Lögberg - 21.09.1922, Blaðsíða 4

Lögberg - 21.09.1922, Blaðsíða 4
4 LOGBERG, FIMTTJPAGINN 21. SEPTEMBER, 1922. Jögberg Gefið út hvern Fimtudag af The Col- umbia Press, Ltd.,iCor. WilHam Ave. & Sherbrook Str., Winnipeg, Man. Talsimari N-6327 oé N-6328 Jón J. Bfldfell, Editor Ltanáskrift til biaðsins: THE C0LUMBIA. PRESS, Ltd., Box 3172. Wlnnipog. Ma*1- Utanáskrift ritstjórans: EDiTOR L0CBERC, Box 3172 Winnipeg, Man. The "LögberK” 1« prlnted and publiahed by The Columbla Prase, Limtted, in the Columbta Block, 853 to 857 Sherbrooke Street, Wlnnipeg, Manitoba Þegar hlutunum er snúið öfugt. Fyrir nokkru síðan var Harding forseti að tala um siðferðis é»standið í Bandaríkjun- um og komst hann þá svo að orði: Eg ber engan kvíðboga fyrir framtíð lýðveldisins. Obkur hefir ekki að eins auk- ist þróttur efnalega og að mannafla, heldur höfum vér þroskast siðferðislega. Ef mönn- ura finst bera mikið á fjárdrætti og óreiðu í viðskiftum, og svikum, þá er það af því, að þjóðin hefir stækkað, og við þekkjum brest- ina betur og af því, að þeim hefir verið hald- ið að oikíkur”. Þarna virðist oss, að forsetinn benda á eina af veiku og líka ljótu hliðum hugsunar- háttarins eins, og hann gjörist nú hjá oss, og or víst engum blöðum um það að fletta, að hann á aðallega við stefnu þá, sem viðgengst í blaðamanna heiminum; nefnilega þá, að halda því Ijóta að fól'kinu. Það er orðinn siður hjá .sumum, og það ekki all fáum blöðum, bæði hér í landi og ann- arstaðar, að draga athygli manna að því, þeg- ar einliver hefir skot.ið sig, hengt eða skorið,, stórþjófnaður er framinn, eða iþá eitthvað því verra, með stóru og glannalegu letri, vanalega mislitu á fram síðu blaða sinna til þess, að þeir séu vissir um, að það verði fyrir augum manna, áður en þeir geta lesið nokkuð annað. 'Þessi aðferð, er auðsjáanlega ekki við- (höfð almenningi til heilla, heldur bara til þess að geta selt sem mest af blöðunum, eða með öðrum orðum, til þess, að græða fé á því, sem útgefendur þeirra geta Ijótast fundið í lífinu. Og þessi siður, eða öllu heldur löstur, hef- ir sett mark sitt víða — troðið sér víða inn og jafnvel inn f kirkjurnar, því þær eru líka farnar að auglýsa, að þar verði flutt erindi um sum af þessum svo nefndu spennandi spurs- málum. Ómögulegt er að segja, hve mikinn skaða að þessi aðferð veldur, en hann er að minsta kosti svo mikill, að það er full ástæða til þess hð benda á hann, og það er spá vor, að ekki verði langt þangað til, að þessi aðferð verði fordæmd, bæði af lögum landsins og almenn- ings élitinu. i ------0----- Hvernig fer það? Nú er það eitt af aðal viðfangsefni stjórna sumra landa, að fá æskilega innflytjendur, til þess að byggja upp hin ónumdu og óræktuðu landsvæði, sem þær eiga yfir að ráða til þess, að auka auð þeirra landa. En hvað lengi getur það haldist? Hvað verður langt þangað til, að alt byggi- legt land er upptekið, og þessi jörð okkar rúm- ar ekki fleira fólk? Um það spursmál, hefir lítið verið hugsað, af því, að mönnum hefir fundist slíkt ástand svo fjarlægt að um það þurfi ekki að hugsa, eða tala. Samt hafa einstaka menn verið að hreyfa því við og við. Sá síðasti, sem vakið hefir eftirtekt á því, er A. N. Farmer í Ohicago. 