Lögberg - 22.06.1922, Blaðsíða 4
LÖGBERG, FIMTm>AGINTÍ 22. JÚNÍ 1922
«
Jögberg
Gefið út hvern Fimtudag af The Col-
umbia Pre**, Ltd.^Cor. William Ave. &
Sherbrook Str.. Winnipeg, Man.
Talsiman R.6327 o£ N-6328
Jón J. Bíldfell, Editor
Utan&skrift til blaðsins:
THE COLUMBIR PRESS, Ltd., Box 317Í, Winnipog. IRan-
Utan&skrift ritstjórans:
EOiTOR LOCBERC, Box 3172 Winnipeg, M&n-
The "LBgberif” ts printed and published by The
Oolumbla Presa Limlted, ln the Columbia Block,
85 3 to SS7 Sherbrooke ötreet, Wlnnipeg, Manltoba
Yngri kynslóðin.
Fyrir rúmu ári síðan sendi blaðið Liter-
ary Digest, spurningar til fjölda leiðandi
manna og stofnana í Bandaríkjunum og leitaði
álits þeirra um framtíðarvon og siðferðisþrótt
kynslóðarinnar, sem nú er að vaxa upp, og
birti blaðið þá svör þeirra margra við þessum
háalvarlegum spurningum.
Nú hefir sama blaðið sent út spurningar
á ný um sama efni, og beðið menn að benda á
breytingar þær, sem orðið hafa í þessu sam-
bandi, ef þær eru nokkrar.
ISvörin eru aftur birt í blaðinu, og eru
sum merkileg og eftirtekta verð, og birtum
vér því útdrátt úr nokkrum þeirra.
Deorge W. Standt D. D. ritstjóri blaðs-
ins Lutheran, segir:
“Bolshevisminn, hefir þrengt sér inn í
hið andlega og siðferðislega umhverfi vort, og
vér líðum fvrir áhrif hans. Siðleysis alda
veltir sér yfir uppvaxandi kynslóðina. Virð-
ing unigmenna 'fvrir foreldrum sínum, og yfir-
boðurum á mörgum heimilum, í skólum og
kirkjum, er að þrotum komin eða þrotip.
Það er ægilegur skortur á lotningu fvrir
helgum dómum, fvrir göfugum metnaði, ein-
lægri siðferðis ákvörðunn og einbeitt og á-
kveðin fvrirlitning, fyrir göfgi og hófsemd í
klæðaburði, í orði og í athöfnum.
Kvenfólk málar á sér andlitin, drekkur,
reykir, og eru að verða handhægt mark fyrir
vissa menn, sem vel eru klæddir, lifa í vellyst-
ingum, og sem virðast hafa það fvrir lífs-
starfa, að plokka roða saklevsins af kinnum
hinna ungu mevia, en skilja þar eftir fölva
vonleysisins. Skemtanir — æði, og nautna-
þrá er orðið að olágu, og almenningur virð-
ist hafa vísað göfugri hugsjón og gagnsemi á
bug, og er ófáanlegur til þess að líta með alvar-
legum augum á lífið, nema þegar einhver ó- •
höpp knvr það til þess.
TTver sá, sem er svo bjartsýnn, að hann
er blindur fvrir ástandinu eins og það er, er
vel kominn að því. Esr á ekki vfir slíkri bjart-
sýni að ráða, og ber litla virðingu fvrir viss-
um prestum. sem afsaka syndir ULitímans.
begar guð hefir kallað þá til þess að fordæma
þær”.
James M. Grey, ritstjóri að Moodv Bible
Institute Monthly, segir:
“FélagsTífið í siðum og siðferði er ekki
að taka6 breytinguim í framfara heldur aft-
urfarar áttina. Það er að segja, eg furða mig
ekki eins mikið á, hve brátt þetta hefir borið
að, eða hve víðfækt það er, eins og því, hvað
afturförin er á'k\reðin og hraðfara.”
