Lögberg


Lögberg - 22.06.1922, Qupperneq 3

Lögberg - 22.06.1922, Qupperneq 3
LÖGB9BBG, FIMTUDAGIMN 22. JÚNÍ 1922 t Sérstök deild í blaðinu SOLSKIN Fyrir börn og unglinga | milUHIHIIimBHDBIlllHllll ■iDiHumun VIRGILÍUS. Saga frá fyrstu tíð kristninnar í Róm. 1= PRIÐJI KAPITULI. Frelsi og áþján. “Frelsi — hann hefir gefið mér frelsi!” hróp- aði Seyd, reisti sig upp við olnboga í rúminu, sem hann hafði verið lagður í, pg fómaði höndum til himins í innilegri gleði. “Hann hefir keypt mig— hann hefir gefið mér frelsi, — honum vil eg þjóna — og fyrir hann vil eg deyja.” “Stiltu þig,” sagði Mahala um leið og hún bar bolla með svaladrykk að vörum hans, og horfði á hann meðan hann drakk áfergislega úr honum. Svo tók hún við bollanum affcir og mælti: “Eg þekki einn þræl, sem skuldaði velgjörðamanni sínum, er var enmþá göfugri en velgjörðamaður þinn, miklu meira en þú gjörir, en hann gleymdi fyrst skuldinni, og svo afneitaði hann velgjörða- manninum.” “'það er ómögulegt,” hrópaði eyðimerkurmað- urinn. “Enginn maður hefir skuldað meira en eg gjöri, og enginn maður hefir nokkum tíma fundið veglyndari vin; enginn þræll hefir verið keyptur dýrara verði, og sá vesalingur, sem gleymdi slíkri velgjörð, væri ekki þess verður að bera manns- nafn.” “Hlustaðu á orð mín,” sagði Mahala, “því þau eru sannleikur. pað var einu sinni þræll, sem Iþjónaði miskunnarlausum herra, er hvorki þekti vorkunnsemi né vægð. Að vísu kom það stundum fyrir, að hann veitti þrælum sínum af binum góðu gjöfum lífsins í ríkum mæli, en það varð æfinlega til að gjöra þá ófarsælli eftir á og æfikjör þeirra erfiðari. pú hefir heyrt ,að það er siður Róm- verja, að setja kórónu á höfuð þeirra ógæfusömu fanga, sem leiddir eru fram til sölu við alment upp- boð. Sumir af þrælum þessa manns höfðu ávalt kórónur á höfði, eins og til þess að ögra þeim út af hinu vesallega ástandi þeirra, því fyrir öllum lá, þegar þrældómsárum þeirra var lokið, að hníga fyrir hendi harðstjórans. Allir þeir, sem honum þjónuðu, hnigu fyrir hendi hans að síðustu; laun þau, sem sá harðstjóri galt, var dauði.” “Eg er hissa á, að þeir skyldu þola slíkt of- beldi,” sagði Seyd; “að þeir skyldu ekki rísa upp á móti honum og berjast fyrir frelsi sínu.” “Vald laganna var á hans hlið,” sagði Mahala, “og þeir áttu engan kost á að losna undan þrælkun hans; margir þeirra—flestir þeirra lærðu í blindni sinni og trúgirni að elska hlekkina, sem fjötruðu þá, og þeir þjónuðu húsbónda sínum af fúsum vilja og drektu umhugsuninni um dauðann í skemtunum líðandi stundar. , 1 “En einn var sá, er sá hið aumkunarverða á- stand þeirra—sem sá og aumkaðist yfir eymd þeirra. Hann var mikill og hann var auSugur, og það var hann einn, sem gat borgað lausnargjaldið, — lausnargjaldið mikla, sem krafist var. Hann kom úr dýrð sinni, og gjörðist fátækur til þess að þeir mættu njóta frelsisins; hann greiddi lausnar- gjaldið fyrir þá, ekki í gulli, perlum eða dýrum steinum. pað kostaði meira að frelsa sálir þeirra. Hann gaf líf sitt fyrir þá týndu; já, hjartablóði mannsins sonar var úthelt fyrir þá.” “pú segir frá undarlegum hlutum,” mælti Seyd. “Hverjir voru þessir þrælar, og hver var sá, sem frelsaði þá?” “Hverjir voru þessir þrælar? Hverjir voru þessir þrælar?” hrópaði Mahala. “Eru ekki aUir menn þrælar syndarinnar? Er ekki