itosti þaó,
ao exfcíti pyrlti nema eiu jarn-
brautarráð.
pað sem hjá Newfoundland-
mönnum svarar til uppskerunnar
í Canada, er fiskurinn. Bændur
í Vestur-Canada vita það af
reynslunni, hve hveitiverðið lækk-
ar við það, hve mikið hleðst svo að
segja í einu á markaðinn á fáum
vikum framan af haustinu. Ná-
kvæmlega það sama gildir um
fiskiframleiðsluna á Newfound-
landi. Fiskimarkaðurinn liggur
aðallega í Suður-Evrópu. Megin-
hluta fiskjarins er hlaðið á lítil
flutningsskip og reynt að koma
sem mestu í burtu að haustlaginu
til Miðjarðarlhafslandanna, áður
en fram á vetur líður og versna
tekur í sjóinn. Af þessu leiðir
það, að of mikið af fiski kemur
á markaðinn tiltölulega á mjög
skömmum tíma og lækkar þar af
leiðandi í verði. petta fellur
Newfoundlandsbúum illa, sem
eðlilegt er og hyggja því ýmsir,
að á þessu mundi ráðin nokkur
bót, ef samsteypan fengi fram-
gang, með því að Canada á, sem
kunnugt er, talsverðan verzlun-
arflota, ermundi geta annast um
fiskiflutninga frá Newfound'landi
á þeim tímum’, sem hentugastir
þættu í sambandi við söluna.
Einn af ákveðnustu andstæð-
ingum þessarar landasameining-
ar, er Hon. W. C. Coaker, fiski-
veiða ráðgjafi stjórnarinnar á
Newfoundlandi og forseti félags-
skapar þess, er Newfoundland
Fishermen’s Protective Union
nefnist. Hann heldur þvií fram,
að Canada kaupi lítið sem ekkert
af vörum frá Newfoundland, en
sé jafnframt iþví hættulegur
keppinautur á heimsmarkaðin-
um, að því er fiskiframleiðslu og
sölu snertir. Auk þess telur hann
fiárhag Canada þannig farið um
þessar mundir, að Newfoundland
mundi Mtt græða á samsteypunni.
Hvort mál þetta kemur itil nokk-
urrar alvarlegri íhugunar f ná-
inni framtíð, skal engu um spáð,
en hitt er víst, að því fer mjög
fjarri, að íbúarnir í hvoru land-
inu um sig, iséu svo sameinaðir,
að nokkurt viðlit sé, að sliík sam-
steypa fengi framgang við at-
kvæðagreiðslu, þótt fyrirskipuð
kynni að verða, eins og nú er á-
statt meðal beggja þjóðanna:
--------o--------
Frá Grænlandi.
eftir
Rannveigu H. Líndal.
I.
Fimtudaginn 1. 'sept. er síð-
asti dagurinn sem eg er í Reykja-
Vík, áður en eg fer af stað til
Danmerkur áleiðis til Grænlands.
pað er ákveðið, að eg fari með
“íslandi”, og á það að leggja af
stað seinni part dagsins. Eg er
snemma á fótum um morguninn.
Veður er indælt, blægjalogn og
sólskin . pokan sem’ legið hafði
yfir láglendinu er að smáfærast
fjær og fjær, og loks er hún horf-
in út í geiminn. Alt er komið á
hreyfingu í ibænum. Markaðshross
in eru rekin niður að bryggjun-
um og byrjað að skipa þeim fram.
pau koma heit og sælleg af hag-
anum, gufuna frá gljáandi kropp-
unum leggur út í tært og kælandi
morgunloftið. pau eru komin lang-
ar leiðir burt frá græna grasinu
og öllu indælu fjallafrelsi, uppi á
íslenskum heiðum og dölum. pau
eru búin að kveðja átthagana fyr-
ir fult og alt.—
Skipið er komið af stað. Kvöld-
ið er kyrt. Dökkleit draumblæja
legst yfir hauður og haf, Eg
horfi á fjöllin færast í fjarlægðar-
blámann og bæinn hverfa inn í
kvöldmóðuna.
Sunnudag 16. október. Við er-
um komin hér um bil mitt á milli
íslands. og Grænlands á skipinu
“Hans Egede”, á leið frá Kaup-
mannahöfn til Grænlands. Bjart
uppi yfir, en rosaveður, svo skip-
ið ruggar voðalega. Sá á ekki von
á góðu sem gleymir að halda sér.
