Lögberg - 30.11.1922, Blaðsíða 6

Lögberg - 30.11.1922, Blaðsíða 6
<?. bls. LÖGBERG FIMTUDAGINN 30. NÓVEMBER 1922. Fjölskyldaná Haugh Saga frá Skotlandi eftir ANNIE SWAN. Hún kom til Haugh á hádegi, og frú Kerr, sem altaf var hreesari um þessa stund dags- ins, átti annríkt meÖ húsmóðurskyldur sínar. Meðan Frances beið eftir henni, leit hún rann- sakandi augum í kringum sig í dagstofunni, og gat ekki varist brosi, þegar ihún líkti henni við núverandi verustað Eleanoru. Hún stóð við gluggann og horfði út í garð- inn, þegar frú Kerr kom inn. Frances sneri sér strax við. “Eg er Franoes Sheldon”, sagði hún undir eins. ‘ ‘ Mig langaði svo mikið til að sjá móðir íEleanoru.” Frú Kerr rétti henni báðar hendur sínar. Eins og vant var, leit hún mjög veiklulega út, og þegar hún leit á Frances, varð hún.mjög viðkvæm. “Mér Þykir mjög vænt um að sjá yður. Viljið þér ekki setjast?” sagði frú Kerr. “Eg var búin að ráðgera að aka til Castlebar síðari hluta dags, til þess að heilsa yður. Hefir frú Allardyee ekki sagt yður þaðf” “ Jú, en eghélt að eitthvað kynni að hindra yður frá að koma, og að yður langaði til að heyra eitthvað um Eleanor, eins fljótt og mögulegt var.” “Eg þrái innilega að heyra yður segja mér frú. henni, það er svo undarlegt að hugsa sér, að þér hafið umgengist hana nýlega. Hvern- ig líður hennif” Hún talaði með áhuga, og það var angur- vær svipur í augum hennar. Hugur Franees fyltist meðaukunar. Hún er hraust og lítur rösklega út. Hún fvlgdi mér til stöðvarinnar á laugardaginn”, svaraði Franoes og settist. Hún athugaði frú Kerr nákvæmlega, og komst að þeirri nið- urstöðu, að hún hlyti að vera miklu veikbygð- ari, heldur en þeir, sem umgengust hana, álitu eða grunaði. Frances grunaði undir eins, að dagar hennar vœri taldir. “Frú Kerr, þér verðið að fá Eleanoru til að koma heim. og þér þarfnist hennar”, sagði hún ákveðin ,en frú Kerr hristi aðeins höfuðið. “'Hún hefir sært föður sinn ósegjanlega mikið. Hann hefir alt af verið svo göfug- lyndur við hana, en hún hefir breytt illa við hann, og því gleymir hann ekki svo fljótt. Hann þolir naumast að eg nefni nafn hennar. “Eleanor þarf ekki að skeyta um hann. Þegar hún er komin hingað, jafnar alt sig af sjálfu sér”, sagði Franees hvetjandi. Frú Kerr hallaði sér aftur á bak á stóln- um og 'krosslagði hendurnar. Samfundur hennar og Frances olli henni mikillar geðshrfer- ingar, og veitti kinnum hennar ögn af hinum gamla lit, en nú varð hún aftur föl. “Segið mér eitthvað um hana; hún segir sjálf svo lítið um sig lí bréfum s'ínum. Dvljið ekkert fyrir mér; eg er móðir hennar, og hin- ir minstu smáanunir, sem snerta hana, vekja á- huga minn.” Franees reyndi að dylja viðkvæmni sína, og fann um leið til reiði við Elanor, sem hún nú skildi minna en áður. “í>að er Mtið, sem eg hefi að segja um hana,” sagði hún. “Hún verður að mæta ýmsu mótlæti eins og allir aðrir, sem vil ja reyna að ná í óháða stöðu í London. Þegar ‘hún kem- ur aftur heim til yðar, verður hún betri og hygnari, en þegar hún fór. ’ ’ “En orð yðar eru evo óákveðin, ungfrú Sheldon. Eg er forvitin eftir að heyra, hvað hún hefst að, hvað hún etur