Lögberg - 06.04.1922, Page 4

Lögberg - 06.04.1922, Page 4
Bla. 4 LÖGBERG, FTMTUDAGINN 6. APRíL 1922 Jögberg Gefið út hvem Fimtudag af The Col- ombia Press, Ltd.,iCor. William Ave. & Sherbrook Str.. Winnipeg, Man. Talsimart >-6327 06 N-8328 Jón J. Bfldfell, Editor Otanáskrift til blaðsins: TH£ C0LUN|BIA PRESS, Ltd., Box 3172, Winnlpeg, tyar|. Utanáakrift ritstjórans: EDtTOR LOCBERC, Box 3172 Wlnnlpeg, IRan. The “Lögberg” is printed and published by The Columbla Press, Llmited, in the Columbia Block, S53 to 857 Sherbrooke Street, Winnipeg, Manltoba Eins og við mátti búast. 1 dálitlum greinarstúf, sem birtist í Heims- (kringlu (22 f. m.) og nefndur er “Kom ekki upp orði’, eru ritstjórarnir sjáanlega í angistar ástandi út a'f því að Lögberg hafi ekki sagt frá þvií að Norrisstjórnin hafi beðið ósigur við at- kvæðagreiðsiuua sem fram fór í þinginu 14. marz s. 1. í blaði ]>ví sem út kom í þeirri viku. Ves- alings mennirnir brjóta heilana og velta vöng- um út af þesu máli eins og “vitrum” aula- irárðum er títt, og eftir millca andlega áreynsln, komást þeir að niðurstöðu, sem birt er í þess- ari grein. En eins og við mátti búast er sú niðurstaða eins langt frá sannleikanum og bægt er að komast. Blaðið T>ögberg, sem ávalt er fullprentað fyrripart miðvikudags, var í þetta sinn afgreitt frá prentsmiðjunni síðdegis á þriðjudag, en "atkvæðagreiðslan fór fram þann sama dag, en meir en kiukfcntíma eftir að blaðið var alprentað. Þes.si kátbroslega aðferð ileimskringlu ritstjóranna minti oss á sögu eina, sem vér heyrðum h-eima á fslandi. — Bóndi einn í sveit þurfti að fara í fcaupstað, og bað dóttir hans, sem ekki hafði ikomið í kaupstað fyr, um leyfi að fara með honum og var henni veitt það. — Segir sv’o ekki af ferðum þeirra fyr en þau 'koma heim aftur, og móðir istúlkunnar fer að 'spyrja liana frétta úr fcaupstaðmum og hafði stúlfcan. frá mörgu að segja. Á meðal annara spurninga, sem rnóðir stúikunnar lagði fyrir hana var, hvort hún hefði séð kaupmanninn og hvort hann hefði taiað no.kkuð við hana, og svaraði stúlkan því játandi. “Og hvað sagði kaupinaðnrinn ?” spurði móðirin. “Hann sagði að eg væri eftir ölium vonum, af þeim komin.” — Sama má segja með þessa við'leitni Heimskringlu ritstjóranna, hún er eftir öllum vonum, af þeim komin. --------o-------- Sannleikurinn og Heimskringla. Samlmðin á íniili Heims’kringlu og isann- ieikans hefir oft verið bágborin, en aldrei minmumst vér að hafa séð hana eins herfilega og nú upp á síðkastið, það er eins og biaðið geti ekfci farið rétt með nofckum sfcapaðan hluf, eða ef það getur ]>að, þá misþyrmir það isann- iieikanum af ásettu ráði og er það lítið betra. Það vrar sú tíð að Heimskringla barðist fyrir floklkismáluni í pólitífc, þó því miðnr, að ]>að hafi verið iilutsfcifti hennar alla æfi að herjast fyrir auðs og afturhaids stefnn. Rit- stjórar hennar hafa stundum verið frekir í sókn sinni, og meir að segja noikkuð ófyrirleitnir stundum. En í aliri sögu þessa blaðis hafa ósannindin aldrei verið gjörð að aðal vopni