Lögberg - 06.07.1922, Blaðsíða 4

Lögberg - 06.07.1922, Blaðsíða 4
4 LÖGBEKG, FIMTUI>AGIKN 6. JÚLÍ 1922 —■ '1 IJögberg Gefið út hvem Fimtudag af The Col- nmbta Prets, Ltd.^Cor. William Ave. & Sherbrook Str., Winnipeg, Man. Talaimari >'-6327 «É N-6328 1 II Jón J. Bíldfell, Editor Lltanáskriit til blatUin*: Tt|E COLUNtBIIV PRESS, Ltd., Box 317*. Winnipog, Utanáakrih ritotjóran*: EOiTOR L0CBERC, Box 3171 Winnlpag, Man. The “LögberK*’ le printed and published by The Columbia Presn, L,imiited. in the Columbia Block, RtS to 8S7 8herbrooke Street. Wlnnlpe*, Manltoba Veðrabreyting. ipeir menn voru allmargir bæði hér í bænum og úti í sveitum, sem fyrir nokkrum vikum töldu víst, að bændaflokkurinn í Manitoba mundi vinna stóran sigur í kosningunum, sem í hönd fara. Nú eru þeir sömu menn farnir að linast hvað þetta álit þeirra snertir, og viðurkenna meira að segja, að bændaflokkurinn geti ekki unnið meiri hluta þingsæta í fylkinu og því ekki komist til valda. Og svo sterk er þessi alda að verða, að blaðið Free Press, sem, eins og allir vita, styður bændaflokkinn, viðurkendi í vikunni sem leið, að kjósendurnir í vestur hluta fylkisins, væru dag- lega að snúast til fylgis við frjálslynda flokkinn, og á laugardaginn var kvað blaðið upp úr með það, að þingmannsefni .frjálslynda flokksins, J Breakey, væri sigurinn vís í Glenwood kjör- dæminu í suðvestur hluta Manitoba. pannig eru fréttirnar’ að koma víðsvegar að úr fylkinu um það, að fólk sé að átta sig, á að ekkert vit sé í að hafna þeirri beztu stjórn, sem nokkurn tíma hef- ir verið við völd í Manitoba, fyrir eitthvað, sem enginn veit hvað er eða verður. Norrisar menn telja sér tuttugu og tvö þing- sæti vís, utan Winnipegborgar, og í Winnipeg ættu þeir að minsta kosti að fá fjögur, og þá er auðsætt, að frjálslyndi flokkurinn verður mann- flestur á næsta þingi. Sjáið qm það, landar góðir, að svo miklu leyti sem í ykkar valdi stendur, að hann verði nógu sterkur til þess að hafa meiri hluta í þinginu. --------o-------- Gjaldþrot. Greinin stutta en rembinugslega, sem birtist í síðustu Heimskringlu með fyrirsögninni “Svar til Lögbergs, er sú aumkunarlegasta gjaldþrota- yfirlýsing, sem vér minnumst að hafa séð nýlega. pegar svo er komið fyrir mönnum, að'þeir hafa ekkert fyrir sig að bera málstað sínum til varnar annað en fyrirlitlegan hroka-rembing og lastmælgi, þá er farið að þrengjast um í hinu andlega forðabúri manna. Grein þessi er ekkert svar við því, sem vér sögðum í hinni áminstu Lögbergs grein, sem ekki var heldur að búast við, því axarsköftum þeim, sem Heimskringla var búin að smíða og um var að ræða, verður ekki bót mælt með viti og því síð- ur með því, að ráðast að Lögbergi með /antaleg- um ofsa og illgimislegum hrottaskap. ^ prjú atriði, sem um var að ræða í þessari á- minstu grein, minnist þessi prúðmannlegi höf- undur svarsins í Heimskringlu á og þau eru þessi: Að Heimskringla hefði ekki meint, a& grein- araar hans séra Rögnvaldar og Ragnars Kvaran kandídats hefði verið það eina, sem vit hefði ver- ið í og staðið hafi í ritstjómardálkum blaðsins í seinni tíð. Vér eigum enga sök á því, þó blaðið eða rit- stjórar þess meini eitthvað annað heldur en þeir segja, og líka ómögulegt fyrir mann að vita, hver meining manna þeirra er, sem marga hafa hús- bændurna og verða að tala eins og öllum líkar. En af hverju sem þetta stafaði, hvort heldur það var af fljótfærni