Lögberg - 10.08.1922, Qupperneq 4
1*. 4
LX>GBERG, FIMTUl*AGIN N
10. ÁGÚ'ST 1922.
ITcrgbúrg
Gefið út hvem Fimtudag af Tlie Col-
umbia Pre»«, Ltd.^Cor. William Ave. &
Sherbrook Str.. Winnipeg, Man.
Talaiinari N-6327 ofi N-6328
Jón J. Bíláfell. Editor
Utan&skrift ti’ b!afesin»:
T»fF CPLUMBI^ PffkESS, Ltd., Box 3172, Winnipeg, ^aq.
Utanáskrift ritsfjórans:
íOiTOR LOCDERC, Box 3172 Winnipeg, tyan.
The “Líögberis” is printed and published by The
Columbta Pre«s, Limlted, in the Columbia Block,
953 to X67 Sherbrocke Ötreet, Wlnnipeg, Manitoba
Einkaleyfi sporvagnafélagsins
í Winnipeg.
lEitt af þekn mélum, sem mesta eftirtekt
vekur í Winnipeg nú, er hvort framiengja eigi
einkaleyfi sporvagnafélagsins, eða hvort bær-
inn skuli taka það í sínar hendnr og kanpa
kerfi félagsins og öll tæki þess.
Þegar félag þetta byrjaði að starfa hér í
Winnij>eg, fyrir iþrjétín árum síðan gjörði það
samning við bæjarstjómina um, að það eitt
skyddL hafa rétt til fólksflntninga eftir götum
borgarinnar í þrjátíu ár. En að þeim tíma
liðnnm, sk}idi bærinn hafa rétt till þess, að
taka þá flutninga í sínar hendnr, eða þá, að
semja við félagið á ný nm framilenging einka-
leyfisins.
Bæjarstjórnin í Winnipeg, hefir haft
þessa samningstilraunir á hendi undanfarandi
þó lítið hafi gengið. Sú nefnd hefir nú lagt
fram tvennskonar álit — meiri og minni hluta
álit, og samþvkti hæjarstjómin á fundi, sem
halldinn var á miðvikudagskveíldið var, að
aðhvllast tillögu minnihlutans í þessn máii, og
er innihald hennar á 'þessa leið:
1. Að láta alla samninga við sporvagnafé-
lagið standa, eins og þeir em þangað til 1927.
2. Að ilána Sporvagnafélaginu aft að $2,500,
000.
3. A8 lána því að eins $1,000.000.00.
4. Að framlengja einkaleyfi félagsins í fimt-
án ár, eða 'þangað til árið 1937, samkvæmt
nvjum samnin'nvm. er hæjarstjómin geri við
félagið og lagðir væm undir atkvæðagre^ðslu
skattgjaldenda hæjarins.
1 Það var aðalllega fjórði Liðnr þessa nefnd-
arálits, sem hæjarstjórnin aðhyltist, og eftir
að samþykkja hann. var nefnd manna kosin
til þess, að revna að gjöra bráðabyrgðarsamn-
inga milli félagsins og hæjarstjómarinnar, og
leggja þá svo fram fvrir hæjarstjómina til
umræðu og samþykta, og ef þeir næðn sam-
iþykki hennar, að leggjá þá fram fyrir skatt-
gjaldendur hæjarins til þess, að veita þeim
fullnaðar samþykiki eða þá. að hafna þeim.
Mál þetta er all alvarlegt, og þarf ná-
kvaimrar yfirvegunar við.
Vér Mjnm líklegt, að þeir verði allmarg-
ir sem telia siálfsagrt. að bævinn ætti að
taka þessa flutninga í sínar hendur og kanpa
hæði sporbrautir, sporvagna og annan úthún-
að, se.m nanðsynlegnr er til starfsrækslu ,spor-
vaímanna, og er upphæíSin, sem bærinn þvrfti
að horga fvrir iþað um $11,000,000.
Svo era aðrir, sem halda því fram, að at-
hugavert sé fvrir Ixejarhúa, að ráðast í þetta,
har sem skattar sén -tiú eins háir og fólk yfir-
leitt sé fært um að horga, og ómögnlegt sé, að
segja hvernig fara múndi þó hærinn réðist í
þetta.