'Honum telst svo til, að eftir hundrað og fim- tíu ár verði sex biljónir manna á jörðinni og meira geti hún með engu móti rúmað. Svo árið 2072, verða þeir, sem þá ráða lofum og lögum, að ráða fram úr því ásamt mörgu öðru, ihvað gjöra skuli við það fólk, sem jörð- in ekki rúmar. --------o-------- Blaðamenska hér og heima. Það er ekki áform vort, að fara að gera neinn verulegan samanburð á blöðunum ís- lenzku, hér og heima, því fyrst er ekki víst að sé, samanburður yrði óvilhallur, og í öðrulagi, er blaðamenska hér vestra ýmsum erfiðleikum bundin, sem bræður vorir heima þekkja ekki eða að minsta kosti eru efcki nærri eins til- finnanlegir þar eins og ihér. Blöðin ef þau eiga að ná titgangi sínum þurfa að vera alþýðleg — það er, að almenn- ingur þarf að geta fundið til þess, að þau séu partur þeirrar siðmenningar, sem á að gjöra menn að betri og meiri mönnum — að þaú sé nokkurs konar “Lögrétta” þar sem menn geta sótt mál sín og varið, og almennings álitið á kost á að dæma um þau eftir að athugarökin með og móti. En til þess að blöðin geti orðið það, þá þarf almenn, samtök, — almenn sarotök til þess að þau geti orðið fjölbreytt og aðlaðandi fyrir allar stéttir. Menn af öllum stéttum þurfa að ræða áhuga mál sín í þeim, eða með öðrum orðum, menn þurfa að rita um áhuga má.1 sín, og sinna héraða miklu meir en þeir gera, og þó langt sé frá.oss, að vanþakka þátttöku sum- ra manna hér vestra í þessu máli. Þá er því ekki að leyna, að í þessu efni erum vér Yestur-íslendingar miklu ver settir en bræðurnir heima, enda fer það að vonum. Heima á ættjörðinni eru ritfærir menn í hverri einustu sveit, sem láta sig almenn mál svo miklu varða, að þeir láta í ljósi hugmynd- ir sínar um þau. Hópur ungra manna bætist þar við árlega, með eldlegum áhuga að taka þátt í velferðar málum þjóðarinnar og láta á sér bera. Afleiðingin af þessu er sú, að blöð þjóðarinnar, sem flytja þessar breytilegu skoðanir verða fjörug og fjölbreytt. Hér hjá oss er þetta nokkuð á annan veg. Hinir eldri menn í bygðum Islendinga, fyrir vestan haf, sem margir eru vel pennafærir hafa sýnt lofsverðan áhuga í þessa átt, og marga ágæta hugvekju hafa Vestur-ís- lenzku blöðin flutt frá þeirra brjósti, en þeim er nú stöðugt að fækka. Og hvernig fer þá? ■ Vér Vestur-íslendingar, eigum stóran hóp mentaðra manna víðsvegar í Ameríku og vér höfum það líka fyrir satt, að hópurinn, sem bætist í tölu þeirra árlega, sé nú orðinn alt eins stór hér eins og heima á ættjörðinni, ef ekki stærri. Hvemig stendur á því, að vestur-íslenzk- ra menta manna gætir svo undur lítið í Vest- ur íslenzkum blöðum? Því er í flestum tillfellum steinhljóð í þeirra herbúðum, þegar um mál þau er snert- ir íslendinga og íslenzikar bygðir héma megin ihafsins er að ræða? Er eikki hverjum manni tap það auðsætt, þegar mentafódkið dregur sig í hlé, eða máske alveg út úr hinni menningarlegu starfsemi