dauðinn óum- flýjanlegt hlutskifti allra—dauðinn, sem er laun syndarinnar? Nei, stynur ekki öll skepnan undir áþján þeirri, sem á mönnum hvílir? Hví heimsæk- ir sorgin heimili vor; hví missa limir líkamsþrótt sinn, augað sjónina, hví hin ægilega holdsveiki? Hví fellur duftið til jarðarinnar, eða hví er það, sem sterkast er og fegurst, vafið líkklæðum? pað er af því við erum reyrð viðjum syndarinnar, og hinn óhagganlegi dómur réttlætisins er, að sálin, sem syndgar, skuli deyja.” “Er þetta þrældómurinn, sem þú talar um?” spurði Seyd. “Ef svo er, þá ert þú, og eg, og allir enn þá þrælar!” “Lausnargjald hefir verið greitt fyrir okkur,” svaraði Gyðingakonan í viknandi rómi, “lausnar- gjald, sem er óendanlega miklú meira virði, en all- ur heimsins auður. Einskis virði voru fórnir fá- j kunnandsi fólks, fómir, sem mennirnir voru að reyna að mýkja réttlætisdóma himinsins með. Sonur Guðs sá úr dýrð sinni þræla jarðarinnar í syndafjötrum og eymd. Hann aumkaðist yfir þá og kom til að frelsa þá. ipú hefir séð bróður þinn í synd gefa verðmætan gimstein þér til hjálpar. Guðs sonur sté niður frá hásæti himinsins og úr dýrð föðursins, og tók á sig þjóns mynd til þess að þola spott manna, vera hrakinn og hrjáður, þyrni- krýndur og krossfestur, svo syndaþrællinn yrði frjáJs — svo sverð réttlætisins, sem var upp- reitt, yrði slíðrað í hans eigin hjarta. Vilt þú þá,” hélt Mahala áfram með enn meiri alvöru, “vera þræll sá, sem afneitar hinum heilaga velgjörða- manni þínum? Viltu ekki heldur segja með miklu dýpri meiningu orðin, sem jafnvel nú titra á vörum þér: Hann hefir keypt mig, hann hefir frelsað mig; hann hefir brotið fjötur synda minna. Hon- um vil eg þjóna, fyrir hann vil eg de/ja. Eg vil krjúpa í auðmjúkri bæn að fótum frelsara míns, Jesú Krists?” “Eg vissi, að þú varst kristin,” hreytti Seyd út úr sér, og lýsti sér bæði forvitni og fyrirlitning í rödd hans. “pú ert ein úr flokki þeirra, sem allir atyrða, — dýrkenda guðsins krossfesta. Eg hefi hlustað á þig svona lengi, því eg vildi gjarnan heyra af vörum þess er játar hina kristnu trú, hvemig hún í raun og veru er.” “Viltu heyra, hvað kristindómurinn í raun og sannleika er?” spurði Mahala. “Að trúa því, að eðli okkar sé spilt, og að við séum glötuð, það er kristindómur. Að trúa á kærleiksgjöf hins deyj- anda frelsara og setja alla okkar von á hans al- fullkomnu fóm, það er kristindómur. Að hata syndina, sem var orsök dauða hans, og forðast hana eins og þú myndir flýja frá þrældómsoki, og leita hjálpar og fyrirgefningar hjá honum, það er kristindómur. Hvaða trúarbrögð kveða eins á- kveðinn dauðadóm upp yfir syndinni eins og þessi ? Hvaða trúarbrögð gefa syndaranum jafn mikla von og þessi? Hvaða trúarbrögð eru eins kær- leiksrík, fylla hjörtun eins mikilli gleði og eíns miklum friði og þessi? Guð er réttlátur, þess vegna verða þeir seku að deyja. Guð er kærleik- ur—það er hans vilji, að þeir seku lifi. Hann gaf sinn eingetinn son til þess að taka út refsingu þá, sem okkur bar, til þess að bæði réttlætinu og kær- leikanum yrði fullnægt tafarlaust.” “Og að hvaða gagni verður okkur þetta svo?” spurði Arabinn. “Menn þjást enn þá, deyja enn þá, nei, þeir syndga enn þá. Jafnvel *þó alt þetta, sem þú hefir sagt, sé satt, hvaða breytingu hefir það á kjör okkar?” “Hvað er lífið