Lögberg - 05.04.1923, Blaðsíða 6

Lögberg - 05.04.1923, Blaðsíða 6
ríls. G LÖGBERG, FIMTUDAGINN 5. APRÍL 1923 11/* * • I • timbur, fjalviður af öílum Nýjar VOrilbirgðir tegundum, geirettur og als- konar aðrir strikaðir tiglar, hurðir og gluggar. Komið og sjáið vörur vorar. Vér erumætið glaðir að sýna þó ekkert sé keypt. The Empire Sash & Door Co. ----—-----Uimitocz — ■—--------- HENRY AVE. EAST - WINNIPEG Barónsfrú Mainau. Eftir E. Marlitt. Mainau brosti háðsílega, en þó svo að auðséð var að eitthvað bjó undir brosinu. “Nei, ertu þá búinn að frétta um j?etta af- brot líka, frændi?” sagði hann. Maður getur ekki annað en dáðst að kongu- lóarvefnum. Hvar sem flugu vesalingurinn kemur við hann, berst hreyfingin eins og raf- magnsstraumur inn að miðjunni. Já, hann var sannarlega þreytandi náungi þessi Hesse; hann skaut fallegustu hirtina mína rétt fyrir framan nefið á mér. pó að það hefði verið gert af ill- vilja, þá samt hefði ég lokað augunuan fyrir því — en hann gerði 'það af neyð. ■— í gamla daga var það nú alt öðru vísi; þá máttu húsbændumir hér í Schönwerth láta taka þess konar náunga og skjóta hann umsvifalaust og súta af honum húð- ina í glófa handa sér. Drottinn minn góður! En hvað þeir hafa hlotið að finna til valdsins, sem þeir höfðu! Að geta meira að segja haft skinnið af náunga sínum í höndunum!” Hirðdróttsetinn snéri sér við og horfði hvöss- um rannsakandi augum á bróðurson sinn, svo snéri hann bakinu að honum óþolinmóðlega og fór að slá með jöfnu millibili með stafnum sínum á látúnsútflúrið í eldstæðinu, svo það hringlaði viðstöðulaust. “Nútíminn hefir svift okkur flestum þessu/m stéttarréttindum”, hélt barón Mainau áfram, “og það sem hann býður okkur í staðinn, það vil eg ekki þiggja — þorparinn, sem brýst inn hjá skraddara eða skósmið og rænir hann, fær alveg sömu hegningu og minn afbrotamaður — dýra- þjófurinn minn. Nei, eg þakka fyrir, það er ekki eins og ég vil hafa það! Hann fer í fang- elsi, og svo þegar hann kemur út og á ekki til bita upp í sig, þá fer hann næstu nótt og drepur dýr fyrir mér. Eg tek þá til minna ráða, eins og var siður áður, og losa mig við náungann — hann gerir mér engan skaða, þegar hann er kominn til Ameríku.” “Vitleysa!” nöldraði hirðdróttsetinn. Barón Mainau gekk að morgunverðarborðinu og lagði hendina á kollinn á syni sínum. “Við keyrum út þegar við erum búnir að borða, drengur minn”, sagði hann. “Við verðum að sýna mömmu þinni fossana og aðra prýði hér í Schönwerth. — J?ig langar til að sjá það, Júlíana, er það ekki rétt ?' Hún gaf samþykki sitt án þess að líta upp frá útsaiimunum, scm hún hafði rriilli handanna. Hann kveikti í vindli og greip hatt sinn. Hún stóð upp. “Eg vildi gjarnan tala við þig augnablik; hefir íþú tíma til þess?” spurði hún. Hún stóð nú aftur fyrir framan hann, há og grönn og svo tiginmannleg, að eginn hefði getað verið nær- göngull við hana. Hann sá nálægt sér þetta und- aríega gagnsæja hörund, sefm oft fylgir rauðu hári; hann sá inn í stálgrá augun, sem horfðu á hann róleg og ákafalaust. Hann bauð henni að leiða hana. • “Gáðu að þér, Raoul! Fallega frúin hefir’ flutt með sér