Að sömu niðurstöðu kemst biskup Epis-
copal kirkjunnar, og bætir við:
“Saga 1 ýð ve 1 d i s -þj ó ð a n na í liðinni tíð,
gelfur ekki mikla von í þessu sambandi, því
saga þeirra skiftist í fjórar deildir. Fyrst
áhuga, annað velgengni, þriðja spilling og
fjórða sundrung. Eru ekki táknin býsna
skýr? að þessi þjóð sé að nálgast hámark-
sundrunga tímabilsins”.
Aliee F. Parker ritstjóri að The Smith
College Monthly, sem er í fremstu röð kvenn-
háskóla Bandaríkjanna, segir:
“Hinir óviðráðanlegiT unglingar, sem
vö'kt.u umtal siðfræðinga í fvrra, eru alveg
sömu sýnishornin og þeir voru, þegar þeir
fyrst foru að vekja umtal og eftirtekt- Þeir
halda áfram að dansa, drekka, reykja, fína sig
og eru eins óguðlegir í framkomu sinni, eins
og þeir voru fyrir ári síðan.”
Orville F. Davidson, formaður St. Steph-
ens háskólans, segir:
“Það er ekki af því að markmið unga
fólksins hafi brevst, heldur af því, að það hef-
ir ekkert markmið lengur’‘.
Enn ák\reðnari er Llewellvn A. Wilcox
ritstjóri að “The Mountain Echo”, sem gefið
er út af stúdentum TTnion háskóilans St. Hel-
ena, Oal.
“Kallið mig bölsýnismann; eg vil held-
ur vera heilbrigður bölsýnismaður, heldur en
vera eins og strútfuglinn, sem stingur höfðinu í
sandinn og heldur svo að hann sé óhultur fyr-
ir hættunni, sem hann sér ekki.
Það er ekki aðeins uppreisn (revolution)
í félagslífi voru, heldur djöful-æði (devil-ution)
og það er ekki aðeins, að sú alda sé að skella
yfir j)að, heldur er það blátt áfram að sökkva
í henni.
James S. Stewens, forseti háskólans í
Maine. segir í þessu sambandi:
“Það er tilfinnanlegur skortur hjá
námsfólkinu á iðn, hirðusemi, alvöru við lær-
dóm og einlægni í áformum.
ÍHáskóla stúdentarnir vita ekki hvað það
er, að eyða parti af deginum í einlægni við
nám sitt. T staðinn fvrir að stunda námið
eru þeir önnum kafnir við allra handa sam-
komur, eða að skemta sér á einhvern annan
nátt.
Það er orðið altítt, að stúdentar bæði
drekki og spili upp á peninga, og eru þeir
lestir miklu tíðari nú, en þeir voru fyrir tíu
til tólf árum síðan-
Vindlinga reykingar eru að fara í vöxt,
óhófíð í klæðaburði námsmeyja, heldur áfram
og námsfólkið leggur sig meira eftir dansi,
en holt er fvrir það. Og tala þeirra, sem ekkert
hþf kunna sér í þeim efnum er meiri nú, en
hún var fyrir tólf árum síðan.
Andlitssvipur þeirra, sem útskrifast af
háskólunum, er hörkulegri, og í hann vantar
þau sérstöku einkenni, sem lýsa sér í andlits-
svip þeirra, sem sagt verður um að hafi göf-
ugmannlegt, hreint og ráðVendisilegt yfir-
bragð”.
--------o-------—
Heimskringla reið.
Það er leiðinlegt að sjá, hve nærri að
Heimskringla tekur sér greinarstúf, er stóð í
Txigbergi fvrir þrem vikum síðan, með fvrir-
sögninni “Ólíklegasta aðferðin”, og satt að
segja, |>á er ritstjóri Lögbergs í vafa um,
hvort hann hefði nokkurn tíma skrifað þá
grein, ef hann hefði haft hugmynd um, að hún
mundi valda öðrum eins hörmungum og get-
ur að líta í síðustu Heimskringtu, í grein
þeirri, sem ritstjórar þess blaðs nefna “Enn
um stjórnmál”.
Einn þriðji partur greinar þeirrar, eru
hugleiðingar ritstjóranna, út af einni setningu
er stóð í Lögbergs greininni áminstu, hún
hljóðar svona. “Margt furðulegt hefir birst í
ritstjórnardálkum Heimskringlu í seinni tíð”.
