Lögberg - 17.05.1923, Blaðsíða 6

Lögberg - 17.05.1923, Blaðsíða 6
Bls. t: LÖGBKRG, P'IMTUDAGINN 17. MAI 1923. Barónsfrú Mainau. Eftir E. Marlitt. “Hvað er þetta, barón Mainau — á eg að trúa því ?” spurði hertogaekkjan undarlega fljótt, naestum án þess að draga andann. Hún gleymdi sér svo að hirðmærin byrjaði að ræskja sig vand- ræðalega. “Og hvers vegna ekki, yðar hátign?” svar- aði hann rólega og ypti öxlum. “Rudisdorf er óvanalega vel sett frá heilbrigðislegu sjónarmiði, og sálir, sem grafa sig niður í sínar eigin hugs- anir, finna þar besta næði. pó að eg sé óstöð- ugur farfugl sjálfur, get eg samt unnt öðrum þess að feir fari heim aftur í hreiður sín, iþegar þá langar til þess. — Gáðu að þér Júlíana, hann skemmir þennan fallega kjól, sem þú ert í!” — Hann átti við stóran hund, sem Leó átti, og sem að líkindum hafði verið bundinn í veiðimanns- húsið, en sem nú hafði slitið sig lausan og flögraði upp um konuna með mestu fagnaðarlátum. “Skárri er það nú trygðin, sem skepnan hefir tek- ið við þig! Hvað á að verða um vesalings hund- inn? pað verður erfitt að skilja Leó frá hon- um.” Hún bQÍt á vörina — þetta var þá svarið við bæn hennar, og það var gefið með þessari framúr- skarandi léttúð og kuldabrosi.-----Augnaráðið sem fylgdi því sá engin nema hirðmærin. Hún lýsti því síðar fyrir hertogaekkjunni á þann hátt, að það hesfði lýst ómælis óbeit og að það hefði fallið á höfuð rauðhærðu konunnar eins og eld- ing. — I XIV. Meðan á þessu stóð reikuðu hertogasynimir um garðinn með Leó. peir þreyttust fljótt á því, að slíta af trjánum ávexti, bæði fullþroskaða og óþroskaða, og fleygja frá sér því, sem þeir gátu ekki borðað af þeim. Kaffiborðið var þeirn heldur ekki girnlegt. Frú Löhn bauð fram sælgætið, sem á borðinu var, en það var til einkis. Miklu girailegri voru óhljóð apanna yfir í ind- verska garðinum. Að vísu hafði þeim verið stranglega bannað að ganga um Kashmir'dalinn, án þess að einhver fullorðinn væri með þeim, eink- um vegna tjarnarinnar, sem var mjög djúp. En þeir skeyttu því engu; þar var nóg f jör og skemt- un unldir mösurtrjánum. peir voru vissir um að mamma þeirra og herra Werther kæmi ekki núna, og hirðmærin réði ekki hið allra minsta yf- ir þeim“ — J7að fullvissuðu þeir Leó um í allra mesta trúnaði. Fyrst ráku þeir á fætur nautið, sem lá og baðaði sig í sólskininu á tjaraarbakkanum; en það var gamalt og meinlaust og flýtti sér sem það gat inn í kjarrið. — Svanimir á tjöminni flúðu sömuleiðis undan grjótkasti þeirra inn í byrgi sín og skautfjöðruðu fasanamir skutust lúpulegir inn í hverja holu, lafhræddir við ofsóknir drengj- anna. “Heyrðu Leó, er galdranomin altaf þarna?” spurði eldri hertogasonurinn og benti á indverska húsið. Leó kinkaði kolli. “Ef eg bara þyrði,” sagði hann og lét smella í svipunni. “Pið ættuð að reka hana burt, eða fleyja Tienni í vatnið!” “Veiztu það ekki bjáninn þinn, að galdra- nomir geta ekki druknað! J7ær fljóta altaf, og það þó þær liggji í vatninu í hundrað ár — J?að sagði ungfrú Berg og hún vissi það vel. Erfðaprinsinn stóð grafkyr og gapti; J?etta hafði hann aldrei heyrt fyr. En nú varð hann enn ákafari með að finna upp ráð til þess að koma galdranominni fyrir kattarnef. “Ef við hefðum púður,” sagði hann, “þá gætum við hæglega sprengt hana í loft upp. Kafteinn von Horst sagði mér í kenslustundinni