heiðnu fólki?” spurði Mahala. Mpað er leiksvið, þar sem sambland af gleði og hrygð er sýnt, þar sem lestirnir bera oft hærri hlutann og áþján er ríkjandi; þar sem erfitt er a? koma auga á réttlæti guðs innan um hinar marg- víslegu athafnir mannanna. En hvað er lífið hinu kristna fólki? Stutt pílagrímsför, ferð til betri heims, þar sem alt, jafnvel mótlætið, miðar til góðs. Hinn kristni maður hefir verk að vinna, þjónustu af hendi að inna; en hve ólík hún er þraól- dómi syndarinnar. pað er verk kærleikans, þjón- usta gleðinnar, óeigingjörn fórnfærsla lífsins hon- um til handa, sem gaf okkur það. “Og hvað er dauðinn þeim heiðnu?” hélt Ma- hala áfram. “Annað hvort ægileg auðn, hræðileg hyldýpisgjá, eða upphaf endalausrar tilveru, sem enginn veit hvað er og allir hræðast þess vegna. Hvað er dauðinn þeim, sem eru endurleystir í Kristi? Hlið paradísar — innganga í ríki konungs þess, sem þeir hafa þjónað, heimkoma á heimili föð- urs, sem þeir hafa elskað, endir allra sorga, mót- lætis og kvala, — upphaf ósegjanlegrar gleði, sem aldrei tekur enda, gleði, sem ekkert auga hefir séð og í einskis huga hefir komið, — síðasti fjötur syndarinnar, sem brotinn er, frelsi, sæla og eilíf gleði.” pað var eins og bjarmi stafaði af andliti kon- unnar, á meðan hún var að tala; eins og engill klæddir í kvenbúning, hefði verið að segja frá sælu, sem hann hefði sjálfur þekt, dýrð, sem hann hefði sjálfur séð. “En hjarta Arabans var ósnert. “pað er gott, að þú skulir líta þannig á dauðann,” sagði hann glottandi og í ertnisrómi. “pví það eru launin— einu launin, sem þeir, er á hinn krossfesta trúa, eiga von á. pér væri samt betra, á meðan þú ert í húsi Rómverjans, að hafa þig hæga og láta sem minst bera á þessum viltu trúarhugsunum þínum. Að vera kristinn er glæpur, sem varðar lífláti. Fangelsið, svipan, öxin, hefnd Rómverja og hatur Gyðinga, er upphaf sælu þeirrar, sem þú sæ’kist eftir. Leyndarmáli þínu er óhætt hjá mér, en eg vil ráðleggja þér að treysta ekki fleirum fyrir því. Ofsóknir hinna heiðnu munu fljótlega ^slökkva neista þann, sem fáeinum veikbyðum manneskj- um, er orðið hafa fyrir hrifningu, hefir tekist að kveikja.” “Hann verður aldrei slöktur, hann deyr aldrei,” svaraði Mahala innilega. “Kristindómur- inn er eldur af himni, og hann er að breiðast út — og hann hedur áfram að breiðast út, unz hann hefir náð til yztu takmarka heims—unz hann hefir lýst upp alla jörðina. Ætti tré skóarins eða stöngullinn á akrinum að berjast á móti eldi, sem andi Guðs sjálfs blæs að? Hvað mig snertir,” hélt Mahala áfram og krosslagði hendurnar, “þá hefi eg enga tilhneigingu til að dylja gleði mína eða von. Eg vil játa Guð minn frammi fyrir öllum heiminum. Eg hræðist ekki dauðann. Dagar mínir eru í hendi Guðs. Hann veit hvenæif og á hvaða hátt síðasta kallið kemur. Ef þú vilt gefa lífið út fyrir Virgilí- us, sem frelsaði þig frá jarðneskri eyðileggingu, ætti eg þá að gera minna fyrir frelsara minn og drottin, sem úthelti blóði sínu mértil sáluhjálpar ?” Dvergar. Dvergar eru litlir vexti. Svo undur litlir, að sumir þeirra eru ekki nema rúm tvö fet á hæð. Um þetta litla fólk eru til margar sögur, bæði munnmælasögur og svo er oft sagt frá þeim í forn- sögum, svo sem Fornaldarsögum Norðurlanda. Fyrrum héldu menn að dvergarnir ættu heima í klettum og