Lögberg - 21.09.1922, Blaðsíða 6
LOGHHRG, FIMTUDAGINN 21. SEPTEMBER, 1922.
Fjölskyldan á Haugh
Saga frá Skotlandi
eftir ANNIE SWAN.
Smátt og 'smátt hætti hán að gráta, en
móðir hennar svaf enn þá föstum svefni. Frú
Heron sjálf hélt ávalt, að hún gæti aldrei lokað
einu auga, en sannleikurinn var, að hún svaf
betur en vesligs Mary, dóttir hennar, sem all-
oftast vann hart allan daginn og var of þreytt
á kvöldin til að geta sofnað.
NiSri í dagstofunni héldu þessir tveir
menn á/raan að tala saman, og ómurinn af rödd
þeirra heyrðist glögt í litla herberginu, þar sem
'Marj’ og móðir henar voru. iAflt í einu hlógu
þeir hátt, og Mary stóð snögglega upp. Blæjan
hafði ekki verið dregin fyrir gluggann, því ekk-
ert hús var í nánd, sem sneri glugganum að
gamla prestssetrinu, og mjög fátt fólk gekk
fram hjá svo sein1 á ikvöldin.
Kvöldið var kyrt og bjart. -Stjömurnar
skinu tífalt skærara en vant var—það sýndist
að minsta 'kosti Mary, og meÖan hún stóð við
gluggann og horfði á hinn heiðbjarta himin,
hugsaði hún um hve mikið gott og gagnlegt
hún gæti gert öðrum, ef hún tæki tilboði Claudes
og yrði konan hans í Annfield. Það mundi losa
hana við hinar ömurlegu áhyggjur, sem gerðu
líf hennar svo dimt og leiðinlegt, og veita henni
sorglausa framtíð- Hún sneri sér við, og leit
á magra, holdlitla andlitið hennar móður sinn-
ar, þar sem áhyggjur og sorg höfðu grafið
djúpar hrukkur.
Claude var ríkur og gjafmildur. Hjarta
hennar sló hart, og blóðið kom fram í kinnar
hennar^ ruglingslegar hugsanir streymdu gegn
um heila hennar.
Nú kom bróðir hennar að stiganum og kall-
aði til hennar-
“Claude verður að fara Mary, getur þú
komið ofan?”
“Já, rétt strax. Beiddu hann að bíða eitt
augnablik, Willie.”
Hún íaugaði andlit sitt, slétti .háriÖ, vafði
um sig léttu sjali, og gekk með rjóðar kinnar
og geislandi augu ofan stiganru
Þeir stóðu báðir í forstofunni, þegar hún
kom ofan, Claude með hattinn í hendinni.
Willie leit undrandi á hana.
“Um hvað ertu að hugsa, Mary?” spurði
hann, “ hvað hefir 'komið fyrir þig uppi?”
“lEg er að hugsa um að fylgja Claude út
að girðingarhliðinu”, svaraði Mary, “mig lang-
ar til að tala við hann”.
Willie opnaði dyrnar, kvaddi Claude alúð-
lega, lokaði dyrunum á eftir þeim og gekk inn
í stofuna, eins og hann dreymdi.
Þau gegnu þögul eftir leiðinni að girðingar
hliðinu. Þá nam Claude staðar og leit spyrj-
andi á Mary. Hugur hans var fullur af von-
um.
“IHvað hefir þú áformaÖ, Mary?” spurði
hann kvíðandi.
Hún krosslagSi hendurnar á dyrastólpan-
um, og leit á hann hryggum augum.
“Þú spurðir, hvort eg vildi verða kona þín,
Claude, var það ekki?”
“Jú, sannarlega”.
‘ ‘ Eg er fús til að verða kona þín, og er þér
þakklát fvrir að þú elskar mig”.
Þetta var nokkuð undarlegt svar, og Claude
leit snöggvast á hana, eins og hann hefði ekki
skiiið hana rétt, en hún hindraði honum frá að
svara, því hún bætti við meÖ viðkvæmni rödd:
“Þú komst mér algerlega á óvart, Claude.
'Eg vissi ekki, að þú varst að hugsa um mig, og
eg get enn ekki áttað mig á því, en eg vil gera
alt, sem mér er mögulegt, til þess að verða þér
ástrík og trygg kona, og gera þig lánsaman og
ónægðan meðan við lifum bæði”.