eða vftleysu, þá stóð nú þetta og stendur í Heimskringlu og ekki til neins að vera að fara í kring um þann sannleika eins og köttur í kring um sjóðandi soðpott. Um staðhæfingar þessa “svars”-höfundar um fylgi Lögbergs við kosningaraar 1917, er það vitanlegt, að þær eru staðlaus ósannindi og að eins blekkingar tilraunir af vesalmannlegustu tegund. f fyrsta lagi gat ekki verið um neinn stuðning við conservatíva að ræða 1917, því það var samsteypu eða sambandsflokkur conservatíva og liberala, sem þá sótti á móti Laurier-flokkn- um, og eftir að sá sam&teypuflökkur var kominn til valda studdi Lögberg hann í ritstjórnardálk- um sínum að því er til hermálanna kom; en það hefir aldrei veitt conservatív flokknum eða sam- steypuflokknum neinn annan stuðning, hvað svo sem þessi “svars”-höfundur í Heimskringlu segir. f sambandi við flokkana í Ástralíu, þá reynir þessi “svars”-höfundur að hylja afglöp Heims- kringlu með því að draga athygli lesendanna frá aðal atriðinu—nefnilega því, að bardaginn í stjórnmálum þar standi á milli bændanna og frjálslynda flokksins. með því að gleiðgosast yfir því, að vér vitum ekki að nationalista flokkurinn í Ástralíu (sem er hið rétta nafn flokksins), hafi einu sinni verið frjálslyndi flokkurinn. Slíkt kemqr umtalsefninu ekkert við. pað eina, sem um er að ræða í þessu sambanfdi, er, að þegar Heimskringla sagði að stríðið stæði á milli bænda flokksins og frjálslynda flokksins, þá fór hún með bull og vitleysu. J7ví bændaflokkurinn hefir aldrei náð neinum þroska sem sérstakur stjórn- málaflokkur í Ástralíu. Um brigzlin til Lögbergs og ritstjóra þess í þessu “svari” Heimskringlu, er hægt að vera fá- orður, því það er orðin sýki á sumum mönnum, sem nákomnir eru því blaði, einskonar ígerð, sem Jæir eru búnir að ganga lengi með og orðin er svo mögnuð, að undir eins og þeir verða fyrir ein- hverri geðshræring, brýst þessi ólyf jan út eins og gallspýting í hverri hugsun, sem þeir hugsa og í hverrju orði, sem þeir tala, og mannskepnurnar geta ekki að þessu gert,— því sýkin hefir náð á þeim heljar tökum, og því er sjálfsagt að sjá í gegn um fingur við þá. ---------o-------- Blekkingartilraunir Heinns- kringlu (Framh.) Heimskringla segir, að bændurair lofi engu utan því, að bæta hag þjóðfélagsins. J?essi stað- hæfing blaðsins meinar ekkert, því slíkt segjast allir stjórnmálaflokkar gera. Svo er þetta held- ur ekki satt, því bændaflokkurinn hefir gefið út ákveðna stefnuskrá, og þó hún sé þahnig úr garði gerð, að óvíða í henni sé hægt að benda á ákveðin loforð, þá eru sum ákvæði stefnuskrárinnar samt nógu skýr til þess að ekki verður hægt í fram- tíðinni að segja: “Við gáfum ekkert ákveðið loforð í þessa átt.” En fyrst að Heimskringlu fanst ástæða til þess að fara að benda á þetta flokki þeim,' sem hún segist nú styðja, til ógagns, þá er ekki úr vegi að minnast á eitt eða tvö skýlaus loforð, er stanaa í stefnuskrá þeirra, sem að minsta kosti skiftar skoðanir geta verið um hve vænleg séu til þess að bæta hag þjóðfélagsins yfirleitt. í sjötta kafla stefnuskrárinnar, þeim er fjallar um skattamálin, í þriðja lið þess kafla, stendur: Að skattar til sveitaþarfa í þeim hér- uðum, sem akuryrkja er eingöngu stunduð, skuli miðaðir við virðingarverð óunnins lands. þetta ákvæði er ekki að eins ranglátt gagn- vart hinum fátækari bændum, heldur getur það orðið skaðlegt fyrir þjóðfélags heildina, því til grundvallar