og drekkur, hverju hún klæðist, í fáum orðum sagt, alt sem snertir hana,” sagði frú Kerr skjálfandi. “Hún nefnir sjálf aldrei neitt um alla (þessa smámuni í bréf- um sínum.” “Hún hefir góða mátaríyst, og sefur rólega og hún ihefir enn ekki slitið kjólnum sínum al- gerlega”, sagði Franoes glaðlega, “ og hún hef- ir lært að láta sér nægja óvandaðan mat. Við skiftum öllu á milli okkar, og þegar erfiðleika ber að höndum, neytum við einkis.” “ Sveltið! Eigið þér við, að þið hafið ekki alt af nóg að borðaf ” spurði frá Kerr óttaslegin. Frances skildi, að hún varð að vera varkár í vali orða sinna, og lýsa ekki vandræðum Elea- noru svo uákvæmíega. “Eg tala aðeins Hkt og algengt er”, sagði hún brosandi. “Yið getum einmitt ekki etið steik á hverjum degi, en við höfum ávalt svo mikið að eta, sem við þurfum, og Eleanor er eins hranst og hákarl. Hún lítur vel út, en rínnan þreytir hana og eyknr henni leiðindi. Alin upp við alls nægtir og óþarfa, eins og hún er, veitist henni ekki svo auðvelt að sætta sig við dutlunga yfirboðara sinna. Hún hefir haft fimm mismunandi stöður, síðan hún kom til London, og hefir mist þær allar af ógætni sinni, en það kennir henni hvernig hún á að haga sér. ’ ’ “Mig furðar ekki á því, að hún getur ekki haldið stöðu sinni”, sagði frú Kerr og stundi. “Hún er ekki alin upp til að vinna fyrirsér, og það er einkennilegt, að hún skuþ ihafa fengið nokkuð að gera”. “Tfún hefir mig til að leiðbeina sér, og það er ekki svo afleitt fyrir hana í London”, sagði Franees- “Seinustu sjö árin hefir reynslan ræktað skynsemi í höfði mínu, og eg er ekki hrædd við að segja henni hreinan sannleikann ”. “Þér haldið að hún verði góð stúlka, þeg- ar uppreistarandi hennar er orðinn rólegur. “Já, það efast eg ekki um. Þegar þér fá- ið hana theim aftur, verður hún orðin að annari manneskju”. “íStundum er eg hrædd um að eg lifi ekki svo lengi, að eg fái að sjá hana aftur”, sagði frú Kerr. “ Jú, áreiðanlega fáið þér að sjá hana bráð- um. Eg er viss um að Eleanor kemur bráð- lega heim aftur”. “Eg vona að dvöl yðar í Castlebar verði á- nægjuleg. Er ekki frú Allardyce óviðjafnan- lega góð, gömul konaj ’ ’ ‘ ‘ Jú, hún er ein af þeim bestu manneskjum, sem eg hefi kynst”, svaraði Franoes hlýlega. “Og það er sönn ánægja að sjá hið góða sam- komulag á milli hennar og sonarins.” “Já, 'hann er góður sonur. Vitið þér að Eleanor hefði getað orðið kona han>s, ef hún hefði viljað þaðf ” spurði frú Kerr hnuggin. “Hann hefir þá beðið hennart” Frú Kerr hinkaði “Og hún vildi heldur þennan auðvirðiega Brabant! Það ber ekki vitni um hennar kven- legu glöggskygni. Fæ eg að sjá hr. Kerr í dag?” “Já, ef þér viljið neyta hódogisverðar hjá okkur. Ef hann er heima, kemur hann hingað inn kl. eitt,*hann talaði ekkert um að hann þyrfti að fara burt í dag”- “ Nei, þökk fyrir, svo lengi get eg ekki ver- ið. Eg hefi auk þess séð hann nú þegar. Eg fann hann í fyrradag, þegar við ókum frá stöð- inni”. “Hann hefir ekki minst á það. En eg-yona að þér komið aftur einhvern annan dag. Hafið þér ekki áformað að heimsækja son minn og tengdadóttir í Annfield! ” “ Jú, frú ATlardyce sagði eitthvað um