steinum, og leituðu menn oft á fund þeirra, er þeir voru í vanda staddir, því þeir voru svo ráðagóðir að þeim varð aldrei ráðafátt. peir voru framúrskarandi smiðir. Smíðuðu sverð, sem bitu á hvað sem var; skip, sem gátu kosið sér byr hvert sem þau vildu sigla, og hringa, sem voru fagurlega gerðir og þóttu hinar mestu gersimar. Læknar voru þeir ágætir og gátu grætt flest mein manna. peir þektu líka jurtir og steina og gátu h^gnýtt sér hvorutveggja. En slíkir dvergar lifðu í löngu liðinni tíð, og er ef til vill eitthvað aukið við kunnáttu þeirra og kyngi eins og hún lifir í sögunum. En það hafa verið til dvergar, sem við höfum iimu sannar sögur af. T. d. Jeffrey Hudson, sem Walter Scott segir frá í sögunni “Peveril of the Peak.” Sá var aðeins 18 þuml. á hæð og seg- ir sagan, að hann hafi verið gerður kunnugur Hen- riettu Marion drotningu James I. á Englandi, á þann hátt, að fram fyrir drotninguna var borin villigalta smá-steik, með brauðskorpu utan um, og þegar skorpan var opnuð, þá steig Jeffrey fram á borðið í allri sinni dýrð og heilsaði drotningunni og gestunum hæversklega. Drottningunni, sem ekki átti von á slíku, þótti mikið til gersemi þess- arar koma og tók dverginn í þjónustu sína. Jeffrey þótti hugprúður, þó hann væri ekki stór. Hann háði tvö einvígi, í annað sinn við kal- kún en í hitt sinnið við gæsarsteggja, og bar sigur úr býtum í bæði skiftin og hlaut “Sir” nafnbót fyr- ir hreysti sína. Hann var tvisvar sinnum fangi, og dó í varð- haldi árið 1682. Annar nafnfrægur dvergur var hinn pólski Borulwaski. pegar hann var 15 ára gamall, var hann 25 þumlungar á hæð. Var hann þá leiddur fram fyrir Theressu keisarafrú, sem varð svo hrifin af honum, að hún tók hann og setti í kjöltu sér og spurði hvað hann hefði séð tilkomumest og falleg- ast í Vínarborg. Dvergurinn svaraði: “pað sem eg nú sé, svona lítinn mann'í kjöltunni á jafn göfugri konu.” Svar þetta gjörði dverginn mjög vinsælan. Stanislaus II. tók miklu ástfóstri við dverginn og tók hann með sér á fund Georgs III. Englakon- ungs og var Borulwaski við hirðina á Englandi í meir en 50 ár. Dvergur þessi, sem á þroskaskeiði sínu var þrjú fet og þrír þumlungar á hæð, átti systur, sem náði honum tæplega í öxl. Borulwaski var fríður sýnum, vél vaxinn og lærdómsmaður mikill. Hann dó árið 1837. Richard Gibbons og kona hans, sem uppi voru á seytjándu öldinni, voru svo smá vexti, að bæði til samans náðu þau ekki sjö fetum. pau voru list- feng og máluðu bæði smáhluti og Gibbons kendi dætrum James II. Englakonungs pentlist. pegar þau giftust, var viðhöfn mikil og stóð Henrietta Marion fyrir henni, Charles I. leiddi brúðurina inn að altarinu, drotningin dró kostuleg- an demantshring á hönd henni, en hirðskáldið Ed- mund Walters orti brúðkaupskvæði. Fleiri dverga mætti nefna, svo sem Piletas, Coropas og Andromedu, sem voru öll undir tveimur fetum á hæð og Piletas var svo léttur, að hann bar lóð í-vasa sínum til þess að hann fyki ekki. pá má og nefna Mehemed Selím, sem var í þjónustu Abdul Hamid Tyrkjasoldáns; hann var tuttugu og átta þumlunga á hæð, tungumála garpur mikill og söng- fræðingur og tónskáld. Einkennilegt er það, að flestir þessir dvergar hafa orðið fjörgamlir. ---------o-------- GRÁNI. Bóndi nokkur er eg eitt sinn hitti í heygarði hans, átti gráan útigangshest, sem