ættfólks síns? Jú, það er ekki að eins taR, heldur óaf- máanlegt dauðamerki, þegar æskulvðurinn mentaði vill ekki rétta þeim eldri “örfandi hönd”. Astæðurnar eru margar og auðsæjar, en spursmál er, hvort þær em eins verulegar, eins og þær era stórar í augum eldri og yngri. Fvrst og fremst er málið. Margt af mentafóllki voru finnur sig ekki fært að rita svo mál feðra sinna, að það dirfist að láta það koma fyrir almenningssjónir. Þessi ástæða, er lítilsvæg, því það er verk, sem blaðamenn verða tíðum að gjöra, að laga mál á aðsendum ritgjörðum, og mundu þeir ekki teljast undan að laga það hjá íslenzku fólki, sem mentun sína hefir hlotið á ens’ku máli og ekki á+t kost á að nema mál ferða sinna til fulls. Önnur ástæðan er tvískinnungur sá, sem á sér stað í lífi manna, á meðan þeir eru að festa rætur í annarlegu bjóðlífi, tvískinnungur í lfifi þeirra og í þjóðlífinu, sem þeir lifa í. Þjóðlífið hið stærra hrópar til þeirra og krefst /krafta þeirra, og er það kall oft áhrifa meira en skvldurækni þeirra við hópinn litla, sem þeir era komnir. frá ! Fjarri er það oss, að fara fram á, að mentafólk vort í þessu landi skelli skolleyr- um við þeim réttlátu kröfum, sem þjóðfélags- heildin gjörir til þeirra. En þeir mega ekki glevma því, að þeir hafa líka skyldur við þjóðfélagsbrotið, sem þeir eru komnir frá. í því sambandi vildum vér minna það fól'k á, að í sveitnm Vest.urheims og bæium, era búsundir af miðaldra fólki og eldra fólki, sem hefir lagt krafta sína og fé fram til þess, að koma sonum sfnum og dætrum til menta, sem lifir enn í sínum ísflenzka umheiimi, og sem þarf að fiióta andlegrar uppbyggingar í gegn- um blöð og bækur. Vestur-íslen7jka mentafólk! Þið hafið 'skyldur af hendi að ynna við það fólk — þá skvldu, að miðla því af þekkingu ykkar, fræða það um þýðingar mikil atriði á starfsviði þjóðlífs þess Ihins mikla, sem þið starfið á, með 'því að rita um þau í vikublöðin vestur íslenzku. ——-----o-------— Ófriðarhorfurnar nýju. Mörgum hefir að líkindum fundist að heim urinn hafi verið búinn að fá nóg af blóðsút- hellingum og stríðsraununum árið 1918 þeg- ar stríðinu síðasta lauk, og að fólkið, sem var orðið dauðþreytt og mætt, mundi fá hvíld frá þeim ósköpum, að minsta kosti um tíma. En nú lítur samt ekki út fyrir að svo eigi að verða, því ófriðar ský, ægilegt og svart, hang- ir yfir Austur-<Evrópu. Lesendum Lögbergs, hefir verið kunnugt um, að nú í alllanga tíð hefir staðið yfir blóð- ugt stríð á milli fírikkja og Tyrkja í Litlu Asíu. Astæðan fyrir því stríði, að minsta. kosti ofaná, er sú, að í Litlu Alslíu er f jöldi aí fólki, sem er grískt að ættstofni og uppruna og sem í raun og veru er partur af hinni grísku þjóð, en sem nú í fleiri ár, hefir verið í sam- býli þar við Mohameds-trúarmenn í víðáttu- miklum lendum, sem áður fyr voru partur hins gríska ríkis. Þetta vildu Grikkir lagfæra. Sameina þjóð sína aftur og fá lendur þær, borgir og bæi, sem það fólk bjó í, og áður láai undir Grikkland. En Tyrkir, sem ráð höfðu á hvora tveggja vildu ekki sleppa. Og svo lenti í