Sú tilfinning hefir farið vaxandi í seinni
tíð, að bióðféHaírið sjálft ætti að eiga, sem
mest af þjóðhrifa fyrirtækjnm sínum og starf-
"ækia h.o i fi1 heilla og ha<rs fvrir hoildina. en
hætta við, að láta einstaika menn, eða einstök
féíög græða stórfé á þeiin.
Þessi tilfinning er réttmæt, að því leiti,
sem hún miðar til IþeSs, að efla hag og sjálf-
stæði heildarinnar. En varhugavert er þó,
að láta tiifinninguna eina ráða í þessu sam-
handi, því hún er líkleg til þess, að hlanpa með
rnann í crörmr. or v'>rður maður bví að líta
á eitthvað, sem haldbetra er og heilbrigðara
þegar til framkvæmda stórfvrirtækja kemur,
og það er reynela annara hæjarfélaga í Cana-
da., þeirra, sem reynt hafa að starfrækja spor-
vasmabramtir, að hað sé ekki eins létt né held-
ur eins arðvænlegt og margnr heíldur.
Þeir. seim halda þ\Tí fram, að Winnipeg-
menn ættn að ráðast i að taka sporvagna og
sporvagnakerfið innan Winnipeg-hæjar í sín-
ar bendur. henda á raforknfyrirtæki hæjar-
ins sinn máli til stnðnin'rs. ,rEn har er
tvpnnn óh'kn «amnn að iafna. Xotkun raf-
Ijósa osr raforku fer stöðugt vaxandi. og ern
engar líkur til þess, að á því verði hráð hreyt-
ing'- V •
!Eln menn vita eikkert. hvað lengi, að hægt
er að reiða isig á sporvagnana. Nú á fánm
árum hefir sú breyting orðið á með flutninga-
tæki í hænnm, að ekki er nnt að segja hversn
lengi að fólk vill nokknð með sporvaoma
hafa. Tlífrpiða rotknn hefir aukist svo srifur-
lega nú á fáum ámm, að hún hefir stónirn
dres'ið út tekium si>or\Ta<rnafé]a«’sins. Os’
begar níðsmaður spor\TagnaféIas-sins var nv-
^esm snurðinr. hvorf hann áliti að snorhrmit-
irnar mundu verða varanles" flntningstæki í
Winninosr. svaraði hann: “Eg hýst við að
hær verði það í hinnm þétthvggðari hlnta
horgarinnar. en ekki er gott að segja nerna að
hifreiðanar Vomi í þeirra stað i hinum útlæg-
ari pörtum”.
»
Við þesisa óvissu bætist, að einkaleyfi það,
sem nú ræðir nm að framlengja, nær aðeins til
brautanna, og flutninga með sporvögnum inn-
an takmarka Wmnipeg-borgar, en aukalínnr
allar ,sem út úr hænum ligg.ja, eru síðar bygðar
og á þeim ,'hefir félagið einkale\-fi sitt óskert,
þótt að hærinn réðiist í að kaupa, og gæti slíkt
ifyrirkomulag haft hin skaðlegustu áhrif.
lEÍf að Winnipegbúar ráðast í að kaupa
sporhrautimar, sem vér álítum, að þeir ættu
ekki að gjöra — en ef þeir gerðn það, þá verða
þeir að kaupa alt sporbrautaikerfi félagsins ti'l
þess, að afstýra auðsjáanlegum óþægindum, i
en 'það geta þeir gert ef þeir vilja árið 1937.
--------o--------
Þegar fjöllin færast úr stað.
Fyrir rúmlega tveimur árum síðan bárust
út um heiminn hörmungar fregnir miklar frá
Kína. Blöðin gátu um 'það daglega, að fólk
væri að flýja bygðir sínar og hryndi niður uim-
vörpum af þrevtu og hungri, og suma hefði
jörðin glevpt þar lifandi.
Vér minnumst ekki að hafa séð nákvæma,
eða glögga lýsingu af þessum voða athurði fyr
en nú rétt nýlega í “The National Geographic
Magazine”, og þó'ekki sé skemtilegt að hugsa
eða lesa um þennan hryggilega atburð, þá er
hann samt svo stórkoistlegur, að naumast verð-
ur gengið fram hjá honum áu þess að minnast
á hann.
