Lögberg - 28.09.1922, Blaðsíða 6
6
LÖGBERG, EIMl’ODAGINW
28. SEPTEMBER, 1922.
Fjölskyldan á Haugh
Saga frá Skotlandi
eftir ANNIE SWAN.
“Þú veist aS þú ert velkomin hér, þó þú
hljótir að sjá hvernig kringnmstæður okkar
eru. Louis er nýlega farin til Parísar, til þess
að vita hvað .hann getur framkvæmt þar. Adri-
an vinnur frá morgni til kvölds, og mun eflaust
þegar tímar líða, hljóta bæði peninga og heiður,
þegar eg er dauð. — Á meðan er eg að reyna
a!ð bera mína ömurlegu tilveru með þolinmæði
í þessu hræðilega plássi”.
Þetta var lævís lýsing á öllu, og Eleanor
leit nú öðrum augum á ait.
“Kiæra frú Brahant”, sagði hún ájkc'f, “mér
þvkir svo leiðinlegt að sjá hve illa ykkur líður.
Eg vil nú hjálpa ýkkur eins vel og eg get. ”
“Við skulum nú seinna tala um það, hvað
við getum gert, en fyrst verðum við að fá okk-
ur eitthvað að eta. Adrian borðar í fæðis-
söluhúsi, en kemur svo heim seinna, og það er
Jíka mögulegt að Louis komi heim í kvöld.
Farðu úr vfirhöfninni”.
“Nei, það er ekki ómaksins vert. Þér hafið
svo lítið pláss hér, eg sret gist á hóteli í nótt.
Eg hefi nóga peninga”.
‘ ‘ Mér þykir vænt um að heyra það, því eg
á mjög fáa. En þú þarft ekki að gista á. hó-
teli, hér 'er aragrúi af tómum herbergjum, og
þú getur etið með oflckur, ef þú getur sætt þig
við fátæklega herbergið okkar, eftir að hafa
vanist skrautinu heima hjá þér.
Meðan frú Brahant talaði, hafði hún mörg
áfonm í huga sínum. Eleanor gat máske orðið
þeim að gagni. Að minsta kosti varð hún að
halda henni hiá sér þangað til hún gæti ráðgast
um þetta við Louis. Bn hún hafði hugsað um
Adrian í sambandi við þetta. Hann kom heim
áður en þær voru búnað að neyta matar, og varð
svo undrandi vfir því að sjá Eleanor, að hann
gat ekki sagt eitt orð.
Hún var dálítið feimin, og varð meira og
meira sannfærð um, að hún hafði brevtt mjög
heranskulega. Hún sá það líka á andliti Adri-
ans. þó hann hefði boðið hana velkomna mjög
alúðlega.
Þegar matarnevslunni var lokið. gekk Ele-
anor inn í sitt eigið herbergi, og móðir og sonur
urðu alein eftir við matarborðið.
iHún aretur ekki verið hér”, sagði hann fliót-
lega. “Þú veist að það er alls ekki rétt eftir
alit. sem átt hefir sér stað. Þú mátt ekki revna
að halda henni”.
“Hún er komin hingað af frjálsum vi'lja,
og ef hún vill, má hún vera hér, þangað til eg
'hefi náicvæmlega íhugað, hvort hún getur orðið
okkur að gagni eða ekki.”
“Eftir þá viðburði, sem átt hafa sér stað,
er það elkki viðeigandi a!ð hún sé hjá okkur”,
svaraði hann æstur, “hún er jafn þekkingarlaus
um siði og venjur eins og barn, og það hefir
hún sýnt méð því, að koma hingað. Það væri
svívirðilegt af okkur. að nota fávizku bennar.
Það verður að senda hana heim undir eins, það
má ekki dragast”.
“Minn cróði Adrian”, sagði móðir hans æst
alf reiði, “viltu gera mér þann mikla greiða að
þegja, og skifta þér ekki af þessu?”
“Nei annaðhvert okkar verður að tala við
hana. Hún skal verða send heim, þó eg verði
neyddur til að fylgja benni”.
‘ ‘ Þú verður í öllu falli að bfða til morguns ’ ’
svaraði 'hún rólega, þó hún væri í mjög æstu
skapi, “og máske þú viljir líka vera svo kurt-
■evsi. að spyrja hana, hvort ihún að öllu yfir-
veguðu, vilji fara heim aftur”.
