Lögberg - 02.03.1922, Side 6

Lögberg - 02.03.1922, Side 6
3!s. ð LÖOBESG, FTMTUDAGINN 2. MARZ 1922. Stolna leyndarmálið. “Nei, eg — eg 'vil efcki llieyra meira af l>essu tali yðar,” svaraði hún. “Eins og eg fyrir löngu síðan sagði yður, 'hr. Fenton, er mér ómögulegt að endurgjalda itilfinningar yðar. Ef yður þykir að einhverju leyti vænt um mig, verðið þér að sýna ’það með því að yfirgefa mig nú. ” Hann stóð og horfði á hana, meðan hann dró andann með erfiðleikum. “Gætið þess hvað það er, sem þér neitið, Fonstance,” sagði hann ísm^ygilega. “Þér eruð fullþroskuð stúlka, nú — ekki óreyndur unglingur. Þér hafið reynt nokkuð af ógæfu <>g mótlæti lífsins. Þér hafið haft mikið við að stríða — ekki átt neina viðfeldna æfi hin^- að til. Komið til mín—verðið koan mín—, þá skal eg gera líf yðar fyrirhafnarlaust og ánægjulegt. Þér getið ekki heðið mig um neitt, sem eg skal ekki með mestu ánægju veita yður.” Hann leit í kring um sig í herberginu og bætti við: “Hugsið yður! 1 skiftum fvrir þessa fátækt og óhreinindi, bvð eg yður stöðu meðal hinna efstu í mannfélaginu.” Constance ljrfti höfði meðinu með sæmd. “Þér segið, að þér þekkið mig,” sagði hún með sárri gremju, “og samt hvetjið þér mig til að selja sjálfa mig. Segið þér ekki cinu orði meira. Þó eg væri eins ágjörn og þér álítið mig vera, er eg þó ekki að öllu leyti svift allri sómatilfinningu. ” ósjáífrátt, máske án þess hún \dssi það, varð 'henni Jitið á blaðastaflann, sem hún hafði rnnið við með svo miklu kappi. Það leit út fyrir, að ‘hann skildi hana ekki, en á næstu sekúndu lék bros um varir hans. Hún leit á bann með ákveðinni tilfinningu um, að eitthvað öfugt væri nú á ferð. “Þér höfðuð þá engan grun um, að hern- aðarkænska ætti sér stað hérF’ spurði hann og benti á blöðin. Hún leit af þeian og á hann. “Hvað—hvað meinið þér?” stamaði hún. “Þér skiljið það þá ekki enn þá?” svaraði liann. “Getið þér ekki gizkað á að það var eg, sem sendi manninn til yðar, með þetta falska tilboð?” Hún hné niður á stólinn og huldi andlitið með höndunum. Hann hraðaði sér til hennar, og horfði undrandi og dálítið iðrandi á örvilnanina, sem framkoma hennar lét í ljós. “Constance,” sagði hann í bænarróm. “Fjrrirgefið mér! Eg gerði þetta fyrst og fremst til þess, að geta haft yður í nánd við mig. Svo vildi eg einnig hlífa vður við þeim von- brigðum, sem margar manneskjur verði fyrir, cr halda að auðvelt sé að fá vinnu. Fyrir- gefið mér. Það er alt saman umliðið nú. Fyrir yður liggur ekkert erfiði eða strit. Að eins friður og gæfa.” Hann greip hendi hennar og bætti við um leið: “Segið að þér viljið verða konan mín, Constance —” En hún reif hendi sína úr hans hendi, og stóð snögglega upp af stólnum. “Nei, aldrei,” svaraði hún, “ekki þó þessi orð gætu frelsað mig frá að deyja úr 'hungri. Eg vil heldur betla eða deyja, en að verða kon- an yðar. Ó, hvers vegna komuð þér hingað til mín? Þér segið að þér elskið mig, og samt getið þér tælt mig og svikið! Þér vitið ekki hvað ást er! Farið þér! Yfirgefið mig undir eins!” “Eru þetta yðar síðustu orð?” shgði hann ofurlágt. “Eins víst og himinn er uppi yfir okkur, eins víst og við stöndum hér, mun sá tími koma, þegar þér verðið glaðar yfir því að vera mín — já, glöð yfir því að heyra mér til.” Hálfa mínútu stóð hann og horfði á hana með þeim svip, sem greinilega sýndi ástríðuna er í honum bjó. Svo tók hann battinn sinn og gekk út með hægum skrefum. 