!>egar þennan ægilega jarðskjálfta har að
liöndum, sendi alheimshjálpa'rnefndin mann
einn að nafni Josep W. Hall (Upton Close) til
jarðskjálfta svæðisins, og hefir hann nú gefið
skýrslu sína um það, sem hann nðfnir heims-
ins mestu hörmung, Hér fylgja fáein atriði
úr skýrslu þessa manns:
“Bygðir manna og nálega alt lifandi
eyðilagðist á landspildu, sem var þrjátíu þús-
und fermílur á stærð. A landflæmi því, voru
tíu stórar borgir, auk fjölda smærri bæja og
þorpa. Héruð þessi, hin eyðilöggðu, eru í
hinum svokallaða “loesslandi”. Jarðveg-
urinn þar, er mjög laus í sér sökum þesis, að á
liðnum öldum hefir í gegnum eldsumbrot, eða
önnur náttúu áhrif, mikið af kvartz-steinum
■ mðurmöluðum borist yfir landið, og blandast
saman við moldina. A einu svæði, sem ekki
var mjög víðáttumikið, eu nokkuð mishæðótt,
voru jarðhlaupin svo gjörsamleg, að hvert
einasti hær og búgarður, hvort heldur þeir
stóðu í hlíðunum eða niðri í dölunum, eyðilögð-
ust, og alt, sem þar var lifandi, nema fuglinn
fljúandi, og bar stundum út af því, að hann
gæti bjargað sér.
Þrír fimtu partar af fólki því, sem þar lét
lífið var Mohamedstrúar, og halda Kínverjar,
sem ekki tilheyra þeim trúarflokk, því fram,
að himnamir hafi reiðst svo kenningum
Mohamedstrúar-prestanna, að guðimir hafi
sent jarðskjálftann til þesis, að hegna þeim.
Einn af hinnm sorglegustu atburðum í
þessum jarðskjálfta, var endalok Ma, hins vel-
gjörða.sama. 1
Hann var æstur og alþektur Mohamedstrú-
arprédikari.
Ma hafði kallað saman áhangendur sína
um þrjú hundrað að tölu, til þess að ákveða
etríð á hendur mótstöðumönnum sjnum.
Samkomuistaður Ma var í helli einum stór-
um, og hafði hann og fylgismenn hans allir
ikropið til þess, að ákalla guði sína, ’þegar jarð-
hlaup mikið kom og byrgði fyrir hellismunann,
og lést hann þar og alt hans fólk.
í öðmm. stað segir Mr. Hall, að toppur á
fjalli, sem musteri bafði staðið á, hafi fallið
um og hrapað ásamt mnsterinu, ofan í dalhotn.
A e-inum stað hafði skriða hlaupið undir akveg
á nálega mílu svæði, á þann hátt, að vegurinn
lá ofan á hæstu hungu jarðhlaupsms. Þétt-
ur skógur hafði verið meðifram akhrautinni,
og stóðu trén óhögguð, og meira að segja,
hafði hreifingin farið fram með svo undar-
legum hætti, að hreiðrin á limi trjánna höfðu
ekki haggast. i
A einum stað talar Mr. Hall um, að hann
hafi séð bónda einn standa við dyr á kofa ein-
um, sem var heimili hans. Alt í kring hafði
jarð'hlaupið komið, og hæð ein hafði hrapað úr
bálendinu eg stöðvast nokkur fet frá kofanum.
t bæ einn segist Hall hafa komið ásamt
fylgdarmönnum sínura. Þar hefðu öll hús
molast í sundur, o<g alt fól,k farist, nema tvö
gömul hjón. Svo hafði viljað til, að þau höfðu
flutt úr aðal bænum, sökum ósamkomulags við
börn sín, og út fyrir hann og höfðust þar við
í litlum kofa. Þegar jarðhlaupið kom fór það
fram hjá litla kofanum þeirra, en sópaði bæj-
arhúsunum með sér, eins og fis væru, og eng-
inn af íbúum þess bæjar hélt lífi.
“ Það sem ægilegast var að sjá”, segir Mr.