P»eanor kom nú inn, og Adrian fekk ekki
tækifæri til að tala meira um þetta málefni.
Fni Brabant vildi ekiki, að hann fengi að tala
við Eleanor vitnalaust, en þegar húsmóðirin
kallaði á hana að koma út, til þes'js að tala við
sendisvein, sem endilega vildi fá að sjá hana,
var hún nevdd til að yfirgeifa þau í fáeinar
mínútur.
Adrian sneri sér fljótlega að Eleanor, sem
stóð hálf kjarklaus við ofninn.
“Eleanor, þér vitið hve ant mér er um vel-
líðan og velsæmi vðar”, sagði hann til að byrja
með. “Viljið þér treysta mér og segja mér
frá því, hvers vegna þér eruð komnar hingað,
k\mð komið hefir yður til að yfirgefa hið góða
heimili var?”
“Eg veit í sannleika ekki sjáif, hvers vegna
eg er komin. Eg veit að eins, að mér var ó-
mögulegt að una við að vera heima lengur, og eg
átti enga aðra vini, sem eg gat snúið mér til,
heldur en móðir yðar, til að ráðgast um hvað eg
ætti að gera”.
“En þér þekkið ekki ásigkomulag okkar.
Þér eruð alt of ungar. til þess að taka þátt í
okkar ógæfusömu forlögum. Við getum ekki
einu sinni útvegað .móðir okkar nægilegan mat.
Hvernig ættmn við þá að gera útvegað yður
það, sem þér hafið heimild til að krefjast?”
Hann talaði eins herinskilningslega og
blátt áfram og hann gat, til þess að Eleanor
skyldi sjá kringumstæðumar eins og þær voru.
“Eg býst ekki við slikri hjálp af ykkur”,
svaraði hún drembin. “ Eg hefi peninga, og
þegar þeir eru búnir, get eg unnið fyrir mér”.
“Þér vitið ökki um hvað þér talið”, svar-
aði hann angurvær. “Hvað getið þér gert hér
í þessari stóru borg? Hvaða útlit 'haldið þér,
að jalfn ung stúlka og þér eruð, hafi til að fá
vinnu ’ ’.
“Eg hefi lært dálítið, og mig langar til að
sýna þeim heima, að eg er fær um að vinna fyr-
ir mér, án þeirra hjálpar”.
“Eleanor, þér vitið hve vænt mér þykir um
að 'þér séuð ihér, og þó vildi eg senda yður heim,
ef það stæföi í mínu valdi”.
“'Nei, eg vil ekki fara heim”, svaraði hún
ákveðin. “Eg vil sjá dálítið af lífinu. Hind
einmanalegu tilveru heima, get eg ekki unað
viö ’ ’.
Adrian vissi ekki hvemig hann ætti að
segja hennf,- að það væri ekki viðeigandi né á-
byrgðar laust, að vera undir sama þaki og hin
brögðótta móöir ihans og bróðir.
“Eg sikil ekki, hvernig þér gátuð fengið
yður til að yfirgefa yðar viðfeldna heimili,”
sagði hann, “ eg grátbæni yður um að fara heim
heim aftur.”
“Nei”, sagði íhún. “Eg vil ekki fara
Iheim. Þau mundu aldrei fyrirgefa mér það,
sem eg hefi gert, svo það er gagnslaust að tala
um slíkt”.
“ Viljið þér levfa mér að skrifa foreldr-
um vðar?” sagði hann, en hún greip undir eins
fram í fyrir honum.
“Nei, þesS þarf ekki. Eg hefi lofað að
skrifa sjálf, og eg skrifaði líka móður minni
stutt hréf, áður en eg fór. Þau geta ekki ver-
ið hrædd um mig, og þegar eg hefi áforma*
íhvað eg ætla að gera, þá skrifa eg þeim”.
Adrian stundi. Hún var svo ráðrík og á-
kvæðin í þessu efni, að það var ekki til neins
a<5 taila við hana um það, eða ráðleggja henni
neitt um iþað, sem var óviðeigandi í framkomu
hennar. Reynslan mundi eflaust kenna henni
að sjá það og skilja. sem hún nú vildi ekki
heyra talað um. Hann lofaði sjálfum sér, að
gera alt sem hann gæti til að vernda hana. og
ásetti sér að tala enn þá einu sinni alvarlega
við móðir sína, til bess að sannifæra hana um,
aS það væri óumflýjanleg skvlda hennar, að
senda Eleanor aftur til foreldra hennar. Ef
ekkert gerði gagn, ætlaði hann isjálfur að skrifa
þeim.