í gær, þvernig á að fara að því — maður leggur brennisteinsþráð —” “pað er púður í veiðimannahúsinu!” hrópaði Leó og tókst á loft af ákafa. “J?að væri þó svei mér gaman að sprengja upp noraina!” Drengirnir hlupu yfir gróðrar teigana; þeir mættu kennaranum, sem var að leita að þeim, og fóru fram hjá limgirðingunni, þar sem mamma þeirra var að tína ávexti. peir voru nógu slungn- ir til að segja ekki eitt orð um leyndarmál sitt — þetta átti að koma flatt upp á alla. peir lædd- ust inn í veiðimannahúsið án þess að láta til sín heyra. Lykillinn stóð í fkránni á skápnum, sém byss- uranar og skotfærin voru geymd í, og á bak við glerhurðina hékk mjög skrautlegt púðurhom. Hornið var mjög ginnandi, og veiðimaðurinn var ekki við. Erfðaprinsinn steig upp á stól og tók hornið ofan. J?að var fult af púðri. En brenni- steins þráð var þar hvergi að finna. Hátignin litla varð samt ekki ráðalaus: á borðinu við rúmið lá dálítill bútur af vaxkveik og bakki með eld- spítum í. “petta dugar rétt eins vel,” sagði hann og stakk öWu, sem hann þurfti að hafa, í vasa sinn. f sama bili kom veiðimaðurinn inn í herberg- ið og sá hvað þeir hörfðust að. Hann var ungur maður með ískyggilegan svip á andlitinu, sem Leó stóð stuggur af. “Farðu út,” sagði strákur í höstum og skipandi róm, sem þó bar vott um að hann var kvíðafullur út af iþví að hafa náð i púður- hornið. — Svo þið ætlið að reka mig út úr mínu eigin herbergi,” svaraði veiðimaðurinn sótrauður í framan af reiði. Hann ætlaði tafarlaust að ná púðurhorninu, en það gekk ekki vel. Erfða- prinsinn sparkaði í hann, en hinn þreyf í treyju- laf hans að aftan og Leó réðist á hann með upp- reidda svipuna. / . “Bíddu við,” sagði hann, “eg skal fara með þig ein og afi minn. Manstu hvemig hann sló þig í framan með hundasvipunni ?” Veiðimaðurinn fölnaði og reiddi hendina til höggs, til þess að slá hinn ósvífna drenghnokka. “ófétið þitt!” sagði hann, en stilti sig samt með herkjum. ”Mér stendur á sama! pið getið gert það sem þið viljið! J7að væri bezt fyrir ykkur, að þið væruð öll sprengd í loft upp!” Svo fór hann út og skelti aftur á eftir sér hurðinni. Drengirnir biðu í ákafri eftirvænt- ingu þangað til þeir heyrðu ekki lengur fótatak hans, þá læddust þeir út. Nokkrum mínútum síðar kom frú Lbhn út úr húsinu, brá hönd yfir augu og horfði mjög kvíðafull út yfir gróðrar- teiginn. J?að var rétt í sömu svipan og Mainau og konurnar komu aftur heim úr mösurlundinum. “Hvað gengur á, Löhn?” spurði hann. Hann sá á henni, að eitthva? hafði komið fyrir, sem hafði komið henni í geðshræringu. “það er í indverska garðinum eg meina drengina, náðugi herra — eg sá litla baróninn hlaupa þangað rétt núna,” svaraði hún. Guð hjálpi okkur! peir hafa tekið með sér púður og eldspítur! Veiðimaðuíinn var að segja mér það.” — Hertogaekkjan rak upp angistaróp og greip í handlegginn á Mainau, sem óðara lagði af stað. Líana og hirðmærin fylgdu á eftir og kennarinn, sem gekk í hægðum sínum með fram limagirðing- unni tók líka til fótanna í sömu átt, er hertoga- ekkjan hafði kallað til hans í mjög ómjúkum róm. pau komu rétt í tíma til þess að vera sjónar- vottar að athæfi drengjanna, sem hefði getað haft mjög alvarlegar afleiðingar. J7eir höfðu helt púðr- inu í hrúgu á mottu úr pálmaberki á miðjum vegg- svölunum og stungið logandi kveiknum ofan í