Lögberg - 21.09.1922, Blaðsíða 5

Lögberg - 21.09.1922, Blaðsíða 5
LÖ'GHEHG, FIMTUDAGINN 21. SEPTEMBER, 1922. um landbúnaðarins, eins vel og frekast má verða. Peir lesendur Lögbergs, er æskja kynnu frekari upplýsinga um Canada, geta snúið sér bréflega til ritstjórans, J. J Bíldfells, Col- umbia Building, William Ave. og Sherbrooke St., Winnipeg, Mani- toba. Dodds nýrnapillur eru bezta nýrnameðaiið. Lækna og gigt, bakverk, hjartabilun, þvagteppu og önnur veikindi, sem starfa frá nýrunum. — Dodd’s Kidney Pills kosta 50c. askjan eða sex öskjur fyrir $2.50, og fást hjá öllum lyf- sölum eða frá The Dodd’s Medi- cine Co., Ltd.. Toronto, Ont. og kerrum, meiri hluta vetrar. Sumstaðar fellur þó það mikill snjóir, að koma má við sleðum A sumrum eru sólheitir dagar en svalar nætur. pegar lengstur er dagur, verður ekki hálfrökkv- að fyr en klukkan tíu að kveldinu, en úr því að klukkan er þrjú, fer aftuir að roða af degi. Vinna á ökrum hefst í apríl, en sáning fer fram i maímánuði. í suðurhlutanum, er þó stundum tekið fyr til voryrkju. Haust- in eru alment talin ánægjulegasti kafli ársins, veðráttan þá jafn- lyndust, hvorki ofheitt né of kalt. Meðalraki í jörðu verður því sem næst 13,35 þuml. Regn alla jafna mest frá mai og fram í ágúst einmitt þann tímann, sem upp- skerann þarfnast mest raka. Yfir höfuð er veðráttan 1 Al- berta eitt mesta aðdráttar aflið. Hún hefir í raun og veru alla þá kosti og fullnægir öllum þeim skilyrðum, sem nauðsynlegir eru til afarasæls landbúnaðar. Á einstaka stað, er þó helztí lítið um rigningar. Albertá fylki fylki er framúrskarandi vel fall- ið til kornræktar, hveiti, bygg, hafrar, rúgur, hör, og baunir, þrífst þar betur en víða annar- staðar. Eins og í hinum fylkj- unum, er þar að eins ræktað fyrsta flokks hveiti. Meðal uppskera þess er um 17 ibushel af ekrunni, en fer sumstaðar upp í 31 bushel Mest uppskera, sem þekst hefir í fylkinu, er hjá Noble Foundation Company, sem á 20',000 ekra býli, að Noblelford í Suður-Alberta. petta býli hefir gefið af sér 54,330 busihel af fyrsta flokks hveiti af þúsund ekrum, eða 54.3 bushel af ekrunni til jafnaðar. Hveiti úr þessum sama parti fylkisins, hefir unnið fyrstu verðlaun á héimssýningunni. Mestmegn- is er iþað vorhveiti, sem ræktað er í fylkinu. pað er að segja, hveiti sem sáð er til að vorinu. Vetrarhveiti, sem sáð er til að baustinu, er þó allvíða ræktað með góðum árangri, einkum í Suðurfylkinu. Meðaluppskera vetrarhveitis, nemur 20.75 bus- helum. Hafrar spretta ágæt- lega víðast hvar í fylki þessu. iSumstaðar hafa fengist yfir 100 bushel af ekrunni en meðal upp- skera er þetta frá 50—60 bushel. Alberta hafrar hafa tvisvar sinn- um hlotið fyrstu verðlaun á heims- sýningunni. Allmikið er og um byggrækt í fylkinu og þrisv- ar sinnum í röð hlaut Alberta fyrstu verðlaun fyrir þá tegund korns. Hör er ekki eins mikið ræktaður í Alberta og í hinum Sléttufylkjunum, en þó gefur sú uppskera þar víða af sér góðan arð. 