það, að við værum boðin þangað til dagverðar í kvöld, og annarvstaðar á miðvikudaginn, og á fimtu- daginn eigum við líka að taka þátt í samkomu. Svo margra og mikilla skemtana, hefi eg ekki notið síðustu sjö árin, eins og eg mun njóta hér í sjö daga”. “ Þér hljótið að ihafa átt fremur annríkt Mf, en þér eruð 'bæði hraust og ánægjuleg.” “ Já, guði sé lof, og eg er bæði hraust og á- nægð. Það eru margir, sem eru ver staddir en eg. Eg kann að vinna, og hefi fram að þess- ari stundu alt af haft nóg að gera. Verið þér sæl, frú Kerr. Eg held að eg þekki Eleanor betur nú, eftir að hafa séð yðun; eg get ekki fvrirgefið henni, að hún yfirgaf okkur. Eg er sjálf móðurlaus, og hefi fyrir 'löngu síðan skil- ið, að ekkert í heiminum jafnast við móðurást.” Hún ætlaði að kyssa litlu, hvítu hendina, sem rétt var að henni, en frú Kerr dró hana til sín og kysti hana ástúðlega, og Frances yfirgaf hús- ið með tár í augunum og hryggan 'huga. Hún leit í kringum sig athugul, þegar ‘hún kom út, og þegar hún sá, leigubólið og gripahús- in í fjarlægð, stefndi hún strax þangað. Hana langaði til að kvnnast því plássi, þar sem Elea- nor hafði dvalið alla æfi -sína að mestu leyti, svo hún gæti fengið ákveðna hugmynd um það, hvers konar lífi hún hefði lifað- Hún óskaði auk þess, að finna óðalseigandann, og þess vegna gekk hún áleiðis til gripahúsanna. Hann kom líka út úr hlöðunni, þegar 'hún gekk fyrir hornið, og hann starði undrandi á ihana, því hann var ekki vanur við að sjá kvenfólk á sinni landeign. Franoes kinkaði svo vingjarnlega til hans, eins og 'hún hefði þekt hann alla æfi sína, og gekk beina leið til hans. “Góðan daginn”, sagði hún glaðlega. “Þér lítið út eins og þér sjáið afturgöngu. Munið þér eftir mér,” ‘ ‘ Já, það geri eg. Eg fann yður í fyrra dag, ásamt frú Allardyee”, svaraði hann. “Hvert er erindi yðar hingað?” “Eg er nýbúin að heimsækja frú yðar, og það var að líkindum hin vanabundna kvenlega forvitni, sem kom mér til að fara hingað. Má eg líta í kring um mig? ’ ’ “ Með ánægju; en hér er ekkert sem skemt getur stórborgarstúTku”. “Ekki? En eg er engin stórborgarstúlka. Eg er fædd og uppalin úti á landi, en kringum- stæðurnar hafa neytt mig til að búa í London”, svaraði hún rösklega. “Mig furðar á því, hve stórar ábúðarjarð- irnar eru hér í Skotlandi. Faðir minn er prest- ur í einni sveitinni, og helmingurinn af sóknar- bömum hans eru landeigendur, en þar eru all- ir bændur og lifa samkvæmt bændavenjum.” “'Bn það eru stórar landeignir í Englandi líka”, svaraði hann. “Maður, sem eg þekki, flutti héðan Jil Essex, og keypti þar stórt land með lágu verði, en býr þó ekki betur en svo, að hann bjargast að eins. EÞað hlýtur að vera lé- leg jörð”. “ Já, í Essex er ekki gott að búa. Til hvers eru allar þessar hyggingar!” Flest af þeim eru f jós og hesthús- Eg skal svna yður þær, ef yður langar til að sjá þær. Við eigum nokkurar ‘kýr, sem unnu verðlaun í fyrra”, sagði Kerr, sem gat ékki veitt hinu að- laðandi og hreinskilna eðli Frances neina mót- stöðu. “Þetta er alúðlegt tilboð af yður. Eg vi'l helst sjá þær kvr sem hafa hlotið verðlaun. Frú Allardyce hefir sýnt mér