fullan poka af nýungum frá Rudis- dorf”, hrópaði hirðdróttsetinn á eftir þeim og hristi um leið fingurinn í spaugi. “Hún er fróðari í ættarsögu sinni en lærðasti skjalavörður. Eg hefi rétt nýlega mátt hlusta á það, að maður af Mainau ættinni hafi verið í þjón- ustu hinna hágöfugu Trachenberga.” Mainau lét handlegginn, sem konan hans hélt um falla niður s'kyndilega. Hann gekk þegj- andi en með skuggalegum svip að dyrunum, lauk upp hurðinni og lét hana ganga fram hjá sér. Hún leit ekki upp fyr en hann með handbendingu bauð henni að ganga inn um aðrar dyr. pað var söm létt, hvítt ský kæmi svífandi á móti henni frá rauðum veggnum í herberginu — mynd ungu konunnar í stóru umgerðinni, með drembilega svininn á yndislega höfðinu, veikbygða brjóstið. mjóu herðamar og grönnu barnslegu handlegg- ina, vafin í þokukendar gulleitar kniplingsslæður, leit út líkast og fiðrildi, sem er að reyna að flögra burt, en sem er bundið með þræði. petta var mynd af fyrri konunni, og Liana, sem ekki var laus_við.að vera ofurlítið skelkuð, sagði við sjálfa sig, að hún væri nú stödd í herbergjum mannsins síns. Hún færði sig nær glugganum, eins og hana hálflangaði til þess að flýja. “Eg skal ekki vera langorð”, sagði hún og færðiat undan að setjast í hægindastólinn, som hann bauð henni. Hún stóð og studdi hendinni á hormð á skrifborðinu, sem stóð í gluggaskotinu. óviljandi ýtti hún til einni af stóru ljósmyndun- um í skrautuhngerð, sem borðið var dkreytt með. “Hertogafrúin”, sagði Mainau og brosti ofur- lítið um leið. pað var eins og hann væri að kyn ia hana konu sinni. Og um leið ýtti hann mvnd hinn- ar fögru konu aftur þangað, sem hún átti að vera. Hann dró rennigluggatjaldið lítið eitt niður — sól- in skein framan í Líönu og hún varð að líta nið- ur vegna ofbirtunnar. “Má eg nú fá að vita”, sagði hann um leið og hann dró gluggatialdið niður, “hvað það er sem þú óskar, Júliana? Voru þeir í raun og veru í nokkru sambandi við Rudisdorf, forfeður mín- ir eins og frændi var að segja? — Hann var í illu skapi, sá gamli — það sem þú sagðir hafði auó- sjáanlega ert hann upp.” pað var nauðvöm á mína hlið,” sagði Líana rólega en þó með all-mikilli festu. “Hvemig þá ? Hann hefir þó ekki vogað sér að móðga þig aftur? — Hann lofaði mér — ” Við skulum ekki tala um iþað”, greip hún frammí fyrir honum með sinni venjulegu rólegu og göfugmannlegu handabendingu. “Eg lít svo á, að þessi nraður se mikið veikur og eg gleymi því ekki eitt augnablik. En verulegri illgirni skal eg mæta alveg hiklaust og það þangað til að hún vogar ekki lengur að gera vert við sig.” Mainau leit um öxl sér rannsakandi augum beint framan í hana. “petta er mjög skynsamlegt”, sagði hann með hægð. Á þann hátt náum við þeim friði, sem eg óska eftir að hafa umhverfis mig. — Pó mátt trúa því, að það er ekkert til sem eins spill- ir ánægjunni, sem maður hefir af að ferðast, og það að vita, að heima fyrir sé ekki alt eins og það á að vera.” “Pað er einmitt Iþetta, sem mig langaði til að tala um við yður, þér—” “Nei, þetta getur ekki haldið áfraim svont til lengdar,” svona greip hann fram í fyrir henni með glaðlegu brosi; ef