blaðsins í sókn og vörn í landsmálum fyr en nú. í síðnstu Heimsfcringln er isagt fiá því í Oanada fréttum að Norristjórnin í Manitoba, hafi eftir að hún var fallin o>g áður en fyifcis- stjórinn Sir Jamtes Akins hafi beðið hana að haida áfram, átt fund með leiðtogum andstæð- ingaflökka sinna, til þess að fá loforð um fylgi þeirra tii að Ijúka við nauðsynlegTistu þing- störf og liafr það tekist, og segir blaðið: “Mun þessi fundur ekki hafa átt lítinn þátt í því, að Norrisstjórninni voru afhent völdin aftur.” Við þetta er ekki annað að athuga en það, að það er ekki minsti neisti af sannlei'ka til í þessari staðhæfing blaðsins. Norrisstjórnin hélt engan fund með leið- togum mótstöðu flokka sinna, fyr en fylkis- stjórinn var búinn að neita að taka embættis- afsal hennar til greina og biðja hana að halda áfram. Það var þá og þá fyrst, sem þessi fundur var haldinn til þess að vita um hvort stjórninni væri unt að ver'ða við ósk fylkisstjór- ans. En að þessi eða nofckur annar fundur sem Nörrisstjórnin hélt m'eð mönnum úr and- sta-ðinga flofckum sínum hafi haft áhrif á úr- skuið fylkisstjórans um stjórnar framkvæmd- irnar í Manitoba fram að fcosningum, eru eins mikil ósannindi og ritstjórar Heimsfcringlu hafa nokkruntíma iátið út úr sér, og er þá mi'kið sagt. — í ummælum sínum um ríkisþingið í Oanada fara ritstjórarnir sama gönuskeiðið. Annaðhvort af óvöndugheitum, eða þá af skiin- ingsleysi. Þar segir: “í sambandi við hinn nýja liændaflolvk sambandsþingsins er meáta tilbpeytingin sem þar á sér stað. Hann hefir óneitanlega talað mál Vesturlandsins þar, því mál þau er mest hefir enn borið á í þinginu eru flutt af honum en það eru lækkun á flutnings- gjaidi á járnbrautum og komnefndar málið.” Það er sama uni þessa staðhæfingu blaðs- ins að segja og þá fyrri, að í henni er ekfcí neisti af sannleika. BændaflfVbkurinn í Ottawa þinginu flytur hvorugt þessara mála. Annað þeirra, málið uni niðurfærslu á flutningsgjöldum mieð jám- brautum í Canada, flytur stjórnin sjálf, og var það eitt af þeim málnm, sem á var minst í há- sætisræðunni. Hitt málið um istofnun nefnd- ar til þess að sjá um sölu á komvöru, bænda, flytur bændaflofckurinn á þinginn í Ottawa ekki heldur. Það var nefnd frá Vestur-fylkj- unum, sem fór á fund stjórnarinnar í Ottawa til þess að fá hana til að ljá því máli fylgi sitt og það féfcst á þann hátt, að forsætiisráð- herra King, afcnryrfcjumála ráðherra Mother- wtell og innanrffcis ráðherra Stewart hétu mál- inu fyllgi sínu og er það nú komið í þingnefnd til rannsóknar. .. Bœndaflokfcurinn ijær báðum þessum mól- um fylgi sitt, en það er ekki minsti flugufótur fyrir því að hann hafi framsögn í miálunum eða sé valdur að upptöku þeima ó þingi. ---------o---------- “Tímarit Þjóðrœknisfélags íslendinga.” ii. Innihald Tímaritisins bætir dyggilega upp hina ytri vansmíð, og skal nú lauslega minst á þ^S frá sjónarmiði áþýSumanns. Ritdómur verður þetta ekki fremur en áSur. Sú skoðun er víst almenn, aS “lærSir" menn einir geti dæmt um listfengi og galla ritaSs