Hall, “var dalur dauðans. Ofan í hann féllu
sjö jarðhiaup eg devddi alt fólk, er þar bjó og
allan fénað, nema þrjár manneskjur og tvo
hnnda”. *>
Fólk þetta, sem af komst, var að' berja
korn úr stönglum á dálitlu fjalargólfi, sem til
þess starfa er notað þar í landi. Þegar skrið-
an kom, hljóp hún ekki yfir fólkið né kofan,
heldur tók hiin landið, sem kofinn stóð á,
með sér og flutti alt saman yfir dalinn og
kastaði því upp í hlíð hinumeginn, og var
bóndinn tekinn til að yrkja land sitt á hinum
nýja stað, þegar Mr. Hall kom þangað.
A einum stað kom Haill og félagar hans,
að parti af akbraut þeirri, sem þeir ferðuðust
eftir, sem hafði sokkið í jörð ofan, og voru
endarnir sitt hvoru megin, eins sléttir og þeir
hefðu verið skornir til. Meðfram hrautarsta*ð-
inu sitt hvoru megin, lágu feikilega stór tré,
l
sem s'iim voru þverbrotin eða þá klofin.
Það var í þessu “loesshéraði”, að þessi
feikilegu jarðhlaup tóku sig upp lengst upp í
hæðunum, og moluðu og eyðilögðu alt, sem var
í veginum fyrir þeim, — sópaði heilum hæjum
með sér, stíflaði ár, og breyttu dölunum í stór
stöðuvötn og hreytti jarðskjálfta svæðinu í hið
vart skiljanlea útlit, sem íhúarnir kalla
“spor guð'anna”.
Meir en humlrað þúsund manns létu lífið í
þessum ægilega jarðskjálfta.
------o------
Gestur Eineygði.
Hin ágæta skáldsaga Gunnars Gunnar-
sonar, “Gestur eineygði”, hefir verið þýdd á,
ensku, sem kunnugt er, af W. W. Worster, og
gefin út af Alfred A. Knopf, í New York.
í hlaðinu Literary Review, fylgiblaði með
New York World, birtist fyrir nokkru ritdóm-
ur sá um bók þessa, eftir Allen W. Porterfield,
er hér fylgir í laus'legri þýðingu:
“May Sinclair spáði því nýlega, að skáld-
sagnagerðin hlyti að eiga hráðan þrosika fyrir
höndum sökum þess, hve mjög hinum mörgu
áhugamálum m'annkynsins á öðrum sviðum
sýndist miða óðfluga áfram. Þetta getur nú
fljótt á litið verið gott og blessað, en við nán-
ari athugun virðist ekki ósanngjarnt, að æskja
ögn frekari skýringar. Fer ekki skáldsagna-
höfundurinn ærið oft einn sinna ferða? Er
það ekki hann, sem í andlegum skilningi, hefir
numið ókunn lönd og kynt oss staðháttum
þeirra? Eru það ekki menn eins og Gunnar
Gunnarson, er ik-omið hafa fólkinu í skilning
um, að þjóðsiðir og 'þjóðerniseinkenni sé ó-
imissandi hlekkir í þroskakeðju mannkynsins?
'Er það ekki sagnanna vegna, hve ísland hefir
vakið á sér mikla eftirtekt? Sjóndeildar-
hringur skáldsagnahöfundarins víkkar, við að
kynnast ‘skáldsögum annara þjóða. Listinni
í framsetning, græðist við það afanmikill auður.
Oss vitamlega, hefir enginn amerískur skáld-
sagnahöfundur árætt að ráðast í noikkuð svip-
að því, sem Gunnar Gunnarsson hefir þegar
afrekað. Þessi ókrýndi konungurf Öriygur á
Borg, er fjörutíu og tveggja ára. Yngri sonur
hans, Ketiill, er tveggja ára, en Ormar, sá eidri.
fjórtán. Sonur Ormars, Örlygur yngri, verð-
ur hetjan, einheittur maður og áræðinn, með
göfugu lundarfari. En hann var óskilgetinn.