einhver heyrði okkur tala saman, þá gæti hann varla varist hlátri-------- það verður ekki að því gjört, þú mátt til með að hætta að þéra mig einhvemtíma og fara að þúa mig — að minsta kosti vegna vinnufólksins, sem skoðar þessar þéringar sem alveg óviðéigandi virðingarmerki. Eg vil heldur ekki þann heið- urs krans, eða réttara sagt, eg á hann ekki skil- ið, því miöur vegna minna mörgu galla.” Honum varð ósjálfrátt litið Um leið og hann sagði þetta á skrifborðið og yfir gluggaskotið iþar sem þetta skrautlega, útskorna stofugagn stóð. pað var alknikið safn af myndum fríðra kvenna, sem hékk þar á veggnum í gyltuni brons- umgerðum hér og þar myndir af fögrum ætt- stórum konum, sem horfðu dreymandi augum upp á við eða reigðu höfuðin drembilega, og á milli þeirra myndir af dansmeyjum í djörfustu stellingum og búningum. Á miðju skrifborð- inu, þar sem að mynd af Leo litla hefði sóant sér einkarvel, lá nokkuð upplitaður, ljósblár skór úr þykksilki á hvítri flauelssessu, og yfir hann var hvolft glerhjálm. Dýrkun af þessu tagi var hsnni ekki með öllu ókunnugt um; skólasystur hennar höfðu -haft ýmislegt um hana að segja; en hér sá hún þó í fyrsta skifti merki hennar sjálf og roðnaði við. Mainau tók eftir því. “Endurminningar frá duggarabandsárunum,” sagði hann glaðlega og sló með vísifingrinum á glerhjáliminn svo að söng í. “Herra minn trúr, eg er orðinn dauðleiður af að horfa á þenna skó, — en maður er nú einu sinni maður og loforð er loforð. Einu sinni þegar eg var mjög hrifinn, lofaði eg henni, sem átti þenna skó, að hafa þetta merki um sigur hennar í heiðri; og þarna liggur hann nú, og í hvert skifti sem eg skrifa bréf, særir þessi andbýlingur, sem er bæði of langur og of breiður, fegurðartilfinningu mína og hégómadýrð, því hann minnir mig á, að í það skifti hafi eg verið meira en lítill heimskingi — En við skulum nú tala um það sem eg byrjaði á áðan, Júlíana,” hélt hann áfram og hætti að hæða sjálfan sig, “eg vil í allri einlægni biðja þig að taka upp eðlilega umgangshætti í fram- tíðinni; það mundi gera þér stöðu þína hé- á heimilinu mi'klu léttari en þig grunar. —Við skul- um vera góðir vinir, Júlíana, góðir félagar, sem láta sér vel lynda hvor við annan, án þess að gera svo miklar kröfur hvort til annars, að við kom- umst inn á svið fTlfinninganna. -‘Og þú skalt sanna það, hvað mikið sem fólk saka- mig um óstöðuglyndi, að í vináttunni er eg stöðugur, þar hefi eg aldrei brugðist.” “Ðg felst á það Leós vegna,” svaraði hún. Með sinni óvenjulega miklu viðmótslægni skildi hún hina einkennilegu afstöðu, sem hún var kom- in í. “Eg hefi beðið þig uim þetta samtal, til þess að segja þér, að barnið er í hinum ótrygg- ustu höndum og að þú verður að taka eitthvað til bragðs, sem allra fyrst. Hann greip framm í fyrir henni áður en hún hafði talað út. — “Eg fel þér í hendur að gera það, sem þarf,” sagði hann nokkuð óþolinmóður. ‘Rektu þessa manneskju burt úr húsinu undir eins, ef þú vilt, en blandaðu mér ekki inn í þ :ð -----Eg ætla að biðja þig að fara ekki eins að og Valeria! Hún hefði helzt viljað gera mig að böðli hér á heimilinu, og fyrst í stað grét