15. Kapítuli. Með lágu ópi, sem gaf í skyn hughægð Constance, hné hún niður á legubekkinn. En svo stóð 'hún skyndilega á fætur aftur, greip ckrifuðu blöðin, reif þau í pjötlur og fleygði þeim í ofninn, þar sem þau brunnu undir eins. Nú sá hún glogt hve hjálparlaus hún var, og vissi að þessi maður mundi aldrei láta sig í friði, því ást hans var jafn vægðarlaus og hatrið. Hann hafði spæjara til að gæta hennar, sem eflaust mundu taka eftir öUum hreyfingum hennar. Það var óþolandi að vita sig um- setna af þeim, en hvað átti hún að gera til að losna frá honum? Það íá við að hana sundlaði, og loftið í iher- berginu fanst henni kæfandi. Hún tók hattinn og fór út úr herberginu, sem nærvera hans hafði gert óþolandi. Ferska, kælandi Ioftið og manngrúinn á götunni, fanst henni vera Paradís með ró og hvíld, meðan hún með blæj- una fyrir andlitinu hélt áfram hugsunarlaust, þangað til hún loksins þreytt og úttauguð, stóð kyr og leit í kringum sig. Án þess að vita það hélt hún ósjálfrátt til St. James götunnar, og stóð fyrir framan einn af þessum skrautlegu klúbbum, þaðan sem ljós- birtan barst þangað sem hún stó.ð Maður kom ofan tröppuna frá klúbbnum, og leit upp og ofan götuna, Alt í einu gekk hann hröðum skrefum til Constanee og lagði hendina á handlegg hennar. Það var markgreifinn. “Constance — ungfrú Graham — eruð þér hér, og alein?” sagði hann. Constanoe svaraði engu. Iíann beið fáar sekúndur, eins og hann vissi ekki hvað hann ætti að gera. Svo fór hann með hana til rólegs veitingalhúss, og fékk hana til að drekka eitt glas af víni. “Segið mér nú alt — alt, sem fyrir yður hefir komið síðan að þér yfirgáfuð kastalann svo skyndilega,” sagði hann með lítt duldri óró og ákafa. “Eg get naumast trúað því, að það séuð þér, sem sitjið þama — að eg fyr- ir fáum mínútum síðan var næstum viti mínu fjær af vonbrigðum yfir því, að geta ekki fundið yður, og að nú —” “Þér hafið þá leitað að mér?” spurði Constance undrandi. “Já, eg hefi leitað að yður marga daga. Hvar hafið þér verið? Segið mér frá öllu?” Constance stóð upp að hálfu leyti, leit kvíðandi í kringum sig og sagði skjálfrödduð.: “Eg get ekki verið hér, lávarður.” Hann lagði hendi sína blíðlega á hennar og sagði í bænarróm: “ Að eins fáeinar mín- útur enn þá. Þér eruð enn ekki búnar að ná sjálfstjórn yðar til fulls. Segið mér nú, hvers vegna skrifuðuð þér ekki móður minni eða lafði Ruth? Hvers vegna senduð þér eklki áritun þess ættingja, sem þér hafið verið að hlynna að allan þenna tíma? Hélduð þér máske að okkur — að þeim — stæði alveg á sama, hvemig yður liði og hugsuðu alls ekki um vður?” Constance studdi hönd undir kinn. Hún vissi ekki hvað hún átti að segja, því hvert ein- asta orð sem