Og segja þeir, að það eigi að meina: “að það
sé lítilfjörlegt, andlaust, illahugsað og illa
skrifað, sem í ritstjórnar dálkum Heimskringlu
hefir komið að undanförnu.
Hver sanngjarn lesari, getur nú sjálfur
'borið um, hvort þessi klausa, sem tekin er upp
úr áminstri Lögbergsgrein þarf að þýða þetta,
sem í itstjórar Heimskringlu láta hana þýða,
en svo er nú máske með þá, eins og málshátt-
urinn segfir: “Sök bítur sekan.”
En svo láta ritstjórarnir sér ekki nægja
með svo óákveðna yfirlýsinig í því sambandi,
því þeir blátt áfram, og með berum orðum
taka fram, að jiað hafi vérið vit í trveimur
ritgerðum, sem á ritstjórnar síðu blaðsins hafi
staðið, og það er í ritgerð Ragnars Kvaran
kandidats, um Höllu í leikritinu “FjalJa Ey-
vindur,” og í ferðapistlum séra Rögnvaldar
Péturssonar.
E|n upp yfir öllu hinu, sem í ritstjórnar-
dálkum blaðsins stendur, kveða ritstjórarnir
sjáTfir upp þann ómilda, en sanna og sann-
gjarna dóm, að það sé lítilfjörlegt, andlaust,
illa hugsað og i'lTa skrifað. Og er það meiri
hreinskilni, en maður á alment að venjast nú
á dögum.
T þessaw sömu grein, eru ritstjórar Heims-
kringlu að revna að klóra yfir þá furðulegu til-
raun sína, að telja lesendum blaðsins trú um,
að afturhalds, eða íhalds stefnan í stjórnmál-
um, sem er alt sama kálið, væri náskyld
bændastefnunni. Nú segjast þeir aðeins hafa
átt við, að afturhaldsmenn ætluðu ekki að
stilla upp neinum þinigmannsefnum f kjördæm-
um þeim, sem Tslendingar sækja í, heldur að
mafast til að þeir stæðu við hlið bændanna!
Svona vandræðaleg’ur kisu þvottur getur ekki
gjöi-t neinn mann hreinan.
í þessari furðulegu Heimskringlu- grein,
er kveðið upp úr með það, að TTeimskringla,
sem í þrjátíu og fimm ár, hefir stutt con-
ser\ ati\e, eða íhaldsflokkinn, ‘hafi vent segl-
um, og sigli nú fyrir vindi bændastefnunnar,
að minsta kosti í kosningahríð þeirri sem nú*er
að bvrja hér í Manitoba.
Það er svo sem ekkert út á það að setja,
þo Heimskrmgla skifti um stefnu í lands mál-
um, og kemur oss heklur ekki við í hvaða
KeflaVík hún rær, í það eða það skiftið — bara
að hún geri það eðlilega, en sé ekki að gera
mönnum skynvillur með þvá, að látast vera,
það sem hún ekki er; þó það geti ekki talist
■ arlmannlegt að snúa baki við flokk sínum,
jrogar hann er í nauðum staddur — yfirgefa
skipið, sem maður hefir róið á, þegar það er
i brotsjóunum mestu, eins og“ viss dýr gera,
af því, að meiri er matarvon annarstaðar.
_ IHeimskringla segir, að það sé ekki meira
vrir sig að stvðja nú bændaflökkinn, héldur
en að það hafi verið fyrir Lögberg að styðja
l nion st,]ornina 1917.
; F-yrst a® Heimskringla viTl taka Lögberg
ser til fyrirmyndar, þá er það það minsta, sem
x)gberg getur mælst til, að hún skilji afstöðu
þess, en reyni ekki að fara að jórtra upp sömu
tugguna og Voröld sáluga var sífelt með
nefnilega, að Lögbere- hafi stutt TJnion stjóra-
hefir aldrei stutt Union stjómina
i oðru en því, er að hermálunum laut.