hún af gremju yfir því að eg gerðí ekki svo Iítið úr mér að ávíta þemuna hennar, í hvert skifti sem hiin tylti borða á röngum stað. Bara ekkert uppistand hér heima Júlíaúa; það ætla eg að biðja þig um. pví rólegra som heimilislífið hér í Schönwerth verður, því þakklátari verð eg mín- um lcæra félaga. En svo hefir frændi komist í samband við nýju kenslukonuna, sem hefir framúrskarandi góð meðmæli.” Líana dró nokkur blöð upp úr vasa sm"m. “Mér þætti mjög vænt um að hún kæmi ekki,” sagði hún, “þú værir ef til vill fáanlegur til þess að líta á þessi blöð, þegar þú hefir tíma til? það 1 er ekki langrar stundar verk. Á þeim er vitn- isburður minn frá skólanum. Eg kann mál- fræði nýju málanna til fullnustu; en hvað fram burðinn snertir, vildir þú máske taka á þig það ómak r ðdæma um hann sjálfur. Vitnisburð- urinn í öðrum greinum er líka góður. En þrátt fyrir það mundi eg 'kkí dirfac't að þjóðast t-il þess að segja drengnum til, ef eg gæti ekki sagt með sanni, að eg hefði lært með alvörugefni og ástundun-------iþað væri méf mesta ánægja ef þú vildir þiggja lífsstarf það, sem eg hefi sett mér fyrir að gera, og fælir mér uppeldi barnsins þírs almrlega í hendur ” Hann hafði meðan hún var að tala gengið nokkrum sinnum frssm og aftur um gólfið; nú staðnæmdist hann fyrir framan hana og það var sýmilegur undrunarsvipur á andliti hans. “pað er nýtt fyrir mig að heyra konu tala svona — eg hefi aldrei heyrt það fyr,” sagði hann. “Eg mundi líka bera skilyrðislaust traust til þín, ef þú værir tíu árum eldri og hefðir meiri lífs- reynslu.” Hann leit háðslega og með hálf- gerðri fvrirlitningu á mvndasafnið í gluggaskot- inu og stöðvaði svo augun a m/nd fyrri konu sinnar. • “Ljónið hefir en ekki smakkað blóð, erum við vanir að segja við þá óreyndu. sem þykjast vera færir í flestan sjó-----Hver veit nema að í þessum höfuðum, mörgurn hverjum, hafi búið dygðaríkur lífsásetningur, þangað til hann sog- aðist inn í hringiðu /gleðskaparins og iðju|rys- isins. pú varst alin upp í kvennaskólanui og þú varst ekki fyrkomin heim í hús foreldra þiT'na enþú sást — fyrirgefðu að eg segi þaí — alla dýrð Rudisdorfs-ættarinnar hrynja niðuú í rúst- ir — — pú veizt ekki hversu töfrandi lífið gct- ur verið. Grcifafruin Trechenberg hefir drukkið gleðibikarinn í botn.” Sterkur roði færðist í kinnar ungu konunn -r við að heyra minst á sóunarsemi móður sinnar. “Hverju get eg svarað,” sagði hún, fyrst þú trú- ir ekki því að stúlka geti haft sálarþrek til þess að Iáta sér vítin að vamaði verða ? Við skulum vera algerlega hreinsikilin hvort við annað, eins og góðum félögum sæmir. Eg hefi lagt niður fyrir mér lífsásetning minn, rétt eins og þú hefir sjálfur myndað þér þinn lífstilgang, og eg ætla mér að halda honum. Uimfram alt langar mig til að biðja þig ufm að leggja ekkert f efstu skúffuna í skrifborðinu mínu — þessir pening- ar gera mig dauðhrædda og — hvað á eg að gei a við þá?” “Og þú krefstíþess að eg trúi því, sem ]nx ert að segja, Júlíana?” sagði Mainau hlægjandi. “Eg á a,ð trúa. þessu þó að þú í gær segðir statt og stöðugt, að þú rnundir hafa vit á að halda fram forréttindum þínum til að klæðast í hreysi- kattarskinn — — Hvar ætlar þú að sýna þig í því? Ekki þó í kenslustofunni ? pú lætur það sópa gólfin í hirðsölum, og þú kemst fl.iótt að raun um, að því fylgir meira. Sá tími mun ko--,° að þú biður mig að bæta við vasapening ana þína. — Hún” — hann bentf á mynd fyrri konunnar sinnar — skildi það alt til hlýtar, og þú — þú lærir það líka.” “Aldrei!” Hrópaði hún, “aldrei!”