hún segði, gæti verið hættulegt. “Þegar eg kom heirn aftur um kvöldið,” sagði hann enn fremur,, “var mér sagt að gerð hefðu verið boð eftir yður mjög skyndilega, og að þér befðuð farið án þess að segja eitt orð við nokkra manneskju aðra en lafði Ruth. Og bún sjálf kvaðst vita mjög lítið. Hver er orsökin til þess að þér fómð svo snögglega, án þess að kveðja nokkra manneskju? Þér viljið líklega segja mér það?” sagði hann alvarlegur. “Eg — er í London, lávarður,” svmraði ■hún með erfiðisinunum. “Eg hefi ekkert að segja, nema að eg gekk út í kvöld og viltist. Eg verð nú strax að fara,” bætti hún við og stóð upp. “Þér spyrjið mig ekki að því, hvers vegna eg hefi leitað yðar,” sagði hann, þegar þau voru komin út á götuna, og hann lagði hand- !egg hennar í sinn. “Eg hefi sorglega fregn að segja yður. ’ ’ “Að segja mér?” sagði Constanee, hrædd um að nýtt mótlæti bígri sér að höndum. “Já,” svaraði hann. — Arol—” Hún greip fram í fyrir hounm með lágu liljóði, og leit á hann allæst. “Látið mig ekki hræða yður,” sagði hann alúðlega. ‘ ‘ Hann er ekki dáinn, en hann er mjög veik- ur.” — “Arol veikur! Ó, lávarður!” var alt sem hún gat sagt. “Já, hann varð innkulsa sama daginn og þér fórað, og versnaði fljótlega. Hann hefir verið og er enn þá, mjög veikur. Læknirinn er hræddur um —” “Hann endaði ekki setn- inguna. “Vesalings barnið!” sagði Constance hélf- grátandi. Arol var henni nefnilega mjög kær. “Eg er eimnitt nýbúinn að fá símrit að heiman, og í þ\rí er sagt, a ðhitaveikin sé á hæsta stigi, og að hann sé enn þá meðvitundar- laus Daginn sem hann veiktist, fór hann strax að spyrja eftir yður, og hann hefir altaf síðan verið að kalla á yður, og beðið yður mjög innilega að koma til sín.” Constanee grét, en var mjög stilt. “Móðir mín er utan við sig af kvíða og hræðslu,” sagði hann enn fremur. “Hún beiddi mig um að reyna að finna yður, og biðja yður með innilegri alúð að koma aftur til okk- ar, ef þér með nokkru mögulegu móti getið yf- irgefið vðar veika ættingja. En þó að hún hefði ekki sent mig, hefði e gsamt farið að ieita yðar. Eg kom til London fyrir fjóram dögum síðan og hefi alt af verið að reyna að komast eftir verastað yðar. Eg komst eftir því, að þér höfðuð komið til böfuðstaðarins, en svo gat eg ómögulega fengið meira að vita. 1 kvöld var1 eg að hugsa um hvað eg ætti nú að gera. Sáuð þér ekki auglýsinguna í “Dags- póstinum”?” “Nei,” svaraði Constance ofur !ágt. “Nei, það var óþarft að spyrja um þetta, því þér h^fðuð áreiðanlega svarað — er það ekki satt?” “Eg hefði verið komin til hans, þó eg hefði verið á öðrum enda hóimsins, ef eg hefði vitað að hann var veikur, lávarður,” svaraði 'Constance, sem á þessari stundu gleymdi öllu öðra en veika drengnum. “Já, það ímyndaði eg mér,” sagði hann. “Viljið þér þá verða mér samferða heim, eins fljótt og mögulegt er?” “Já, það vil eg,” svaraði hún án þess að fhugsa sig um eitt augnablik. “Hvenær get eg farið?” “Það fer lest í fyrramálið klukkan átta; getið þér verið tiilbúnar að fara með henni?” “ Já, það get eg auðveldlega,” svaraði