“Þér 'hafið hlotið að vinna 'hart þessa síð-
ustu tíma”, sagði Eleanor, sem tók eftir því
hve þreytulegur hann var.
“Já, eg verð næstum að vinna allan dag-
inn. þar eð leiikritið mitt á að verða leikið inn-
an þriggja vikna,
Auk þess er eg mjösr kvi*andi fyrih ár-
angrinum, og æsinsrin hefir orsakað mér marg-
ra svefnlausra nátta”.
Áður en Eleanor srat 'svarað, kom frú Bra-
bant inn, rauð af reiði og gremjuleg.
“Eg held a þessir viðbjóðslegu kaupmenn
kvelji úr mér lífið. Eleanor, eg skammast
mín fvrir, að verða að biðja big um hjálp, en
getur þú gert mér þann greiða, að lána mér
fimm pund, þariírað til Louis kemur heim aft-
ur? Eg get ekki losnaö við þennan ósvífna
sendiboða.”
lEleanor tók upp pvngjuna sína, og rétti
henni hana. um leið og hún sagði:
“Takið þér það, sem hér þurfið og viljið”.
Hún sasrði þetta svo kæruleysislega, sem sýndi,
að hún hafði aldrei á æfi sinni unnið sér inn
einn ^kilding, og engan grun hafði um verð-
gildi peninga.
Þó merkilegt sé, bannaði samvizka frú
Brabants henni, að taka meira en hún ba<5 um,
og rétti Eleanor pyngjna aftur. i
“Nú sjáið bér hvernig kringumstæður
okkar eru”. sagði Adrian mjög beiskjulega,
þegr móðir hans var farin út, til þes's að borga
þessum sendiboða skuld sína og losna við hann.
“Eg hefi ekki ýkt neitt um ástand okkar. Far-
ið að ráðum mínUTri. vfirgefið þessa ógæfusömu
fjölskyldu. og snúið haki að henni”.
En Efleanor hristi að eins höfuðið.
17. Kapítuli.
Seint um kveldið kom Louis Brabant heim
frá meginlandinu. Móðið hans, sem ekki gat
sofnað, sat á stólnum sínum og beið hans. ITm
þetta vissi Adrian ekkert.
“Hér hefir viljað til nokkuð ein'kenni-
legt”, 'sagði hún, “getur þú gizkað á hvað það
er?”
“Lánið hefir máske verið oss hagstætt”,
sagði hann og lagði áherzlu á síðustu orðin, en
hún hrist.i höfuðið néitandi.
“Nei, eg er hrærld um að þetta veiti okk-
ur ekki neitt lán. Eleanor Kerr er komin til
okkar”.
Hann starði undrandi á hana.
“Hingað?! Hvers vegna Hver er til-
gangur hennar með þessu?”
“Hún fór að heiman án leyfis foreldra
sinna og að líkindum er það þín vegna.”
Louis vpti öxlum og draikk kaffið hugsandi
sem móðir hans rétti honum.
“Það er alveg gagnslaust, nema því að-
eins, að hún haifi eignir sínar með sér”.
“Hún hefir sextíu pund með sér, en eg
hefi ekki talað neitt til muna við hana enn þá,
og eg álít að faðir hennar muni ekk gefa henni
einn skilding, ef'hún giftist þér.”
“Ef svo er, þá verðum við að losina við
hana sem fvrst. Við skulum senda hana heim
aftur, með bestu kveðjum til föður hennar.”
“Það var heimskulégt af henni að 'koma
hingað, og eg álít hana verðskulda öll þau ó-
þægindi sem bíða hennar, þegar hún kemur
heim aftur. Nú hvað hefir þú getað fram-
kvæmt, var Theodor frændi alúðlegur, eða
ekki ? ’ ’
“ Já, hann var alúðlegur, og hann gaf mér
hundrað franka, sem eg misti við spilaborðið í
Hieppe. Eg á ekki einn skilding”.
“Það er nú nógu slæmt. Og Fourmín
frænka þín, hvað sagði hún?”
“Hún tala^i um að selja eða afhenda öðr-
um skólann sinn, og setjast að úti á landi. Hún
virtist ekki ófáanleg til að taka þig með sér.
Hún er mjög vingjamleg persóna.”