--------“Og í sjálfsvamarsklyni skal eg segja þér, að eg er upp með mér af forfeðrulm mínum. peir voru heiðursmenn ættlið fram af ættlið. — Eg þckki ekkert sem er mér ljúfara en það, að lesa í æfi- sögum þeirra. En eg get ekki treyst á ver<5- leika þeirra, þegar til þess kemur að gera mitt hlutverk. Eg mun heldur aldrei nota mér frægðarljóma ættar minnar frammi fyrir þeicrn sem ekki meta rieins stöðuna. Að eins þar sem að hroki og dramb hins auðuga aðals mæt- ir mér, mun eg slá á ættarskjöld minn, og það svo að klingi í honum.” Hann stóð þegjandi með krosslagðar hendur fyrir framan hana eitt augnablik. Svo sagði hann með hægð: “Mér liggur við að spyrja, Júlíana, hvers vegna fæ eg að sjá þessi augu fyrst hér í Schönwerth?” Hún leit undan hrædd. Augu hennar höfðu Ijómað af ákefð. “Má eg biðja um á- kveðið svar?” spurði hún óviss og eins og hún berðist við mikla erviðleika. “Má eg bæði vera móðir Leós litla og kenna honum ein, og viltu fá því framgengt við hirðdróttsetann, að hann láti mig sjálfráða?” bætti hún við róleg og í biðjandi róm. Hann kðmur með mótbárur,” sagði Mainau og strauk hendinni yfir ennið, “en iþað skal ekki hindra mig frá því að gefa þér ótakmarkað vald. Við fáum að sjá hvað það verður, sem ber sigur- inn úr býtum í sál þinni — hvort það verður þessi lífstilgangur, sem þú hefir valið þér sjálf, með öllum hans skuggahliðum, eða — heimsdrósin, dóttir Litowisku prinsessu.” “Eg er þér þakklát,” Mainau,” sagði hún með mestu barnslegri gleði og innilegleik og lét sem hún heyrði ekki síðustu háðsyrðin. Hann vildi taka í hönd hennar og kvssa hana, en hún snéri sér við og gekk hratt að dyr- unum. “pess gerist engin þörf meðal góðra félaga — við skiljum ihvert annað án þess,” sagði hún með yndislega glöðu brosi og leit til hans um leið og hún gekk út. X. Frú Löhn átti i mesta basli þessa dagana, eftir því sem henni sagðist sjálfri frá. Og hún kinkaði gamla stirða kollinum , hvert skifti, sem hún sagði frá því og ýtti um leið hornkambinum betur niður í gráa hárið í hnakkanum, þótt hann reyndar sæti alveg rétt. Sjúklingurinn var æði fyrirhafnarmikill og í mikilli geðshræringu, því að hertogaekkjan reið á hverjum degi fram hjá indverska húsinu, og það þó að “rigndi eldi og brennisteini”. Hirð- fólkið á hertogasetrinu hafði spáð því að 'hin skjmdilega gifting Mainaus, “þetta heimskulegi ) og undarlega tiltæki,” mundi tafarlaust bind t enda á alt hans samband við hirðina, og snúa hylli frúarinnar í megnasta fjandskap. En það fór alt öðruvísi en spáð hafði verið. Pei-. sem nákunnugastir voru, hvísluðu um það sín a milli, að hertogafrfin virtist vera í langt um léttara skapi og frjálslegri í anda eftir að hún visisi, að giftingin var ekkert annað en