'Nýíbyggjar sá oft hör fyrsta árið, með því að honum má sá seinna en nokkurri annari teg- und, og þó fá drjúga uppskeru. Svo má heita að sömu reglurn- ar gildi í Alberta og Manitoba og Saskatohewan, að því er áhrærir söluaðferðir og markaðsskilyrði korns. Alls eru í fylkihu yfir fimm hundruð kornhlöður, eleva- tors, og allir kaupmenn verða að hafa tryggingu, samkvæmt fyrir- mælum stjórnar og þings. Loading Platforms, eða hleðslupallar, verða að vera á hverri járnbraut- arstöð, þar sem bændur geta auð- veldlega komið varningi af vögn- um sínum inn í járnbrautarvagn- ana. Aldrei verður ofmikil áherzla á það lögð, hve akuryrkjan, ein út af fyrir sig, veikir gróðrar- magn jarðvegarins og hve afar- nauðsynlegt það er, að hafa jafn- framt griparækt og alifugla. Upp- lýsingar viðvíkjandi hvaða ein- stöku héraði, sem vera skal, fást auðveldllega frá tilraunabúunum — Experimental Farms í fylkinu, sem sambandsstjórnin starfrækir, svo og frá landbúnaða^r skóla fylkisins. Allar slíkar upp- lýsingar, eru veittar ókeypis. pessar stofnanir, eru starfræktar í þeim höfuðtilgangi, að leiðbeina nýbyggjum í hinum ýmsu aðferð- Upphaf samvinnunnar. “pað má gera alt með sam- vinnu”, sagði bóndi ein í Skafta- fellssýslu í fyrra. petta er orð að sönnu. pað má svo að orði kveða, að samvinnunni hafi tek- ist að leysa flest viðfangsefni félagslífsins einhversstaðar. Hér á landi er varla nema byrjunin hafin enn sem komið er. Fyrsti brautryðjandi samvinn- unnar er Robert Owen. Hann var fulltíða maður um aldamótin 1800*. Hann var alinn upp í fá- tækt, en hafði safnað auði á ungum aldri, og þótti einn hinn snjallasti forgöngumaður í baðm- ullariðnaði Englendinga. Owen var afbragðsmaður að viti og mannkostum. Eymd og harmar annara manna snertu hann, ein3 og hann ætti sjálfur í hlut. Hann tók við vertksmiðju, þar sem 500 fátæk ibörn (niðursetningar) unnu þunga vinnu frá morgni til kvölds peim var ekþert kent enda tæplega unt, þár sem þau komu dauðþreytt frá vinnunni og steinsváfu því nær allan sinn stutta hvíldartíma. Barnaþrælkun af þessu tægi var þá algeng í Englandi. Allur þorri þeirra unglinga, ®em þannig var alið upp, urðu úrkynjaðir, andlega og líkamlega. Karlmennirnir drykkjumenn, konurnar fóru á götuna. Owen komst snemma á þá skoðun, að uppeldið, um- hverfið og aðbúð öll skapaði manninn: Glœpamenn og hetjur ættu miklu meir en menn alment grunaði, umhverfinu að kenna og þakka. Holt og gott umhverfi þróaði manndóm og drengskap. Sjúkt og spilt umhverfi leiddi til lasta og hverskonar hnignunar. Æfistarf Owens varð þess vegna óslitin glíma við að bæta um- hverfið, þar sem hann náði til. Hann gaf hinum ánauðugu börn- um frelsi, stofnaði handa þeim góðan skóla. Bygði holl og- góð hús fyrir verkamenn sína. Bóka og myndasöfn fyrir þá til að nota í hvíldarstundum sínum. Stytti vinnutímann. Notaði börn aldrei til vinnu. Að lokum setti hann á fót búð, sem seldi verkamönn- unum allar vörur með kostnaðar- verði. Reynslan varð ihin sama og hér á fslandi, þegar pöntunar- félögin ibyrjuðu. Vöruverðið lækkaði um 25%. Owen rak verksmiðjuna með þessum hætti í fjórðung aldar. Hann græddi auð fjár, og varði því fe öllu til mannúðarverka og fræðslu. Verksmiðjan