hún. Nauðsynin á að flýta sér, kom henni til að gleyma því, að hún var ekki vel frísk eftir á- reynsluna við ritstörfin undanfarna daga. “En fer engin lest í kvöld, lávarður Brake- speare?” “Það fer ein lest kl. tólf í nótt,” svaraði hann, “en—” “Þökk fyrir, þá vil eg fara með henni,” sagði Constance ákveðin. Hann leit á úrið sitt. “Nei, það er naumast mögulegt,” sagði hann. “Þér yrðuð í öllu falli að flýta yður, en þér erað ekki vel hraustar.” “Eg finn að eg er nógu hraust til að geta gengið alla leið til hans, ef það væri nauðsyn- 'legt,” sagði hún áköf. “Viljið þér vera Svo góður að útvega vagn, lávarður?” Hann leit alvarlega til hennar með þeim augum, sem sýndu innilega blíðu. “Það skal eg gera,” svaraði hann alúðlega. “Arol mun sjálfur vilja og kunna að þakka \ður. Eg get ekki á þessari stundu lýst til- finning-um mínum með orðum.” Hann benti vagnstjóra að koma, og hjálp- aði ihenni inn í vagninn. Það var um þetta leyti orðið fremur kalt. Hendi hennar, s'em hann ihélt í siiyii hendi,y virtist vera köld. Hann tók yfirfrakkann sinn og vafði utan um hana, án þess að taka nokkurt tillit til mótbára hennar. Hún sagði ökumanni hvert hann ætti að fara. Greifinn sagði henni að vagninn skyldi bíða fyrir utan húsið, meðan hún væri að búa sig og kveðja húsmóður sína. “‘Verið þér ekki kvíðandi,” sagði hann svo. “Það getur vel verið að Arol sé farið að batna. Á meðan lífið er til staðar, er von — góð von fyrir sterkan dreng.” Hann ^rýsti hendi hennar, og benti svo ökumanni að fara af stað. Frú Merwyn opnaði dyrnar þegar vagn- inn keyrði að húsinu. En Constance gaf henni ckki tíma til að lýsa hræðslunni, sem hún hafði fundið til sökum hinnar löngu fjarvera hennar. “Eg verð að flýta mér til að safna saman munum mínum og fara héðan strax,” sagði hún áköf. “Eg hefi nefnilega fengið slæmar fregnir.” Hún sagði svo liúsmóðij* sinni frá ásig- komulaginu meðan hún var að koma raunum sínum fyrir x handkoffortinu. “Þér verðið að halda herbergjunum tómum banda mér,” sagði hún. “Eg- kem hingað aftur eins fljótt og eg get, og eg vil setjast hér að hjá yður aftur, ef þér viljið hafa mig?” Hún lagði dáliitla peningaupphæð á búu- ingsborðið og roðnaði um leið, en frú Merwyn ýtti þeim til hennar aftur. “Við getum beðið með að ljúka við við- skifti okkar, þangað til þér komið hingað aft- ur,” sagði hún með sinni alúðlegu stillingu. “Eg 'þarf ekki peningana núna, og — já, það getur orðið ástæða til þess, að þér komið og lítið inn til mín aftur, þó það verði ekki nema til að bveðja mig.” Constance kysti þessa sorgbitnu og þjáðu konu. “Eg mundi koma hingað aftur án þessarar ástæðu”, sagði hún, “og peningana tek eg ekki til mín aftur.” Þegar vagninn nam staðar niður við aðal- stöðina, kom greifinn gangandi til hans og ihjáipaði Constance ofan úr honnm. Hann var búinn að kaupa farseðla og leiddi hana uú inn í fyrstu raðar vagn, þar sem blöð og tímarit lágu á sætinu ásamt körfu me^ ávöxtum og smurðu brauði. Hann breiddi hlýan dúk ýfir hné hennar. “Nú verðið iþér að sofa eins mikið eins og þér getið. Eg