hana. Hinn minsti hristingur eða andgustur hefði verið nóg til að fella hann. Púðrið var ekki nóg til þess að sprengja upp húsið, eins og dreng- irair óskuðu; hættan lá mest í því að þeir gerðu enga grein fyrir hvað gæti komið fyrir þá sjálfa. þeir húktu hver vi ðannars hlið yfir púðurhrúg- unni og biðu óþre(yjufullir eftir því skemtilega augnabliki að loginn kveikti í “sprengigröfinni”, eins og þeir nefndu það. Leó sat á milli prinsanna og varð fyrstur til þess að sjá fólkið koma hlaupandi. “Farðu hægt pabbi — Við erum að sprengja upp galdranorn- ina,” sagði hann í hálfum hljóðum og án iþess að hafa augun af púðrinu. Mainau stökk upp að svölunum, beygði sig niður að drengjunum og slökti logann með hend- inni. Hann var náfölur í framan, er hann snéri sér við Hertogaekkjan hneig hágrátandi í fang hirðmeyjar sinnar. Eftir ofurlitla stund náði hún sér samt aftur. “Drengirnir skulu fara að hátta í kvöld, án þess að fá nokkum kvöldmat, og þeir fá ekki að fara í útreiðarferð á morgun, herra Werther,” sagði hún í skipandi róm. Mainau þreif í öxlina á syni sínum og skammaði hann um leið og hann hristi hann til. Líana gekk til hans og lagði báða arma um drenginn, sem orgaði af öllum kröftum. “Ertu að refsa honum fyrir syndir kenslukonunnar, Ma- inau?” spurði hún með þýðri alvörugefni. “Mér finst að þú megir ekki gjöra það, rétt eins og mað- ur má ekki skoða alþýðuna ábyrgðarfulla fyrir samskonar hermdarverkum, meðan róið er að því öllum árum að halda henni við hjátrú sína og hleypidóma. Hún strauk blíðlega með skjálf- andi hendinni yfir augu drengsins, sem hefðu orðið fyrir þeim hræðilegu örlögum að verða blind, ef faðir hans hefði ekki með snarræði sínu gripið í strenginn. Hertogaekkjan varð náföl í framan, eins og hún hafði orðið, er hún mætti Líönu í fyrsta sinni í skóginum. Hún gleymdi því að kennari baraa hénnar, hirmærin og hann, sem svo oft broeti háðs- lega og sigri hrósandi, stóðu umhverfis hana; hún sá að eins hveraig hin unga kona þrýsti drengnum að hjarta sér, og að drengurinn var hans bam, lifandi eftirmynd hans sjálfs, sem kon- an unga fór með eins og hún væri móðir hans, rétt eins og það væri það sjálfsagða. — J?að gat hún ekki þolað. Afbrýðissemin, sem hún hafði reynt með erfiðleikum að bæla niður fylti sál henn- ar eins og vitfirring, sem brýst fram alt í einu. Hún hafði samt sem áður nógu mikla sjálfstjóm til þess að rífa ekki drenginn umsvifaiaust með valdi frá þessari konu, sem hún hataði, þótt að hún gleymdi alveg mildinni og ástúðinni, sem sómdi stöðu hennar sem stjórnanda. Fyrirgefið þér, frú mín góð; skoðanir yðar erui svo einkennilegar, að mér finst að þær eigi jafn illa við hér í mínu gamla, kæra Schönwerth og þríliti fáninn, ef hann blakti þarna yfir þessum heiðursverðu turaum,” sagði hún í sátbeittum rom og benti til hallarinnar. ' 1 “Eg get ekki að því gert, og þér megið ekki misvirða það við mig, að mér finst ávalt, þegar eg heyri til yðar, að eg se að hlusta á einhverja kenslukonu eða óbreytta kvensnift láta í l.iós sínar undarlegu skoðanir_ Er rétturinn til að bera hið fræga nafn Mainau ekki meira vert í augum yðar?” “Yðar hátign eg var greifadóttir af Trachen- berg þar til fyrir nokkrum vikum síðan,” greipXí- ana frammí fyrir henni og lagði áherslu á hið gamla og göfuga ættarnafn sitt. “yig erum orðin fátæk og á þeim