blóðugt stríð þeirra á milli; og það stríð hefir staðið yfir og stendur enn. í fyrstu gekk stríð það Grikkjum í vil Þeir ráku Tyrkjann af höndum sér og tóku hverja borgina á fætur annari í Litlu Asíu. En nú hafa Tyrírir snúið svo á Grikki, að þeir geta ekkert viðnám veitt, og verða að sleppa því, sem þeir höfðu unnið, við Tyrki. Við þessa velgengni hefir Tyrkjum aukist svo magn og móður, áð þeir gera sig eikki á- ánægða með að vinna aftur land það, sem Grilckir höfðu af þeim tekið; 'heldur hafa þeir gjört sig líklega til þess, að krefjast ýmsra réttinda, sem þeim finst þeim beri í Evrópu, þar á meðal yfirráðanna yfir öonstantinopel og Hardanella sundinu. En það hafa stór- veldin í Evrópu komið sér saman um, að ald- rei skuli verða, og er nú eftir að vita hvort Kemal Pas'ha, foringi Tyrkja lætur sér segj- ast við boð þeirra og bann, eða hann heldur áfram mefö her sinn inn til Constantínopel, í þeim tilgangi að táka borgina. Ef svo skyldi fara, að hann gerði það, þá er stríð óumflýjanlegt. Sagt er að Bretar, Frakkar og Italir hafi ikomið isér saman um aðferð til þess, að varna Tyrkjum frá að ná því takmarki; ef þeir taki þá stefnu. Hver sú aðferð er, vita þeir ein- ir. En enginn veit hvaða afleiðingar það get- ur haft, ef þau þurfa nú að lenda í stríð við Tyrki. A bak við Tyríri standa þeir Lenine og Trotzki með allan sinn herafla, sem þeir eiga vald á og ota undir þá, að taka öonstant- inopel, og hafa heitið þeim liðveislu sinni til þess, og svo era Mohamedstrúarmenn um öll austurlönd, isem krefjast þess, að Tyrkir fái aftur yfirráð yfir Constantinopel. Astæðurnar fyrir því að Rússar veita Týrkjum að málum eru margar, þeir sjá sér þar leik á borði til að útbreiða Bolsheviki kenningar sínar, sem þeim enn virðast hjartfólgnar eft- ir alt, sem þær hafa þó komið til leiðar hjá þeirri þjóð, og eftir allar hörmungamar, sem þær hafa valdið henni. Það er opinibert leyndarmál, að Rússar hafa í langa tíð haft augastað á Constantinop- el og T)aixlanelI asundinu fyrir sjálfa sig og mundi sú von þeirra að nokkru uppfylt, ef þeir gætu hjálpað Tyrkjum til þess, að ná því undir sig. Svo vita menn að Rússum er mikið áhúga- mál, með að fá stjómar fyrirtkomulag >sitt við- urkent af stórveldunum og að óþvingað versl- unar-samband komist á, á milli sín og þeirra. Og þeir vita líka að stórveldin, sem stynja undir afleiðingum stríðsins síðasta, eru ekki isem best undir búinn að demba sér út í annað stríð, og því máske viðráðanlegri ef þeim sé sýnd bláköld alvaran en þau mundu Verða, ef þau fengju að safna kröftum. Mohamedstrúarmenn láta sig þetta mál skifta að eins af trúarlegum ástæðum, en ef æsingin er nóg, þá era þær ástæður síst betri, né viðráðanlegri en aðrar. Astandið er því hið alvarlegasta og eitt lítið atvik, getur hleypt öllu í blossandi bál. En það versta við þetta alt saman, eftir því sem Mandhester Guardian segir, er það, að stórveldin hafa sjálfum sér um ástand þetta að kenna. Blað það segir að stórveldin hafi fyrst út af því, að Grikkir og Tyrkir vildu ekki isamþvkkja