Lögberg - 06.07.1922, Blaðsíða 6

Lögberg - 06.07.1922, Blaðsíða 6
LOGHHRG, FOMTUDAGINW 6. JÚLl 1922 Stolna leyndarmálið. Blliot brosti og sagði: “Ef þér hikið við að fara kalla eg á hjálp. Greifinn ætlaði að segja eitthvað, þegar Fenton greip fram í fyrir honum með vondri óskammfeilni: “}?ér getið hlíft yður við því. Það er of seint nú, eins og hún sagði. Ef þér hikið við að gera það, sem eg krefst, getið þér spurt hana: “Hvers vegna yfirgáfuð þér þenna mann kvöldið fvrir brúðkaupsdaginnf” Elliot varð bilt við. “Það var ekki af ást til mín”, sagði Fen- ton, “heldur til að frelsa þenna bófa frá þeirri íhegningu, sem hann verðskuldar. Spyrjið hana, hvort eg segi ekki satt”. E'lliot leit til Constance; en það var greif- inn sjálfur sem svaraði: * ‘ Þetta er satt, Elliot. pey, elskan mín; truflaðu mig ekki. Eg er sá maður, sem hann segir mig vera”. Constance byrgði andlitið og þrýsti sér að honum. “Nú hefir hann viðurkent gkepi sína, lá- varður”, sagði Fenton. “Þú skalt fá að heyra sannleikann frá mínum eigin vörum”, sagði greifinn. “Manst þú, Elliot, eftir hr. Hinrik, þegar hann neytti dagverðar í kastalanum með okkur?” “ Já”. “Þú hefir þá ekki gleymt sögunni um ræningjana í Ástralíu?” , “Hamingjan góða!” sagði Elliot lágt- “Já, hann ýkti ekki söguna með einu ein- asta orði. Eg var foringi ræningjanna. Þessi maður segist hafa órækar sanrianir gegn mér — ” Það er satt, lávarður”, sagði Fenton. “Það kemur nú í ljós, hvernig hann ætl- ar að haga þessu málefni. Eg skora á hann að gera það versta, sem hann getur”, sagði greifinn. “Veist þú nú sjálfur hvað þú hefir viður- kent. Wolfe?” sagði Elliot. “Já, eg veit það, og hann veit það líka”, svaraði greifinn. “Eg hefði átt að segja þér þetta fvr, Elliot, en eg hafði ekki kjark til þess. Eg duldi það jafnvel fyrir henni. Eg sagði hvorki henni né öðrum það, þar eg var svo heimskur að halda, að eg mundi alt af geta du'lið þenna dökka flekk æfi minnar. Og nú hefi eg fengið hegningu mína. En eg gæti þolað þessa hegningu ef að —” rödd hans varð hrygg — “ef að ekki hennar gæfa eins og mín, yrði eyðilögð. Eg hefi breytt mjög illa, lElliot, en guð veit, að eg hefi iðrast yfirsjón- ar minnar”. Eliiot studdi vingjarnlega hendinni á öxl hans og sagði: “Ef þú framvegis vilt leyfa mér að vera vinur þinn — ” Hann þagnaði og leit skyndilega framan í Fenton, um leið og hann sagði: “Nú er signr yðar. fullkominn. Jafnvel maður, með vðar geðslagi, hlýtur að vera ánægður”. “Ánægður”! hrópaði Fenton og leit á Ihann með óskammfeilnu brosi- “Já, ánægður. Þér hafið látist elska þessa stúlku. Hafi nokkur neisti slíkrar til- finningar lifað í huga yðar, verðið þér að hlífa vini mínum heunar vegna”. “Þér hafið skift um aðferð til að ávarpa mig, lávarður”, sagði Fenton háðslega. “Eg býst líka við að þér séuð hættur við að ætla, að fleyg.ia mér út um gluggann.” Svipur Elliots breyttist ekkert. “Hlífa honum”, endurtók Fenton hlæj- andi. “Nei, eg hætti ekki fyr en eg sé hann sitja á afbrotamanna bekknum í réttarsalnum. Eg skal gera alt, sem mér er mögulegt, til þess að fá hann dæmdan. Gefið mér skipun yðar til að taka hann fastan, annars skal eg biðja hinn fyrsta lögregluþjón, sem eg finn, að taka hann eins og hvern annan þjóf”. “Þér fáið enga varðhaldsskipun hjá mér, hr.”, svaraði