sem síðast bar nafnið hvílir sú minkun, að hafa sjálfur verið orsök þessarar fátæktar; en þrátt fyrir það er eg upp með mér af því, að hafa erft réttinn til þess að líta til baka til margra ættliða af hugprúðum og flekklausum mönnum, með vissu um að eg spilli ekki arfleifð minni með því að hugsa og tala mannúðlega, og þess vegna geta Mainauarnir líka verið rólegir.” Hertogaekkjan beit á vör, og á því hvernig kjóllinn hennar hreyfðist mátti sjá, að hún stapp- aði i jörðina með fótunum. Hirðmærin og kenn- arinn veittu eftirtekt þessu ótvíræða merki um ó- ánægju á hæðsta stigi, og skelfdust við. Meðan Líana var að tala hafði Mainau snúið sér undan, eins og hann vildi komast burt, en nú snéri hann sér við, Iagði báðar hendur á hjartað og sagði háðslega: “Eg er saklaus yðar hátign, eg get ekki að því gert þó að þér hér á gamla góða Schönwerth verðið að heyra slík svör — Eg bjóst sjálfur við mildu dúfuskapi. þessi kona með litla blíðlega andlitið hefir ekki að eins erft nafn sinna frægu, hraustu forfeðra, heldur og sverð þeirra — iþað liggur á tungu hennar — um það get eg borið vitni.” Hann ypti öxlum og hló háðslega. Hvert orð sem talað var á meðan á þessari snörpu sennu stóð var eins og loginn, sem hafði verið slöktur fyrir skemstu í miðri púðurhrúgunni. Litlu prinsarnir grétu stöðugt á meðan ; hinn harð- fengi erfðaprins vildi ekkii missa rétt s inn til kveldverðarins og bróðir hans grét af því að næsta dag feng hann ekki að sjá reiðskjóta sinn. Herra Werther hvíslaði stöðugt að þeim að vera rólegir, eji það hafði engan árangur og þegar hann var orðinn hræddur við reiði hertogaekkjunnar og vildi koma þeim burt, varð raunkjökur þeirra tveggja að veini, sem allir gátu heyrt. í sama bili heyrðist til völtrustólsins hirð- dróttsetans, sem nálgaðist í mesta flýti. Andlit gamla mannsins var náfölt. En þegar hann sá að hópurinn var heill á húfi, skipaði hann veiði- manninum, sem ók honum að nema staðar. J7að var auðséð að ihann vildi forðast að koma nálægt indverska húsinu. Presturinn og frú Löhn voru með honum; þau voru bæði sýnilega í mikilli geðs- hræringu, sem án efa hafði aukist við það, að þau heyrðu grát drengjanna. “í guðs bænum, Raoul, hvaða ósköp eru það, sem ganga á hér?” hrópaði gamli maðurinn. “Er það satt sem frú Löhn segir, að börain hafi verið að leika sér með púður?” “Leikur, sem nokkur alvara fylgir, frændi — Lótusblómið var nú loks komin í þá hættu að verða brent sem galdrakind; drengimir ætluðu að sprengja hana í loft upp,” svaraði hann með hálf- gerðu glotti. “Eg vildi að það hefði skeð fyrir 17 árum,” nöldraði hirðdróttsetinn og gaut augunum um leið til hússins. En nú vildi eg spyrja, hvernig púðrið hefir komist í hendur drengjanna. —. — Hver fékk ykkur það, prins minn góður?” spurði hanni erfðaprinsinn, sem ekki var enn hættur að gráta. “iHann þaraa,” sagði hann og benti á veiði- manninn, sem stóð hreyfingarlaus og lotningar- fullur fyrir aftan stólinn. Heigulinn litli hafði ekki hug til þess að bera ábyrgðina á því sem hann hafði gert og reyndi að koma henni yfir á annan. “En þetta er hreint ekki satt!” hrópaði Leó æstur. — Sannleiksást hans og hreinskilni vakn- aði við þessa lýgi. “Dammer gaf okkur ekki púðr- ið hann vildi ekki einu sinríi lofa okkur að taka það — hann var bara vondur og ætlaði að fella mig og svo kallaði