'“Já, það er hún, og hún efalaust ekki
fátæk. Við verðum að vera nærgætin gagn-
vart henni. Eg verð að vera hér fyrst um
sinn. Frænka þín flvtur ekki út á land, fyr
en frítími skólans nálgast”.
“Nei! — Svo Eleanor er hér? Það er
mjög undarlegt!” sagði Louis hugsandi. Þessi
viðbi^rður tók alt plássið í huga hans. Eg
býst við að verða feiminn þegar eg neyðist til
að mæta henni, því milli okkar verður öllu að
vera lokið. Það verður hún að skilja. Það
er sapna’ lega erfitt, að hreyta göfuglega í
þessu tilfelli. er það ekki? Eg vona samt, að
eg geti komið fram gagnvart henni á réttan
hátt,eða ihvað heldur þú mamma?”
“Vertu ekki of hráðlátur, fyr en eg hefi
rannsakað ástæðumar náikvæmlega”, sagði
móðir hans með varkárni. Eftir þetta bauð
hún honum góða nótt, og gekk til hvíldar, til
þess að byggja áform fyrir morgundaginn.
/ Eleanor vaknaði næsta morgun af þungum,
en hressandi svefni, og var mjög döpur og leið
illa. Hún gleymdi allra snöggvast hvar hún
var, en vaknaði bráðlega til meðvitundar um
það, af hávaðanum frá götunni. | stað hins
stóra, rúmgóða, fallega ‘herbergis á Haugh, sá
hún hina nöktu veygi í sínu núverandi svefn-
’herbergi, og skyldi, að hún hafði ekki grætt
neitt á umskiftunum.
) Þrönga dimma herbergið , með hinu inni-
lokaða andrúmslofti, hið harða rúm og hinir
gömu lélegu húsmunir, vrar sú staðrevnd, sem
fylgdi a eftir draumi hennar og feykti ímynd-
unum burt. Hún var uppalin við alls konar
skraut, 'hverri einustu af óskum hennar var
fullnægt, og hin viðbjóðslega fátækt, sem vinir
hennar urðu að búa við, fanst henni óþolandi.
Hún klæddi sig, þung í skapi, og bar hend-
ina oft upp að h'öfðinu, þar sem sár tilfinning
gerði vart við sig eftir ferðalagið daginn áð-
ur. lEngin viðfeldin þerna færði henni volgt
vatn, enginn kallaði á hana til morgunverðar; .
alt sem hún sá, var ógeðslegt að útliti’ og óá-
nægð og döpur á svip gekk iliún inn í dagstof-
una. Lyktina af steiktum fiski lagði um alt
húsið, og hugsunin um hina björtu fhlýju borð-
stoifu á Haugh, og hið þakta borð með postu-
líni og gljáandi silfurmunum, gerði hana al-
veg veika.
Hún opnaði dyrnar að dagstofunni með
hægð og gekk inn. Enginn var í herberginu,
en í ofninum brann eldurinn fjörlega. Morg-
unverðurinn stóð á borðinu, og tómur kaffi-
bolli gaf í skyn, að einhver hefði nýlega neytt
matar.
Eleanor gekk að glugganum. Þokan var
að mestu leyti horfin, en himingeimurinn var
dimmur og rigningarlegur, en götumar afar ó-
hreinar og viðbjóðslegar.
Meðan hún stóð þarna kvr og horfði á hið
óvanalega umhverfi, vom dyrnar opnaðar og
flrú Brabant kom inn.
“Eg sé-að þú ert eins snemma á fótum
hér og út á landinu, góða Eleanor mín”, sagði
.hún með sinni vanalegu alúð. “Hefir þú
sofið rólega? Eg ætlaði að færa þér morgun-
verð inn í herbergið þitt, en þú varst þá kom-
in á fætur. Eg er mjög þreytt, því eg gat elfki
sofið fvri en rétt fyrir dagrenningu. Eg vona
að svefninn hafi hrest þig”.
Eleanor var of vel alin upp til þess, að
fara að kvarta, en um of sannleikselsk og
hreins'kilin til þess, að hrósa verustað sínum.
Hún sagði að eius, að hún hefði sofið vel, se,m
var að öllu leyti satt. ,
( “Louis kom heim í nótt: Heyrir þú til
hans og tmflaði það svefn þinn?”
“Nei, eg heyrði ekkert”, svaraði Elea-
nor.
ITún roðnaði, en frú Bra'bant virtist ekki
taka eftir því.