hann hörkulega. “Farið þér út undir eins”. Fenton tók hattinn sinn og sagði: “Eg skal tilkynna yfirv'öldunum, að þér neitið að gera skyldu yðar, lávarður. Þér munuð iðr- ast þess, þegar þér sjáið vin yðar dreginn burt með fjötraðar hendur”. Elliot greip í hálsmálið á fötum hans. “Wolfe”, sagði hann fljótlega en rólega. “Skemtiskipið mitt liggur utan við höfnina. Bátarnir bíða. Taktu Constance og þernuna hennar með þér, og farðu af stað á skipinu. Eg skal sjá um að þessi maður verði rólegur fvrstu tolf stundirnar. Stattu kyr, hr. ”, sagði hann við fangann, sem reyndi að losa sig við hið óþægilega handtak. “Stattu kyr, ef þér þykir vænt um að Jifa”. T^áttu hann 1 friði, Elliot”, sagði greif- inn rólegur, “og lestu þetta”. Hann tók fer- kantað bókfell upp úr vasanum. Elliot tók við bókfellinu, opnaði það og leit fljótlega á það. Þegar hann var búinn að því fleygði hann Fenton frá sér og æpti af gleði. “Hvað þá, Wolfe. Þetta er náðun eða fyrirgefning”- Greifinn kinkaði kolli samþykkjandi. Constance skildi þetta ekki í fyrstu, en þegar hún áttaði sig á því, hné hún aftur á bak með lokuð augu. “Já,” svaraði greiftnn, “það er fyrirgefn- ing. Lestu það þá, skilur þú hvaða greiða eg gerði stjórninni. Það var, guð sé lof heið- arlegt starf, Elliot. Eg hefði getað krafist hverra launa, sem eg hefði viljað. ,En eg bað aðeins um þetta fyrir menn mína og mig sjálf- an. Og — menn gáfu mér það. Eg og þeir erum þess vegna ohultir fyrir öllum ónotum, sem þessi maður eða hans Ííkar, vilja olla okk- ur”. Blliot sneri sér að Fenton og helt bók- fellinu fyrir fiaman augu hans. “Líttu á þetta, svívirðiiegi þorpari”, sagði hann. Fenton leit á það, öskugrár í andiiti. “Þetta er lýgi — það er stæling!” stam- aði hann. “Eg tek ekkert tillit til þess- Eg læt setja hann í varðhaid”. íElliot hló. “Þér sögðuð áðan, að eg væri þjónn rétt- vísinnar, hr. Fenton”, sagði hann. “Með tilliti til þess, ætti eg að þekkja lögin nógu vel til að vita, að þér mættuð eins vel slá höfðinu við klett, og að breyta gagnstætt innihaldi 'þessa skjals. Taktu við því, Wolfe” sagði hann. En Constance rétti hendina eftir því. “Nei, fáið mér það”, sagði hún og þrýsti því að hjarta sínu. Fenton leit iiskulega í kringum sig. Alt í einu varð honum litið á Mað, sem dottið hafði úr bókfellinu. Hann laut niður til að taka það upp. Eín Elliot sté fæti sínum á blaðið. “Þér eigið það ekki”, sagði hann, og ýtti honum til hliðar og tók blaðið upp. Greifinn rétti hendina eftir því, en Con- stance varð fyrri til að grípa það, þar eð hún hélt að það heyrði til fyrirgefningarskjalinu- ‘ ‘ Sko þetta — þetta blað hefir pabbi skrif- að”. "t “ Já.kæra Constance”, sagði greifinn. “Eg fann það í kofanum þetta umrædda kvöld. En eg skildi ekki innihald þesis — ” Constance stóð skjótlega á fætur, og horfði fast á föla análitið hans Fentons. “Hann vei't það — ” stamaði hún. Hann — þjófurinn! þessi maður, Wolfe, Hefir stolið frá föður mínum sálaða”. “Eg held eg verði nú að fara”, sagði Fenton hásum róm. “En þér hafið ekki séð mig í síðasta sinn, lávarður Brakespeare”. “Enn þá ekki”, sagði Elliot. “Þér haf- ið alt í einu fengið löngun til að fara. En nú verðið þér að bíða og heyra það, sem ungfrú Graham ætiar að segja”. Hann benti honum að Vera kvrrum þar sem hann var. “Segið