hann okkur óféti og sagði að það væri bezt fyrir okkur öll að við værum sprengd í loft upp.” “Hundurinn þinn!” hrópaði hirðdróttsetinn og snéri sér. að veiðimanninum; hann reis upp í stólnum, en hneig strax niður aftur stynjandi af kvölum. “parna sérðu nú, Raoul, afleiðingamar af mapnúð iþinni! Maður fæðir þessa letingja og bjargar þeim frá hungurdauða af einskærri góð- semi; en ef maður stendur ekki stöðugt yfir þeim með reidda svipuna, þá verða þeir fullir af óskam- feilni, þeir stela, hvenær sem þeir geta höndum undir komist og svo ofan á alt annað, er maður svo ekki óhultur um lífið fyrir þeim.” "Getið þér sannað, að eg hafi nokkumtíma stolið frá yður, náðugi herra ?” spurði veiðimaður- inn örvita af reiði. — Hann varð ógurlegur ásýríd- um; augun ranghvolfdust og andlitið sótroðnaði af bræði. — "J?ér kailið mig letingja. Eg vinn ærlega og svikalaust—” "Hafið þér yður hægan, Dammer, og farið burt!” skipaði Mainau og benti í áttina til veiði- mannahússins. "Nei, herra, eg hefi sómatilfinningu rétt eins og þér, og eg læt mér ef til vill annara um hanh heldur en hinir háu herrar , því eg á ekkert ann- að til-----pér hafið einu sinni barið mig með hundsvipu,” sagði hann við hirðdróttsetann og næstum stóð á öndinni — “Eg hefi þagað hingað til, því eg verð að vinna fyrir gömlum föður, en eg hefi ekki gleymt iþví. pér talið um einskæra góðmensku — Hvar sem þér getið komið því við, klípið þér af launum okkar. — J7ér fyrirverðið yð- ur ekki fyrir það að reita af okkur fé, skilding eft- ir skilding. — Allir vita hve ágjarn og harðdrægur þér eruð. — Nú hefi eg sagt það sem eg vildi segja og nú fer eg burt frá Schönwerth; en varið þér yður, — varið yður á mér!” Hann þreif með kraftalegum höndunum í stólinn hristi hann ákaf- lega og skaift honum síðan af öllu afli inn í kjiarrið. Hirmærin og börnin ráku upp hljóð, hertoga- ekkjan flúði heim að indverska húsinu, en Mainau sem var orðlaus af undrun, reif upp hæl, sem var rekinn ofan í jörðina og miðaði honum á veiði- manninn. — “Sláðu ekki, Mainau!” hrópaði Líana — en í sama bili smaug skerandi sársauka vein í gegnum loftið og hægri hönd hennar hneig mátt- vana niður. — Hún hafði hlaupið til í því skyni að koma í veg fyrir höggið, en hafði orðið fyrir þvf um leið og veiðimaðurinn vér sér undan og hljóp burt með háðshlátri. Mainau stóð kyr eitt augnablik eins og að hann væri orðinn að steingjörfingi, svo kastaði hann blótandi frá sér hælnum og vildi grípa með báðum höndum eftir hinni meiddu hönd konu sinn- ar; en hann hrökk ósjálfrátt afturábak frá hirð- prestinum. — pótt herskarar heiðingjanna hefðu komið herjandi á móti kirkjunni, þá hefði prest- inum, 4 öllu trúarofstæki sínu, ekki getað flýtt sér meira að verja hana heldur en hann gerði nú, er hann setti sig sem verndara milli Mainau og konu hans. J?að var auðséð að hann var knúin áifram af sterkri og óviðráðanlegri tilfinningu; annars hefði hann ekki sýnt sig líklegan til þess að draga til sín konuna um leið og hann reiddi' upp hægri hendina á móti þeim, er hafði veitt henni áverkann. “Hvað, herra hirðprestur, ætlið þér að drepa mig?” spurðí hann seint og með áherzlu og stðð kyr í sömu sporum. Hann mældi mótstöðu- mann sinn frá hvirfli til ilja með augunum og hræðslusvipurinn á andliti hans, sem hafði komið svipurinn var mjög kuldalegur. Kveljandi IJ / • ttmbur, fjalviður af ölkim Nyjar vorubirgðir teglMl<lum, geirettur og ai.