fékk það orð á sig, að hvergi væru dúkar betur gerðir. Verkafólkið fékk fagurt og fjölbreytt umhverfi. Litla þoirpið New Lanark, skamt frá Glasgow, varð einskonar jarð- nesk paradís. Fjöldi manna inn- lendra og útlendra streymdu til Owens, að sjá þann litla undra- heim, sem hann hafði skapað. Rússakeisari var einn af gestum. Honum fanst svo mikið um, að hann vildi fá Owen til Rússlands, með fjölda bres'kra verkamanna. Úr því varð þó ekki. pegar Owen var orðinn mið- aldra maður, hvarf hann frá New Lanark til að geta unnið meir fyrir hugsjónir sínar. Hon- um var ekki nóg að til væri eitt myndarþorp eins og New Lanark Hann vildi mynda mörg sjálfstæð isamvinnufyrirtæki, þar sem unn- ið væri og framleitt í bróðerni og félagsskap. Hann gerði ráð fyr- ir að margir menn hefðu svipaðan hugsjónamátt og hann; löngun til að láta heiminum fara fram. En í því var yfirsjón hans fólgin. hann eyddi fé sínu, orku og æfi jtil að koma upp fyrirmyndar-ný- lendum, með frjálsum samtökum. Hann leitaði aldrei til ríkisvalds- Tilraunir hans, eftir að hann slepti New Lanark, mistók- ust allar. Hann var ofsóttur og rógborinn, eins og skaðræðis- maður. pó undarlegt sé, voru prestarnir einna fremstir í flokki þeirra, sem reyndu að eyðileggja lífstarf hans. Owen dó í hárri elli, þreyttur af baráttunni, en vongfóður um sigur sinna hugsjóna. pað hef- ir og ræst. Hann hefir orðið brautryðjandi umbóta á fjölmörg- um sviðum, m. a. höfundur smá- barnaskóla, þar sem viðfangsefn- ið eru leikir, söngur og vinna, en ekki bóknám. En þýðingarmesti arfurinn, sem Owen hefir skilið eftir, er hugsjón hinnar frjálsu samvinnu. —Tíminn. Áskorun. Nú llður óðum að þeim tlma, að minningiarrit íslenzkra hermanna fari að komast I pressuna. Mun sjálfsagt flestum þykja kominn tlmi til þess. jóns Sig-urðssonar félagið er sér þess vel meðvitandi, að meiri dráttur het- ir orðið á útkomu bókarinnar, en það hefði nokkru sinnl getað gert sér I hugarlund, þegar það byrjaði á þessu risavaxna fyrirtæki. Ekki að eins hækkaði papplrsverð og prentkostn- aður margfaldlega I verði, sem erfitt var að sjá fyrir, heldur hefir og efnis- söfnun bókarinnar reynst þvt sá Sýrifusairsteinn, sem erfitt var að ráða við. Til þess að afstýra mis- skilningi þegar I byrjun, vill félagið taka það fram, að hermennirnir og aðstandendur þeirri hafa yfirleitt brugðist mjög svo vel við beiðni fé- lagsins um að senda þvl myndir og upplýsingar, þegar tekið er tillit til þess, að hér er um engan smáræðis- hóp að ræða. Má nú svo að orði kveða, að öll nauðsynleg gögn séu fengin fyrir meginþorra allra her- manna, lifandi og látinna, En þó er þvl miður sú skrá hvergi nærri full- komin enn. Ef til vili verður hún það aldrei til fulls. pað þarf naum- ast að taka-það fram, að ekki er hægt að byrja prentun bókarinnar sjálfrar fyr en öll fáanleg igögn eru fengin, þar sem nöfnum er illa raðað eftir stafrófsröð. þetta skllur hver mað- ur. Mestalt lesmál bókarinnar er nú sett I letur, og blður eftir nöfnum þeirra, sem enn vantar upplýsingar um. pað er því alvarleg áskorun Jóns Sigurðssonar