“Þetta er alt, sem eg krefst, elsku Mary
mín”, svaraði hann viðkvæmur. “Þú veist
það ofur vel, að þú getur fengið mig til að gera
það sem þú vi'lt, og gert mig að þeim manni,
sem þú vilt, er það ekki?”
15. Kapítulú
Daginn eftir kom frú Allardyce í heim-
sókn til Haugh, en henni var sagt, að frú Kerr
væri í Aannfield. Hún var að tala við stofu-
stúlkuna þegar Eleanor kom ofan stigann.
“Svo þér eruð þá heima, Eleanor?” sagði
frú Allardyoe, “mig langaði ti'l að tala við
móðir yðar, en eg vil koma inn, þó hún sé ekki
'heima, ef þér viljiÖ leyfa mér það. Það er
enn þá of snemt að aka til stöðvarinnar, til þess
að sækja Robert”.
“lAuðvitað komið þér inn, það segir sig
sjálft, að þér eruð velkomnar, þó mamma sé
ekki heima. Lát þú teið inn, Katie”.
iFraamkoma Eleanors var ekki mjög aðlað-
andi, en frú AMardyce tólk henni með ró. Hún
athugaði hana nákvæmlega, um leið og þær
urðu samferða inn, og þó að henni þætti ekki
vænt um hana, gat hún ekki forðast að dáðst að
henni, að því er útlitið snerti, en henni gat ekki
dulist að hún var um of drambsöm, og hugsaði
um það allhnuggin, að hún yrði að ganga í gegn-
um margt og mæta mörgu mótlæti, til þess að
lægja dramb hennar.
“Þökk fyrir, eg hefi ekki lyst ó tei ”, sagði
hún alúðlega.
“En mig langar til að hressa mig á ein-
um tebolla”, svaraði Eleanor. “Finst yður
ekki vera kakit? Jafnvel hérna inni finn eg til
kulda!”
Eleanor var ekki eins blátt áfram og hún
var vön að vera. Fyrst og fremst fann hún, að
frú Allardyce horfði á sig rannsakandi augum,
og að öðru leyti var hún hrædd um, að gestur
sinni yrði of lengi til þess, að sér yrði mögulegt
að framkvæma það áform, sem hún hafði ásett
sér.
“Robert segir að alt sé svo yfirburða fall-
egt í Annfield; hann fór þangað í gær síðdegis.
Claude er eflaust ónægður yfir þessu nýja heim-
ili sínu?”
“Það er mjög sennilegt”, svaraði Eleanor.
“Þér hafið líklega heyrt stóru nýungina?”
“Að Mary Heron á að verða húsmóðir í
Annfield”.
Frú Allardyce hrökk við.
“Þetta er alveg óvænt nýung! Nær var
þetta ákveðiS?”
“Bkki fyr en í gærkvöldi, og allir eru á-
nægðir með trúlofanina. Mamma er mjög
glöð yfir henni, og Claude er auðvitað hugfang-
inn”.
“Svo Mary Heron á að verða frú í Ann-
field?” endurtók frú Allardyce, með þeim radd-
hreim, sem sagði frá vonbrigðum hennar, því
orð ungfrú Kerr eyðilögðu allar vonir hennar.
“Kemur yður þetta á óvart?”
“Já, satt að segja, hefir mér aldrei dottið
til hugar að henni þætti vænt um Claude, en
menn vita aldrei hvað jafn rólegar manneskj-
ur og Mary, geta hugsað um.”
“Eg vona að peningarnir hafi okki freistað
hennar”, sagði frú Allardyce, “þeir geta ekki
útvc|jhð okkur! hugjaró.”
“Nei, en það er samt sem áður gott að hafa
þá. Mig furðar alls ekki, þó að Annfield hafi
vigtað þungt á metaskálinni. Þér vitið að Her-
ons eru mjög fátæk, og hafa lítið að lifa af.”
Hún talaði afar kæruleysislega eins og
þetta væri henni alveg óviðkomandi. Hún
hafði að eins farið að tala um trúlofanina til
þeiss, að snúa athygli fni AMardyce frá sér
sjálfri, því hún vildi síður, að hún færi að tala
um sína eigin viðburði núna.
“Svo þér viljið ekki giftast syni mínum,
Eleanor?” sagði frú Allardyce litlu síðar. “Eg
vona að yður takist að finna betri mann ein-
hverntíma, en eg er í efa um það”.