breytingar þær, sem þau gerðu á Sevres samningunum í síðast liðnum marz- máuuði, og að þau hafi fremur hvatt, en latt Grikki og Tyrki, til þess, að reyna með sér í þeirri von, að þær þjóðir yrðu þá leiðitamari. Blað það kemst svo að orði í byrjun þessa mánaðar: “Það var ekki fu'llnægjandi þó stór- veldin ’kæmu sér saman. Það þurfti líka að fá isamþykki Grikkja og Tyrkja. En hvoragir fengust til þess að gefa það, og til allrar ógæfu þá veittu stórveldin þó af óeinlægni væri, full- tingi til að þeir reyndu með sér og fyrir því til- tæki þeirra, lá hin skaðlega eiginhagsvon til grundvallar. Það var óheiðarleg aðferð, og hlaut að hafa eyðilegging í för með sér og er ekkert stórveldanna saklaust af þátttökú í henni.. Það er enginn vafi á því, að Bretar ýttu undir Grikki til þess, að gera síðasta stór- vægilega áhlaupið, sem þeir gerðu. Það var máske að eins siðferðislegur styrk- ur, sem þeim var veittur. En eitt er víst og það er, að sá skilningur komst alment inn hjá Grikkjum, að það væri vilji Breta, að þeir fengju Constantinopel, ef þeir bæru sigur úr býtum, þetta var nóg til þess, að kveikja eld móð hjá Grikkjum og koma stjórninni grísku til þess, að leggja nýjar skattbyrðir á þ.fóð- ina, sem var nálega örmagna undir þeim áður. A hinn bóginn hafa bæði FraJkkar og 1- talir verið á'kvelðnari í því að styðja Tyrki, með því að leggja þeim bæði til skotfæri og önnur hergögn, þannig hefir stríði þessu ver- ið haldið áfram og þannig er því haldið áfram enn. Frakkar og ítalir hafa viss hlunníndi í huga, svo sem auðugar námur, eða arðsöm járn- brauta fyrirtæki, þó sá arður hafi átt að vera einstaklings eign, en ekki þjóðar eign. Þessa arðsvon vildu þau varðveita og Frakkar gengu Svo langt að gera sérstakan sáttmála við stjórn- ina í Angora, þar sem þessi alt annað en lofsam- legu atriði vora gerð að'skilyrði. Hvorug þess- ara þjóða er í eðli sínu vinveitt Grikkjum, þó ástæðurnar fyrir þeim kala liggi á öðrum sviðum, .svo hvorag þeirra hefir ef til vill tekið nærri sér, þó metnaður Grikkja væri nokkuð lægður, og ekkert óljúft að styðja að því. Þannig standa þær sakir nú.” I GRAIN COMMISSION MERCHANTS MoniI>ers of Winnij>os Grain Excliange Members of Winnipeg Grain and Príxluce Oleariiif? Ass’n. North West CommissionCo. Ltd Bankers: UXINON BANK OF OANADA BONDED LICENSED 216 GRAIN EXCHANGE WINNIPEG, MAN. Islenzkir hveitikaupmenn Islenzlcir hændur, sem hafa korn til sölu, œttu að skrifa okkur sem allra fyrst, hvort heldur sem vera vill á islenzku eöa ensku. Vér stönd- um betur að vígi en margir aðrir að greiða götu yðar i þessum efnum. Victory Bonds i Skiftum ÞJ Ó N U íS T A BANKANS fæst ókeypis til lianda þeim er hafa í hyggju að skifta sínum Victory Bonds, sem falla í gjalddaga 1. desember 1922 fyrir ný fimm og tíu ára Bonds. Beiðni ætti að sendast eins fljótt og hægt er, eða ekki seinna en 30. september. Ráðsmaður hvers útibús bankans mun góðfúslega gefa allar upplýsingar. THE ROYAL BANK OF CANADA * Astœðurnar fyrir því að hugur íslenzkra bænda hnegist til Canada. 