- kormr aðrir strikaðir tiglar, hurðir og gluggar. , Komið og tjáið vörur vorar. Vér erumætfð glaðir að sýna þó ekkert sé keypt. The Empire Sash & Door Co. Limitad HENRY A.VE. EAST WINNIPEG -------RJÓMI---------------- Virðingarvert nafn er bezta trygg- ingin fyrir áreiðanlegum viðskiftum — og þess vegna getið þér treyst því að fá allan hugsanlegan ágóða og fyrsta flokks afgreiðslu hjá: CITY DAIRY Limited WINNIPEG James M. Carruthers, James W. Hillhouse forseti og framkv. stjóri, fjármálaritsri Spyrjið þá er senda oss rjóma. hræðslusvipurinn á andliti hans, sem hafði komið ’honum til iþess að fölna, var horfinn, og í stað hans var komið fyrirlitningarfult háðsbros— Ró- semi hans kom prestinum óðar til að átta sig. Hann vék undan og lét báðar hendur falla niður. “Höggið var of voðalegt”, sagði hann lágt eins og í alfsökunarskyni. Mainau snéri sér frá honum og stóð rétt fyrir framan konu sína. Hann reyndi að horfa í augu hennar. Hún horfði niður fyrir sig. Hann rétti út hendina blíðlega, til þess að ná 1 hina meiddu hönd hennar, sem hún faldi í kjólfelling- um sínum. “petta er ekkert,” sagði jhún; “eg get vel hréyft fingumar.” Hún leit upp og ihorfði þreytu- lega fram hjá honum, eins og hann kæmi henrtí ekki við. Augu hans hvíldu á henni en hún horfði út í bláinn og í svip hennar var þrá, sem erfitt er að lýsa. “J?ér heyrið að þetta er ekkert, svo þér getið verið rólegur prestur góður”, sagði Mainau og snéri sér við. “þetta er miklu verra fyrir mig. J7essi fagra hönd getur beitt blýantinum aftur á morgun með sinni vanalegu snilli, en á mér aftur á móti, sem heldri manni, mun æfilangt hvíla sú smán a hafa veitt konu likamlega áverka.” Hví- líkur feikna biturleiki gat falist í rödd hans! “J?að er að eins eitt, sem mig langar til að minna yður á, prestur minn — hvaða dóm mun hin stranga regla, sem þér heyrið til, leggja á hina óvenjulegu meðaumkun yðar ?--------petta er trúvillings höna — fyrirgefðu Júlíana, — sem þér kennið svona í brjóst um.” Hirðpresturiiyi var búinn að ná sér aftur til fulls. “pér talið móti betri vitund, herra barón. er þér ásakið oss um slíkt miskunarleysi,’ greip hann fram í kuldalega. “Við gleymum því aldr- ei að einnig þetta vilíitrúarfólk heyrir okkur til x skírainni—” “pessi skilningur yrði ef til vill ekki látinn mótmælalaus af hálfu Lútherstrúarmanna,” sagði Mainau og glotti. — Hann virtist ekki veita því eftirtekt, að Líana hristi höfuðið eins og til að mótmæla, heldur snéri hann móts við hertoga- ekkjuna, sem nú kom aftur til þeiira. “Mikil þó hræðileg óþægindi verðið þér að þola hér í Schönwerth,’ sagði hann. Hann fór án minsta hiks, að tala hræsnismál hirðlífsins. Hertogaekkjan horfði á hann rannsóknaraug- um, sem væri hún í vafa — andlit hans bar ekkl minsta vott um tilfinningu. prátt fyrir hatrið, sem hún bar til hinnar ungu konu, vakti þó kvala- svipurinn á andliti hennar meðaumkun hjá henni —hann var alveg ósnortinn, hann hafði’ekki reynt að mýkja hana með hinni minstu fyrirge^ningar- bón — pessar manneskjur mundu aldrei um alla eilífð nálgast hver aðx;a. ) \ 1 \ \ EDDYS MATCHES Munið eftir að panta Eddy’s þegar þér biðjið um eldspítur TIL SÖLU ALSTAÐAR I CANADA.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.