félagsins, tll allra þeirna heirmanna eða aðstandenda þeirra, er enn hafa eigi sint áskorun- um þess, að láta eigi undir höfuð leggjast að senda inn myndir slnar og æfiágrip. Á öðrum stað I blaðlnu birtist listi af nöfnum sumra þelrra, sem enn hafa eigi vitanlega sint beiðni félagsins. pvl miður eru þeir ekki allir taldir, og stafar það af 6- kunnugleika félagsins á nöfnum hlut- aðeigenda, en eigi þvl, að hér sé ver- ið að gera upp á milll einstakra manna. En um leið og þeir eru beðnir að senda myndir og upplýsing- ar, eru og allir aðrir, sem hér eru eigi nefndir á nafn, en engin skilríki ihafa sent, ámintir um að gera sllkt hið sama og gera það strax. Upplýsingar má senda með þess- ari utanáskrift: Hermannarit C-o. Viking Piress, Box 3171, Winnipeg. SKRÁ. yfir nokkra af þeim, sem enn vantar upplýsinyar um fyrir Mlnningavrlt íslenxkra hermanna. FALLNIR. S. Olafsson, Winnipeg M. Marteinsson, Winnipeg. A. Bergþórsson, Lundar, Charles Halldórsson, Lundar. S. Thorsteinsson, Stony Hill. C. Rasmusson, Oak Point. T. E. Jónasson, Dog Creek. Sveinn Jóhannsson Halldórsson, Svold Halldór Johnson, Reykjavlk. John ólafsson, Steini Llndal, Mozart. John M. Anderson, Lundar Guðmundur Johnson, Winnipeg. HEIMKOMNIR. Sigfús Xngibjörn Sigfússon. Jón Halldórsson, High River, Alta. R. Reykjalln, Churöhbridge. F. J. Stephenson, Winnipeg. S. Eyólfsson, Big Point Gunnar Olson, Brandon. B. O. Osmond. L. Johnson, Arnes. G. Jónsson, Árborg. F Bjarnason, Elfros. J. Siguirðsson, Winnipeg. E. Benson, Langruth. C. Thorkelsson, Istend, Sask. B. Benson, Winnipeg. M. Marteinsson, Melita, Sask. R. Jóhannsson,, Winnipeg. B. Sigurðsson, Winnipeg. T. J. T. Joihnson, Winnipeg F. H. Kristjánsson, Mozart. Oorp. Guðm. Guðmundsson, Wpg. Oskar Sigurðsson, Winnipeg. G. A. Thompson, Langruth. J. B. Reykjalln, Churchbridge E. Sigfússon, Oak View C. E. Goodman, Winnipeg. A. Paulson, Piney. G. Jðhannsson, Vlðir E. J. Johnson, Winnipeg. P. Anderson, Glenboro. J. B. Johnson, Lundar. J. .Goodmansson, Leslie. H. Bjamason, Lulidar. A. Johnson, Winnipeg. T. G. Paulson, Winnipeg. O. Thorsteinsson, Keewatin. H. Johnson, Winnipeg. T. Davidson, Winnipeg. E. H. Paulson, Lillesve. J. Sigvaldason, 804 McDermot, Wpg. G. A. ólafsson, Brandon. V. Grlmsson, Reykjavlk P. Árnason, Qsafold. T. Davidson, Shoal Lake, Man. E. S. Einarsson, Winnipeg. L. A. Jónasson, Otto T. J. Thorkelsson, Lundar E. Halldórsson, Riverton. M. Christianson, Gull L«ake. E. Thordarson, Antler. T. Davidson, Plpestone. T- V. Thordarson, Hove. Finnur Jónsson, (223 herd.) H. Christianson, Selkirk. Edward Lessard (107 herd.) Páll porgrlmsson (107 herd.) Alexander Thorarinsson, (107 herd.) Árni Soffonlas Helgason, (78 herd.) Tom Johnson, Selkirk. Guðm. Ingimundarson ólafson, Rvk. Carl A. Dalstied, Blaine. Walter Oddson, Blaine. Kolbeinn Hoff, Blaine. Jón Árnason Holm, Salt Lake City. Matthlas Thorfinnsson Mountaln. N.D. Ingimundur ólafsson, Wild Oak. Theo. Thorfinnsson, Mountain, N. D. Rögnv. Sveinsson Kristjánsson, Wyn. Jón Pálsson Johnson. Wynyard. Ed. porsteinsson Sigfússon, Wynyard. Jóhann