orSs, og skáldum einum beri aS gagnrýna stuSlaS mál. En hvaS sem sannleiksgildi nefndrar skoSunar líður, þá er það þó vist, aS almúgamaSur- inn veit hvaS honum fellur í smekk eSa hvaS hrífur hann af því, er skilningur hans nær til. Af öSru hef- ir hann ekki gagn. Naumast mun. þó sá vísdómur fá mikla útbreiðslu, sem fer fyrir ofan garS og neS- an hjá hinum ólærSu, hvaS svo sem spekingarnir segja. AllmikiS af ljóSum flytur TímaritiS í þetta sinn, og þykir mér ekki ótrúlegt, aS sumir íslenzku rit- stjórarnir hér vestra hafi brugSiS fyrir sig bænar- stúf, er þeir flettu fyrrihluta ritsins og töldu þar sextán blaSsíSur kvæSa-máls “i einum rykk” svo aS segja. Alt þaS "bundna” orSaflóð er eítir Stephan G. Stephansson. Sem oftár verSur oss hinum “ein- földu” erfitt um gamaniS viS lestur ljóSanna þeirra. Ef til vill er þar heilmikið af skáldskap. En svo djúpt er á perlunum flestum, aS æfSustu kafarar einir geta notiS þeirra dýrgripa. “GoSorSsmaSur- inn” er fyrsta kvæSiS og segir í fyrirsögn að þaS sé um landnám Ingimundar gamla í Vatnsdal. I>aS var vel gert af skáldinu aS láta fyrirsögnina vera vel skiljanlega, því fæstir mundu annars hafa efniS gripiS, nema ef vera- skyldi af þessari vísu: “Úr óbygS reis heimili að Hofi Og hafin var Vatnsdæla-saga. A endurfund Ingimunds bvgS Örlaga-gullsins, sem hvarf.” Skyn-Þúfu kvæSiS, sem er síSast af þremur ljóð- í um Stephans í ritinu, hefir þaS meSal annars til síns ágætis, aS því fylgir löng skýringargrein óbundin, og af henni má ráða, aS efniS er sögulegt og all- merkilegt. — MiSkvæSiS er lengst og heitir: “Á rústum hruninna halla.” Til skýringar er þar fyrst prentuS eftirfylgjandi vísa og nefnd “Tildrög”: “Hvislar viS eyra bergmál bróður-hijóma Horfinna alda gegn um kauptorgs róma, Leikandi á gígjú, girt aS belti skjóma Flakkandi þegar ljóSiS fer um1 löndin. — , Fjarlægð og dagskark drepa þessa óma, Drepa í stúf og slíta hátta-böndin, Villa um hljóS í hjáræmina tóma.” Fyrir mitt leyti er eg Iitlu nær um efni ljóSsins fyrir þessa “skýringu”, en kvæðiS er mestalt ljósara kveSiS og æðimikiS i því af fallegum erindum viS alþýðu- hæfi. Um lífsskoSun móður og sonar, sem virðist eiga að vera áhrifs-efni kvæSisins, skal ekki dæmt af mér, en óþægilega virðist hún skyld vígslóða-vizku höfundarins, sem áður hefir fengiS sinn dóm sannra sona og dætra þessa lands, er skyldu sína skildu á annan veg en höf., þegar þjóðin var illa stödd. AS Stephan syngi lifsgleSi og kærleika inn í þjóðbræður sína og systur meS ádeilu-ljóðum sínum og kaldranalegri orðahendu, mun vera vafamál. ESa Svo kemur þaS mér fyrir sjónir. Hitt getur hann ef til vill haft sér til málsbóta, þá kvartaS er um aú erfitt sé aS skilja ljóS hans: “Mitt ei aS yrkja, ykkar aS skilja”, eins og haft er eftir öSru' íslenzku skáldi. Þó fyndist mér ekki úr vegi fyrir hann aS veita stundum athygli þeirri ráSleggingu séra Matth. Joch., að hugsa meira “um magana okkar hinna”, ef hann vill að viS meltum vísdóminn hans okkur til andlegra þrifa. Frú Jakobína Johnson, söngdísin ísl. í Seattle, leggur til tvö smákvæði í þetta sinn: “í fjallsýn”, tvö erindi, lofgjörS, sem fegurS náttúrunnar leiSir fram í sálu skáldkonunnar, er hrópar: “Ljeyf mér hér aS þreyja, lífsins guð! leyf mér hér aS deyja.”