“Eg hélt að það yrði yður til ánægju að
vita, að eg yrði ekki tengdadóttir yðar”, svar-
aði Eleanor. Eg veit mjög vel að yður geðj-
ast ekki að mér.
Þessi orð komu alveg á óvrart, og nú var
það frú Allardyce, sem varð vandræÖaleg.
“Við erum of líkar að lundarfari til þess,
að okkur geti komið vel saraan, IBleanor, ef við
búum í sama húsi, en ef þér hefðuÖ orðiÖ kona
sonar míns, skvldi eg hafa reynt að umgangast
ýður friðsamlega og láta yÖur líða \rel”.
Eleanor vissi að hún talaði sannleika. Því
hvaða galla sem frú Allardyce hafði mundi
hún alt af reyna að gera skyldu sína gagnvart
}>eim, sem voru herini á einhvern hátt sam-
tengdir.
“Er áform j’ðar alveg óumbreytanlegt,
Eleanor?” Eg er nú í rauninni eins dramb-
söm og þér sjálfar, en eg finn svo sárt til sorg-
ar vegna sonar míns, að eg vil gera hvað sem
er, til þess að honum geti liÖiÖ vel og að hann
sé ánægður”. " "
Eleanor varð viðkvæm sökum raddhreims
frú Allardyce og sneri sér snögglega að henni.
‘ ‘Eg vildi að eg hefði getað gefið syni yðar
annað svar”, sagði ,hún áköf, “en eg get það
ekki. Eg elska hann ekki.. Eg kann vel við
hann. Eg veit að hann er ágætur sonur og
mundi verða góður eiginmaður, en eg get ekki
gifst honum. Eg vona að þér skiljið mig, frú
Allardyce?”
Það var sjaldgæft að Eleanor lét meiningu
sína í Ijós svo hiklaust og opinskátt, svo frú
Allardyce fanst hún mei'ra aðlaðandi en áður.
“Eg vona að honum takist að gleyma vð-
ur. Tíminn læknar öll sár, segja menn. Það
eina, sem eg hefi að segjia er, að ef þér nokk-
uru sinni breytið áformi yÖar, skuluð þér fá
innilega móttöku hjá mér”.
Augu Eleanors fyltust tárum, og frú Allar-
dyoe voru heldur ekki þur. Litlu síðar stóð
hún upp til að kveðja. A Ieiðinni til stöðv-
arinnar, var Eleanor altaf í huga hennar, og
hugsanir hennar um hana voru vingjamlegri
en þær höfðu veriö um mörg ár. Hún hafði ó-
vænt séð glampa af hinu sanna eðli hennar og
skildi, að þar var meira af djúpri og sannri til-
finningu hjá henni, en hún hafði álitið. Hún
hafði ekki eingöngu fyrirgefið henni, að hún
neitaði bónorði sonar síns, en hún dáðist líka
að þeirri staðfestu hennar, að hún gat haldið
fast við áform sitt.
Þegar frú Allardyoe var farin, hringdi El-
eanor eftir þjónustustúlkunni.
“ Veist þú, hvort faðir minn hefir sagt öku-
manni að fara með mig til Kirkcaldy, Katie?”
spurði hún róleg.
“Nei, ungfrú, um það hefi eg ekkert heyrt.
A eg að spyrja hann?”
“ Já, segðu honum að taka lótta vagninn; eg
hefi ekki míkinn farangur”.
Ætlið þér að leggia upp í ferð, ungfrú?”
spurði stúlkan undrandi.
“ Já, eg ætla að ferðast í burtu fáeina daga.
Eg hefi búið um fatnað minn. Hlauptu að eins
ofan að hesthúsinu og sjvurðu, hvort eg geti
fengið .hestinn strax, ef ekkert hindrar”.
Katie varð undrandi, en henni kom ekki til
hugar, að neytt leyndarfult áform stæði í sam-
bandi við þessa ferð. Eleanor þaut upp í her-
bergi sitt, þar sem 1ítil taska stóð ferðbúin.
íHattur hennar og kápa 1óu líka til taks, og hún
átti að eins eitt eftir að gera, nefnilega að skrifa
bréf til móður sinnar. Hún settist við skrif-
borið sitt og reyndi það, en það var mjög erf-
itt starf. Aður en hún var búin með það,
barði Katie að dyrum hennar.