Hall, Wynyard. Edward Edson, Dafoe. Victor Sigurðsson Hannesson, Spanish Fork, Utah. Vilhjálmur Jósepsson, Kandáhar. Jens pórðarson Bjarnason, Selkirk. pórh. Magnús Hjálmarsson, Akra. Helgi Marteinsspn, Winnipeg. James Brandsson, 7th. Batt., Sconts, 1916. A. Abrahamson, 100. Batt. Robert C. Anderson, 27. Batt, Helgi Kristjánsson 108. Batt. Hermann Davíðsson 27. Batt. John Davlðsson 11. C. F. A. Ingi Eirlksson, Stratchona Horse. Bjarni Eiríksson " ” ” Einar Eymundsson 197. Batt Steve Holmes 27. Batt. Joe Hall 108. Batt. E. Johnson No. 4. C. C. S. Sam. Johnson 144. Batt. Haraldur Johnson 184. Batt. Tomas J. Johnson 184. Batt. Magnús Pálmason, M. F. O. S. S. C. J. A. G. Sigurjónsson 108. Batt. Árni Sveinbjörnsson 108. Batt. H. W Stone 78. Batt. S. Thorsteinson 188. Batt. H. S. Sigurðsson 8. Batt. Walter Johnsson 1. C. R. Gestur P. Anderson, 620 Simooe St. Arngrlmur Johnson. Sam Lundal, JJulvy Hili. H. Hjörleifsson, Otto. S ó'lafsson, Winnipeg. S. Joihnson, VVinnipeg. B. B.Johnson, Riverton. Steve Anderson, 108. Batt. J. Bjarnason, 108. Batt. T. Sigurðsson, Leslie. Archibald Eyford, U. S. A. 1917 Friðrik Laxdal, U. S. A., 1917. A. Thomson. Fred Josephson. B. T. Nielsson Sigurgeir J. Austman, Geysir, Man. 34. Fort Garry. Árni Davlðsson, Winnipeg. Stefán Gunnarsson Hólm, 27. Batt. Friðrik Johnson, Brandon, 99. Batt. Vilhjálmur ólafdson, 27. Batt. Benedikt porláksson, Vernon, B. C. . 30. Batt. Allan Stevens. Einar Christianson. Aiex Stevenson. Steve T. Johnson. Joe Breckman, Lundar, 108. Batt. Eirtkur Sigfússon, Einarsson, 223 Batt. Pétur Nielsson Hólm, 223. Batt. James Jensson, Grahiamdale, Man. 223. Batt. Waldimar Jóhannesson, Árborg, 223. Batt. Frederick Johnson, Winnipeg, 223. Batt. Chris. Rasmuson, Oak Point, 223 Batt. Henry Rasmuson, Oak Polnt, 223 Batt Paul Sölvasop, Winmpeg, 223. Batt. Steingr. porsteinsson, Winnipeg Beach 223. Batt. Chris Anderson, 223. Batt. Emii Gunnar Eiríksson 223. Batt. Sigurjón Eyjólfsson 223. Batt. Ingi Sigurðsson 223. Batt. Jón Ágúst Eggertsson 223. Batt. Antori Wilhelm Peterson 223. Batt T. G. Paulson, Reykjavík, Man. 223. Batt. Marel Theodor Einarson, Churchbridge 223. Batt. Porsteinn Benson, Wynyard, 223 Batt Bergþór F. Porstetnsson, Gimli 223. Batt. Charlie Oddson, Gilmli 223. Batt. R. Ingimundarson 223. Batt. M. A. Samuelson 223. Batt. Staðirnir, sem prentaðir eru aftan við nöfnin, eru þau heimilisföng, er hermennirnir töldu sér, þegar þeir gengu I herinn. Frá íslandi. BókafregTt. pá er nú komiim 4. árgangur rits þessa, sem Prestafélag ís- lands hefir haldið úti, og er það enn sem fyr mjög vandað að efni og frágangur góður. Er það mjög þarft verk, sem Prestafélagið vinnur, að haldi úti svo góðu og ódýru tímariti og ritstjórinn hefir lag á því, að halda því á virðulegum kirkju- legum grundvelli, en þó svo að laust er viði einstrengishótt allan, og mjög læsilegt fyrir 'hvern imann. Efnið í þessu hefti er mjög fjölbreytt. Er fyrst grein eftir danskan höfuðklerk, H. Hoff- meyer stiftprófast um hinar merku tilraunir, sem gerðar hafa verið á síðari árum til