Sumir farþegar mjög sjóveikir,
þar á meðal einn Norðmaður, sem
er starfsmaður við blýantsnám-
una á Grænlandi. Skipstjóri stríð-
ir honum og segir að Islendingar
séu meiri sjóhetjur en Norð-
menn, þvlí að eg er frísk. En
Norðmaðurinn færir sér það til
málsbóta, að hann sé námumaður,
vanur að hafa fast fjall undir
fótum.
19 október. öldurnar lækka og
ísbjörgin sem við förum fram 'hjá,
boða að landið sé í nánd. Nú kl.
6 e. m., erum við komin í land
sýn. Eg kíki, en sé ekkert nema
eins og hvíta skýflóka yst við
sjóndeildarhiringinn, sem kvöld-
sólin gyllir. Skipstjóri segir að
þetta sem sjáist séu hæstu fjöll
syðst á Grænlandi, og eg trúi því.
Til hátíðabrigða þetta kvöld fá-
um við auka trakeringar, rúsín-
ur, epli og Vín. pað er altaf siður
að gera þetta á “Hans Egede”
þegar komið er í landsýn.
. Morguninn 21. október vorum
við komin inn í Júlíanehaabs-
fjörðinn. Búin að fara í gegnum
allan íshroðann. Firðir og sund
auð alt í kring. pað er morgun;
sólin er komin upp og gyllir fann-
hýítar fjallbreiður inn yfir land-
ið, svo langt sem augað eygir.
COPENHAGEN
Munntóbak
Þetta er tóbaks-askjan sem
hefir að innihalda heimsin
bezta munntóbek,
Búið til úr hin-
um beztu. elstu,
safa - mestu tó-
baks blöðum, er
ábyrgst að vera
algjörlega hreint
Hjá öllum tóbakssölum
Lognaldan vaggar skipinu eins og ]
ofurl'ítilli vöggu. Naktar og ó-1
byggilegar strendur og lág fjöll
á allðar hliðar. Sjófuglar ’svífa
fram og aftur. Einstaka kajakk-
ar sjást, og skjótast sumir upp í
víkurnar, eða að klettunum, því
þar skjóta sjómennirnir svartfugl-
inn, hinir eru víst að veiða þorsk.
Skipið er lag^t fáein áratog
fyrir framan Julianehaabs bryggj
una,' Fólkið streymir niður að I
sjónum; það er í alla vega litum
fötum, og ber mest á rauða litn-
um. Mér detta í hug ofurlitlir
jólasveinar. — Bráðum kemur
hver báturinn á fætur öðrum
fram að skipinu, konur og menn
og börn. Kajakkmennirnir koma
einnig með veiði rína og selja
skipsmönnum. Flestir eru hlæj-
andi og áhyggjulausir á svip. Ó-
blandaðir Grænlendingar líkjast
mest Kínverjum að yfirbragði,
minni vexti yfirleitt en Skandí-
navar. Hér eru þeir orðnir bland-
aðir Dönum í marga ættliði, og
eru því orðnir hvtítir, þótt græn-
lenzku ættarmerkin sjáist glögt.
Afstaða Julianehaabs þorpsins
er falleg. Fjörðurinn sunnan við.
Klettahæðir vestan og austan.
Stórt vatn norðan og lágt fjall
að ibaki. úr vatninu rennur á í
gegn um þorpið. Helstu hús eru
þessi: Kirkjan, barnaskólahúls
stórt, læknisbústaður og , spítali.
1 samibandi við hann er ljós-
mæðraskóli. pá er prestssetrið
og bústaður nýlendu'stjóra og
verzlunarhúsin, með póststofu.
Efst af húsunum vestanvert er
hið nýja hiús hr. Hvalsöens fjár-
ræktarstjóra.
23. október, sunnudag. Kl. 10
f. h. messa fyrir Grænlendinga,
en fyrir Dani kl. 2 e. h. Við far-
þegar, undir 20', sem flest fórum
hingað, gengum 'í kirkju ásamt
Dönum. Kirkjan er fallegri inn-
an, en vanalega gerist á íslandi.