“Hann er þrevttur, og vill ekki fara á
fætur enn þá”, sagði frúin enn fremur. “Ad-
rian er farinn út. Hann er árvakur og alt
'af snemma á fótum. Eg vil vona að starf
hans hepnist honum. Viljið þér drekka
kaffi? Eg veit að yður þvkir te betra. CEtli
eg geti nokkru sinni glevmt morgunverðinum
á heimili þínu? Nú, góða mín, hvernig líður
þér annars í dasr? Segðu mér frá áformum
þínum. Eg varð bvo glöð þegar þú komst mér
á óvart í gær, að eg gleymdi að spyrja þig; um
nokkum -hlut.
“Eg hefi alls engin áform”, svaraði Elea-
nor, þegar hún settist að borðinu. Þér ráð-
leggið mér eitthvað frú ? ’ ’
“Já, ráðleggingar eru ódýr vara; en þær
eru sjaldan að neinu ga,gni, þess vegna kosta
þær heldur tíkkert, Þegar þú biður mig að
ráðleggja þér, þá verður þú að vera hreinskil-
in og opinská. við mig. Segðu mér nú hvert
áform þitt var, þegar þú lagðir af stað hing-
að?”
“A|ð eins það, að vfirgefa heimili mitt,
þar sem eg gat ekki lengur þolað að vera”, ^,
svaraði Eleanor blátt áfram.
“Og nú, þegar þú ert komin þaðan, hvað
hefir þú þá hugsað þér að taka fyrir?”
Eleanor leit undrandi til hennar. Frúin
brosti róleg.
“iBg se að þér geðjast ekki að þessum
spurningum. en þær eru óumflvjanlega nauð-
svnlegar. Louis kom heim frá Froisfort í nótt
án þess að hafa einn skilding í vasanum. Við
verðum bráðum alveg eyðilögð, ef Adrian verð-
ur ekki heppinn með starf sitt. Okkur þykir
afar vænt um þig, en getum þvíi ver, ekki
'hjálpað þér minstu ögn.”
“Eg get unnið”, sagði Eleanor hnuggin.
Hún fann að undirstaðan undir fótum hennar
var að láía undan og hverfa.
“ Já, að sönnu, en í þessum stóra 'bæ eru
þúsundir, sem hiðja um þá vinnu er þeir geta
ekki fengið, og munu heldur aldrei fá hana, af
því hér eru of margar hendur fyrir vinnuna.
Þér hafið breytt mjög óhyggilega. Eg væri
ekki sönn vinkona þín, ef eg segði annað. þú
verður að far heim, ef ekki — ”
“Eg vil ekki fara heim,” hrópaði Eleanor
í æstu skapi.
“Þú verður að fara heim, ef faðir þinn,
sem er ríkur vil lekki gefa þér nóga peninga til
að geta lifað. Heldur þú að hann mundi gefa
timbur, fjalviður af öllum
Nyjar vorubirgoir tegundum, geirettur og al»
konar aðrir strikaðir tiglar, hurðir og gluggar.
IComið og sjáið vörur vorar. Vér erumætíð glaðii
að sýna þó ekkert sé keypt.
The Empire Sash & Door Co.
—"--------------Limited —-— -----
HENRY AVE. EAST - .WINNIPEG
Wionipeg Brick Company Limited
Verksmiðjueigendur og kaupmenn
— verzla með —
SKRAUT-GRJÓT og ALGENGT GRJÓT
Sandsteypulím, Möl, Lím, Cement og Liti
í steypulím o. s. frv.
Utanbæjar sem innan pantanir afgreiddar tafarlaust.
Phones F.R. 700—701
samþykki sitt til þess, að þú giftist Louis?
Heldur þú að hann mnndi sættast við okkur”?
Nei, alls ekki. Hann er sá maðnr, sem efn-
ir orð sín. Hann mundi aldrei fyrirgefa mér
slíkt, og aldrei gefa mér einn skilding, eg mundi
• aldrei voga að ikoma heim”.
“Þá er engin björgun möguleg, þá ert þú
algerlega glötuð”, sagði frúin ákveðin, “og
þú hefir breytt eins og heimsikingi”.
“Hvað meinar þú með því, að sé glötuð?”