fyrir því liggur ekkert annað en ein- skattshugmyndin, sem komið hefir bæði bæjum og bæjarfélögum á kaldan klaka þar sem hún hef- ir verið reynd, svo sem Vancouver borg. J?að er ranglátt, segjum vér, gagnvart hinum smærri bændum, sem ekki geta kringumstæðanna vegna ræktað alt land sitt. Á þá hlýtur þessi skatta aðferð eða niðurröðun að leggjast miklu þyngra tiltölulega, en þá, sem eiga stórar bú- jarðir og vel ræktaðar, sem þó hafa meira gjald- þol og eru færari um að borga. Svo er líka ann- að í þessu sambandi, sem vert er að athuga, og það er, að ef rétt væri að veita framleiðslu lands- ins og framleiðslutækj um undanþágu frá skatti, væri þá ekki jafn réttlátt, að veita byggingum og vélum iðnaðarfélaganna í borgunum það líka? Og ef það væri gjört, hverjir ættu þá að borga hin opinberu gjöld? — þeir, sem ófærastir væru til þess—f átæklingarnir ? Annað atriði mætti benda á í þessum sama kafla stefnuskrfirinnar sem óhafandi og beina eyðilegging, ekki sízt í lítt bygðu landi, og það er, að menn séu skyldugir að skýra frá söluverði á öllu ónotuðu landi og á því verði byggist skatt- ur sá, er af því eða þeim löndum sé greiddur. Ef slíkt ákvæði yrði að lögum hér í Mani- toba, þá yrði það til þess, að reka alla þá, sem lagt hafa fé sitt í óunnið land hér í Manitoba, í burtu, — yrði til þess, að engum manni dytti í hug að leggja fé sitt í land, sem hann gæti ekki staðið sig við að halda árinu lengur, — yrði toll- garður svo hár, að ham héldi stofn- og starfsfé alveg út úr þeirri verzlunargrein í fylkinu. En þeir, sem fylgst hafa með byggingu þessa lands eða annara landa, vita hvað það meinar—kyr- stöðu og afturíör. Síðsta, eða fjórða staðhæfingin, sem var í þessari Kringlu-grein, var um fjármálin, eða rétt- ara sagt, að sveitaskattarnir hefðu hækkað í stjórnartíð Norrisar úr $210,000 upp í $2,200,000. Eins og búast mátti við frá Heimskringlu, er þetta eins villandi eins og hægt er að gera það. pessar tölur út af fyrir sig sanna ekkert né skýra, og þær eru heldur ekki settar fram til þess. Segj- um að þær séu sannar, eða nálægt sanni, þá er ekki aðal atriðið, hvað þær eru stórar, heldur hitt, hvaða hlunnindi sveitirnar fengu til baka fyrir fé það, sem þær létu af hendi, og skulum vér stuttlega athuga það til skýringar þeim, sem sannleikann vilja vita, en Heimskringlu til ar- mæðu: Tökum þá aftur upphæð þá, sem Heimskringla segir að Norrisstjórnin hafi lagt á sveitafélögin í Manitoba, eða 2,200,000, og svo það, sem sama stjórn borgaði aftur út til þeirra sömu sveitafé- laga árið 1921, og sjáum þá hvernig sakir standa. Tölur þær, sem hér fara á eftir, eru teknar úr fylkisreikningunum: Borgað út fyrir að eyðileggja úlfa $ Eftirlaun til ekkna og munaðar- lausra barna.......; ......... Til þjóðræknisþarfa .......... Til söngsamkvæma ............... Til mæðra, sem mennimir hafa yfirgefið ............/....;.... 9,212.50 437,237.07 27,295.62 1,000.00 13,089.10 Til almennra skóla .............. 1,354,759.46 Ýmsar styrkveitingar ................. 45,000.00 Eftirlit með skólagöngu bama og og illa hirtum börnum ............ 33,791.09 Fyrir skólabækur við alþýðu- skólanám ......................... 35,78882 Til landbúnaðarþarfa ............ 231,363.39 Tillag til sjúkrahúsa.............. 235,583.41 Til að bæta kjör fanga í fylkinu.... 2,789.35 Hjálp handa atvinnulausu fólki .... 