Katli 'hafði farist illla við Rúnu, og henni til
viðreisnar, gekk Ormar að eiga hana. Faðir
Ketils istuðlar að því, að hann verður flæmdur
úr prédikunarstólnum. Síðar kemst Ketill til
isjálfs sín og ferðast um fjöll og firnindi norð-
ursins, leitandi fyrirgefningar. Hann fær ósik
isína uppfylta. Þama kemur fram raunveru-
leikinn sjálfur, í mjúku skáldsögjuformi.
Fáum rithöfundum tekst jafn vel, hvað bá
heldur hetiur en Gunnari í sögu þesisari. At-
hugum Ormar. Hann hafði stundað fiðlunám
um tíu ára skeið í Kaupmannahöfn, og nú var’
tími kominn til þess fyrir hann, að láta opin-
berlega til sín heyra. Snillingamir frægu,
töldu hann vera meistara. Sjálfur var hann
fyrir löngu sannfærður um að svo væri.
Því ekiki að efna tiil hljómleika og láta sem
Iflesta vita hvað hann gæti. Jú, híljómleikarn-
ir vom haklnir. Framanaf lék Ormar blátt
áfram meistaralega, en einhvem veginn brást
honum bogalistin, lenti út af Beethoven’s oon-
eerto og tók að leika Waldteufel’s Valse d’
lEspagne”. Þar með var hann glataður sem
fiðlulleikari. Eftir það hverfur bann til Is-
lands og heldur þar áfram hlutverki sínu í sög-
unni.
Margir hafa heðið ósigur af þeirri ástæðu,
að þeir héldu sig geta afrekað eitt og annað,
áður en minstu líkur vom til, að þeim gæti
hepnast það..
Gunnar Gunnarsson. er ungur fslendingur.
húsettur í Kaupmannahöfn. Hann fór af
Tslandi til þess, að fá fleiri áhvrendur, síðan
hefir hann ritað á tungumáli, sem að minsta
kosti 'sex milljónir manna mæla, í stað þess að
skrifa fvrir innan við hundrað þúsundir.
Hinum enskumælanda heimi, er regluleg-
ur gróði að bóikum, sem “Gestur einevgði” er.
Höfundurinn getur litið hjörtum augum á fram-
tíðina. T)ómur lesendanna verður réttlátur”.
* , E. P. J.
---------o-----*—
CANADA.
Gimli, 2. ágúst 1922.
Hýrleita heiðríkju storð,
hlaðin með allsnægta borð
þeim, sem að vilja þér vinna
og veginn til sjálfstæðis finna.
Vertu sparsöm á benjar og blóð,
breiddu frið yfir aldanna slóð.
Vertu réttlát í orði og anda,
lát ei okurvald sál þinni granda.
Frjálsborna forystuþjóð,
mettu frelsið þinn einasta sjóð!
Vertu smáþjóð í löstum og lýgi,
en leitandans skjöldur og vígi.
Börnin þín allsstaðar að, —
eiga sér friðhelgan stað
við skrúðbrjóstin skóglunda þinna
og skjólið gegn næðingnum finna.
Fóstraðu æskunnar eld
út yfir morgun og kveld.
Brendu hvert hálfverk á báli, —
reistu borgir úr hugfestu stáli.
Legðu’ yfir landnemans gröf
ljómandi minninga tröf.
Vertu takmark hins útskygna anda, —
ímynd göfgustu framtíðarlanda!
Einar P. Jónsson.
Astœðurnar
fyrir því að hugur íslenzkra bænda
hnegist til Canada.
4. kafli.
í hinum síðasta greinarstúf
vorum, fórum vér nokkrum orðum
um skilyrðin fyrir akuryrkju,
og griparækt og mjólkurfram-
ileiðslu d Manitoba. pótt þetta
sé að tísu höfuðgreinar landbún-
aðarins, þá mega nýbyggjar eigi
gleyma að garðrækt getur bér kom-
ist á hátt ;stig og orjfið til mikilis
búbætis. Rækta má alstaðar
ósköpin öll af jarðeplum, rófum,
næpum, lauk og mörgum öðrum
tegundum. Enn fremur vaxa
hér flestar verðmestar berjateg-
undir, svo sem kirsiber, stikilber,
bláber o. fl. pá eir og rækitað
mjög mikið af Indían corn, með
góðum árangri. Garðræktin
eigi að ein.s fullnægir þörfum fólks
ti! heimilisnota, heldur er einnig
flutt til markaðs feykimikið af
garðávöxtum, er oft seljast við háu
verði. þá má heldur ekki
gleyma býflugnaræktinni. I fé-
lagi því, sem nefniist Manitoba
Bee keepers Assocation, eru 921
meðlimir, er hafa til samans 15.