er í næsta klefa við hliðina á þossum, ef þér skylduð vilja mér nokkuð.” Lestin var búin að fara langan spöl, áður en Constan'ce áttaði sig á þvi til fulls, að hún í raun og veru var á leiðinni til Brakespeare kastalans. “En hvað ætli lafði Rutb segji nú?” hugs- aði hún ósjálfrátt. Hún hrinti samt þess- ari hugsun strax frá sér. Hvaða þýðingu 'háfði það undir þessum kringumstæðum, hvað aðrir segðu? Það er Arol, sem er aðal atrið- ið og mest um vert. Stafirnir í tímaritinu •sem ihún hélt á, urðu ósýnilegir fyrir augum bennar. Hún lagði höfuðið á sessuna og sofnaði. Hún vaknaði ekki fyr en lestin rann inn að Berrington stöðinni. Lafði Brakespeare lauk sjálf upp fyrir henni kastaladyrunum. Hún kysti Constance innilega. “Eg vissi að þér munduð koma, góða ung- frú Graham, ef yður væri það mögulegt,” sagði hún blátt áfram og tilgerðariaust. Þegar svo greifinn laut niður og kysti hana, sagði hún: “Þú varst þá svo heppinn að finna hana Wolfe?” “Já, mamma,” svaraði hann. “Eg fann bana; en hún er mjög þreytt eftir ferðalagið og ekki vel hraust. Hún þarf að ganga til hvíldar strax.” “Lofið mér að fara upp til Arols nú þeg- ar,” bað hún. “Eg er alls ekki þrevtt; og eg finn að eg gæti ekki sofnað nú, þar eð eg hefi 'sofið alla leiðina ihingað. Gerið svo vel að leyfa mér að fara upp til hans.” Hjxíkranars túlkan stóð upp, þegar þau komu inn í herbergið fil Arols. Constanoe sá strax á litla fallega andlit- inu, að hitaveikin var mikil og í engri rénan. Hann lá þarna með gýlta hárið sitt dreift um hvíta koddann. / Hún laut niður og kysti hann og tók aðra 'heitu hendina, sem lá ofan á ábreiðunni. “Hann hefir líklega enga meðvitund nú?” 'spurði greifainnan lágt. “NeA, lafði,” svaraði hjúkranarkonan. “Ekki þetta augnablik, en eg held að hann hafi 'haft meðvitund fyrir Iftilli stundu síðan, því hann horfði á mig, og spurði eftir yður og ung- frú Graham.” “Þama sjáið þér,” hvíslaði greifainnan. Þau stóðu í nokkrar mínútur og horfðu á þetta veika barií^ sem nú fór að velta sér a^lur og fram í rúminu og tauta einhver óskiljanleg •orð. Alt í einu hætti hann þessu og lauk upp augunum. Hann lá þegjandi litla stund og 'leit svo á greifainnuna; svo sagði hann með veikri rödd: “Amrna — er hún — ungfrú Graham — komin núna?” Constance laut niður og kysti hann, og lagði 'höfuð sitt vi ðhlið hans á koddann. “Já, eg er hérna, Arol,” hvíslaði hún. Hann rak upp gleðióp og þrýsti þurru vör- Xf r • .. ■ • ,vt» timbur, fjalviður af öllum Nyjar vorubirgðir tcgundum, geirettur og al»- kortar aðrir strikaðir tiglar, hurðir og gluggar. Komið og sjáið vörur vorar. Vér erumætíð glaðir að sýna þó ekkert sé keypt. The Empire Sash & Door Co. ---------------- Limited------------- HENRY 4VE. EAST - WINNIPBG KOLT KOLT vér seljum allar tegundir af KOLUM Hörðum og linum. Beztu tegund af DRUMHELLER KOLUM sem þekkjast á markaðinum. Pantanir afgreiddar fljótt -------------o--- Thos. Jackson & Sons Skrifstofa 370 Colony St. - Símar: B 62-63 1795 unum sínum að kiun hennar. ‘ ‘ Eg er svo glaður, svo glaður, ’ ’ sagði hann