þess, að sameina hinar kristnu kirkju- deildir á frjálsum grundvelli. Sótti höf. þing, sem haldið var í þessum tilgangi í Genf, en þar voru fulltrúar flestra kirkju- deilda, nema hinnar rómversk- kaþólsku, og skrifar grein þessa fyrir Prestafélagsritið, en séra Skiúli Skúlason prófastur þýddi. pá ritar Hanmes por- steinsson skjalavörður virðu- lega grein um séra Pál Björns son í Selárdal, þennan íslenska höfuðklerk á 17. öldinni, hvort sem litið er á ættgöfgi, auðæfi, gáfur, lærdóm eða glæsimensku. Var þarft verk að reisa honum þennan minnisvarða, því að hann hefir oftast verið dæmdur og skoðaður út frá galdra- vafstri hans einu.. Freysteinn Gunnarssön kennari skrifar um hina miklu gjöf sænsku kirkj- unnar í tilefni af 400 óra af- mæli siðbótarinnar. pá er rit- gerð eftir ritstjórann, sem hann nefnir: iBjartsýni kristindóms- ins, og ræðir þar á hverju hún byggist og hvernig vér getum tileinkað oss hann. Docent Magnús Jónsson ritar um Pálsbréf, og vill benda mönnum á þau og hvetja til að lesa þau meira en nú tíðkast. Séra Friðrik Friðriksson skrifar um aldarafmæli trúboðsfélags- ins danska, og séra Sig Gunnars- son, prófastur, birtir útdrátt úr skýrslum norsku biskupanna um ástand þar i landi. pá er r.æst ritgrð eftir Felix Guð- mundsson, umt starfrækslu kirkjugarða, mjög þörf, og mun Prestafélagið ætla að beita sér fyrir því máli. pá er birt erindi eftir biskup, drJ.Jón Helgason, um frumkristni þjóðar vorrar, eða kristnina fy.rir “kristnitök- una” árið 1000. par næst er birt þörf hugvekja eftir séra Eirík Albertsson á Hesti, um alþýð- legar biblíuskýringar. Skorar hann á Prestafélagið, að reyna að beyta sér fyrir því, að slíkar skýringar komi út, en aðalörð- ugleikarnir á því er kostnaðar- hliðin, eins og nú hagar til. pá er næst alllöng grein eftir hr. Aage Meyer Benedictsen um sigur og hnignun Múhameðs- trúarinnar. Er það útdráttur úr fyrirlestri, sem höf. hélt um þetta efni á Sýnodus næst síðast o g er mjög fróðlegt og fjörlega fram sett. pá er næst prédikun eftir próf. Harald Ní- elsson, sem hann kallar: pegar hjörtun taka að brenna, út af Emmaus frásögninni, mjög fögur ræða, og þar á eftir smá- grein eftir sama: " Sálarrann- sóknirnar og kirkjan á Englandi og þar skýrt frá framgangi spiritismans á Englandi. Loks er alllangt mál um ýmsar er- lendar guðfræðibækur og síð- ast skýrsla um prestafélagið. Á þessu lauslega yfirliti má sjá, hve fjölbreytt efni þessa ár- gangs er, og ættu menn að stuðla að útkomu ritsins, með því að kaupa upp upplag þess, svo að Prestafélagið þyrfti ekki að gef- ast upp með það vegna kostn- aðarins. það væri óreiðanlega skaði ef það hætti að koma út. Guðmundur G. Bárðarson hefir ferðast um Snæfellsnes undan- farnar vikur till jarðfræðilegra rannsókna og má vera, að hann sé þar vestra enn. — Síðastl. vctur var hann kennari á Gagn- fræðaskóla Akureyrar og sest nú að þar nyrðra. Útlendir ferðamenn hafa kom- ið fleiri hingað í sumar en nokkru sinni áður, síðan 1914, og enn er von á nokkrum á e. s. Botníu. Flestir þeirra hafa haft aðeins skamma viðdvöl. Ráðgert er að lýsa