000 colonies, er að meðaltali gefa
af sér 64 pund hunangs á hvert
bú.
Hey og beitiland. Eitt af
hinum mörgu og miklu auðæfum
Sléttufylkjanna er heyskapurinn.
Hann er í raun og veru öldungis
óþrjótandi og sama má segja um
beitilöndin. Á landnema árun-
um fyrstu, gerði bóndinn engar
tilraunir til þses að rækta hey,
með því að sá grasfræi og þar
fram eftir götunum. Hinar
eðlilegu, isjálfræktuðu engjar
gerðu meira en að fullnægja þörf-
um hans. En nú er aftur á móti
mikið ræktað af hey- og fóðurteg-
undum, svo sem Timothy, Western
Rye, Brome, Engljsh Blue og Red
Top. Allar þessar tegundir
þrífast ekki ef til vill jafnvel á
sama staðnum, en þá er að breyta
til og haga sér þar eftiy. pessar
fyrnefndu fóðurtegundir, eru all-
ar saman reglulegt kjarnfóður
pá hefir og í seinni tíð verið lögð
feykimikil rækt við smára og alf
alfa. Hvor þessara tegunda um
sig, er afar verðmæt; alfalfa á
er.gan sinn líka sem fóður og í
viðbót við það verndar gróður-
magn jarðvegarins flestu öðru
betur. Slík lönd eru mjög notuð
til beitar og reynast í hvívetna vel.
Áburðarefni. Sökum þess hve
auðugur af gróðrarefnum að jarð-
vegurinn er, þá er áburður til-
tölulega lítið notaður, og það jafn-
vel ekki á löndum, er sáð hefir
verið í ár eftir ár. Hygnir bænd-
ur vita þó að góður áburður eyk-
ur eftirtekjurnar og þess vegna
nota þeir allan þann áburð er til
fel'Iur, sér til drjúgra hagsmuna.
Griparæktin í Vestur-Ganada
er orðin feykimikil, og þess vegna
leiðir það nokkurn veginn af sjálfu
sér, að allmikið falli til af áburði.
pað er nú alment viðurkent, að
kornrækt út af fyrir sig, smádragi
úr gróðurmagni jarðvegarins, um
leið og griparæktin eykur það
stórum.
Að rækta bæði korn og búpen-
ing, hefir alt af verið talin affara-
sælasta búskaparaðferðin og er
tíðkuð mjög alment í Manitoba,
Austur-Canada og vcstur í Kletta-
fjalláhéruðunum.
Eldsneyti og vatn. í norður-
hluta fylkisins eru ótæmandi
timíburflákar, er nema því sem
næst 2.500,000 ekriim, en auk þess
má finna víðsvegar á öðrum stöð-
um um fyl'kið, afarmikla timbur-
tekju. í Saskatchewan er þeg-
ar farið að vinna talsvert af kol
um. En mesta kolafylkið er þó
Alberta, þar sem sagt er að falin
muni í jörðu 15 af hundraði af öll-
um kolaforða heimsins. AllstaS-
ar er nóg um vatn í Vesturlandinu
og þarf sjaldnast dýpra að grafa
en þetta frá tíu til þrjátíu og fimm
fet. Á stöku stað verður ef til
vill að grafa ögn dýpra.
Samgöngur og flutningstæki
pau hafa tekið miklum framför-
um í Manitoba í seinni tíð. Um
þessar mundir eru í fylkinu 4,168
mílur járnbrauta er mynda
net um fylkið þvert og endilangt.