þau af hænsnum sínum, sem hlutu verðlaun, og það eru fallegir fuglar”. Kerr gekk á undan henni, og hún fylgdi hon- um hvert sem hann fór. Stórgripir voru hans uppáhalrl, og þar eð ‘hann fann athugulan á- heyranda í Frances, talaði hann mikið um upp- áhalds skepnur sínar. “Það er best að þér komið inn með mér, og fáið yður hádegisverð,”. sagði hann, þegar þau voru búin að skoða alt, “svo skal eg aka með yður heim”. “Nei, kæra þökk. Frú Kerr bauð mér líka að neyta hádegiisverðar, en eg varð að af- þakka tilboð hennar af því, að eg á að neyta dag- verðar í Annfield í kvöld. Eg er yður innilega þakklát fyrir alt, sem þér hafið sýnt mér. Það var mjög alúðlega gert af yður.” “Það var mér sönn ánægja. Verðið þér lengi gestur á Castlebar?” “Vikutíma held eg!” ‘ ‘ Ekki lengur ? Finst yður það ómaksins- vert, að koma svo langa leið fyrir jafn stutta 'heimsókn?” “Það er langur frítími fyrir mig, og verði eg of lengi, má eg búast við að missa -stöðu mína í London, þegar eg kem þangað aftur”. “Við hvað vinnið þér?” “Eg skrifa”. “Bækur?” “Nei, greinar fyrir blöðin. Eg er blaða rithöfundur. Ef til vill, getur mér dottið í hug að skrifa um alt það, sem þér hafið sýnt mér í dag, en þá verðið þér að vera svo góður, að segja mér þyngd dýranna”. Hann híó! iHann gat ekki skilið að henni væri alvara. “Þér eruð fjörug, ung stúlka. Hefir kona mín beðið yður að koma aftur?” “Já. hún gerði það”, sagði Frances, sem fann nú að augnablikið var komið til að tala um Eleanor. ‘ ‘Hr. Kerr, eg veit að það er ekki, rétt að mér, sem er alveg ókunnug yður, að segja það, sem eg ætla nú að segja, en getið þér ekki séð, að vegna heilbrigði konu yðar, er kom- inn tími til að Eleanor fcomi heim”, sagði hún djarflega. Kerr sneri sér skyridilega við, og skelti liurðinni að vagnskýlinu hörkulega aftuT. “ITvers vegna haldið þérþað?” spurði hann snögglega, en ekki eins óvingjamlega og hún hafði búist við. “ Sérhverri manneskju er auðvelt að sjá, að frú Kerr er í þann veginn að syrgja úr sér lífið vegna Eleanoru — Eleanor verður að korna strax”. ‘ ‘Það er ekki neitt vit ií því, að syrgja úr sér lífið sökum óþakklátrar stelpu, sem alt af hefir valdið oss sorgar,” sagði hann byrstur. “Þetta er yðar skoðun, en frú Kerr er móðir hennar”, svaraði Frances. “Eg skil að þér takið málstað Eleanoru. Haldið þér að hún skilji nú, hve heimslAilega hún hefir breytt við okkur?” “Hún talar ekki mikið um það, en eg held að hún sjái það nú”. “Þér viðurkennið þá, að hún hafi breytt heimskulega ? ” Frances kinkaði. Hún hefði helst viljað mótmæla honum, en hún gat ekki talað ósatt- “Og hvað starfar hún nxí við, til þess að vinna fyrir Mfsframfærí sínu?” “Ekkert, eins og stendur”, svaraði Franc- es róleg. “ Við áttum alvarlegt samtal á föstu- daginn um það, hvemig hún ætti að bjargast þangað til eg kæmi aftur. Hún er ver stödd nú, en 'hún nokkuru sinni hefir verið, og eg er hrædd um að hún geti ekki neytt dagverðar oft- ar en tvisvar, þangað til eg kem heim”. “'Hún hefir gott af því”, sagði Kerr byrst- ur, en Frances, sem athugaði hann nákvæmlega, sá að þetta hafði áíhrif á hann. “Leyfið henni að koma heim, meðan