“Andrew er að láta hestana fyrir vagn-
inn, ungfrú. Hann verður tilbúinn að fáum
“Með klukkan sex lestinni. AS fimtán
mínútum liðnum. Með hvaða Iest íarið þér?”
Fáðu einhvern af hinuan til að hjálpa þér að
mínútum liðnum verð eg að vera komin af stað.
bera töskuna ofan, og láta hana í vagninn”.
Ætíið þér að verða lengi í burtu frá heim-
ilinu?” spurði stúlkan, sem fanst þessi skyndi-
lega burtför mjög undarleg, en varð samt ró-
leg, þegar ,hún sá hve kyrlát hin unga ungfrú
Kerr var.
“Eg veit það ekki, flýttu þér nú ofan og
fáðu einhvern til að hjálpa þér með töskuna”.
Eleanor var mjög föl, þegar hún steig upp
í vagninn, og blæjan duldi hin tárvotu augu
hennar. Ökumaðurinn sagði seinna frá því,
að hún hefði ekki talað eitt einasta orð á allri
leiðinni til Kirkcaldy. Hjá stöðinni gaf hún
ihonum fáeina skildinga, fekk mann til að taka
töskuna, og gekk inn og settist í fyrstu raðar
klefa, þar sem hún var alein.
Klukkan var næstum sjö, þegar frú Kerr,
maður hennar og sonur, komu aftur frá Ann-
field. Frú Kerr var mjög þrcytt, af því hún
hafði verið að ikoma öllu í húsinu í sem best á-
sigkómulag, og varð að vinna allan daginn til
|að geta það, en hún var glöð og ánægð.
Þegar Claude sagði henni frá trúlofan
sinni varð hún ósegjanlega glöð, því hún fann
að nú var öðru barni hennar algerilega bjargað.
Hún þekti Mary Heron mjög vel, og vissi að hún
var ákveðin og staðföst, og að einmitt hún átti
þá hæfi'leika, sem Claude skorti. Það var eins
og hún hefði verið sköpuð handa honum, og
mörgum sinnum þennan dag, hafði móðir hans
þakbað guði fyrir það í huga sínum, að hann
hafði orðið fyrir þessu láni.
Og nú kom hún heim til að mæta nýrri
sorg, sorg sem mundi hrekja allan frið og á-
nægju um langan tíma frá húsinu.
“Lóksins erum við þá komin, Katie”, sagði
hún alúðlega. “Hefir ungfrú Eleanor beðið
lengi eftir okkur til dagverðarins?”
Katie stóð agndofa af hræðslu, og hið rólega
andlit hennar varð vandræðalegt.
“Ungfrú Eleanor fór héðan klukkan fimm,
og Andrew ók með hann til járnbrautarstöðv-
arinnar í Kirkcaldy”.
“Er hann ekki kominn aftur enn þá? Það
eru meira en tvær stundir síðan. Eg vona að
þau hafi ekki orðið fyrir neinu óhappi”.
“|Nei, frú. Andrew er kominn fyrir löngu
síðan. Ungfni Eleanor sagði, að hún yrði
fjarverandi nokkura daga, og hún tók töskuna
sína með sér. Það leit út fyrir að hana furð-
Jaði á því, að óðalseigandinn hefði ekki skipað
Andrew að flytja hana til stöðvarinnar, en hún
mintist samt ekki á það”.
“íEg hefi ekki heyrt eitt einasta orð um
þessa undarlegu ferð, fyr en á þessu augna-
bliki”, sagði frú Kerr þreytulega. Hún fann
til ósegjanlega kveljandi kvíða í liuga sínum.
“Iíún skildi eftir bréf til yðar. Ungfrú
Eleanor sagi, að hún hefði gleymt að segja yÖur
noikkuð , og að hún yrði þess vegna að skrifa
yður. Bréfið er uppi, eg skal sækja það.”
Hún hljóp upp, og frú Kerr hné skjálf-
andi niður á gamla legubekkinn. 'Hana grun-
aði að eitthvað skelfilegt hefði átt sér stað. A
sama augnablikinu kom maður hennar og son-
ur upp stigann.
“Hvers vegna situr "þú hérna?” spurði
Kerr undrandi.