— Seinna kvæSið “Reynsla” er fjögur erindi, og miS- stefin eru svona: J “Eg inti þess árla morguns, hvort ei mundi von um frest: eg mætti ekki missa blómin, sem mér væri í hjarta fest. 'Þá andaði svalt frá sjónum, —á svari varS engin bið—: “Sú rós, sem á reit þér í hjarta, ei raskast þó skiljum viS.” LítiS hefir sézt eftir frú Jakobínu af frum- sömdum ljóSum, en allmikiS af þýSingum úr íslenzku á ensku. Tekst henni þar oft ágætlega aS margra dómi, bæði hvað efni og blæ snertir. Og hvort sem Jakobína kveður á islenzku eða ensku, er þaS alt við hæfi alþýðufólks og laust viS orSa-tog sumra hinna “meiri spámanna” hér vestra. Richard Beck, ungur mentamaSur, er frá Is- landi kom á síðastliðnu hausti, hvetur lesendur Tima- ritsins, í ljóSi er hann nefnir “Á tindum”, að hefja meS sér "för á fjöllin blá”, og fullvissar hann þá um, aS þrátt fyrir erfiSa göngu og þótt “húSina taki af ilju”, þá sé förin æskileg, sökum hinnar dýrðlegu útsjónar er á tindum fæst, því “Hér hverfur alt smátt og Ijótt og Iágt„ og lamandi húmiS svarta”; og enn fremur ómar þar uppi í eyra fjallgöngu- mannsins Ijúf rödd er segir: “AS eiga í hjarta yl og þor er æSsta vor gæfan mesta; aS létta öSrum hin erfiðu spor, er æfinnar starfiS bezta.” —Hér vantar að mér finst niðurlags-vers, lofgjörS til hans er ylinn gefur og þoriS til fjallgöngunnar. En slíkur lofsöngur virðist ekki vera tíSarandinn isl. nú, og hagyrSingarnir eru aS sjálfsögSu börn sinn- ar tíðar, eins og viS hinir. Hins ber aftur aS gæta, aS vegna “spádómsgáfunnar”, sem þeim var veitt, bera þeir mikla ábyrgS gagnvart gjafaranum, aS því er snertir áhrif þeirra á börn hans. — En hvaS sem þessu líSur, þá andar aS manni yl og ljósi úr ljóSum Richards Beck. ÞaS er öllu dimmra yfir kvæSi Einars Páls Jónassonar á blaðsíSu 88 í Tímaritinu, enda er þaS sorgaróSur um “Sumarlok.” Öft hefir Einari bet- ur tekist, og of mikiS finst mér hann gera úr húm- lagi því, er haustiS syngur. SkáldiS lítur til þess meS hrolli, aS: “Blikvitar sumarsins brenna út — bjarkir meS höfuSin niSurlút titra viS tónþungans brimiS. Mér finst sem hver alda þess organ-hljóms sé eilífðar-refsing hins mikla dóms, er lauf-hjörtun frysti. og HmiS.” Minna má nú gagn gera. En svo birtir í sál skálds- ins, er hann eygir á bak viS haustrótiS vissuna um þaS, ------r “aS æfinnar fegursta sumarstarf um ódreymdar aldir lifir.” SíSasta ljóðiS í Tímaritinu á blaSsíSu 119, er þýðing Jóns Runólfssonar á hinu fagra enská kvæði “Vestigia” eftir canadiska skáldiS Bliss Carman. FrumkvæSiS er álitið meistaraverk, bæSi aS efni og búningi og er notaS víSa í æðri skólum hér viS bók- mentalega fræSslu. í þessari þýðingu Jóns_ Run- ólfssonar er kvæðið einnig mjög fagurt, enda mátti viS því búast, þar sem þýSandinn er löngu viðurkend- ur fyrir nákvæmni viS slíkt