lágt. “Þér — þér ætlið ekki að fara héðan íiftur vona eg?” “Nei, góði di-engurinn minn,” svaraði Constance svo lágt, að það varla heyrðist. “Nei, verðið þér hérna hjá mér—þá batnar mér að líkindum,” sagði hann kveinandi. “Eg «sakna yðar alt af, þegar eg vakna. Ó, eg er •svo þreyttur, góða ungfrú Graham.” “Kallaðu mig Constance, Arol,” sagðl bún í bliðum róm. “Fæ ég leyfi til þess? En hvað þér eruð góðar við mig! Ert það þú Wolfe frændi? Mér þykir svo vænt um að hún er komin. Þú vilt eflaiust ekki leyfa henni að fara frá okkur aftur?” “Nei, Arol,” svaraði greifinn rólegur. “Fyrst við voram svo hepnir að geta fengið bana hingað aftur, þá skulum við fá hana ti! að vera kyrra hjá okkur — er það ekki rétt? En við skulum fara maimma. Það er bezt að þau séu tvö ein,” hvíslaði hann að greifainn- unni. “Honum batnar eflaust nú, þegar hann fær ósk sína uppfylta.” “Eg verð hérna hjá honum,” sagði Con- stance við ihjúkrunarkonuna, þegar mæðginin , vora farin. “Þér getið nú farið og hvílt yð- ur. Látið þér lyfin hérna í nánd, og segið mér alt, sem eg þarf að vita, viðvíkjandi með- ferð sjúklingsins.” Hún sagði þetta með svo ákveðinni rödd, að hjúkranarstúlkan áleit réttast að hlýða. Hún iskildi því Constanee eina eftir hjá veika drengn um. Arol hreyfði sig nú ekki og þrýsti kinn sinni að hennar. Nokkru síðar fann hún að hendi hans slepti sinni, og að hann sofnaði órö- legum svefni. Litlu síðar opnuðust dyrnar og lafði Ruth kom í ljós á þrepskildinum. Hún gekk til Consitance og sagði hvíslandi: “Þéj" eruð þá komnar aftur — með sigurhrósi meinið þér líklega. En þér megið vera vissar um að þér verðið hér ekki lengi. Hún talaði síðustu orðin hærra. Constance leit upp og benti aðvarandi á Arol. “ó, ekki hérna!” sagði hún lágt. Ruth broisti háðslega, og bætti við, án þess að skeyta aðvöran hennar: “Þér leikið hlut- verk yðar vel, sem hin sjálfsfómandi hjúkrun- ■arkona,” sagði hún. “Gerið svo vel að halda. yður eingöngu við þetta, á meðan þér erað hér. Það verður ekki lengi.” 'Constance leit af henni og svaraði engu. Ruth fór aftur út fáum mínútum síðar með þann svip, sem lýsti hatri og afbrýði. Tíminn Ieið. Dagrenningin var að byrja. Aro'l svaf enn þá, en fremur órólegur, því hann velti sér fram og aftur í rúminu. En Constance gat alt af stilt hann með kossi eða með því að klappa honum og hvísla að honum huggandi orðum svo hann sofnaði aftur. Þegar sólin kom upp og sendi geisla sína inn í herbergið, heyrði Conistance vagnskrölt úti. Það var læknirinn. Hann kom litlu síðar inn með lafði Brakespeare og hjúkrunarstúlk- unni. Þær biðu kvíðandi og allæstar eftir úr- skurði hans. “Hann er betri,” sag?ú hann. “Já það er óneitanlega hyrjaðnr bati,” bætti hann við, þegar hann var búinn að þreifa á slagæð drengs- ins. “Eigum við að skifta iheiðrinum fyrir þetta á milli okkar, ungfrú Graham? Mér þykir vænt um að þér komuð, góða, unga stúlkan mín.” “Nú heyrið þér, kæra ungfrú Graham,” sagði greifainnan og lagði hendi sína alúð- lega á hendi Constance.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.