okkur nú meira, ungfrú Graham”. “Þér skuluð verða að bera ábvrgð á þess- ari framkomu yðar, lávarður”, sagði Fenton hótandi, en horfði á Constance og blaðið. “Lestu þetta!” sagði hún við Wolfe. “Eg skil það ekki”, sagði hann og rétti það að Elliot. “Það lítur út fvrir að vera vísindalegt rit, einskonar efnafræðisleg bending”. “Já, það er það líka”, sagði Constance. “Það er leyndarmálið, sem faðir minn upp- götvaði í evðimörkinni í Ástralíu. Wolfe, lávarður EiIIiot — ” Hún sneri sér frá ein- um til annars. “Landsvæðið — það land, sem var okkar eign — var fult af gimsteinum ópölum og öðrum verðmiklum steinum. En þeir voru fastir i blagrýti og ekki mögu- Iegt að ná þeim, án þess að brjóta þá. Faðir minn, sem var læknir og mjög fróður um efna- fræði, vann dag eftir dag við það, að upp- götva einhverja aðferð, til þess að ná gim- steinunum úr blágrýtinu, án þess að þurfa að mylja þá. Hann uppgötvaði líka aðferðina. Hann sagði að við mundum verða rík — og Wolfe, eg sá ópalana falla niður úr hendi hans. Þetta blað segir í hveriu leyndarmálið er inni- falið. Þessi maður hlýtur að hafa séð það, eða hevrt föður minn lesa það hátt — ” “Eða fengið sér afskrift af því”, sagði Elliot. “Og nú vitum við hvernig það atvikað- ist, að hann varð ríkur”, sagði Constance. “Með hverju ætlið þér að verja yður, hr- Fenton?” spurði Elliot. “Afsakið”, svaraði Fenton. “Landið, sem hún talar um, er mín eign, lávarður. Og ef yður nokkuru sinni skyldi langa til að sjá það skal eg með anægju bjóða vður vel kominn. “Er það yðar eign?” spurði Elliot. “Já, Graham læknir seldi mér það, nokk- uru áður en hann dó”. Það er ekki satt!’ hrópaði Constance. “Hr. Fenton!” sagði Elliot. “Gerið þér svo vel. að leggja fram skjölin, sem sanna eignarett yðar a þessu landi, til athugunar fyrir lögmann Brakespeare fjölskyldunnar, dag inn eftir morgundaginn kl. tólf. Greifinn vifl an efa Ieyfa mér, að gæta hagsmuna ungfrú Grahams í bessu efni. Eg skal mæta vður þar.” “Vesalings vinnr minn, Graham læknir vrar brjálaður”, sagði hann, “og eg er hræddur um að dóttir hans, hafi erft — ” Lávarður Elliot réðist á hann, opnaði dyrnar með fætinum og hrinti honum út- 38. Kapítnli. Tíu mínútum síðar sá lávarður EMiót, sem sat á bekk á gufuskipsbryggjunni og revkti vindil, greifann koma gangandi hröð” um skrefum. “Eg er kominn til að segja þér, Elliot”, sagði greifinn, “að eg stakk upp á því við Constanoe, að við skvldum gifta okkur í Lon- don. ^ Eg hefi nefnilega útvegað mér gifting- ar bref, en hún vill það ekki. Hún segir að það mundi verða litið svo á, að hún hefði gert eitthvað, sem hun skammaðist sín fvrir. “Hún segir alveg satt”. svaraði Elliot. “Þið skuluð ekki læðast til London og gifta ykkur þar! Nei, þið skuluð láta vígja vkkur í litlu kirkjunni í Brakespeare, fvrri hluta dagsins á morgun. Far þú nú tif hennar og mælstu til þess við hana, að hún búi sig til að 'fara, á meðan eg geng til ritsíma skrifstof- unnar. .Tá, Wolfe, þú ert hepnasti maðurinn ?em eg þekki”. Hann hraðaði sér í burtu, þegar hann hafði sagt þetta og símritaði hertogainnunni: “Cos og Wcs hjónavígsla á morgun kl. tíu í Brakespeares kirkjunni . Elliot ” “Nú sannaðist það, sem eg sagði ykkur”, hrópaði hertogainnan sigri hrósandi, þegar hún var búinn að lesa símritið- “Eg