götur bæj- arins rafljósum í haust og er nú verið að vinna að undirbúningi þess verks. Tækin koma flest frá pýskalandi og má vera,- að ein- hver dráttur verði á þeim. Senni- legt er þó, að Ijósin komist upp í októbermiánuði, að minsta kosti víðast hvar í bænum. Kvikmyndararnir ensku voru að taka lifandi myndir á stein- bryggjunni í morgun. þeir hafa áður tekið nokkrar myndir hér í nágrenninu og fara innan skams til þingvalla í sömu erindagerð- um. Kjötverð. pess var nýlega get- ið hér í blaðinu, að dilkakjöt hefði verið selt hér á 2 kr. pund- ið, en láðst hefir að geta þess, að þetta verð stóð stutt, og síðan hef- ir kjötið verið selt á kr. 1,70—1,80 en mun nú kosta minna. Bifreiðarslys varð á veginum í gæi-kveldi ekki langt frá Elliða- ónum. Atvikaðist það svo, að lok- uð bifreið, eign Gísla J. Johnson, konsúls, lenti þar út af vegin- LUX Fyrir karlmanns-skyrtur Skyrturnar verða ávalt mjúkar og áferðar fall- egar, ef þvegnar eru úr Lux. Ekki þarf að nudda þær eða þvæla, eða ná úr þeim gulum blettum, eins og á sér stað, þegar þvegið er úr óekta sápu. Hin- ar þunnu Lux samsetningar leysast strax upp í heitu vatni. HVERNIG NOTA SKAL LUX VIÐ SILKI EÐA AÐR- AR SKYRTUR. Látið eina teskeið af Lux í skál af vatni snarp- heitu, þar til það leysist upp í mauk. Bætið I köldu vatni, þar til það er rétt orðið ylvolgt. Dýfið síðan skyrtunum upp og ofan í legi þessum um hríð og gæt- ið þess e/nkum að vinda vandlega úr þeim blettum er óhreinastir eru. Lausvindið síðan upp úr ylvolgu vatni. Vefjið síðan um stund innan í handklæði. Pressið síðan skyrturnar, meðan þær eru enn rak- ar. — Lux & engan sinn llka vlS þvott flnna fata. PaS er selt 1 innsigluSum rykheldum pökkum. LEVER BROTHERS LIMITED, TORONTO um. Auk bifreiðarstjórans, Gunnars Jónssonar, voru fjórar stúlkur í bifreiðinn og mun ein þeirra hafa meiðst allmikið og önnur lítilsháttar. Gunnar meid- ist og nokkuð. — pví er um kent, að þarna á veginum stóð tóm bif- reið, sem bilað hafði um daginn, en þeir, sem komu á eftir Gunnari ráku mjög á eftir honum. Gætti (hann þess ekki, hve þröngfarið var og lenti bifreiðin út í skurð- inn og vált um. — Smávegis á- rekstrar urðu aðrir, en ekki að slysi. Virtust sumir fara of hart og ógætilega. Myndarlega kirkju hafa nú Seyðfirðingar reist inni í aðal- kaupstaðnum á Fjarðaröldu. Kirkjan á Vestdalseyrinni var rofin. ATHUGID HVAD gera fyrir þig Haustbyrgðirnar nú til sýnis — einmitt það sem yður vanhagaði um. Föt af allra fínasta — West of England, úr fyrirmyndar Bláu Indigo Serge. Alt af nýustu tízku. —• í úrvali þessu er mikið af skrautlegu Tweeds, fögru og haldgóðu. Einhnept og tvíhnept, með 1. 2. 3. og 4. hnöppum. Hinum fyrstu 1 5 alfata-kaupendum gefum vér $3.50 TWOLFEða HUFU Fyrir aðeins 50c KOMID SNEMMA MUNID ÞAD One Lot of B.V.D. Ath* letic Underwear. Verða seld á 35c fatnaðurinn. Meðan hann endist. Drengja Alullar Sokkar úr sterku bandi. Verð 3 pör fyrir $1.00 Vanaverð 75c parið Luons Limited 280 Portage Avenue <§ía The Home of Hart, Schaffner & Marx

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.