starf, svo sem hinar ágætu sálmaþýSingar hans, og brot þau úr “Enok Adren” bera vitni um og fleira, sem birzt hefir eftir hann. Auk orSavalsins íslenzka kemur list Jóns fram í því, hve nákvæmlega hann fylgir hlæ og efni frumkvæSanna. Án þess verða þýðingar fimhul- famb, en um það gerir Jón sig ekki sekan. — Mér finst þaS vera um Jón Runálfsson, eins og J. Magn- ús Bjarnason, frænda hans, að viS Vestur-íslending- ar gefum ekki hæfileikum hans eins mikinn gaum og þeir efga skilið. — En seinna koma sumir dagar, og vonandi rætist fram úr þessu meS tíS og tíma. III. Fjórir Austur-íslendingar hafa lagt til inni- halds Tímaritsins í þetta sinn. Fyrstur er vinur vor og fyrrum ljúfur gestur séra Kjartan prófastur Helgason, meS hið ágæta og kröftuga mál sitt, er hann flutti hér vestra undir nafninu “Máttur orSs- ins.” Vér, sem meS hrifnum huga hlustuðum á “mátt orðsins” af vörum fyrirlesarans, mUnum nú á ný njóta ánægjunnar af lestri þess, og allir hinir, sem ekki náðu til aS hlusta á hiS talaSa orð prófasts- ins, geta nú svalaS sér úr lindum þess af letruSum dálkum Tímaritsins. AS lýsa þessu ítarlega, yrSi of langt’ mál, enda óþarfi, þar sem öllum er innan hand- ar að lesa þaS sjálfir. AS eins nægir aS geta þess, aS Kjartan virSist í því máli og öSru, er hann flytur, fylgja þeirri reglu, er hann í fyrirlestrinum hefir eft- ir Dr. Birni frá ViSfirSi, og svo hljóSar: “Láttu ekki í bók þína rita nema þaS, sem geyma viltu gullstöfum greypt í hjartastaS.” Hin látlausa framsetning séra Kjartans lirífur mann meS þunga sinum og einlægninni, er viS manni bros- ir í hverri setningu svo aS segja. Og meistaralega tekst honum aS draga fram máttkar myndir úr gull- aldarritjpium íslenzku , máli sínu til styrktar. Eg gleymi seýit unun þeirri, er eg naut kvöldiS áSur en séra Kjartan fór frá Winnipeg, er hann dró upp eina slíka mynd í frásögu úr fornsögum vorum, fyrir nemendum Jóns Bjarnasonar skóla. Minti þaS mig v á hinar fögru myndir og áhrifamiklu, er séra Jón heitinn Bjarnason svo oft skemti okkur meS á bandalagsfundum hér fyr á árum, og einnig eru ó- gleymanlegar. t Þá er ritgjörð eSa fyrirlestur eftir séra Magn- ús skólastjóra Helgason, bróSur séra Kjartans. Hann talar um Landnámaók hina fornu og gerir þaS mál svo aðgengilegt og ljóst, aS unun er aS lesa. Séra Magnús lifir auðsjáanlega, sem bróðir hans og marg- ir beztu menn íslands aðrir, í fornöld vorri og hefir opiS auga fyrir hinu stórkostlega og fagra, er sög- urnar segja frá. Landnámabók mun, cihs og höf. .bendir á, af mörgum álitin fremur þur á bragSiS, en undir eða meS frásögn séra Magnúsar breytist þetta, og hver lifandi myndin annari stórfengilegri, sem . áSur hafði fariS fram hjá lesandanum, blasir nú viS honum með skýrum dráttum. — Hver er sá íslend- ingur, austan hafs eSa vestan, sem ekki ósjálfrátt finni til metnaSar út af eign slíkra dýrgripa, eftir aS á þá hefir veriS bent af öðrum eins söguþulum og þeim bræðrum Magnúsi og Kjartani Helgasonum? Þriðja ritgerðin aS heimán er eftir hinn orðhaga og