hag- kvæmishjúskapur, sem gamli hirðdróttsetinn væri sárgramur út af .og sem hann vonaði seinna meir að geta ónýtt. En það var eitt, sem þess- ir spekingar þektu ekki, eina dýpstu ráðgátuna 1 kvenneðlinu, sem liggur falin í sál hinnar ætt- göfgustu konu jafnt sem í hjarta léttúðardrós- arinnar. — Hertogaekkjan hafði aldrei elskað hinn fríða, hrokafulla mann með meiri ákefð og auðmýkt en einmitt eftir að hann hafði refsað henni svo grimmilega, eftir að hann hafði næst- um troðið hana undir fótum sér í siðferðislegum skilningi. “Rauðhausinn” (— það var nafnið aem hirðmeyjarnar gáfu barónsfrúnni nýju — olli hertogaekkjunni engrar afbrýðissemi, eftir að hún sá í gegnum “nunnublæjuna,” þegar hún reið fram hjá henni, því hún hafði ekki uppgötv- að neinn yndisleik hjá henni. Fyrri konan með alt sitt skraut og aðlaðandi vFmót hafði verið prýði fyrir hirðina og þar hafði henni ávalt ver- ið tekið með hóli, en Mainau hafði einu sinni ekki gert sér þá fyrirhöfn að kynna þessa fólkinu á hertogasetrinu. Nú dvaldi hann einn, eins og hann hafði oft gert áður, dögum saman í einu, í skrautlegri íbúð á hertogasetrinu, og talaði hik- laust um ferðalagið, sem hann ætlaði að takast á hendur til Austurlanda. Alt þetta sannfærði hertogaekkjuna um það, að hin brennandi hefnd- argirni þessa skapmikla manns hefði að fullu sloknað um leið og hann kom hefnd sinni fram, og að honum stæði alveg á sama um framtíðac- örlög manneskjunnar, sem hann notaði til þess að ihefna sín. Nú reið hún aftur g3gnum skemtigarðinn í Schönwerth, næstum daglega, og var í ágætu skapi. Hirðpresturinn kom oftar til Schönwerth en hafði verið vani hans áður, eftir að kenslukon- an fór burt. pað skeði, semkvæmt skipun Main- aus, fáum dögum eftir að hann átti samtalið við konu sína. Presturinn sá sjálfur uim trúar- bragðafræðslu Leós >-----pað hafði orðið hörð rimma milli frændanna. pjónustufólkið hafði búist við að stafur gamla mannsins brotnaði þá og þegar, svo fast hafði hann lamið honum í gólf- ið. En það vonskukast kom að engum notum, því hálfri klukkustund síðar var búið að flytja rúm Leós litla í herbergið við hliðina á svefn- herbergi frúorinnar, og upp frá því hafði hún öll móðurréttindi yfir honum og naut allrar þcirrar virðingar á heimilinu, sem þeirri stöðu fylgdi. prátt fyrir það þótt þjónustu fólkið nöldraði um það sín á milli. að gavnla LirðdróUsetanum væn mein.'Ua v;ð nýju fr Xna, og að h ísöóadanum stæði svona hér urii bil á sa|ma um hana, þá leyndi það sér ekki, að það fann til þess að hun værí í raun og veru greifadóttir, sem það þo.ði ckki að sýna neina ókurteisi. Fyrst framan af hnykti Iþví að vísu við, þegar hún, hljóðlega og án þess að nokkur yrði hennar var, kom til þess, til að líta eftir, hvort alt væri eins og það ætti að vera; en það vandist fljótt við þessa “sérvizku”, einkum eftir að frú Löhn, sem annars var ekki mjög Ijúf viðureignar, fór ulmyrðalaust að opna línskápana sína fyrir hinum rannsakandi gráu augum ungu frúarinnar. Eftir samtalið við Mainau sneiddi Líana hjá því að vera ein með honum, og 1 ann reyndi heldur ekki að ná fundi hennar. Hann hafði heldur ekki haft neitt tækifæri síðan til þess að undrast yfir augunum í henni. Jafnvel þegar sló í sem harðastar orðasennur milli hans og prestsins við teborðið, sat hún og-horfði niður á hendurnar á sér, sem voru sívinnandi við út- saum, og Mainau var sannfærður um að hún væri í huganum að fara yfir orðin, sem L?