“Eg á við að þú hafir s'kemt stöðu þína í
mannfélaginu — að þetta fyrirtæki þitt, hafi á-
hrif á líf þitt. Þú getur máske fengið eitt eða
annað að gera, lesa méð hörnum eða eitthvað því
líkt; en þett er alt saman eyðileggjandi fyrir
-sálina, sem smátt og Taéát styttir líf þitt. Eg
endurtk það, að þú hefir breytt eins og heimsk-
ingi, og væri eg í þínum sporum, skyldi eg
snúa heim á leið og hiðja fyrirgefningar, kné-
fallandi”.
Þessi orð ómuðu voðalega í eyrum Elea-
noru. Frú Brabant, sem í rauninni hafði ekki
annað áform með 'hreinsikilui sinni, en að
frelsa sjálfa sig frá ógeðslegri ábyrgð,
gerði Eleanor henni mikinn greiða. Henni
voru engir erfiðismnnir að því, að tala þessi
orð, því engrar manneskju ógæfa hafði nein á-
hrif á hana.
“Eg sé að þú ert gröm í s'kapi harn — eg
sé að þú trúir mér ekki. Við skulum tala nm
eitthvað annað. Við eigum ekki að ama okk-
ur með sorgum og áhyggjum, fyr en við erum
neydd til þess”.
Þrátt fyrir tilraunir frúarinnar að vekja
kæti hjá lEleanor, var hún jafn hnuggin og á-
hyggjnfull, og neytti einskis matar. Þegar
morgunverðinum var loikið, gekk frúin út, en
Eleanor fór að lesa blöðin; hún veitti sérstak-
lega athygli dálkunum með “vinna fáanleg”,
sem alt áf voru á seinustu eða öftustu síðum
hlaðanna, og var að fást við þetta, þegar Lou-
is Brahant kom inn. Þegar hún sá hann, stóð
hún fljótlega upp, en hann helsaði henni kulda-
lega, alveg á sama hátt og hann hefði heilsað
gesti, sem komið hefði af tilviljun.
“Góðan morgun, ungfrú Kerr! Eg vona
aÓ þreyta yðar eftir ferðina sé horfin?”
Hann snerti að eins hendina, sem hún
rétti honum, og hringdi eftir stúlkunni, sem
átti að færa 'honum kaffi.
“Leiðinlegur dagur, er það ekki? London
er viðbjóðsleg á þessum tíma árs — eruð þér
ekki 'samþykkar mér um þetta?”
Það var með miiklu erfiðlei’knm að iEílea-
nor gat ráðið svo við geðshræringu sína, að
henni var mögulegt að tala. Þegar hún hugs-
aði um, hvernig Jiessi maður fyrir stuttu
síðan hafði beðið eftir 'hinum minstu hending-
um Ihennar, -og hagað -sér samkvæmt óskum
hennar í öllu, fyltist hugur hennar af heiskju.
Framkoma hans var ókunn, en hafði samt
sem áður snert af kumpánas'kap, sem olli henni
óróa. Ef hún hefði þekt manneskjurnar betur^
en hún gerði, þá hefði henni verið auðvelt an
skilja hreytinguna, sem átt hafði sér stað hjá
Louis. Hann ímyndaði sér með góðum ástæð-
um, að hún væri að sækjast e’ftir sér og það
rýrði gildi hennar stónkostlega í augum hans.
Hún reyndi að segja eitthvað, en orðin dóu
á vörum hennar. Hún lyfti blaðinu npp fyrir
framan sig, en allir stafirnir lentu í þoku.
Góðleg vinnukona að útliti, kom með kaffi
handa Louis, og um leið og hún gekk út úr
herberginu, leit hún snögglega til Eleanor, og
virtist ekki vera ánægð með stöðu sína.
“Hvert hefir mamma farið — vitið þér
það”? spurði hann önuglega.
, “Nei, eg veit það ekki”, svaraði hún, án
þess að líta upp.
Svo gekk hann einu skrifi nær Eleanor, og
leit beint í augu hennar.
“Eleanor, við skulum reyna að skilja hvort
annað; hver er ástæðan til þess, að þér eruð
komnar hingað til London?”
“Eg hefi svarað þessari spurningu til
móður yðar”, svaraði hún kuldalega og horfði
fast á hanm, “hlífið mér við að verða að end-
urtaka svar mitt”.
“Það er okknr heiður, að þér skulið
treysta oss”, sagði hann kurteislega, “eg býst
við að móðir mín hafi kvartað yfir því, að við \
getum svo lítið endurgoldið þá gestrisni, sem
fjölskylda yðar veitti oss”.
/