eg læt skrifar- ann kalla Grána, þó hann héti nú reyndar öðru nafni. pessi hestur var ákaflega garðsækinn, bæði við eigandann og nágrannana, og faðir minn var oft í vandræðum með að geyma heyanna fyrir honum, því það var varla að nokkur garður stæði fyrir Grána hversu hár sem var; var hann mesti bragðarefur í tilbót. Eitt haust um veturnæturn- ar sást hvern morguninn eftir annan að farið hafði verið í garðinn hjá okkur og jetið drjúgum og vissi enginn hver olli, því engin skepna var 1 nánd þegar komið var á fætur, en faðir minn grunaði Grána. Líka var gætt að því á kvöldin í vökulokin, hvort ekki væri neitt í nánd, Gráni eða annað; en aldrei sást þar bóla á neinu grunsömu. Svo tók faðii' minn það til bragðs að vaka nótt og nótt og var það þá allra undarlegast, að þær nætur kom engin skepna, þó bæði væri farið í garðinn undan og eft- ir, og lá við að föður minn færi að gruna, að hér væri menn með í leiknum, því garðarnir voru líka alstaðar svo háir, að varla var tiltök að einn hest ur gæti brotist upp á þá, jafnvel ekki Gráni sjálf ur, og nú voru auk þess settir staurar á garðana og ýmsar aðrar torfærur þar sem veikast þótti fyrir, og á morgnana sáust aldrei nein vegsummerki þess á görðunum, að upp eða ofan hefði verið farið neinsstaðar. Svo tók faðir minn það ráð eina nótt að vaka í myrkrinu, svo að ljósið gæti ekki orðið til leiðbein- ingar ef menn skyldu eiga í hlut. Á þessu gat Gráni ekki varað sig, því skömmu eftir að hann var búinn að slökkva ljósið sér hann hvar Gráni kemur lötrandi ofur hægt heim túnið. Faðir minn fór þá upp á bæjarstund á gægjur, því honum var forvitni á að sjá hvar klárinn legði að. Gráni var þá kominn heim að fjósi og gekk þar rakleiðis að litlu hliði, sem lá upp í garðinn. petta hafði föður mínum allra sízt dottið í hug, því fyrst voru tvær tröppur upp að ganga í hliðið og svo fyrst þver- staur, sem féll inn í holur í hliðinu sína hvoru meg- in, og þar ofan yfir annar staur þungur, sem gekk inn í holu öðru megin en féll hinum megin niður í djúpan klofa í garðsendanum. En þama lagði Gráni að. Hann steig fyrst með framfótunum upp á efri tröppuna, stakk svo höfðinu inn á milli staur- anna við þann endann, sem var í klofanum og lyfti staurnum upp sem hóglegast. Honum var nú létt að klofa yfir neðri staurinn, en efri staurinn komst varla upp úr klofanum og féll strax niður aftur, þegar Gráni var kominn inn yfir og var þar þá alt í sömu skorðum. Núj gaf faðir minn sig í ljós og þaut Gráni þá þar út yfir garðinn, sem hann kom að, og var allur á burt. Faðir minn bjó svo um hliðið og sakaði ekki úr því. — S. G. í Dýrav. DR.B J.BRANOSON 761 I/lndsay BalhHnff Phone A 70*7 Offloe ttniar: I—? RetmUl: 77« Viotor St. i»hone: A 71Í2 WinnipoK, Man. Dr. O. BJORNSON 701 IJndíuiy Buildlng Offloe Phone: 7067 Offfice tlmar: 2—3 HelmUi: 764 Victor 8t. Telephone: A 7386 Wlnnlpeg, Man. DR. B. H. OLSON 701 Lindaay Bldg. Ofíice: A 7067. ViOtatattoi: 11—12 of 1.