Nú verandi ritstjóri Lögbers, sem þá bar
enga ábvrgð á blaðinu, skrifaði grein í Tvög-
berg um bær kosnimgar, og getur hver sem
vdLseð afstöðu hans þar. En hitt skal játað,
að Txigberg studdi hermálin og gjörðir TJnion
st.ioraarinnar í þeim, eftir að hún kom til
\alda 1917, og slíkt hið sama mundi það hafa
gJórt hvaða stjóm sem hefði farið með völd-
m undir þeim kringumstæðum, sem þá voru.
Það sem Hei.mskringla segir um stjóra-
mala astandið í Astralíu, er vægast sagt kát-
broslegt. Þar fóru kosningar fram síðast í
novemiber 1919, 0g féllu þær þannig, að
Nationahstar fengu 40 þingsæti, verkamenn
-b, en bændur 9 í neðri málstofunni, en í efri
málstofunni eru 35 nationalistar, 1 verkamað-
ur og engmn bóndi. Kosnimgabardagmn stóð
þvi þar a milii nationalista og verkamanna,
en ekki á milli frjáslvnda-flokksins og bænda-
flokksins, eins og Heimskringla segir; annars
hefir alt þetta fimbul-famb Heimskringlu lítið
að gjöra við kjarna máls þess, sem um er að
ræða; nefnilega skyldleikan á milli stefnu aft-
urhalds-flofcksins og bænda-flokksins í Mani-
töba.
1 þessari sömu Heimskringlugrein, er því
fleygt út að Norrisstjórnin í Manitoba, sé
hætt að bonga tillag sitt til skóla fylkisins, .
sökum fé skorts. Þetta er ekkert annað en
ilikvillnislegar getsakir — hefir ekki við hinn
minsta sannlei'ks neista að styðjast- Mani-
toba stjórnin hefir greitt hvert einasta eent,
sem fallið er í gjalddaga, af því tillagi, og er
reiðubúin að greiða það sem eftir er af þeim
ársgjöldum, undir eins og þau falla í gjald-
daga og lögákveðin skilríki verða lögð fram.
Annars ber það vott um ódrengskap, meir en í
meðallagi, að láta annaðeins slúður og tilhæfu-
lausar getsakir, frá sér fara í opinberu blaði.
SJðast í þessari makalausu grein, eru rit-
stjórar Heimskringlu að reyna að verja þýðing
sína á sögninni“ to Conserve,” og ferst þeim
það eins og búast mátti við, óhönduglega.. Þeir
segja, að seinni partur orðsins “serve” sé
komið af latneska orðinu “servio”, sem þýðir
að þjóna, að vera þjónn, eða þræll- En fyrri
parturinn “con”, sé komin af latneska orð-
inu “Canor”.
Það er hægt að klippa hvaða orð, sem
maður vill í sundur, og búa til úr því tvö orð;
fá þannig breytilega meiningu frá hinni upp-
runalegu meiningu orðanna, t. d. meiningin í
orðinu ósatt breytist við að klippa “óið”
framan af, “mundlaug” fær óákveðnari mein-
ingu ef orðið “mund” er tekið framan af,
sama er að segja um “vindbelg” ef orðið
“vind” er tekið þar í burtu, verður ekkert eft-
ir annað en tómur belgurinn.
En alla þessa krókamalfræði hefðu rit-
stjórarnir getað sparað sér, því orðið Cons-
erve, er komið af latneska orðinu “Conservo”,
sem þýðir að geyma, varðveita og halda við
en aldeilis ekki af “Servio” eins og Heims-
kripgla heldur fraim.
---------o--------
Providence
By MATTHIAS JOCHUMSSON
Translated from the Icelandic
by Jakobina Johnson
What is the light, which points the way for
me,—
The way where mortal eyes no light can see?
What is the light, on which all light depends
And with creative power through space descends ?
What writes of “love” on youth’s illumined
page
And “life etemal” on the brow of age?
What is thy light, thou fond and cherished
Hope
Without which all the world would darkly grope?
That light is God.
What is the voice I here within, through life,
The Echoes through our ranks of common
strife ?—
A father’s voice, in wisdom to appraise,
A mother’s voice, to comfort all the race
What voice alone attuned perfection sings
When all our world of song discordant rings?
Turns into day the darkness of the throng
And agonies of death to hopeful song?
That voice is God.
What mighty hand maintained protecting hold
Upon this reed, through direst winter cold?