vissi að það hlau't að vera eitthvað leyndardómsfult við þetta, sem einum eða öðrum, er væri nógu hygginn, tækist að ráða fram úr. Og það lítur út fyrir að Elliot hafi tekist það.” “Á morgun á þá brúðkaupið að eiga sér stað! Þú verður að fara til kastalans, mað- ur minn, og segja greifainnunni frá þessari gleðilegu nýung. Eg hefði verið fús til að fara sjálf, en eg hefi ekki tíma til þess, þar eð eg verð að flýta mér að færa alt í lag og hafa það alt tilbúið á viðeigandi hátt fyrir morgun- daginn. En mundu það, að þú verður að fara varlega að tilkynna henni þetta.” “ Já, eg ska.1 reyna að gera það eins vel og eg get”, svaraði hertoginn. “Elg ætla að taka Kitty með mér. Komdu kæra barnið mitt! þú getur undirbúið hana, og það, sem við þarf að bæta, skal eg gera.” Lafði Kitty spratt á fætur og hljóp á móti lafði Ruth, sem nú kom inn. “Hlustaðu nú á mig, lafði Ttuth”, sagði hertogainnan. “í eitt skifti hefi eg verið hyggnari en þú og framsýnni”. Hún 'las nú símritið hátt fyrir hana. Ruth varð mjög föi. Enginn kvenmaður með dálítilli sómatilfinningu hefði getað komið aftur eftir alt, sem nú hefir skeð — eftir alt þetta hneyksli — komið aftur einsömul — ” tautaði hún. “Einsömul?” endurtók hertogafrúin- ‘ ‘ Hún er auðvitað ekki einsömul. Þernan henn- ar, hún Mary, hefir alt af verið hjá henni. Háðslegt bros lék um varir lafði Ruths. “Ó já, Tíklega eru þeir með henni”, svar- að hún. “'Hún ætlar þá að aka fram hjá Brakespeare ásamt þeim. Eg þykist vita, að stór skrílshópur verði á hælum þeirra”. “Heldur þú það”, sagði hertogainnan. “Það þætti mér gaman að sjá; og það ætla eg líka að gera”, sagði hún, eins og henni hefði al't í einu dottið eitthvað í hug. “Nei, hún skal ekki koma aftur alein, því eg ætla að aka ofan- eftir og mæta henni og komaT aftur með henni Vilt þú verða mér samferða, Ru'th?” bætti hún við, og horfði ga.gnrýnandi augunum sínum fast á föla andlitið, sem við þessa spumingu varð eldrautt. “Eg — eg — nei, það held eg ekki”, svar- aði hún hikandi. “Mér hefði einmitt þótt gaman að geta verið með; en — en — eg hefi einmitt nú hevrt, að faðir minn væri lakari”. “Mér þykir það Ieitt”, sagði hertogafrúin seinlega og með þeim raddhreim, sem hún tal- aði sjaldan. “Fyrst svo er, þá megum við ekki tefja þig- Farðu með fyrstu lestinni”. Þetta kvöld, heyrðu menn tvo vagna aka heim að The Flowers. Greifainnan, sem fyl£t hafði hertoganum og Kitty þangað, stóðu upp þegar hún heyrði vagnskröltið, og gekk út í dvraganginn. Vagninn nam staðar, og hertogafrúin, Constance og Mary, stigu út úr honum. Fáum augnablikum síðar lá Constance grátandi við brjós't greifainnunnar. Mennirnir tveir stigu nú líka út úr sínum vagni og gengu inn í dyraganginn. Greifinn laut niður og kysti móður sína. “(Farðu með 'hana upp í herbergið henn- ar, mamma”, sagði hann. “Láttu hana segja þér alt, og sjáðu svo um að hún fái nóga og góða hvíld”. Það var komið miðnætti þegar hann og Elliot, lögðu af stað til kastalans. En greifa- innan var hjá Constance og yfirgaf hana ekki, fyr en hún uppgefin en glöð og gæfurík féll í fastan svefn, til þess að vakna næsta morgun með þeim tilgangi að giftast. “Þetta er sjaldgæf, aðlaðandi, elskuverð, ' nng stúlka”, sagði hertoginn við brúðkaups- gestina, sem stóðu úti á pallinum og horfðu á eftir