—6.80 10 Tiielma Apts., Ilomt Street. Phone: Sheb. 582«. WINNIPHJU. MAN. Thos. H. Johnson og Hjalmar A. Berrman lalennldr HgimlhnfM Skritstofa Roorn 611 MoArttonr BulidlnK, Por*a#e Are. P. O. Box ÍHI Phonea: A 684» OC «14« W. W. J. IJNDAI. * OO. J. Llndal. J. H. Undal B. SteSAnseon. UigfræBtaear 1607 Union Truet Pld«. Wlarige# >4 er elnnlg a8 finna 4 eftlrf|rt«l andl tlmum og etöBum: Lundai- — A hverjum m!iívtka4a#4. Rlverton—Fyrsta oc »ri«)a ^ »ri«Judag hvers mtntter Oli tli—Fyrsta og þrlOJa vlkudac hvera mAnaSar Dr- J. Stefánsson 600 Sterling Bank Stundar augna, eyrna, nef og kvericasjúkdóma. Er að hitta kl. 10-12 f.h. og 2-5 e.h. Tals. A3521. Heimili 627 Mc- Millan Ave. Tals. F 2691 Dr. M.B. Halldorson 401 Boyd Buildln# Cor. Portage Ave. oc Hdmonton Stundar e4ratakl.ga berklaafki oc aflra iungnaaJúkdOma. Br at! flnna 4 ekrlfatofunnl kl. 11— 16 f.m. og kl. 6—4 c.m. Skrif- stofu tals. A 3521. Helmlli 46 AHoway Ave Taialml: Shar- brook 6168 Dr. Kr. J. Austmann M.A. MD. LMCC Wynyard, Sask. DR. A BLONDAL 818 Somerset Bldg. Stundar sérstaklega kvenna og barna sjúkdóma. Er að hitta frá kl. 10—12 f. h. 3 til 5 e. h. Talsími A 4927 Heimili 806 Vicfcor Str. Sími A 8180. Arni Anderson, ial. lðgmaðnr í félagi við E. P. Bkrtfifcofa: 801 Bloctrtc way Chambaro. Telophono A 818T TmrwgiMflMMWW— ARNI G. EGGERTSSON, Islenzkur lögfrœttngur. Hefir rétt til að flytja mál bcrtH í Manitoba og Sarkatchewan. Skrifstofa: Wynyaro, Saak. Phone: Garry 2616 JenkinsShoeCo. 089 Notre Dame Avenue Vér leggjum eéretaka fthereiu 4 a> ■elje metm eftlr forekriftum Ueka*. Hln bextu lyf. sem hægt er *« 64, eru notuC elngöngu. pegar »ér konUB me8 forekriftina tily vor, me*« M» vera vian um fft rétt þaC sem lekftk- inn tekur tH. OOLiOLKUGH * OO. Notre Dame Ave. og Sherbrook* M. Phonee N 766»—761» GlftlngalyfUbréf eeld J. G. SNÆDAL, TANNLŒKNIR 614 Somer8et Block Cor. Portage Ave. eg Donald Streat Taisími:. A 8889 DR. J. OLSON Tannlæknir 6C2 Sterling Bank Bldg. Talsími A 3521 Heimili: Tals. Sh. 3217 A. S. Bardal 846 Sherbrooke St. Selur llkkiatui og annast um útfarir. Allur útbúnaÖur sft bezti. En.frem- ur selur hann alskonar minnievarða og legateina. 9 Skrlíst. talníml N ée08 Heimllis talHÍriii N ««07 Vér geymum reiðhjél yflr v«4- urinn og gorum þau eine og ný, ef þess er óskað. Allar tegund- ir af skautuon búnar til sam- kvæmt pöntun. Áreiðanlegt verk. Lirpur afgreiðsla. EMPIRE CYCLE, CO. 641Notre Dame Ava. DR. W. E. ANDERSON 307 Kennedy Bldg. Ph. A 7614 (gagnvart T. Eaton Co.) Sérfræðingur í augna, eyrna, nef og kverkasjúkdómum. Viðtalstími: 9-12 f.h. 2-6 e.h. Heimili 137 Sherbrooke Street, Sími Sher. 3108 Verkatofu Tala: A 8S8S Bul T&la.: AISI4 G. L Stephenson PLUMBER Allakonar rarmagnaAMUd, cvo setn strsuj&rn vtm, allar tegundlr af glösum og aflraka |kMUrk). VERKSTOFI: 676 HDME STREET Lafayette Studio G. F. PENNY I.Jósmyndnsiniður. Sérfræölngur I aC taka hópmyndlr, Giftlngamyndir og myndir af hell- um bekkjum skólafðlks. Phone: Sher. 4178 489 Portage Ave. Winnipeg Giftinga og n, Jarðarfara- Dlom með litlum fyrirvara Birch blómsali 616 Portege Ave. Tals. 726 ST JOHN 2 RH9G 3 Phones: Office: N 6225. Heim.: A7§9« Halldór Sigurðsson General Contractor 308 Great Wect Permapent L—■ Bldg., S56 Main 8t. I J. J. Swanson & Co. Verzla meS fastelignir. SJft. um leigu á. hösum. Annast l&n og eldsábyrgð o. fl. 808 Parts Building Phones A 6349-A 6310 JOSEPH TAVLOR LÖGTAKSMADUR Helmilistals.: St. John 1844 Skrlfstofu-TaLs.: A 6557 Tekur lögtaki bæöi húsaleiguskuld^ vetskuldir, vlxlaskuldir. AfgrelClr a\ sem aö lögum lýtur. Skriietofa 255 Main Streee

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.