And found my life, a dormant wind-tossed
seed,
And planted it, supplying every need?—
The hand whose torch must touch the sun with
light,
Whose shadow means calamity and night.
The hand whose law has written its control
Upon each lily and eternal soul?
That hand is God.
Aths.—þessi stórfagra þýðing eftir frú Jak-
obínu Johnson, birtist fyrst í American-Scandi-
navian Review (New York), en þar næst í Lit-
erary Digest, 10. þ.m.. í því trausti, að þýðand-
inn misvirði ekki ásælnina, er kvæðið tekið upp
í Lögberg.
--------0--------
Heimhugur. ,
Eg hlusta og hljóður stari
í himinsins víða geim,
en hugur minn ljettur leitar
um loftvegu bláa — heim.
Hann leitar til landsins kæra
með Ijósa og iheiða brá.
Það vakti mér von í barmi
og víðsækna himinþrá.
Þar fegurstu’ sá eg sýnir
í sólskini’ um miðja nátt.
Þar lærði’ eg að elska ljósið
og leita í sólarátt.
Þar fegursta heyrði’ eg hljóma
í hreimdjúpum fossanið,
og ástþýðar unaðsraddir
í ómblíðum fugla'klið.
Þær myndir eg glæstar geymi
sem gimsteina mér í sál.
Þær raddir mjer óma í eyrum
sem ylríkast kærleiksmál.
Og hvert sem að leið mín liggur
um lönd eða höfin blá,
þó jafnan mín ættjörð áttu
úst múia, von og þrá-
Richard Beck.
17. júni 1922.
Hvers vegna eigið þér að spara
Að tryggja yður sjálf gegn ókom-inni æfitíð
Til þess að tryggja yður þægindi og
hvíld á elliárunum
Til þess að tryggja framtíð fjölskyld-
unnar eftir fráfáll yðar.
Byrjið að spara í dag með innleggi á
THE ROYAL BANK
OFCANADA
Borgaður höfuðstóll og viðlagasj. $40,000,000
Allar eignir ............. $483,000,000
Fjárhagshorfur Islauds.
Háttvirtur fruimmælandi þessa
m'áls, herra ilandsbókavörður Jón
Jacobsson, isíkoraði sérstaklega á
mig á síðasta fundi, að taka til
imláíls við frekari umræður síðar,
og iliofaði eg því, bæði af því, að eg
sem gamall þingmaður, og sér-
istáklega sem fyrverandi landrit-
ari var þessu máli sérlega kunn-
ugur, því öll árin sem eg var land-
ritari undirbjó eg fjárlagafrum-
varpið að mestu leyti fyrir hvert
þi-ng.
ipegar at'huga Iskál fjárlöigin
1922 og þær horfur, sem byggjast
á þeim, og það var aðalefni frum-
mælanda, þá ber fyrst að líta á
tekjuhlið þeirra. Alt frá byrjun
'og fram lá slíðustu ár, var það
föst venja að áætla tekjuliðina svo
vartega, að það væri álveg víst,
að þeir næmu áætlunarupphæð.
Af reynslunni vissi stjórnin, að
þingið hafði tilhneigingu, eðlilega
m‘á segja, til þess að hækka út-
'gjaldaliðina að mnn. Reyndust
iþví tekjurnar ‘hærri en áætlað
var, sem oftast varð, þá varð
tekjuaukinn til þess 'að mæta
hækkuðum útgjöldum frá jþingsins
hálfu. Varleg tekjuáætlun var
þannig nauðsynlágt jafnvægi gegn
tilhnegingum iþingsins að auka
útgjölldin. petta vissi þingið líka
mjög vel, og lét tekjuliðina venju-
lega ihalda isér, einkum gaJmla,
fasta tekjustofna, sem bygðir voru
á meðalltali undanfarandi 3 eða 5
ára.