eg er hér, hr. Kerr”, sagði hún alvarleg. “Heim- koma hennar mun gera yðar kæm konu heil- brigða undir eins”. “Verið þér sæl. Nú verð eg að fara heim”, sagði hann fljótlega. “Nei — eg er ekki reið- ur. Þér megið koma aftur á morgun, ef þér viljið”. Hann tók ofan hattinn og gekk hröðum skrefum burt, meðan Franles stóð kyr og furð- aði sig á því, hve snögglega og undarlega hann kom í veg fyrir, að samtal þeirra héldi áfram. “Beglulegan dagverð aðeins tvisvar í viku” sagði hann við sjálfan sig, um leið og hann gekfc heim að húsinu. “Það er hræðilegt!” i 31. Kapítuli. Tírninn leið, og ósamkomulagið milli föður og sonar, lagaðist ekki. Alexander Kerr drakk á hverjum degi meira, en hann hefði átt að gera og Claude gerði hið sama í Annfield. Mary horfði á betta með skelfingu í nokkra daga, en svo ásetti hún sér að koma í veg fyrir þetta. Á þriðjudasnnn, þegar Olaude var farinn til markaðsins í Cupar, kom frú Heron inn í borð stofuna, þar sem -hún sá Mary knéfaltandi við stóra slkápinn, með stóra, hvíta svuntn. “f hamingjubænum, hvað ert þú að gera hér, Marv?” spurði hún undrandi. Marv svaraði ekki strax. Hún var priög hrvgg vfir því. að Claude hafði farið af stað reiður. af hví hún hafi beðið hann um að drekka ekki fWhiskv fyr en kl. ellefu fvrir hádegi. ‘ ‘Hva ð er að þér ? Og hvað gerir þú hér ? ” spurði móðir hennar aftur. “Þú sérð líklega að eg er að 'hreinsa mat- vælaskápinn”, svaraði Mary og tók hveria flöskuna á fætur annari, og raðaði þeim á gólf- ið. “En þetta á stofustúlkan að gera, en ekki þú, Mary, Lagar hún ekki alt til í matvæla- skápnum, iþegar hún hreinsar borðstofuna ? ” “ Jú, eg skifti mér ekkert af þvx. Eg trir flöskurnar út”, svaraði Marv og stóð írnn með hálf futla flösku; gekk svo fram í eldhúsið og móðir hennar fvlgdi á eftir henni, siáandi sér til xxndrunar, að Marv tæmdi hverja flöskuna á eftir annari í þvottalaugina. “En, Mary, ertu orðiu alveg briáluð?” hrópaði hún allskelkuð. “Þxx hellir víninu hurt alveg eins og það væri skólp.” “Það er miiklu hættulegra eu skólp”, svar- aði Marv gremjxilega. “Það eyðileggur hvert heimili, þnr sem það er hrúkað, og eg vil ekkx að það eyðileggi mitt”. Hún tæmdi hverja einustu flösku. portvín, sherry, rauðavín og whiskv, og svo tók hún ó- opnuðu flöskurnar, hraut hálsinn á þeim og tæimdi þær líka; en þetta var meira en frú Her. on gat bolað að horfa á. “TTættu uú við þessa gagnslausu vinnu, Mary”, hrópaði hún og greip í handlegg dótt- \T ✓ • .. | • 3e* timbur, fialviður af öllum Nyjar vorubirgSir tegu«dum, geirettm og ak- konar aðrir strikaðir tiglar, hurðir og gluggar. JComið og sjáið vörur vorar. Vér erumætíð glaðir að sýna þó ekkert sé keypt. The Empire Sash & Door Co. ------------------- Limítad------------------- HENRY 4VE. EAST - WINNIPEG Hvernig viðrar úti gerir ekki svo mikiS itil, svo lengi sem heitt er inni. West- ern Gem kol vor gefa góSan hita. Kolin eru hrein, ending- argóð, og brenna alveg út. Má brenna i hvaSa furnace sem er; þau gefa alt af þatS, sem búist er viK af þeim—hita THE WINNIPEG SUPPLY AND FUEIj CO., IjTD. Vards: Rietta Street — Fort Rouge — og St. James