snjalla læknir ]>eirra Akureyringanna, Steingrim Matthiasson. Eg les ávalt meS óblandinni eftirtekt alt þaS, sem Steingrímur skrifar. ÞaS gild- ir sama, hvort læknirinn segir ferðasögur til “para- dísar” eSa frá “góSgerSum við sjálfan sig og aðra”, Alt verður þaS lifandi og hver hlutur er þar nefndur sínu rétta nafni, f svo mætti aS orSi kveSa. Jafnvel útlendu “sletturnar” verða til krydds en ekki lýta. Ef eg ætti aS fara að finna aS “andanum” hjá Stein- grimi, þá skal það játaS, aS eftir mínum smekk er stíll hans æSi gáskalegur, og má ef til vill um það þrátta, hvort sú áferS sé viðeigandi á öllum vefn- aSi, eða hvort smekkuf hins lesandi almenni.ngs batni eða bili við inntöku slkra meðala. Erindi Steingrims læknis í Timaritinu er um “ViShald þjóSernis ísiendinga í Vesturheimi.” ÖrS- ugleikana á þvi, aS vér getum lifaS hér vestra um langt skeið meS þjóSernislegum svip, sér Steingrím- ur auSvitaS glögt ekki síSur en aðrir. “Það er vissu- lega mikiS i ráðist,” segir hann, “aS ætla sér aS vernda íslenzkt þjóðerni vestan hafs um margar ó- komnar aldir.” En þó má þaS takast, “ef fólkiS þor- ir og vill.” MeS öðrum orðum: “Ef vér vrljum yfirleitt eitt. AUir eitt! Allir eitt! Allir eitt!” Eru peningar yðar óhultir ? iEf faldir * heimahúsum, tælast þjófar á þeim. Leggið peninga yðar inn á banka og leigið SAFETY DEPOSIT BOX fyrir verðmæta peninga, Victory Bonds o. fl. THE ROYAL BANK ____________OFOAHADA Borgaður höfuðstóll og viðlagasj. $40,000,000 Allar eignxr .....'.... $483,000,000 Yifirleitt finst honum sagan bera vitni um þaS, að nýlendugerðin hafi ekki tekist sem bezt fyrir NorSurlandabúum fyrrum og seg- . ir: “Grænienzka nýlendan sofnaði út af. HvaS varð af Væringjum í MiklagarSi, eða NorSmönnum á Frakklandi, eSa Dönum á Eng- landi ?”----“En þaS er auðskiliS, aS svo fór sem fór. BlóSleysi varS banameiniS. En blóSs þurfti meS.” Og fórna—en þaS er úrlausn höf.: íslendingar austan hafs og vestan þurfa að halda uppi stöðugum mannafórnum. “ViS eigum aS skiftast á sonum og dætrum og menta hvor annars unglinga á vissu reki vist árabil—segjum 5 ár í bili”, segir læknirinn. ÞaS eru fórnirnar. — All-Iangur kafli er i ritgerS þessari um fórnir forn- manna í Kartagó §g Róm, meðal Grikkja og GySinga o. f 1., en þaS mál er aS mínu áliti útúrdúr og umtalsefninu litt viSkomandi, þótt fróðlegt kunni aS vera sem aðrir kaflar fornsögunnar. Þá er í þessu hefti smásaga eitt “innleggiS” aS heiman. Hana sendir GuSmundur skáld FriSjón^- son á Sandi og nefnir “Svanfríður kveður.” SvanfriSur er aS fara til Ameriku og vakir siSustu nótt- ina — yndislega sumarnótt islenzka — til aS kveðjá ástkærar bernsku- stöðvarnar á bænum, þar sem hún var fædd og uppalin. Þarna hafði unga stúlkan hlaupiS viS ær sínar um laut og leiti, taliS eggin í hreiðri rjúpunnar á vorin og aS sjálfsögSuu kvafcaS dirrin - dirrin! meS lóunni, “þegar aS sól i heiði- hló.” Hverja laut þekti hún og blómin ótal, er þar una sér í skjóli steins og hæðar. Alt þetta þarf aS kveðja í kyrS næturinnar. Mörg mun