10. kafli Alberta, hið vestlægasta af þrem sléttufylkjunum, er að ýmsu leiti frábrugðið, bæði hvað snert- ir loftslag og veðráttufar, en eins og í Manitoba og Saskatche- wan, er þar mikið um kornyrkju og griparækt. J?ar er afar- mikið af málmefnum í jörðu, kola- námur miklar og auðugar og mik- ið af gasi og ýmislegum olíuteg- undum. Fylkinu er í raun og veru skift í þrjú 'héruð. Suður, Mið og Norður Alberta. Hið fyrsta er slétt og mjög skógar- lítið og nær frá merkjalínu Bandaríkjanna til Rauðárinnar, 100 mílur norður af Calgary. Sex- tíu mílur af vestur hluta þessarar spildUj liggja við jaðra Kietta- fjallanna. sem mynda þar landa- merkjalínu milii British Colum- bia fylkisins. Landið liggur þar allhátt og eru rigningar þar því tiltölulga litlar. Víða er þar góð uppskera og mjög mikið rækt- að af alfalfa. Fyrir nökkrum árum var land þetta regluleg Paradís fyrir kvikfjárræktendur og er það í mörgum tilfellum enn þann dag í dag. Gripir geta gengið úti alian ársins hring og veturnir eru yfirleitt mildir Hinir hlýju Chinook vindar, sem berast gegnuml fj-allaskörðiri , hafa frjófgandi áhrif á jurtagróðurinn. pessir vindar hafa að nokkru leyti áhrif á veðráttufar og jurta- gróður í öllu fylkinu. Engin svæði í Vesturlandinu eru jafn æfintýra rík og Suður- Alberta. par var um langt skeið aðal heimkynni griparæktar- innar. Nokkuð af hinum stóru griparæktarlbýlum hafa nú verið keypt og þeim breytt í akurlend- ur. Hans hátign prinsinn af Wales, sem hafði alt brezka veld- ið til að velja úr, keypti á för sinni um Canada 1919, griparækt- arbýli nálægt High River og hef- ir þar nú stórar hjarðir hrossa, nautgripa og sauðfjár. Mið-Alberta nær frá Rauðánni norður á bóginn til hæðanna milli Atha'baska og Peace River. Jarð- vegurinn er þar hinn auðugasti, og fæst þar venjulegast ágæt upp- skera af hveiti, höfrum byggi, hör og rúgi. Er raki þar nægur í jörðu fyrir hverskonar jurta- gróður, sem um er að iræða. Gripa- rækt er þar sæmileg og mikið um framleiðslu smjörs og annara mjólkurafurða. Norður Alberta nær yfir þann htluta fylkisins, sem I daglegu tali néfnist Peace River héraðið. 'Skilyrðin til velmegunar sýnast að vera þar því nær óþrjótandi. -Eru þar víða skógar miklir, en á öðrum stöðum er landið svo að segja af náttúrunnar hendi sjálf- búið til ræktunar. Ekki væri nema eðlilegt að ætla, að á þess- um svæðum væri hart veðráttu- far. En sannleikurinn er sá, að það út af fyrir sig, hve landið þar er miklu lægra, en annar- staðar, gerir það að verkum að kuldarnir verða sjaldnast mjög tilfinnanlegir. Alberta hlaut fylkisréttindi árið 1905 og síðan hafa framfariirnar verið miklu stórstígari. Að eins lítillega hefir nú verið drepið á skilyrðin fyrir akuryrkju. En hins ber jafnframt að gæta, að af 105,000,- OGO ekra, sem vel eru hæfar til búnaðar, hafa að eins 8,000,000 verið plægðar; öll hin svæðin bíða þess, að hönd sé lögð á plóg- inn. Eins og í Manitoba og Saskatchewan, hefir land, fim- tán mílur frá járnbrautarlínum, verið ákveðið handa hermönnum, sem þátt tóku í stríðinu