ó ætti að læra eða telja saman sápustykkin, sem væru not- uð í þvottakjallaranum. Hann, sem var svar- inn óvinur allra leiðinda — þau voru í augum hans seindrepanid eitur — bafði sjálfur viljandi flutt þessa rólyndu og þolinmóðu konu inn í hús sitt. par við bættist, aS hann var búinn með alt verk sitt í sambandi við nýbreitingar í s'kemtigarðinum, svo að það var alls ekkert fyi'ir hann að gjöra heima næsta hálft árið, að hann sjálfur sagði. pess vegna var hann í óðaönn að undirbúa sig fyrir burtförina. Eitt kvöld við teborðið sagði hann hlægjandi við hirðdrótt- setann, að flakkárablóð Mainauanna syði í æðuim sínum. Gamli maðurinn varð viðskotaillur og kvaðst verða að frábiðja sér þess konar lýsingar, bæði fyrir sjálfan sig og í nafni sinna göfugu forfeðra. pað sló í orðasennu milli frændanna, sem varpaði b.jörtu ljósi yfir liðna tímann. Líana sat við útsaum sinn eins og henni kæmi þetta ekkert við, en hún sá í huganum Mainau bræðurna þrjá, sem fyrir þrjátíu og firnrn árum höfðu verið margumtalaðir menn. peir höfðu verið friðir, fyrirmannlegir og mestu eftirlætisgoð margra. öldungurinn, sem sat þama með vel klipta gráa hárið, var í mjög æstu skapi; blóðið streymdi til höfuðs honum á hverju augnabliki; hann hafði fylsta rétt til þess að mótmæla ummælunum um flakkarablóðið. Honum sjálfum — hann var næstelsti bróðirinn — hefði verið ómögulegt að draga andann í nokkru öðru andrúmslofti en hirð- arinnar. Hann hafði alt af sett markið nins hátt og hann gat, eins og greifafrú Trachenberg var vön að segja, þegar hún vildi gefa í skyn; að hún hefði hryggbrotið hann. Hann var í réttri stöðu við hirðina og hann hafði valið sér konu, sefm var honu msamboðin og svo hafði hann “stöðunni samkvæmt” í öllu hagað sér eftir ósk- um og boðum hinnar ríkjandi hertogafrúar. Hann gat þes svegna með góðri samvizku sagt, að sín- ir hreinu fætur hefðu aldrei gengið á eggjagrjótl hversdagslífsins. MeS elzta bróðirinn var öðru máli að gegna; hann hafði farið norður í íshaf og svo flækst sem veiðimaður gegnum skóga Indíánanna, og svo þegar hann kom loksins heini aftur, — heim í “háæruverðuga 1 tla kjaftabæl- ið í þessum þýzka afkyma,” eins og hann var vanur að kalla það, þá hafði hið skeytingarlausa framferði hans hvað eftir anmð fylt bróðuv hans, hirðmanninn, með kvíðahrolli. En svo hafði ung stúlka, sem átti von á miklum arfi‘ náð í hann, og þau höfðu gifst. Hann dvaldi á hertogasetrinu nógu lengi til þess að veita hinni ungu og fögru konu sinnar nábjargimar; hún dó, þegar sonur hans fæddist. Hann lét gefa drengnum nafnið Raoul, þegar hann var skírður. svo útbjó hann erfðaskrá sína og fór burt. Siðast hafði hann falið þýzka sendiherranum í Brazilí* á hendur, að koma fréttum af sér heim, — svo hafði hann dáið úr hitaaótt.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.