78,952.28 Til hjálpar allslausu fóki í hér- uðum, þar sem sveitarstjórnir eru ekki komnar á ................... 1,988.20 Samtals................$2,507,850.32 Svo ef að Heimskringla hefði ekki verið að reyna að villa fólki sjónar, eins og nú er orðinn daglegur vani hennar, þá hefði hún átt að segja lesendum sínum, að ef Norris stjórain hefir lagt $2,200,000 skatt á sveitimar árið 1921, eins og hún segir sjálf, þá hafi sú sama stjórn borgað út $2,507,850.32 til þeirra sömu sveita það ár, eða $307,850.32 meira, heldur en Heimskringla segir að sveitimar hafi þurft að borga, og sjáum vér enga ástæðu fyrir þær að kvarta undan þeim skiftum eða neinn fyrir þeirra hönd. -------o------- Nýjar bækur. Nokkrir fyrirlestrar eftir j7orvald Guð- mundsson. Félagsprentsmiðjan í Reykjavík, 1921. petta er stór bók, 477 blaðsíður, auk for- mála, efnisyfirlits og leiðréttinga. Vel er frá henni gengið, pappírinn góður, letur skýrt og prentun góð, dálítið af prentvillum, sem margar eru þó lagfærðar á aukablaði aftast í bókinni. Innnihald þessarar bókar dregur mann að sér. pað er svo hugðnæmt, að maður getur ekki látið vera að lesa bókina. Fyrirlestrar þessir eru 21 talsins og langflestir þeirra um söguhetjur foraaldarinnar, bæði menn og konur og svo merk- ismenn og merk söguatriði síðari tíma. Látlaust og vel er sagt frá æfiatriðum og einkennum þessara persóna og sögunni er víð- ast fylgt nákvæmlega og svo dregur höfundur- inn fram skilning sinn á ýmsu í sambandi við þær, sem að sumu leyti kemur allmikið í bága við hugmyndir þær, sem menn hafa gert sér um þær áður. Til dæmis í fyrirlestrinum um Hallgerði Höskuldsdóttur, konu Gunnars á Hlíð- arenda, kemst fyrirlesarinn að (þeirri niður- stöðu, að ógæfa Hallgerðar, eftir að hún kom austur á Rangárvöllu, hafi stafað af rógburði Njáls og Hrúts föðurbróður hennar, og að Gunnar hafi ekki borið vitsmuni til þess að bera blak af konu sinni. pessi skilningur finst óss fráleitur. Sagan gefur hvergi nokkurs staðar tilefni til þess að ætla, að Njáll hafi verið rógberi, eða svo mikið lítilmenni að gjörast forgöngumaður að því, að konu vinar síns væri misboðið og heimilisfriði hans raskað. Heldur sannar sagan blátt áfram, að þetta gat ekki átt1 sér stað. í veizlunni að Hlíðarenda segir Gunnar, þegar hann var beð- inn að segja til um mannkosti práins Sigfús- sonar: “Seg þú frá, Njáll, því munu allir trúa.” pað er með öllu óhugsanlegt, að Njáll hefði get- að haldið alþjóðar virðingu fram í andlátið, ef hann hefði haft svo ljótan löst í fari sínu, sem rógburðurinn er. Ef Hallgerður hefði átt yfir þeim kostum að ráða, sem verðskulda virðingu og ást, þá hefði hún þó átt að geta náð hylli og virðingu Rannveigar móður Gunnars, en eftir sögunni að dæma var aldrei hlýtt þeirra á milli. En svo eru þessir fyrirlestrar ekki gefnir út sem vísindarit, heldur til skemtunar og fróð- •leiks fyrir þá, sem langar til þess að kynnast þessum persónum og atriðum í nútíðarbúningi, og sérstaklega fyrir yngri kynslóðina. Eitt er vert að benda á í þessu sambandi, og það er hinn heilbrigði, kristilegi andi höf- undarins, sem leggur að lesandanum ylríkur í gegn um alla bókina, enda eru flestir af fyrir- lestrum þessum fyrst fluttir á fundum K.F.U.M. og K.F.U.K. og í öðrum félögum í Reykjavík og grendinni. Höfundurinn, porvaldur Guðmundsson, er aldurhniginn maður og heilsulaus nú orðinn, — einn af þessum fjölfróðu, sjálfmentuðu mönn- um, sem íslendingar hafa