mikla. En í öllum þessum fylkjum, má fá keypt lönd fyrir þetta frá tuttugu til hundrað dali ekruna. Fylkið er að ummáli, 255,285 fermílur, lengdin frá norðri til suðurs, nemur 760 fermílum, en meðaibreidd frá austri til vest urs, er 336 mílur. Að sunnan liggur Montana ríkið, Saskatche- wan fylki að austan, British Col- umbia að vestan, en 60. gráða norðurbreiddarstigs að norðan verðu. Við hinna fyrri sögu Alberta fylkis, koma mjög stór- verzlanirnar North-West Compa- ny og Hudson’s Bay Company, sem höfðu seistöðu svo að segja í hverjum einasta afkyma Sléttu- fylkjanna. Aðal bækistöð verzlana þessara, var í London. iNokkru seinna kom Canadian Pacific járn'brautarfélagið til sög- unnar og tengdi saman Austur- og Vesturlandið. Breyttist verzl- unar fyrirkomulagið þá skjótt til muna og ný samkepni ihófst. Járnbrautum fylgdu brátt aðr- ar framfarir. Fólk tók að streyma inn í fylkið víðsvegar að. 'Týtt iíf færist í landbúnaðinn og innan tiltölulega skamms tíma, lagði fylkið til eigi alllítinn skerf í forðabúr heimsins. Borgir risu upp um fylkið þvert og endi- langt, þar sem ef til vill að eins Indíánar höfðu áður haft bækistöð sína. Calgary stærsta borg fylkisins , með 75,000 íbúa, var fyrir þrjátiu og fimm árum, nokkurskonar útibú frá Royal North West Mounted Police deild- inni. En núverandi höfuðborg, F.dmonton, með 50,000 íbúa, mun þá hafa að eins verið svolítið fá- tæklegt þorp. Hugrekki og þol nýbyggjanna, breytti skjótt skóg- lendinu í akur og smáþorpinu í nýtízku borg. 1 Edmonton er háskóli Albertafylkis. Náma iðnaðurinn, er alt af að verða meiri og meiri, með hverju árinu sem líður. Uippskeran í Alberta er árlega metin til eitt hundrað fjörutíu og níu miljóna dala, en af kjöti er flutt út afarmikið til Norðurálf- unnar. Einkum er flutt át á ári verju afarmikið af fæðutegund- um yfir til Englands. Fyrir það fólk, sem halda vill góðum samböndum við hinn foirna heim og vinna jafnframt að land- búnaði, sjálfu sér til verulegra hagsmuna, er Albertafylki ákjós- anlegur staður. Landslag þar er framúrskarandi fagurt, og veð- ráttufarið eitt það heilnæmasta, er hugsast getur. Fylkið á enn ótæmandi auðsuppsprettur og réttir út ihendina til þeirra vænt- anlegu inriflytjenda, sem hyggja á að gera Canada að framtíðarlandi sínu. Loftslag. Loftslag og veðr- átta í Alberta, er yfirleitt mjög svipuð því, sém viðgengst í Mani- toba og iSaskatchewan, þótt dálít- ill munur sé þar á að vísu. 1 Suður-Alberta, er lítið um regn og snjófall að jafnaði fremur lit- ið og Ohinoiok vindarnir, sem áð- ur hefir verið bent á, stuðla mjög að því, að gera veðráttuna mild- ari en í öðrum pörtum fylkisins. Ærið kalt getur þó orðið þar með köflum. En kuldarnir standa alla jafna að eins yfir mjög skamman tíma í einu. Hráslagaloft þekkist þar varla. Venjulegast er þar heiður himinn og er fylkið því oft í daglegu máli nefnt “Sunny Alberta”. í Suð- ur-fylkinu gætir áhrifa Chinook vindanna mest. Enda er þar oft svo snjólétt, að aka má í bifreiðum

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.