Prýdd mörgum fallegum vegg-
mjmdum, tveim stórum Ijósa-
hjálmum og einkennilegum altar-
isdiúkum. Stórt harmoníum og
tvær númeratöflur voru í kirkj-
unni, og um leið og eg sá númera-
töflurnar, duttu mér í hug kirkj-
urnar heima, þar sem númerin
eru skrifuð á lítið reiknings-
,&pjald. Grænlendingar voru þá
komnir þetta lengra og hafa
meira að segja tvær stórar og
fallegar töflur í sinni kiricju.
Sóknarpresturinn, Kemits, mess-
aði. Hann er grænlenzkur í móð-
urætt. Messan fór fram að vana-
legum hætti. Organistinn er
grænlenzkur; er það skólakenn-
ari staðarins.
Sunnudagskveld' er gtestaboð
um borð í “Hans Egede”. Dönsku
fólki staðarins og okkur, sem með
skipinu komum, er boðið. Fyrst
var fjórréttað borðhald. 1. rétt-
ur steikt lambakjöt frá fjárrækt-
ahbúinu. Síðan drukkið (en eng-
inn drukkinn), haldnar ræður og
sungið og dansað. Grænlenzk
stúlka spilar fyrir dansinn á
harmoniku.
25. október. Eg gekk upp með
vatninu og fæ að sjá íslenzka féð.
pað er feitt og sællegt, miklu
hvítara á lagðinn en fé heima,
þegar það kemur frá afréttunum.
Eg skil ekkert í af hverju það
getur orðið svona feitt, því hér
alt um kring er ekkert annað að
sjá en eintómar urðir, grjót og
flatar klappir. Mold og jarðveg
vantar; þar sem þessi grashíung-
ur er, er jarðvegurinn þunn mosa-
þemba, af Og til með kræki- og
bláberjalyngi. Sennilega er land-
ið eitthvað öðruvísi lengra inn
með fjörðunum. Vetrarforða
handa fénu verður að afla hér
langt frá. pað er heyjað með ís-
lenzkum verkfærum, en hejrið hefi
eg ekki séð. En þetta fæ eg að
sjá alt saman í sumar.
Eg á að byrja ullarvinnukensl-
una nú um helgina. Ljósmóður-
skólanemendurnir verða fyrstu
nemendur mínir. pær eru komn-
ar víðsvegar að frá Vestur-Græn-
landi.y Eitthvað hafa þær lært
flestar. peim er svo ætlað að
kenna frá sér, það sem hér verð-
ur kent.—Tíminn.
--------o---------
Kvæði.
Till tunglsins.
(Eftir Goethe).
Rökkurljóma reifar þú
runn og dal á ný;
andann loks þú leysir nú
læðing hneftah í.
Birtuþýtt og mildi mýkt
minn þú gyllir stig;
ástarauga ljúfu líkt
llítur þú á mig.
Bergmál óma yndisleg
inst í hjarta mér,
milli gráts og gleði eg
geng í rónni hér.
Áfram líð þú, elfur skygð;
aldrei gleði eg finn.
Burt var kæti kosis1 og trygð
knúð sem straumur þinn.
Eitt sinn þó á æfibraut
yndið dýrst eg fann,
sem þó bakar þrá og þraut,
því ei gleymast kann. —
. Renn þú elfur, streymdu strítt
stattu hvergi við;
hýísla lag við ljóðið mitt ,
láttu þungan nið.
Er þú vex með vatnadyn
vetrarnóttu á
eða vænu vorblómin
vökvar ung og smá. —
Soll er laus við halur hver
heimisins gllaumi fjær,
er með vin í örmum sér
ástar notið fær.
pað, sem dulið öllum er,
og engan gruna má,
um huliðskjomi hjartans fer
hljóðri nóttu á.
Sváfnir. —Morgunbl.
LOGBERG
Eina blaðið í landinu, sem
ekki hefir hœkkað í verði.
Œtti það ekki að vera næg ástæða
til að afla því vinsælda og fjölga
kaupendum, fyrir utan að vera
lang stærsta ísl. blaðið sem gefið
er út vestan hafs og austan.
KOSTAR AÐEINS $2.00
Gerist kaupandi að því blaði sem
ekki aðeins flytur mestar og bezt-
ar fréttir og fróðlegar greinir held-
ur erogrýmilegt í viðskiftum.