átt marga. porvaldur er fæddur austur í Rangávallasýslu, misti föður sinn ungur og bjó nokkura tíma með móður sinni, en fluttist til Reykjavíkur um þrítugt og er þar enn. Hann var alt af mjög bókhneigður, sí-lesandi og stálminnugur, keypti bækur fyrir alt fé, sem hann eignaðist, svo að hann var aldr- ei sæmilega haldinn að klæðum. Misti heilsuna 1918 og varð þá að farga öllum bókum sínum, 1400 bindum, sökum fjárskorts, segir í for- mála bókarinnar. Vestur-tslendingar, kaupið þessa bók; með því gerið þér tvent í senn, að njóta ágætrar skemtunar við lestur hennar og gefið börnum ykkar tækifæri til að kynnast stórmennum sögu okkar á aðlaðandi og fallegu nútíðarmáli, og styðjið jafnframt með því þennan fátæka og heilsulausa landa vorn, sem hefir miðlað oss af brunni þekkingar sinnar. Bókin er til sölu hjá hr. Finni Jónssyni bóksala að 676 Sargent Ave., Winnipeg, og kostar $4.75 í gyltu bandi og $3.75 í kápu. KENNIÐ BÖRNUNUM AÐ META GILDI PENINGANNA Byrjið sparisjóðsreikning fyrir hvert þeirra og heimtið reglubundin inlegg. Spiarnaðarhugsjón mun þá skapast hjá þeim fyrirhafnarlaust. Útibú banka vors er í yðar nágrenni Sparisjóðsdeild við hvert þeirra. THE ROYAL BANK _____________OF CANADfi Allar eignir nema nú ..... $489,000,000' Kosnmgarnar í St. George. Sumir líta svo á að 1 stjórnmálum eigi ætíð að haga seglum eftir vindi og sitja æfinlega við þann eldinn, sem líklegast sé að bezt brenni. Frá eigin hagsmuna sjónaTmiði er þetta eflaust rétt, en eg fyrir ínitt leyti hefi aldrei falllist á þá aðferð né getað lært að fylgja henni. Aðalatriðln fyrir mér í stjórn- málum hafa æfinlega verið þau að vera með eða móti málum og stefnum í gegn um þykt og þunt, hvað sem það kostaði, og hvernig sem á það var litið af öðrum, eftir að eg hafði myndað mér ákveðna skoðun á þeim. Sömuleiðis hefi eg ávalt unnið með eða móti mönnum eftir því hvort eg áleit þá heila eða óheila. Hitt verð eg að játa óhikað að mér hefir stundum skjátlast í því að þekkja menn i étt — oft haldið þá aðra og trúrri en þeir reyndust. En þegar þeir, sem eg hefi borið traust til hafa brugðist þá hefi eg jafnan verið fljótur til þess að snúast á móti þelm þótt eg hafi veitt þeim fylgi áður. Eg mætti einnig geta þess að eg hefi aldrei verið flokksfastur, heldur verið með öllu ófáanlegur til þess að bindast þannig á klafa að eg þyrfti að fylgja flokki ef mér findist hann brjóta stefnu sína eða gera rangt. Alt þetta vita þeir sem þekkja mig, get.eg þar vitnað til þess að eg snérist eindregið á móti Tóm- asi Johnson ráðherra og öðrum liberal flokksbræðrum mínum út úr herskyldumálinu: Eg tek þetta fram vegna þess að blekkingar hafa verið hafðar í frammi hér I sambandi við stefnu mína í kosn- ingum í St. George. Hér sækja tveir menn um kosn- ingu: Séra Albert Kristjánsson núverandi þingmaður og Skúli bóndi Sigfússon fyrverandi þing- maður. peir eru báðir íslend- ingar; þeir hafa báðir verið full- trúar fyrir kjördæmið; þeir eru báðir bændur, þótt þeir hafi einn- ig önnur störf með höndum. Við fylkiskosningarnar 1914 og 1915 fylgdi eg eindregið i Skúla Sigfússyni í hinni nafnkunnu bar- áttu gegn Roblíns klíkunni sælu. Við síðustu kosningar (1920) fylgdi eg séra Albert Kristjáns- syni er vann á móti Skúla, var það frá mínu sjónarmiði af góðum og gildum ástæðum. pannig var með vexti að báðir (Albert og Skúli) voru móti herskyldunni 1917, en Albert hafði þó