Aðal járnbrautarkerfin eru Cana-
dian Pacific, Grand Trunk Paci-
fic og Canadian National, eða
þjúðeignakerfið. Og nú er sam-
bandsstjórnin að láta byggja nýja
járnbraut frá The Pas til Port
Nelson við Hudson flóann; verður
lengd þeirrar brautar 424 mílur og
er lagningunni þegar lokið á 394
mílna svæði. Akvegir og bifreið-
arvegir eru komnir um meir?
hluta sveitanna, og þar sem þeir
eru ekki þegar komnir er verið að
leggja þá smátt og smátt.
Bifreiðar eru koronar á mikinn
meiri hluta af bændabýlum í Vest-
ur-Canada og eru flutningsbif-
reiðar einnig næsta alment not-
aðar.
pótt samgöngur í loftinu, hafi
enn eigi verið notaðar til vöru-
flutninga í Vestur-Canada, þá eru
skilyrðin þó að ýmsu leyti betri
en víða annarstaðar.
Samfélagslífið. pað liggur í
hlutarins eðli, að fátt er þýðingar-
meira fyrir innflytjendann en það,
hvernig samfélagslífi því er hátt-
að, þar sem kona hans og börn
eiga að dvelja. Fyr á árum lék
orð á því, að fremur væri vistin
dauf og einmanaleg á hinum vest-
rænu sléttum. Eigi er með
öBu ólíklegt að svo hafi verið. En
hltt er víst, að með öll nútíðar
menningartæki við hendina, járn-
brautir talsíma, akvegi og bif-
reiðar hefir þunglyndisblærinn í
samfélagslífinu, gersamlega horf-
ið. Nú stendur svo að segja
hver bóndi í daglegum sambönd-
um, eigi að eiits við nágranna sína,
heldur einnig borgir og bæi, hvar
sem svo býður við að horfa. Sím-
arnir og samgöngutækin, hafa gert
fjarlægðina að engu, eða því sem
næst. Áður fyr urðu bændur að
láta sér nægja uxa eða hestapar,
en nú hafa bifreiðarnar rutt sér
til rúms og þykja nokkurskonar
lífsnauðsynjar. 1 Manitobafylkí
einu, eru yfir 40.000 bifreiðar,
eða að meðaltali því sem næst ein
bifreið á hverjar 16 manneskjur.
Stjórnir fylkjanna láta sér eink-
ar ant um samfélagslífið. Á
seinni árum hafaj verið stofnuð
útlánasbókasöfn til sveita. Einn-
ig allskonar félagsskapur, svo sem
drengja og stúlknafélög og imörg
kvefnfélög. Búnaðarsýningar eru
haldnar árlega og það á mörgum
stöðum og hafa þær haft góð og
mikil áhrif á búnaðarstarfsem-
ina Skólar eru í hverju héraði
og kirkjur um alt fylkið, jafnvel á
hinum fámennustu og afskektustu
stöðum. Miðskólar eru í flest-
um hinna stærri borga. Winni-
peg er stærsta borgin 1 Manitoiba
og sú þriðja stærsta í Canada. Hún
er miðstöð járnbrauta og annara
samgöngutækja Vesturlandsins.
par er fjörugt samfélagslíf, mik-
il verzlun og allmikill verk-
ismiðjuiðnaður. íbúatalan er
Electro Gasoline
“Ö6St by Every Test”
pessi Gasolía endist yfir mestan mílufjölda og
fyrirbyggir ólag á mótornum.
Skjót Afgreiðsla hjá vorum Sjö
Service Stations: "
Sérstök þægindi við fylling og hreinsun Transmissions
og Crank Case
No. 1. Corner Portage og Maryland.
N. 2. Main Street, gegnt Union Depot.
No. 3. McDermot og Rorie, Sts., gegnt Gr. Exchange.
No. 4. Portage Ave. og Kennedy St.
No. 5. Rupert og King, bak við McLaren Hotel.
No.6. Osbome og Stradbrooke St.
No. 7. Main Street North og Stella Ave.
Einnig til sölu hjá eftirgreindum Garages:
Willys-Overland, Cor. Portage og Marylano.
Cadillac Motor Sales, 310 Carlton.
Imperial Garage, Opp. Amphitheatre.
Biðjið kaupmann yðar um:
Buffalo English Motor Olíu, Tractorlene Olíu og Greasee.
Prairie Gity Oil Go., Ltd.
Phone A 6341 601-6 Somerset Building
/
I