hún, SvanfríSurin hér vestra, — og bræður hennar margir auS- vitaS líka—sem eignaS geta sér aS meira eSa minna leyti sögu Guð- mundar, — eða heyra þar hjarta- slög sin þá kveðja skyldi heima. IV. TímaritiS flytur i þetta sinn smá- sögur frá tveimur konum vestan hafs, þeim sömu og í fyrra, Arn- rúnu frá Felli og GuSrúnu Finns- dóttur, báðar vel sagðar og blátt á- fram. Arnrún flettir sem fyrri of- an af meinsemdum kaupstaðarlífs- ins á ísiandi, bágum kjörum þurra- búSarfólksins þar og sinnuleysi ‘kaupmannalýSsins um kjör verka- fólks hans og takmarkaSri sjón vinnuveitendanna gagnvart erfiSis- íóllkinu. AS sagan sé sönn lýsing af ástandinu eins og þaS var á ís- landi og víðar i heimi með heiS- arlegum undantekningum—, verður víst ekkr hrakið. Hitt mun þó sanni næst, að í flestum menta- löndum nær umhugsun verkgef- enda gagnvart vinnufólki þeirra miklu lengra nú sem komiS er — i ensfca heiminum aS minsta kosti— heldur en hiS óverulega og mann- gæzkusnauða kák Hólms kaup- manns við Davíð í Brattholti og fólk hans, sem svo aS segja alt hafSi lagt i sölurnar 1 þjónustu verzlunar hans. Roluháttur DaviSs og lítilþægS lýsir vissulega hugsun- arhættinum eins óg hann var, og beiskja margmæddar móðurinnar, hetjunnar er mest alt stríSiS lenti á, er vissulega ekki um skör fram. ÁstæSum fyrir slikum harmsög- um fækkar vonandi þar heima, áem annars staðar. Og þótt ef til vill stundum þurfi aS fletta vægSar- laust ofan af því, sem aS er hjá emstaklingum og þjóSfélaginu i þessuni efnum, ef þeir og það eiga aB sjá villur vegar síns, þá finst mér ádeiluskáldin sum muni frem- ur skapa sigg en samúS í sálunum með aSfinsluaSferðum stnum. Hólm er barn samtíðar sinnar, og höf. ætlast vist ekki til, aS á hann sé litið sem neitt varmenni, þótt í beizkyrðum Petu lýsi þaS sér, að í hennar augum er það eig- ingirni hans og kærleiksskortur, sem aSallega er orsök í ógæfu þeirra hjóna og mikla missi. Hér vantar aS mér finst sólstaf, er siggiS mýki, ef áhrif frásagnarinn- ar á móðurhjörtn þau er líkt kynni að standa á fyrir eins og Petu, eiga aS verSa þeim til huggunar og Gestkoman bærilegri. Saga GuSrúnar Finnsdóttur er könn mynd þess • hversu fljótt “Fýkur í sporin” þjóðernislega hér vestra, — dætur og synir frum- byggjanna hverfa inn i hringiðuna. BlóStakan sú er mikil og verSur ekki he'ft; því eina ráSiS aS taka henni meS langllundargeði eins og Ingólfur í Vík. Sár eru vonbrigS- in engu aS siSur. “Jakahlaup” eftir J. Magnús Bjarnason er meistaralegt likingar- mál, sem allir skilja. Hinn mikli “Niagara” í þjóSlífselfinni straum- þungu hindrar aS sjálfsögðu aftur- komu þeirra er fram af falla, flestra. Eáir þeir “laxar” er slíkan foss stikla, og hafiS er djúpt. Aldrei hefir Magnúsi betur tekist, aS lýsa stóru efni í stuttu máii Frá þjóðernislegu sjónarmiSi er þetta auSvitaS raunasaga—sorgarleikur, sem daglega gerist meðal vor ís- lendinga hér og annara útlendinga. En Magnús blæs lífi i “brotinn hálm” þjóðarmetnaSar landans með annari mynd, er hann leiðir fram á sjónarsviSiS i