verið þar ákveðnari og unnið meira í þeirri baráttu. Sökum stefnu minnar í því máli var eg á móti Norrisstjórninni; hún sótti 1920 ekki sem liberal heldur sem Norrisflokkur. Við Voraldarmenn að séra Albert með töldum, vildum fá Skúla til að sækja sem liberal en ekki undir merkjum Norrisar eins og þá stóð og hétum honum fullu fylgi með því skilyrði. Hann tók því ekki og af þeirri ástæðu skoruðum við á séra Albert að sækja og studd- um .hann eftir megni. # Síðan eg var drengur hefi eg æfinlega tekið einhvern þátt í opinberum málum og fyrir mér hefir æfinlega eitthvert mál verið öllum öðrum málum þýðingar- meira. Um fjórðung aldar — eða þangað til að vínbannið komst á — taldi eg bindindismálið þýð- ingarmest, léði því mitt litla fylgi óskift, en mat öll önnur mál minna. Svo kom nýtt mál — stríðið og herskyldan — það yfir- skygði öll önnur mál í mínum aug- um. Eins og eg átti marga ærlega andstæðinga í bindindis- málinu, sem eg virti að öðru leyti, þannig varð það einnig í her- skyldumálinu. Hvort mín stefna var rétt í bindindismálinu eða stefna adstæðinga minna það er ekki hér til umræðu og sama er að segja um herskyldumálið. En þetta var mér svo mikið alvörumál að eg gat ekki veitt þeim fylgi sem sóktu undir merkjum her- skyldustjórnar, ef kostur væri á öðrum — pess vegna snérist eg á móti Skúla og með Albert 1920. Svo komu kosningarnar til isambandsþings 1921; var þá um 5 þingmannsefni að ræða: tvö sem eindíegið höfðu fylgt herskyld- unni og voru afturhaldsmenn lengst af æfi sinnar og þrjú siem börðust á móti herskyldunni. Ald- rei hafði litið fremur út fyrir stríð í veröldinni en 1921 einmitt um kosningaleytið, og ef stríð bar að höndum þá var það undir þeim komið sem á sambandsþing voru kosnir hvort Ihér yrði sett á herskylda aftur eða ekki. prátt fyrir þetta, barðist séra Albert með öðrum hersikyldumanninum og á móti öllum þeim, er her- skyldunni andmæltu. Með þessum skoðanalegu fata- iskiftum, breytist gersamlega trú mín á staðfestu harns. Egi reyndi að, gera mér grein fyrir þvlí, hvaða öfl hefðu snúið honum, og mér fanst og finst, að ekki sé nema um þrent að ræða. 1. Að honum hafi snúist hug- ur og tekið herskyldutrúna. Ef svo var, þá hafði hann einmitt kastað þeirri dygðinni, sem eg taldi honum stærsta. 2. Að hann hafi verið svo bundinn á bændaflokksklafann, að honum findist isiem hann yrði að fylgja “gulahunds-stefnunni” svokölluðu, eða þeirri stefnu að vinna fyrir “'gula hunda” (óhæf- an mann) ef hann aðeins væri útnefndur af “flokknum”. En Electro Gasoline “Best öy Every íest” pessi Gasolía endist yfir mestan mílufjölda og . fyrirbyggir ólag á mótornum. Skjót Afgreiðsla hjá vorum Sjö Service Stations: i Sérstök þægindi við fylling og hreinsun Transmissions og Crank Case No. 1. Corner Portage og M&ryland. N. 2. Main Street, gegnt Union Depot. No. 3. McDermot og Rorie, Sts., gegnt Gr. Exchange. No. 4. Portage Ave. og Kennedy St. No. 5. Rupert og King, bak við McLaren Hotel. No.6. Osbome og Stradbrooke St. No. 7. Main Street North og Stella Ave. Einnig til sölu hjá eftirgreindum Garages: Willys-Overland, Cor. Portage og Marylana. Cadillac Motor Sales, 310 Carlton. Imperial Garage, Opp. Amphitheatre. Biðjið kaupmann yðar um: Buffalo English Motor Olíu, Tractorlene Olíu og Greases. Prairie City Oil Go., Ltd. Phone A 634/. 601-6 Somerset Building /

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.