“Eg mátti til að setjast, Alek. Eg er svo
Ikvíðafull. Vissir þú, eða hafðir nokkurn grun
um, að Eleanor hafði í hyggju að leggja upp í
ferð í dag? Kata segir, að hún haldi, að þú
hafir vitað um það”.
“Eleanor farin burt? Hvert ætlaði hún
að fara?” spurði hann undrandi, og Claude stóð
líika alveg hissa, og starði á hana.
“Katie segir, að hún sé farin. Andrew
hefir flutt hana og farangur hennar til stöðv-
arinnar. Hér kemur Katie með bréfið”.
‘ ‘ Kæra mamma!
Eg fer að heiman af því, að mér líður svo
illa, að eg get ekki verið hér lengur. Eg olli
líka ykkur öllum svo mikilla sorga og óánægju,
að það er best að eg fari. Eg skal bráðlega
skrifa þér. Þú mátt okki bera áhyggjur eða
Ikviða mín vegna, og þú verður að biðja pabba,
að 'kvelja ekki ykkur öll af því, að hann er reið-
ur við mig. Eg hefi nóga peninga, næstum því
•sextíu pund. Eg hefi ekki brúkað alla þá pen-
inga, sem pabbi sendi mér til Parísar, og auk
þess á eg ofurlítið í bankanum í Edinburgh. Eg
segi þér þetta af því, að eg veit, að þú mundir
kvíða fyrir því, hvernig eg kæmist af. Eg skal
ekki gera neitt sem hryggir mig eða veldur mér
báginda. Eg skal gæta sjélfrar mín vel. Reyndu
að gleyma mér, góða mamma! Eg hefi ekki
verið þér góð dóttir, og hefði aldrei getað orð-
ið það. Mér er ómöulogt að breyta lundar-
fari mínu, þó að eg vilji það. — Þín Eleanor.’ ’
Kerr las bréfið yfir öxl konu sinnar, og
andlit 'hans sýndi tilfinningu hans. Reiðin
logaði í honum, en tempraðist þegar honum varð
litið á- konu sína, algerlega örvinglaða. Alt í
einu datt bréfið úr höndum hennar, og hún hné
meðvitundarlaus niður á gólfið.
16. Kapítuli.
Fjölsky.ldan Brabant hafði um tíma sest
að í rólegri götu í nánd við Edgeware Road í
London. Þaðan skrifaði frú Brabant Elea-
nor, að leikrit Adrians hefði verið móttekið
með gleði, líklega sökum þess, að Rickmann
hafði hjálpað honum og gefið honum góðar
bandingar, og að leifchúsið, sem keypti leikrit-
ið, ætaði að ileika það að fáum mánuðum liðn-
uim. Og um Louis sagði hún, að vonbrigðin
•sem hann hefði nýlega orðið fyrir, hefði breytt
honum í alt annan mann, og kastað skugga á
líf hans.
Þetta bréf hvatti Eleanor til þess að lok-
um að taka sfcref, sem hún hafði svo lengi hugs-
að um. Hún hafði í ímyndan sinni ,séð svo
marga hæfileika hjá móður og syni, sem þau
ökki áttu, og áleit, að hún mundi breyta rétt
og göfuglega, ef hún tengdi forlög sín við þeirra.
RI•• !_• timbur, fialviður af öllum
Wyjar vorubirgðir tegundum> geirettur og ai.-
konar aðrir stríkaðir tiglar, hurðir og gluggar.
IComið og sjáið vörur vorar. Vér erumætíð glaðir
að sýna þó ekkert sé keypt.
The Empire Sash & Door Co.
Limit«d
HENRY AVE. EAST
WINNIPE43
Winnipeg Brick Company Limited
Verksmiðjueigendur og kaupmenn
— verzla með —
SKRAUT-GRJÓT og ALGENGT GRJÓT
Sandsteypulím, Möl, Lím, Cement og Liti
í steypulím o. s. frv.
Utambæjar sem innan pantanir afgreiddar tafarlaust.
Phones F.R. 700—701
The Dowse Sash & Door Co. Ltd.
—Búa til og Verzla með —
Hurðir, Glugga, Geirettur og Strykaða Tigla.
úrval af hörðu og mjúku timbri
— Hringið N 1156 —
Að hún hefði jafn litla þekkingu á lífinu
og ilítið barn, mátti ráða af því, að hún ekki eitt
einasta augnablik fann til efablendni eða tor-
trygni ó allri leiðinni. Hún ætlaði að leita
varðveislu og skjóls hjá Brabants, með fulllu
trausti ti'l þeirra, þó hún efaðist um ást og vel-
vild foreldra sinna og annara vina, sem hún átti
og þekti.