sögunni af Herra Karson. Þrátt fyrir hrap þess íslendings af björgudi fram og gleymskuna. sem af byltunni stafar, lifir norræni manndómur- inn hjá Iýarson og ryður honum braut til vegs og velmegunar neðan viS “ÞjóSafoss”, og fyr eða síSar lifnar þráin til aS kynnast berginu, sem maður er brotinn af—íslenzka sálin Iifir og drýgir dáS um daga langa þótt umhverfiS breytist. ÞaS er vonin, sem Magnús syngur oss viS ljúflingslag, eins og honum er eiginlegt. “Mættum viS fá meira aS heyra?” J. Magnús Bjarnason ætti, aS mér finst, sem áður er aS vikið, meiri athygli skylda af oss hér vestra, en hann fær eða hefir feng- iS fyrir skáidskap sinn. Þó fram- setning hans sé all-einkennileg og stundum, ef til vill, orðfleiri en vera þyrfti, þá er mál Magnúsar áValt íjúft og laSandi, og skilur aldrei eftir viSsjárverSar hugsanir né ljótar í sál lesandans. Þá er “Stefnur og straumar i is- lenzkum stjórnmálum, meS eftir- mála um rafmagnsnotkun og landbúnaS á íslandi”, eftir Jón Jónsson frá SleSrjót. Þetta er all- löng grein og skipulega framsett , eins og Jóns er vandi. Höf. er kunnugur “stefnum og straumum” heima og hefir opiS auga fyrir ýmsu, sem þar fer aflaga og bæta þarf bæði í pólitiskum málurn og öSru, er til þjóðþrifa horfir. 'Ýmsar bendingar kemur Jón meS. er hann telur verða megi til far- sældar landinu gamla, sem hann hugástum — eins og fleiri Vest- menn—, og óbilandi trú á mögu- leika landsins lifir í línu hverri, því: “fagur er dalur og fyllist skógi,” segir Jón með Jónasi. Þá heldur ritstjórinn, séra Rögn- valdur Pétursson, áfram sögu sinni um “ÞjóSræknissamtök íslend- inga í Vesturheimi”. Þetta er þriSji kaflinn og enn er áframhald, ef til vill niSurlag næsta ár. Kafli þessi er mestmegnis um athafnir íslendinga í Winnipeg, og eins og áður skýrast sagt frá störfum þeirra, er höf. standa næstir fé- lagslega, enda er haim þeim hnút- um kunnugastur. Eins og eg henti á í fyrra, ætlast höf. vist ekki til, aS á þessa sögu hans sé litiS nema sem ófullokmiS hrot af þjóðræknis- samtaka sögu eSa viðleitni vor hér vestra, og getur þaS orðið gagnlegt til stuðnings þeim vest- ræna “Ara” eða “ASils” er siSar vonandi kemur fram og ritar al- menna Landnámssögu Vestur-ís- lendinga. AS sjálfsögðu næði slík saga yfir allar helztu bygðir ís- lendinga hér i landi, því margt þjóSernislegt starfiS hefir auðvit- aS veriS unniS víðar en í Dakota og Winnipeg. Seinast í Timaritinu er fundar- gjörS þjóSræknisþingsins frá 1921, eftir skrifarann Gísla Jónsson. Þá eru og reikningar félagsins fyrir áriS 1920 og meSlimaskrá. Yfir höfuð er ritiS mjög eigulegt og ó- dýrt á $1.00. Þetta er orðiS lengra mál en ætl- aS var og síSbúnara en vera hefði átt, sem stafar af lasleika þess er ritar. En" þar sem aðal tilgangur- inn var sá, aS vekja athygli land- ans á Timaritinu og óbeinlinis þá um leiS á starfi ÞjóSræknisfélags- ins, er víst engu tapaS þó útkoma þessa “spjalls” hafi dregist, — ef nokkur nennir þá aS lesa. p S. Sigurjónsson.

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.