Að því er snertir fjárlögin
fyrir 1922 er þessari reglu ekki
fyilgt, því fjármálaráðberrann
lýsti því yfir, að áætlunin væri'
eins bátt sett og fært væri, og
það meðfram vegna iþeirrar stefnu-
breytingar, sem kom fram í
þessu 1919, sérstaklega í Ed. Á
ætlunin er því ekki samán á sama
hátt sem áður, beldur eftir stefnu
þingsins 1919, því bruðlunarsam-
asta þingi, sem nokkurntímia hefir
'háð verið. 1 sjálfu sér gerir
það samt ekki eins mikið til, og
í fljótu bragði mætti virðast, því
stjórnim lagði jafnibliða fyrir
þingið ýms frumVörp uim nýja
skatta, og á úrslitum þeirra frum-
varpa varð tekju'áætlunin að
grundvallast að meiru eða minna
leyti.
Neðri deildin ílét tekjuhliðina
alveg óhaggaða, því þá var enn
laílls ekki útséð um nýju skatta-
frumivörpin, en iþað er til marks
uim vinnuibrögð þinigsinsi tnú» í
samanburði við störf fyrri þinga,
að þótt hér væri í fyrsta sinni að
ræða um fjárlög fyrir að eins eitt
ár, þá skilaði fjárveitinga nefnd-
in áliti sínu fyrst 17. apríl, eða
um n‘íu vikutm eftir þingsetninig,
og þóttist roggin af, sem von var;
en það var föst regla á hinum
eldri þingum, að iski'la nefndará-
litinu eftir 4 vikur, og glltu fjár-
lögin þó fyrir tvö ár- Upp í efri
delld komst frumlvarpið iloks eftir
ellefu vikur. Við aðra umræðu,
þar eða við fimtu umr. fjárlaga-
frumvarpsins, gerði deildin gagn-
gerðar breytingar á tékjuhliðinni,
“án þes siað ‘bera sig saman við
fjármálaráðherrann um neitt”.
(Alþtíð. 1921 B. Mis. 1338.) pað má
því nærri geta hve ábyggileg
þessi áætlun hefir verið, og farast
fjármálaráðherra svo orð um
ihana: “Mér kemur það undar-
lega fyrir, að sjá háttvirta fjár-
hagsnefnd búa til áætlun yfir
tékju'hlið fjárlaganna, áður en
séð er um forlög márgra tekju-
frumvarpa stjórnarinnar?” Við
eina umræðu í neðri deild var
mikil breyting gerð á tekjuhlið-
inni, sumir skattar hækkaðir, og
aðrir lækkaðir, og jafnvel alveg
burt numdir, alt af handahófi að
því er virtist. Nægir í því efni
að tilfæra, að við þessa umræðu
voru skattarnir hækkaðir um 790
þúsund kr. en aðrir lækkaðir eða
feldir burtu, er náimu 410 þúsund
kr., og sem dæmi upp á hringl-
andaskapinn má geta iþess, að
stimipilgj'allidið, sem stjórnin bef-
ir áætlað ihálfa aðra miljón króna,
var ált í einu lælkkað um iheila
miljón. Fyr má nú vera- Auð-
vitað stafaði þetta af breytingu,
Electro Gasoline
“Best liy Every Test”
pessi Gasolía endist yfir mestan mílufjölda og
fyrirbyggir ólag á mótornum.
Skjót Afgreiðsla hjá vorum Sjö
Service Stations:
Sérstök þægindi við fylling og hreinsun Transpiissions
og Crank Case
No. 1. Comer Portage og Maryland.
N. 2. Main Street, gegnt Union Depot. •
No. 3. McDermot og Rorie, Sts., gegnt Gr. Exchange.
No. 4. Portage Ave. og Kennedy St.
No. 5. Rupert og King, bak við McLaren Hotel.
No.6. Osbome og Stradbrooke St.
No. 7. Main Street North og Stella Ave.
Einnig til sölu hjá eftirgreindum Garages:
Willys-Overland, Cor. Portage og Marylano.
Cadillac Motor Sales, 310 Carlton.
Imperial Garage, Opp. Amphitheatre.
Prairie City Oil Co., Ltd.
Phone A 634Z 601-6 Somerset Building
Brick og Hollow Tile framleiðendur
Timbur og annað Byggingarefni.
Afgrsiðum pantanir utan af landi fljótt og vel.
BRIGK MANTELS
200 Tribune Bldg. WINNIPEG Talsími A5893