ASal-SIcrifstofa: 265 Portase Ave., Avenue Block Plione N-7615 ur sinnar. ‘ ‘ Heldur þú í rauninni að þú gerir Claude eða no'kkurum öðrum gagn með þeesu? Það er nóg af sterkum drykkjum annarsstaðar, heimska bam, og þú getur ekki forðað honum frá að drekka með þessu. Taktu flöskurnar hurt, svo 'hann sjái þær ekki; en brjóttu þær ekki- Það eina sem Iþú giæðir á þessu, er að hann verðiir reiður við þig, þegar hann kernur heim”. ‘ ‘ Það skal ekki vera einn dropi af vínanda í þesisu ihúsi, ef eg get við ráðið”, sagði Mary og hélt áfraim með eyðilegginguna. “En það er fjöldi af flöskum í kjallaran- um”, sagði frú Heron. “Ekki núna. Eig hefi brotið hvex*ja ein- ustu flösku, sem þar var”. “Þú hreytir mjög heimskulega, og afleið- ingaruar lenda á þér sjálfri”, .sagði frú Heron gremjuleg. “iÞú veist ofur vel, að engin lög í heiminum geta gei*t drukkinn mann a'lgáðan, og þú getur heldur ekki hindrað Claude frá að drekka með þessu athæfi. Hann er ekki Kerr til einskis — þetta er eðli ‘hans, og þú verður að umbera það, eins vel og þú getur”. “Þú talaðir ekki á þennan hátt, áður en við giftumist”, sagði Maiy önug. Hún sneri sér við, gekk fram í dyraganginn og þaðan út í garðinn, þar sem hið freSka, sval- andi vorloft mætti henni. Hún varð næstum örvilnuð, þegar hún hugs- aði um það líf. sem fyrir henni lá. Það veitti henni augnabliks ánægju að eyðileggja alt, sem til var af víni og hrennivíni í húsinu, en hún vissi auðvitað að það var gagnslaus vinna, því Claude gat fengið alt sem hann vildi annar- staðar. Hana grunaði að lífið í Annfield yrði endxxrtekning af lífinu á Hangh, og meðaumkuu með henni sjálfri, hjó í hnga hennar. En hún gat engan ásakað, hún hafði sjálf af frjálsnm vilja, valið sér eiginmann, og jafn- vél móðir Claudes hafði eitt sinn spurt hana, hvort ;hún væri ekki hrædd við að giftast einum af þessum kerr, en hiún hafði með æskunnar djörfung og reynsluskorti, svaraði nei. Mary gekk eftir trjáganginum, og þegar hún heyrði jódyn úti á brantinni, furðaði hana á því hvo>i*t mögulegt væri að CJaude væx*i að koma heim aftur. Litlu síðar sá hún mann koma ríðandi, og undran hennar varð mikil, . þegar hún sá að það var tengdafaðir sinn. Það var í fyrsta skifti að hann kom inn fyrir Annfields grindarhlið, eftir að hann varð ósáttur við son sinn. 'Hún gekk strax á móti honum, furðandi sig á því, hvert erindi hans gæti verið. Hann var mjög alvarlegur og tók 'hendi hennar án þess að brosa. “Er Clande heima?” “Nei, hann fór til Cupar”. ‘ ‘ Kona mín er mjög veik í dag, og vill endi- lega sjá Claude. Nær 'kemur haun heim?” “Klukkan þrjú”. “Þá skal eg senda hest til stöðvarinnar handahonum”. “Er frú Kerr mjög veik?” “Já, eg held hún sé deyjandi”, svaraði hann fljótlega., “Eg ríð nú niður til stöðvarinnar, til þess að símrita eftir Eleanor”. Mary varð glaðari í skapi. “Máske henni batni við að sjá Eleanor. Hún hefir lengi þráð hana afar heitt, miklu raeira heldur en ókkurhefir grunað”. “Eleanor var ekki þess verð að óska komii hennar. Þakkið þér guði, ef þér eignist aldrei böx*n. Mary, þau olla oss aðeins sorgar”.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.