vagninum, sem flutti brúðhjónin í burtu. “Maður sér ekki slíka brúður á hverjum degi.” Daginn eftir fór lávarður Elliot til Lon- don, til þess að mæta hr. Fenton á ákveðnum stað, og ’heyra hvernig hann færi að gera grein fyrir þjófnaðinum, sem Constance ásakaði hann um. Fölleiti skriffarinn hans Fentons tók á móti honum. “Hr. Fenton fór burt úr Englandi í gær- kveldi, lávarður”, sagði hann. “Hvert ætlaði hann að fara?” spurði EHiot. “Eg hefi enga hugmynd um það, lávarður” Sama kveldið gekk fölleitur maður, sjáan- lega mjög hryggur, fram og aftur um þilfarið á skipi á leið til Ameríku, það var Fenton. Hann vissi að hann hafði séð England í síðasta sinn. Hann skildi, að lávarður Elli- ot var ekki til að spauga með, og að hann mundi rannsaka öll skjölin nákvannlega. Hann hafði mist Oonstance fyrir fult og alt, og hann 'hafði einnig mist mannorð sitt og nafn. Á þessu augnabliki stóð maður upp, sem setið hafði bak við kaðlabúnka í nánd við hann. Það var Langi Vilhjálmur. Fenton hrökk við. iEn alt í einu breyttist svipur hans. Organdi eins og vilt dýr, réðst hann á Wil- hjálm. Varðmaðurinn leit nú við, mátulega snemma, 'til þess, að sjá Fenton ráðast á Wil- hjálm. IT/« .. | • timbur, fjalviður af ölknn Nyjar vorubirgoir tegu«dum, geirettur og konar aðrír stríkaðir tiglar, hurðir og gluggar. Komið og sjáið vörur vorar. Vér erumœtfð glaðir að sýna þó ekkert sé keypt. The Empire Sash & Door Co. —--------------- Limitsd------- HENRY AVE. EAST - WINNIPEG Winnipeg Brick Company Limited Verksmiðjueigendur og kaupmenn — verzla með — SKRAUT-GRJÓT og ALGENGT GRJÓT Sandsteypulím, Möl, Lím, Cement og Liti í steypulím o. s. frv. Utanbæjar sem innan pantanir afgreiddar tafarlaust. Phones F.R. 700—701 The Dowse Sash & Door Co. Ltd. —Búa til og Verzla með — Hurðir, Glugga, Geirettur og Strykaða Tigla. Úrval af hörðu og mjúku timbri — Hringið N 1156 — Hann kallaði til þeirra og hljóp svo þang- að, sem þeir voru, en áður en hann var kom- inn til þeirra, sá hann Fenton, sem gerði til- raun að fleyja Wil'hjálmi yfir hástokkinn, missa fótfestuna og defta útbyrðis. Skipið var undir eins stöðvað og bátnr látinn á sjóinn. í nokkrar sekúndur sá maður föla andlit- ið, og heyrði voðalegt óp. En þegar bátur- inn kom þangað, sem hann hafði sést, var and- litið horfið og alt var þögult og kyrt. Endir. The Gates. Why fearfully tremble To follow afar The Finger that traces. The path of a star. What foe can assaiT thee With Him at the helm Who rules every planet That moves in His realm? Whose robe is the mystical Texture of light Whoes crown is the crown Of the gem -studded night Whose voice is the music That breathes from the spheres The Father of laughter The Founder of tears. O, anan! ’tis thy duty 'To pause in thy strife And fashion with beauty Tby ladder of Life; To weed out thy bosom Of weed all uncouth And plant in their places The roses of Truth. Why fearfully tremble — Why wonder and wait? The way is enchanting Come, open the gate: A life’s in the making Where thou hast a part But the goal must be reached Through the gate of the Heart. I —: Christopher Johnston. Mjög spennandi saga byrjar í nœsta blaði að nafni: FJÖLSKYLDAN Á HAUGH eða VANHUGSUÐ ÁST, Eftir ANNIE SWAN

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.