Næstu nótt var hún í Carlisle, og kom til
London síÖdegis daginn eftir. Þyklk þo'ka
hvíldi yfir borginni, og vagn frá stöðinni flutti
hana skref eftir skref till hins ákveðna staðar,
})ar sem hún loksins lenti svöng, köld og undar-
'lega harmþrungin. Með sínu mikla vilja-
afli hratt hún frá sér þessnm kvíða, og ásakaði
sjálfa sig fyrir þetta vantraust á vinum sínum,
sem hún áður bar fult traust tiíl.
Brabants bjuggu í mötuneytishúsi, og
húsmóðirin, i&em varð hrifin af hinu tígulega út-
Jiti hennar, tók á móti henni mjög alúðlega.
“Er frú Brabant heima?” spurði Eleanor.
“(Ekki núna, en bún kemur bráðura. Eg
held að hún hafi eikki búist við yður, hún hef-
ir efeki minst á það”.
“iNei, hún hefir ekki búist við mér, en eg
get farið inn í herbergi bennar og beðið þar,
þangað til hún kemur”.
Húsmóðirin fýlgdi henni inn í dmma, leið-
inlega dagstofu, þar sem hún kvreifcti á gas'ljós-
inu undir eins og lét eldiviÖ í ofninn.
“ A eg að senda dálítið af tei upp til yðar?”
spurði hún.
“;Niei, þökk .fyrir, eg ætfla að bíða þangað
til frú Brabant kemur”, sagði Eleanor og greip
blað, sem lá á borðinu.
Þegar húsmóðirin var farin út, leit Elea-
nor rannsakandi augum í kring um sig í hev-
Iberginu, sem vrar algerlega ólíkt herbergjunum
í hinu skrantlega heimili, sem hún hafði yfir-
gefið, því þau voru björt og viðfóldin. Hún
'braut ’heilan um það, hvernig frú Brabant, sem
alt af hafði látið í ljós, að hún væri vön við
þokkalegt og viðfeldið skraut, gæti þolað að
húaí slíku plássi, og hún skildi, að peninga-
legar kringumstæðnr vina sinna, hlytv að vera
lakari en nokkuru sinni áður.
Þessa hálfu stund, sem hún sat þar alein
og beið, lifnaði í huga hennar óijós grunur, og
í fyrsta sinn fór hún að efast um, að hún hefði
breytt rétt með því, að koma hingaÖ..
Litlu eftir fimm kom frú Brahant heim ut-
an úr hænum, og þar eð hún hafði lykil að fram
dyrunum, og kom inn án þessað hafa talaS við
nokkurn, vrar hún ekki undir það búin að sjá
það, sem beið hennar í dagstofunni. Hún
fmisti alla böglana á gólfið og rétti hendumar
upp.
“Hamingian 'góða, hvað ert þú að gera
hér?” hrópaði ihún, þar eð hún gleymdi hnæsni
hl'utverki sínu, sem hún var svo æfð í að nota,
eitt angnahlik, en hún áttaði sig hráðlega og
unöran hennar breyttist í hina mest aðlaðandi
Ailúð.
“Góða hamið mitt — þetta er raunar al-
veg óvænt gleði. Hvað er á sieiði?” spurði
hún og kysti hana innilega.
Það var erfitt að svara þessari spumingu,
a'f bví ekkert hafði viljað til, og Eleanor skildi
nú alt í einu, hve heimsfculega og fyrirhyggju-
laust að hún hafði hagað sér.
Hún fann að hún hafði gert sig hlægiliega
með því, að troða sér inn hjá þessum manneskj-
nm, sem litu út fyrir að vera svo fátækar, og
isem að líkindum skevttu ekki hið minsta um
uærveru hennar. Hún gat ekki glevmt svipn-
nm á andliti fní Brahants, osr hve hilt henui
varð við, þegar hún sá hana óvænt í dagstof-
unni.
“Það hefir ekkert sérstakt viljað til”, svar-
aði hún fremnr kjarklítil, “en eg get ekki þol-
að að vera heima lengur, }>ess vegna er eg
ikomin til yðar, ef þér á annað horð viljið lofa
mér að vera ihér”.